Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 Heinrðkrin0la (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: «6537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til Maðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 Gresjutröllið. íFrh.) Skipulagningin því nær kraftaverk Hér skulu nú talin nöfn þeirra manna, er eiga sæti í stjórnarnefnd Hveiti samlagsins. í»eir eru ellefu' talsins, og hafa umráð yfir fjórðungshluta af sam- þjóðlegum hveitibirgðum veraldarinnar.. Þessir ellefu menn stýra stórkostlegustu viðskiftastarfsemi sinnar tegundar í öll- um heiminum, og selja mest hveiti á heimsmarkaðinn, allra manna. Þessi stórkostlega ráðsmennska gefur þeim í hendur einstætt vald, innan endimarka allra hveiti og kornviðskifta um víða ver- öld. Og þar af leiðandi eru þeir jafningj ar voldugustu viðskiftahölda, hvar sem leitað er á guðs grænni jörð. En þeir bera það ekki utan á sér. Framganga þeirra ber því aftur á móti ótvírætt vitni, að þeir hafa ötulum höndum um frjómold- ina farið. Árið sem leið báru þeir á- byrgð á $323,000,000 viðskiftaveltu. Og til þess að hafa saman þessa óneitanlega laglegu fúlgu, er þeir svo skifta á milli bænda í Vestur-Kanada seldu þeir hveiti í tuttugu þjóðlöndum, víðsvegar í fjórum heimsálfum.. Þessir ellefu menn eru: E. B. Ram- say, aðal framkvæmdarstjóri og ritari Hveitisamlags Kanada; H. W. Wood, for- maður Alberta-samlagsins og vara-for- maður Hveitisamlags Kanada; A. J. Mc- Phail, formaður Saskatchewan-samlags- ins og formaður Hveitisamlags Kanada; C. H. Burnell, formaður Manitoba-sam- lagsins; Brooks Cotton, Saskatchewan; Paul Bredt, Manitoba; C. Jensen, Alberta; L. C. Brouillette, Saskatchewan; R. A. McPherson, Alberta; og George Miclnvor, Manitoba, sölustjóri. Enda þótt slík fjármagnselfa streymi um greipar þessara manna, þá geta þeir þó ekki auðmenn talist, á mælikvarða samtíðarinnar. Nöfn þeirra eru ekki skrásett á mann talslista yfirstétta né oddborgara, og það er vafasamt hvort þeir hafa nokkurn. tíma skrýðst kjól og silkihatti. Þeir eru bændur, og eru stoltir af stétt sinni, þess- ir menn, sem stýra þeirri viðskiftastarf- semi, sem á fimm árum aðeins hefir lagt undir sig meira en helming af allri hveiti- framleiðslu í Kanada, og rutt risalíkama sínum tii rúms á hveitimarkaði heimsins. Hvernig er nú varið viðskiftastarf- semi samiagsins? Hvernig er hún skipu lögð? Með öðrum orðum: Hvernig er samvinna bóndans lengst norður í Peace River dal og bróður hans samlagsbóndans í suðausturhluta Manitobafylkis — í 1,- 200—1,300 mílna fjarlægð — er þeir selja hveiti sitt í Yokohama, Cape Town, Aþenu og Hamborg í dag, til dæmis, og í Helsing- fors, Genf, New York og Vladistock á morgun ? Það má manni vel skiljast, að hér er margs að gæta; mörg hjól knúin í þessu gangverki, og það heldur ekki auðvelt við- fangs. Fyrst og fremst er hér ekki að ræða um tvo samvinnuaðilja heldur eitt hundrað þrjátíu og þrjú þúsund sam- vinnuaðilja, er dreifðir eru um landflæmi er nemur mörg hundruð þúsundum fer- hyrningsmílna. Auðvitað hafa langflest- ir þeirra aldrei sézt, og sjást aldrei. Það eitt fyrir sig, að koma þeim í það sam- band að þeir selja korn sitt sem einn mað- ur er risaverk. Þetta hefir samlagið gert; komið á þessu skipulagi meðal þeirra. Og þá starfið, sem í því felst að flytja um 250,000,000 hveitimæla af sextán milj- ón samlagsekrum, til fjörutíu til fimmtíu miljón neytenda í fjórum heimsálfum. Mætti manni ekki virðast, sem þetta gengi kraftaverki naast? Til þess að greiða fyrir skilningnum, verður maður að reyna að gera sér sem gleggst grein fyrir því, hvílíkt landflæmi er um að ræða þar sem gresjan er; hugsa sér svo tröllaukinn blævæng, þar sem all- ir fjaðurstafirnir geislast frá einu hand- fangi í Winnipeg út yfir gresjuna, og svo annaii blævæng þar sem allir fjaðurstaf- irnir geislast frá einu handfangi í Winni- peg yfir til Evrópu og Afríku og alla leið austur í Asíu. Samlíkingin er þó á ýmsa lund eigi svo heppileg sem skyldi, ekki sízt fyrir þá sök, að víða greinast fjaðurstafir út frá sérstökum miðdepils. kerfum, sem eru einskonar sjálfstæð kerfi í hinni yfirgripsmiklu heild. En í aðalatriðum getur maður þó hugsað sér viðskiftakerfi samlagsins í líkingu við þessa tvo aðalblævængi. Hugsaðu þér svo þrennskonar höfuð- strauma er falla eftir fjaðurstöf. þessara 2 blævængja: hveitistrauminn, er fossar inn til Winnipeg eftir fjaðurstöfum gresjublæ- vængsins, og síast þaðan aftur eftir fjaður stöfum hins blævængsins er austur ligg- ur, alla leið austur um haf; annan straum af viðskiftaskjölum: kvittunum, járn- brautarsfeírteinum, afgreiðsluskírteinum: straum af allskonar skírteinum og kvitt- unum, er fellur í sömu átt og hveitistraum urinn, og svo þriðja strauminn, peninga- strauminn er fellur í gagnstæöa átt við hina tvo. Hugsaðu þér svo 1435 samlagskorn- lyftur, dreifðar um því nær jafn margar járnbrautarstöðvar og þorp, er liggja hér og þar á fjaðurstöfum gresjublævængsins. Og hrekkur þó ekki til, því í raun réttri verður maður að hugsa sér langt um fleiri kornlyftur dreifðar um þessa fjað- urstafi, því svo risavaxið sem kornlyftu kerfi samlagsins er, þá rúmar það þó ekki í einu nema um 60% af öllu samlagskorn- inu. Það er nú ekki svo erfitt að gera sér í hugarlund hveitistrauminn, er fossar svo miljónum mæla skiftir gegnum þúsundir af misjafnlega stórum kornlyftum inn í járnbrautarvagnana og með þeim til hafs. Viðskiftaseðlastrauminn er erfiðara að gera sér í hugarlund og rúmið leyfir held- ur ekki nákvæmari greinargerð. Þá full- yrðing verða menn að láta sér nægja, að eitt hið dásamlegasta við allt samlags- kerfið er sú nákvæmni er ræður á mið- stöðvum sveitahéraðanna um þau straum- skifti til allra átta, frá aðaluppsprettunni: sölumiðstöðinni. Reynum svo að draga augnabliks- mynd fyrir hugskotssjónum vorum af sam lagsstarfseminni, þegar þreskingartíminn er í garð genginn. Þá streyma kornhlöss in svo hundruðum skiftir, eftir öllum þjóð- vegum að kornlyftunum sem vega og flokka þessar tugþúsundir kornhlassa víðsvegar af gresjunni og demba þeim svo í stóreflis bingi, er skifta þúsundum Allan guðs langan daginn og langt fram á nótt heyrist komvagnaskröltið, endi- marka gresjunnar á milli, eins og stöðug- ur æðasláttur, og rennur saman við másið og hvásið, véladynkina og hjóldunurnar frá þúsundum járnbrautarvagna, er æða yfir gresjuna með sinn dýrmæta farm. Þar er allt á hvíldarlausri fljúgandi ferð, því fimm miljónir samlagsmæla urðu að bíða fermingar í dag, og það er eins og dropi í hafið af þeim straum er á morgun og hinn daginn fer sömu leið, meðan þreskingin stendur yfir. En aldrei verður straumflóðið eftir fjaðurstöfum blævængsins svo stórkost legt, að ekki sé hver mælir af samlags- hveitinu skrásettur í viðskiftabókum sam lagsstöðvanna. Fjárreiður samlagsins Árið sem leið fékk samlagið $65,000,- 000 að láni hjá sjö stórbönkum í Kana- da. Fjárreiður samlagsins væru efni f langa sögu og sérstæða, sem ekki er rúm fyrir hér. Það nægir til skýringar, að áður en hveitistraumurinn byrjar að streyma frá þreskivélunum, snúa forstjór- ar samlagsins sér til bankanna og skýra þeim frá því hve mikið fé þeir þurfi til þess að standa straum af viðskiftunum það árið. Bankarnir sjá þeim fyrir nauð synlegu fé, svo að samlagið geti staðið í skilum með fyrstu afborgun á hveitinu um leið og bóndinn ekur korni sínu til héraðskornlyftunnar. í ár nam fyrsta afborgun fyrir No. 1 Northern, miðað við Fort William, 85 centum. Þrjú árin þar á undan var hún $1.00. Eftir nokkurn tíma snýr peningastraumurinn aftur til bankanna, svo áður en lýkur er samlagið orðið lánardrottinn bankanna, en ekki skuldunautur þeirra. .Og þá komum vér að síðasta atriði þessa kafla, því atriðinu, sem ef til vill er séreinkennilegast við samlagskerfið: Áður en hveitisamlagið kom til sög- unnar, fékk bóndinn andvirði hveitisins greitt í einu lagi. Hveitisamlagið greið- ir meðlimum sínum andvirðið í fjórum af- borgunum. Fyrstu borgunina fær bónd inn um leið og hann ekur og afhendir kornlyftunni korn sitt; aðra í marzmán- uði, rétt áður en vorannir byrja; þríðju rétt fyrir kornskurð, og fjórðu og síðustu, þá er lengra kemur fram á haustið, þegar gerðir hafa verið upp ársreikningar sam- lagsins. Stjórnvitringur er leiðtogi samlagsins Meðal yfirráðsmanna hveitisamlags- ins er einn maður, er sérstaklega mætti stjómvitring kalla í líkingu við helztu stjórnmálaskörunga hinna ýmsu þjóðfél- aga. Sá maður er Henry Wise Wood, for- maður hveitisamlags Albertafylkis, og varaformaður Hveitisamlags Kanada. Wood er einn af þeim fáu mönnum, er telj- ast mega til frumlegra hugsunaskörunga. Hann er ættaður frá Missouriríki, í Banda ríkjunum. í fjórtán ár samfleytt hefir hann verið formaður hins sameinaða bændafélags Albertinga (United Farmers of Alberta). Hann var meðlimur Hveiti- nefndarinnar og fékk þá færi á því, að beita hagfræðikenningum sínum við raun veruleikann, í glímunni við hin miklu hag- fræðislegu viðfangsefni ófriðaráranna. Margir fylgismenn hans líta til hans sem sannarlegs spámanns, og ekki að ástæðu- lausu. Tvisvar sinnum hefir Wood staðið til boða forsætisráðherrastaðan í Alberta, og manna á meðal hefir hann hlotið heiðurs- nafnið “hinn ókrýndi konungur Alberta- fylkis.” Að heyra hann prédika evangel- íum samvinnustefnunnar gengur mönn- um aldrei úr minni. Hann var maðurinn er með hugviti sínu beizlaði ákafa geðs- hræringu alþjóðar 1923, og virkjaði hana til hagrænna samtaka. Og ef nokkur á skilið nafnið “faðir Hveitisamlagsins,” þá er sá maður Henry Wise Wood. Bækur.^ STEFNIR Tímarit um þjóðmál og fleira Ritstj. Magnús Jónsson •Þetta nýja tímarit leggur úr hlaði með svofelldum orðum til lesendanna: “Stefnir ætlar ekki aö hafa mörg formálaorö til þess aö kynna sig. Er meira undir því komiö, aö hann kynni sig vel með starfi sínu. En þó mun ekki veita af að færa rök fyrir því meö fáeinum orðum, hvaða erindi hann á, vegna þess, hve mikiö er fyrir af timaritum í landinu. Tilgangur Stefnis er sem sé alls ekki sá, aö taka frá neinu þeirra, eöa ganga inn á þau sviö, sem þau hafa helgað sér. En það er nú svo, að þrátt fyrir allan tíma- ritafjöldann, eru ákveðin verkefni, alveg nægi- leg fyrir stórt og öflugt timarit, sem ekkert þeirra vinnur, nema þá aö mjög litlu leyti. Skal nefna hér þau verkefni, sem Stefnir vill vinna. 1. 'Stefnir v'ill ræöa þjóömál og fræða um þau, frá sjónarmiði einstaklingsframtaks og at- hafnafrelsis. Þetta er nú sú stefna, sem ráöið hefir undanfarandi. Sú stefna hefir á fremur skömmum tima borið mannkyniö áfram til stór- stigari framfara í verklegum efnum og rneiri auö- sældar og velmegunar, en nokkur önnur stefna hefir gert. Það mætti þvi ætla, aö hana væri óþarft aö ræöa. Hún sæti föst i sessi og þar væri ekki fræðslu þörf. En sannleikurinn er sá, að hér er langt frá aö svo sé. Mennirnir eru breytingagjarnir. Þegar eitt hvaö hefir staðiö um tíma, vilja menn skifta um og fá annað. Er þá oft og einatt hrapað aö breytingum, sem leiða til óláns og ófarsældar. Alltaf eru einhverjir til óánægöir. Þeir hafa ekki fundið það, sem þeir leituöu aö, og vilja því breyta til. Þjóöskipulagið og atvinnumálin eru engin undantekning frá þessu. Þeir, sem ekki hafa fundið þá grænu grein, kenna trénu um og vilja láta höggva þaö upp og bera á bál. Og alltaf eru opin eyru fyrir nýjung- um, sem reynslan hefir ekki fenigið að hreinsa í deiglu sinni. 'Stefnir vill ræða þessi mál viö les- endur sína. Hann vill sýna fram á, aö atvinnufrelsi og einstaklingsfram- tak er ekki úreltir hlutir, sem menn eru að verja af einhverri fastheldni og þráa, 'heldur miklu fremur takmark, sem barist hefir veriö fyrir um lang- an tima, og hefi rekki náðst enn til fulls. Hann vill leitast viö aö gera mönnum þann sannleika ljósan, aö all- ar takmarkanir á framleiðslu og höml- ur á viðskiftum eru takmarkanir á sjálfsbjargarviðleitninni og leiöa al- veg óhjákvæmilega til þess, að þjóö- in verður fátækari og ver stödd. Stefnir vill ræða öll þessi mál án æsinga og illinda, án flokkadeilna eöa ágreinings um dægurmál. Hann vill ná tali af greindu og gætnu mönnunum, sem vilja vita og skoða, í því óbifanlega trausti, að það muni sigra, sem stenzt fyrir dómi þeirra. 2. Hitt aðalerindið, sem Stefnir vill rækja, er þaö, sem er að gerast úti í löndum, hvað þar er aðhafst, ritað og hugsað og hvaða áhugamál og vandamál eru þar á dagskrá. ísland liggur svo fjarri alfaraveg- um, að hér er mjög hætt við einangr- un. Jafnvel 'þótt margt sé nú kom- ið, sem dregur úr þeirri einangrun, sem áður var, er þó langt frá því, að hingað berist nema veikur niður af því lífi, sem ólgar úti i stóru þjóð- löndunum. Vonar Stefnir, að hon- um takist smám saman að komast upp á lag með, að færa lesendum sínum nokkrar frásagnir af þessu, og verða þeim sá leiðsögumaður, sem þeir jafnan bíði með óþreyju. 3. Loks mun svo Stefnir flytja bæði greinir og sögur og myndir til fróðleiks og skemtunar. Hann er svo stór, að hann igetúr flutt mikið af hverju þessu, og ef honum tekst að eignast svo marga og góða vini út um land allt, mun honum enn vaxa styrkur og megin til þess að rækja starf sitt, sér og þeim til ánægju. Stefnir er ráðinn í því að verða ekki gróðafyrirtæki, heldur láta alla vel- gengni, sem honum kynni að hlotn- ast, koma fram í meiri stærð, betri frágangi og yfirleitt því, að verða æ betri og betri gestur, hvar sem hann kemur.” Eins og sjá má af þessu, er einkum ætlast til, að Stefnir ræði stjórnmál og vitanlega er hann einnig flokksrit. En það sakar eigi, ef hann ræðir öll mál "án illinda og æsinga,” eins og hann lofar í formála. Á margan hátt væri það æskileg- ast, að stjórnmál væri fremur rædd á þann hátt í tímaritum, heldur en með upphrópunum og þrasi í dagbloðunum. Málin yrðu þá rædd í stærra yfirliti og betra að átta sig á þeim. Um nokkurra ára bil hafa sam- vinnumenn á íslandi átt sér öfl- ugt tímarit. Samvinnu og sam- eignarmenn annað: Rétt. Nú hafa þeir, sem hallast fremur að frjálsri samkeppni hleypt hinu þriðja af stokkunum, og er það vitanlega ekki nema gott og blessað í augum allra hleypidómlausra manna, að málin verði þannig rædd frá sem flestum hliðum. Það er jafn- an svo, þegar margir deila, að allir hafa til síns máls nokkuð, en skjátlast einnig að einhverju leyti. Ætti því í slíkum tíma ritum, að vera hægt að taka málin til alvarlegri íhugunar, og sníða allar umræður betur við hæfi athugulla og skyn- samra lesenda, en venjulegast er gert í æsingaskrifum dag- blaðanna. Myndi það koma pólitízkri heilsu íslendinga í giftusamlegra horf. Og eins og af formálanum má sjá, er Stefni einnig ætlað að flytja íslendingum sem gleggstar fregnir af þeim at burðum, sem í umheiminum ger ast og öllu því helzta, sem þar er hugsað. Það er mjög þarft verk og gott, því að frétta snapir blaðanna eru venjulegast svo sundurlausar og tínings- legar að erfitt er af þeim einum að átta sig að nokkru ráði á rás sögunnar. Og margt af Æfiminning. Jóhanns Péturs Abraham' sonar Þess hefir ekki áður verið igetið í Heimskringlu, að látist hafi heiðurs bóndinn Jóhann Pétur Abrahamson. að heimili sínu nálægt Sinclair, Man., þann 29. október síðastl. og var hann jarðsunginn af séra K. K. Ölafssyni þann 31. sama mánaðar að viðstödd- um flestum Islendingum í þessu bygð- arlagi og mörgu innlendu fólki. For- eldrar Jóhanns sál. voru Abraham Hallgrímsson og Friðrika Jónsdótt- ir, bæði eyfirsk. Hann var fæddur i Hlíðarhaga í Eyjafirðinum 28. ágúst 1851, var einn af 13 systkinum og voru þau öll, er á legg komust, myndarleg, mikið í þau spunnið, enda komin af góðum ættum. Jóhann sál. flutti til Ameríku sum arið 1883. Var fyrst í Winnipeg en flutti brátt þaðan ofan til Nýja Islands i Víðinesbyggðina, og var þar í 8 ár. Eitt ár var hann í íArgyle- byggð, en flutti þaðan fyrir 36 árum í hina þá nýju Pipestone-byggð, tók heimilisréttarland og lifði á því til dánardægurs. Jóhann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans hét Guðrún Magnúsdótt- ir. Eignuðust þau tvö börn; stúlku, því, sem helzt er á dagskrá úti í heimi fer algerlega framhjá íslandi, þrátt fyrir allan rita og blaðakostinn þar. Þess vegna er það ágætt að fá rit, sem tek- ur sér það fyrir hendur, að fræða sem greinilegast um allt þetta, og veita hugsunum um- heimsins heim til íslands. Auk þess á Stefnir að flytja marg- víslegan fróðleik og sögur til skemtunar. Er því viðfangs- efni ritsins mikið og má vel fara, ef vel er af höndum leyst. En það er ekki að efa, því að ritstjórinn, prófessor Magnús Jónsson, er bæði víðfróður og fjölgáfaður, og skrifar . manna skemtilegast um hvað sem er. í þessu fyrsta hefti, sem út er komið, er mjög veigamikil og snjöll grein eftir Jón Þor- láksson fyrverandi ráðherra er hann nefnir: “Milli fátæktar og bjargálna.’’ Þar er “fréttabréf’ frá Reykjavík og upphaf þing- sögu 1929 eftir ritstjórann, og eins og búast má við, með við. eigandi pólitízkum áherzlum. Þá koma ýmsar greinar frá út- löndum, skemtilega skrifuð grein um New York, þýdd grein eftir Campbell um trúarlíf og loks saga með myndum. Vel get ég trúað því að Stefn- ir verði vinsælt og útbreytt rit á íslandi og eigi aðeins á meðal sinna flokksmanna heldur fleiri ef hann heldur áfram að flytja margháttaðan og skemtilega rit aðan fróðleik og aðeins veiga- miklar og vel rökstuddar stjórn málagreinar. Undirrituðum hafa borist nokkur eintök af þessu nýja riti og má panta það hjá hon- um, ef einhver ágirnist það í þessari álfu. Ritið er mjög ó- dýrt $2.50 um árið. Stærð sex stór hefti á ári, minnst 36 ark- I ir.— 1 dollar 3 hefti til ára- móta. Benjamín Kristjánsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.