Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA koma haegar hraeringar að nýju, eftir- kippurinn. Margir menn hafa tekið eftir þessari greiningu í kipp þeim hinum snarpa, sem hér varð á þriðju daginn var, en oft verða menn ekki hennar varir, því að ef jarðskjálft- inn er lítill, finna menn ekki forkipp né eftirkipp, þó að jarðskjálftamælir sýni þá skýrt. Jarðskjálftamaelir. — Hvernig mæla menn jarðskjálfta? Það gera menn þannig að þeir láta jörðina sjálfa rita hreyfingar sínar á blað. Vitanlega má blaðið ekki hreyfast með jörðinni, og mönnum kann að finnast það torvelt að halda því kyrru, þegar jörðin skelfur. En það hefir tekist með einföldu bragði. Lesandinn má sjálfur reyna að hugsa það upp. — Jarðskjálftamælingarnar hafa leitt í ljós margt, sem áður var hulið, um eðli jarðskjálftans. Þær sýna, að jarðskjálftar eru miklu tíðari en menn höfðu áður ætlað,, því að jarð- skjálftamælirinn finnur hverja hrær- ingu, þó að hún sé svo lítil, að eng- inn maður verði hennar var. Þær sýna og, að jarðskjálftar ná venjulega yfir miklu stærra svæði en áður þótti líklegt. Og þær sýna loks, úr hvaða átt jarðskjálftinn kemur og hve langt er til upptaka hans. í flestum menningarlöndum eru nú stundaðar rannsóknir og mælingar á jarðskjálftum. Hér á landi eru til tveir jarðskjálftamælar, og eru þeir geymdir í stýrimannaskólanum hér í Reykjavík. Þeir löskuðust báðir í jarðskjálftanum i fyrra dag. II. Upptök jarðskjálftanna eru aldrei i yfinborði jarðar. Þau eru ætíð niðri í jörðinni, stundum skammt niðri, en stundum djúpt, jafnvel inni í iðrum jarðar. Frá upptökunum berst svo ölduhreyfingin upp gegnum jarðlögin og síðan eftir þeim út til allra hliða. Yfir upptökunum er hreyfingin ætíð sterkust. Nefnast þar yfirupptök (epicentrum). Öldu- hreyfingin er þar lóðrétt, en verður æ meira samhliða yfirborði jarðar, því lengra sem dregur út þaðan. Að sama skapi þverr máttur hennar, unz hún týnist að síðustu fyrir mótstöðu jarðlaganna. Því dýpra, sem upp- tökin eru, því stærra er jarðskjálfta- svæðið. Vægur jarðskjálfti hefir fundist um alla jörðina. Upptök hans lágu djúpt í iðrum jarðar. Ymsir jarðskjálftar, sem valdið hafa stórtjóni á fé og fjörvi manna, hafa aðeins náð yfir lítið svæði. Upp- tök þeirra lágu skammt niðri. III. Þegar jarðskjálftar ganga hér á landi, verður mörgum að líta með ótta og ugg til eldfjallanna. Jarð- skjálfti og jarðeldur eru náskyld hug- ! tök í vitund manna hér. Flestir mun ætla, að jarðskjálftinn stafi af um- brotum jarðareldsins, að hann sé hríð - ir jarðarinnar við fæðingu nýrra fjalla. Þessi skoðun er ekki alls kostar rétt. Að vísu fara jarð- skjálftarnir venjulega á undan eld- gosum, en alls ekki ætið. Mikil eld- ! gos hafa orðið svo, að engar hrær- ingar hafa fundist í jörðunni á undan i þeim né eftir. Aftur er hitt alkunna, áð stórkostlegir jarðskjálftar hafa | geisað í löndum, þar sem ekkert eld- | f jall er til, og hér á okkar Iandi hafa j skaðvænlegustu jarðskjálftarnir ekki i staðið í neinu sambandi við eldgos. Orsakir jarðskjálfta eru taldar j þrennar: jarðföll, eldgos og landsig. . Stór jarðföll eru ókunn hér á landi. Þau verða helzt í löndum | og héruðum, sem gerð eru úr kalki. j Regnvatnið sígur þar niður i hið j gljúpa kalk og grefur um sig í jörðu niðri. Skapast þannig stórir hellar, er vaxa, unz efstu lögin, þökin, falla niður. Verða þá jarðskjálftar,. er geta orðið allsnarpir, en ná ætíð yfir lítið svæði, því að upptökin eru skammt niðri. Eins og áður er sagt, eru jarð- skjálftar oft samfara eldgosum. Stafa þeir af því, að sprengiefni skap ast niðri í eldkötlum þeim, sem liggja undir eldfjöllunum, inniluktir í jarð skorpunni. Þegar sprengiefni þessi springa, brjóta þau eldleðjunni leið upp úr jörðunni, en af sprenging- unni kemur jarðskjálftinn. Ef eng- in slík sprengiefni skapast, bræðir eldleðjan sér leið upp í gegnum lög þau, sem ofan á henni eru, unz hún nær yfirfleti jarðar. Slíkum gosurn fylgir enginn jarðskjálfti — og engin j aska, því að askan skapast þegar , sprengingarnar tæta sundur berg- ið. Jarðskjálftar þeir, sem stafa af eldgosum, eru oft allsnarpir, en ná venjulega yfir lítið svæði, því að upp- tök þeirra eru skammt niðri. Þannig hafa jarðskjálftar frá Heklu-gosum I sjaldan gert usla, nema í þeim sveit- i um, sem næst liggja fjallinu. Hér I við Faxaflóa hafa þeir naumast fund- I ist, þó að næstu bæjum við Heklu hafi legið við hruni. Menn hafa veitt því eftirtekt, að því nær sem líður eldgosinu, þvi snarpari verða kipp- irnir, en þrátt fyrir það verður jarð- skjálftasvæðið æ minna. Þetta virð ist stafa af því, að upptök jarðskjálft anna færast ofar og ofar. Eandssig valda flestum jarðskjálft- um, og hinir ægilegustu og mann- skæðustu jarðskjálftar, sem sögur fara af, virðast stafa af þeim. Þetta gildir og um íslenzka jarðskjálfta. Landsskjálftar eru fátíðir í sumum löndum jarðarinnar, en algengir í öðrutn. Rannsóknir hafa leitt það í ljós, að jarðskjálftahéruðin eru mjög sprungin. Langar gjár og sprungur skifta þar jarðskorpunni í geisistóra jaka, líkt og ís á vatni, sem brotinn er fyrir báru. Þessir jarðjakar urg- ast saman, hefjast og hníga fyrir ýmsum römmum öflum, en af árekstr- um þeirra verða jarðskjálftar. Upp- tök þesskonar jarðskjálfta liggja ein- att djúpt niðri, og þeir ná því yfir stór svæði. Oft verða þeir ægilega harðir og skaðvænlegir, því að sú orka, sem fær raskað hinni miklu ró jarðlaganna, á ójafnan leik við hrófa- tildur mannlegra handa. Vera má, að umrót í iðrum jarðar geti og valdið jarðskjálftum. Virð- ast nokkrar líkur vera til þess, en um þá hluti alla eru menn harla ófróðir. En muna verður það, að jarðskorpan er ekki þykkri hlutfallslega en skurn á eggi, og að undirdjúp jarðarinnar búa yfir huldum öflum Og óráðnum gátum. IV. Fræðimenn skifta jarðskjálftunum 1 10 stig, eftir styrk þeirra. Tvö fyrstu stigin eru svo væg, að menn verða þeirra ekki varir, en jarð- skjálftamælar sýna þá skýrt. Fimmta stigið er allsnarpur jarðskjálfti. Hús- gögn og aðrir lauslegir munir taka þá að riða. Tíunda stigið er hinn ægilegasti og skaðlegasti jarðskjálfti. Hús hrynja þá til grunna, jörðin springur sundur, og engum er stætt, kirkjuklukkur hringja ákaflega, og himinháar haföldur falla langt upp á land. Þá er ógurlegt um að litast, sem færi að hinn efsti dómur. Grimm legur gnýr fyllir loftið, og myrk moldarský hvíla yfir jörðunni, en upp af rústuðum borgum og bæjum stíga brennandi logar, og angistaróp frá urðuðum mannabrjóstum.— 1 jarðskjálftum fara venjulega margir kippir saman, og eru þeir ætið ólíkir að styrk. Þegar miklir jarðskjálftar geisa, fær enginn mað- ur vitað, hvenær undrunum létti af, og það, sem þessi kippurinn þyrmir, verður einatt bráð hins næsta. Veraldarsagan greinir frá mörgum hræðilegum jarðskjálftum. Þannig herma sagnir, að í fornöld hafi jarð- skiálfti fnikill gengið yfir Mesópóta- míu, og er mælt, að hann hafi orðið allt að 200,000 manna að fjörtjóni. í næstliðnum öldum hafa ógnir jarð- skjálftanna dunið yfir blómleg lönd og borgir og lagt allt í rústir. Nægir að minna á jarðskjálftana í Lisabon, Carracas í Suður-Ameríku og San Francisco. Hver þeirra varð mörg- um þúsundum manna að bana. Á þessari öld hafa stórkostlegir jarðskjálftar igeisað víða um heim. Tveir þeirra eru nafnkunastir: jarð- skjálftinn í Messína 1908 og jarð- skjálftinn í Yokohama árið 1923, Mörg hundruð þúsundir manna týndu lífinu í jarðskjálftum þessum og enn fleiri biðu limatjón og eigna. Þær sögur eru hræðilegar, er frá þeim greina. ísland er eitt hið mesta jarðskjálftaland í heimi. Ekki svo mjög af því, að jarðskjálftar séu hér svo tíðir, sem víða annarsstaðar, 'heldur af hinu, að hér hafa komið m'argir geysilegir jarðskjálftar með 10. stigs styrk. — Fámenni veldur þvi, að í þeim hafa færri menn farist en sumum hinum erlendu. Þrjú jarðskjálftasvæði eru hér á Iandi: Suðurlandsundirlendið, sveit- irnar upp frá Faxaflóa og Suður- Þingeyjarsýsla. I öðrum héruðum lands vors eru jarðskjálftar fremur fátíðir og ekki skaðvænlegir. Hinir mestu jarðskjálftar, sem gengið hafa yfir landið, eiga rót sína að rekja til jarðrasks og landsiga, enda eru jarðskjálftasvæðin sigið land og sprungin mjög. Suðurlandsundirlendið er mesta k ndskj ál ftahérað landsins. Þar hafa komið að minr.sta kosti tíu stórkost- legir jarðskjálftar og fjöldamargir minni. Vorið 1339 urðu þar mikl- ir jarðskjálftar, svo að hús féllu, fénaði kastaði til jarðar og jörðin rifnaði víða. Á 18. öld varð þar skammt milli ægilegra jarðskjálfta. Mestur varð jarðskjálftinn árið 1784, enda er það að líkindum hinn ógur- 'egasti jarðskjálfti, sem orðið hefir á Iandi hér; siðan sögur hófust. Ár- ið eftir Skaftárelda, á hinni miklu hungurvöku þjóðarinnar, kom þessi hroðalegi náttúruviðburður. Þá varö margt undra. Fjöllin hristust “eins og hundar af sundi” svo sem einn sögumaður kemst að orði. Þá féi! fjöldi bæja. Þá féll Skálholtsstað- ur, og reis aldrei að fullu úr rústum eftir það. Árið 18% urðu hinir miklu jarð- skjálftar á Suðurlandi, sem mörgum er enn í fersku minni. Hirði ég eigi að greina frá þeim hér, enda má margt um þá lesa í ritum Þorvalds Thoroddsens. Við Faxaflóa hafa orðið margir jarðskjálftar, og mjög er hér ókyrt nú hin síðari árin. Huggun er það nokkur, að jarðskjálftarnir hafa sjaldan orðið skaðvænlegir til muna. 1 héruðunum upp frá Skjálfanda hafa oft geisað harðir jarðskjálftar og hættulegir. Nafnið bendir og til þess, að þar muni skolfið hafa þegar á landnámsöld. Mestir urðu jarðskjálftarnir á síðustu öld, árið 1872 og þó einkum 1885. Þá féllu þar hús, fénaður týndist og jörðin brast í sundur. V. ‘ Jarðskjálftar þeir, sem nú ganga hér, hafa ekki orðið næsta snarpir né skaðvænlegir að þessu, og er það von andi, að þeim sé lokið um sinn. Hinn snarpasti kippur mun teljast til 6. sti'gs. Svæði það, er hann náði yfir, var allstórt, og virðast þvi upp tökin liggja djúpt í jörðu. Líklega eru þau ílöng og sennilega bogin. Um það verður þó ekki sagt að sinni með neinni vissu. Víst er, að jörð- in undir fótum vorum er hvergi nærri svo föst og óhagganleg sem mönnum er títt að trúa. Enginn veit, hvenær næsti kippur kemur eða hve mi'kill hann verður. (Frh. á 7. siðu) þér setn notiS T I M B U R KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. HÁTÍÐAFERÐIN TILISLANDS 1930 Nú er búið að ákveða HÁTIÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingisbátíðina, — 26. TIL 29. JÚNf að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVI RJETT ÁR TIL STEFNU, OG SÁ TÍMI LÍÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVIKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítiili niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðaliópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.801 HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningarnir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrit svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, v Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. NAFNSPJOLD j { ÐYEKS .Y CLEANERS CO., ITD. i ffjöra þurkhreinsun samdœgurs Bæta og gjöra viö = Slmi 37061 Wlnnipeg, Man. [Bjömvin Guðmundson | A.R. C. M. | Teacher of Music, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orchei- j HEALTH RESTORED | Lækningar án lyfja j DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronie Diseases Phone: 87 208 j Suite 642-44 Somerset Blk. jwiNNIPEG —MAN. j tration, Piano, etc. 555 Arlington SL SIMI 71621 Jacob F. Bjarnason í —TRAN SFER— RaKgage and Fnrnltnre Hnvlnf j 668 ALVERSTONE ST. SIMI 71 898 Eg útvega koi, eldiviö me« sanngjörnu vertii, annast _ ing fram og> aftur um bæinn. st flutn- i bæinn. — II j A. S. BARDAL "1 j selur líkkistur og annast um útfar- I ir. Allur útbúnaöur sá bezti. j Ennfremur selur hann allskonar j minnisvaröa og legsteina. . 843 SHERBROOKE ST. | Phonei Sö 607 WINNIPEG Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skrifstofusími: 23674 í Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. | Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TaUfmi: 33158 I DR. K. J. AUSTMANN ] f Wynyard —Sask. j W ynya WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfræðingar . 709 MINING EXCHANGE Bldg j Sími: 24 963 356 Main St. j Hafa einnig skrifstofur aS Lundar, ! Piney, Gintli, og Riverton, Man. r j ! DR. A. RL0NDAL 602 Medlcal Arts Bldg. ; Talsimi: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma j og barnasjúkdóma. — Aó hitta: [ kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Heimili: 806 Victor St. Simi 28 130 j |------------------------------ LæknafivÍManlr — Elnkaleyfls metlöl j ARLINGTON PHARMACY LIMITED j 800 Sargent Ave. Slml 30120 • Takiö þessa auglýsing meí yBur ] og fáiS 20% afslátt á met5ölum, ennfremur helmings afslátt Rubber vörum. Dr. J. Stefansson ! 216 MEDICAL ARTS BLDG. i Horni Kennedy og Graham i Stundar elngi>nKu hukIiih- eyma- nef- ok kverka-sjúkdómn ! Er aö hitta frá kl. 11—12 f. h ( og kl. 3—5 e, h. Tnlsfml: 21834 | Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. j Cor. Graliam and Kennedy St. { Phone: 21834 Viötalstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. * WINNIPEG, MAN. Talafmt: 28 880 DR. J. G. SNIDAL i TANNLÆKNIR 014 Someraet Block G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. j Winnipeg, :: Manitoba. Canadian Pacific Umkringir jörðina Portaue Avenue WINNIPEG MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 TIL SÖLU A ÓDfRU VERÐI “FURNACE” —bæt51 vUBar og t | kola “furnace” litiö brúkaD, er { s til sölu hjá undirrttuTSum. " { Gott tæklfærl fyrir fðlk út á í landi er bæta vllja hitunar- ! áhöld á helmlllnu. GOODMAN & CO. 786 Torouto St. Sfml 28847 Í ii j' j DR. c. J. HOUSTON ]DR. SIGGA CHRISTIAIS SON-HOUSTON j GIBSON BLOCK Yorkton —Sask. MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar | Messur: — á hverjutn sunnudegi\ kl. 7. e.h. j Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. í j fimtudagskveld í hverjum j | mánuSi. ^ \Hjálparnefndin: Fundir fyrsta j j mánudagskveld í hverjum j j mánuöi. jj \ Kvenfélagið: Fundir annan þriCju j dag hvers mánaSar, kl. 8 aSj kveldinu. j Söngflokkurinn: Æfingar á hverju j fimtudagskveldi. Sunmidagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. Þorbjörg Bjarnason L.A. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. StMIi 23130 5101 FRÁ ÍSLANDI Þurkarnir undanfariö hafa reynst dýrmætir, bæöi til lands og sjávar. TöSr hafa hirst eftir hendinni og saltfiskur, sem áður lá undir skemd- um á fiskreitunum hefir þornað og komist í hús. Eitthvað mun hafa sólsoðnað af fiski heitustu dagana. E. G. Baldwinson, L.L.B. L ttg f r ætt I n jgu r Renlilence Phone 24206 Offlce Phone 24963 708 Mlninff Exchanffe 356 Main St. WINNIPEG. | 100 herbergi meó e5a án b&ðs j SEYMOUR HOTEL verS sanngjarnt Slml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgnndl Market and Klng St., Winnipeg —:— Man. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.