Heimskringla


Heimskringla - 04.09.1929, Qupperneq 2

Heimskringla - 04.09.1929, Qupperneq 2
Z. BLAÐSÍÐa HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 Demants-brúðhjónin og börn þeirra. Sextíu ára brúðkaupsafmæli áttu þau bjónin Daníel Sigurösson og Krist- íana Jörundsdóttir á Lundar 24. júní síðastliöinn. I tilefni af því var þeim haldið samsæti í samkomuhús- inu á Lundar þann dag. Hátt á annað hundraö manns var þar viö- statt; börn þeirra og barnabörn og vinir og kunningjar úr byggöinni um- hverfis Lundar, þar sem þau hafa dvalið ávalt síöan þau komu frá Is- landi. Herra Vigfús Guttormsson á Lundar og Vilborg kona hans voru helztu hvatamenn aö því að samsæti þetta var haldið og störfuðu mi'kiö að undirbúningi þess. Á gullbrúðkaupsdegi þeirra fyrir tíu árum var þeim haldið samsæti af börnum þeirra og nánustu ætt- ingjum og var þeim þá færður að gjöf hægindastóll frá kvenfélagi byggðarinnar. Þa« áttu þá heima að Ottó í Grunnavatnsbyggðinni. I þetta sinn voru gjafir engar aðrar en blómvöndur, sem yngsta barn Sig- urðar Hólm, sonar þeirra, afhenti Mrs. Sigurðsson. Vissu menn að þau vildu færast undan gjöfum, og þótti þvi ekki viðeigandi að gera á móti vilja þeirra í iþví efni. Séra Guðmundur Arnason setti samsætið með nokkrum ávarpsorðum til heiðursgestanna. Að því búnu flutti séra Hjörtur Leó bæn og sálmurinn “Hve gott og fagurt og indælt er” var sunginn. Síðan voru nokkrar stuttar ræður fluttar og söngvar sungnir á milli af öllum við- stöddum. Vigfús Guttormsson las kvæði það„ sem hér er prentað, og Daníel flutti gestunum þakklæti sitt og konu sinnar í hinni ágætu og vel viðeigandi ræðu, sem hér er líka prentuð. Aðrir, sem ræður héldu, voru: Skúli Sigfússon þingmaður og frú hans, Guðmundur K. 'Breckmann, séra Hjörtur Leó, Agúst Magnússon, Jón Kristjánsson, Eirikur Scheving og Hjálmur Daníelsson. Mjög rausn- arlegar veitingar voru bornar fram og skemti fólk sér hið bezta unz dag- ur var að kveldi kominn. Daníel er nú 84 ára að aldri. Hann ér fæddur á Tjaldbrekku í Hraun- hrepp í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson hreppstjóri ættaður frá Gautastöðum í Hörðudal í Dalasýslu og Hólmfriður Eiríks- dóttir frá Ketilsstöðum í Hörðudal. Byggði Sigurður upp nýbýlið Tjald- brekku og bjó þar 27 ár. Daniel ólst þar upp þar til hann var 20 ára, þá fluttist hann inn í Hörðudai, Og var þar í vinnumennsku eitt ár hjá bróður sínum Kristjáni i Selárdal. Þaðan fór hann að Hólmlátri á Skógaströnd til Jörundar bónda Guð- brandssonar. Faðir Jörundar var Guðbrandur ríki, nafnkunnur maður, er bjó allan sinn búskap á Hólm- látri. Á Hólmlátri var Daníel vinnu- maður þrjú ár, þá kvæntist hann Kristíönu dóttur Jörundar, 24. júní 1869. Settust þau þá þar að búi og bjuiggu þar í 20 ár. Þaðan flutt- ust þau að Kolviðarnesi í Eyjahreppi og bjuggu þar fimm ár, eða þar til þau fluttust vestur um haf. Lögðu þau af stað frá íslandi á Jónsmessu- daginn 1894, sem var 25. hjónabands- afmælisdagur þeirra. Til Winnipeg komu þau í júlí og fluttust þá strax út í Grunnavatnsbyggðina. Dvöldu þau fyrst tæpt ár hjá Kristjáni bróð- ur Daniels, en settust svo að nokkr- ar mílur fyrir austan Ottó pósthús og bjuggu þar í 20 ár. Búnaðist þþim yel þar. Þar misti DanAel sjónina og fluttu þau þá tii tengda- sonar síns, Stefáns Daníelssonar, er bjó í nágrenni við þau, og voru til húsa hjá honum nokkur ár. Fyrir sex árum flutust þau til Lundar og voru þau fyrst þar hjá Kristjáni syni sínum, er býr skammt frá Lundar, en nú hafa þau dvalið þrjú siðustu árin hjá Sigurði Hólm syni sinum sem á heima i Lundar þorpinu. Þau Daníel og Kristíana hafa eign ast ellefu börn. Tvö þeirra dóu í æsku, en níu eru á lífi. öll eru börn þeirra fædd á íslandi. Alls eru af- komendur þeirra 59 á lífi og eru sex þeirra barna-barnabörn, en sjö af- komendur hafa dáið. Börn þeirra, sem á lífi eru, eru þessi: Danilia Kristiana, gift Stefáni Daníelssyni, sem áður er nefndur; Jörundur Hergeir, bóndi að Ottó, P. O., giftur Kristíönu Margréti Kristj- ánsdóttur Sigurðssonar, sem áður er nefndur, bróður Daníels; Þórður Kristján, bóndi við Lundar, giftur Kristíönu Kristjánsdóttur; Sigurður Hólm á Lundar, giftur Sigriði dótt- ur Jóhannesar Borgfjörð bónda ná- lægt Leslie, Sask., og Elizabetar konu hans; Margrét Dagbjört, gift Magn- úsi Kristjánssyni bónda og póstaf- greiðslumanni á Ottó, syni Kristjáns Sigurðssonar bróður Daníels; Krist- ín Anna, 'kona Sigurðar bónda Eyj- ólfssonar að Hove, (Sigurður er ætt- aður úr Árnessýslu) ; Salóme Sigríð- ur, kona Jóns Johnson frá Hólmi í Argylebyggð, þau búa i grend við Cypress River; Hjálmur Frímann í Árborg, eftirlitsmaður með hermanna búum, giftur Hólmfríði Joihnson frá Árborg; Jensina Júlía, kona Guttorms skálds Guttormssonar i Riverton. Öll börn þeirra hjónanna að einu undanteknu voru stödd í samsætinu og fjöldi barnabarna. Er það næsta óvenjulegt að sjá svo stóran og mann vænlegan hóp nákominna ættingja samankominn á einn stað.. Myndin, sem fylgir hér með, sýnir gömlu hjónin, og börnin, sem þar voru. Þau Daníel og Kristíana hafa ekki aðeins átt því láni að fagna að eign- ast stóran hóp mjög mannvænlegra afkomenda, heldur hafa þau og verið með afbrigðum vinsæl meðal nágranna sinna og allra, sem til þeirra hafa þekkt. Þau hafa verið mjög hjálp- söm við alla sem þurft hafa aðstoð- ar við og þau hafa náð til. Upp úr aldamótunum voru nokkrir fólks- flutningar úr Nýja Islandi vestur til GrunnavaíSnsbyggðarinnar og sömu- leiðis var fólk þá nýkomið frá Is- landi að setjast þar að. Þurftu þessir innflytjendur oft að leita skjóls hjá þeim, sem fyrir voru, meðan þeir voru að afráða hvar þeir ættu að setjast að og koma sér upp húsum. Skutu þau þá skjólhúsi yfir ekki færri en sjö slíkar fjölskyldur, sem dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma, sumar víst árlangt. Þá er gest risni þeirra viðbrugðið/ Heimili þeirra stóð rétt við aðalveginn um byggðina. Var ekki óvanalegt að húsbóndinn sæti fyrir mönnum sem um veginn fóru til að bjóða þeim inn og veita þeim beina. Segja kunn- ugir, að hann hafi jafnvel mokað snjó af veginum við hús sitt, þegar skaflar mynduðust þar, og borið út hey svo að hestarnir hefðu úr ein- hverju að moða, þegar veðurs vegna var hægt að tylla þeim við tré, með- an eigandinn skrapp inn að fá sér kaffi. Má óhætt segja, að allir ná- grannar Daníels og Kristíönu minnist þeirra með einlægu þakklæti fyrir dæmafáa gestrisni og hjálpfýsi. Daníel er maður prýðilega greind- ur og hinn skemtilegasti maður að tala við, þótt hann sé orðinn gam- all. Fylgist hann svo vel með tím- anum í mörgu að furða er þótt hann sé búinn að vera blindur í fimmtán ár. Hann hefir verið óvenjulega glaðlyndur og bjartsýnn, frjáls í anda og laus við allt þröngsýni í öllum efnum. Trúmaður mun hann hafa verið í bezta skilningi þess orðs, það er að segja, hann hefir haft óbilandi trú á öllu góðu og gofugu, en trú- mál í þrengri merkingu mun hann hafa leitt hjá sér að mestu leyti. Það kom fyrir að hann aðstoðaði við jarðarfarir fyr á árum, þegar Óhægt var að ná til presta til þeirra starfa, og fórst honum það, að sögn kunn- ugra, mjög vel úr hendi. Nú á síð- ustu árum mun hugur hans hafa hneigst nokkuð að sálarrannsóknum og líkum þeim, sem þær hafa leitt i ljós um áframhaldandi persónulegt líf eftir dauðann. Talar hann um þau efni af sama skýrleik og sömu einlægni sem um hver önnur mál og er auðheyrt að þau eru honum annað en tízka og allt annað en hugs- unarlaus viðtekning skoðana, sem hafa verið lærðar í æsku. Þrátt fyr- ir aldurinn heldur hann enn minni sínu lítt skertu og er enn frábærlega skýr og skemtilegur og glaður í við- móti. Kona hans ber ellina vel. Getur hún enn lesið á ibók gleraugnalaust og enn vinnur hún tóvinnu svo vel að sómi hefði þótt hverri ungri konu á Islandi, meðan flestar konur þar lögðu slíka vinnu fyrir sig. Farsæld og friður, ást barna og velvild margra vina krýnir nú elliár þessara heiðurshjóna, sem hafa unnið svo mikið og gott starf bæði hér og heima á ættjörðinni. —G. Á. RæSa Daníels Sigurðssonar Þessi dagur minnir mig á það sem Pétur biskup Pétursson sagði um brúðkaupið í Kana, þegar Jesús breytti vatni í vín. Hann sagði, að- það hefði ekki verið á rúmhelgum degi, þegar menn áttu að fara til vinnu sinnar, ekki heldur á sunnu- degi, þegar menn áttu að koma til opinberrar guðsþjónustu; hann sagði að það hefði verið á fagnaðardegi, þar sem fögnuðurinn helgast af kær- leikanum. Þetta er einmitt það, sem ég vil helzt kalla þennan dag — fagnaðar- dag, þar sem fögnuðurinn helgast af þeim mikla kærleika sem þið, kæru vinir, hafið sýnt mér og konunni minni í dag, og mörg ykkar mörgum sinnum fyr en í dag. Við megnum ekki að launa hann en við treystum því að allur kærleikur verði einhvern- tíma launaður— “Gott er að hafa mark og mið mannkærleiks að þræða veginn, öll því fara eigum við yfir á landið hinumegin, þar sem kóngur kærleikans kærleikslaunin óspart veitir þeim, sem boðum hlýða hans; hann þeim lögum aldrei breytir.” Mig- tekur nú sárt að ég skuli ekki geta haft til orð fyrir það þakklæti til ykkar, sem inni fyrir býr. Eg get aðeins sagt þessi fáu orð: ég og konan mín þökkum ykkur nú öllum af öllu hjarta fyrir þann kær- leika og óverðskuldaða heiður sem þið hafið auðsýnt okkur i dag. Og við viljum biðja föður kærleikans, sem öllu stjórnar og ræður, að hann launi ykkur það með því að gefa ykkur fagra, fagnaðarríka og ham- ingjusama æfidaga, og að þegar æfi- kveldið kemur, þá láti hann það verða ykkur á sinn máta eins gleðilegt og þið hafið gert okkur þennan dag. Það er nú farið að líða á æfikveld okkar, gömlu hjónanna, og eins og orðtakið segir : "LTngur má enn gamall skal.” Og þegar það er á enda mun- um við kveðja ykkur með hlýjum hug og innilegu þakklæti fyrir liðna tímUnn, virð murtum kveðja ykkur með þessari stuttu bæn: Annastu drottinn, alla þá, sem eitthvað gott ég þáði frá i vinsemd eða verki. Leiddu þá alla lukku stig, láttu þá geta elskað þig og þjónað þínu verki.” Við munum kveðja ykkur með þeirri von og trú, að okkur öllum rætist eirthverntíma þessi orð, sem Jesús sagði: “Þér munuð aftur sjást.” Guð gefi því orði sigur. Fáein orS í einlægni Það sem ég vildi hafa gert heyrum kunnugt í samsæti því, er Daníel Sigurðssyni og Kristíönu s>ystur minni var haldið á Lundar 24. júní síðastl. er í skemstu máli þeta: Þessi heiðurshjón, sem við erum nú að samfagna fyrir háan aldur í hjónabandi, og vel af hendi leyst dags verk, hafa nú í dag verið 60 ár í friðsælu hjónabandi. Afkomendur þeirra, sem nú eru á lífi, eru 59, en auk þess hafa 7 dáið; af þeim sem lifa eru sex barna-barna- börn. Það verður því ekki annað sagt en að þau hafi verið furðu kyn- sæl. Einnig þessi meinlitlu stef: Sextíu ára sambúð hjóna sýnir hve lífið markvert er. Hvert öðru af ást og alúð þjóna æfin á rétta stefnu fer. En þau, sem að hitta þyrnibraut, þeim reynist æfin gestaþraut. Því ber hjónaefnum þess að igæta, þegar stíga hið fyrsta spor, í hjónabandi er mörgu að mæta, mislukkan hörð sem kuldavor; fölnar oft ung og fögur rós fyrir þá sök að vantar ljós. G. Jörundsson. r~ 1 Eitthvað fyrir ekkert Maður nokkur fann tíu doll- ara gullpening fyrir átta árum síðan, en síðan hefir hann ekki fundið neinn. Eftir jafnaðar lögmálinu finnur hann aldrei annan aftur. * t Hann játar að það hafi verið dýrkeyptur fundur. Síðan hefir hann treyst á hamingjuna. Hann hefir tapað við það átta dýr- ( mætum árum en hann hefir lært I að þekkja að lukkan er svikul. Skynsamir menn leggja í spari- sjóð. —Notið Sparisjóðinn— Province of Manitoba Savings Office Donald og Ellice og 984 Main St WINNIPEG, MAN. Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markaó- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Canada Jarðskjálftar. “Þá kippisk hann svá hart við, að jörð öll skelfr; þat kallið þér landskjáipta.” Fátt er ægilegra en jarðskjálftinn. Oll skepnan stynur fyrir honum, og enginn veit hann fyrir. Frá önd- verðu hefir maður spurt mann um eðli hans og orsakir, en fáir hafa þar kunnað svar að gefa. Og enn þann dag í dag eru menn harla ófróðir um hin duldu öfl, sem skelfa lönd og höf. — Hvað er jarðskjálfti ? Jarðs'kjálftinn er ölduhreyfing í jarð- skorpunni. Breiðist hún út frá upp- tökum jarðskjálftans í allar áttir, eins og alda frá steini, sem varpað er í vatn. Jarðskjálftaöldurnar eru ætíð litlar, lágar og stuttar. Þær eru sjaldan meira en örfáir centi- metrar á hæð, en oft eru þær svo öfl- ugar að þær þeyta lausum lögum, sem hvíla á föstu berginu, langt úr stað, líkt og knattspyrnumaðurinn sparkar hnettinum langar leiðir með stuttu, en snöggu bragði. Á þennan hátt veldur jarðskjálft- inn tjóni. Hann kastar stokkum og steinum, kollvarpar húsum og fellir menn og dýr. I jarðskjálftanurrr er ekki ein bár- an stök. — Þær fara margar saman og nefnast einu nafni kippur. Hver kippur greinist venjulega í þrent. Fyrst fara hægar hræringar, sem nefnast forkippur. Þá verður stutt hlé, en eftir það kemur höfuðkipp- urinn, stórar, þróttugar öldur, þá verður annað hlé, og að því loknu STUCC0 sem ábyrgst er The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- byrgð. E J Tyee Stucco Works ST. BONIFACE MANITOBA 9h H>-«.(H Stofnað 1882. Löggilt 1914. j D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary (Plltarnir aera Ollura rejna aií ltóknaat) I I Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Cefið oss tækifæri SfMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Arlington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. ..I STOCK ALE SHEA'S WINNIPEG BREU/ERY LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.