Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 1
rATAX,ITUI» OO HREIHStm ■uo* At» 1*4 IhHM *«». XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. OKT., 1929 Affœtustu nýtisku litunar og fatahreima- unarstofa i Kanada. Vork unnÍTS k 1 daffi. BLLICEC AVE.t and SIMCOB 9TB- Winnlpeff —t— Man. Dept. M. NÚMER 5 KANADA Frá Ottawa er símaö 24. þ. m., aö langt sé komið a‘ð skjalfesta samn- inginn milli sambandsstjórnarinnar og fylkisstjónarinnar í Ottawa, um af- hendingu náttúrufríðinda fylkisins. Samninginn orða O. M. Biggar, K.C., fyrir hönd sambandsstjórnarinnar og A. B. Hudson, K.C., fyrir hönd fylk- isstjórnarinnar, en er starfi þeirra er lokið verður samningurinn lagð- ur fyrir naesta sambandsþing og fylk- isþing til samþykktar. Þessu starfi hafa þeir lögmennirn- ir nú að mestu lokið, að sagt er, að undanteknum fáeinum atriðum, er þeir verða að leita álits stjórnanna um. Ekki vita menn glögglega hver þessi atriði eru, en fréttin hermir, að sá orðrómur liggi á, að vafasamt muni vera hvort Manitobafylki fái i sínar hendur umráð yfir vatnsork- unni og eins hvort Ottawa ætti ekki að halda í sinni hendi umráðum yfir miklum skóglendum hér í fylkinu. Það fylgir þó sögunni að ekki muni sambandsstjórnin krefjast þessara úr- slita, heldur sé hugsanlegt, að Mani- tobastjórn vilji gefa þetta eftir. En orsakirnar eru taldar þær helzt, að öll vötn, er falla austur um fylkið, til dæmis Nelson, Saskatchewan og Churchill fljót, eru samfylkja vatns- föll, er eiga upptök sín vestur undir rótum Klettafjalla. Hefir þvi þeirri hugmynd skotið upp, að ef til vill væri heppilegast, að umráðin yfir orku þeirra væru á einni hönd, í stað þess að hvert gresjufylkið hefði um- náð yfir vatnsorku þessara stórfljóta á því svæði er þau renna innan landa- fflsera hvers fylkis. Einnig hefir verið bent á, að þau vötn er til vesturs falla i Manitobafylki séu einnig sam- fylkjavatnsföll, og til dæmis Winni- pegfljót eigi upptök sín í samþjóð- legu vatni. Að því er skóglendur snertir. er í Ottawa farið að bóla á áhuga fyrir því, að því er fregnin hermir, að Kanadaríki eigi að taka í vernd sína og umráð sem mest af skóg- lendum landsins, svo að sem mest samræmi verði á ráðsmennskunni. Kvað sambandsstjórnin vera fús til þess að standa allan straum af ráðs- mennskunni, ef fylkin vilja gefa það eftir. Er því talið sennilegast í Ottawa, að sambandsstjórnin muni leggja þessar tillögur fyrir Manitobafylki. En á hinn bóginn hefir frétzt þangað, að Manitobastjórn muni eindregið óska þess, að fá algerlega í sínajr hendur umráð yfir öllum auðsupp- sprettum sínum. Og eins og sagt var hér að framan, er þá talið sennilegast að sambandsstjórnin óski ekki að þver gerða fyrir það. W. H. Walsh, borgarstjóri í St. Boniface sækir um endurkosningu. Á móti honum býður sig fram R. J. Swain, fyrverandi borgarstjóri, er tapaði með örlitlum atkvæðamun gegn Mr. Walsh í fyrrahaust. Orkuráð Manitobafylkis (Manitoba Power Commission) hefir nú i hyggju að færa út kvíarnar norðvestur um fylkið, eins og það þegar hefir gert í suðvesturhlutanum. Er nú í ráði oð koma upp raforkuleiðslu frá Birtle norður til Russell, og leiða þá orkuna einnig til Binscarth, Foxwarren, Solsgirth, Rossburn, Birdtail, Silver- ton og Lazare. Birtle og Russelt bæir hafa sína orkustöðina hvor, en þær geta ekkert af mörkum látið við aðra. Er fyrirhugað að fylkis- lendum landsins, svo að sem mesf virkjunin komi upp stórri miðstöð í Birtle eða Russell, er geti miðlað nægri orku til nærliggjandi. sveita og þorpa. Er einnig búist við því, að leidd verði orka frá þeirri stöð suður til Birtle, um Miniota til Vir- den og þá sennilega orkuleiðsla það- an tengd við orkuleiðsluna í Wawa- nesa eða Brandon, svo að allt þetta svæði verði þar með lagt undir fylk- isvirkjun. Byggingarleyfi hér í Winnipeg nema nú $10,062,000, i lok síðustu viku, samanborið við $10,028,650 á sama tíma í fyrra. Hæsta leyfi síðustu viku var veitt Northern En- gineering Development Company, $60,000. Búið er nú að mestu að rífa bygg- ingar þær er stóðu þar sem reisa skal Richardson bygginguna miklu. Verður byggingunni haldið áfram : vetur. Verður þetta ein af vegleg- ustu byggingum í Kanada, og kostar stálgrindin ein um $750,000. Frá 'Ottawa er símað 25. þ. m., að Sir Henry Thornton hafi verið ráð- inn til þess að veita þjóðbrautakerf- inu (C.N.R.) forstöðu um fimm ára skeið ennþá. Rituðu aðiljar undir svofeldan samning á föstudaginn. Sir Henry tók við þessari stöðu 1922, og fékk þá $50,000 árslaun. Síðar, er samningurinn var endur- nýjaður voru laun hans hækkuð í $65,000 á ári, og nú hafa árslaun hans enn verið hækkuð um $10,000, svo að hann hefir nú $75,000 árslaun, eða jafnmikið og fastálaun forseta Bandaríkjanna. Ölgerð fer vaxandi í Kanada, sam- kvæmt síðustu skýrslum frá Ottawa. Arið 1928 var framleiðslan, að frá- dregnum kostnaði metin til $40,172,- 912, samanborið við $34,056,725 árið áður. Fimm ný ölgerðarhús voru sett á laggirnar 1928 og eru nú 78 ölgerðarhús i Kanada; 36 í Ontario; 10 í British Columbia; 8 í Quebec: 8 í Mánitoba; 7 í Saskatchewan; 5 i Alberta; 2 í New Brunswick, og 2 í Nova Scotia. Frá Regina er símað 25. þ. m., að dómsmálaráðuneytið í Saskatchewati hafi lofað $1,000 verðlaunum fyrir upplýsingar er leitt gætu til þess að sök yrði sönnuð á einhvern eða einhverja, er lögðu eld i 20 skólahús í fylkinu nú í sumar, er öll brunntt til kaldra kola. Var álitið, að Doukhoborar væru valdir þessum brennum, en engar ótviræðar sönnur hafa á þvi fengist.— Frá The Pas, Man., er simað 24 þ. m., að E. H. Stevenson, umsjón- armaður fiskiveiða, hafi spáð þvi, að þetta myndi verða mesti veiðivetur í sögu fylkisins þar nyrðra. Nær því helmingi fleiri fiskilevfi hefðu verið veitt þar nyrðra í haust en í fyrra, og góðviðrið undanfarnadi hefðu menn getað notað til þess að búast sem allra bezt undir vetrarsetu, áður en veiðitími byrjaði. Telur Mr. Stevenson vafalaust að vetrarveiðin nú muni fara langt fram úr 2,000,000 pundum, en það var veiðin t fyrra þar nyrðra, enda verði nú stunduð veiði á tólf vötnum, er eigi hefir net verið lagt i fyrri en hin beztu þeirra eru Kipahigan, Sisi- puk, Jackson, Birch, Hunting, Has- sett og Bartlet. Veitt verður aftur á Reindeer vatni, og búist við ágætri veiði á Duck, Cold, Moose, Beaver, CleaAvater og Cormorant vötnum. Mest sé búist við að fiskist af hvít- fiski, silungi, pikk og styrju. Komið hafi til tals að umsjónar- maður fiskiveiða noti flugvél við eftirlitsstarfið í vetur. Hefir hann að þessu notað hundasleða, og fór 2,500 mílur á þeim í fyrra. Er búist við að flugvélin spari peninga auk timasparnaðar, er auðvitað flýtur af notkun hennar. Mjög lítið hefir kveðið að þar að veiðilögin væru brotin að þessu, að því er Mr. Stevenson segir. Piggly Wiggly verzlunarfélagið hefir nú komið upp 20 búðum í W.in- nipeg, og eru þær metnar til $250,000. en margar fleiri mun það ætla aö byggja hér á næstunni. Félagið á 10 búðir í Calgary og 35 í British Columbia. Beztar varphænur í Manitobafylki á T. E. Hiolme, frá Medora. Vann hann tvenn fyrstu verðlaun með hæn- um sinum, í hinni árlegu samkeppni, er haldin er hér í fylkinu, bæði fyrir hæst meðalvarp og flest egg orpin af einum fugli. Urpu tiu hænur hans 2;344 eggjurn samtals á 51 viku, eða 234 eggjum hver, að meðaltali, en ein hænan af þessum tíu varp 306 eggjum á þessum tíma, og jöfnuðu þau sig með 25 únzu þyngd, tylftin. Er þetta varpmet hér í fylkinu siðan þessi samkeppni hófst fyrir tíu ár- um síðan. Ekki var þetta þó nóg til þess að vinna Mr. Holme nema þriðju verðlaun í allsherjarsam- keppninni í öllu sambandsríkinu. Fyrstu og önnur verðlaun unnu ali- fuglabændur í British Columbia. Hitt og þetta. Samkvæmt skýrslum sem ensk blöð birta, eru langt um meiri hættur bundnar við ferðalög á landi nú á tímum, en sjóferðalög og loftferða- lög. í Bretlandi bíða 15 menn bana daglega af völdum bifreiðaslysa. Ár- ið 1928 biðu 5,251 maður bana af völdum bifreiðaslysa eða 759 fleiri en árið áður. Á götunum í London biðu 1,237 menn bana af völdum bif- reiðaslysa og voru 833 þeirra göngu- nienn. Á brezkum járnbrautum ferðuðust 1,200,000,000 farþegar alls en aðeins 48 menn biðu bana af völdum járn- brautarslysa. Að nreðaltali „beið einn farþegi bana af 34,700,000. Síðan 1924 hafa aðeins verið tvö mikil loftferðarslys í Bretlandi. Hið fyrra varð á aðfangadagskveld jóla 1924, er 8 menn biðu bana, hitt fyrir nokkrum vikunr er 7 menn biðu bana. Öryggi farþega á sjó er langtum meira en áður. Enginn þeirra far- þega sem fór með brezkum millilanda farþegaskipum 1927, lét líf sitt af slys förum, en í höfnum og fljótum drukkn uðu 7 farþegar. Svipað er um skips hafnirnar að segja. Arið sem leið létu færri sjómenn líf sitt af slysför- um í Bretlandi en á nokkru ári öðru frá stríðsbyrjun. —Vísir. I Björgvinjarblaðinu “Miorgen- avisen,” er £rá því skýrt nýlega, að kapteinn einn, sem hefir flugmálin með höndum, hvetji mjög þess, að séð verði fyrir þvi, að Björgvin geti síðar meir orðið hentug og rúmgóð flughöfn. Er maður þessi Meisterlin að nafni, nýkominn af fundi flugmanna i Haag. En þar voru samankotnnir margir helztu áhrifamenn á sviði flugmál- anna. Eftir að hafa verið þar, heldur Meisterlin þvi fram, að öll líkindi séu til þess, að flugferðir komist á yfir norðanvert Atlanzhat um lsland og Grænland, og sé því eðiiiegast, að viðkomustaðurinn fyrsti og síðasti á meginlandinu verði í Björgvin. Þess vegna þurfi að sjá svo um að í Björgvin geti komið hentug og rúm- góð flughöfn fyrir hinar stóru flug- vélar, er notaðar verða í ferðit þess- ar. Hann lítur svo á, að hrakningar Ahrenbergs og þeirra félaga hafi engin áhrif á álit manna á flugleið þeirri, sem þeir reyndu.—Mbl. Hinn danski kvikmyndasmiður, Leo Hansen, sem mönnum er hér kunnur meðal annars af Færeyjamyndinni. sem sýnd var í Nýja Bió í fyrra, hef- ir ferðast Um tsland í sumar, þriggja mánaða skeið, til þess að taka kvik- myndir. Hefir hann farið víða um land, bæði syðra og nyrðra og eins upp í óbyggðir og valið marga feg- urstu staði landsins til kvikmyndar- innar. Má til dæmis nefna. að hann hefir verið í Krísuvík, á Þingvöllum, á* Þórsmörk, uppi hjá Hvítárvatni, hjá Gullfossi. Goðafossi, Dettifossi og Tröllafossi, i Ásbyrgi, í Vestmanna- eyjum og miklu víðar. Þá hefir hann tekið margar myndir af mann- virkjum hér á landi og eins af at- vinnulífi þjóðarinnar, þorskveiðum, síldveiðum, bjargflugaveiðum. hey- skap, o. s. frv. Leo Hansen hefir farið víða um heim til þess að taka kvikmyndir. Hann hefir ferðast um hin undurfögru héruð i Astralíu og Suður-Ameríku, skoðaö fjallafegurð Sviss og komist i kynni viö heimskautslöndin og haf- ísinn. En hann segir að hvergi í heimi hafi hann kynst annari eins náttúrufegurð eins og hér á Islandi. Hann lét svo um mælt við fréttarit- ara Morgunblaðsins: —tslenzk náttúra er ólík öllu öðru, sem ég hefi séð um æfina. Hér er fegurð hennar, bæði í smáu og stóru, svo hrifandi, að menn bresti orð til þess að lýsa henni, eða þeim á- hrifum, sem hún hefir á mann. Eg hefi gert inér far um að velja fagra staði til myndarinnar, en enginn finn- ur það jafn glögt og ég, hvað mynda vélin er ófullkomið áhald til þess að spegla hina dásamlegu náttúrufegurð íslands. A myndunum verðuf allt eins og svipur. hjá sjón. En þó er ég viss um það, að hvar í heimi sem ég sýni þessa mynd, mun hún vekja undrun og aðdáun vegna náttúrufeg- urðarinnar.—Mbl. einn á báti Alain Gerbault heitir franskur i- þróttamaður, sem nýlega er kominn heim til Frakklands úr mikilli ævin- týraför. Hann hefir unnið sér það til frægðar að sigla aleinn umhverfis jörðina á 30 feta löngum seglbáti, og er talið að leiðin öll hafi verið um 60 þúsund kílómetra. En sex ár var hann á leiðinni. Hann lagði á stað frá Havre árið 1923, og var ferðinni ekki heitið lengra en til New York í fyrstu. Var hann 142 daga á þeirri leið og ritaði bók um þá ferð. Þá hélt hann kyrru fyrir á annað ár, en í nóvember 1924 hélt hann áfram, og þegar hann var kominn í gegnum Panamaskurðinn, lagði hann út á Kyrrahaf fyrst til Galapagos eyja og þaðan frá einni ey til annarar í Kyrra hafi, þangað til hann komst til Ástra- liu. Síðan fór hann fyrir Indlands haf og fvrir suðurodda Afríku til Kapverdisku evjanna og hélt þar lengi kyrru fyrir, eins og víða annarsstað- ar. Þegar hann fór þaðan, var búist við að hann ætlaði til Frakk- lands. En svo leið og beið, að ekki spurðist til hans vikum saman, og var talið vist, að hann hefði far- ist. En einn góðan veðurdag í sum- ar kom hann til Havre, sama staðar, er hann fór frá fyrir sex árum. Hafði hann þá siglt til Azoreyja og legið þar lengi, áður en hann hélt til Frakklands, og spurðist ekki til hans fyrr en hann var kominn að ströndum Frakklands. Af því að Gerbault var alltaf ein- samall, þá lét hann bátinn reka fyrir veðrum og straumi, á meðan hann svaf. Batt hann fast stýrið og reyndi að haga svo seglurn, að skip- inu þokaði heldur fram en aftur á meðan hann svæfi. Eins og nærri . má geta, þá lenti Gerbault í mörgum mannraunum á þessu ferðalagi, og var oft skammt milli lifs og dauða. t Kyrrahafi lenti hann einu sinni í miklu stórviðri, samfara hellirign- ingu og var þá mjög hætt kominn. “Sjórinn var alltaf að hækka í bátn- um,” segir hann í ferðasögu sinni. “Eg jós allt hvað af tók, en hafði ekki við. Fimmta morguninn, sem ég stóð í austri, fann ég til lasleika og sárinda i hálsi. Eg fékk mikinn sótthita. Þó að ég væri holdvotur brann ég alltaf af þorsta. Eg varð svo bólginn í kverkunum að ég þoldi engu harðæti að kyngja, og nteð mestu herkjum g'at ég rent niður vökvum. Sjöunda dagiun var hitinn orðinn nærri 40 stig og þá missti ég með vitund. Eg man það síðast til min, að ég var að reyna til þeSs að staga stórseglið, en féll á höfuðið ofan í klefa minn. Þegar ég vaknaði var allt í “grænum sjó.” Eg gizkaði á að ég hefði legið meðvitundarlítill hálfan þriðja sólarhring, og allan þann tíma hafði verið stórviðri, mikill sjógangur og hellirigning. Gerbault var áður einn af beztu tennisleikurum á Frakklandi. Þegar Gerbault kont heint, var hon- um tekið með kostum og kynjum. Frægð hans flaug um land allt. Hon- um var líkt við ódysseif gamla, og afrek hans þóttu á borð við flugferð Lindberghs. Hann var sæntdur krossi heiðursfylkingarinnar frönsku og blöðin kepptust um að halda frægð hans á lofti.—Vísir Árið 1848 urðu miklar og róttækar breytingar á stjórnarskipun flestra ríkja í Evrópu. Þessar breytingar áttu að ntiklu leyti rót sína að rekja til frelsishreyfinga þeirra, er þá fóru sigurför um gjörvalla álfuna. Alda þessi náði líka til Bæheims, sem um það leyti laut harðstjórn austurríska keisaradæntisins. Kröftugar raddir tóku að heyrast um það, að nú bæri landinu að losa sig undan harðstjórn inni og brjóta af sér 'hlekkina. Allar stéttir þjóðarinnar voru einhugar um þetta, og mátti þá þegar greina sterka þjóðernislega hreyfingu, er við ekkert virtust ntyndi hika. t þessum umbrotum varð Sokol-hreyf- ingin til. Miroslav Tyrs háskóla- kennari og Indrich Fugner kaup- maður stofnuðu íþróttafélag, er skyldi starfa um gervalt landið og ynni að því markmiði að sameina krafta þjóðarinnar. Samband þetta valdi séf sinn eigin búning, og Fugn- er byggði á eigin kostnað hús, er hann gaf því til fullrar eignar og um- ráða. Þetta hús var fimleikahús, og varð það miðstöð allrar starfsemi sambandsins. Eins og geta má nærri varð sambandið brátt hið skæðasta, hinu austurríkska valdi í Bæheimi, enda var markmið þess ekkert annað en þjóðernisvakning. Það leið ekki á löngu áður en hreyf ingin hafði náð mikilli útbreiðslu. Kjörorð hennar var 'hið sama og i frösnku stjórnarbyltingunni: “Frelsi, jafnrétti og bræðralag.” Forgöngu menn hreyfingarinnar létu sér ekki nægja að útbreiða hana innan Bæ- heims, heldur tók hún að ná mikilli útbreiðslu utan hans, eða í þeim löndum er hin núverandi Tjekkósló- vakia nær yfir. Þegar fram liðu stundir tóku fél- agsmenn að halda miklar árlegar sam- komur. Hafa þær alla txð verið haldnar í Prag, hinni fornu og nýju höfuðborg Bæheims og Tjekkó- slóvakíu. Samkomur þessar voru fjörugar og kenndi oft þykkju í garð AusturríkiSmanna, enda var það sízt að ófyrirsynju, þegar litið er á þá aðbúð, er hinar undirokuðu þjóö- ir áttu við að búa. Stjórnin lét heldur ekki á sér standa að leggja stein í götu hreyfingarinnar. öll hugsanleg ráð voru notuð til að freista að bæla hana niður, en bugsjónaþrótt- ur og mótstaða þjóðernissinna var sterkari en svo, að stjórnarvöldunum tækist að yfirbuga þetta fjöregg þjóðarinnar. Þannig leið tíminn allt fram að heimsstyrjöldinni. Arið 1914 gerðust þau tíðindi, að krónprins Austurríkis var myrtur i Serbíu. Þetta varð hin ytri orsök heimsstyrjaldarinnar miklu. í stríðs- byrjun stóðu dvergur cfg risi hvor gagnvart öðrum — Serbar og Austur- ríkismenn. Eins og nærri niá geta höfðu Serbar óskifía samúð allra Slafa, jafnt innan Austurríkis og utan. Tjekkóslóvakar voru eins og aðrir þegnar Austurrikiskeisara neydd ir til að berjast við frændur sina og vini í Serbíu. I stríðsbyrjun bönnuðu Austurrík- ismenn allar samkomur Sokol-félag- anna. Hús þeirra og eignir 'gerðu þeir upptækar og reyndu á allan hátt að stemma stigu fyrir frekari út- breiðslu hreyfingarinnar. En ein- mitt i striðinu komu ávextir hreyfing- arinnar í ljós. Allir meðlimir fél- aganna, í Ameriku, Rússlandi og víð- ar skildu nú að hinn rétti tími var til kominn að hefjast handa og vinna aftur frelsi það, er þjóðin hafði týnt. — Utflytjendur, er hröklast höfðu undan ofsóknum stjórnarinn- ar, fylktu nú liði undir fánum fjand- manna, Austurrikismanna. Tjekkn- eskar liðsveitir voru myndaðar í Rúss landi, Frakklandi, ltaliu og víðar. Fyrir einstaka samæfingu og þjálfun, sköruðu þær brátt fram úr öðrum og gátu sér hinn bezta orðstir. Leið brátt að því, að þær voru taldar með beztu hersveitum stríðsins. A sama tíma störfuðu stjórnmála- mennirnir ötullega undir forystu Mas- aryks, sem nú er ríkisforseti í Tjekkó- slóvakiu. Loks kom að því, 1918, að undirok- uðu þjóðirnar sigruðu Austurriki en 28. október 1918 reis tjekkneska rík- ið aftur upp úr Þyrnirósusvefni sin- um, eftir blóðuga byltingu. í frjálsu landi blómgaðist hreyf- ingin aftur á ný í samræmi við stefnu sína. Hún sameinar krafta þjóðar- innar i vinnu fyrir ríkið og heildina. Hún safnar körlum, konum og börn um undir merki sitt og kennir þeim að vera góðir borgarar, hjálpfúsir og drenglyndir. Ráðið er ætíð hið sama: Hraust sál í hraustum lík- ama. Jafnframt fimleikum og i- þróttum, sem félagsmenn iðka af hinu mesta kappi, fara innan Sokol- félaganna leiksýningar, hljómlist og fleira, sem göfgað getur andann. Hin miklu mót sambandsins fara frant með vissu millibili. Hið síð- asta var haldið 1926, og er það enn i fersku minni ölluni þeim sem við- staddir voru, hvort senr þeir voru þátttakendur eða áhorfendur. Það myndi þykja nýstárlega sjón að sjá 70,000 karlmenn, 40,000 kvenmenn og hér um bil 100,000 börn sýna leik- fimi samtímis, og það sem meir var um vert, á þann hátt að það var ó- gleymanleg sjón þeim er á horfðu og fullkomið afrek frá sjónarmiði ströng ustu dómara. Við þetta tækifæri gat og að líta friða fylkingu 400 þús- und félagsmanna, er gengu i skrúð- göngu gegnum Prag. — Var.henni fagnað óspart bæði af útlendum gest- um og ekki hvað sizt af löndum þeirra, enda er það viðurkennt meðal allra, er til þekkja, að Sokolhreyfing- in hefir átt einn aðalþáttinn í því að afla Tjekkóslóvakíu þess frelsis, sem hún hefir nú notið í rúmlega 10 ár.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.