Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. OKT., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Frá Islandi. Dr. Jón Helgason biskup hefir sam- iö stutt aefiágrip Jóns Eirikssonar konferensráös og hefir dansk-islenzka félagig gefið hana út með öörum smá- ritum sínum. Reykjavík 2. okt. Menntaskólinn var settur kl. 1 í gær, og voru gest- ir með fleira móti. Hinn nýi rekt- or Pálmi Kannesson þakkaði fyrir- rennara sínum Þorleifi H. Bjarnason fyrir góða skólastjórn og samvinnu, en áheyrendur stóðu upp í virðingar- skyni við Þ. H. B. Nýr kennari hafði verið ráðinn að skólanum, Barði Guð.mundss®n sagíifræðingur, sem nýlega lauk magisterprófi í Kaupmannahafnarháskóla.—Vísir. 30 ára kennara-afmæli. frú Margrétar Rasmus forstöðukonu málleysingjaskóla ns R’vík. 2. okt. í mánaðarbyrjun núna á frú Mar- grét Rasmus, forstöðukona Málleys- ingjaskólans, 30 ára kennaraafmæli. Það var í októberbyrjun 1899, að hún réðist til skólans, sem þá starfaði á Stóra-Hrauni í Arnessýslu. Þar starfaði hún sem kennslukona, þar til 1908 að skólinn fluttist til Reykja- vikur. Gerðist hún þá forstöðukona skólans, og hefir gegnt því starfi síðan. Fæstum er kunnug starfsemi Mál- leysingjaskólans, enda starfar sá skóli með mjög ólíkum hætti því, sem menn eiga að venjast. Er frú Mar- grét kom að skólanum voru kennslu- aðferðir ófullkomnar og aðbúð skólans ill. Síðan hefir margt breytzt til batnaðar og skólinn tekið miklum framförum. Þær framfarir eru eng- um meir að þakka en frú Margréti, enda hefir hún lengst af verið sú, sem bezt skyn ihefir borið á slíkt. Tíðindamaður blaðsins heimsótti frú Margréti i Málleysingjaskólann í gær. Spurði hann meða lannars hvernig kennslu væri hagað í skólan- um. —Öll kennsla mín er nú orðin inni- falin í þvi, að kenna börnunum að tala o gskilja málið. Erfiðleikinn við þetta er ótrúlegur, meðal annars af þvi, að þau heyra fæst neitt. Það kostar mikla áreynslu að fá þau til að gefa frá sér rétt hljóð, laga rödd- ma og kenna þeim að mynda orð og setningar, eins og skiljanlegt er, þar sem eyrað hjálpar ekki til. Frúin 'gierir nú boð fyrir unglings- pilt, 14 ára að aldri. Hann er fædd ur heyrnarlaus og hefir ekkert talað, anum. Hann hefir hægt eftir það, sem hún segir við hann og svarar þeim spurninguní, sem hún leggur fyr- ir hann. Tiðindamaður blaðsins leggur líka fyrir hann spurningar, og svarar hann þeim greiðlega, eftir því sem hann hefir þekkingu til. Hann hefir verið sex vetur i skólanum og er með efnilegustu nemendum. —Fæstir læra svona fljótt, bætir frúin við. Hu’gmyndin um að tala er börnunum að öllu leyti ókunn, þegar þau koma i skólann. Þau skilja ekki hvers vegna er heimtað af þeim að læra þetta og áhugi fyrir náminu kemur venjulega ekki fyr en eftir 2 til 3 ár frá þeim yngri. —H ve lengi hafið þér kennt tal i skólanum'? —Siðan haustið 1922. Fyr hafði ég ekki tækifæri til að kynna mér nýjustu kennsluaðferðir. Síðan hefi ég kennt með þessari aðferð nær ein- göngu, og hafa nokkrir nemendur minir gengið undir fullnaðarpróf með varamáli. Frú Margrét hefir allan sinn kennslutíma getið sér hið bezta orð, sem natin og umhyggjusöm kennslu- kona. Hún hefir alla tíð verið börnum þeim, sem 'hjá 'henni hafa lært, sem hin bezta móðir, jafnt eft- ir að þau hafa lokið námi og meðan þau voru i skólanum. Það er því full ástæða til, að óska henni til hamingju með langt og ötult starf i þágu þeirra barna, sem rænd eru hæfileikanum til að gera sig skiljanleg við aðra. —Mbl. Reykjavík 2. okt. Háskólasetning fór fram i gær að viðstöddum flestum kennurum skól- ans og allmörgum stúdentum. Einar Arnórsson, sem nú er rektor magnificus, bauð menn velkomna. Snérist ræða hans aðallega um utanfar ir íslenzkra stúdenta og menntamanna að fornu og nýju. Rakti gögn að því, að allt frá hinni fyrstu kristni fram til síðasta hefði rnargir klerklegir höfðingjar farið utan til náms og þá stundað það víða um lönd. En hin- ir fyrstu, sem sögur fara af, stunduðu nám i Þýzkalandij þeir feðgar Isleifur og Gissur biskupar. Eftir siðskifti fór nám í Kaupmanna höfn fyrst að tiðkast, en þó einkum eftir að íslendingar fengu garðstyrk, i lok 16. aldar, síðan og allt fram til 1918, er sambandslögin afnámu garðstyrk, mátti svo kalla, að Danir hefðu algerða einokun á hinni æðri menntun Islendinga. Nú má oft sjá íslenzka menntamenn lofsyngja Kaup- mannahafnarháskóla sem andlégri fóstru Islendinga og þakka honum hver maður hefir orðið úr ýmsum aldir. Ekki tók prófessor Einar þátt í þessum lofsöng. Kvað námið í Höfn að visu hafa orðið Islending- um gaignlegt á ýmsa lund, en agnúar þess hefði þó verið margir. Eink- um nefndi hann tvennt til, að nám- ið hefði aldrei verið sniðið sérstak- lega eftir íslenzkum staðháttum eða við Islendinga hæfi í neinu, og hina andlegu einangrun, sem af því hlaust, að þjóðinn sótti alla æðri menntun á einn stað. Er rætt var um stofnun háskólans hér heima, kvað Einar marga hafa spáð því, að hann yrði til að auka einangrun menntamanna og myndi verða til ills eins. Þessar hrakspár þótti honum nú að engu orðnar. I lögum, íslenzkum fræðum og guð- fræði rækir skólinn starf sitt svo, að kandídatar, er útskrifuðust frá hon- um, væri upp og ofan færari til að taka að sér embætti eða önnur störf í sinum 'greinum hér á landi en áður var, meðan menn lærðu erlendis.. Læknar myndu ekki standa ver að vígi, er þeir hefði siglt nokkra hríð til framhaldsnáms, eins og tíðkanlegt er. ÍJr einangruninni er reynt að- bæta með því að styrkja prófessora og kandídata frá skólanum til dvalar erlendis og er hún nú ekki framar bundin við neitt sérstakt land. Er Garðstyrkur var afnuminn spáðu sumir, að nú mundi svo að segja enginn stúdent fara til náms, og einangrunin margfaldást frá því sem áður var. Þetta þótti Einari hafa afsannast við reynsluna. Rikissjóður hefði nokkuð reynt að bæta úr missi Garðstyrks, með þvi að styrkja all- marga stúdenta til utanfara. Og þetta hefði orðið til þess, að íslenzkir stúdentar væri nú farnir að stunda nám i ölluni helztu menningarlönd- um. Hefði þeim vitanlega fækkað, sem sækja til Danmerkur, og nú væri svo komið að i vetur myndu fleiri verða við nám i Þýzkalandi en Dan- mörku. — Þótti Einari þetta næsta gleðilegt, ekki fyrir þá sök, að Kaup- mannahafnarháskóli væri ekki góður háskóli, heldur sakir hins, að fjöl- breyttari menningarstraumar bærist til landsins, og vegna þess, hver nauð syn þjóðinni er að eignast menn, sem fullfærir sé í tungum menningarþjóð anna.—Vísir. Framfarir vísindanna árið 2029. Álit Birkenheads jarls Vonir vísindanna hafa aldrei verið eins miklar og máttugar og nú á dögum og trú þeirra á mátt og meg- in sjálfra sín aldrei eins örugg. Eða svo var að minnsta kosti til skamms tíma, að náttúruvísindunum áttu að vera allir vegir færir. Þau áttu að geta skapað nýtt líf á jörðunni. Vís- indamenn siðustu tíma hafa leikið sér að því að bregða upp ýmsum mynd- um af vísindum framtíðarinnar og áhrifum þeirra Qg hefir Lögrétta sagt frá ýmsu þvilíku (til dæmis skoð- unum Haldanes í bókinni Daedalus). En þvi er ekki að leyna að margir fræðimenn líta nú orðið enganveginn vongóðum augum á framtíðinni í ljósi vísindanna, ekki vegna þess að möguleikar visindanna séu ekki undra- verðir, heldur vegna hins, að lík- urnar séu litlar fyrir því að mögu- leikarnir verði aðeins hagnýttir til góðs Góðir rnenn þykjast hafa alla ástæðu til að ætla, að vísindin muni ekki síður verða tekin i þjónustu voð- ans og vitfirringarinnar, manndráp- anna og menningarspjallanna. Bert- rand Russel, (sem lesendum Löigréttu er vel kunnur af ýmsum frásögnum um hann), hefir skrifað um þessi efni merkan bækling (Icarus) og ýms ummæli í lika átt hefir Lögrétta rak- ið áður. En allt um það þreytast menn ekki á þvi að spreyta ímyndun- arafl sitt á því að lýsa undrum þeirr- ar framtíðar, sem vísindin geti skap- að. Nýlega hefir einn af kunnustu stjórnmálamönnum heimsins, Birken- head jarl, lagt sinn skerf til þessa og mun mörgum þykja fróðlegt að kynn- ast áliti hans. 'Hann er ekki sjálf- ur náttúrufræðingur, heldur lögfræð- ingur, einn af merkustu lögfræðing- um Bretaveldis, fyrrum dómsmála ráðherra og Indlandsráðherrá, en hann fylgdist vel með og hefir lifandi áhuga á mörgum málum og fjörugt ímyndunarafl. Hann er einn af ann- áluðustu ræðumönnuni Breta, óvæg- inn og mesti “skammakjaftur” eins og hér er sagt. Eftir eina öld, árið 2029, hafa vís- indin gerbreytt öllu lífi mannanna, segir jarlinn. Einhver mikilvægasta breytingin verður í því fólgin, að menn hafa lært nýja og betri orkuhag- nýtingu. Kol og olía verða horfin úr sögunni. Kolanámur verða forn- gripir úr furðulegri þrældómsmenn- ingu. Nú er ekki hægt að vinna nema eitt hestafl á einum tíma úr einu kolapundi. En í atómunum í einu vatnspundi er bundin orka, sem sam- svarar tiu miljónum hestaflsstunda. Þessa orku munu menn læra að hag- nýta sér á næstu öldinni. Menn geta þá komið 600 hestafla vél fyrir í á- haldi á stærð við lindarpenna. Or álíka niiklu vatnsmagni og stórt haf- skip ryður frá sér á siglingu, má vinna orku, sem gæti haldið hita- beltisloftslagi á norðurpólnum i þús- und ár, eða slitið upp Vestmanna- eyjar og dregið þær lanigt suður í höf. Svo er atomorkan afskapleg. Efnafræðingar munu framleiða öll matvæli og gera þau mjög ódýr. Nú er matvælaframleiðsla mannsins dýr (Frh. á 8. síðu). McLAUGHLIN M0T0R CAR CO. LIMITED Direct Factory Branch USED CAR DEPARTMENT VeljiS yður endurbygSan, not. aSan bíl fyrir fjölskylduna. Bændur og borgarmenn kaupa núorSiS notaSa bíla til heimasnúninga fyrir fjöl- skylduna. ÞaS er spamaSur í því og stór þægindi fyrir kon urnar. HJER ER REGLULEGT TÆKIFÆRI AÐ SPARA OG peningar sparaSir, eru pening ar sem nota má til aS njóta gagnsins af kaupunum. TaliS um þaS viS fjölskylduna og hún mun segja ySur, aS ef kaupin eru gerS viS McLaugh- lin sé hún ánægS, og þér fáiS sama sem nýja bíla á afar mikilli niSurfærzlu. Vér höfum miklar byrgSir af betri bílategundum, endur- smíSuSum sem vér seljum viS afar lágu verSi frá $50.00 til $1500.00. ÞaS borgar sig fyrir ySur aS heimsækja notaSra - b í I a stöSvar vorar og skoSa hvaS vér höfum: 1926 McLaughlin Buick .... $895. Aðeins nafnið “Buick” vekur upp í huganum mynd þess sem er af- bragð * og einstæðrar tegundar. Þessir sérstöku bílar eru án alls vafa einhverjir hinir beztu, hvað sem verði liður. Það er svo létt að stjórna því, að óað má sjaldgæft heita með notaða bíla og sem honum fylgir sýnir hve vel hefir verið farið með hann. 1927 McLaughlin-Buick Sport Roadster ...... $750 Þetta er yndislega fallegur bíll Þetta er yndislega þægilegur bíll, fóðraður ósviknu leðri, fögurlituð Duco áferð, reglulega snydtilega búinn í bezta standi; þig fýsir að kaupa hann ef þú sérð hann. 1926 Paige Sedan ......... $875 Paige 6 cylinder gerðin er í frem- sta flokki þeirra bíla, er menn eru ánægðastir með. R eynslan ein getur kennt manni að meta beztu eiginleika hans. Hann er öðru- visu prúðbúinn, en menn eiga að venjast, og rennur svo létt »g liðugt, ekki verður frekar ókosið hvernig sem kringumstæður eru. TAKIÐ EFTIR STÖÐUNUM': Utistöðvar fyrir notaða bíla; 203 Main St. Sýningarskáli fyrir notaða bíla: 216 Fort St. Útistöðvar fyrir notaða bíla: Maryland og Portage. McLaughlin Motor Car Company Limited BEINT FRA VERKSMIÐJUNNI I BUÐINA >’r en hann byrjaði á að læra í skól- beztu mönnum vorum hinar síðustu Undirstaðan fyrir ylirburdum Holt*Rcnfrcw loðkápanna er “staÖfest haldgæði.” Verðið þýðir ekkert ef efnisgæðin eru engin. — Snið og stíll er nauðsynlegur, en svo er stíll ekkert ef engin er endingin og slit-úthaldið ekkert. Hinar fullkom- nustu loðkápur eru þær sem sameina, Móð, Efni, og Verðgæði------með öðrum orðum — Holt Renfrew loðkápur. Lítið inn hjá oss og skoðið byrgðir vorar, þér undrist verðið sem þær eru seldar fyrir Látið gjöra við Loðfatnað yðar strax til þess að tryggja yður að þér fáið hann áður en kuldarnir byrja. Holt Renfrew, skraddarar tryggja yður verkið svo þér verðið ánægðir með það. Lóðkápur fóðraðar að nýju fyrir $15.00 og þar yfir. Uoli J^nfrew &Co. Limitec) Canadas Largest Furriers Stórar Voðfeldar Vetrar Yfirhafnir Tegund sú sem veitir skjól og þægindi, Klæðir vel og eru hinar réttu Fit Rite Tailored Yfirhafnir. Verð $29.50 upp í $100.00 Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop 261 Portage Avenue — Next to Dingwall’s Ti!..., GAMLA LANDSINS um J0LIN Svefnvagnar beint frá aðalstöðvum vestra, í sambandi við Sérstakar Lestir að Skipshlið Fer frá Winnipeg 10.00 f. h. NOV. 24 DEC. 3 DEC. 9 DEC. 11 DEC. 15 I sambandi við Siglir S.S. MINNEDOSA NOV. 26 DUCHESS OF ATHOLL DEC. 6 S. S. MONTCALM DEC. 12 DUCHESS OF RICHMOND DEC. 14 DUCHESS OF YORK DEC. 18 Odýr Fargjöld Til Sjávar DESEMBER Sjáið yður nú þegar fyrir úrvals farrými hjá City Ticket Office, Cor. Portage and Main, Phone 843211—12 Depot Ticket Office, Phone 843216—17. A. Calder and Co., 663 Main Street, Phone 26313. H. D’Eschambault, 133 Masson St., St. Boniface, Phone 201481. Canadian PaciSic HJÁLFIÐ TIL AÐ BÆTA OR SKORTI 0G NEYÐ Tuttugu og fimm hjálparstofnanir hafa verið að vinna mikið og þarft mannúðarverk á meðal fátæklinga í bænum. í>au bæta úr neyð og skorti auðnuleysingja, án tillits til þjóðernis eða skoðana. Þessar hjálparstofnanir hafa mestan sinn stýrk frá samskotasjóði Winnipeg-bæjar, sjóði sem safnað er til um allan Winnipeg bæ og í grendinni. Styrkið þá sem ekki megna að bjarga sjálfum sér. Gefið rausnarlega og með glöðu geði, í sjóðinn Winnipeg Community Fund Administered by The Federated Budget Board, Incorporated

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.