Heimskringla - 30.10.1929, Side 4

Heimskringla - 30.10.1929, Side 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT., 1929 ^eimskrirtglci (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFOS HALLDÓRS írá. Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjárans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 30. OKT., 1929 Lútersk siðbót og önnur ítæða flutt í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg 27. okt. 1929 af séra Benjamín Kristjánssyni. í>að er víða siður í hinni prótestant isku kristni, að minnast um þetta leyti árs, siðbótar Lúthers, sem talið er að hefjist 31. október 1517 með því að Lúther festi upp hinar 95 greinar gegn afláts- sölunni á hallarkirkjuhurðina í Witten- berg. Þó að sá atburður þætti þá þegar mjög einstæður og bíræfinn, að Ágústín- usar munkur skyldi voga að andmæla sjálfum páfanum, þá grunaði þó engan, að draga mundi hann til jafn mikilla hluta og síðar varð raun á, að hugsanir þessa munks mundu verða til þess að ráða alda- hvörfum, eigi aðeins í andlegu lífi Norður- álfu, heldur einnig stjórnmálum hennar. Lúther mun hafa grunað þetta manna sízt. Ætlun hans var ekki í öndverðu sú, að ráðast að fullu gegn hinni heilögu móðurkirkju. Samvizka hans knúði hann aðeins gegn óhæfu þeirri, sem hon- um virtist kirkjan vera að fremja með aflátssölunni og vildi hann í lengztu lög reyna að vera páfahollur kaþólskur þegn. En þegar honum varð það að lokum ljóst, að ekki var unt að vera það, nema með því að troða bæði á skilningi sínum og samvizku, þá leizt honum það óráðlegt, að breyta á móti samvizkunni, og kjöri heldur að baka sér ónáð páfa og keisara, en að gerast hugsunarlaus og samvizku- laus dula í þeirra höndum, eins og megin þorri klerkastéttarinnar var áþeim tímum. Á þann hátt kastaði Lúther teningun- um á kirkjuþinginu, sem haldið var í Worms á Þýskalandi árið 1521 eða fyrir hér um bil 408 árum sfðan. Það var úr- slita orðið, sem gerði Lúther að mikil- menni. Það er andinn, sem gerði lút- ersku siðbótina þess virði að á hana sé minst. Lúther réðst á garðinn þar sem hann var hæstur, þar sem fyrir var hin kaþólska kirkja miðaldanna, eitt hið harðvítug- asta einveldi, sem sögur fara af, 'er hélt mönnum saman með hjátrú og helvítis- ótta, í kolsvörtu þekkingarleysi þeirra tíma. Kirkjan innrætti mönnum frá blautu barns beini þá skoðun, að hún ein ætti yfir allri sáluhjálp manna að ráða og gæti hún með boði sínu og banni opnað eða lokað himnaríki, fyrirgefið mönnum syndir, eða ákveðið þá með forboði sínu og bannsöng til hinnar mestu kvalar og fordæmingar. Orð kirkjunnar og pre- láta hennar var hæsti réttur fyrir öllum þorra manna, og þegar Róm hafði talað var aðeins einn kostur — sá að hlýða. Eins og nærri má geta leiddi þetta þá meginspillingu inn í alt starf og líf kirkjunnar, að herfilegt er um að hugsa. Kirkjan gerðist um eitt skeið hreinasta ræningjabæli ýmissa þorpara, er komust í Pétursstól og féflettu auðtrúa lýðinn al- veg gegndarlaust með samvizkulausum klækjum, og að þessu studdi svo klerka- stéttin, fáráð og þaultamin til skilyrðis- lausrar hlýðni. Það var almenn skoðun, að kirkjan væri einskonar reikningshaldari yfir syndum manna og góðverkum og þeg- ar hallaðist undan, syndalóðinu, sem æði oft vildi verða, var það talið nægilegt að drepa gullpening til kirkjunnar í eyður verðleikanna hinumegin og jafnaði Mammon þannig skuldaskiftin við hina heilögu móður. Þetta varð eins og skilj- anlegt er til stórlegrar siðspillingar bæði út á við og inn á við, enda er öll dygð og andleg verðmæti með þessu dregin niður í duftið. Og þegar svo loks var tekið að selja mönnum syndakvittunarbréf bæði fyrir drýgðum og ódrýgðum syndum, stóðst Lúther ekki lengur mátið, þótt hann væri uppalningur þessarar kirkju. Jafnvel fásinnan hlýtur á endanum að ganga fram af sjálfri sér. Fyrsta grein Lúthers, sú er hann festi upp á hallarkirkjuhurðina í Witten berg hljóðaði á þessa leið: “Með því að drottínn vor og meistari Jesús Kristur segir: Gerið yfirbót, o.s.frv. þá vill hann að alt líf trúaðra manna sé sífeld yfirbót.” aðgengilegasta rétt-trúnaðarkerfi sem komið hefir fram innan kristinnar kirkju og hlaut því að verða öllum andlega hugs- andi mönnum að sífeldri hneykslunar- hellu. Enda klofnuðu mótmælendur brátt í eilífum deilumálum í marga sér- trúarflokka fjandsamlega hverjum öðrum, unz öll málefni þeirra liggja í rústum sundrungarinnar. Er sú hörmulega reynsla fyrst að kenna þeim það nú, að siðbótin verður að snúast um eitthvað mikilsverðara og dýrmætara, en tímabundin skoðunar- atriði skeikulla manna. Ef Lúther hefði haldið betur áfram í þessa átt, og í því, er hann ritar um í hinu ágæta riti sínu: ““Um frelsi kristins manns”, að trúin geri kristinn mann að frjálsum drottnara yfir öllum hlutum og öllum óháðan, og að hún verði að birtast í þjónandi kærleika til náungans, þá hefðu ávextir lúterskunnar orðið betri, en hægt er að segja að þeir hafi orðið, þótt raunar sé ekki hægt að kenna sjálfum Lúther um marga þá firru, sem oft ei haldið fram í hans nafni. Lúther hlaut vitanlega að vera barn síns tíma og kraft- ar hans fóru að miklu leyti í það, að berj- ast gegn því óskaplega hefðarvaldi kirkj- unnar, sem þá hvíldi þyngst á samvizkum manna. Til þess að losa um það stein- bítstak, notaði hann eigi sízt þá aðferð, að sýna fram á hvernig kenningar pre- látanna færi í bág við ritninguna, bæði orð og ummæli Jesú Krists, svo og orð Páls, sem Lúther dáði ákaflega. Einnig réðst Lúther gegn ýmissi sakramentatrú ka- þólskunnar, og hélt því fram, að hið lif- andi orð og þar á meðal heilög ritning væri hið æðsta sakramenti, og er vitan- lega sú grundvallarhugsun hans, sem er einnig meginhugsun allrar frjálslyndrar trúarskoðunar, að fyrir skilning og hugsun frelsist mennirnir fremur, en fyrir smurn- ingar og handaálagningar og yfirsöngva prestanna. Þessi kenning var aftur færð til þeirra öfga af eftirkomendum Lúthers, að farið var að trúa á biblíuna, sem annan páfa, sem óskeikult orð svo að segja skrif- að með guðsfingri, þótt ótal rök megi færa fyrir því, að þá skoðun hafði Lúther sjálfur aldrei. Þó að Lúther segði margt djarflega og drengilega, þá er hann samt ekki mark- verðastur sem guðfræðingur. Hann réðst aðallega gegn siðspilling kaþólsk- unnar, en í guðfræðilegum efnum markar hann engin sérstök tímamót. Öll guð- fræði hans var til þess of háð háspeki miðaldanna. Um þetta bera fræði Lúthers bezt merki, sem margir munu kannast við og hafa numið í æsku. Nú í ár eru þau réttra 400 ára gömul og hefir margt verið um þau rætt og ritað. Víða þykir það ómissandi enn í dag að börn læri fræði þessi utan að. Reyndar eru þau aðeins mjög ófrumlegt ágrip af guðfræði kaþólskunnar, strembið og óað- gengilegt fyrir hugsun bama og hafa sennilega æfinlega verið það, einnig með- an þau voru þó í talsverðu samræmi við heimsskoðanir manna yfirleitt. En þessi fræði, sem upprunalega voru íhlaupsverk frá Lúthers hendi, skrifuð til að bæta úr stundarþörf, hafa verið gerð að því á- trúnaðargoði víða í mótmælenda sið, að vafalaust hafa þauTyrir það fremur orðið til ógagns en gagns. Sjálfri guðfræði Lúthers var mjög áfátt. Hann var t.d. fylgjandi gjörspillingar-kenningunni og trúði því, að maðurinn gæti ekkert gott gert af sjálfsdáðum eftir syndafallið, held- ur aðeins ilt eitt. Hann hélt því fram eins og Ágústínus að hinar svonefndu dygðii manna væri aðeins skínandi lestir og maðurinn hefði ekkert viljafrjálsræði til góðs. Sáluhjálpin ætti sér stað aðeins fyrir náðarval guðs, þ. e. án íhlutunar mannsins. Guð geti frelsað mennina eða forhert í syndinni algerlega gegn vilja þeirra sjálfra, og hina útvöldu rétt- læti guð fyrir kvöl og friðþæging Jesú Krists, en þó aðeins ef þeir trúi á endur lausnina. Alt er þetta uppsoðin kaþólsk guðfræði, en þó jafnvel ósamkvæmari og fráleitari í ýmsum atriðum. Siðbót Lúthers fólst raunar miklu fremur í ýmsu ytra fyrirkomulagi kirkj- unnar en guðfræði hennar. Og jafnvel sú siðbót varð heldur ekki til mikillar gæfu. Hún varð til þess að þjóðhöfðingj- ar tóku að fljúgast á um góss kirkjunnar svo að af því hlutust hinar blóðugustu 1 styrjaldir, sem gengið hafa yfir Evrópu að heimstríðinu síðasta undanskiidu. Guðfræði Lúthers, svo áfátt sem henni var frá sjálfs hans hendi, hrakaði einnig j og varð eftir hans dag að einu hinu ó- Prótestantisminn í því formi sem Lúther setti hann fram, er nú að miklu leyti liðinn undir lok. Þó að einstöku menn haldi ennþá af gömlum vana dauða- haldi í fræði Lúthers hin minni, sjá þeir enga leið til að aðhyllast náðarvalskenn- inguna, sem rökrétt ályktað gerir guð að hlutdrægum og miskunnarlausum harð- stjóra og friðþæging Jesú Krists að til- gangslausu píslarvætti. Ekkert af þess- um háspekilega fræðigraut stenzt snúning fyrir rökvísri hugsun heilbrigðrar skyn- semi. Enginn alvarlega hugsandi maður tekur slíkar kenningar góðar eða gildar. Stöku menn, sem ekkert hugsa gera það af misskilinni hollustu við Lúther. En ef Lúther hefði verið uppi á vorum dögum og haft tækifæri til mentunar og skiln- ings, sem nú eru betri en á hans tímum, er sennilegt að hann hefði fáar þær skoð- anir aðhyllst, sem hann var af eðlilegum ástæðum ekki vaxinn upp úr fyrir 400 árum síðan. Því að maður með lundar- far Lúthers bindur sig ekki við bókstaf eða aldagamlar kreddur, heldur við lifandi samvizku sína og dómgreind. En þrátt fyrir það getum vér ekki heimskað Lúther, né legið honum á hálsi fyrir það, þótt hann væri í ýmsu bam sinna tíma. Allir eru það. Hitt er athugunarvert, þegar menn nútímans þykjast af Lúthers-holl- ustu vera að reyna að gera sig að miðalda mönnum og hindra með því þá siðbót, sem hver tími á að halda áfram með. Eins og Lúther sagði að siðspillandi væri að kaupa sér syndakvittunarbréf, því að líf mannsins ætti að vera stöðug yfir- bót, eins á líf kynslóðanna og trúarbrögð þeirra að vera stöðug og framhaldandi siðbót. Enginn maður getur bundið sig við samvizkur né hugmyndir liðinna tíma. Ef Páll hefði gert það hefði hann haldið áfram að vera Farísei og hata Jesú Krist. Ef Lúther hefði gert það hefði hann haldið áfram að knékrjúpa rómverskum ósóma. Ef vér förum þannig að, eigum vér einnig á hættu, að níðast á öllum drengskap og sannleiksást í andlegum efnum, því að með því að forsmá vora eigin samvizku og skilning, erum vér að forsmá grundvöll alls eiginlegs siðgæðis, því að öll siðbót kemur innan að frá dóm greind mannsins. Og þetta er einmitt það atriðið, sem ég vil að vér minnumst sérstaklega í sam bandi við siðbótina og það eigi aðeins einusinni á ári heldur stöðuglega. Stöðug og framhaldandi siðbót verður á hugsun og ráði þess manns, sem jafnan er trúr öllu hinu æðsta og sannasta í sjálfum sér, sem hvorki sér það ráðlegt né gerlegt að breyta á móti samvizku sinni í nokkru. Þetta er það, sem allir nýguðfræðingar hafa viljað gera, þrátt fyrir hróp og óbænir margra þeirra, sem ekki hafa getað átt samleið og dvalist hafa eftir í beinagarði gamallar guðfræði. Gömul guðfræði! Hver mundi líta við gamalli efnafræði eða gamalli náttúru- fræði eða gamalli læknisfræði? Fásinn- an liggur í sjálfu orðinu. Eins er það nauð- synlegt að guðshugmynd hverrar sálar sé ný og sniðin eftir reynslu hennar og þekkingu. Lifandi siðbót þarf að verða í hugsun hvers manns, ekki aðeins í trúar- hugmyndum heldur verkum................ Ef vér lítum til hinnar nýrri guðfræði, þá sjáum vér að trúarhugmyndirnar hafa ákaflega breyzt frá því á dögum Lúthers. Þær hafa breyzt í samræmi við þekkingu vora á umheiminum yfirleitt og eins í samræmi við þá sálrænu þekkingu er síð- an hefir orðið. Sú siðbót, jafn sjálfsögð ! og hún er, hefir einnig átt örðugt upp- I dráttar vegna þess, að samvizka manna er oft og tíðum veik og haltrandi í trúarefn- um. Og það er skiljanlegt, því að sam- vizkan er í raun og veru ekkert annað, en hin siðferðilega dómgreind og er hún ekki minnst ákvörðuð af uppeldi mannsins og þeim hugmyndum, sem honum eru inn- rættar í æsku, Oft hefir eldri kynslóðin framiö þá óhæfu, aö innræta börnum trúarhugmyndir sínar á þann veg að öll heill þeirra þessa heims og annars sé undir því komin aö þau kviki aldrei frá þeim. Meö því að sá trúar- hugmyndunum þannig niöur i ótta og hjátrú, er veriö að misþyrma öllu hugsunar og trúarlífi barnsins á mjög óheillavænlegan hátt. Þessi marglofaöa barnatrú, sem ýmsir eru að tala um er eins og barns reifarnar. Ef trúarhugmyndir manna vaxa ekki og þroskast með þeim sjálf- um, veröaþær aö óheilbrigöu undri í sálinni. Og ihví skyldu menn frekar eiga að vera börn í trú sinni og trúar- hugmyndum, en almennri þe’kkingu og dómgreind? Nei, trúin tekur ti! allra hæfileika og hugsunar mannsins. Og ef hún kemur i bág við þekkingu vora eöa dómgreind er hún oröin að firru, sem oss er þá betra aö losna viö að fullu. Hver hugmynd, sem innst inni ríður í bág við dómgreind vora og skilning, er í raun og veru engin trú, heldur gætum vér kallað það hjátrú, sem í raun og veru er eitt hið sama og vitleysa—því aö vitleysa er það, þegar vér göngum fram hjá viti voru í altækasta skilningi í hugs- unum vorum og ályktunum. Og jafn- vel þótt viti voru geti auðvitað á margan hátt skjátlast, verður þó eng- inn maður frekar sáluhólpinn með þvi, að ganga framhjá því, og láta það þannig veslast upp, heldur með þvi að nota það og láta það þannig þroskast og vaxa. Á þann hátt og engan annan hefir öll siðbót komið og mun koma. Hver maður, sem hefir með viti sínu lagt skerf til sannrar menningar, hvort heldur sem er andlegrar eða verkleg- rar er siðbótar maður. Megin mun- urinn á siðuðum manni og dýri er aðeins vitið, og hví skyldum vér þá eiga að ganga fram hjá því í trúar- efnum ? Þó að öll guðfræði Lúthers væri fánýt fyrir nútima menn þá er þó for- dæmi hans, sem siðbótarmanns sígilt, að hafa drengskap til að ráðast gegn hefðarvaldi páfa og kirkju, sem vit hans og samvizka sagði honum að væri ilt og siðspillandi. Þeir sem þannig fara að dæmi Lúthers nú í dag ættu i raun og veru miklu heldur að kallast lúterskir, ef nokkur ástæða væri til að nota það orð, heldur en hin- ir, sem tefla Lúther 16. aldar fram sem páfa gegn allri þekkingu síðari tíma. Er það í raun og veru samskonar ka- þólska og bókstafs-þrældómur og sá er Lúther varði lífi sínu til að berjast gegn. En vér megum iheldur ekki gleyma þvi, að eins og Lúther skjátlaðist og var áfátt í mörgu þótt hann væri í fylkingarbrjósti fyrir andlegri hugsun sinna tíma,. þannig getur oss einnig skjátlast í ýmsu, þó að vér séum að leitast við að samhæfa trúarhugmynd- ir vorar, þekkingu nútímans. Einhver mesta hætta hins svonefnda “modernisma” í trúmálum er ef til vill sú, að megináherzlan verður f fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. stundum á því, að breyta trúarhug- myndunum og sjálft lífið verður út- undan. Það er ógurleg ásökun, sem Benjamín Kidd, beinir að bezt ment- uðustu og gáfuðustu stétt Englands á 19 öld í bók sinni Social Evolution. Hann segir, að þeir hafi hér um bil æfinlega verið röngu megin í mesttt velferðarmálum aldarinnar, t. d. upp- eldismálum , verslunarmálum, rým- kun kosningarréttar, trúarfrelsi, af- námi þrælasölu o.s.frv. Hvað gagnaði okkur skynsamlegar trúarhugmyndir, ef við værum æfin- lega róngu meffin í helztu velferðar- málefnum vorra tíma? Einn mikilhæfur prestur í Banda- rikjunum skýrir frá þvi, að hann hafi nýlega séð í Palestínu lindina, þar sem arfsögnin segir að Davíð hafi brynt sauðfé sínu, þegar hann orti 23. sálminn. Nú hefir nýtískan, segir hann, komið til skjalanna og steypt upp lindina, sett vatnspípur í hana og útbúið hana með dælu. Vatnið er þarna innibyrgt með ýmiskonar verk- fræðilegri snilld í járni og steinlími. En enginn 23. sálmur niun verða ortur þarna framar, bætir hann við. Oss ber að varast að “modernism- inn” fari ekki einmitt- þannig með trúarlíf vort og kirkju. Alveg eins og á tímum háspekinnar á miðöldum er hættan jafnmikil nú, að öll sönn siðbót kafni i guðfræðilegum heilabrot- um, sem þurka upp allan verulegan andlegleika mannsins. Engin guðfræði, sem ekki gripur einnig til vilja manns- ins og tilfinninga og allrar breytni er nokkurs virði. Siðbótin verður að ná lengra en til hugmynda vorra. Inn i starf vort og stjórnmál — í þjóðlíf og persónulega skapgerð. Siðbótar-verkið er enn þá mikið fyrir** höndum. Það er ótæmandi meðan nokkur maður dre-gur andann. Meðan himnaríki er enn vfir höfðum vorum, en helja undir fótum. MeS Ríkmannlegum Loðbryddingum Yfirhafnir $19.75 $35.00 $55.00 íápur, prýðilegar í sniði og útliti að saumaskap og skrautlagningu Vægir kaupskilmálar ef þess er óskað KING’S LTD. “The House of Credit” 396 Portage Avenue, (við hliðina á Boyd) ___________________________

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.