Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.10.1929, Blaðsíða 6
«. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT., 1929 Robin Hood Rapid Odts Fyrir börn á uppvaxtarárunum er ekkert hollara en vel soðinn hafragrautur- — En úr “Ofn-þurkuðu” mjöli. EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. þau áfram ferðinni, og sneiddu hjá manna- bústöðum, en lögðu leið sína gegnum veglausa skóga og afskekta dali. í veizlusal hallarinnar sváfu menn ennþá. í»að var komin miður dagur þegar Atli kon- ungur vaknaði, og hann var sá fyrsti sem opn- aði augun. Hann tók um höfuðið báðum hönd- um og gekk út, og kallaði um leið: ‘‘Sendið v Valter til mín svo hann geti stutt konung sinn í veikleika hans Biðjið hann að færa mér morgunhressingu í vopnabúrið mitt.” Þjónamir nudduðu hin svefnþrungnu augu sín, og leituðu Valters allstaðar, en fundu hann hvergi; og drottningin kom haltrandi og hnjótandi og kallaði: “Hvað dvelur Hildigunni, að hún skuli ekki koma með fötin mín?” En þá tók að breiðast út meðal þjónustufólksins hljóðskraf og hvíslingar, og Aspirin drottning komst að því að Hildigunnur hafði flúið með Valter um nóttina. Hún brýndi þá raustina og sagði: “Bölvað veri þetta hóf, og marg for- dæmt vínið, sem svift hefir Húnana vitinu. Það sem ég varaði konunginn við, hefir fyrir oss komið, og hin styrkasta stoð vor burtu.” Reiðin, sem greip Atla konung, var ógur- leg og hann reif sundur purpuraklæði sín. Og eins og stormurinn þyrlar rykinu saman í hauga, eða hrúgur, þannig blés geðofsi hans saman í huga hans öllum vandræðum hans og erfiðleikum. Hann gat ekkert sagt, svo æst varð skapið, og hann át hvorki né drakk. Nóttin veitti honum enga hvíld. Þjakaður bylti hann sér alla vega á beð sínum, eins og líkami hans lægi á nálum. Og hann hentist upp hálf æðisgenginn, og tók til að stika her- bergið fram og til baka. Meðan Atli hamaðist svona í heift sinni, reið flóttaparið hljóðlega gegnum Scythian- land. En í birtingu kaliaði Atli saman hina vitrustu Húna, og mælti til þeirra á þessa leið: “Hvern þann sem fært getur mér Valter. hinn arga, slæga ref, skal ég gefa gullsaumuð klæði, og svo mikinn auð og allsnægtir, að slíks skulu ekki dæmi!’’ En í öllu landinu fannst enginn lávarður, enginn riddari, tjald- sveinn eða þræll, sem þorði að veita Valter eft- irför, og bera vopn gegn honum. Þess vegna varð boð konungsins árangurslaust, og gullið kyrt. Nótt eftir nótt hélt Valter áfram ferð sinni, en hvíldi sig á daginn í skuggafylgsnum skógarins. Fuglarnir flugu kringum höfuð hans, og honum lukkaðist að ginna þá svo nálægt, að hann gat snarað þá. Og hvenær sem þau bar að vatnsfalli, rendi hann niður öngli og dró fisk. Á þennan hátt liðu dagarnir fljótt, og þau höfðu nægilegan mat til að seðja hungur sitt og nóg verkefni fyrir hugann. Og ekki leitaði þessi hugprúða hetja eitt einasta skifti eftir því á þessari löngu ferð að faðma og kyssa meyjuna. Meira en fjörutíu sinnum hafði jörðin snú- ist um sjálfa sig, síðan þann dag, er Valter yfirgaf Atla svo skjótt og kveðjulítið. Þegar þau sáu framundan sér í rökkurmóðu fljót eitt mikið. Það var Rín, loksins. Já, það var Rín, og hinu megin við hana stóð Worms höfuðborg Franconiu. Fiskimaður einn kom að ströndinni til þeirra, á hinum flatbotn- aða bát sínum, og sem þóknun fyrir nokkra fiska,' er Valter hafði veitt og lét hann hafa, bauð hann að flytja þau yfir fljótið. Þegar því var lokið héldu þau áfram og keyrðu fá- kinn sporum. ^ Næsta dag fór fiskimaðurinn til Worms og gaf matreiðslumanni konungs fiskinn, sem bann sauð og matreiddi, og bar á borð fyrir Gunnar konung. En Gunnar konungur varð mjög undrandi og sagði: ‘Aldrei alla þá daga, sem ég hef setið hér að völdum og í hásæti, hefi ég séð slíkan fisk, svo stórann og feitann á, borði mínu. Hann hiýtur að hafa verið fluttur hingað frá öðrum löndum. Segið mér, matreiðslumaður, og það undireins: hvernig uáðuð þér í hann?” iMatreiðslumaðurinn sótti þegar í stað íérjumanninn, og ferjumaðurinn sagði: ‘‘í gærk veldi sat ég í bát mínum við bakka Rínar, og þá kom ókunnur maður n'ðandi niður götu- stiginn, og helzt leit út fyrir að hann væri á ihakaleið frá OTustu, svo villt og ægilegt var útlit hans. Hann var í herklæðum með skjöld og spjót. Og þó brynja hans liti út fyrir að vera æði þung stanzaði hann helzt ekki neitt og keyrði hestinn áfram. Og með þessum manni "var mær ein forkunnar fögur. Hún sat í söðl- inum fyrir framan hann og stjórnaði fákn- wm, og hékk skrín sitt á hvorri hlið hans. Þeg- ar hann reisti hausinn og tók sprett söng í þeim, eins og innihald þeirra væri gull og gim- steinar. Eg ferjaði þenna mann yfir ána og gaf hann mér fiskinn fyrir.” “Haki hafði hlustað á söguna með mik illi athygli. ‘‘Gleðjist með mér, vinir mínir, því vissulega er þetta Valter, minn kæri félagi, á leiðinni heim frá landi Húnanna,” hrópaði hann svo undir tók í höllinni. Þá sagði Gunn- ar konungur ósvífnislega: “Gleðjist heldur með mér, að ég skyldi lifa það, að sjá auðæfin sem faðir minn var neyddur til að láta af höndum við Húnana, vera flutt til baka til mín, af hinum góðu guðum.” Þannig mælti hann og hratt um borðinu og bauð að hestar væru söðlaðir. Síðan valdi hann sér tólf af sín- um beztu mönnum, og Haki var einn af þeim. Það var árangurslaust, þó Haki, hryggur í lund til fornvinar síns, reyndi að telja konungi hughvarf. Gunnar hrópaði bara: “Áfram, á- fram, undir eins! Hertýgist, klæðið brjóst og limi stálhlífum því ég ætla að elta ræningjann og franska goðið hans. Síðan reið hinn vel herklæddi hópur út af hliðum Worms borgar. Valter, þú girnilega bráð, óvinirnir eru á hælum þér. Meðan þessu fór fram, reið Valter áfram gegnum dimman og skuggaríkan skóg. Það var Wasickenwald, uppáhaldsstaður veiðimann anna. Tvær hæðir risu þar upp hvor hjá annari, og milli þeirra var gil. Fram yfir það slúttu björg og klettasnasir, og allt var það þakið grasi og trjám, og yfirleitt ágætt ræn- ingjafylsni. Þenna stað hafði Valter ekki fyr augum litið, en hann sagði: “Hér skulum við hvílast. Þegar hefi ég verið of lengi í svefnbindindi. Þessar fjörutíu nætur á hest- baki með höndina á spjótskaftinu, hafa ekki veitt mér neinn hressandi blund. Hann lagði síðan afsíðis vopn sín og verjur, og hall- aði því næst sínu þreytta höfði í skaut mær- innar. “Kæri flóttafélagi; elsku Hildigunn- ur, haltu nú góðan vörð,” sagði hann, ‘og sjáir þú rísa þykk rykský upp frá dalnum, þá vektu mig. En vektu mig ekki of fljótt, þó heill hópur af riddurum komi ríðandi. Mundu það ástvina mín. Eg treysti augum þínum. Þau eru skörp og skýr, og sjá langt.” Og síðan sofnaði hann. Gunnar konungur sá hófaför í sandinum, og hvatti við það hest sinn. ‘‘Áfram menn mínir,” kallaði hann. “Á þessum degi skulum við handsama hann og hinn stolna fjársjóð hans. Hann skal ekki bera undan!” Árangurslaust svaraði Haki og sagði: ‘‘Eigi mun þð verða auðvelt konungur. Margir góðir riddarar hafa látið líf sitt fyrir sverði Valters. Og oft hefi ég séð hann í orustu- ham, en aldrei hans jafningja með sverð og lensu.” En hinn hrokafulli Gunnar hlustaði ekki á þessi sannmæli og viðvörunarorð, og í há- degishitanum nálguðust þeir hið klettótta gil. Frá sæti sínu hátt uppi horfði Hildigunnur niður í dalinn, og sá rykský nálgast, og heyrði auk þess hófadyn. Hún strauk þá hendinni hægt yfir hár hinnar sofandi hetju, og sagði blíðlega: ‘‘Vaknaðu Valter, vaknaðu; hópur manna færist nær!” Valter néri svefninn af augum sér, her- klæddist og greip vopn sín, og sveiflaði spjót- inu með miklum krafti yfir höfði sér. En Hildigunnur fleygði sér niður á jörðina í mestu angist, þegar hún sá glampa á hinar fjarlægu lensur, og hrópaði: “Húnarnir eru þegar bún- ir að ná okkur. Eg bið þið verndari minn og unnusti, að gera enda á h'fi mínu með sverði þínu, ef ég get ekki orðið þín, svo ég verði ekki neydd til að þýðast annan mann.” Hin unga hetja reyndi að hugga hana, og sagði. “Vertu róleg og óhrædd. Aldrei ska! saklaust blóð farða sverðsblað mitt. Sá sem hefir verið mér hjálp og hlíf í hættum og svaðil- förum, mun styrkja mig svo þennan dag, að ég fái yfirbugað óvini mína. Það eru ekki Húnar, heldur fávísir og framhleypnir æsku- menn. Það eru Frakkar, íbúar þessa lands.” Með gleðihlátri benti hann á einn hjálminn, og kallaði upp:“Sjóðu þarna, það er Haki, útlegð arfélagi minn.” Síðan gekk hann að gilmynn inu og mælti þessum hughraustu orðum: ‘Enginn Frakkanna skal ganga til konu sinnar og hælast um það, að hann hafi snert gull mitt, meðan Valter tórir, og——” Hann endaði ekki hina stoltlegu ræðu, en kraup niður og bað að guð vildi fyrirgefa hon- um þessa ætlun hans og ofdirfsku. Að því búnu stóð hann á fætur og leit á raðir óvinanna og sagði: “Meðal allra þessara orustugarpa óttast ég bara Haka einan, því hann er bragð- vís og meistari í einvígi. Að honum undan teknum, ó Hildigunnur, getur ekki nokkur þeirra unnið oss mein.” Meðan Valter hélt þannig ógnandi vörð við gilskarðið, tók Haki aftur þnnig til máls við konunginn: “Lávarður minn, ég bið þig enn, og áminni um það, að þú gætir þess vel hvað þú hygst að gera. Sendu til hans sendi- boða, til að komast að friðsamiegum skilmál- um. Ef til vill er hann reiðubúinn að láta af höndum gullið. Svar hans sýnir, að minnsta kosti, hverskonar maður hann er. Vilji svo verkast, að slíkt beri engan góðan árangur, er nægur tími þar á eftir að draga sverðin úr sliðr um.” Fyrir þessi orð sendi kon- ungur Camelo frá Metz sem sendiboða til Valters, og Camelo hleypti hesti sínum til hans, og sagði í þóttafullum tón: “Hver ert þú ókunni riddari? Hvaðan kemur þú og hvert ætlarðu?” Valter svaraði: ‘‘Segðu mér fyrst eins og er, kemur þú af sjálfs- dáðum, eða ertu sendur af öðrum?" Þá sagði Camelo jneð drambi miklu: “Eg kem sem sendimaður Gunnars konungs, drottnara þessa lands.” Er Valter heyrði það mælti hann: ‘‘Fyrir hvaða sök er njósnað þannig um friðsaman ferðamann, og hann spurður svona? Eg er Valter frá Acquitaníu, kon- ungborinn, en faðir minn varð að láta mig sem gísl til Húnanna, og hjá þeim hefi ég dvalið lengi, en nú er ég á heimleið, því að mig fýsir mjög að sjá einu sinni enn mína kæru foreldra og fóstur jörð.” Þessu svaraði boðber inn þurlega og sagði: ‘‘Bú þig þegar í stað til að láta af höndum gullkörfur þínar, stríðsfák þinn og einnig hina ungu mey. Og ef þú gerir þetta mun herra minn gefa þér þitt líf og þitt frelsi.” En Valter svaraði djarflega: ‘‘Aldrei hefi ég hlýtt á aðra eins erkiheimsku. Hvern- ig getur konungur þinn boðið mér það, sem ég hefi ennþá ekki mist? Skoðar hann sig í raun og veru guð almáttugann. Ennþá eru hendur mínar ekki bundnar á bak aftur; ekki ligg ég enn særður innan veggja dýfissunn- ar. En ég er sanngjarn og veit hvað konungin um ber frá útlendum ferðamanni í ríki hans. Og ef hann vill láta mig í friði gef ég honum af fúsum vilja hundrað armbönd úr rauðu gulli.” Með þessi boð reið sendimaður til baka og Haki svaraði konung: “Ó, tak það er hann býður, og lát málið þar með útkljáð, til þess að sneiða hjá vandræð um og voða afleiðingum. Síðustu nótt dreymdi mig þér viðvíkjandi, lávarður minn, sem valdið hefir mér hugarþyngsla. Mér þótti við ríða saman á veiðar út í skóg, og stór björn kom aðvífandi og réðist á þig, ó konungur. Og þið háðuð hinn harðasta bardaga, unz mér þótti björninn rífa sundur annan fót þinn. Og þegar ég, með feldu spjóti, hljóp fram þér til hjálpar, reif hann úr mér annað augað." En konungur svaraði gremjufullur: ‘‘Þú munt líkur ‘föður þínum; hann barðist betur með tungunni en með sverðinu.” En við þetta reiddist Haki og mælti: “Gott og vel. Þarna stendur maðurinn fyrir augum þínum. Legðu til einvígis. Hvað mig snertir dreg ég mig burtu, ég hefi hvorki löngun til að berjast né eiga hlut í herfanginu.” Og hann snéri hesti sínum við og hélt til hinnar næstu hæðar. Þar steig hann af baki og settist niður í grasið og horfði með hugró á það sem gerðist. Gunnar konungur snéri sér að Camelo. “Farðu til baka,” sagði hann, “og kunngjörðu þessum náunga að ég krefjist allra auðæf- anna; og ef hann neitar, þá ert þú vissulega maður til þess, að láta hann kenna á glópsku sinni, með þínu góða sverði.” Herra Camelo reið á stað og hvatti hest- (inn sporum. Hinn guli fjaðraskúfur í bláa hjálminum hans sveiflaðist til og frá. Og meðan hann var enn í nokkurri fjarlægð hróp- aði hann: “Heill sé þér vinur! Komdu fram Allan fjársjóð þinn verður þú að gefa Frakka- konungi á vald.” Valter tók þegjandi við þessari áskorun. En er Camelo nálgaðist kallaði hann aftur: “Láttu af höndum dýr- gripi þína.” 1 þetta sinn missti Valter alla þolinmæði og svaraði: “Hættu þessum hróp- um og hljóðum. Dettur þér í hug að ég hafi stolið þessum fjármunum frá Gunnari, eða að ég hafi fengið þá að láni hjá honum gegn rentum? Hefi ég spilt landi hans, kveikt í hús um eða valdið einhverju slíku tjóni, að þið þurfið að krefjast skaðabóta með þessari ó- svífni. Sannarlega hlýtur að vera hér und- arleg þjóð, þar eð þér bannið mér ferð mína, og líðið engum að fara gegnum land ykkar. Eg skal endurtaka það að ég gef fúslega tvö hundruð gullarmbönd fyrir leyfi til þess að fá að fara yfir landamæri ykkar. Hlustaðu á þetta boð mitt, og flyt það konungi þínum.” ‘‘Meira en það skalt þú verða að bjóða,” öskraði hinn ofsareiði Camelo. “Eg eyði ekki Iengur orðum við þig, svo ver þig nú og þínar eignir.” Hann hóf upp hinn þríhyrnta skjöld sinn, hristi spjót sitt, miðaði því og skaut. Valter vatt sér til hliðar, svo að það misti hann, og smaug niður í grassvörðinn. “Fari þá sem auðið er," sagði Valter, ‘‘þar eð þetta er vilji þinn.” Og hin unga hetja kast- aði spjóti sínu; það^flaug gegnum skjöld Camelos, og stóð fast í hægri handlegg hans, og læri og hrygg hestsins. Hesturinn prjón- aði við áverkann, og hefði ekki sjjjótið neglt Camelo fastann myndi hann hafa veltzt úr • öðlinum. Hann lét skjöldin detta niður og reyndi með vinstri hendinni að kippa spjótinu burtu; fen í sömu svipan lagði Valter til hans með sverðinu, svo bæði hann og hesturinn féllu dauðir til jarðar. Skaramundur, bróðursonur Camelo, sá hinn blóðuga dauða frænda síns. ‘‘Hér skal ég nú að vinna!” hrópaði hann. Hefna mun ég frænda míns grimmilega, eða hníga dauður ella.” Hann ruddist fram hinn þrönga skógar- stíg og gnísti tönnunum heiftarlega. ‘‘Ekki girnist ég gull eða gersemar,” mælti hann, ‘‘en ég kem til að hefna frænda míns." Hann henti tvö spjót á lofti, og fjaðurskúfurinn í hjálmi-'hans blakti í golunni, þar sem hann stóð andspænis Valter. Og jafn rólega og nokkru sinni fyr mælti hann: ‘Ef ég hefði byrjað orustuna þá myndi ég hníga fyrir spjóti þínu þegar í stað.” Og Skaramundur skaut báðum spjótum hart og títt hvoru á eftir öðru; kom annað í skjöld Valters en hitt í jörðina. Með brugðnu sverði réðist hann síðan að Valt- er, og hjó hann slíkt í höfuðið að gneistar flugu af hjálminum, en ekki beit á. Og með leiftarhraða rak Valter spjótið gegn háls hon- um og feldi hann til jarðar. Ángurslaust bað hann um gríð, en sverð fjandmanns hans sneið af honum höfuðið, og fylgdi hann þannig föðurbróðir sínum til hins hinsta staðar. “Áfram,” hrópaði Gunnar, ‘‘gefið honum engan hvíldartíma, bæði líf og fé skulum við taka frá hinum þreytta manni.” Síðan reið Vernharður fram. Spjót sinti hann ekki um að nota, en beitti fyrir sig í þess stað boga og örfum, og sendi þegar í fjarlægð mörg skot að Valter. En hetjan var svo vel varin af hinum stóra skildi sínum, að ekki sakaði, og áður en bogamaðurinn kom á námunda var örfamælirinn tæmdur. Þess vegna greip hann hitt skínandi sverð sitt og þaut áfram um leið og hann öskraði tryllingslega: “Ef svo er að örfar mínar hafa verið of sljófar fyrir þig, þá skulum við sjá hverju sverð mitt orkar.” ‘‘Lengi hefi ég beðið þín,” svaraði Valter, og varpaði spjóti sínu. Það nam hestinn, sem við það prjónaði upp í loftið, henti riddar- anum af sér, og féll síðan á hann ofan. Greip þá Valter sverð hins fallna manns, og þreif í hina Ijósu hárlokka hans. ‘‘Um seinan koma kveinstafir þínir. Nú heyri ég engar afsak- anir,” sagði hann, og hinn hauslausi skrokk- ur Vernhards lagðist hjá félögum sínum í duftið. Þrír dauðir skrokkar láu þar, en Gunnar hafði ekki enn þreytzt á bardaganum. Þess vegna kom hinn fjórði stríðsmaður fram, Ekk- fred, sá sem felt hafði hertogan af Saxon, og síðan lifað sem útlagi við hina frönsku hirð. Hann lét mjög dólgslega á hinum apalrauða hesti sínum, og ávarpaði mótstöðumann sinn mjög óvirðulega: ‘‘Heyrðu: ertu mennskur, eða vítispúki? Ert þú gæddur töfralífi? Vinnur þú einvígin með brögðum og svikum?” Valter rak upp hæðnishlátur og svaraði: ‘‘Eg þekki þitt erlenda snjáldur. Þú ert réttur fyrir brögð og strákapör. Komdu! Innan stundar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.