Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. NÓV., 192» Hdtnakringla (Sto/nuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PHESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsíns er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” ls published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 6. NÓV., 1929 Sendingin komin aftur Þegar það varð hljóðbært hér, að dr. Brandson og H. A. Bergman, K.C-, hefðu bitið höfuðið af skömm rógburðar- starfseminnar gagnvart Heimferöarnefnd- inni,með því að senda skrökpésa hins síðar nefnda, sérprentunina úr Lögbergi, heim til íslands, komst Heimskringla meðal annars svo að orði um þann afreksþátt þeirra fóstbræðra: Það vita allir og skilja hér vestra, aS svo illa, sem “sjálfboðarnir” höfðu hagað bardaga- aðferð sinni, þá var bréf Mr. Bracken, er fylgdi á hæla bréfsins frá Mr. Gardiner, fullkomið rot- högg á málstað “sjálfboðanna.” Hann er nú svo gjörtapaður hér, að vonlaust er að berjast fyrir honum lengur. Og því er nú igripið til örþrifaráðsins. Þess vegna er nú gripið til þess í vanmegnugri bræði, að gera síðustu og hörð- ustu atrennuna með því að rægja forsætisráð- herra þessa fylkis, heiðursgest Islands, heima á íslandi, ásamt Heimfararnefndinni. Til þess er þessi Lögbergsgrein rituð, og til þess er verið að senda sérprentunina úr Lögbengi, pésa Hjálmars A. Bergmans, K. C., heim til Islands, þenna pésa, þar sem hver rangfærslan stjakar annari, spjald- anna á milli, að ógleymdum viðbætisóþverranum, nieð öllum mannorðsskemmingunum. ----Til þess að svala þessari hefnigirni skal ekki í það horft, þótt pési lögmannsins eða jafnvel Lögberg sjálft, kynni að verða til þess, að kveikja þann eld milli Austur- og Vestur-íslendinga, sem vanséð er máske að slökktur yrði, fyr en um seinan, að allt, sem íslenzkt er hér vestra, væri visnað fyrir örlög fram, í brunaþurk bræðrarígs og tortryggni; ..En hvað gerði það svo sem til, þótt þetta færi allt í kaldakol, ef pésinn lög- mannsins gæti aðeins náð tilgangi sínum heima, svo að hefndarþorsta hans og þeirra stallbræðra yrði svalað hér vestra?. Eftir því sem lengra hefir liðið, og “sjálfboðarnir” hafa tapað hér vestra, hafa þeir kappsamlegar beint starfsemi sinni að því, að rægja nefndina heima á Islandi. Vér vitum að vér eigum þar einn hug með öðr um nefndarmönnum, að vér bíðum rólegir úr- slitanna. Vér munum ókvíðnir hlíta vitnis- burði þeirra Islendinga, er bezt þekkja oss og starfsemi vora, í ræðu sem riti, að því er við kemur Islandi, hvað sem hver labbakútur kann framar að reyna og rægja oss nú og að eilífu. Heimskringla átti hér kollgátuna, eins og hver sæmilega viti borinn og ó- brjálaður maður, sem að nokkru leyti er kunnugur aðstæðum, hefði átt að geta sagt sér sjálfum, þrátt fyrir allar blekun- artilraunir vissra kaffihúsa-kolkrabba, er mest hafa svalað sér á allskonar óhróðurs- og lygasögum um Heimferðarnefndina, starfsemi hennar, og allar þær hremming ar er hún ætti í vændum. Já, Heimskringla átti kollgátuna. Vér gengum ekkert gruflandi að því hvernig menn heima myndu líta á þetta geðslega drengskaparbragð þeirra dr. Brandson og H. A. Hergman, K.C., að gefa út þenna pésa til bræðrarógs heima á íslandi. Alveg nýlega bárust oss í hendur um- mæli tveggja stórblaða í Reykjavík, í til efni af því að þeim hafði þessi rógpési sendur verið. Annað iilaðið er “Tím- inn,’’ aðal málgagn íslenzku stjórnarinn- ar, en hitt, dagblaðið “Vísir,’’ eitt helzta blað hins nýmyndaða Sjálfstæðisflokks, stjórnarandstæðinga. Báðar greinarnar eru ritstjórnargreinar, og við ritstjórn beggja blaðanna eru ágætir menn, er ver- ið hafa hér vestra, að því er vér bezt vit- um. En ummælin eru á þessa leið: "Tíminn’ 12. okt., 1929: “Saga hcimfcrðarmálsins” nefnist rit, seni Hjálniar A. Bergnian, lög- fræöingur í Winnipeg hefir samiö og gefið út. Hefir T'manum borist rit þetta, enda niun það vera sent í stórskömtum út um allt land. Fyrir- sögn ritsins segir til um efni þess hörmulega ósamlyndis og stórrifrildis, sem geysað hefir meðal landa okkar Vestanhafs á annað ár út at heimferðarmálinu. Hjálmar Bergman hefir ver- ið einn höfuðdeiluaðili og er því ekki að vænta þess, að hann, í riti þessu, greini óhlutdrægt frá málsefnum öllum, meðan hiti bardagans er sem mestur. — Tímanum hefir jafnan virzt að þessar deilur hefðu minna tilefni en svo, hð landar vestra mættu við því að setja varanlegan blett á glæsilega landnámssögii sína með slíkum stór- deilum út af svo sárviðkvæmu máli, sem heim- sókn til ættlandsins 1930. Fjárbeiðni virtist í öndverðu styðjast við litlar ástæður, því íslend- ingar vestra eru margir nokkuð fjáðir, örir á fé og rausnarsamlegir í tiltektum er i*ik tilefni gef- ast. Hinsvegar munu fáir Islendingar hér heima verða auðtrúa á það, að mikill sé munur þjóðrækni landa okkar vestra, ef verulega reyndi á og munum við bera mikið og gott traust til þeirra í því efni yfirleitt. Munu Islendingar heima verða tregir til að taka afstöðu í þessu ó- frægilega deilumáli vestra. Hinsvegar _ mun fíestum vera sú ein kend í brjósti, að vilja geta af alhug og sem hjartanlegast fagnað heimsókn lancía okkar og harma það, að Islendingar vestra hafa látið svo merka hátíð í lífi sínu kafna að hálfu leyti fyrirfram i slikum illindum sín á milli. — Vill blaðið T'tminn frábiðja sér allan áróður landa vestra um að leggja dóm á þetta eittka- mál þcirra og vottar, fyrir sitt leyti, Hjálmari Bcrgman fulla óþökk fyrir sendinguna* “Vísir,” 10.. okt.; ■ HeimferðarmáL Vestur-lslendinga Vísir hefir, eins og önnur blöð hér á landi, leitt hjá-sér deilur Vestur-Islendinga út af “Heim- ferðarmálinu,” heimsókn þeirra hingað til lands á næsta ári. Ekki er það fyrir þá sök, að oss hafi staðið á sania um þær deilur. Þær hafa verið oss hrygðarefni. Tilhlökkunin til að sjá landa vora vestan að hér með oss er svo eindreg- in, að það veldnr miklum óþægindum, að fyrir- huguð ferð þeirra hingað skuli hafa orðið tilefni til ófræginga gegn ýmsum góðum mönnum. Hér heima hefir mönnum veitt örðugt að skilja þessa deilu að fullu. Hún byrjaði, að því er oss minnir á áhyggju-yfirlýsingu um það, að hér á landi myndi það vekja tortrygni, að fengist hefði styrkur til undirbúnings heim- ferðarinnar frá stjórnarvöldum í Kanada. Hér myndi verða litið svo á sem þessi styrkur væri veittur til undirróðurs undir vesturflutninga. Bráðlega kom það í Ijós, að hér á landi datt cngum manm slíkt í hug* Samt var þessi grýla enn ekki niður kveðin Síðar var farið að leitast við að sanna það,/ að þessar fjárveitingar hefðu einmitt verið veitta1- i því skyni að örfa menn til flutninga héðan af landi. Því til staðfestingar voru gefin út bréf, sem farið höfðu milli íórmanns Heimfararnefnd- arinnar og forsætisráðherrans í Manitoba — bréf, sem í vorum augum sönnuðfí ekkert í þá átt, sem þeim var œtlað* Öllum mönnum sem vestanblöðin sjá, er kunnugt um það, að þetta mál vakti deilur, sem æskilegt hefði verið, að fyrir einskis manns augu hefðu komið. Eins og þegar hefir verið tekið fram, hefir tnönnum hér á landi virst örðugt að átta sig á þessunt deilum. Mennirnir, sem bornir eru þeim sökum, að þeir ætli að koma aftan að oss, undir yfirskini vináttu og frændsemi, með útflutninga undirróður, eru allir mikið þekktir menn. En sérstaklega eru þeir að því þekktir hér á landi að leggja kapp á að efla sæmd og hag Islands. Svo mikla ástundun hafa þeir sýnt í því efni, að það verður seint fullþakkað af vorri hálfu. I augunt manna þér á landi fór því nokkuð fjarri, að þessir nienn væru liklegir til svikráða við Is- land. Meðal annars fyrir þessa sök hefir þessi deila verið oss óskiljanleg. Hún hefir í vorum augum verið svo algerlega vestur-islenzk, að oss hefir virst sjálfsagt að varast að taka nokkurn þátt í henni. Að hinu leytinu fanst oss það skylda að láta blað vort flytja bréf það frá forsætisráðherran- um í Saskatchetvanfylki, sem prentað var hér í blaðinu á sunnudaginn. Það má ekki minna vera en að gestir, sem vér bjóðum á hátiðina að ári, eigi kost á að leiðrétta hér á landi óverðskttldað ámæli, sent á þá hefir verið borið út af hátiðahaldi voru. Og ekki er það heldur nema sanngjarnt, að birtar séu hér á landi sannanir fyrir algerðu sakleysi heimfararnefndarinnar, úr því að þær eru komnar fram. Vér bendum á eftirfarandi línur úr bréfi forsætisráðherrans. Þær taka vitan- lega af öll tvímæli: ‘Tjpgar fjárveitingin til nefndarinnar til skipulagskostnaðar var til umræðu ' í þinginu, fékk hún einróma stuðning þingsins. Meðmæla- ræður ýmissa helztu þirtgmanna allra flokka báru það ótvÁæ't með sér, að tilgangurinn var einasta sá, að heiðra og sýna samúðarvott þessum ein- stæða, sögulega viðburði, með því að stuðla að *Auðkennt hér þvi, að þessi leiðangur íslendinga frá þessu fylki mætti sem bezt takast.” Með þesari yfirlýsing forsætisráðherrans virðist oss sem öllum ófrægingum út af fjárveit- ingum í Kanada til heimfararnefndarinnar hefði átt að geta verið lokið. I stað þess er nú send- ur hingað til lands sérstakur ritlingur, sem ekki virðist hafa annað augnamið en að kasta þung- um steini á þá menn, sem unnið hafa að heim- ferðinni nieðal Vestur-Islendinga fyrir hönd Þj óðræknisfélagsins. Sagt er, að þessum ritlingi eigi að útbýta ókeypis hér á landi. Vér teljum það illa farið, að þessum deilum skuli vera haldið áfram og þorum að fidlyrða, að ásakanirnar vekja hér ekkcrt bergmál, og að áhrifin af þeim eru öfug við það, scm tíl er cctlast*—Vísir. * * * Óbilgjarnir galdramenn sendu fyr á tímum uppvakninga, er þeir höfðu sært til sem grimmast og magnað sem ótuktar- legast, út um sveitir til þess að vinna sem mest tjón. En ætíð fór svo, að þegar kunnátta þeirra, er sendingin var ætluð, var meiri en þess eða þeirra er sendu, þá var skolla vísað heim aftur í föðurgarð og þá gekk hann stundum af upphafsmanni sínum dauðum. Og öllum þótti það makleg málagjöld. Svo hefir hér farið. Sendingaró- þverrinn, er þeir dr. Brandson og H. A. Bergman, K. C., hjálpuðust að koma heim til íslands er nú kominn á háls þeim aft- ur. Og hún hefir farið að, því leyti líkt að og gömlu sendingarnar, að hún hefir kyrkt síðustu líftóruna, — svo vesæl sem hún var, hafi þá annars nokkuð verið eftir,—úr þeim orðstír, er þeir félagar hafa getið sér í þessu máli, frá því er dr. Brand- son illu heilli fór á stað í Lögbergi fyrir rúmu hálfu öðru ári síðan. Fáránlegur bœklingur um Island (Framh. frá 1. síðu). Þegar til Reykjavíkur kemur, er frá því skýrt að farþegjar verði hýstir í tveimur opinberum nútíðarbyggingum, er í séu rafljós, heit og köld vatnsleiðsla og útsýni veiti ágætt yfir höfnina. Ekki er þess getið hverskonar nútiðarbyggingar þetta eru, sem svo eru óvanalega innréttaðar í Reykjavík að i þeim skuli vera bæði rafljós og vatnsleiðsla! Þess er heldur ekki getið hvað öll þessi dýrð á að kosta farþegjana, er þau hlunnindi éiga að öðlast að fá að búa í þessum óvanalegu nútíðarhúsum við bunandi vatns- krana og rafljósadýrð um hinar albjörtu mið- sumarsnætur. Þess er aðeins getið að “hálfs- mánaðar veru í Reykjavík og á Þingvöllum hafi verið ráðstafað á hóflegu verði,” (moderate rates). Þá er sagt frá því að höfuð skemtanirna’- (main program) fari fram í 30 mílna fjarlægð við Reykjavík, á hinum sögulega ÞingvaUaveUi (historic plain of Thingvellir), og megi svo ráð- stafa ferðum þangað að farið sé í loftinu eða á bílum. Hátíðina, segir ritið, setur konungur Danmerkur og Islands, “acting as the King of Iceland,” (sem þýðir nokkurnvegin nákvæmlega “sem settur konungur Islands”). Þetta mun nú vera hið helzta sem sagt er um hátiðina og ferðina, því megin efni ritsins ei varið til þess að fræða menn urn landið og þjóð- ina. Byrjar fræðikaflinn á því að segja frá stofnun Alþingis hins forna og er atburði þeim lýst á þessa leið: “Það var fyrir þúsund árum síðan, á einum sumardegi á árinu 930 A. D., að víkingahöfð- ingjar hvaðanæfa utn allt Island, ríðandi á hinun traustu íslenzku klárlingum sinum, komu þrum- andi gegnum gjá Almannagjáar. A hinum fagra græna velli Þingvalla, umkringdum af purpura litum eldfjöllum, reistu þeir búðir sínar. Hér stofnsettu þeir Alþingi, alþingi hins nýja lýð- veldis Islands, hið fyrsta sinnar tegundar norðan Mundinfjalla.” A frummálinu hljóðar þessi klausa svo: "It was a thousand years ago on a summer’s day in 930 A. D. that Viking chieftains from all over Iceland came thundering through the igorge of Almannagja, riding their sturdy Ice- landic ponies, on the beautiful green plain of Thingvellir they set up their booths. Here they established the Althing, Parliament of the New Republic of Iceland and the first of its kind noríh of the Alps.” Ekki tók það nú lengi, eða langan umhugsun arfrest að koma þessu í framkvæmd. Þessir gömlu karlar hafa ekki verið að tvínóna við það sem þeir ætluðu að gera. Aðalverkið var auð- I vitað að reisa búðirnar og þá var öllu lokið. Lýsingin er fjörug og glögg fyrir þá sem ekkert þekkja til sögunnar, og ekki of ítarleg. Gern dr. Grímur Thomsen sízt betur, er hann lýsir 'heilii sjóorustu í einni vísu. Það má nærri geta, að það vérður ekkert barna meðfæri að sýna þetta næsta sumar, og framleiða þrunnirnar. *Auðkennt hér. Benedikt Gröndal eldri þyrfti að vera risinn upp úr gröf sinni og kominn til að yrkja um það, eins og árunum um Frostatól Árna Böðvarssonar, er fældi allar landvættir. Þá er Reykjavík, höfuðstaður lands ins, kynt fyrir lesendunum. Að vísu er lýsingin ekki aðsópsmikil, en gagn tæk, ekki síður en saga Alþingis. Skýrt er frá því að nafnið þýði “Smoke Bay.” I fornri landafræði stóð það einhversstaðar, fyrir þrjátíu árum síðan, svo ekki sé lengra vitnað aftur, né til annara heimilda en enskra, að nafnið táknaði “Steam Town” og drægi bærinn nafn af laug- ununi sem þar eru fyrir innan. En auðvitað er verið að rita um bæinn nú á tímum og mun sú merking sjaldnar vera lögð í orðið “reykur” að það þýði “gufa.” Er því nafn- inu haldið við nútíðarmerkingu og “gufu” þar með snúið í reyk. Skot- ið er inn í þar sem getið er úm “reykinn” að í nánd við bæinn séu heitir hverir og sumar opinberar bygg ingar í bænum hitaðar með gufunni sem leggi _upp af þeim (“several of the public buildings are heated by the steam which rises from them.”). Þá er þess lika igetið að í sumum sveit- um baki konur’brauð þannig, að þær grafi það í jörð við hverina. Ekki er þeirri brauðbakningu lýst frekara, lesaranum gefið tækifæri til að hugsa sér hana sem honum lízt og draga þar af þær ályktanir sem hann vill uni menningu þjóðarinnar. Reykjav. er sögð að vera nútíðarbær (“an up-to-date city”) og því til sönn- unar monti hún af tveimur hreyfi- myndahúsum (“boasting of two mov- ing picture houses”), nokkurum tizku búðum (smart shops) söngpalli, er notaður sé við útihljómleika, í- þróttavelli (stadium) og útvarpsstöð. “Þjóðbókahlaðan og safnið,” segir rit- í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. ið, “geymir margar bókmenntalegar og sögulega gersemar, og annað safna er þar er reist var af borgurunum til sýningar á verkum hins fræga ísl. myndhöggvara Einars Jónssonar.” Ekki tilgreinir ritið þessar gersemar, en lýkur að segja frá Reykjavík með þessum orðum: “Tréskerinn við at- vinnurekstur sinn, er rnjög merkjanleg ur í Reykjavík. Ríkarður Jónsson er frðmsti túlkur þeirrar listar nú á tímurrl og spegla verk hans %ögu og umhverfi Islands.” Þá er lýsing Þingvalla ekki sízt. Nafninu Almannagjá er snúið á ensku og þýðir nú “Cleft of all Men,” sem ef útlagt er aftur á íslenzku þýðir: “Rifa allra Manna.” Hefir höfund- ur ekki skilið orðið “almanna,” er á ensku þýðir “Public” og hefir svo BORQARAR Þetta Eru “Betri Borgarstjórnar,, Bæjarráðsmannaefnin Önnur Kjördeild Luce, F. M. Maybank, Ralph Roberts, A. J. Þriðja Kjördeild Fyrsta Kjördeild Barry, J. A. ^ndrews, H. Bert Calof, Rockmil Borrowman LP. bimonite, C. E. Ákveðið nú hvern þér eigið að kjósa í kjördeild yðar í þeirri röð er þér óskið Nefndarstofur — önnur Kjördeild 624 ELLICE AVE., 504 LOGAN AVE. Nefndarstofur Þriðja Kjördeild 839| MAIN ST. 1422 MAIN ST. Selkirk and McGregor Nefndarstofur Fyrsta Kjördeild 892 PORTAGE AVE. 5291 OSBORNE Á bak við þessa frambjóðendur stendur WINMPEG CIVIC PROGRESS ASSOCIATION sem hefir fyrir mark og mið: 1. Að telja færa, réttsýna og ötula menn á það að bjóða bæjarstjórninni þjónustu sína. 2. Að styðja með ráðum og dáð slíka frambjóðendur. 3. Að vekja borgarana til meiri afskifta af bæjarmálum allan ársins hringinn. 4. Að ná mönnum á kjörstað — “Að telja hvern mann á að greiða atkvæði.” ÞAÐ MÁ TAKAST Allir borgarar sem æskja eftir betri borgarstjórn — sem vilja framgang Winnipegborgar — sem vilja meiri velgengni meðborgara sinna, hafa ábyrgðarskyldu til þess að greiða ekki einungis atkvæði sjálfir heldur telja nábúa sína á það líka. THE WINNIPEG CIVIC PROGRESS ASSOCIATION “Sé það Winnipeg í hag, þá erum við með því.’’ Sameinist og Fylgist Með Þessari Borgaralegu Hreyfingu Nefndarmiðstöð: 280 FORT ST. TEL. 80 327 KLIPPIÐ ÞETTA ÚR OG GEYMIÐ YÐUR TIL MINNIS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.