Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 1
Agætustu nýtízku litunar og fatahrein*- unarstofa í Kanada. Verk unniB 4 1 degi. Wlnotpeg —x— Man. Dept. M. XLIV. ARGANGUR -t' '• ' WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 6. NÓV., 1929 NÚMER 6 HELZTU FRÉTTIR KANADA ^—■ ----------------------Ý Sú gleöitregn barst hingað til Win- nipeg á mánudagsmorgun, að Mc- Alpine ofursti og þeir félagar átta sanian, er týndir hafa verið í tvo mánuði, séu nú fundnir heilir á húfi allir saman. Höfðu þeir villst um 150 niílur af flugieið sinni frá Bever- ley Lake, þar er síðast spurðist til l>eirra, til Bathurst Inlet, og orðið að lenda við Norður-Ishafsströnd- ina suður af Victoria Island. Rákust þrír Eskimóar á þá þar, og fóru með þa norður til Victoria Island. er haf- þök voru komin, norður til útibús, er Hudson’s Bay félagið hefir þar við Cambridge flóann. “National Research Coúncil” er nú önnum kafið við að finna einhver ráð til þess að setja undir gaslekann mikla í Turner Valley, þar sem 250 miljön teningsfet af “methane”-gasi brennur a hverjum sólarhring, og hefir lengi gert, án þess að nokkru tauti væri hægt við að koma. En þetta me- thane-gas er það, sem eftir verður, þegar búið er að vinna gasolíuna úr Turner Valley gaslindunum. Vill “N. R, C.” reyna að hagnýta á ein- Evern hátt þau feikna auðæfi, er þarna fara stöðvunariaust til ónýtis, því hitamagn þessara 250 miljón ten- ingsfeta af' gasi, er brenna þarna á hverjum sólarhring samsvarar hita- magni 10,000 tonna af harðkolum. Segir dr. J. W. Shipleý, aðstoðar- prófessor i efnafræði við Manitoba- háskóla, sem er meðlimur “N. R. C.,” að þetta sé svo langsamlegasta hin mesta sóun náttúrufríðinda, er eigi sér stað i Kanada, og fari þarna jafn mikig gas til ónýtis, og fari á hálfu hinum víðlendu olíulindasvæðum í allri Kaliforníu. — Vill ráðið annað Iivort reyna að nýta hitamagn gass- ins, eða þá nota það til þess að fram leiða áburð sýrstaklega “ammonia sulphate.” —Eldsúlan er myndast við gasbruna þenna í Turner dalnum, sézt úr 50 mílna fjarlægð að nætur- lagi,— Atvinnunefnd Winnipegborgar kom saman á fimmtudaginn, til þess að reyna að koma sem mest i veg fyrir atvinnuneyð í vetur. Aður hefir bærinn ekkert létt undir með ein- hleypum mönnum, atvinnulausum, á veturna. Nú var ákveðið að koma upp skrásetningarstofnun, þar sem at- vinnuleitendur geta fengið nöfn stn °g vinnuhæfileika skrásetta. Enn- fremur kosin nefnd: McLean borgar- stjóri, séra William McCloy, Simp- kin og Flye, öldungaráðsmenn, og F- B. Russell, ritstjóri O. B. U., til þess að leita eftir því hjá D. G. Mc- Kenzie, námaráðherra, hvern þátt fylkið myndi vilja taka í því, að veyna að koma í veg fyrir atvinnu- leysi í vetur. — Bent var á, að vinna myndi fást við að ryðja fyrir orku- leiðslu City Hydro frá Þrælafossaver inU og gæti bærinn að því leyti létt undir með atvinnuleysingjum. — Enn- fremur var samþykkt að fara þess a leit við alla yfirverkstjóra bæjar- ins, að láta ekki starfsmenn sína vinna yfirvinnu, heldur láta atvinnu- leysingja sitja fyrir henni, nær sem vinna þyrfti aukatíma. Ymsar fréttir verða að bíða næsta blaðs, sökum þrengsla. Þar á meðal fréttabréf frá Islandi, frá sendiherra Bandaríkjanna á Finnlandi, dr. Pear- son, er Heimskringlu hefir góðfús- lega verið léð til birtingar. 1-----—-----------------------* BANDARiKIN *----------------------------—* Heimskringla gat þess um daginn að Albert B. Fall, fyrverandi utan- ríkisráðherra, hefði verið stefnt fyrir dómstólana, sakaður um að hafa þeg- ið mútur ($100,000) frá E. L. Do- lieny, olíuhákarlinum nafnkunna, fyr- ir því nær átta árum síðan, í sambandi við Elk Hills olíuhneykslið mikla, þar sem fram fór einn aðalþáttur allrar þeirrar hneykslissögu. Nú hefir kviðdómur fundið Fall sekan. En um leið lagði kviðdóm- urinn til, að honum yrði sýnd öll möguleg linkind því hann er mað- ur gamall og farinn heilsu. Hefir hann hvílt í sjúkrastól við réttarhöld- in með lækni og hjúkrunarkonu sér við hlið, og auk þess hefir Doheny fornvinur hans oftast verið hjá hon- um til þess að veita honum siðferðis legan stuðning. Getur oltið á tölu- verðu fyrir Doheny um þessi úrslit, því ekki er ósennilegt, að hann fái nú einnig á sig sektardóm, þar eð hon um hefir líka verið stefnt fyrir að hafa boðið og borgað mútur. Fall var dæmdur í eins árs fangelsi og í $100,000 sékt, jafngildi mútunnar, er hann þá af Dohenv. Kosnir fulltrúar Banda- ríkjanna til Islands. Svohljóðandi símskeyti barst Heimskringlu í gærdag frá Guð- mundi dómara Grímssyni í Rugby, N. D.: Norbeck Burtness O P B Jacobson of Minnesota and Sveinbjorn Johnson appointed Stop Fifth probably from East Þýffing: Norbeck, Burtness, O. P. B. Jac- obson frá Minnesota og Sveinbjörn Johnson skipaðir. Fimmti sennilega að austan. ¥ ¥ ¥ Blaðið “Minneapolis Tribune,” j flutti þá fregn 1. nóvember, að Hoo-1 ver forseti hefði skipað Peter Nor- | beck, öldungaráðsmann frá Suður- i Dakota, formann fulltrúa-sendinefnd- i ar Bandaríkj-anna á þúsund ára af- | mælishátíð Alþingis að sumri og tii j þess að færa íslandi að gjöf styttu: af Leifi Eiríkssyni. — Að Burtness þingmaður og Sveinbjörn Johnson j prófessor myndu verða skipaðir í j nefndina, höfum vér lengi talið nokk | urnvegin víst. Mr. Jacobson frá Minneapolis könnumst vér ekki við. Ekki höfum vér heldur hugmynd um hver fimmti maðurinn verður, sá er sennilega verður valinn frá austur- ríkjunum, að því er símskeytið lierm- ir. Norbeck öldungaráðsmaður er vel kunnur merkismaður syðra. Er hann einn af hinum svonefndu óháðu öld- ungaráðsmönnum i Washington.D.C. Rétt er blaðið var að fara í prentun barst nýtt símskeyti, að fimmti maður- inn væri Mr. Friðrik Fljózdal, for- seti alþjóðasambands járnbrautar- þjóna, í Detroit. Brazilía. ______ Eitthvert mesta framtíðarland ver- aldarinnar er vafalaust Brazilía. Landið er gríðarstórt; mun stærra en Bandaríkin (að undanskildu AlaskaJ eða 3,298,870 fermílur, og íbúatala (árið 1926) 38,872,972. Þarlend nefnd, skipuð sérfróðum mönnum um landbúnað, iðnað og við- skifti, hefir nýlega sent frá sér fróð- lega sþýrslu um landshagi í Brazilíu og framtiðarhorfur þar. Telur nefnd- Séra Hafsteinn Péturs- son látinn. Hr. A. C. Johnson, varakon- súl, barst nýlega símskeyti, er tilkynnti að látist hefði í Kaup- mannahöfn 31. okt., séra Haf- steinn Pétursson. Jarðarförin m fór fram á mánudaginn. in að eftir sextíu ár. eða 1990 muni fólksfjöldi í Brazilíu nema 240,000,- 000 manna. Er þetta bygt á mann- fjjölgun þeirri er varð á síðasta mann- talstimabili (10 árum). Ef mann- fjöldi heldur áfram að aukast í sama hlutfalli, — og til þess eru miklar líkur þar eð Brazilía mun vera með allra frjósömustu löndum á jörðinm — þá' ætti að vera 42.000.000 manns þar árið 1930; 56,000.000 árið 1940; 76.000.000 árið 1950; 120.000,000 ár- íð 1960; og 240.000.000 árið 1990. Brazilía er nú að fólksfjölda tíunda ríkið í veröldinni, og annað í Amer- íkunum báðum. Frá 1900 til 1920 jókst mannfjöldinn um 70 prosent. I Brazilíu eru 220 dagblöð gefin út, og er hún að því levti hið sjötta í röðinni af öllum löndum i heimi. Að undantekinni Gullströndinni í Afríku framleiðir Brazilía meira kókó en nokkurt annað land.Og aðeins Indland, Argentína, Bandar. og Rúss- land hafa fleiri nautgripi. Sömuleið is er hún fjórða mesta svína- og hesta framleiðsluland i veröldinni. I rikinu Sao Paulo einu (Brazilía samanstendur af 20 ríkjum, er heit." einu nafni Bandaríki BraziliuJ eru árlega -framleidd 600,000 pund af silkipúpum, er gerir hana að einu mestu silkiframleiðslulandi heimsins, og það ríki flutti út vörur fyrir $180,- 983.120 árið 1927, samanborið við $32.897.640 árið 1915. Árin 1926 og 1927 flutti Brazilía út demanta fyrir $1,148,873. Sykur- framleiðsluland er hún fjórða mest í heimi. Nernur framleiðslan nú um 850,000 tonn af sykureyr á ári og fer sívaxandi. Brazilía framleiddi eitt sinn mest togieður (“rubbe.r”) allra landa í heimi. Er þar lieimkynni Hevea trésins (Hevea Brasiliensis) er gefur frá sér mjólkursafa þaitn, er því nær allt togleður er unnið úr. En trén hafa að þessu aðeins verið töppuð þar sem þau standa í frum- skáginum. Og síðan farið var að rækta Heveatréð á Malayaskaga, og Austur Indlandseyjum fyrir 50 árum siðan, en þar er loftslag mjög svipað því sem er í Brazilíu, hefir fram- leiðslan þar aukist svo stórkostlega, sérstaklega á Málaya, að togieðurs- framleiöslu Brazilíu hefir gætt mjög lítið á heimsmarkaðinum, síðas^a ald- arfjórðung. En nú er Brazilía að koma skipulagi á Hevearæktina, og má þá búast við að hún nái aftur öndvegissætinu áður en langt líður, því hvergi i veröldinni eru önnur eins flæmi. sem hentugust fyrir þá grein landbúnaðar. En frægust er Brazilía fyrir kaffi- rækt. Ríkin fjögur, Sao Paulo, Rio de Janeiro, Esperite Santo og Minas Geraes framleiða árlega fjóra finuntu hluta allrar kaffiuppskeru í heimin- um. Árið 1927 voru fluttir út 15,- 115,000 sekkir og seldir fyrir $304,- 555,397. Meira en helmingurinn af þessu kaffiflóði rann til Bandaríkj- anna. Dorcasfélag fyrsta lúterska safn- aðar hefir ákveðið að halda “nýjunga- bazaar” i sunnudagsskóla lútersku kirkjunnar á Victor stræti, föstudag- inn 6. desetnber næstkomandi. Verða þar á boðstólum nijög fallegar jó1a- gjafir, til dæmis klæddar brúður, til- valdar jólagjafir fyrir börn, og ým- islegt annað fvrir eldri og yngri, og allt á mjög sanngjörnu verði. Fáránlegur bæklingur um Island Bæklingur á enskri tungu, er ný út- kominn um Island og Alþingishátíð- ina að ári. Rit þetta heitir: “1930 Millennial Celebration of the Icelandic Parliament.” Neðst á vinstri hand- arhorni, á framsíðu stendur: “Mon- treal to Reykjavík via Cunard.” Mun þvi mega ætla að rit þetta sé gefið út af Cunard félaginu og svonefndum “Sjálfboðum,” því nöfn þeirra eru öftust á síðustu síðu og reka lestina. Rit þetta er boðsbréf, Cunardfél- agsins og “iSjálfboða,” til væntan- legra hátíðargesta, íslenzkra og hér- lendra, er i hyggju hafa að ferðast til íslands að sumri, og svo á það að fræða þá um Island, er ekkert þekkja þar til. Bæklingurinn byrjar á að segja frá því að “6, júní sigli hið nvja og fríða Cunard skip Andania frá Mon- treal í Canada beina leið til Reykja- víkur á íslandi.” Þetta sé aukasigl- ing er ráðstafað hafi verið til þess að flytja farþega á þúsund ára hátið hins íslenzka alþingis (“special voy- age arranged to carry passengers to the Míllennial Celebration of the Ice- landic Parliament”). Ekki er þess þarna getið, hverjir hafi ráðstafað þessu og mætti eins vel álíta að Há- tíðanefndin á Islandi hefði gert það — eftir orðalaginu að dænta. En sú skýring kernur seinna, þó ekki fvr en síðast, og er á þessa leið: “Cunard l'tnan liefir verið valin sem hin em- ’.'iettislega flutningalina fyrir islenzkn þúsund ára hátiðina af Sjálfboðancfnd Amerískra og Canadiskra Islendinga.” (“The Cunard Line has been selected as the Official Carrier for the Ice- landic Millennial Celebration by the Volunteer Committee of American(') and Canadian Icelanders”). Hvaðan hin undirritaða sjálfboðanefnd, Am- erískra! og Canadiskra Islendinga hefir þegið embœttislegt wnboff til þess að velja nokkurt línufélag sem cnibœttislegt fUltningafélag fyrir is- Icnaku þúsiind ára hátiffina er ekki sagt, enda svo framt sem mönnum er kunnugt, er um ekkert slíkt umboð að ræða. En eftir orðalaginu að dæma er helzt að álykta að nefndin sem fyrir hátíðahaldinu stendur á Islandi, eða þá stjórn íslands, hafi falið þessum “sjálfboðum” að annast þessa útvaln- ingu. En nú vita allir að svo er ekki. Hvaðan er þá þetta umboð “to select official carrier for the Ice- landic Miliennial Ceiebration.” Ekk; hafa þeir umboð frá nokkuru félagi, því engir hafa kosið þá til þessa verks, enda hefði þá sá félagsskapur átt að vera nefndur. Auglýsing þessi er því hvorki meira né minna en blekk- ing, í frammi höfð til þess að varpa einhverri embættislegri tign yfir ferða lagið, í augum þeirra er ekkert þekkja til. Þá er frá því skýrt að Andania, “which has been chosen as the Cunard Ambassador to the Millennial Cele- bration,” (“er kosin hefir verið sem Cunard Sendiherrann til þúsund ára hátíðarinnar”), sigli ekki alveg tóm, “Miss Thorstina Jackson, Cunard Line Representative and wett known author and lecturer on Iceland, will sail in her and the passenger list will include Vilhjálmur Stefánsson, re- nowned Arctic Explorer, Sir William and Lady Craigie, Professor Caw- ley of Harvard and many others, ’ (“Miss Thorstina Jackson, Cunard fulltrúi, vel þekktur rithöfundur og fyrirlesari um Island siglir með henni, og á farþegaskránni verða Vil- hjálmur Stefánsson frægur Norður- heimskautakönnuður, Sir William og Lady Craigie, Professor Cawley frá Harvard og margir fleiri”). (Framh. á 4. siðu). JONAS J. HÚNFORD Fæddur 1. nóvember 1847—Dáinn 21. júní 1929 Braut er gengin 511 til enda eilíf fengin hvíld og ró. Þannig allar öldur lenda inn í höfn af tímans sj'ó. Endurminning ástrík lifir atvikanna sæld og neyð, Meðan valdið öllu yfir okkur bendir hærri leið. “Jónas Húnford” látinn liggur. Landnemanum hljómar þökk. Merkið fallið, drengur dyggur, drúpir bygðin hjarta klökk. Þannig óðum felur foldin Frumherjanna lúin bein; Arfur niðjum giidur goldin gyllir frægan Bautastein. Gef mér íslenzkt afl í þrautum okkar dýran feðra sjóð. Það er sigursól á brautum segulstál við hjarn og glóð. Þetta vinur var, þitt merki veginn allan fram að gröf, dyggur laukstu’ lífs þíns verki liðinn yfir tímans höf. Börn þín kær af bljúgu hjarta beygja kné að þinni gröf, • Þakka ástúð unaðs bjarta æfidagsins hæstu gjöf. Minning þín í ljósi lifir letruð helgum geislastaf, húm og tíma hafin yfir, Honum lof, er oss þig gaf. —M. Markússon. Fyrir hönd barna og vina hins látna. Fjær og nær Séra Þorgeir Jónsson messar aff Gimli nœstkomandi sunnudag 10. þ. m. kl. 3 e. m, Næstkomandi sunnudag, 10. nóv. mcssar séra Friffrik A. Friðriksson aff Wynyard, kl. 11 f. h. — Spurn- ingar: Wynyard, laugardag, kl. 11 f. /).; Mosart, laugardag, kl. 2 e. h, (aff J. Arngrímssonar); “Mitti Vatna” sunnudag, kl. 2 e. h., og jólaœfingar kl. 3, (að A. GiUis’). Sérstaka “Thanksgiving” og “Ar- mistice Day” guðsþjónustu heldur “Unitarian Church of Winnipeg” á sunnudaginn 10. nóvember, kl. 11 f. h í Sambandskirkjunni á horni Ban- ning og Sargent stræta. Guðsþjón- ustan fer fram á ensku að vanda, og messar cand. theol. Philip 'M. Péturs- son. Mr. Bartley Brown, er áður söng í St. Stephens kirkju á Broad- way, syngur viíl messuna. Eru allir hjartanlega velkomnir. Séra Jóhann Bjarnason flytur messu í efri sal Goodtemplarahússins á Sargent á sunnudaginn kentur, 10. þ. m., kl. 3 síðdegis. Eru menn beðnir að taka með sér sálmabækur. Alrtr eru velkomnir. Sú sorgarfregn barst nýlega ætt- ingjum og vinum, að látist hefði á berklahælinu í Dunseith, N. D., Mrs. Elvira Reinholt-McGavin, systur- dóttir Guðmundar Grímson dómara. Hafði hún legið á sjúkrahælinu t allt sumar. Hún var búsett í Ford- ville, N. D. Maður hennar, af skozkum ættum, fórst af slysi fyrir tveimur árum siðan. Tveir ungir synir þeirra hjóna eru á lífi. Hin framliðna var dóttir Friðriks og Steinunnar Reinholt, er búsett eru í Grand Forks. — Heimskrin^la vott- ar aðstandendum dýpstu hluttekningu sína.— Kvenfélag Sambandssafnaðar held- ur haustbazaar sinn seinni hluta þessa mánaðar. Verður það nánar aug- lýst síðar, og eru lesendttr beðnir að hafa það í huga. Góð Skemtun Tombóla, Whist Drive og Dans verður í Riverton-Hall mánudaginn 11. nóvember n. k. . .Ágœtir “þrísar”, mjög góðir drœttir, góð músík. Veit- ingar seldar. Skemtun byrjar kl. 9 siðdegis. Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund næst að heimili Mrs. Thorpe, Suite 8, Alhamíira Apts., miðviku- daginn 13. nóv., kl. 8.30 síðdegis.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.