Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. NÓV., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. muntu greina Söxum hvílíkan djöful þú hafir fyrirhitt í Wasichenwald.” “Áfram þá," kall- aði Ekkfred, og kastaði járnspjóti sínu. Það hitti skjöld Valters, en brotnaði, því skjöldur- inn var svo harður. Valter tók vopnið og kastaði því aftur hlægjandi, og sagði: ‘‘Sjá, skógarpúkinn sendir þér aftur gjöf þína. Ef til vill ristir það betur sent frá minni hendi." Það nam skjöld Ekkfreds, klauf hann og gekk á hol í brjóst honum, svo hann féll dauður nið- ur og blóðið vall úr munni hans, og Valter sló eign sinni á hinn göða hest, sem lögmæt verð- laun. Himm fimmti sem kom var Hadward. Hann skildi eftir spjót sitt, og lagði örlög sín á vald hinu bjarta og biturlega sverðsblaði sínu. Og áður en hann fór sagði hann við konung: “Ef ég ber sigur úr býtum, lát þá skjöld þessa manns falla í minn hlut, því ég girnist hann mjög.” Hann keyrði hestinn sporum, en hinir dauðu búkar teptu veginn, og um leið og hann stökk af baki kallaði hann til Valters: “Eins og naðra hringar þú þig þarna, og hyggur að komast hjá örfum og spjótum. En nú skalt þíj kenna á mínu góða sverði. Komdú legðu til hliðar hinn skrautlega skjöld. Hann verður mitt herfang og ég vil eigi hafa hann skemdan. En falli ég múntu samt ekki sleppa því þarna standa félagar mínir reiðubúnir að hefna mín. ‘‘Óttalaus, sem fyr, ansaði Valter: ‘‘Skjöld minn skil ég ekki við mig; ég á honum mikið að þakka, því margsinnis í heiftúðugri hildi hefir hann hlíft mér fyrir óvinunum. Hann hefir tekið á sig höggin sem fjandmenn- irnir réttu að mér, og þú skalt sjá hann vernda mig nú, því hefði ég ekki skjöld minn gæti ég ekki lengur staðið hér. Þá hrópaði Hadward: “Láta verour þú hann af höndum, svo og stríðshest þinn og lausafé og festarmey hina fögru. Þetta færð þú mér umsvifalaust.” Þannig mælti hann, og um leið gerði hann atlögu svo harða, að Wasichenskógur hafði aldrei slíkt séð fyr né síðar. Hadward barðist með sverði sínu, en Valter með spjótinu góða. Horfðu Frakkar þrumulostnir á þessa ótrauðu viðureign, þar sem hjaltar og skildir sungu undan höggum svo þungum að felt hefðu þau fornar eikur, Að lokum hugðist Hadward að binda enda á eir;. vígið með ógurlegu höggi, en Valter færði skjöldinn fyrir og snérist þá sverðið og hrökk úr höndum Hadwards niður í skógarrunnann. Þá flýði Hadward. En sonur Alphers fór á §ftir honum eins og ör flýgi. “Hér flýr þú. Reyndu nú skjöldinn." Og með þeim orðum hóf Valter upp spjótið báðum höndum og rak hann í gegn og lét hann þar líf sitt. Sá sjötti er réðist til orustunnar var Pata- frid, systursonur Haka. Þegar móður- bróðir hans sá að hann bjóst til framgöngu reyndi hann að aftra honum og mælti: ‘Sjá, hversu dauðinn bendir þér og brosir! Bíð þú, frændi, og láttu ekki leiðast af ofurhug æsk- unnar. Valter verður aldrei unninn með þessum hætti.’’ En unglingurinn fór og lét ekki segjast af orðum móðurbróðir síns, því að löngunin til heiðurs og frægðar knúði hann áfram. En Haki sat eftir mjög sorgfullur og andvarp- aði: “Þú óseðjandi ágirnd, þú bölvaða fjár- græðgi. Megi helja gleypa allan sora gulls- ins og setja ófreskjur sínar til að gæta þess. en ekki mennina. Enginn maður fær nokkru sinni nóg af því. Þeir safna því saman með erfiði og súrum sveita og endalausri baráttu, eins og fífl eftir fánýti! Og stefnir þú nú einnig, frændi sæll, í opinn dauðann vegna þess? Hverja fregn á ég að flytja móður þinni af einkasyni hennar? Hvað á ég að segja hinni ungu konu þinni, sem bíður harm- þrungin afturkomu þinnar, og hefir enn ekki farið höndum um frumburð sinn, svo að hann megi verða henni til huggunar, þegar þú missir við?” Þannig talaði hann meðan höfug tár streymdu niður kinnar hans. “Far þú nú vel, far þú vel til eilífðarinnar, þú fagri sveinn!’’ mælti hann að lokum og stundi við þunglega. Og úr fjarska heyrði Valter harmatölur vina hans. Og hann komst við og mælti svo feldum orðum til hins unga mótstöðumanns síns: “Hrausti sveinn, í einlægni ræð ég þér að spara krafta þína til annara afreka. Lít á val þenna. Hér hefir mörg hugrökk hetja hnigið í móðurætt. Ófús mun ég fella þig við hlið þeirra.” En sveininn svaraði og mælti: “Engu skiftir þig um dauða minn. Bú þig til orustu, því að til þess er ég hingað kominn en ekki til málæðis.” Og svo mælandi skaut hann spjóti sínu að honum. En Valter brá upp sínu svo að því gegndi og fló það undan vind- inum og féll niður í rjóðrið við fætur Hildi- gunnar. Rak mærin upp hræðsluóp, en skygndist síðan um eftir Valter, hvort honum hefði ekkert orðið meint við. Enn varaði Valter hinn hvatvísa ungling, en Patafrid hafði það að engu og ruddist fram. Þá hljóðnaði Valter og varðist þegjandi um hríð eins og egndur skógarbjörn. Patafrid hjó með sverði sínu af öllu afli, en andstæðingur hans varp- aði sér á hnén og misti sverðið hans, en Pata. frid steyptist til jarðar vegna?» hinnar miklu sveiflu. Stökk þá Valter á fætur og áður en sveinninn hafði komið fótum fyrir sig hafði hann rekið hann í gegn og andaðist hann á spjótinu. Sál hans hvarf á braut en hinn ungi líkami varð vörgum að bráð. Óð þá Gerwig fram, þyrstur til hefndar. Hleypti hann hesti sínu yfir valinn og reiddi tvíeggjaða stríðsexi sína að höfði Valter í því bili sem hann var að höggva höfuðið af síðasta andstæðingi sínum. Hraðar en auga á festi þreif Valter skjöldinn og varðist með honum, hljóp eitt skref aftur á bak og greip spjótið góða, síðan stakk hann sverðinu í grassvörð- inn og stóð albúinn til vamar. Engin ónytju orð fóru á milli þeirra heldur gengust þeir grimmilega saman. Annar barðist til að hefna vinar síns, hinn til að vernda líf sitt, og mörg högg stór voru gefin á víxl. Valter bar hið langa spjót en Frank lét hest sinn snúast svo ört og fimlega, að armar Valters tóku að þreytast. En allt í einu sá hetjan sér færi. Spjóti hans rann fram með skildi óvinarins, gegnum brjóstverju hans, svo í hjartastað Hann féll aftur á bak og rak upp hljóð, og varpaði öndinni í hið síðasta sinn á hinni ó- sléttu grund. Því næst hjó Valter af honum höfuðið. Hann hafði verið hraustur ridd- ari við góðan orðstír í hinni fögru Worms- borg. Þegar Frakkar sáu þenna síðasta ósigur, hurfu þeir til baka til konungs síns, og báðu hann hverfa frá frekari bardaga. En Gunn- ar léði því ekki eyru. “Ila!” hrópaði hann, “þið hraustu og huguðu sálir, skjóta óhöppin ykkur skelk í bríngu, í staðinn fyrir að auka ykkur skap og hugrekki þar af leiðandi? Viljið þið snúa tij baka og ganga í gegnum götur Worms, sem sigraðir menn? í fyrstu sóttist ég eftir gulli hins ókunna manns, nú þyrstír mig í bióð hans. Og þið, fýsir ykkur ekki einnig í að sjá það? Dauði er aðeins hefnd fyrir dauða, blóð hrópar á blóð.” Þannig talaði hann og kappar hans æstust að nýju marki. Eins og til leika þutu þeir áfram, eins og til burtreiða eða fangbragða. Hver keppt- ist að vera fyrstur að vinna hinn blóðstokkna heiður. Þeir riðu með ferð mikilli upp stíg- inn hver á eftir öðrum. Á meðan hafði Valter tekið af sér hjálm- inn og hengt hann á tré eitt þar nærri; síðan sogaði hann í pig hið hreina ilmandi loft, og lét angandi blæinn svala hinum brennheitu bráin sínum. Sá fyrsti, er til hans náði var Randólf lávarður. Með þungrí járnstöng réð- ist hann að hetjunni, og myndi vissulega hafa lagt hann í gegn, svo skyndileg og þróttug var atlagan, hefði ekki Valter borið brjóstverju sína, er var eitt af meistaraverkum Welands smiðs. En hann náði sér á svipstundu og bar fyrir sig skjöldinn. En hann hafði engan tíma til að setja á sig hjálminn, því að sverð Randólfs sveiflaðist þegar svo nærri höfði hans, að egginn nám tvo hina brúnu ennis- lokka hans. Þrátt fyrir var hann ennþá ó- særður. Annað höggið kom í skjaldarvörnd- inn með svo miklu afli að sverðsblaðið fest- ist. Með leifturhraða fór Valter aftur á bak, og áfram aftur, svifti Randólf af baki og sló sverðið úr hendi hans. “Méð höfði þínu skalt þú bæta fyrir hármissir minn!”’kallaði hann og setti fótinn á brjóst honum og hjó á hálsinn svo af tók höfuðið. “Aldrei framar skalt þú gorta af þínu dáðríki við konu þína.” Sá níundi er kom var Helmnod. Hann bar þrífork er kaðall var festur við, og héldu félagar hans í hinn enda kaðalsins. Þegar áimurnar hefðu fest sig í skildi Valters, þá ætluðu þeir að toga í strenginn og draga þannig hetjuna til jarðar. Og Helmont skaut þrífoikinum að höndum og hrópaði: “Gættu þín, þú markaði maður, dauðinn er á hælum þér.” Hann misti ekki marks. Forkurinn flaug og kom í skjöld Valters, og sat þar fástur. Með háværum sigurópum toguðu Frakkar í strenginn, og sjálfur konungurinn kom þeim til hjálpar. Þeir toguðu af öllu afli, svo svit- inn draup af þeim, en eins og rótfast eikartré stóð hetjan og bifaðist hvergi, og lét þenna hávaða ekkert á sig fá. Þá hugðust riddar arnir að hrifsa skjöldinn úr höndum hans. Af þeim tólf sem farið höfðu móti hon- um, réðust nú fram þeir fjórir, sem eftir voru. f kvæðinu getur um nöfn þeirra. Helmnod lávarður var hinn níundi, einnig kunnur með nafninu Eleuthar; hinn tíundi var Trojous frá Strassburg; sá ellefti var Tannast lávarður frá Speir við Rín, og tólfti og síðastur kom Gunnar konungur í stað Haka. Þessi langa árangurs lausa orusta hafði gert Valter tryltann. Ber- höfðaður fleygði hann spjótinu og treystandi sínu góða herklæði þreif sverðið, og snéri gegn Peningana til baka ábyrgðin í hverjum poka óvininum sínum. Með ógur- legu höggi klauf hann Eleuth er í herðar niður gegnum stál húfuna og snéri sér síðan móti Trojus. Stóð riddar- inn í kaðalhrúgunni, því allir höfðu þeir fleygt burtu vopn- um sínum, svo að þeir gætu því betur togað í strenginn. Hann leitaðist við að ná sverði sínu aftur, en náði því ekki, því Valter særði hann mjög á báðum fótum, og skild inum sparn hann í burtu, áður en Trojus fékk gripið hann. Þreif þá hinn særði maður upp stein mikinn af ógurlegri reiði og varpaði honum að hetjunni af svo mikilli fimi að hann mölvaði skjöldinn á handlegg Valters. Síðan skreið hann gegnurn grasið og fann sverð sitt. Hann þreif það og veifaöi því yfir höfði sér. Að vísu sá hann að nú var svo komið, að hann myndi ekki drýgja neitt af- reksverk framar, en hjarta hans var jafn örugt og hart sem áður, og enginn heyrði á mæli hans. Ennþá var síð asta stundin ekki komin, og hann hrópaði í fyrirlitningar- róm: “Betur er nú hefði ég skjöldinn eða vinur stæði mér til annarar handar. Til- viljun en ekki hreysti var það sem gaf þér sigurinn, en þó má ég enn vel lyfta sverði mínu.” “Eg kem,” hrópaði Valter, og þaut niður stíginn. Hann hjó af hina öruggu hægri hendi, sem liélt á lofti sverðinu. Annað högg hefði farið á eftir og leyst sál hans úr líkama böndunum, hefði ekki Tannast lávarður hlaup- ið fram. Þessi lávarður hafði gripið vopn sín frá konunginum, og runnið fram fyrir ó- vininn svo hann mætti hlífa vininum með skildi sínum. Reiðiþrunginn snéri Valter móti honum, og með klofna öxl og gapandi síðu hneig Tannast lávarður dauður til jarðar. “Hraustlega að verið,” tautaði hinn deyjandi maður í hálfum hljóðum, og var liðinn um leið. Og í tryllingslegri örvænting hóf Tro jus skammarræðu mikla. “Deyðu þá,” hróp- aði Valter, “og segðu þeim í helju hvernig þú hefnir vina þinna.” Og hann kyrkti hann með gullkeðju sjálfs sín. Þannig voru allir riddararnir fallnir, og þegar konungurinn sá það, stundi hann þung- an og flýði niöur dalinn. Og á hinum brynj- aða stríðshesti sínum reið hann til Haka, og hóf upp kveinstafi mikla. Með mörgum fögr- um orðum reyndi hann að tala um fyrir hon. um, og eggja hann til að berjast. En Haki svaraði kuldalega og mælti. “Vel er þér kunnugt konungur um það, að hið arga blóð, sem ég hefi erft frá forfeðrum mín- um, heldur mér frá orustunni, og dregur úr mér alla dáð. Hefir þú eigi látið svo um mælt, að faðir minn fölnaði jafnan við, er hann sæi á blikandi brand, og mælti bleyðilega; svo mjög hræddist hann orustuna. Þannig hefir þú konungur talað fyrir félögum mínum, og mun sverð mitt fyrir þá sök, dvelja í sliðrum um sinni.” Og enn reyndi konungur að tala fyrir liinum móðgaða manni: “Lát reiði þína niður falla,” mælti hann, “og gakk fram til dáða og afreka, og ef orð mín hafa fyllt huga þinn ó- vægri reiði, þá sver ég þér, að bæta þér nú með ríkulegum gjöfum. Of márgir göfugir riddar ar hafa verið feldir í dag til þess að þú getir '• látið þig það engu skifta, af þrjózku þinni og I reiði. Sannarlega myndi Frakkland aldrei I bíða bætur þeirrar smánar. Mér er sem ég heyri þegar hversu óvinir vorir bera söguna: “Ókunnur maður kom, þaðan sem enginn vissi, og drap með eigin hendi heila sveit ridd- ara, og snéri síðan á braut, án þess að nokkur fengi rönd við reist.” En Haki lét sig hvergi. Hann hugleiddi það, hversu Valter eitt sinn hafði verið hans hugfólgnasti vinur, en samt sem áður, þegar konungur hans kraup fyrir framan hann, og grátbændi hann með útréttum örmum, gekst honum hugur við. Þrjóskan þvarr úr huga hans, og dökkur roði færðist yfir andlitið, og hann fann að heiðurs síns vegna mátti hann ekki hika lengur. Þess vegna spratt hann á fætur og hrópaði: “Hvert sem þú skipar mér þangað fer ég, og þó að ekkert gull jarðarinn- ar fái bifað mér, ber mér að sýna þér réttmæta hollnustu, en hver er þó heimskari en sá, sem með réttu ráði óskar að flana í opinn dauð- ann? Svo lengi sem Valter fær haldið víg- inn milli klettanna verður hann ekki unninn þó heill her fari á móti honum. Þó sérhver frakkneskur maður í landinu, riddari eða fót- liði færi gegn honum, myndi hann ekki verða sigraður. En vegna harmsaka þinna, hefi ég hugsað ráð, sem verða mætti oss að liði. Eg obinHood FI/OUR Brauðin yerða íleiri og betri úr þessu nijöli segi þér það satt konungur, að ekki ræðst ég gegn mínum gamla, góða vini, til að hefna dauða systursonar rníns, aðeins vegna þín fer ég. Látum oss hverfa á braut héðan, en skilj um eftir hesta vora liér á beit. Mun hann þá hugsa að vér séum farnir, og ríða út úr gil- inu. Og þegar hann er kominn út úr kletta- vígi sínu, skulum við elta hann og ráðast að honum á bersvæði. Skalt þú þá fá að berjast sem þig lystir, og ef til vill lengur, því jafn- vel þar mun ekki verða auðvelt að yfirstíga hann.” Hið viturlega ráð Haka féll konungi vel í geð, og í bróðurlegri elsku faðmaði hann Haka að sér. Síðan læddust þeir burtu og földu sig, og skildu hrossinn eftir á beit í skógin- um. Sólin var horfin niður á bak við hæðirn- ar og næturmærkrið lagst yfir. Hetjan Valt- er stóð enn þungt hugsandi, og velti fyrir sér hvort betra myndi að dveljast eftir í þögn og öruggi í vígi sínu, eða yfirgefa það, og leitast við að ryðja sér braut gegnum landið. Hann óttaöist Haka einan, og illur grunur vaknaði hjá honum, þegar hann sá konunginn faðma riddarann og kyssa hann. “Eg er hræddur um,” tautaði hann við sjálfan sig, “að þeir hafi riðið til baka til borgarinnar, og að orustan muni byrja snemma næsta morgun, með nýj- um liðsauka, nema þeir hafi falið sig í runn unum hér í grend.” En þegar hann fór að hugsa um að ríða gegnum þessa eyðiskóga, sem fullir eru af villidýrum, einn og vinum horfinn, og um það að svo gæti farið, að hann tapaði meyjunni, fór geigvænn hrollur um líkama hans. Hann mælti: “Hvað sem fyrir kemur skulum við dvelja hér til morguns svo konungurinn fái ekki gortað af því, að ég hafi flúið í skuggum næturinnar, og líkt og þjófur, burt úr Frakklandi.” Úr þyrnum og greinum gerði hann sterka girðingu, sem lokaði einstíginn. Að svo búnu snéri hann andvarpandi að hinum dauðu mönnum, sem þar lágu. Hann tók hvert höfuð og lagði það við réttan bol, og þegar sólin hneig til viðar, féll hann á kné og bað fyr- irgefningarbænar með nakið sverðið í hendinni. “Ó þú skapari þessa heims, sem ræður öllum hlutum sem gerast, og ekkert getur orðið án þín eilífa vilja, ég þakka þér fyrir það, að þú hefir í dag veitt mér lið til að sigrast á óvinum mínum. Ó drottinn, þú sem með almættis- armi þínum afmáir syndina, en ekki syndar- ann, til þín bið ég um miskunn. Lát þessa dauðu menn hverfa til paradísar, svo að ég megi hitta þá þar á dómsdegi.” Þannig gerði Valter bæn sína. Síðan safnaði hann saman hrossum hinna föllnu manna, og reyrði þá fast samn með pílviðargreinum. Þeir voru sex því tveir höfðu verið drepnir, og þrjá hafði Gunn- ar konungur tekið með sér á flóttann. Að þessu loknu leysti hann af sér herklæðin, og er hann hafði étið og drukkið og hughreyst hina fögru ungu mey með gamanyröum, lagð- ist hann fyrir með höfuðið á skildi sínum, og leitaði þreyttum h'kama sínum hvíldar í svefni. Hildigunnur vakti og hélt vörð eins og hún var vön fyrri part nætur, því mjög var hann þurfi fyrir hvíldina. En morgunvörðinn var hann sjálfur vanur að halda, því vel vissi hann að snemma myndi daga til nýrrar orustu. Og Hildigunnur sat við hlið hans og söng ýms

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.