Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.11.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. NÓV., 1929 HEIMSKRING LA 7. BLAÐSÍÐA Réttaferð fyrir 60 árura gæfus'kirmssneplinum, íneí hnappeld- ufia í hendinni. (Frh. frá 3. bls.) gönml, og um glóöarauga eöa plástur á tiefi var aldrei aö tala, hvernig sem viö strákarnir reyndum aö etja þeim sanran; það var mest, ef smárispur komu á skailann á Eyfa gamla, eða ef viö strákarnir máluðum andlitið á Elsu gömlu með rauðum farfa, þegar hún hafði sofnað út frá sumblinu. En t— nú ætlaði ég að sigla hærri byr, og fara í réttirnar, eins og full- orðna fólkið; og þar vonaði ég, að eitthvað, mundi gerast sögulegt, eitt- hvað, sem í frásögur yrði færandi á eftir. Mér fanst þetta sumar aldrei ætla að líða; ég'var farinn að telja dag- ana fram að réttunum; og loksins kom sá sárþráði tími. Daginn fyrir rétt- irnar var dumbungsveður, sem ekki spáði góðu réttadaginn. Eg vakti fram eftir, gat ekki sofnað fyrir ferða- hug; loksins sofnaði ég þó, og svaf fram undir venjulegan fótaferðatíma. Þá þaut ég upp með andfælum. Rétta- dagurinn sárþráði var upp runnin; en “galli var á gjöf Njarðar”; það var landsynningsrok og lemjandi rigning. Eg heyrði, að faðir minn var að tala um, að það væri ekkert vit að lofa stráknum að fara í þessu veðri; það yrði innan stundar ekki þur þráður á honum, og þetta var auðvitað alt satt. — Eg fékk ákafan hjartaslátt og það sló út um mig köldum svita; rétta- ferðin var að ganga mér úr greipum. Glóðaraugum og nefplástrum brá eins og leiftri fyrir í huga minum; mér fanst alt vera að forganga. Eg þaut í einhverju ofboði upp úr rúminu og hrópaði: “Eg' fer hvernig sem veður er !” Foreldrar mínir létu undan, er þau sáu hvað ég só'.ti réttaferðina fast ; höfðu þau orð á, að ef mér yrði kalt, þá mætti senda mig heim með þeim, sem fyrstir fséru úr réttunum. Eg lét það gott heita, en hugsaði með sjálfum mér, að ég skyldi hafa ein- hver ráð með, að fara ekki úr rétt- unum með þeim fyrstu, hvernig Sem veðrið yrði. Svo klæddi ég niig í skyndi og fór 1 það skársta, sem ég átti til; hvenær skyldi slíka hluti við hafa, ef ekki 1 þessa ferð! Lakast var, að engin var regnkápan; ekki var það tiltöku- mal; þeir áttu ekki regnkápur á þeim árum, sem rikari voru. En reiðskapnum var svo háttað, að C'g sat á gæruskinni, girtu með snæri, reið við bandbeisli og hafði hnapp- eldu i hendinni til að hefta með hest- mn, meðan verið væri að rétta; og þegar ég reið úr hlaði, þá var ég sæll °g glaður, svo ekki hefir fremur verið í annan tíma á langri æfileið, um veðrið hugsaði ég ekkert. Nú fara ungir og igamlir í réttirnar 1 “luxusbílum”, margir vaföir pels og silki; en — ég fullyrði, að fólkið þetta er ekki sælla eða glaðara en ég var i þetta sinn fyrir 62 árum, er ég reið úr hlaði móti landsynningsstorm- Jnum og regninu, regnkápulaus, á Þær eru undarlegar skapi farnar, Systurnar Sæla og Anægja; ganga máske úr vistinni á ríkismannaheimil- inu, en setjast að hjá einhverjum kot- ungnum, tendra þar ljós í hverju horni og breyta lága hreysinu í dýrðlegusiu konungshöll. Það er ekki auðveldara að höndla þær en að smala sauðnautum á Græn- landi. Nú verður að nefna fleiri menn til sögunnar. Maður hét Grímur og var á Hólmi hér fyrir ofan Reykjavík; hann var fátækur barnamaður, en fremur öl- kær; við vín var hann hávaðamaður með afbriigðum. Sonur hans Brynj- ólfur, sem hér var í Rvík., dáinn fyrir nokkrum árum; líkur var hann föður sinum í sumum greinum. Reykjavík var að vísu lítill bær fyrir 60 árum; en gárungarnir sögðu líka, að það heyrðist til Gríms um allan bæinn, er hann væri að binda og láta upp á drógarnar sínar á Austurvelli. Þá verður og annan mann til að nefna, hann hét Jón Sveinsson og var á Elliðavatni, bróðir Benedikts Sveins sonar, hins mikla og merka stjórn- málamanns. Jón var af öllum talinn drengur góður, hann var viðkvæmur tilfinningamaður og söngmaður góður, en — sem fleirum á þeim tímum ! þótti honum “sopinn tg'óður”; aldrei hevrði ég neinn mann minnast hans til annars en góðs. Eg þekti Jón lítið eitt og þó'ti vænt um hann. Hann kom eitt sinn til foreldra minna á sumardag og var þá við öl, litið eitt. Meðan hann sat inni, slóð hestur hans á hlaði, bund- inn við hestastein,. Er viðstaða Jóns lengdist, leysti ég hestinn, lét hann i bíta í varpanum og hélt í tauminn. j Þegar Jón kom út, þá hyrnaði yfir ! honum; klappaði hann mér blíðlega, gaf mér treimark og beiddi guð að blessa mig. Með treimarkið í lófan- um þóttist ég ríkari en Krösus og hét Jóóni i huganum ævarandi vináttu. í annað sinn kom Jón til foreldra minna; það var á vetrardag, og var hann þá náttlangt. Við húslesturinn um kveldið var hann beðinn að byrja; og gerði hann það íúslega. Söng hann á undan sálminn: “Nú gengur sól að gyltum beð.” Er mér í barnsminni, hve milt og blítt hann söng þetta fall- ega lag; og hins minnist ég ekki síður, að ég sá tár læðast niður vanga hans, er hann söng síðustu ljóðlínur í fyrsta erindinu : “Guð minn, Þjónn þinn. Færir þér af hjarta hér það hefir hann eina, Þúsundfaldar þakkir hreinar.” Nú er þar til að taka, sem fyr var fráhorfið, að ég fór í Kambsrétt þenna umrædda dag; gekk þar alt sem í sögu segir fram uin miðjan dag, og bar ekki til tíðinda. En svo verð ég þess alt í einu var, að það er byrjað eitthvert uppþot og hávaði í almenn- ingnum. Eg smaug eins og köttur gegnum mannþröngina og inn í miðj- ASK FOR DrvGingerAle ORSODA Brewers Of COUNTRY CLUB' BEER COLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BREWERV OSBORN E & M U LVEY- Wl N NIPEG PHONES 4MII 4530456 PROMPT.DELIVEHV TO PERMIT HOLDERS an hópinn, og hugðist að sjá vel og rækilega, hvað á seyði væri. Þeir voru þar þá að hnakkrífast, og komnir að því að berjast, Grímur á Hólmi og i vinur minn Jón Sveinsson á Elliða- vatni, og báðir allmikið við vin. Höfðu þeir svipur á lofti, og leit út fyrir fjörugan og harðan bardaga, og að hvorugur mundi annan spara. — En áður en þeir næðu að rjúka saman, kom réttarkongurinn og rak þá út úr almenningnum, og aha með þeim, sem ekki voru að draga fé sitt. Haslaði hann þeim orustuvö'll á Htilli flöt fyrir sunnan og austan réttirnar. Þangað fóru þeir, Jón og Grímur, — en ekki orðalaust, — og heill kirkju- söfnuður með þeim; því að fleiri en mig langaði til að sjá, hver leikslok yrðu á viðskiftum þeirra; gerðist þá svo mikið háreysti, að enigin heyrð- ust orðaskil; en hávaði og bægsla- gangur Gríms tók þó yfir alt; þótti mér hann mundi líkur berserkjum. þeim i fornöld, sem engin járn bitu, og sem óðu fram organdi og bitu í skjald • arrendur. Varð ég nú dauðhræddur um Jón vin minn, ef hann ætti að ganga til vígs móti þessu trölli. —- Grímur lét hið dólgslegasta, er á hólminn kom; hafði hann að vopni stóra svipu með jámhólkum á, og klaufhamri á öðrum enda. Lét hann svo um mælt, að Jón mundi ekki þola mörg högg þeirrar járnskeftu. — Jón hafði aftur i hendi lipra og létta látúnsbúna svipu, sem auðsjáanlega hafði aldrei verið ætluð til bardaga. En hann var samt “hvergi hræddur hjörs í þrá”, og varð ekki uppnæinur fyrir hávaða og stóryrðum Gríms. Varð Jön skjótari til áhlaups og lét svipuólina ríða um höfuð Grími bæði ótt og títt, svo Grími dapraðist sókn- in. Lét Jön jafnframt svo um mælt, að Grimur mund'i mestur í munninum. — En áður en úr skæri um það, hvor sigur bæri af hólmi, þá hlupu ein- hverjir gárungarnir á mannþyrping- una kringum hólmgöngumennina; féllu þeir Jön og Grímur um koll í því kuTdabrölti, og aðrir á þá ofan, og var þar með hólmgöngu þeirra lokið. Fékk í þessari hríð enginn glöðarattga og enginn þurfti plástur á nefið. Var ég mjög' glaður, er ég sá, að Jón minn Sveinsson var sloppinn heill og ósár úr þessari heljarslóðar- orustu. Þegar leið á daginn, tóku menn að smátinast úr réttunum; stormur og hreytmgsrígníng hafði verið allan dag- inn; voru þvi flestir fúsir orðnir til heimfarar, Eg var orðinn bæði kaldur og svangur; Ijóminn, sem áður hafði verið i huga mínum yfir glóðaraug- um og heftiplástrum, og annari slikri réttagleði, var allmikið tekinn að fölna; ég var orðinn óþægilega sann- færður af revnslunni um það, að “raun er að vera rassvotur”, eins og ég hafði heyrt gantla fólkið segja; en staðráðinn var ég í því, að bera ntig karlmannlega, þó rigningarvatn- ið rynni i lækjum niður eftir bakinn á mér; það skyldi enginn hafa gaman af þvi, að ég færi að vola; ekki væri annað en bíta á jaxlinn og 1>erja sér. Eg hafði komist á snoðir um það, að á leiðinni heirn úr réttunum stæði til að koma við í MJðdal, og þóttu mér það góðar fréttir. Þar bjuggu mesitu sæmdar og gæðahjón, Guð- mundur og Vigdis; er hann fyrir nokkrum árum dáinn; en hún er enn á lífi, háöldruð, komin að fótum fram. — Það væri nú ekki ónýtt, að fá má- ske í Miðdal heila köku og vel við henni og brenniheitan kaffibolla á eftir; og til þessara góðgerða við kaldan ag svangan strák vissi ég vel, að Vigdís í Miðdal var manna visust. En svo var fleira í höfðinu á ntér. Gamall maður var i sveitinni, sem mig langaði mikið til að sjá. Hann var orðinn gleyminn og oft mjög annars hugar; hafði ég heyrt af hon- uni sögur, sem mér þóttu mjög skemti- legar. Einu sinni reið hann til kirkju sem oftar: hafði hann svipu í hend- inni, er hann fór að heiman. Hann kom við á næsta bæ; þar skildi hann eftir svipuna, en tók_ í hönd sér ausu, sem lá á bæjarveggnuni. — Síðan kom hann á annan bæ í sörnu ferð; þar skildi hann eftir ausuna, en tók í hennar stað klaufhamar, sem lá á kálgarðsveggnum. Með klaufhamar- inn í hendinni kom hann til kirkjunn- ar; þótti gamansa’ma fólkinu hann víglega búinn í jafn friðsamlegt ferða- lag. Þennan mann sá ég ekki i rétt- unum, þó ég hefði augud hjá mér; en vel gat skeð, að ég hitti hann í Miðdal í heimleið, og var óvíst að ætla á, hvað hann kynni að hafa í hendinni! En svo var fleira á að lita, ef komið yrði í Miðdal. A þessum árum var kláðamálið t algleymingi; var hnakkrifist út af því á öllurn mannfundum; lá iðulaga við handalögmáli, er æstum niðurskurða- mönnum lenti saman við lækninga- menn. Nú átti einmitt að ræða um einhverjar kláðaráðsstafanir heima í Miðdal eftir réttirnar; máttu þar bú- ast við fjörugum og hörðum umræð- um og aðgangi, ekki sízt þar sem ýmsir af bændum höfðu tekið úr sér hrollinn í réttunum og höfðu undir kvöldið “dálitið í krummanum.” Þá bjó í Leirvogstungu Gísli faðir Sveins, sem þar býr nú; var hann af : öllum kallaður “Gisli í Tungu.” Gísli var gæðadrengur hinn mesti, og af- brag'ðs gáfumaður, léttur og glaður í lund, og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var kominn. Hann var einn af allra merkustu mönnum sveitar- innar á þeim tímum, enda lengi hreppstjóri í Mósfellssveitinni með Sírnoni Bjarnasyni í Gröf. Þegar við komum að Miðdal undir kvöldið, var þar kominn fjöldi bænda úr allri sveifinni; ég tróð mér inn í stofuna með öðrum, og var þar há- reysti mikið. Bændur voru að háríf- ast út úr einhverjum kláðaráðstöfun- um: rnargir voru að drekka kaffi, og gáfu hverir öðrum óspart út í það, var allmikill æsingur kominn í marga. — Gísli í Tungu var langbest máli farinn þeirra, sem þarna voru inni; enda talaði hann hátt og snjalt, ag var auðheyrt, að honum var mikið niðri fyrir og hann kominn í talsverðan hita. ' l’egar hann kom með áherslu- orðin og meginsetningarnar mergjuð- ustu, þá barði hann saman hnefunum og hoppaði upp í loftið. En svo var húsum háttað, að lágt var undir loft, en bitar undir lofti með hvössum brúnum. Eitt sinn, er Gísli hnykti á ræðunni, og hoppaði upp, þá rak hann skallann í eina bitabrúnina; sprakk þá fyrir á höfðinu og blæddi úr. Þeg- ar Gísli kendi sársaukans, þá greip hann báðum höndum um höfuð sér, rétti hendurnar síðan fram, og var þá blóð í báðum lófum, ag það ekki svo litið. Það datt bylur af húsi, og varð steinhljóð i stofunni; allar umræður féllu niður; bændur fóru að stinga pitlum sínum niður i úlpuvasana, koma sér út og kveðja; fundurinn varð vist niðurslöðulaus, eins og margir um- ræðufundir í kláðamálinu á þeim tím- um. En um meiðsli Gísla i Tungu var það að segja, að þau reyndust sára- lítil, sama sem engin, sem og fór bet- ur; aðeins hafði sprungið fyrir á skallanum og dreyrði úr. Eftir að alt þetta var um götur gengið, kom ég inn í búr hjá Vigdísi og fékk þar bestu góðgerðir, sem ég satt að segja hafði orðið mikla þörf fyrir. Siðan hélt ég heim og háttaði jafnharðan ofan í rúm. Reyndist það, eins og spáð var um morguninn, að það var ekki á mér þur þráður frá hvirfli til ilja. En þegar ég var að sofna um kveld- ið, og leit yfir þenna merkilega og viðburðaríka dag, þá þóttu mér það samt talsverð vonbrigði, að ég hafði ekki séð neinn náunga með glóðar- auga eða plástur á nefinu, og ekki hitt karlinn minn með klaufhamarinn eða ausuna í hendinni í svipu stað. Lesb. Mbl. þér sem notiff TI M B U R KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. FAWCETT Lofthitunar, viðarbrenzlu miðstöðvarvjel, með tilheyrandi hitaleiðslu pípum eða án þeirra. Tilbúin í sex stærðum rúmtak 10 til 100,000 tenings fet. Hafa verið búin til í Kanada í meir en 60 ár Fawcett viðarbrennslu miðstöðvarvélar hafa að baki sér sextiu ára æfingu þeirra er hitunaráhöld búa til, og hefir alls þess verið nákvæmleiga gætt er þýð ingu hefir í sambandi við húshitun, svo að þeir sem þær nota njóti sem mestra þæginda og eldiviðarsparnaðar. Maður getur ekki vænst meiri tryggingar fyrir þægindin á heimilinu en með því að kaupa góðar viðarbrennslu miðstöðvar hitunarvélar, sem í meira en sextíu ár hafa aukið á þægindi og vellíðan þúsunda heimila í Kanada. Manufactured by ENAMEL & HEATING PRODUCTS Ltd., Sackville, New Brunswick For Sale bv ) C. GOODMAN, Tinsmith, Toronto and Notre Darne I C. JOHNSON, Tinsinith, 642 Burnell St. MACDONALD’S Fine Qii Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn með ZIG-ZAG pakki af vindlingapappír HALDID SAMAN MYNDASEDLUNUM 13»

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.