Heimskringla - 13.11.1929, Síða 4

Heimskringla - 13.11.1929, Síða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. NÓV., 1929 (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING BRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaSsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. •'Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 13. NÓV., 1929 Til barnanna okkar— 10. nóv.1929 —eftir— WAITSTILL HASTINGS SHARP ritara trúfræðsluðeildar American Unitarian Association í dag var “vopnahlés sunnudagur,” að því er foreldrar ykkar og prestar segja. Þið, sem eruð tólf, þrettán, fjórtán ára, brjótið heilann um það, hverskyns sunnu- aagur þetta geti verið. í dag heyrið þið til dæmis orðin “ófriðurinn mikli,” og “11. nóvember, 1918,’’ og “endir barátt- unnar fyrir lýðræðinu.’’ Og kannske takið þið eftir því að fólk er venju frem- ur alvarlegt. Þið sjáið kannske ein- hverjar mæður, sem bera gullstjömu á dökka búningnum sínum. Allir í kirkj- unni eru að hugsa ellefu ár aftur í tím- ann, til ársins 1918. En þetta felst í orðinu “vopnahlés- sunnudagur: Frá 1914 til 1918 áttu því nær allar kristnar menningarþjóðir í ófriði. Þrjátíu þjóðir börðust, skiftar í tvo óvinaflokka Líf tíu miljón hermanna og $250,000,000,- 000 gengu í súginn fyrir þjóðunum í þess- um löndum, þessi fjögur ár. Auk þessara tíu miljón hermanna, er féllu, létust 3,- 500,000 manna, er heima sátu. Það voru börn og gamlir foreldrar, er skorti fæði og hita, og dóu af veikindum. í prússneska ríkinu í Evrópu, dóu 800,000 börn og gamalmenni, af því að brezk herskip leyfðu ekki skipum frá Norvegi og Svíþjóð með matvæli til Þýzkalands. Beinin í börnunum voru meyr og mörg börn voru tannlaus af því j að þau urðu að fara á mis við fæðuteg- undir er byggja upp bein og tennur. Þúsundum saman helfrusu menn í snjónum á Rússlandi, eða fórust úr hungri og þorsta í Suðaustur-Evrópu og Litlu Asíu. Hermennirnir gengu ekki í orustur undir fánum og trumbuslætti, né hleyptu um á fögrum gæðingum. Þeir grófu holur og skotgrafir og fólust í jörðu, nema þegar þeir börðust með byssustingjum. í fjögur ár höfðust miljónir manna við, og börðust og dóu, í þessum tveim skotgrafa- röðum, er náðu jafnhliða frá Englands- hafi til Alpafjalla. Dag og nótt skutust. þeir á, yfir 500 feta breitt svæði, er kallað var almenningur. Við og við stukku þeir upp úr gröfunum þar sem þeir fólust, hlupu yfir að skotgröfum hinna hermann- anna og klipptu sundur gaddavírinn, og reyndu að drepa þá með hér um bil sextán þumlunga löngum hnífum, sem festir voru á endann á riffilhlaupinu þeirra og kallaðir eru byssustingir. Eða þeir reyndu að tæta óvinahermennina í smástykki með sprengikúlum. AUir þessir hermenn voru kristnir menn. Þar voru líka nokkrir Múhameðstrú- armenn og nokkrir Buddhatrúarmenn og nokkrir Japanar og nokkrir villimenn frá Afríku, sem kristnu þjóðirnar kenndu að berjast á þann hátt. Hermennirnir vissu ekki nöfn hinna hermannanna. Hinir hermennirnir höfðu aldrei gert þeim nokkuð illt. En þeim var skipað að skjóta hina hermenn- ina. Stundum brenndu þeir þá lifandi með eldslöngum. Mjög oft eitruðu þeir allt andrúmsloftið með skýi af banvænu gasi, og drápu hina hermennina á þann hátt. Hermenn beggja aðilja gerðu þetta. Hershöfðingjar þeirra skipuðu þeim það. Englendingar, Frakkar og Ameríku- menn héldu að þeir hefðu á réttu að standa. Þeir héldu að þeir væru að verja lönd sín. Klerkar þeirra og kennimenn leiddu þá í bæn til Guðs um að hjálpa þeim til þess að drepa Þjóðverjana. Hjálpin kom. Meir en miljón þýzkir menn og piltar voru drepnir í orustum. Þjóðverjar og Austurríkismenn og Tyrkir og Búlgarar héldu að þeir hefðu rétt fyrir sér. Þeir héldu að þeir væru að verja lönd sín. Klerkar þeirra og kennimenn leiddu þá í bæn til Guðs um að hjálpa þeim til þess að drepa Englending ana og Frakkana og Ameríkumennina.— Hjálpin kom. Því nær hálf þriðja miljón franskra, enskra og amerískra pilta og manna voru drepnir. Neðansjávarbátar sprengdu stór far- þegaskip í loft upp með tundursendlum. Þúsundir manna drukknuðu. Einn dag- inn sökkti neðansjávarbátur fjórum víg- skipum nálægt Konstantínópel. Fjögur þúsund sjómenn drukknuðu. Fimmtíu og þrjú þúsund piltar úr Bandaríkjunum voru drepnir í orustu. Ekrubreiður hvítra krossa marka grafir þeirra á Fakklandi. Margar þúsundir hermanna létust af farsóttum í herbúðunum, eða urðu ör- kumlamenn alla æfi. Flugvélar og loftskip flugu yfir borg- ir og vörpuðu sprengihylkjum á íbúana og sprengdu heimili þeirra í loft upp. Listasöfn, fræðasöfn, bókasöfn og dómkirkjur, mörg hundruð ára gamlar byggingar, voru brennd upp til ösku, eða sprengd í loft upp. Hálf veröldin bjó hinum helmingnum svo ötullega banaráð í lofti, á jörðu og í sjó, sem freliast var mögulegt. Hinn 11. nóvember 1918 gáfust þýzku hershöfðingjamir upp. Tvö hundruð og fimmtíu miljörðum dala hafði verið eytt til þess að drepa þrettán miljónir manna á fjórum árum. Fallbyssurnar miklu voru hljóðar. Allir sögðu: “Ófriðurinn er á enda!” Móðir sem ber gullstjörnu á búningi sínum, er kona, sem átt hefir son, er drep- inn var. ’ Ef þú sérð fullvaxinn mann þurka tár af augum sér í kirkjunni í dag, þá sannarðu kan'nske að hann var faðir og átti einu sinni dreng sér við hlið og von- aðist eftir að eiga sér son við hlið í elli sinni. Nú situr hann við minninguna eina. Það má vel vera, að þú sjáir einn af þess- um feðrum í kirkju í dag. Það eru fimm miljónir af þeim enn á lífi. (Þýtt úr “The Nation”). Heilbrigt fyrirtæki Skattgjaldendur í Winnipeg ættu að tryggja sér samþykkt aukalaganna um stækkun gufuhitunarstöðvarinnar. Þessi stækkun er ekki aðeins í vil þeim fáu tugum verzlunarhúsa, sem verða raunverulegir viðskiftavinir gufuhitunar- kerfisins. Hún er “City Hydro” í hag og þar af leiðandi öllum skattgjaldendum í bænurii. Þegar “City Hydro” kom upp gufu- aflstöðinni sem varaskeifu, var það gert með það fyrir augum, að tryggja sig gegn því, ef orkuleiðslukerfið frá Pointe du Bois bilaði. “City Hydro” mátti ekki við því, að það bilaði. Til þess þá að geta haldið viðskiftavinum sínum, bar nauðsyn til þess að koma upp gufu-aflstöð, sem varaskeifu. Leiðslukostnaðurinn jókst við það um $75,000 á ári, sem voru tölu- verð byrði á “Hydro,” ef ekkert fengist í aðra hönd, og mætti vel hafa oröið þess valdandi að orkuverðið hækkaði. Galdurinn var að fá þetta fyrirtæki til þess að borga sig. Ákveðið var að koma upp gufuhitunarstöð fyrir bæinn, og árangurinn hefir ótvírætt sannað það, að þetta var hyggilega ráðið. Þetta ár borgar gufuhitunin leiðslukostnaðinn vlð þessa varaskeifustöð. “City Hydro’’ fær $100,000 í aðra hönd fyrir afgangsorku, (off-peak power) sem notuð hefir verið til gufuframleiðslu — tveir þriðju hlutar gufunnar hafa verið framleiddir af þess- ari afgangsorku er ella hefði farið til ó- nýtis. Bærinn fær líka dálítið í aðra hönd, tim $25,000. Með öðrum orðum: “City Hydro’’ á sér nú gufu-aflstöðina, er það þurfti sem varaskeifu til þes sað tryggja sér orku þótt Pointe du Bois kerfið bilaði; það hef- ir markað fyrir $100,000 virði af orku, er að öðrum kosti færi til ónýtis, og það fær $25,000 árlega í hreinan ágóða af öllu fyr. irtækinu. Þessir $125,000 eru peningar, “gripnir upp úr götunni,’’ auk starfrækslu tryggingarinnar er fyrirtækið veitir. Þetta er áreiðanlega hagsýni. Þegar gufupípurnar voru lagðar, voru þær hafðar svo stórar, sem þörf gæti nokk urntíma á orðið, til þess að leiða gufuna um það svæði er kerfið næði yfir, eins og siður er fyrirhyggjusamra verkfræðinga. í fullu samræmi við þá fyrirhyggju var tala og framleiðslumagn katlanna í vara- stöðinni takmarkað með tilliti til þess sem fyrirsjánleg brýnasta nauðsyn krefði. Fyrir því var séð, að stækka mætti stöð ina, ef ástæður bæru til. Nú eru þær á- stæður fyrir hendi. Nú er völ á markaði fyrir aukna gufuhitun. Aukalögin eiga að veita fé til þess að fjölga gufukötlunum, og stækka húsnæði sem þarf fyrir þá. Þegar búið er að koma þeim fyrir, eykst leiðslukostnaðurinn, en þá verður meiri gufa seld til hitunar og meiri orka notuð. Tekjur “Hydro” af afgangsork- unni, sem að öðrum kosti færi til ónýtis í vatninu, er flæðir um afrennslisgáttim- ar við Pointe du Bois, munu nema um $200,000. Að sáma skapi mun vaxa hreinn ágóði af starfsrækslunni. Jafnvel þegar svo kemur að fullhlaðn- ar verða orkustöðvarnar við Pointe du Bois og Þrælafossa (Slave Falls), og það verður að nokkrum árum liðnum, þá verð- ur samt not fyrir afgangsorkuna. Tekj- ur þær, er “City Hydro” renna frá þessari lind eru hreinustu uppgrip, og stuðla að því, að auðið sé að halda lágu verði fram- vegis á rafmagnsorku til ljósa, hitunar og iðnaðar. Enn er einn búhnykkurinn ótalinn. Þriðjungur hitunargufunnar, sem seld er, framleifid með því að brenna duftmuldum kolum, er framleiddur eingöngu með því að nota kol frá Vestur-Kanada. Með því er árlega komið í veg fyrir innflutning allmargra þúsunda tonna af Bandaríkja- kolum, en það er enginn smáræðis hagur fyrir Vestur-Kanada og landið í heild sinni.^ Þetta er heilbrigt fyrirtæki fyrir bæ- inn, og æskileg og ábótasöm viöskiftaráð- stöfun. Skattgjaldendur Winnipegborg- ar vinna sér bezt í haginn með því, að búa svo um hnútana, að hvorki andúð né af- skiftaleysi ráði niðurlögum þessara auka- laga. AF ÍSLENDINGUM SUNNAN LANDAMÆRA Hinn 23. október í haust var Ncls G. Johnson frá Upham skipaður ríkislög'sóknari fyrir Mc- Henry County i Norður Dakota. Er hann þriðji íslenzki lögsóknarinn í N. Dakota en hin- ir eru J. M. Snovvfield frá Cavalier, og Asmundur Benson í Bottineau. Mr. Johnson var nefndur til embættisins af “Board of County Commissioners,” en engir Is- lendingar eiga sæti í henni. Korriu auðvitað ailir lögmenn í McHenry County til greina, er “B. C. C.” ráðstafaði tillögu sinni. Hefir Mr. Johnson því hlotið embættið eingöngu fyrir hæfi- leika sína, eins og hinir íslendingarnir. Eru 53 ríkislögsóknarar í N. Dakota. I’rir íslenzkir. Ibúataia ríkisins mun nú vera um 600,000, en talið að um 3,000 íslendingar séu þar alls. Er þá 18 hver lögsóknari i ríkinu Islendingur, en ekki nema einn Islendingur af hverj- um 200 manns í ríkimi. Mega Islendinaar vel við una frammistöðu lögmanna sinna, ekki síður nú en áður. En eins og kunnugt er hafa þar syðra í þeim flokki margir ágætir menn starfað. Magnús heitinn Brynjólfsson var rík- islögsóknari í Pembína County í mörg ár. Daníel Laxdal um skeið. P. G. Johnson i Cavalier um tveggja ára skeið; Guðmundur Grímsson dómari í 14 ár. Snowfield í sex ár, að yfirstandandi em bættkstímabili loknu. Benson í Bottineau í 4 ár, að yfirstandandi embættistímabili loknu. Og Hon. Sveinbjörn Johnson var dómsmálaráðherr t og hæstaréttardómari. Hinn nýskipaði ríkislögsóknari er sonur Guð- bjarts Jónssonar, sem ættaður er frá Akranesi á íslandi, og konu hans, Guðrúnar (Jónsdóttur?) ættaðri úr Húnavatnssýslu. Eru þau hjón bæði á lifi og búsett í Upham, N. Dakota. Annar sonur þeirra hjóna dvelur í New York, við lækn- isfræðisnáni; með hjartasjúkdóma sem sérfræð- igrein. Því er rétt að bæta við, að nákunnugur mað- ur syðra, hefir skýrt Heimskringlu frá því, að þau héruð, þar sem islenzku lögsóknararnir starfa, séu einna fjölmennust og umsvifamest héruð í North Dakota. Enda segir hann að alla þrjá hljóti hver óhlutdrægur maður að telja i flokk langfremstu, samvizkusömustu og heið- arlegustu ríkislögsóknara í Nortli Dakota. 1 júlímánuði í sumar bættist nýr maður í hóp íslenzkra lögfræðinga í N. Dakota: Gcstur V. Davidson, frá Garðar. Útskrifaðist hann frá “St. Paul College of Law,” og var meðal þeirra er hæst lögfræðispróf tóku, og stóð jafn framarlega í flokki þeirra. er leyfisbréf fengu nú í haust til lög- mannsstarfsemi. Systir hans er ung- frú Muriel Pansy Davidson, sem mun vera eini íslenzki réttarritari (Court Reporter) í Bandaríkjunum og Kana- da. Hefir hún, eins og Heims- kringla hefir skýrt frá áður, ef rétt er munað, verið réttarritari hjá Guðmundi dóniara Grímssyni, og hefir nú gegnt því starfi í rúm tvö ár. Er það ábyrgðarmikið og vandasamt starf, og hefir Guðmundur dómari lokið hinu mesta iofsorði á hana fyrir það hve prýðilega henni færist verk- ið úr hendi. Hún stundaði skóla- nám að Garðar og Park River, N. D., og lauk fullnaðarprófi til starfs síns á hraðritunarskóla hér í Winni peg. Þau systkin eru börn Jó- hanns G. Davíðssónar, sem ættaðuv er af Fljótsdalshéraði, og konu hans, Ragnhildar Björnsdóttur, ættaðrar úr Húnavatnssýslu. Tveggja landbúnaðarfræðinga ís- lenzkra, er Heimskringla hefir ekki áður fengið fregnir af, skal hér að síðustu geta. Þorstcinn T. Kristj- ánsson, sonur Mr. og Mrs. Trausta Kristjánsson að Garðar, er héraðs- ráðunautur (County Agent) í Pierce County, N. D., búsettur í Rugby. Hann útskrifaðist af landbúnaðarhá- skóla N. D. ríkis í Fargo, og hefir, að því er kunnugir herma, unnið síðan mikið og þarft verk, til þess að kenna bændum í héraði sínu beztu bún aðaraðferðir, er nú þekkjast. Thordur IV. Thordarson, sonur Gríms Thordarson og bróðursonur C. H. Thordarson rafmagnsfræðings og verksmiðjueiganda i Chicago, er for- stjóri útbreiðsludeildar landbúnaðar- háskóla N. D. ríkis. Nám stundaði hanji við landbúnaðarháskólann í Fargo og í Chicago. Hann annast alla bréfaski ftakennslu (Correspon- dence Courses) við landbúnaðarhá- í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið. þangað. skólann, og er það mjög yfirgrips- mikið ábyrgðarstarf, því þeir erit margir, er eigi geta komist frá heim- ilum sínum til skólagöngu og verða því að nema það, er hugur þeirra stendur til, með bréfaviðskiftum. Og er það segin saga, að til slíkrar kennslu þarf að vanda sem bezt til þess að hún nái tilgangi sínum. VINNUMAÐUR, vanur skepnu- hirðingu getur fengið ágæta vist út á landi yfir veturinn. Rýmileg kjör og kaup ef maðurinn er duglegur og notinvirkur. Spyrjist fvrir á Hkr. eða skrifið Ben Rafnkelsson, Vogar, Man. Gunnar Erlendson Pianokennari Kennslustofa: Talsími 684 Simcoe St. 26293 EFLUM WINNIPEG Greiðið Atkvæði og Kjósið WEBB Til Borgarstjóra Sem Bæjarráðsmenn: 2. Kjördeild: Luce, F. M.; Maybank, Ralph, Roberts, A. J. 3. Kjördeild: Barry, J. A.; Calof, Rockmil. 1. Kjördeild: Andrews, H. (Bert); Barrowman, (C. E.) L. F.; Simonite, C. E. Greiðið atkvæði þeim sem eru í yðar kjördeild: 1, 2, 3, eftir því sem þér óskið Sem Skólaráðsmenn: 2. Kjördeild: Milton, W. R.; Warriner, Dr. E- F. 3. Kjördeild: McFarlen, Dr. H. A.; Smith, Dr. Frank A. 1. Kjördeild: Bowles, A. E.; Manahan, W.; Thompson, F. G. WINNIPEG CIVIC PROGRESS ASSOCIATION Vandamál Winnipegborg- j ar verða ekki leyst nema i af framsýnum og skjótráð- [ um mönnum. Greiðið 1. Atkvæði Bæjarráðsmannsefni Ralph Maybank í 2. Kjördeild —Studdur af— THE CIVIC PROGRESS ASSOCIATION MUNIÐ AÐ KJÓSA

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.