Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 1
FATALITI X OG HIIEIXSDN Klllce Ave. and Simcoe Str. Hnttar hreiiiNii r»ir o>»- endnriiýjnKir. Detri hreiuMiin jnfnAdýr Ágætustu nýtízku litunar og: fata- hreinsunarstofa í Kanada. Verk ELLICE AVK. nnd SIMCOE STR. \A innipcK —s— Alnn. Dept. H. XUV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUÍDAGINN, 20. NÓV., 1929 NÚMER 8 HELZTU FRÉTTIR *“-------------------------- KANADA —-------------------------* Bæjarstjórakosningar fara fram nú á föstudaginn hér í Winnipeg. Er mest keppni um borgarstjóraembætt- íö ag vanda, nema því fremur nú, ab þrír sækja um virðinguna: Nú- verandi borgarstjóri Dan McLean; Markús Hyman, lögmaður, og Ralph H. Webb hersir, fyrverandi borgar- stjóri. Mr. Webb og Mr. Dan Mc- Lean þekkja Winnipeglesendur tölu- vert frá borgarstjórnartíð þeirra. Mr. Hyman er fæddur á Englandi, og tók þar lögfræðispróf með hárri eink «n, eftir að hafa fleytt sér yfir öll sín námsár á verðlaunafé fyrir fram- úrskarandi námsgáfur. Síðan varð liann einkaritari Gaekwarsins af Baroda, eins helzta stólkonungs á Indlandi og einhvers auðugasta þjóð- höfðingja í heimi, og kennari sonar hans uni leið. Þaðan kom hann hingað til Winnipeg, og þefir rekið lögmannsStarf lengi af miklum dugn- aöi, við vaxandi orðstír. Bardaginn milli þessara þriggja er Iiinn harðasti. Mr. Webb telur horgarstjórnina hafa verið alveg dáð- lausa i höndum nú verandi borgar- stjóra, og þýði þvi eigi að kjósa hann, en ef Mr. Hyman verði kosinn, þá tnuni allir stót iðjuhöldar fælast írá Winnipeg af ótta við borgarstjóra úr verkamannaflokki.— Mr. McLean og helztu fylgismenn hans kveða at- hyglisvert, að halda því fram að Mr. Webb hafi nokkru afrekað á borgar- stjóraárum sínum. Sé það á allra vitorði, að Mr. McLean hafi alla þá tíð verið hinn raunverulegi borgar- stjóri, þareð Mr. Webb hafi verið cins og þeytispjald út og suður í hé- gómlegum erindagjörðum, er aldrei hafi borið neinn árangur, er sjáan- legur sé hér í borginni, í einu eða öðru, í stað þess að sitja heima og taka einhverntíma þátt í einhverju af þeim málum, er raunverulegu máli skifti fyrir bæjarfélagið. — Mr. Hy- man gerir ekki síður skop að gufu- hlæstrinum í Mr. Webb, og kveður öllum mönnum vitanlegt og sýnilegt.að ekkert liggi eftir Mr. Webb, sem borg- arstjóra. Hafi hann gumað afar mikið af þeirri stóriðju, er hann myndi leiða til Winnipegborgar; hafi setið hér í þrjú ár samfleytt, og ekki komið hingað einu einasta iðnfyrir- tæki, ekki einú sinni grindinni af skó- fatnaðarverksmiðjunum, er hann hafi loks að síðustu “fullvissað” Winni- pegbúa um að hann myndi færa þeim. >á gerir Mr. Hyman ótæpt skop að þeirri fáfræðiskenningu Mr. Webb, að stóriðjuhöldar myndu hræðast einn borgarstjóra úr verkamannaflokki, svo að þeir létu hann fæla sig frá atvinnurekstri, hvenær sem þeim sýndist. Sé yfirburða hlægilegt að vera að reyna að blása lifsanda í nasir þess draugs einniitt nú er verka mannastjórn sitji við völd í voldugasta samveldi heimsins, og forsætisráð- herra þess sé nýkominn heim úr óslit- inni sigurför um Bandaríkin og Kana- da. Séu þeir tíniar nú komnir að jafnvel Mr. Webb sé farinn að vit- kast það mikið, að hann sjái heimsk- una í því, að leggja það til, að mönn- um sé drekkt, eins og galdranornum á miðöldunum, af þvi einu, að þeir aðhyllast að öllu eða einhverju leyti skoðanir verkamannaflokksins! Bend ir Mr. Hyman einnig á það í sambandi við ummæli Mr. Webb þar að lút- andi, að það sé að minnsta kosti á- ráðvendni, ef ekki fávísi, að halda því fram, að fjármálamenn fælist Winni- peg af ótta við verkaniannaborgar- stjóra, þvi einmitt árið 1922 hafi Winnipeg Electric lýst því yfir, að það gæti ekki fengið lánsfé til bráð- nauðsynlegra endurbóta. Undir árs- lok 1922 hafi Mr. Farmer verið kos- inn borgarstjóri, og hafi þá brugðið svo við, að þrem mánuðum eftir kosningu hans hafi Winnipegbær, á- samt skólaráðinu hér, komist að hag- kvæmayi lánsskilmálum á peningamark aðinurrl í New York, en nokkur önnur borg í Kanada. Og ekki þar með nóg, heldur hefði þá einnig brugðið svo við, að Winnipeg Electric hefði allt í einu getað fengið $3,000,000 lán, einmitt eftir það að þessi háska- legi verkaflokkssinni, Mr. Farmer, var búinn að sitja alllengi í borgar- st j óraembættinu. Engin spá þykir annari líklegri um það, hver hlutskarpastur muni verða. Það hefir vakið töluverða eftir- tekt hér i Winnipeg nú undir borgar- stjórakosningarnar, að stórblaðið “Tribune,” höfuðmálgagn conserva- tíva, lét svo ummælt í ritstjórnargrein á fimmtudaginn var, að stefnuskrá verkamannaflokksins og Mr. Hyman væri lang aðgengiffegust og miðaði svo bersýnilega til mestra framfara og heilla Winnipegborg, að blaðið teldi því nær víst, að hinir frambjóðend- urnir jrrðu að taka flest höfuðatrið- in úr henni í sína stefnuskrá, ef hún eða þær ættu að vera nokkurs virði. Nefnir blaðið helztu atriðin i stefnu Mr. Hyman, þessi: Efling iðnaðar og endurbætur á kjörum verkamanna og afkomu. Bæjarsýning — tafarlaiist; en þó ekki á þeim stað, er taki nauðsynlega leikvelli frá alþýðu manna. Koma upp samkomu- og sönghöll fyrir Wjnnipegborg. Stofna og búa að fullu flugstöð er tryggt gæti Winnipeg forystu á því sviði. Fullkomin skipulagning og hverfa- skifting um alla Winnipegborg. Endurbæta stræti og þjóðvegi til borgarinnar. Prýða árbakka innan takmarka borgarinnar. Leggja sem fastast að stjórninni, að hraða byggingu háskólans. Á fimmtudaginn lézt að heimili sínu í Baldur, Man., Dr. I. M. Cleg- horn, fylkisþingmaður fyrir Moun- tain kjördæmi. Hafði hann setið á fylkisþingi síðan 1927 aðeins. Fór jarðarförin fram að Baldur á laugar- daginn var. Sendi stjórnin, con- servativi og liberali flokkurinn full- trúa til þess að vera við útförina og var W. J. Lindal lögmaður einn af fulltrúum liberala. *-------------—--------* BANDARlKIN Frá Washington er símað 18. þ. m., að svo liti út sem tollhækkunarlög- in ætli engan verulegan byr að fá fyrir andstöðu hinna svokölluðu ó- háðu öldungaráðsmanna repúblíka, og vestanmanna, til dæmis Borah frá Idaho, Walsh frá Mpntana, Norris frá Nebraska, Norbeck frá S. Dakota, Brookhart frá Iowa, Nye frá N. Da- kota, o. fl. Hefir oft slegið í af- skaplega rimmu á milli þeirra, og hinna gamaltryggu flokksbræðra þeirra er eigi hafa getað þdkað “uppreisnar- mönnum” til hlýðni. Þó er sagt, að eitt hvað muni verða hækkaður tollur- inn á kanadiskum afurðum ýmsum, til dæmis gripum, nautakjöti, lamba- og kindakjöti, alifuglum, húðum, leðri, hörkorni, kartöflum, rófum, mösursýkri, rjóma, mjólk, osti og fiski, og ýntsum öðrum minniháttar útflutningsafurðum héðan. Frá Washington, D. C., er símað i gær, að látist hafi á mánudaginn síð- degis, hermálaráðherra Bandarikj- anna, James W. Good. 63 áfa að aldri, af blóðeitrun, eftir að hafa verið skorinn upp við snöggri botn- langabólgu. *---------------------------* BRETAVELDI iK__________________________» Nýlega er látinn í London Thomas Power (“Tay Pay”J O’Connor, “fað- ir neðri málstofunnar,” nafnkenndur írskur stjórnmálamaður (heimastjórn- armaður) og ritstjóri, 81 árs að aldri. Hafði hann setið óslitið á þingi frá 1880 og hafði lengsta þingvist að baki sér allra manna í neðri mál- stofunni. Var hann einhver allra öflugasti forystumaður heimastjórnar mannanna írsku, frá því að hann var fyrst á þingi. Meðfram Clyde fljótinu á Skot- landi eru mestu skipasmiðjur heims- ins, elns og mörgum er kunnugt, en annars er víðar á Bretlandseyjum geysistórar skipasmiðjur, til dæmis i Belfast, Wallsend, W. Hartlepool og Barrmy. I ágústmánuði var seytj- án skipum, samtals 48,414 smálestir, hleypt af stokkunum við Clyde. Er það meira en nokkurn annan mánuð undanfarinn á þessu ári, að marzmán- uði udanteknum. Enda hefir meira verið byggt af skipum á Bretlands- evjum i ár en í fvrra á jafn löngum tíma. MEXICO Eorsetakosningar í Mexico fóru frani á sunnudaginn var og var Ortiz Rubio kosinn með yfirgnæfandi meiri þluta. Allmiklar óeirðir urðu víða kosningadaginn, og er talið að um 20 manns hafi verið drepnir í þeim hreðum, en um 50 særst. Einræðið í Júgó-Slavíu (Enskur blaðamaður, sem lengi hef- ir verið í Belgrad, Zagreb og fleiri 'borgum í Júgó-Slavíu, hefir ritað grein þá, sem hér fer á eftir. Yf- irvöldin i Belgrad svnjuðu honum um landsvist nýlega, nema að hann vildi lofa að rita einungis vinsamleg um- mæli eða hlutlaus um stjórnarfarið í Júgó-Slavíu. Hann kvaðst ekki vilja ganga að þeim boðum og fór úr landij. Þegar Pera Zhivkovitch hershöfð- ingi hrifsaði völd í Júgó-Slavíu í janúarmánuði, var stjórnarskráin upp hafin og þjóðin svift öllum borgar- legum réttindum. Þing var rofið, einræði sett á stofn og land allt lýst undir herlögum. Því var við borið, að þingræðisstjórnin hefði ekki reynst starfi sinu vaxin, og hermenn einir væri færir til þess að stjórna rík- inu, binda enda á glundroða stjórn- arfarsins, uppræta spillingu, og eink- anlega koma á sættum með Serburn og Króötum, og jafna allar deilur við erlend riki. Um átta mánaða skeið hefir Júgó- Slavía verið eins og dauðra manna reitur. Þingið er úr sögunni, og það hefir með syndum sínum greitt götu einveldisins. Blöðin eru mátt- laus, — þeim er ekki leyft að láta í ljós skoðanir á opinberum málum, nema til stuðnings einveldinu. Stjórn málaflokkarnir hafa verið kúgaðir. Hvergi heyrist opinber gagnrýni, hvar sem farið er um landið. Her- menn eru gersamlega einvaldir, allt frá Maribar til Monastir. Og ef vér spyrjum hvort einræðiisstjórnin haÉi greitt fram úr nokkuru einasta viðfangsefni, sem valdið gat sundr- ungu ríkisins, þá verður að svara því neitandi. Efnahagur manna og fjármál ríkis- ins hafa aldrei verið verri en nú. Skipanir og gagn-skipanir koma í sí- Sherbrooke brúin Eins og kunnugt er á að gera alfara þjóðleið gegnum Winnipegborg og hefir Sherbrook stræti komið til tals. Verður þá gerð brú yfir spor- skiftagarða C. P. R. og verður fé til þess veitt með samþykkt auka- laga nú á föstudaginn. Ættu allir íslendingar að greiða atkvæði bygg- ingu Sherbrook brúarinnar, þvi bæði er hún bænum hin mesta nauðsyn og flytur um leið alfaraleið bæjarins í íslendingahverfið, og getur það mun- að oss hér í vesturbænum, fyrir vest- an Sherbrook, nteira en litlu, á einn og annan hátt. fellu frá stjórninni og framkvæmda- valdinu, og afleiðing þess er geysi- legur glundroði á öllunt sviðum. Spilling er í algleymingi eins og áður. Samkomulagið við aðrar þjóðir, — einkanlega Búlgaríu, — hefir aldrei verra verið en nú. En um mikil- verðasta málefnið, — sameining Serba og Króata, — er það að segja, að aldrei hefir sambúð þeirra verið verri. Margar handtökur Aldrei hafa íbúar í Zagreb orðið fyrir meiri vonbrigðum eða orðið grantari við stjórnina. Allt til skamms tíma var konungurinn enn vinsæll þar í borginni, og var talinn æðsta ímynd eindrægninnar í Júgó- Slavíu, en nú er ekki á það hættandi fyrir hann að fara þar um strætin. I ianúarmánuði áttu lögfræðingar í Zagreb fund með sér og sömdu þar hollustu-ávarp til konungs. Einn fund armanna lagði til, að bæta skyldi þar í beiðni til konungs um að veita þjóð- inni aftur það stjórnfrelsi, sem hún hefði áður haft. Tillögumaðurinn var handtekinn, yfirheyrður í Belgrad og dæmdur t sex mánaða fangelsi. Siðan 6. janúar hafa um 300 manns verið hneptir í fangelsi, einkurn stúdentar og verkamenn, allir sakað- ir um “stjórnmála afbrot.” Síðustu vikuna í júlí voru látnir lausir þjóf- ar og aðrir sakamenn, sem dæmdir höfðu verið til skammrar fangelsis- vistar, til þess að rýma fyrir þeim, sem sekir höfðu gerst unt “stjórnar- farsleg” afbrot. Landið er orðið paradís lögreglu- njósnara, útsendara, þrjóta og þorp- ara. Það er altítt, að lögreglufor- ingjar, einkum í smábæjum, kúgi fé af þeim, sem eitthvað eiga. I fangelsum eru rnenn pindir tii játningar með hinurn grimmilegustu pyndingum. Margir fangar, sem ekki hafa getað risið undir þessum þjáningum, hafa ráðið sér bana. Einn fangi var laminn til dauða í Zagreb, og því næst fleygt niðttr í gangstétt út um fangelsisglugga, svo að ekki væri annað sýnna, en hann hefði ráðið sér bana. Tveir kommúnistar voru og barðir þar nálega til bana og síðan fluttir að landamærum Aust- urríkis og skotnir þar, en lögreglan skýrði svo frá, að þeir hefðu ætlað að flýja yfir landantærin og verið skotnir á flótta. I þorpinu Samobar réðust hermenn á þrjá menn, sem taldir voru kommúnistar og brutu upp svefnherbergi þeirra. Þeir voru all- ir skotnir, en lögreglan skýrði svo frá, að slegið hefði i bardaga og einn þeirra verið skotinn, en hinir frantið sjálfsmorð. Enginn er óruggur Varla getur heitið að nokkur ntað- ur megi um frjálst höfuð strjúka, því að allir geta átt vón á því að vera grunaðir um að fylla flokk kommún- ista. Alkunnugt er, að kommúnist- ar eru talsvert öflugir í Júgó-Slavíu, og einræðisstjórnin hrekur marga hina áræðnari stúdenta og verkamenn inn í flokk þeirra. Einræðismenn- irnir gleðjast yfir því með sjálfum sér, að þessi flokkur skuli vera til, því þeir geta þá látið heita svo sem að þeir séu að berjast gegn bolshe- víkingum, og vona að geta haft það að yfirskini til þess að öðlast virðing og viðurkenning annara þjóða í vesturhluta álfunnar. Einræðisvaldið berst með sverðum og skammbyssum. Það liggur eins og martröð á allri þjóðinni. Jafnvel vinir geta ekki framar treyst hver öðrum, og allir forðast viðræður um stjórnmál. Enginn veit, nema að hann sé að tala við njósnara eða stjórnar-útsendara. Hver maður getur átt á hættu að vera sakaður um fylgi við kommunista, jafnvel þó að hann hafi aldrei komið nærri slík- um félagsskap. Daga og nætur ganga vopnaðir lögreglumenn um torg og stræti í Zagreb, vegna ‘komm- únista hættunnar.” Og þó er stjórnarfarið hálfu verra í Makedóníu en Zagreb. Þjóðarbrot- in, sem þar eru í minnihluta, eru svift öllum réttindum. Hvarvetna þar, sem þjóðarbrot þessi búa^ hafa serbnesk yfirvöld flæmt fulltrúa þeirra úr opinberum embættum. Öll helztu störf í pósthúsum, og meðal lögreglunnar og járnbrautamanna, eru fengin i hendur Serbum. Allir hermenn í herbúðum eru aðkomu- menn, heimamennirnir, sem ganga í herþjónustu, eru jafnan sendir á ‘ó- kunnugar stöðvar. Þjóðverjar og Ungverjar eru þjakaðir og féflettir meir en nokkru sinni áður, og þó er þeirra hlutskifti ekki þungbært í .samanburði við kjör Makedóniu- manna. Fyrir tíu árum hlaut Júgó-Slavía rikisréttindi sín, og Serbar, Króatar og Slóvenar tóku þeim með ofsaleg- um fögnuði, er þeir sáu loksins frelsi og eindrægni framlindan, eftir margra ára baráttu. Háir og lágir voru ein- huga um, að hin þingbundna stjórnar- skipun væri trygging fyrir farsælli framtíð. Alexander konungur lýsti jafnvel yfir því, þegar hið nýja riki var stofnað, að hinn vildi aðeins vera konungur frjálsra borgara, og að hann myndi verða trúr “hinum miklu grundvallaratriðum þingbundinnar stjórnar, sem í raun og veru væri lýðstjórn í víðustu merkingu.” Lýð- stjórninni er nú lokið. Frelsinu er 1 glatað. Það er lítill efi á því, að ef einræðið helst, þá mun því takast að sundra þeirri eindrægni, sem loks hafði komist á eftir ianga og harða baráttu.—Visir. Frá Islandi. Fréttabréf úr Mýrdal 18. ágúst.—Tíð ágæt. Þurkar þó fremur daufir undanfarna viku' og lítið sem ekkert hirt af heyjum. 5. sept.—Skínandi þurkur undan- farinn hálfan mánuð, venju fremur heitir dagar, en oft frost á nóttum. Allir búnir að hirða upp það sem slegið var, en allstaðar almlikið ó- slegið. 16. sept.—Tíð mjög vætusöm frá 6. þ. m. Nær allir búnir að slá, en almenningur á meira eða minna úti af heyjum. 5. okt.—Tíð slæm, úrkoma nærri því á hverjum degi, og oft frost og snjókoma fram í byggð, kyngisnjór til heiða. Sláturfjárrekstrar austan yfir Mýr- dalssand, sem fara áttu til Víkur, teptust vegna sjókomu. Þriggja daga þurviðri, en allmikið frost þrjá daga og munu flestir hafa náð heyi því, sem úti var. Hey úti á aðeins nokkrum bæjum ennþá. Nær allstaðar búið að taka upp kartöflur. Uppskera með bezta móti, þar sem ekki hefir verið kar- töflusýki, en hennar hefir orðið vart allvíða, þó ekki að mun, nema á ein- um bæ. Þar ónýttust allar kartöfl- ur. Sauðfjárslátrun byrjaði í Vík 25. f. m.—Vísir. Salmagundi I 44. tölublaði “Lögbergs” birtist grein, “Vinsamleg bending,” eftir séra Carl J. Okon, athugasemd við grein þýdda af Thóru B. Thorsteins- son um “Áhrif bænarinnar.” Eg hefi ekkert út á þessa grein séra Carls að setja, nema ef vera skyldi þær staðhæfingar hans, að “engin stétt hafi jafn mikil áhrif á mannfólkiö og prestastéttin,” og að “björtu ljósin í öllum stéttum, eru trúmenn.” Eg efast um fullkamið sannleiksgildi þess ara staðhæfinga, en finn til þess, jafnframt, að hann á rétt til eigin skoðana í þessum efnum sem öðrum. Nokkurs hugarróts gæti það þó valdið séra Carli, fengi hann að rannsaka hjörtu og nýru þeirra “björtu ljósa” í öllum stéttum sem nú ráða lafum og lögum í heiminum. * * ¥ Það sem ég finn athugavert við grein séra Carls er það, að hann ger- ir énga tilraun til þess að finna stað orðum sínum um gildi bænarinnar, en lætur það nægja að staðhæfa sína eigin vissu um bænheyrn. Þeir eru æði margir meðal vor, sem ekki hafa ennþá getað gert sér grein fyr- ir því, hvernig guð fái breytt ætlun sinni og eðlislögum (jafnt andlegum, sem líkamlegum) til þess éins að verða við bænum þeirra sem eftir slíkum breytingum óska. Gæti það talist þarft verk af einhverjum presti að gefa trúveikum almenningi heimspeki lega skýring um hvernig þetta megi verða. Mér er kutinugt um eina slíka skýr- ing eftir þjónandi prest í hinu ev. lúSerska kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi, en það er hvorttveggja, að hún var samin fyrir fimtungi aldar á árum byltinga innan félagsins, og hitt, að hún er vart nægilega róttæk til að svara öllum þeim spurningum sem í hugann koma, þegar máttur bænarinnar er tekinn til grandskoð- unnar. Sú skýring gefur til kynna, að guð heimti og þrái að maðurinn leiti '•'1 hans í bænum, ekki vegna þess, að bænin orki nokkrum breytingum, á því sem hann hefir fyrir lagt, því allt fari sinn eölilega gang, hvort sem beðið sé eða ekki, heldur hitt, að með bæninni beri maðurinn vitni undirgefni sinni. Höfundur þeirrar skýringar bætir þvi við, að guð viti fyrirfram hvað ske muni, og að maðurinn fái ekki breytt að neinu leyti því, sem fram á að koma, hvað heitt og innilega sem hann biðji, en aö guð láti oft “í veðri vaka” að annað eigi að ske en það sem hann hefir fyrirlagt, til þess eins, að knýja manninn til bænar. Mér, og kannske fleirunt, er ekki ljóst hve þessi skilningur á bæninni er nú viðtekinn innan vébanda hinnar evangelisku lútersku kirkju. Væri mér ljúft að bæta hér við þakklæti rnínu til séra Carls, vildi hann veröa við þeirri ósk minni að hann skýri málið nokkuð frekar, og það sérstak- lega, hvaða skilningur á bæninni sé nú ráðandi hjá fjöldanum innan hins lúterska kirkjufélags Islendinga i Vesturheimi. —L. F. Ak. 11. okt. Séra Helgi Hjálmarsson, prestur á Grenjaðarstað, flutti með Novu sið- ast alfluttur til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Hefir hann sagt af sér prestsskap frá næstu fardög- um, en brauöinu þjóna þangað til séra Þormóður Sigurðsson á Þór- oddsstað og séra Knútur Arngrims- son á Húsavík — en Grenjaðarstaöur stendur auður í vetur. Eru það mik- il umskifti því þar hefir jafnan verið eitt mesta gestrisnis- og rausnar- heimili í Suður-Þingeyjarsýslu.—Is- lendingur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.