Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 6
( WINNIPEG, 20. NÓV., 1929 Hin betri tegund verzlunarmanna selur og mælir með RobinHoo FI/OUR “Peningana til baka” Ábyrgðin í hverjum pOKtt «. BLAiÐSÍÐA EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. Eg hefi veitt þér glögga eftirtekt, og séð að þú hefir verið eitthvað áhyggjufullur. Eg vona að það hafi ekki verið neinir illir gerningar gegn hjörðum vorum og hæðum. Annars—” ógnandi látbragð endaði setn- inguna. “Eg hefi ort kvæði,’’ mælti Ekkehard. Hjarðmaðurinn hristi höfuðið. “Skrifandi, skrifandi,” mælti hann. “Jæja, það er nokk- uð, sem ekki nær til mín, og samkvæmt guðs- vilja mun hinn hái Sentis líta niður til bama- barna vorra og barna-barna barna og finna þau ennþá algerlega ókunnug penna og skrif- áhöldum. Það er ómögulegt að þessar skrift- ir séu af því góða. Ef maður vill vera líkur guði verður hann að ganga uppréttur, en sá sem skrifar verður að sitja með bogið bak. Og er það ekki gagnstætt boðum guðs? Og ef svo er, hlýtur það að koma frá djöflinum. Gættu að þér fjallabróðir. Ef ég hitti þig einu sinni aftur niðurbældan eins og múrmel- dýr í hellinum þínum og skrifandi, skal ég sýna þér að ég er húsbóndi hér á Ebenalp, og rífa blöðin þín í sundur ögn fyrir ögn, og láta vindinn feykja þeim út milli furutrjánna. Mað- ur verður að lifa hér reglubundnu og óbrotnu ' lífí. Eg segi þér satt, að við yiljum ekki hafa neitt með nein svik eða brögð að gera.’’ “Eg skal aldrei gera þetta aftur,’’ sagði Ekkehard hlægjandi, og rétti fram höndina. Gamla húsbóndanum í Ölpunum hafði hitnað við rauða vínið frá Sennwald. “í nafni hins hátignarlega Sentis,’’ hélt hann áfram. “Hvað á það að þýða, að vera að skrifa niður kvæði? Eintóma fíflsku. Reyndu að skrifa þáð niður ef þú getur!” Um leið og hann sagði þetta byrjaði hann að syngja svo ruddalega og óstilt, að jafnvel hinu æfðasta eyra hefði ekki verið unt að greina þar orðaskil. Á sama tíma sat maður á bezta aldri við steinborð í laufskála þöktu vínviði, í biskups. garðinum að Passau við Dóná. Yfir vörum hans hvíldi einhver gletnissvipur, sem hálfhuld- ist af dökkleitu skeggi; þykkir hárlokkar féllu niður undan floshúunni hans„ og hin ^dökku augu hans fylgdu fast stöfunum, sem hægri hönd hans setti niður á bókfellið. Við stól hans stóðu tveir ljóshærðir drengir, og gægðust kvaldir af forvitni yfir herðar hans. Margar síður höfðu þegar verið letraðar ferðasögum, frásögnum um ofveður, hættur og dauða, og nú var hann að skrifa síðustu blaðsíðuna. Eftir nokkur augnablik lagði hann pennan frá, og fékk sér langan og hressandi teig úr bikar, er hjá honum stóð með ungversku víni. “Er það búið?" spurði annar drengjanna. “Það er á enda,” sagði rithöfundurinn. “Allt búið, sagan um það hvernig það byrjaði, hvernig það vildi til og hvernig það endaðí í gremju og sorg.’’ Hann rétti honum handritið, og með fagn aðarlátum þutu drengirnir tii móðurbróður síns, biskups Pilgerim, og sýndu honum það. “Og þú ert líka í því, elsku móðurbróð- ir,’’ kölluðu drengirnir. Biskupinn reið til Passau með systurdóttur sinni. Þú ert tvisv- ar sinnum í því, og hér aftur í þriðja sinn!” Pilgerim biskup strauk sitt hvíta skegg og sagði: “Þið megið vera glaðir, elsku systur- synir mínir, að Conrad hefir skrifað þessa sögu fyrir ykkur. Þó Doná flytti gull í þrjá daga og þrjár nætur, gætuð þið samt ekki aflað ykk- ur dýrmætari auðs en þessa söngs, því hann segir frá hinum dáðríkustu verkum, sem nokkuru sinni hafa verið unnin í þessum heimi. Á meðan stóð skáidið með Ijómandi ásjónu undir vínviðnum og bergfléttunni í laufskálan- um, og starði á hin visnu rauðu blöð, sem haustvindurinn hafði hrist frá trjágreinunum niður í hið straumþunga vatn Donár. í hægra eyra hans hljómaði einhver amarleg rödd, því á sama augnabliki hafði Ekkehard fyllt tré- krús með víni og sgði við hjarðmanninn: “Einu sinni átti ég góðan félaga; betri lags- mann gæti enginn nokkru sinni átt. Hann hét Conrad. Ástir kvenna og þessa heims metorð er fánýti eitt, en til dauðans skal ég muna, hve mikið ég hefi að þakka okkar gömlu vináttu. Þú verður að drekka skál hans með mér, og ég vil taka það fram, að væri hann hér, myndi hann öðrum frqmar þóknast gamla Sentis.” Hinn gamli hjarðmaður tæmdi krúsina sína og sagði: “Fjallabróðir, ég trúi þér! Hann lifi!' ’ Af þessum ástæðum var hljómur fyrir eyr- um mannsins að Passau, en hvers vegna vissi hann ekki. Dunurinn var ekki alveg dáin út þegar Pilgerim biskup kom. Á eftir honum kom hestasveinn og teimdi reiðhest, þróttlaus- ann af elli, og úfinn í háralagi. Og nákvæm athygli leiddi það brátt í ljós, að hann var blindur á vinstra auganu. Þrátt fyrir það kink aði biskup kolli og sagði virðulega: “Meistari Conrad, það sem þú hefir skrif- að systursonum mínum til skemtunar skal ekki látið ólaunað, Hinn reyndi stríðshestur minn er þín eign.’’ Hálf þunglyndislegt bros kom á varir Conrads meistara, og hann hugsaði: “Mér er launað að verðleikum. Hvers vegna gerðist ég skáld?” En hann sagöi: “Guð launi þér heira biskup! Eg treysti því að þú gefir mér nokkra daga burtfararleyfi svo ég geti hvílt mig eftir skrifið.” Hann klappaði gamla hvíta hestinum, og án þess að bíða eftir svari sveiflaði hann sér á bak. Hann fór vel á hestbaki, var í senn fag- ur og djarfmannlegur, hvatti hinn ásjálega fák til valhopps og reið burt. “Eg skal veðja mínum bezta hauk gegn tveimur turtildúfum,’’ sagði eldri drengurinn, “að hann fer Bechelaren, til Margravkastala. Hann sagði oft: “Eg get eins auðveldlega minst frú Margravine Gotelinde og hennar elskulegu dóttur í kvæði mínu, eins og hins göfuga biskups míns, og þannig gert það líka að minningu um. þær. Eg veit vel, að þær munu láta mér í té enn ljúfari þakkir.’’ Á meðan reið meistari Conrad út fyrir vé- bönd biskupshallarinnar. Hann horfði eft- ir farvegi Donár með löngunarfullu augna- ráði, og tók að syngja með fagurri rödd—. Eif eftir litla stund þyrlaðist rykmökkur framan í hann, svo augu hans fylltust tárum og söng- urinn hætti allt í einu. Erindin, sem hann söng, voru úr kvæði því, er biskupinn hafði skömmu áður launað honum svo höfðinglega. Það var söguóður á þýzka tungu sem hét Niflungaljóð. * * * Það smáleið á haustið. Þó að kveldroð - inn væri bjartari og rauðari en um nokkurn annan tíma ársins, þá fylgdi honum þó snarp- ur svali, og íbúar Alpafjallanna 'tóku að búa sig undir að flytja niður í dalina, því enginn úlfhéðinn getur staðist haustnæðingana þar upp í fjöllunum. Nýfallin mjöll glitraði á öllum fjallatind um og allir vissu að þann snjó myndi ekki taka upp fyr en á næsta vori. Ekkehard flutti síðustu ræðu sína fyrir hjarðmönnun- um. Og þegar hún var á enda kom Bene- dicta hálfhikandi til hans: “Nú eru okkar gleðistundir hér uppi í fjöllunum á enda,’’ mælti hún. “Á morgun leggja menn og skepnur á stað til vetrarbú- staðanna. Hvert fer þú, fjallabróðir?" Honum var örðugt um svarið. “Öllu fremur hefði ég kosið að dveljast hér,” mælti hann. Benedicta skellihló. “Auðheyrt er það að þú hefir aldrei dvalið hér uppi að vetrarlagi, eða þú ætlar þér ekki langa framtíð. Það væri fróðlegt að sjá þig kaffentann í kofanum þínum, þar sem frostið læðist inn um hverju, smugu, skjálfandi eins og espilauf, meðan snjóskriðurnar hrynja allt í kring um þig, og með ísströngla um munninn. Og þegar þú svo kemur niður í byggðina til þess að sækja vistir, þ’á þarftu að vaða kafdjúpan snjóinn. í fyrsta spori sekkur þú til hnés, og í öðru hverfur þú alveg eins og fluga, sem dottið hef- ir niður í mjólkurskjólu. Nú í sumar höfum við séð svo margar hagamýs, að það bendir áreiðanlega á harðan vetur. Eg er þegar farin að hlakka til löngu vetrarkveldanna þeg- ar við sitjum umhverfis arninn og spinnum hör við ljósið af furukyndlinum. Rokkhjólið suðar, það snarkar í eldinum, og við segjum ýms kynjafull æfintýri, og öllum góðum drengjum er leyft að koma og hlusta á. Það er leiðinlegt að þú skulir ekki vera hjarðsveinn fjailabróðir, því þá gætir þú líka komið og hlustað.’’ “Já, það er leiðinlegt,” sagði Ekkehard. Næsta morgun lágði glaðlynd' fylking á stað niður í dalinn. Gamli hjarðmaðurinn hafði búist í sitt fegursta skart, og leit út sem virðulegur gamall ættarhöfðingi. Á höfðinu bar hann kringlótta leðurhúu, og yfir vinstri öxl hans hékk hin fegursta mjólkurbytta, og haáin skálmaði áfram, og svaraði kveðjum kúahirðanna með jafn kvellu og snjöllu hói og unglingur. Á eftir honum komu geitur Benedictu, mestu spellvirkjarnir í hópnum og rak hún þær sjálf, og hafði fest nokkrar af síðustu alpa,rósunum, sem þegar voru tekn- ar að fölna, í sína fögru dökku lokka. Næst kom hin stóra skjöldótta Súsanna, drotning hjarðarinnar. Um háls hennar hékk þung bjalla, sem var merki um tignarstöðu hennar. Hún gekk hægt og virðulega, og í hvert skifti sem einhver önnur belja ætlaði að skálma fram úr henni, leit hún til hennar svo fyrirlitlegum ógnunaraugum, að hún hrökk til baka ótta- slegin. Hægt og seinlega labbaði síðari hluti hjarðarinnar niður brekkurnar. Og mörg beljan, sem glefsaði í ostæta grastoppa við götuna, hvaddi án efa harmþrungin hið safa- mikla alpagras, sem var svo gimilegt til jórt- urs. Griðungurinn bar ein- fættan mjaltastól milli horn- anna, og á breiðu baki hans sat hjarðdrengurinn, og snéri sér aftur og góndi upp í loftið, og söng þessa vísu til fjalla- tindanna: “Horfið er sumarið, haustleg er tíð, hreggbarin fylkja sér ský. Sofið vel, herrar, í svellum og hríð unz sumariö kemur á ný.’’ Sleði, með ýmsum húsbún- aði og áhöldum hjarðmanna rak lestina. Smám saman hurfu hjarðmennirnir, kýrnar og geiturnar inn í furuskóg- inn; hinn fjörlegi söngur þeirra og ómurinn dó út í fjarska, og hlíðin varð aftur jafn þögul og einmana eins og um kveldið, þegar Ekkehard hafði fyrst kropið á kné fram- an við krossinn í Öræfakirkju. Hann gekk inn í helli sinn. í þessu kyrláta lífi meðal fjall anna, hafði hann komist í skilning urn, að einveran er aðeins skóli fyrir lífið, en ekki lífið sjálft, og sá, sem sekkur sér niður í aðgerðarlausa í- hugun, er týndur og gagns- laus maður. “Hjá því verð- ur ekki komist,” mælti hann. “Eg verða að fara aftur niður í dalinn. Snærinn er of kald ur, en ég of ungur til að ger- ast einbúi.” “Nú kveð ég þig Sentis, með tignfagra tinda, sem treystuð minn hug, og sem eflduð rninn þrótt! Til heilagrar einveru uppsprettulinda ég aftur hef þrek mitt og hamingju sótt. Hér uxu mér vonir á eilífðarvegi, nú öruggur geng ég í sérhverja þraut. Eg örmagna kom, þegar eldi af degi ég ungur og hugrakkur stefni á braut.’’ Hann þreif malpoka sinn og tróð í hann þeim fáu munum, sem hann átti. Valter- kvæðið, sem var það dýrmætasta, sem hann átti í eigu sinni, vafði hann vandlega sarnan og lagði ofan á í pokann. Hálftæmd blek- bytta stóð þar á steini. Hann greip hana og henti henni niður í gilið, þar sem hún brotnaði í rust. Þríhyrnta harpan hans hallaðist þunglyndislega upp að þúfu framan við hell- inn. “Dvel þú hér kyr til þess að rnýkja þeirn manni einveruna, sem kemur á eftir mér," mælti hann. “En láttu ekki óm þinu vera klökkan eða veikan, því að betra væri þér þá að vatn drypi ofan af klettinum á strengi þína, svo að þeir ryðbrynnu, og að jökulvindurinn blési á þá, og sliti þá! Eg hefi kveðið kvæði mitt til enda!’’ Og hann hengdi hörpu sína á nagla inn í hellinum. í þessu einsetumannslífi sínu hafði hann srníðað sér öflugan boga, pg í hellinum fann hann örvamæli og örvar frá dögum Gott- skálks. Klæddur í úlfhéðinn sinn og búinn þessum vopnum stóö hann utan við dyrnar, og leit yfir þennan stað, þar sem hann hafði eytt þessum gleðiríku vikum. Hann lét enn einu sinni augun hvarfla frá þessum fjalla- tindum, sem honum var farið að þykja svo vænt um, yfir hið sægræna fjallavatn sem blikaði í sólskininu umlukt skuggasælum furutrjám. Það var allt jafnfagurt og áður Steinklappan sem tekið hafði sér bústað með honum í hellinum, settist ástúðlega á axlir hans, og breiddi út hina dökku og rauðu vængi sína, sveif síðan upp í bláloftið, eins og hún vildi verða fyrst að tilkynna Sentis burtför einsetumannsins. Ekkehard tók spjót sitt sér í hönd og hélt niður hinn kunna brattastíg. Hann stanzaði einu sinni enn við Ascherkletta, og veifaði hendinni til gamla bústaðarins, og sendi þangað kveðjukall, sem endurómaði frá Kamor og Hohenkasten til Maurwiese, áður en það dó út í afkyrnum fjallanna. “Hann getur gert það verulega vel,” sagði einn hjarðmaður, sem var á leiðinni nið- ur í dalinn, við félaga sinn. “Næstum því eins vel og gestasmalinn,” svaraði hinn, um leið og Ekkehard hvarf á bak við klettana. * * ¥ Geislar hinnar upprennandi sólar höfðu í nokkra klukkutíma leikið um Öræfakirkjuna, sem eins og yfirgefið hreiður rnændi rauna- lega niður í dalinn, en fjallapresturinn kom aldrei aftur. Umhverfis Konstanzvatnið voru menn að búa sig undir vínuppskeruna. Eitt fagurt kveld sat Heiðveig hertogafrú úti í kastalagarð inum, og hin trygglynda Praxedis við hlið hennar. Líf hinnar grísku meyjar hafði gerst erfitt og óþægilegt síðustu vikurnar. Hús- móðir hennar var oftast í þungu skapi, önug og afundin. Þenna dag hafði Praxedis ekki get- að með nokkuru móti fengið hana út í sam- ræður. Það var dagur hinna kveljandi endur minninga. j “Það var einmitt þenna dag fyrir ári síð- an," sagði Praxedis tómlega,, “sem við sigld- um yfir vatnið og heimsóttum St. Gall.” Hértogafrúin svaraði engu. “Margt hefir nú skeð síðan þá,” ætlaði Praxedis að bæta við. En þögn húsmóðurinn- ar olli því að orðin dóu á vörum hennar. “En hefir mín göfuga húsmóðir heyrt,” tók hún aftur til máls eftir dálitla þagnarstund, “hvað menn segja um Ekkehard?” Heiðveig hertogafrú leit upp, og um var- ir hennar fór dálítill titringur. “Og hvað segja menn?’’ spurði hún kæruleysislega. “Herra Spazzo hitti um daginn ábótann frá Reichenau," sagði Praxedis, “og hann sagði: ‘Hefir þú heyrt hinar síðustu nýungar? Ölpunum hefir hlotnast mikill heiður. Sentis tindar kveða við af hörpuslætti og skáldakvaki. Nýr Homer hefir sezt að þar uppi, og ef hann aðeins vissi, í hvaða helli menntagyðjurnar dveldu, gæti hann stjórnað dansi þeirra líkt og Apollo frá Cynthus.’ Og þegar herra Spazzo hristi höfuðið og sagði: ‘Hvað kemur mér það við?’ svaraði ábótinn: ‘Öað er enginn annar en hann Ekkehard þinn. Fregnin kom til okkar frá klausturskólanum að St. Gall!’ Og herra Spazzo svaraði hlægjandi: ‘Hvernig getur hann ort og sungið? Hann, sem gat ekki éinu sinni sagt sögu.’ ’’ Hertogafrúin reis á fætur. “Segðu ekki meira,” mælti hún; “Eg vil ekki heyra neitt frekar um þetta mál." Og með hendinni benti hún Praxedis að fara. Og hin gríska mær dró sig hugdöpur í burtu. En frú Heiðveig hafði ekki látið í ljósi það„ sem í hjartanu fólst. Hún gekk að garð- veggnum og tók að stara til svissnesku fjall- anna. Það var komið rökkur, og grátt og þykkt skýjabelti hafði lagst yfir roðabjarma sólarlagsins, sem sást aðeins niðurundan því í titrandi geislagliti sínu. Hjarta hennar glúpnaði við það, að sjá hina hlýju geisla hverfa af yesturhimninum og deyja. Hún gat ekki litið af fjallinu Sentis — henni virtist sem himininn opnast og englar stíga piður á tinda þess, og líða síðan upp aftur með rnann í auð- þekktum munkakufli — og maðurinn var ná fölur, liðið lík, og skær og fagur geislabaugur umlukti þessa loftför. En Ekkehard var ekki dáinn. Allt í einu hrökk hertogafrúin upp úr hugleiðingum sín- urn við lágt þythljóð, og er hún horfði rann- sóknaraugum yfir klettóttu hlíðina, þar sem fanginn hafði eitt sinn sloppið á burt, þá kom hún allt í einu auga á einhverja ógreinilega vofu, sem hvarf út í rökkrið. Það var ör sem féll við fætur hennar. Hún tók upp þessa ein- kennilegu sendingu. Auðséð var að hún var ekki kominn frá neinni fjandmanns hendi, því þunnu bókfelli var vafið þétt um skaftið, og um oddinn var sveigur af viltum fjallarósum. Hún rakti upp bókfellið og bar kensl á rit- höndina. Það var Valterskvæðið. Framan á var skrifað með rósrauðum stöfum: “Kveðja til hertogafrúarinnar í Svabíu.” Og þar neð- an undir orð Jakobs postula: “Sæll er sá maður, sem stenzt freisting- una. Hin stolta kona draup höfði og grét sár- an. HEIMSKRIhÍGLA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.