Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. NÓV., 1929 Fjær og nær. Séra Þorgeir Jónsson messar a5 Árborg næstkomandi sunnudag, 24. þ. m., kl. 2 e. m., og aS Riverton sunnudaginn 1. des., kl. 3 e. m. Séra Guðmundur Árnason mcssar á Lundar nœsta sunnudag, þann 24. þessa mánaðar. Cand. Theol. Philip M. Pétursson flytur messu á ensku í Sambandskirkju í Winnipeg, á sunnudaginn kcmnr, 24. þ. m., kl. 11 fyrir 'hádegi. Ungmenni Sambandskirkju og ung- menni Unítarakirkjunnar safnast til leikhússferbar á þriðjudagskvcldiS 26. nóvember. OHu ungu fólki er boöið a8 taka þátt í förinni, og LJÖÐMÁL —kvæöi eftir Richard Beck, nýkom- in á bókamarkaöinn. Prentuð hjá Columbia Press, Ltd. Kosta í fag- urri kápu $1.50, innbundinn $2.00. Mun fjöldi manna velja þessi kvæði til jólagjafa um næstu jól. Aðal útsala í bókaverzlun Ólafs S. Thor- geirssonar, 674 Sargent Ave., Winni- peg. Sendið eftir nýútkominni bóka- skrá. Jólakort Mikið og sktautlegt úrval. Tólf einkar smekkleg kort úr einkar góðu efni og umslag með fyrir $1.50, $2.00 og þar yfir. Nafn og address prent- að og lukkuóskir, úrvals visa úr ís- lenzkum eða enskum ljóðum eins og hverjum sýnist og hver velur. — Bókaverzlun Ólafs S. Thorgeirsson- ar, 674 Sargent Ave., Winnipeg. Oðinn Kaupendur hér í landi að þessu mæta við Sambandskirkjuna á Ban- ning & Sargent, ekki seinna en kl. j merka tímariti getá fengið þá eldri 7.30. Þeir sem koma eru beðnir að j árganga sem þá kann að vanta fyrir hafa með sér 50c til þess að borga $2.00! árganginn. Sendið pantanir Nýjar Kvöldvökur Eg hefi nú fengið siðustu heftin af þessum árgangi (1929) og sendi ég þau tafarlaust til kaupenda víðs- vegar. í þessum heftum er meðal annars lagleg grein um Einar H. Kvaran, meji mynd af honum. — Kvöldvökur eru skemtilegt alþýðurit —flytja bæði fróðleik og sögur. Verð árgangsins $1.75/ Eg býð nýjum kaupendum kjörkaup á eldri árgöng- um. Skrifið mér um þetta sem fyrst. Magnús Peterson, 313 Horace St., Winnipeg, Man., Canada. fyrir leikhúsið og hressingarnar. sem allra fyrst til Ó. S. Thorgeirs- sonar, 674 Sargent Ave., Winnipeg. Séra Jóhann Bjarnason messar( næsta sunnudag þann 24. nóv., kl. 3i Silvcr Tea e. h., i efri sal Goodtemplarahússins,} verður haldið í Jóns Bjarnasonar á Sargent Ave. Fólk er beðið að skóla, 652 Home St., 22. þ. m., kl. hafa með sér sáþnabækur. Allir 8.30. Gott program. Allir vel- velkomnir. * komnir. Endurkjósið sem Bæjarráðsmann J0HN 0 HARE OG STOFNSETJIÐ GÓÐA BÆJARSTJÓRN Merkið atkvæðaseðlana —svona— A Man Oí The People For The People Dan McLean 1 Wmy 16 years service for the People of Winnipeg As Member of Council As a Controller As a Mayor He has done good work for you — Let him do it again McLEAN’S CENTRAL COMMITTEE ----Phone or Call-- Central Committee Rooms 154 Princess — Phone 22636 Ward One Committee Room Cor. River and Osborne Strs. — Phone 44228 íslenzkúkennsla Fróns Eins og á undanförnum árum hef- ir deildin Frón tvo umferðakennara til að kenna íslenzku. Verða sömu kennarar og i fyrra, þau Mrs. Jódís Sigurðsson og hr. Ragnar Stefáns- son. Byrjuðu þau nú um miðjan mánuðinn og hefst einnig laugardags- skólinn nú á laugardaginn í Good templarahúsinu. Hefir árangur af þessari kennslu Fróns orðið mikið betri en þeir vonbeztu bjuggust við, og kom fram bezta sönnunin á því er deildin hélt samkeppni í framsögn síðastliðinn vetur. Það er mikið verk og kostnaðar samt í sambandi við kennsluna og óskað eftir að hvert heimili greiði $1.00 fyrir barnið. Gjaldið er sama og ekkert fyrir allan veturinn, en þegar það kemur frá mörgum heim ilum, þá hjálpar það til að létta und- ír með kostnaöinn. M|unu kennar- ar taka við gjaldinu og ef einhver ný heimili hafa i huga að fá tilsögn, þarf ei annað en gera kennurunum aðvart, eða einhverjum embættis- manna Fróns. Óskandi er að börn gefi sig fram sem fyrst, svo að sem bezt not geti orðið að kennslunni Þetta verk hefir það eitt að mark- miði að auðga anda barna af íslenzk- um kyns'ofni, með því sem við -eigurn dýrast í íslenzkri menning, en það er “ástkæra, ylhýra málið.” Bergþár Emil Johnson. Dr. Rögnvaldur Pétursson kom a sunnudagskveldið heim úr rúmri hálfs mánaðardvöl suður í Bandarikjum Chicago og Duluth. Var hann gest- ur H. C. Thordarson rafmagnfræð- ings meðan hann dvaldi í Chicago, og fór með honum út í Rock Island. eyju þá er Mr. Thordarson hefir keypt, og liggur milli Green Bav og Michigan vatns, norðan við Wash- ington eyjuna, og telst til Wisconsin ríkis. Hefir Mr. Thordarson kom- ið þar upp mörgum byggingum, og ræktað land. I Duluth gisti dr. Rögnvaldur hr. Kristján Jónsson, einn af elztu og nafnkenndustu ís lendingum þar um slóðir. Lét dr. Rögvaldur ágæta vel af þeim viðtök- um, er hann fékk á þessum stöðum. —Meðal annars frétta gat dr. Rögn valdur þess, að með Heimferðarnefnd inni færi til Islands að sumri próf og frú Gould. Er prófessorinn for- stöðumaður norrænu deildarinnar við hinn mikla Chicagoháskóla. Ármann Thordarson látinn “Ganga vil ég óstuddur götu mína og ój^raddur liclju mceta” —Matth. Joch. Ármann Thordarson var fæddur á gamlársdag 1868 að Fiskilæk í Borg- arfirði. Foreldrar hans voru þau Þórður óðalsbóndi á Fiskilæk og} Stgríður kona hans. Voru þeir systrasynir Armann og Steingriniur læknir Matthíasson. Ármann kvæntist Steinunni Þórðar- dóttur frá Leirá í Borgarfirði. Eign- uðust þau fjögur börn; mistu þrjú í æsku en fluttu með eina dóttur til Canada 1903. Eftir eins ár dvöl í Winnipeg misti Árman konu sína. Flutti hann skömmu síðar norður í Álftavatns- byggð og átti þar heima til dauða- dags, fyrst úti á landi og síðar á Lundar. 7. nóvember 1908 kvæntlst hann í annað sinn Solveigu Bjarnadóttur frá Arnarstapa á Mýrum. Var hún ekkja með sjö börn, öll ung, frá- bærlega dugandi kona. Þau Solveig eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, nokkurnvegin upp- komin og öll hjá móður sinni, einn piltur, Rútur að nafni og tvær stúfk- ur, Halldóra og Kristin. Dóttir Ármanns af fyrra hjónabandi heitir Sigríður og er gift Hjálmari Hall- dórssyni í Winnipeg. Eins og fyr var sagt, bjuggu þau hjón mörg ár í Álptavatnsbyggðinni, en 1920 keypti Ármann áhöld til þess að reisa mölunarmylnu. Settist hann að í Lundar, byggði mylnuna sjálf- ur og smíðaði allmikið af áhöldum, þvi hann ,var dverghagur og læzti smiður. Árið 1925 smiðaði hann sér áhöld til þess að búa til netaflár. Stjórn- aði hann þeirri verksmiðju þangað til í haust að hann veiktist alvarlega. Hafði hann Rút son sinn sér til að- stoðar og hefir hann nú umsjón verk- smiðjunnar, sem er i miklum blóma. Eru þaðan seldar netaflár víðsvegar um Canada og viðskiftin aukast óð- um. Ekki veit sá er þetta ritar nöfn allra systkina Ármanns heitins, en meðal þeirra eru þessi; Júlíus, prest- ur í Svíþjóð; Ágúst Flygenring, kaupsýslumaður og. fyrverandi þing- maður á íslandi; Matthías, fornminja- vörður í Reykjavík og Albert, banka- ritari (látinn), faðir Kristjáns Albertssonar rithöfunds. Ármann hafði verið heilsuveill um nokkurt skeið þótt lítið bæri á og andaðist 13. nóvemlær. Jarðarförin fór fram frá heimili hans 16. s. m. og flutti séra H. J. Leó ræðu. Hafði Ármann sál. ráðstafað öllu er að út- förinni laut og gert svo ráð fyrir að hann yrði ekki fluttur í kirkju, en Ekkjan og börnin biðja þann er þetta ritar, að votta bezta þakklæti öllum þeim, er hluttekning sýndu hin- um látna í veikindum hans og heiðr- uðu minning hans látins. Mor'gunblaðið og Tíminn á Islandi eru beðin að endurprenta þetta. Sig. Júl. Jóhannesson. Gunnar Erlendson Pianokennari Kennslustofa; 684 Simcoe St. Talsími 26293 Fimmtudaginn 14. nóvember voru. að séra Hjörtur talaði yfir sér. þau Dagbjartur Daníel Halldorson og Sigurlena Thorkelson, bæði frá Nes, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili brúðhjónanna verður að Nes, Man. Laugardaginn 2. nóv. voru þessi ungmenni sett í embætti í ungtempl- arastúkunni “Gimli” I. O. G. T. nr. 7. Æ. T.—Oliver Olson F. Æ. T.—“Guðrún Thomsen V. T.—Jóhanna Markússon Kap.—Jónas Einarsson Dr. Jóhanna Einarsson A. Dr.—Anna Johnson Rit.—Ölöf Arnason A. Rit.—Asta Jchnson F. R,—rDora Jakobsson G, —Violet Einarsson V.—Sigmar Johnson U. V.—Alfred Valgarðsson. Fyrstu verðlaun hlaut Jónas Ein- arsson fyrir að konia með flesta með- limi í stúkuna á árinu (10); og Earl Valgarðsson hlaut fyrsta verðlaun fyrir fegurstan blóma og jurtagarð. Fyrra þriðjudag lézt að heimili sínu, 250 Toronto str., húsfrú Katrín Kristin Thorarinson, kona Sigurðar Thorarinson. Á þriðjudaginn var lézt að heim- ili sínu á Oak Point, við Manitoba- vatn húsfrú Steinunn Þórarinsdótt- ir Skagfeld, kona hr. Andrésar Skag- feld, 69 ára að aldri. Syrgja hana maður hennar og tíu börn þeirra hjóna. Hin framliðna var jarð sunginn á sunnudaginn var, af séra ( Guðmundi Árnasyni, að miklum mannfjölda viðstöddum. Verður hinnar látnu nánar getið síðar hér i blaðinu.—Heimskringla vottar að- standendum dýpstu hluttekningu sína. 1 tilefni af samþykkt Goochemplara stúkunum Heklu og Skuld, um að brýn nauðsyn bæri til að endurreisa barnastúkuna Æskan I. O. G. T., var nefnd kosin til að koma á útbreiðslu- fundi föstudaginn 22. nóvember kl. 8 i Goodtemplara húsinu. Viljum vér vinsamlega mælast til að þið komið með börn yðar á fund- inn, þar sem málefnið verður ítar- lega ræ*t. Gott og skemtilegt program verður einnig á fundinum sem bæði fullorðn- ir og börn taka þátt í. Nefndin ósk- ar sérstaklega eftir saniúð og sam- vinnu foreldranna. Allir velkomnir. Utförin var afarfjölmenn, enda var Ármann sál. stórmerkur niaður fyrir margra hluta sakir, þótt hann tæki ekki mikinn þátt í opinberum mál- um. MINNINGARIT 50 ára landnáms íslendinga í Norður Dakota Þessi vandaða og prýðis- fagra bók, með fjölda merki- legra mynda, er nú í þann veginn að vera fullprentuð. Á hún að kosta $2.00 í bandi, en $1.50 í kápu. í útgáfunefndinni eru John Johnson, Garðar; Gamalíel Þorleifsson, Garðar; Judge Grímsson, Rugby, og Árni Magnússon, Hallson; séra H. Sigmar, Mountain, N. D. Er fólk vinsamlega beðið að senda sem fyrst pantanir sín- ar til einhvers af áðurgreind um Dakotamönnum. Menn afla sér $5. til $10. á dag Vér þurfum tafarlaust 100 manna í vitSbót. Vér veitum 50c á klukku- tíma nokkuti af tímanum, til þess atS létta undir me® mönnum, sem eru atS la»ra Vel Borgat5a StöCuga Bæjarvinnu, sem Bílvit5geröamenn, Farmbílstjórar, Vélfræfcingar, Flugvélfræt5ingar, Húsvíraleggjarar og Raf vélafræfcingar, Trésmit5ir, Múrarar, Gipsarar, og Rakarar. Skrifit5 eftir ókeypis námsskrá og lítit5 inn tafarlaust til fullrar eftir- grennslunar. Skrifit5— n DOMINION TRADE SCHOOLS TETZS? Ctíbússkólar og ókeypis Atvinnuleitunar-Starfsemi í helztu Stór- bæjum Hafsstranda á milli. ST0RK0STLEGUR AFSLATTUR >Á örlítið snjáðum KÆLISKÁPUM Vér höfum örfáa Kelvinator kæliskápa er staðið hafa í búðinni sem vér seljum á innkaupsverði. Þessir Kelvinators eru ábyrgstir að vera eins góðir og nýjir. Örlítil niðurborgun og skápurinn er sendur heim til yðar strax, afgangurinn borganlegur mánaðarlega. Horfið inn í gluggann hjá oss á Portage Ave. POWER BUILDING, Portage and Vaughan WINHIPEG ELECTRIC —-»—XOM PANY— “Your Guárantee of Good Service” THHEE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Ave., St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. Eftirfylgjandi meðlimir stúkunnar Heklu nr. 33, I. O. G. T. voru sett- ir í embætti af H. Skaftfeld, St. U., á fundi þann 1. nóv. síðastl.: Æ. T.—Miss S. Eydal V. T.—Miss Þóra Sveinsson G. U. T.—öskar P. Söebeck Rit.—B. A. Bjarnáson F. R.—Jón E. Marteinsson Gjaldk.—J. Th. Beck Dr.—Mrs. V. Magnússon Kap.—Sigríður Jakobsson V.—Sigfús Anderson A. R.—Öskar P. Söebeck A. Dr.—Mrs. J. E. Marteinsson F. Æ. T.—B. M. Long. —B. A. Bjarnason, Rit. HUGSIÐ! Þér fáið meira fyrir PENINGANA HÉR Efni, snið, frágangur, sem þér krefjið, á því verði sem þér getið borgað. FATNAÐUR og YFIRHAFNIR $25 $30 $35 Sniðið og saumað eftir vexti Verð sem engir jafnast við. Lítið inn og skoðið, áður en þér kaupið. Scanlan & McComb “Better Clothes for Men” \Yl\ Portage Ave. B u s i ne s s Education P ay s ESPECIALLY “SUCCESS TRAINING” Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Place- ment Department annually receiving more than 2,700 calls—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Western Canada’s largest employment centre SUCCESS BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE., at Edmonton St. Winnipeg, Manitoba. (Owners of Reliancc School of Commcrce, Regina) •■■—•> ! ••:• CAN.WE AFFORD TO WAIT? THE SHERBROOKE ST. BRIDGE will provide a Cross- Town Highway IMMEDIATELY at low cost. Any alternative proposition will involve the purchase of expensive property — and a delay of years. Vote for Sherbrooke Street Now! Centre Winnipeg Commnnity Club

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.