Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.11.1929, Blaðsíða 2
S. BLAÐSIÐa HEI MSKRING L A WINNIPEG, 20. NÓV., 1929 I suðurveg. Þœttir úr Spánarför norrœnna iðn- aðarmanna 1929 Iðnaftarmenn í Danmörku efndu í sumar til farar til Portúgal, Spánar og Marokkó. Aöalerindið var auð vitað að sjá heimssýninguna í Bar- celona, og var viðdvölin þar lengst. Var iðnaðarmönnum annarsstaðar af Norðurlöndum boðin þátttaka í för þessari, og urðum við átta saman, íslendingarnir. Annars voru það nær einvörðungu Danir, sem för þessa fóru, og þó að hún væri iðn- aðarmönnum ætluð sérstaklega, bar einna mest á kaupsýslumönnum og verzlunarfólki. Lagt var á stað með gufuskipinu “Polonia” frá Kaupmannahöfn þann 21. júlí, og voru samferðamennirnir um 600 talsins. Veður var hið bezta og mátti svo heita alla ferðina, þeg- ar hinn mikli hiti er undanskilinn, sem með köflum varð mörgum nær ó- þolandi. Eg fékk svefnklefa á sæmi- legum stað í skipinu, og var hann með “kýrauga”, en þeir sem bjuggu fyrir neðan, höfðu ekki þau “fríðindi”, og varð maður þess fljótt var, er sunnar dró, að glugginn bætti stórum úr, því að nær óverandi var undir þiljum uppi um nætur. En það hafði einnig sinn ókost, því að nætur lagi varð stundum svo kalt, að þeir, sem úti sváfu, kvefuðust. — Lítil sundlaug var útbúin úr dúk á framþilj um, og var hún mjög mikið notuð. Hitinn í henni komst allt að 30° C., GREIÐIÐ ATKVÆÐI með HYDRO’S Central Steam Heating BY-LAW —A— Föstudaginn, Nóvember 22 AFPRENTUN AF AFGREIÐSLUMIÐANUM. MERKIÐ HANN SVONA EXTENDING THE CENTRAL STEAM HEATING PLANT AND DISTRIBTJTION SYSTEM BY-LAW No. 13573 FOR THE BY-LAW X AGAINST THE BY-LAW -<bí The Main School of the Dominion Business College Prepare Now for a BUSINESS CAREER The Dominion Business College is equipped to give the young people of Manitoba a thorough training in business education. ENROLL NOW for the FALL TERM Mail Courses Resident Courses WRITE FOR PARTICULARS DOWNION THE MALL : : WINNIPEG Branches in BLMWOOD and ST. JAMBS er á daginn leið, og þó var sjórinn endurnýjaður jafnt og þétt allan dag- inn. Ýmislegt var til skemtunar far- þegum, svo sem hljóðfærasláttur, kvikmyndasýningar, loddaralistir og dansleikir. En hitinn var þess vald andi að þátttaka var ekki almenn, þvt að flestir leituðu í skugga með stóla sína og bærðu sem minnst á sér. Máltíðir tóku langan tíma, og voru mér og fleirum, nær ofraun, er hitinn var mestur, þó að maturinn væri á- gætur. Þrátt fyrir hitann var siglingin oft skemtileg. Oft sáust höfrungar stökkva rétt við skipið, og fóru oft í kappsund við það, og sýndist þeim hægðarleikur að fara jafn hratt því eða hraðara. Undarleg sjón var það, er fiskar þessir syntu við stefni skips- ins í Míðjarðarhafi um kveld í svarta myrkri. Þeir glitruðu allir af maur- ildi, og er þeir syntu áfram í sjó- skorpunni, mintu þeir helzt á hala- stjörnur. Þá var og mikið maurildi í sjónum aftur undan skipinu, og var jafnan fjölmenni langt fram á nótt að skoða þetta náttúrufyrir- brigði. — Einu sinni sá ég nokkura flugfiska fljúga frá skipinu alllang- an veg. Fyrsti viðkomustaðurinn var Oportó i Portúgal. Var komið þangað ' snemma dags. Innsiglingin til borg arinnar er fögur. Að norðanverðu er hin eiginlega borg, byggð á hæð, og standa húsin þar þétt i röðum hverri upp af annari. Að sunnanverðu 'eru skrauthýsi og garðar. Þar eru einnig hin miklu víngeymsluhús með- fram á þeirri, er um borgina fellur. Ýfir ána eru tvær miklar brýr; önnur þeirra er um 150 metrar á lengd. Ekki var skipið fyrr lagst fyrir ak- keri en allmargir róðrarbátar komu út að því. í bátum þessum voru ávaxtasölukonur, og höfðu þær einn ræðara. Köstuðu þær taug til skips- ins og byrjuðu verzlun við farþega. Voru ávextirnir dregnir upp í smá- körfum, og kostaði hver karfa eina krónu. Gekk lcaupskapur þessi mjög greiðlega, og eftir stutta stund höfðu flestir farþegarnir gnægð nýrra á- vexta. All-langan tíma tók að komast á land og í bifreiðir þær og sporvagna. er flytja áttu farþega til markverð- ustu staða í borginni. ■ Fólk safn- aðist niður að höfninni, að horfa á þessa hvitu “miljónamæringavar það glaðlegt og góðlegt fólk, en mjög fátækt að sjá; i rifnum og óhreinum fötum og berfætt; konur báru þar byrðar sinar á höfði sér, og höfðu hendurnar lausar. Var næsta furðu legt að sjá hvernig þær gátu látið alla hluti halda jafnvægi, til dæmis mjólkurbrúsa, stórar körfur með ali- l fuglum, múrsteina, o. s. frv. Fyrst var ekið rakleitt til kaup- hallarinnar. Þar er mikil og skraut- leg bygging. Aður var hún eitt I hinna 60 klaustra, er í borginni j voru, og hét þá Sao Francisco, en 1 hefir verið umbreytt í musteri mam- ! mons. I byggingti þessari eru marg ir salir og fallegir, en þó ber einn af þeim öllum, og er það hinn svo- | nefndi ‘máriski’ salur. Hann er mjög útskorinn og listaskrautið úr gulli og óviðjafnanlegt. Aföst við kauphöllina er klausturkirkjan, og fór um þessar mundir fram viðgerð á henni, en ekki duldist þó, hve skrautleg hún var í raun og veru. Frá kauphöllinni var haldið til einn- ar aðal vínverksmiðju borgarinnar. Fyrst var farið uni geymsluhúsið, og 1 voru þar 5000 afar miklar ántur af portvíni. Kampavínið er geytnt og látið í flöskur í annari byggingu, 450 metra langri. Þar er látið vín á 3000 flöskur á dag. — Vín þetta er selt svo ódýrt þarna og á Spáni, að margir af samferðamönnunum drukku það með mat í staðinn fyrir öl eða þessháttar. — I verksmiðjunni unnu bæði karlar og konur; þreytulegt fólk og heldur töturlega búið. Eftir að hafa skoðað það helzta þarna, var öllum veitt portvín; lifnaði þá stórum yfir gestunum og varð af mikill háv- aði. Þó drukku menn sér ekki til ávirðingar þarna, enda var tíminn naumur. Var svo haldið til skips og farnar krókaleiðir. Kom ég þá auga á “þvottalaugarnar.” Þter eru tjörn við eina götuna. Vatnið var grunt og gruggugt og tauið óhreinna eftir þvottinn en það var áður. Börn voru þar að mestu nakin og veltu sér í leirnunt á bökkum tjárnarinnar. Þvottakonurnar voru glaðlegar og höfðu sýnilega ánægju af, ef einhver tók myndir af þeim. — Þá var og margt anað þarna að sjá, sem ó- venjulegt er hér heima, en bíða verð ur að geta um það. Næsti viðkomustaður var Cadiz á Spáni. Þar var komið að nóttu til og lagst að hafnarbakka. Um ntorg uninn var gengið rakleitt af skipi í járnbrautarvagna og haldið áleiðis til Sevilla. Rétt við Cadiz er salt- vinnsla ntikil. Sjó er þar veitt inn í lancf i grunnar grafir og látinn þorna í þeim. Voru saltbingirnir óteljandi og liktust helzt röðum af stórum, snjóhvitum tjöldum. Annars virtist jörðin skrælnuð, er frá bænum dró. Suntstaðar var þó nokkuð af vínviðartrjám og skógi. Meðfram járnbrautinni óx kaktus, sem mynd- aði girðingu beggja megin brautarinn ar, mestan hluta leiðarinnar. Þegar til Sevilla kom, var hitinn orðinn flestum nær óþolandi, þó að reynt væri að halda sig sem mest í skitgganum. Hópurinn var hald- inn og gengið til veitingahúss til snæðings. Meðan þar var verið, skall á þrumuveður með úrhellsrign- ingu. Þetta var okkar mikla • lán, þvi þegar upp stytti, var rétt þægi- legur hiti úti. — Það, sem maður veitti fyrst athygli þarna, var hinn glæsilegi höfuðbúnaður kvenna — hinn hái. skrautlegi kambur í hnakk- anum með silkiblæju yfir. Fólk gekk yfirleitt dökkklætt, og stakk því ferðafólkið mjög í stúf, sem gckk hvitklætt, “til þess að klæða af sér hitann.” — Byggingar í Sevilla eru sumar hverjar nijög skrautlegar, bæði í hinum nýja og forna bæjar- hiuta. Borgin var áður innan víg- girðingar með 66 turnum, og stend ur enn nokkuð af þvi forna hervirki. Merkileg er hin mikla vatnsleiðgla til borgarinnar. Canos de carmona, sem talin er að vera frá dögum Jú- líusar Cæsars. Hún er byggð á 410 stólpum. Fyrst var skoðuð dómkirkjan í Sevilla. Hún er frá 15. öld, íburð- arntikil, gotnesk bygging. 1 kirkj- unni er gröf Columbusar. Þar eru og listaverk eftir þekktustu spánska mál- ara. Dauf birta fellur inn um fagur- lega litaðar rúður, í hina mikla kirkju hvelfingu, á súlnaraðir, ölturu og fög ur listaverk. Fólk fyllist aðdáun og hefir svo hægt um sig þarna inni, að dauðaþögn er i kirkjunni. — Turn kirkjunnar, yfir hundrað metra hár, og er úr honum ágætt útsýni. — Skoðað var einnig málverkasafn í gamalli klausturbyggingu. Beindist athygli flestra mest að hinum undur- fögru myndum Múrillo, sem þarna! voru í sérstökum sal. — Tilkomumikit er hin forna konungshöll, Alcasar.. Nokkur hluti hennar er frá tíð Már- anna og með þeirra sniði, en aðal- byggingin var reist um miðja 14. öld. Við höll þessa er blómgarður, að- dáunar fagur. — Að síðustu var far- ið víða um borgina, og var athyglis- vert, hve sumar göturnar voru mjó- ar, þó að stórhýsi stæði báðum meg- in. Á öðrum stöðum voru mjög Greiðið Atkvæði Kosningardaginn FÖSTUDAGINN 22. Nov. Greiðið at- kvæði, fyrsta kjör, með Webb Hann var til- nefndur af fólk inu. Hann er fram- kvæmdamað ur. Hann kem- ur hlutunum í verk. Merkið ekki x á kjörseðilinn, við borgar- stjóra eða bæj- arráðsmenn, heldur tölur, t. d. 1., 2., 3. utan við nöfn þeirra umsækjanda sem þér viljið kjósa. Greiðið WEBB Nr. 1 fyrir Borgarstjóra Og greiðið atkvæði með þessum bæjarráðsmönnum í yðar kjördeild: Ward III. Ward II. Luce, F. M. Maybank, Ralph, Roberts, A. J. Barry, J. A. Calof, Rockmil Ward I. Andrews, H. (Bert) Borrowman, (C.E.) L. F. Simonite, C. E. WINNIPEG CIVIC PROGRESS ASSOCIATION Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Plltarnlr neni ölliira reyna ati l»Aknant) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur CANADIAN NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA OG SKIPA FAR- BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar Ef þú ert aö ráðgjöra aö fara heim í vetur þá findu farseölasala Canadian National Rail- ways. Þaö borgar sig fyrir þig. Canadian National umboðsmenn eru reiðubúnir aö að- stoöa þig í ÖI1U þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu hausti og vetri og Canadian National Railways selur farbréf á öll Atlanzhafs línuskipin og gengur frá öllum samningum þar að lútandi. Od#ir Faribrccf yfnr Desember Híili Allra Hafnstaða Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu sem Vilja Komast til Canada? FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN N ATIONAL RAILWAYS SJE SVO, og þú œtlar að hjálpa þcim til að komast hingað til lands þá líttu inn hjá oss Vér önnumst allar slíkar ráð- stafanir. ALLOWAY & CHAMPION JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN UMBOÐSMENN ALLRA LlNUSKlPA FJELAGA. 667 Main Street, Winnipeg Sími 26 361 Farþegum nuett við lending á útleið og heimleið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.