Heimskringla - 04.12.1929, Qupperneq 6
<%. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIREG, 4. DiES., 1929
Haraldur Guðinason
Söguleg Skáldsaga I
---eftir-- (
SIR EDWARD BULWER LYTTON
I Ríilí
INormannski gesturinn, Saxneski konungur-
inn og danska spákonan
I. KAPÍTULI
Glatt var á hjalla í maímánuði 1052. Fáir
ipiltar og fáar stúlkur sváfu yfir sig að morgni
fjmsta dags þess ljúfa mánaðar. Löngu fyr-
!r dagrenningu flykktust hópar ungmenna um
engi og skóga til þess að skera stengur og
binda blómsveiga. Margt engið lá þá grænt
og fagurt að þorpinu CharingL og bak við
l»orney; (þar sem hin mikla Westminster
kirkja var þá farin að hefja sig í öllum sínum
tignarleik úr burknum og rósastóði); margur
skógurinn teygði sig þá, skuggalegur í stjarn-
glætunni, upp eftir brekkunum, er gengu af-
líðandi upp frá mýrlendum fljótsbökkunum,
þverskornum af ótal skurðum eða díkjum, og
á báðar hendur þjóðveginum yfir í Kent. Frá
grænum völlum og runnum barst hornahljóm-
ur og hljóðpípukliður, hlátur og söngur, og
ibrestir brotnandi greina.
Glaðleg og blómleg andlit lutu að grasi og
kjarrgreinum til þes sað baða sig í dagrenning-
-ardögginni þenna maímorgun. Þolinmóð ak-
neytj stóðu makindalega meðfram fullblómg-
Uðum, angandi limgörðum, og biðu eftir hinum
gáskafullu herskörum, er komu úr skóginum
með stóreflis maístengur, og stúlkum með
kjöltufylli af blómum er lesin höfðu verið af
svefni. Stengurnar voru skreyttar blóm-
vöndum og blómsveig var slöngvað um horn
og krúnu hvers uxa. Og undir sólaruppkomu
streymdi allur þessi fjöldi aftur til borgarinn-
ar, inn um hvert hlið; piltarnir í fararbroddi,
með afhýdda víðirteinunga, blómskrýdda, í
höndum. Og í gegnum hornahljóminn, hljóð-
pipukliðinn og laufgreinaþytinn barst marg-
raddað fornsaxneskt stef, fyrirrennari söngs-
ins:
“Við höfum sumar sungið í garð.”
Við þjóðveginn til Kent stóð stórhýsi, sem
einhverntíma hafði byggt verið af sællífum
Rómverja; í kring um það var grasið ennþá
grænna en annarsstaðar og skógurinn lauf-
prúðastur, en sjálf var byggingin æfaforn og
öli af sér gengin. Piltar og stúlkur forðuðust
þessar slóðir, og jafnvel nú, er þau gáskafull
gengu framhjá, og varð litið heim að hálfrúst-
uðum veggjum og sterktimbruðum úthýsum,
og á kaldgráa Drúðasteinana* 2 *), (er báru vitni
um löngu horfna tíð, áður en Rómverjar eða
Saxar lögðu land undir sig) er rétt grillti í, í
dagrenningunni, þá hljóðnaði söngurinn, með-
an þeir, sem yngstir voru, gerðu krossmark
fyrir sér, en hinir eldri stungu saman nefjum,
1 hálfum hljóðum, um að hefja sálmasöng. Því
i þessu fornhýsi bjó Hildur, sem frægðarorð og
akelfingar fór af; Hildur, sem álitið var að
fremdi allar listir fjölkyngi og völuseiðs. En
Jregar er komið var úr augsýn hljómaði glað
söngurinn aftur, svo að engum komu sálmar
i hug.
Skarinn kom inn í Lundúnaborg um sólar
upprás. Og nú voru dyr og gluggar vafin
laufsveigum og blómum, og í hverju þorpi var
maístöng reist, sem var svo látin standa til
jafnlengdar næsta vors. Þetta var hvíldar-
dagur allra; Karlar2) sem þrælar höfðu þá
leyff til að dansa og ólmast kringum maí-
stöngina. Þannig “söng þá sumar í garð”
æskan og gáskinn, fyrsta maí.
Daginn eftir mátti sem hægast rekja slóð
þessara glensmiklu sveita, eftir fölnuðum blóm
um og hjólförum ækjanna, er tuttugu og jafn-
vel fjörutíu uxum var beitt fyrir. Og frá
hverri hæð gat að líta maístengurnar á miðri,
skrúðgrænni þorpsflötinni. Og það var eins
og loftið angaði ennþá allt af blómum.
Og 2. maí, 1052, hefst þessi saga, í hí-
býlum Hildar, völunnar svokölluðu. Hús
hennar stóð á ávölum, skrúðgrænum bala, og
þótt harðar hendur ráns og víga hefðu um það
farið ómjúkum höndum, þá stungu þó leifarnar
^llmjög í stúf við venjuleg saxnesk húskynni.
Víða á Englandi gaf enn að líta leifar róm-
Verskrar listar, en sjaldgæft var það, að Sax-
*> Þar er nú hin nafnfræga jámbrautarstöð
Charing Cross, í miðri Lundúnaborg.—Þýð.
3> Drúðar (Druids) var prestastétt fom-Kelta,
<er virðist hafa annast læknastörf og sagnarit-
On, auk spásagna og klerklegra verka.—Þýð.
*> Karlar (ceorls á engil.saxnesku) var lægsta
stétt frelsingja með Engil-Söxum, æðri stétt
en þrælar eða þý (theow á engil-saxnesku) —
l»ýð.—
ar tækju sér bólfestu í skrauthýsum hinna
göfugu, rómversku sigurvegara. Forfeðmm
vorum var tamari eyðiieggingin en endurreisn-
in.
Hver hending réði því að öðruvísi fór um
þessa byggingu en flestar aðrar slíkar, verður
ekki vitað, en víst er um það, að þar hafði frá
ómunatíð veri ðaðsetur tevtónskra4) höfðingja,
kynslóð fram af kynslóð.
Þessi volduga bygging var nú aðeins
hrörlegur minnisvarði fornrar tignar. Þar
sem hallarsalurinn var -nú hafði auðsjáanlega
verið atrium5 6); á súlunum, er í fyrndinni stóðu
sífelldlega sveigprýddar, héngu nú odd-buklað-
ar törgurö); sverð, spjót og sigðmynduð
smásöx Forn-Teutóna. Á miðju gólfi, þar sem
enn glitti í steintiglaskreytinguna, var nú eld-
stæðið, þar sem verið hafði regnþróin, og reyk
urinn lyppaðist nú ólundarlega út um regn-
skjáinn, er eitt sinn hafði veitt viðtöku döggv-
un himins. Svefnklefarnir, er gengu út frá
hallarsalnum, háloftaðir, en þröngvir, og fengu
aðeins birtu sína úr salnum, voru nú aðeins
notaðir fyrir þjónustufólk og óæðri gesti.
Breiðbilið milli innri gaflsúlnanna, er leitt hafði
inn í tablinum og viridarium, töblu- eða bóka-
skálann og blómreitaskálann, og þá hafði ver.
ið tjaldað fögrum dúkum, hafði verið fyllt upp
með rómverskum tígulsteinum og allskonar
drasli, svo að nú voru aðeins eftir lágar boga-
dyr, er gengu inn í töbluskálann. En töblu-
skálinn, er eitt sinn hafði verið aðal viðhafn-
arsalur hins rómverska stórhöfðingja, var nú
fullur af timbri, eldiviðarköstum og amboð-
um. Dyr gengu til hægri frá þessum vanhelg-
aða sal inn í lararium, goðhúsið er einu sinni
var, en nú hafði verið rænt goðum sínum, og
til vinstri gengu dyr inn í kvennastofuna, eða
dyngjuna.
Öðru megin hafði hinum fornu og mikil-
fenglegu veggsúlnagöngum verið breytt svo að
nú voru þar hesthús, svínastíur og fjós. Hinu-
megin hafði í þau verið byggð kapella krist-
inna manna, úr óhefluðum eikarbjálkum, með
stráþaki. Fjærstu súlurnar, og veggurinn
þar, voru í rústum, og sá út um glufurnar
á grængæsishól, lyngklæddan neðst. Á þess-
um hól voru æfafornar leifar af gömlum graf-
steinahring Drúðanna, en í honum miðjum
gröf einhvers saxnesks höfðingja, með bauta-
steini á, og hafði þessi grafreitur Drúðanna
ennfremur verið vanhelgaður með því að reisa
Þórsaltari, þar sem enn vottaði fyrir hálf
máðri, klunnalega höggvinni hámynd af Þór
með hamarinn á lofti, og fáeinir rúnastafir
höggnir fyrir neðan.
Á milli rústanna þarna við fjærstu súl-
urnar og rofna vegginn, er vissi út að hólnum,
var enn við líði rómverskur gosbrunnur, er
nú var notaður til þess að brynna svínum í,
og skammt þar frá svolítið Bakkusarhof, þak-
laust. Gaf því hér að líta í einni sjónhend-
ingu, helgistöðvar fjögra trúarbragða; Drúð
anna, dularfullra og jartegnandi; Rómverj-
anna, munaðargjarnra og þó mannrænna;
Teutónanna, ófyrirleitinna, herskárra og eyði-
leggjandi og loks kirkjuvísi hinna kristnu trú-
arbragða, sem öllum hinum áttu eftir að út-
rýma, þótt enn væri'lítið farið að verða vart
við hin mildandi áhrif þeirra á hugarfar
manna og umgengni.
í súlnagöngunum voru þrælar og svína-
hirðar á ferð; í hallarsalnum sátu leysingjar
og aðrir frjálsir menn, hálfvopnaðir, sumir við
drykkju, eða yfir teningum; aðrir léku við stóra
veiðihunda eða gældu við haukana, er sátu á
stöllum sínum, svipharðir og afskiftalausir.
Mánnlaust var í goðhúsinu og í dyngjunni var
allt hljótt.
Allur búnaður í dyngjunni bar vott um
tign og auðæfi eigandans. Á þeim tímum var
skart og íburður hinna auðugri stétta langt
um meiri en menn almennt gera sér í hugar-
lund. Konur ófu og saumuðu dúka og klæddu
með þeim veggi og húsgögn, og með því að
þegnar7) hröpuðu úr lögtign sinni, ef þeir töp-
uðu löndum sínum, þá gættu hinir auðugri með
al lendra manna þess jafnan að hafa töluvert
lausafé á höndum, og vörðu nokkrum hluta
þess til skartklæða og dýrgripakaupa í kaup-
höllum Austurlands, Mára á Spáni og á Flæm-
ingjalandi.
Veggir dyngju þessarar voru tjaldaðir
4) Teutónar voru einu nafni nefndir allir forn-
norrænir menn: til dæmis Germanir, Gotar,
Búrgundarar, Frankar, Vandalir, Langbarðar'
Englar, Saxar, Jótar, Danir, Norðmenn og Sví-
ar.—Þýð.
5) Aðal herbergið með Rómverjum, með regn-
skjá í þaki og regnþró í gólfi.—Þýð.
6) targa: smáskjöldur, kringlóttur.—Þýð.
7> Þegnar voru kallaðir með Engil-Söxum
lendir menn og hirðmenn konungs, aðallega í
lífverði hans.—Þýð.
“Peningana til baka”
skilyrðislaus ábyrgð í hverjum poka
RobínHood
glit-saumuðum silkidúkum.
Einn gluggi var á dyngjunni,
og rúður í, af móðugráu
gleri8). Á veggborð var raðað
silfurtypptum drykkjarhorn-
úm, og nokkrum kerum úr
skíru gulli. Kriftglótt borð,
lítið, stóð á miðju gólfi, og
voru á fótinn ristar myndir
úr goðsögnum. Á löngum
veggbekk sátu griðkonur eigl
allfáar og spunnu, en nokk-
uð frá þeim, og við gluggann,
sat öldruð kona, hin vörpu-
legasta og óvenjulega tíguleg
í yfirbragði. Lítill þrífótur var
fyrir framan hana og á hon-
um rúnahandrit og blekbytta,
völunarsmíði, ásamt silfur-
grefli eða stíl. Við fætur
hennar sat ung stúlka, sextán
ára eða svo; bjarthærð, og
mikið hárið, skift í miðju og
kembt aftur um axlir. Hún
var í línkyrtli, ermalöngum
og háum í hálsinn, og belti
um sig miðja, er dró svo aö
henni kyrtilinn, að glögga hug
mynd mátti fá um hinn ítur
vaxna líkama er hann fól.
Var kyrtillinn drifhvítur, en
skrautsaumaðir faldarnir.
Stúlkan var undursamlega
fögur, enda hafði hún hlotið
viðurnefnið “hin fagra, í
þessu landi, sem mjög var
rómað fyrir vænleik kvenna.
Var svipurinn bæði blíður og
tígulegur, sem sjaldgæft er,
og máttj enn eigi sjá hvert myndi fá yfirhönd-
ina, þar sem enn var ekki fullt samræmi kom-
ið á milli sálarþroska og hjartalags; enda átti
þarna Edith, hin kristna mær, heimkynni sín
hjá Hildi, hinni heiðnu spákonu. Hin unga
mær var bláeygð, og sýndust augun því nær
svört í skugga hinna löngu augnahára. Hún
starði á alvöruþrungið andlit gömlu konunn-
ar, er einnig horfði á hana, en með því fjar-
læga augnaráði, er sér aðeins út í bláinn, þeg-
ar umhugsunin ekki fylgir sjónhendingunni.
“Amma," sagði stúlkan lágt, eftir langa
þögn. “Um hvað ertu að hugsa amma? —
ertu að hugsa um jarlinn og syni hans, sem nú
dvelja í útlegð handan við haf?”
Hildur hrökk við, eins og hún vaknaði af
draumi. Svo stóð hún á fætur í öllum sínum
mikilleik, hverjum meðalmanni hærri. Hún
snéri sér að griðkonunum, er augnablik höfðu
I litið upp frá verki sínu, er stúlkan ávarpaði
ömmu sína. Hún hvessti á þær augun, svo
að þær þeyttu snældunni harðara en áður.
Síðan snéri hún sér að ungu stújkunni.
“Þú spyrð,” sagði Hildur loksins, eins og
hún þá fyrst hefði tekið eftir því, hvað stúlkan
var að segja, “hvort ég sé að hugsa um jaxl-
inn og hina ágætu syni hans? Já, ég heyrði
smiðinn reka járn til vopna á steðja sínum, og
skipasmiðinn benda rengur í borðfagrar snekkj
ur. Áður en kornskurði er lokið mun Guð-
ini jarl hafa skelt í bringu skotið Normönn-
unum í höll munkakóngsins, eins og haukurinn
skelfir dúfur í dúfnaskýli. Vefið fast; gætið
vel að varpi og veftri9)—traustar skulu voðir,
því tannhvassir eru ormar.”
“Hvað eiga þær þá að vefa, amma góð?
spurði stúlkan, og brá ótta fyrir í svipnum
jafnframt eftirvæntingunni.
“Náklæði konungmanna!"
Hildur beit á vörina en augnaráðið varð
enn hvassara en fyr. Hún snéri sér við og
leit út um gluggann. “Fáið mér motur minn
og staf.”
Tvær þjónustumeyjar báru henni höfuð-
kjæðið og stafinn. Hún setti móturinn á
höfuð sér, greip stafinn, er var úr dökkum
viði og skorið á hrafnshöfuð, og studdist þungt
á hann fram í hallarsalinn, gegnum töbluskál-
ann forna og út í hallargarðinn mikla, er hin
hálfhrundu súlnagöng mynduðu. Þar stanz-
aði hún augnablik og kallaði á Edith.
“Kom þú með mér. Eg mun sýna þér
mann, er þú munt sjá aðeins tvisvar á æfi
þinni; — í dag”— og Hildur þagnaði, um leið
og mildari svipur leið yfir ásjónu hennar.
“Og hvenær aftur, amma?”
“Nú hverfur allt í reyk fyrir mér.— Hve-
nær aftur, spurðir þú barn? Það veit ég
eigi svo gerla.
Þær gengu hægt fram hjá rómverska gos
brunninum og Bakkusarhofinu, og upp á hól-
inn. Þar settist Hildur í grasið fyrir framan
Drúðasteinana. Edith kraup um hólinn og
las blóm hér og þar, og söng norræna vísu fyrir
munni sér á meðan.
Rétt um leið og vísan var á enda heyrðust
horn þeytt og lúðrar. Hóllinn var rétt við
veginn til Lundúnaborgar, er þá lá í gegnum
þykkvan skóg.og nú kom allstór flokkur manna
8> Gler var þá tíðara í húsum ríkra manna á
Englandi en 100 árum síðar.—Höf.
®) uppistöðu og ívafi.—Þýð.
fram úr skóginum. Fyrstir riðu tveir merkis-
berar, samhliða. Á annað merkið var dregið
krossmark og fimm svölur, og var það merki
Játvarðar, er síðar fékk viðurnefnið hinn góði.
Á hitt merkið var dreginn bretður kross og
breiður bekkur í kring, en sýlt hvasst í odd-
veifuna,, er blakti mjúklega á stönginni.
Fyrra merkið þekkti Edith gjörla, en hið
síðara ekki. Hún hafði átt því að venjast að
sjá merki Guðina jarls hins ríka blakta jafn-
hliða merki konungs þeirra Saxanna, og sagði
því með nokkrum þótta:
“Hver er svo djarfur amma, að hann fari
með oddveifu eða gunnfána, þar sem ætti að
vera merki Guðina jarls?”
“Lát hægt um þig,” sagði Hildur, “og
tak vel eftir.”
Á hæla merkismönnunum riðu tveir menn,
einkennilega ólíkir að ásýndum, aldri og lát-
bragði; báðir höfðu hauk á vinstra armlegg.
Annar reið drifhvítum stríðshesti, og voru
söðulklæði hans mjög gulli lögð og dýrum
steinum. Maðurinn var ekki gamall, rúm-
lega fimmtugur, en þó nokkuð fyrirgengileg-
ur. Hann var ljóslitaður mjög og rjóður í
kinnum, en andlitið langt og mjög markaðir
andlitsdrættirnir. Húfu hafði hann á höfði,
eigi óáþekka hinum skozku kollhúfum, er nú
tíðkast, og féll snjóhvítt hár undan henni nið-
ur, um axlir og herðar. Tjúguskegg hafði
hann langt og mikið. Hvíti liturinn virtist
honum kærastur. Hann var í hvítum kyrtli
og með hvíta skikkju yfir sér, brydda gulli og
purpura. Hvítar voru einnig hosur hans.
Allur var klæðnaður hans, sem tignum manni
sómdi, en þó var sem klæðin bæru hann að
nokkru ofurliði, því maðurinn var fremur
krangalegur.
Þegar þeir félagar komu á móts við hól-
inn, gekk Edith niður að véginum, krosslagði
hendur á brjósti, og beið álút og með lotning-
arsvip, án þess að muna eftir því í svipinn að
hún hafði hvorki yfir sér möttul né motur,
sem engin frjálsborin kona mátti án vera utan-
húss, hvort heldur gift kona eða ógefin mær.
“Virðulegi herra og bróðir minn,' sagði
yngri maðurinn með djúpri röddu, á nor-
mannskri tungu. “Eg hefi heyrt að hér í
landi séu víða bústaðir ljósálfa, og sæti ég nú
eigi við hlið þess manns er ég vissi að ekkert
óhelgað eða óvígt má nálgast, þá sver ég það
við heilagan Valdemar, að mér lægi við að
halda að þarna hefði ljósálfur sprottið upp úr
jörðinni! ’
Játvarður konungur snéri hesti sínum að
hólnum, og stanzaði fyrir framan Edith, og
á bak við hann allt fylgdarlið hans: þrjátíu
riddarar, tveir biskupar og átta ábótar, allir á
ólmum stríðshestum, og klæddir á normannska
vísu. Edith stóð rjóð og niðurlút fyrir aug-
liti konungs og hans fríða föruneytis, meðan
hinn mildi maívipdur lék sér að lokkunum
hennar ljósu og fögru, sem hún hefði átt að
hylja undir motrinum.
“Edith, barn mitt,” sagði konungur á
normannskri tungu, því eigið móðurmál lá
honum erfiðlega á tungu, enda var, frá því að
hann settist að ríkjukn, öllum, járlsættar sem
konungbornum á Englandi, ætlað að kunna
einnig að mæla á normannska tungu— “Edith,
barn mitt,” sagði hann, “þú hefir vonandi eigi
gleymt áminningum mínum; hefir eigi afrækt
að syngja sálma þá er ég gaf þér, og befrð
ennþá hið heilaga krossmark um hálsinn.