Heimskringla - 04.12.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. DES., 1929
HEIMSKRINGL A
7. BLAÐSIÐA
Ernest Benn
Játningar auðmannsins
Engin mál eru nú eins mikiö rædd
eins og þjóöfélagsmál ýmiskonar. Og
þau eru ekki einungis rædd, það er
barist um þau af meiri heift en nokk-
ur önnur mál, ríkin skjálfa af átök-
unum um þau. I opinberum umræö
um um þessi mál hefir nú um langt
skeiö boriö hvaö mest á málfærslu
jafnaðarmanna, þótt ekki hafi flokkar
þeirra oröiö ofan á nema á nokkur-
Um stöðum og um stund. En ó-
beinlinis hefir áhrifa þeirra gætt á
ýmsa lund og i framkvæmdinni hafa
ofist margvíslega saman hugmyndir
°g störf þeirra, og svo andstæöinga
þeirra í ýmsum flokkum. Oft og
viöa ber minna á talsmönnum hins
gamla skipulags, kapitalismans, en
flutningsmönnum ýmiskonar sócialf-
isma, sem oft eru bæði ákafari og
snjallari málafylgjumenn, þótt í flokki
binna séu margir ágætir starfsmenn.
En nýlega hefir öflugur talsmaöur
bapítalismans látið til sín heyra í
Englandi og igert þaö svo að til er
tekiö. En þaö er Ernest Benn, sem
skrifað hefir “Játningar auömanns-
ins” (The Confession of a Capital-
tst). Fáar bækur, • sem fjalla um
þessi mál frá “auðvaldsins” sjónar-
tuiði hafa vakið eins mikla athygli
Og hún og eins mikinn fögnuö þeirra,
sem andstæðir eru jafnaðarstefnunni.
En jafnaðarmenn láta sér fátt um
finnast.
Ernest Benn er bóka- og blaða-út-
gefandi og sjálfur auömaöur allmik-
'b. Hann hefir i þjónustu sinni kring
um 2000 manns og veltan í fyrirtækj
um hans er um 400,000 pund á ári,
cn tekjur hans eru taldar um 10,000
Pund (yfir 200 þús. kr.). En i Eng-
landi er það 10,270 manns, sem talið er
að hafi slíkar tekjur eöa hærri. Benn
er fyrst og fremst kaupsýslumaður,
en ekki rithöfundur og kveöst ekki
gera kröfu til þess aö játninigar sínar
seu hátt metnar bókmenntalega. En
bann skrifar rösklega og hispurs-
laust.
Hitar miÖstöðvar
vélin yðar vel?
Þér nolið ef til vill
ekki réttu kolategund-
ina? Vér höfum beztu
kolin sem þér þurfið.
Parctic.
ICEsFUEL CaLTa
439 PORTAGE AVE
Ö¥o*//í Hi/dson*
PHONE
42321
Bók hans er fyrst og fremst árás
á jafnaðarstefnuna og í öðru lagi
rökstuðning þess, hvers vegna hann
álítur ag kapítalisminn sé bezta þjóö-
skipulag, sem til sé og affarsælast
fyrir menninguna. Hann segir að
mikið af yfirborðshættinum og glund
roðanum í meðferð þjóðfélagsmálanna
sé af því sprottinn, að þeir sem mest
skrifi um þau séu þeir, sem minnst
vit hafi á þeim. Umræðurnar um
þessi mál og upplýsing almennings er
eingöngu í höndum ráðasmiðanna,
teoretikaranna, en ekki framkvæmda-
mannanna. Eg þekki ekkert dæmi
til þess, segir hann, nema Ricardo,
að maður með nokkura verulega
reynslu í kaupgjaldsgreiðslu hafi lagt
skerf í umræðurnar um kaupgjaldið
og ég veit ekki til þess að nokkur
maður, sem hefir miklar tekjur hafi
lagt orð í belg þegar rætt var um
“tekjurnar.” Hann segist þvi ætla
að bjóða fram sjálfan siig “sem fórn
á altari hins hagfræðilega sannleika”
og segja hispurslaust frá sínum eig-
in verkum og viðskiftum.
Ennfremur segir han nað andúð
ýmsra gegn kapítalismanum stafi af
flysjungslegum óhófslifnaði hjá fá-
mennum flokki svonefndra auðborg-
ara, niönnum, sem séu sannnefndar
landeyður og eigi ekkert skylt við
allan þorra efnamanna, sem lifi per-
sónulega hófsömu lifi í sífeldu starfi.
Loks segir Benn að baráttan igegn
jafnaðarstefnunni sé oftast nær háð
! mjög fávíslega. Jafnaðarstefnunni
I verður aldrei eytt með því að vera sí-
! felt að vekja upp “rauða drauginn”
I mönnum til ögrunar, eða með því að
| slá á strengi -eiigingirninnar hjá þeim,
sem af einhverri tilviljun hafa kom-
ist meira i álnir en aðrir. Umræð-
urnar eiga að vera hafnar yfir per-
sónulegt tillit. Það skiftir þjóð-
félagsheildina engu hvort þessi eða
hinn auðmaðurinn heldur tekjum sín
um. Það sem á veltur er það, hvort
aðrir hafa gagn eða tjón af fyrir-
tækjuni hans og tekjum hans.
En það er einmitt eitt aðalatriði
hjá Benn að sýna fram á það, að
þjóðfélagið hafi meira igagn af tekj-
um hans, eins og þær eru, heldur en
af þvi að dreifa þeim milli svo og
svo margra annara og styðst hann
þar m. a. við italskan hagfræðing,
Pareto. Því mínar tekjur, segir
hann, eru aðeins tákn annara rniklu
meiri tekna, sem svo eða svo mikill
hluti samborgara minna nýtur vegna
fyrirtækja minna. 400 þúsund pund
in sem ég hef í veltunni eru miklu
merkilegri upphæð heldur en 10 þús.
pundin, sem ég er talinn hafa í tekjur
af þessari veltu, en eru í rauninni,
ekki nema að nokkuru leyti persónu-
legar tekjur minar. Ef menn vildu
hætta að stara eingöngu á þessar i-
mynduðu árstekjur, en beina athyigli
sinu í þess stað að veltufénu, þá
myndi annað meira ávinnast. Það
myndi sameiginlegur áhugi og sam-
eiginleg vinna geta aukið veltuna og
þar með tekjur allra þeirra, sem við
hana eru riðnir. Nú á timum fer
ASK FOR
DryGincer Ale
OR SODA
Brewers Of
country'club'
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E W E RV
OSBORNE&MULVEY-WINNIPEG
PHONES 41III 42304 5 6
. PROMPT.DELIVERV
TO PERMIT HOLDERS
allt of mikið í súginn af vinnu, hugs-
un og fjármunum vegna fánýtra
stéttafélaga (hjá verkamönnum og
vinnuveitendum), kaupgjaldsþjarks
og verkfalla — allt af því að menn
halda, að þeir geti ráðskast með
tekjur einstaklinganna, án tillits til
afkomu heildarinnar eða veltu fyrir-
tækisins. Eitt dæmi sýnir það,
hversu þetta er orðið rangskreitt.
Húsnæðismálin eru eitt helzta vandr-
æðamál enskra verkamanna. En
fyrir það fé, sem þeir hafa eytt í
stéttafélög sin á nokkrum undanförn-
um árum, hefðu þeir getað ráðið fram
úr húsnæðisvandræðunum á þann ein-
falda hátt, að þeir hefðu getað reist
ný hús handa öllum húsnæðislausum
verkamönnum.
Benn segist hafa bjargfasta trú á
framtaki einstaklingsins. Eg hef,
segir hann, þrátt fyrir margra ára
leit, ekki getað fundið það, að mann-
kynið hafi nokkurntíma öðlast nokk
urn efnalegan hagnað öðruvísi en
fyrir framtak einstaklinganna. Það
er því villukenning að halda að “póli-
tík” skapi aiíð. Þar að auki hefir
þorri manna skakkar huigmyndir um
það, hvað auður er. Það er Karli
Marx að kenna, að sú hugmynd hefir
orðið alþýðueign, að auður sé vinna,
seni beitt er á jörðina, vinna handar-
innar Marx gekk svo vel frá þessu
að flestir trúðu þvi. En fyrir 30
árum kom Sidney Webb kenningu
Marx í samræmi við sinn tima með
þeirri annáluðu tilslökun, að vinnan
gæti eins verið andieg eins og líkam-
leg, m. ö. o., auður er jörðin, að
viðbættri vinnu handar eða heila. En
eftir sem áður halda menn áfram að
kíta um þennan undarlega afgang,
sem ‘“auðvaldsskipulagið” láti stela
frá réttmætum eigendum hans, þeim;
sem háfa “vinnukraftinn.” Ef það
væri rétt að auður væri jörð og
vinna, mætti með sama rétti segja að
músík væri kattaþarmar og hrosshár
eða að bókmenntir væru pappír og
blek. John.Stuart Mill, sem hér um
bil enginn les, ef til vill af því að
hann prédikar ekki byltingu, segir
að auður sé “allir þægilegir og nyt-
samir hlutir, sem hægt er að hafa til
viðskifta.” Þetta er bezta skýrgrein
ing auðsins, sem enn hefir fengist.
Auður eru skifti. Það skiftir engu
máli hvað þjóðskipulag okkar heitir,
ef samskiftin milli borgaranna eru í
lagi. Við getum ekki starfað og
verið til nema aðrir menn vilji það
líka. Það igildir einu hversu mikið
einhver maður vinnur, ef hann getur
ekki sannfært einhverja aðra um það,
að þeir hafi líka hagnað af þessari
vinnu. Það er til dæmis þýðingar-
lítið að gefa út skáldsögur ef eng-
inn fæst til þess að lesa þær.
En hæfileikar manna geta verið
nokkuð misjafnir til að koma á þess-
um skiftum og hagnýta sér þau, en
að jafnaði gera menn of mikið úr
hættunni af þessu og úr gróðanum.
Benn segist taka sem svarar 3 d. af
hverju pundi og muni vera öldungis
ómögulegt að reka slík fyrirtæki fyrir
lægri ómakslaun. Það geti hvorki
ríki né félög (Benn er andstæður
mjög stórum félagssamsteypum engu
síður en ríkisrekstri). M’eginskilyrði
heilbrigfös viðskiftalífs eru, segir
hann: 1. mikil framleiðsla, 2. hátt
kaup, 3. mikill gróði, 4. lágt verð.
Og þetta igetur allt farið saman, segir
hann, þegar rétt er á haldið. Þetta
gera beztu atvinnurekendur Ameriku,
sem Benn er mjög hrifinn af, enda
segir hann að Ameríka og ameriskur
hugsunarháttur sé langt á undan Evr-
ópu í þessum efnum. Sjálfur borg-
ar Benn gott kaup og greiðir starfs-
fólki sinu þar að auki ágóðaþóknun
og gefur því kost á því, að gerast
meðeigendur fyrirtækjanna. Starfs-
tíminn er stuttur hjá honum, en rik
áherzla lögð á stundvísi, hann lætur
aðeins vinna 37)4 stund á viku, ekk-
ert á laugardögum og sunnudögum
Loks eru svo, segir Benn, skatta-
birgðarnar til ríkisins að sliga menn,
fjárlóg rikisins að verða flóknari og
flóknari, afskifti þess af einstakling-
um meiri og hæpnari — auðsuppspretí
ur þióðfélagsins eru að verða æ ó-
frjósamari i dauðum höndum ríkis-
valdsins Þess vegna er skvnsamlegt
auðvald einstaklinganna betra. En
það á að skilja köllun timans. Það
á að geta aukið framieiðsluna jafn-
framt þvi sem það hækkar kaupið og
styttir vinnutímann. Það á fyrst og
fremst að örfa samskiftin. —Þetta eru
játningar auðmannsins.—Lögrétta.
-------------x—------
Frá Islandi
Fréttabréf úr Suður-Þingeyjarsýslu
Ur Suður-Þingeyjarsýslu er skrif-
að: Veðráttan hér norður frá hefir
verið þannig í sumar: I júlí voru góð-
ir þurkar og náðu menn töðu sinni
mestallri með góðri verkun — eða
þvi, sem menn voru búnir að losa,
en í byrjun ágústmánaðar gekk í ó-
þurka, sem héldust að heita mátti
sumarið út. Þó voru ekki miklar úr
komur vanalega. Samt, var stór-
viðri og vatnsveður 24. ágúst og í
þeirri viku rigndi mikið í sumuni
sveitum. Þtirkflæsur komu samt
annað veifið, svo að menn hirtu heý
sín áður en þau hröktust mikið, en
heldur munu þau hafa verið slælega
þurr hjá sumum. Töðufengur manna
hér mun hafa verið með meira móti
og útheyskapur vel í meöallagi að
vöxtum. Gamlar heybirgðir voru
taldar miklar í héraðinu í vor, svo
að bændur munu vera all vel birgir
af heyjum undir veturinn. Allmarg-
ir bændur hafa selt hey til Húsavik-
ur í nokkuð stórum stíl.
Mannslát hafa orðið hér mörg i
sumar, og var svo um tíma að heita
mátti að hver jarðarförin færi fram
á fætur annari.—
í sumar var unnið að því að leggja
nýja brú yfir Skjálfandafljót á sama
stað og gamla brúin var áður (eða
er ennþá, en hún er nú nær ónýt).—
Mikiu seinna var byrjað á þessu verki
en ráð var fyrir gert eða ekki fyrr
en i ágúst. Brúarsmíðið sjálft gekk
sæmilega vel, en vafasamt er talið,
þeigar þetta er skrifað, hvort brúin
kemst á í haust. Verður hún mikið
mannyirki og samgöngubót. Sam-
kvæmt upplýsingum frá vegamála-
stjóra verður brúin ekki fullgerð
fyr en næsta vor).
Rétt hjá brúnni og Goðafossi er
Sigurður Lúther Vigfússon að byggja
nýbýli. Verður það að sumu leyti
greiðasölu- og gisti-hús, því að ferða
mannastraumur er mikill þarna um
veginn og mun að líkindum ekki
minka í framtíðinni.
í sumar keypti Þórir Steinþórsson
í Álftagerði vélbát, og hefir bátur-
inn verið í förum á Mývatni í sumar.
Hefir hann flutt vörur til þeirra, sem
fjær búa við vatnið. Fá þeir vör-
urnar á bifreið frá Skútustöðum og
þaðan eru þær svo fluttar á bátnum.
Einnig liafa ferðamenn tekið sér far
með honum til hinna mörgu einkenni-
legu og fögru staða við vatnið. Geta
þeir komið víðar við og eytt þó
minni tíma, heldur en ef þeir hefðu
þurft að notast við árbát. Nýr viti
var reistur í sumar á Tjarnesi.
Stendur hann á svonefndum bratta,
sem er rétt hjá bænum Valadal. —
Alþýðublaðið.
Rússar ætluðu tvívegis
að ráðast á Svía 1914
I seinasta hefti af sænska tímarit-
inu “Vor Flotta,” er grein eftir fyr-
verandi rússneskan flotaforingja og
segir hann þar frá því, að flotamála-
ráðuneytið rússneska hafi tvivegis ætl
að að senda Eystrasaltsflotann á
hendur Svíum árið 1914. En her-
stjórnin í landi kom í veg fyrir þetta
í bæði skiftin.
Hinn 8. ágúst 1914, rétt eftir að
stríðið skall á, kom fyrirskipun frá
von Essen yfirforingja Eystrasalts-
flotans, um það, að sex tundurspill-
ar skyldu fara til Stokkhólms, skjóta
á borgina og ónýta vitann í skerja-
garðinum utan við borgina. Enn-
fremur áttu þeir að leggja þar tund-
urdufi. Tundurspillarnir lögðu á
stað, en aðfaranótt 10. ágúst fengu
þeir loftskeyti frá von Essen um það,
að þessurn fyrirætlunum skyldi frest-
að og 11. ágúst voru skipin kölluð
heim aftur.
I seinasta skiftið var allur Eystra-
saltsfloti Rússa sendur á stað frá Re-
val. Það var aðfaranótt 7. sept.
Hafðóflotinn skipun um það frá von
Essen, að ráðast á sænska flotann.
Óttaði'sf Essen að Svíar væri þá í
þann veginn að ganga í lið með
Þjóðverjum. — Þegar flotarnir mætt
ust átti rússneski flotinn að varpa
kveðju á þann sænska, og ef Svíar
svöruðu þá ekki undir eins, áttu Rúss
ar að hefja skothríð. Nicolaj stór-
fursti kom í veg fyrir þetta. —Undir
eins og hann frétti um fyrirætlunina,
símaði hann til von Essen og fyrir-
bauð þessa herferð.—Mbl.
Mikill afli. Frá því 14. janúar S-
vetur, hefir línuveiðarinn “Fróði’*"
fengið 3300 sk. af fiski. Er þaö
meiri afli en dæmi eru til á línuveiö-
ara á sama tíma. —Norðlingur.
• Nýja skipið,
sem Eimskipafélagið er að láta
byggja á að 'heita Dettifoss. ÞaS.
verður á stærð við Brúarfoss.
MUSIC
Ideal Xmas Gift
PORTABLE VICTROLA
$35.00 - $1.50 Weekly
ORTHOPHONIC
$95.00 - $1.G0 Weekly
þér sem
notið
TIMBUR
KA UPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
CAPITAL COAL CO., LTD.
STÓRSALAR OG SMÁSALAR
210 Curry Bldg., móti Pósthúsinu
Sérstakt kolaverð fyrir hátíðarnar
Koppers Kók $15.50
Foot Hills Lump 13.25
McLeod Lump 13.25
Elgin Lump 12.00
Elgin Nut 8.50
Dominion Lump 7.00
Öll vestan kol geymum vér í luktum skúrum, svq snjór
og bleyta kemst ekki að þeim
Capital Coal Co. Ltd.
24 512
210 Curry Building, móti Pósthúsinu
----------- SÍMAR ----------------
24151
HMMB