Heimskringla


Heimskringla - 11.12.1929, Qupperneq 3

Heimskringla - 11.12.1929, Qupperneq 3
WINNIPEG, 11. DES., 1929 HEINISKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Sir Arthur Conan Doyle ••••og fyrirlestrar hans í Kaupmanna-..., Ihöfn Conan Doyle var fyrir nokkru í Kaupmannahöfn, "þar sem hann hélt nokkra fyrirlestra um andatrú og fyrirbriggi. A fyrsta fyrirlestrinum ■voru hátt á annaö þúsund manna viö- staddir. Hann hyrjaöi fyrirlestra sína meö þvi aö skýra frá því, aö spiritisminn væri svo föst sannfæring sín, aS ekk- eft gæti lengur raskaö henni. — Hann mintist á reynslu sina, visindalega menntun o.g langa æfingu í aö rann- saka þesskonar hluti. Hann benti 1 þessu sambandi á, aö hann væri ekki lítill leyhilögreglumaöur (sbr. Sher- lock Holmes). l'ara hér á eftir brot úr fyrsta fyr- irlestrinum : Sannfœring nm annað líf: —'Þaö var lengi, sem ég lagði engan trúnað á spiritismann, en þó leið aö því, aö ég sannfærðist um sannleiksgildi hans. Eg veit um 70 háskólakennara við viðurkennda há- skóla, sem hafa haft kjark til að viðurkenna sannleikann, og mér þykir leitt að segja ykkur Noröurlanda- húum það, aö aðeins einn skandinav- iskur prófessor er meöal þeirra. Þaö. var prófessor Haraldur Níelsson í Reykjavík. Ahrif stríSsins á andahyggju —Þegar stríöiö skall á, urðu fleiri ' 1>1 að veita spíritismanum athygli. Þúsundir manna létust á víg’vellinum. Þetta voru menn í blóma lífsins. Þeir attu fjölmarga ástvini, sem syrgöu þ)á, og höföu hug á, ef mögulegt væri að komast i sámband við þá. Þannig var það með mig. Eg missti son niinn, bróður minn, báða mága mína, °g tvo náfrændur. Hvert voru þeir farnir? Lifðu þeir einhversstaöar, eða voru þeir horfnir'? Þá var þaö j ég uppgötvaði að borðdans.högg og "tal miöla voru bendingar og boð-1 skapur til okkar. Hvernig áttu fram-1 liðnir að gefa okkur mehki ööruvísi j ■en að setja þau fram fyrir efnisbundna j skynjan okkar. Þeir, sem ekki höföu Sfefið þessu gaum, voru likir fólki, ^em heyrir símann hringja, en hefii ekki rænu á að taka heyrnartólið til að hlusta. Það var eftir að ég hafði fengið persónulegar sannanir fyrir til- veru framliðinna og sambandi þeirra viÖ okkar heim, aö ég ásamt konu minni ákvað að helga lif mitt sál- vænum rannsóknum, og til að útbreiöa 1)a»n boðskap, sem þeim rannsóknum fylgdi. Sannanir fyrir framhaldslífi ■—Kona ein. sem ég þekkti í Lund- Hrá GRÁVARA Keypt Vér kaupum grávöru sem hér segir: RED FOX »00.00 . (5LF .»51.00 J,INK .»85.00 | HACCOOJi »20.00 '‘'NX .»75.00 SAFAl.A »8S.OO SEND of prices TO S- FIRTKO—426 Penn. Ave. ltl*l»,irKh. Penna. U. S. nf Amerlen únum, haföi misst son sinn í stríðinu. Hún náöi sambandi viö hann með hjálp hins ágæta miðils frú Osborne Leonard. Þegar hún hafði talaö nokkrum sinnum við hann, spurði hún hann einu sinni, hvort hann gæti gef- ið henni nokkra sönnun fvrir því, að hann Iifði í raun og veru í öðrum heimi. Hann sagði henni þá frá því, að hann hefði nvlega verið að hjálpa vini sínum, sem hún þekkti lika, yfir um. Hann hafði verið á flugi yfir óvinahersvæði, og hefði hann verið skotinn niður. Sama dag spurðist frúin fyrir hjá hermála- ráðuneytinu, hvort hans hefði verið saknaö, en svo var ekki. En daginn eftir kom tilkynning um það, að hans _væri saknað. Benti hún þá á stað- inn sem sonur hennar hafði sagt henni frá, og fannst hann þar nokkr- um vikum seinna. Mófiir Conan Doyle —Eg vil gjarnan segja frá eigin reynzlu minni. Eg var á fundi með miðli einum frá Toledo. Sá ég þá fyrst lýsandi hring, sem líktist helgi- baug. Síðan kom í ljós inni í hon- um andlit móður minnar. Eg hefi aldrei séð hana greinilegar. Hún var að öllu leyti eins og um það leyti sem hún dó. — Þetta var engin skyn- villa, því að kona min og frú Gowan þekktu hana líka. Talmiðlar —Um talmiðla hefir verið rætt mik- ið. Sumir halda því fram, að þeir búktali. Það er ekki trúlegt, allra sízt fyrir þá, sem hafa heyrt þrjá framliðna tala í einu, við þrjá menn á miðilsfundi, en miðillinn var ekki nema einn. — Allir viðstaddir voru kunningjar og of einlægir spíritistar til að vilja reyna hið minnsta til að falsa. Andinn, sem talaði kínversku —Eg skal segja ykkur söguna af dr. Raymond. Han var kennari i kinversku við háskólann í Oxford. Hann var einn dag á miðilsfundi. Heyrði hann þá einn andann tala kínversku á gamalli daúðri mállýsku. Dr. Raymond skýrði frá því, að hann væri að þýða kínverskt kvæði, sem hann ætti dálítið öröugt með. And- inn bað hann að hafa yfir . fyrstu hendinguna i kvæðinu, og gerði dr. Raymond það. Hafði þá andinn yf- ir allt kvæðið og snéri því á nútíma kínversku. Eftir það átti dr. Ray- mond ekki erfitt með að þýða kvæð- ið. Ilu gsanaflu t ni ngttr —Aðalrök andstæðinga spíritism- ans eru þau, að í flestum tilfellum séu fyrirbrigðin byggð á hugsana- flutningi. Þetta getur að vísu átt sér staö, en ekki alstaðar, að minnsta kosti ekki við þá sögu, sem ég skal nú segja. — Maður nokkur í Mel- bourne varð fyrir þeirri sorg að niissa tvo efnilega syni sína í skip- skaða. Nokkru síðar náði hann sambandi við þá. — Bað þá annar þeirra hann að ganga afsiðis. Hann sagði honum frá því, og tók honum TIL ÍSLANDS 1930 Símatilkynning er nýkomin frá aðalskrifstofu Canadian Pacific í Montreal að hið ágæta fí S S MELITA tt (15,200 TONN) hafi verið valið til þess að flytja þá er fara til íslands að ári á vegum hinnar opinberú hátíðarnefndar íslendinga Siglt Frá Montreal kl. 10 f.h. 11. Júní Nefnd yðar, er þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna íyrir yður, að— Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreal. Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi. Svo margir hafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að ®nginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta. Sérstök vildarkjör hafa fengist meðan dvalið er í Reykja- vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði. Kulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er að semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að Jokinni hátíðinni. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til— W. C. Ca"sey, General Agent, Can. Pac. Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway, eða J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Sama AtlætiS — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi vara fyrir að segja mömmu sinni frá því, að bróðir sinn hefði verið étinn af stórum fiski. — Var það hákarl? spurði faðir hans. — Já, það j var ekki ólíkt því, en það var ekki j venjulegur hákarl, svaraði drengur- j inn. Skömmu síðar veiddist óvenju- | leg tegund hákarls þar í nánd, og fundust í honum leifar drengsins. Hér gat ekki verið um hugsanaflutn- in’g að ræða, nema frá hákarlinum. Conan Doyle sýndi við þetla tæki- færi margár myndir af framliðnum, sem teknar voru eftir dauðann. Gat þar að líta myndir af honum sjálfum ásamt syni hans, konu hans ásamt ástvinum hennar og marga fleiri. Hann lauk máli sínu á þá leið, að hann byggist ekki við að hafa sann- fært fólks til fulls, eða “umvent” því, en hann kvaðst vona, að hami|hefði gefið því eitthvað að hugsa um. —Lesb. Mbl. Á ferðalagi Eftir séra Sigurð Einarsson “Ef inni er þröngt tak linakk þinn og Itcst og hleyptu á burt tutdir loftsins þök. Hýstu aldrci þittn 'hartn, það er bezt að hcitnan og út cf þú bcrst í vök.” —Einar Benediktsson. Klukkan er ssx árdegis. Eg stend á torginu fyrir framan járnbrautar- stöðina. Hún er æruverðug og sót- ug eins og járnbrautarstöð á að vera. Og full af úrillu og geðvondu fólki, taugaæstu, órólegu ferðafólki, sem er ekki búið að jafna sig eftir þá geð- raun, að vera rifið upp klukkan 5.30. Eg er í yndislegu skapi. Munurinn á mér og þesum mönnum liggur í, að þeir eru allir að fara til einhvers ákveðins staðar, sem þeir þurfa að hafa náð fyrir ákveðinn tíma. Það er vitfirring. Allt það, sem þeim finnst óþægilegt í ferðalögum, er mér unaður. Eg er ekki að fara neitt sérstakt að því leyti, að mér er alveg sama hvar ég verð á morgun um þetta leyti, Iiggur ekkert á. Menn sætta sig við lestina, tollskoð- unina, vegbréfsóþægindin, þvætting- inn, hávaðann, tafirnar, koffortaburð- inn, af því að það er böl, er ekki verður kornist hjá, ef þeir eiga að ná ákvörðunarstað sínum. — Eg nýt þessa alls, en ákvörðunarstaðir mín- ir hafa einatt orðið mér til vonbrigða. En það er sjálfum mér að kenna. Eg hefi trúað ferðamannabókunum, reitt mig á Bennett og Cook og mannkyns- söguna sem mér var kennd. Eg er löngu hættur öllu sliku. Klukkan er sex og ég er að leggja á stað í ferða- lag, sem verður eins langt og teygt verður úr síðasta skilding mínum. Eg er einsamall. Það kemur eng- inn og segir við mig "góða ferð,” og “manstu nú hvort þú hefir tannbursta með,” og “þú verður að skrifa fljótt.” Enginn hefir hjálpað mér til að láta niöur i ferðatöskuna. Eigi að síður er allt í röð og reglu, og ég kominn á stöðina fullum hálftíma áð- ur en lestin fer. Eg hefi 15 minútur til þess að yfirvega hvers ég skuli neyta og 10 mínútur til þess að neyta þess. Og í þesar 15 minútur er heilinn i mér fullur af iliíi og angan og göfugu bragði. Eg afræð að fá i mér ofurlítið stykki af hvítu, mjúku ! brauði, bíta af kaldri gæsasteik og glas af daufu víni. Og nú er ég fær í allan sjó, þangað til “Mitrópa” j tekur að sjá fyrir líkamlegri vellíðan ■ minni. Eg fer niður á stéttina, þar sem j lestin bíður stynjandi í tengslum. En það er of snenuut að fara inn. Eg geng um á gljáandi asfaltinu og nýt þess að vera til, teygi i vitund minni hvert augnablik eins og lopa. Eg er nýrakaður og ég finn snertinguna af tárhreinum nærfötum um allan líkam- ann eins o,g svala blessun. Svo fer ég að leita mér að sæti. Það má ekki vera í enda vagns, ekki yfir möndli, ekki of framarlega í lestinni. Það á að vera gluggasæti og horfa til þeirra áttar, sem ekið er í, borð undir glugganum og eitthvað til að styðja fótunum á. Slík sæti má kaupa sér með sérstökum farmiðum. En það er að svifta sig þeirri ánægju að finna þau sjálfur, og geri ég það því aldrei. Þá er að koma sér fyrir, láta pípuna á borðið, tó- ■bakið, pípuhreinsarann, eldspíturnar, hylki með fimm vindlum og eina öskju af vindlingum, þrjú til fjögur stór morgunblöð, láta feröatöskuna upp í netið, helzt þannig að hún falli ekki í manns eigið höfuð, ef hún skyldi detta; hengja frakkann sinn á snaga, tæma allt verðmæti úr vösum hans, svo því verði ekki stolið meðan verið er að borða, setja upp svarta alpahúfu og þunna þráðarvetlinga á hendurnar. Það er vegna þess, að á messing húnunum á lestinni er lag af gömlum, þvölum svita, sóti og spansgrænu. Þetta er mikið og ^andasamt verk, og nú sezt ég niður til að njóta stundvísi minnar og eig- in 'öryggis. Allt er í lagi, vegabréf, farmiði, farangur. Og nautnin verð- ur innilegri við það að sjá asann og gauraganginn, heyra ópin og þvaðrið í hinum. Nú er dyrunum Iokað og lestin tekur þjösnalegan hnykk. Feit- ur kaupsýslumaður kemur æðandi með skjalatösku sem hann veifar í ákafa yfir höfuð sér. Hann verður eftir. Yndislegt! Mátulegt handa slóðum og rúmlötum mönnum! — Og svo á stað ! Húrra ! Það urgar í teinunum. Loftið fyllist af suðu, verður höfugt og lykt af vörtnu stáli, áburðarolíu og eim. Það ymur í eirþráðunum meðfrani brautinni og símastaurarnir þjóta framhjá með hásu hvissi. Hraðatilfinningin seytl- ar upp í gagnum fæturna, smeygir sér uppeftir skrokknum, fer með kulda- kitli upp í hársrætur. Eg lít snöggv ast út, jörðin æðir fram hjá, hrað- ast hjá lestinni. hægar eftir því sem lengra dregur frá. Veröldin er orð- in að skopparakringlu, sem snýst um miðdepil langt, langt í burtu og þeyt- ir lestinni á rönd sér. Húskofi kemur þjótandi í sjónmál og flevgist fram hjá. Maður stend- ur við vegarslá. Eftir augnablik er hann ekki lengur til. — Agætt. Eg þarf þá ekki að eyða framtíðinni i áhyggjum um velferð hans. Ný hús, nýir menn, ný örlög glampa fram hjá eins og stjörnuhröp. Eg fer að lesa hlöðin, fyrst stjórnmálin, þá atvinnu- lífið, þá leikhús og bókmenntir. Og tíminn líður í yndislegri vímu og vit- undin þenst út, nær “vítt of veröld hverja.” — Stundarkorn er ég í Par- ís og þjarka við Briand um' herskatta greiðslur. Og röksemdir mínar fljúga i gegnum hausinn á honum eins og glóandi teinar, —þyrla honum í óvit, og Þjóðverjar losna við her- skattinn. Stundarkorn segi ég Her- mann Kesten frá því, hvernig æskti- lýð nútímans sé varið,, hinnni rót- lausu kynslóð, sem ég elska, og hann rífur handritið að Ein Ausschweif- ender Mensch, í tætlur og lofar upp á æru og trú að snerta aldrei á penna framar. Ef til vill hefi ég sofið.— Nú er hringt til miðdegisverðar. Eg fer inn í borðsalinn, stóran vagn, með breiðum, fáguðum rúðum. Mér er alveg sama hvað ég borða, ég er fóstraður i sveit á Islandi og mat- sölustöðum fyrir fátæklinga í Reykja- vík. En ég kann að velja mér drykk eftir stað og stund. Það er mikil list. Eg hefi séð fólk gráta af greinju yfir því, að það fékk ekki “Rámlösa vatten” suður í Rínardal. Eg hefi séð menn drekka danskt Tuborgöl suður í Munchen án þess að blygðast sín. Eg geri aldrei þess- háttar axarsköft. Sumt fólk drasl- ar með sér allri ættjörð sinni hvar sem það fer, hverjum vana þjóðar sinnar og óvana. — Svo kemur kaffi, litsterkt, og anganþrungið og vind- ill sem ég hefi geymt mér til þessarar hátíðlegu stundar. Hann er ekki úr tóbaki. Hann er ofurlítill gulbrúnn líkamningur af ljósbláum ilmi, sem læðist eftir nefinu upp í heilann, skríður eftir hverri fellingu hans, bregður á leik í bugðunum og hristist út um líkamann, eins og ósýnilegt balsam. Og það verður kveld. Kyrð, sem ég verð að skynja með augunum, hnígur yfir merkur og velli. Lestin askveður inn í myrkva komandi nætur. Eg fer að leita uppi svefnvagninn og finn rekkju mína, ofurlítinn prjóna stokk. — Með því að gera mig stinn- an og teinréttan eins og sívalning, iget ég snúið mér við í henni. 1 rekkjunni fyrir ofan mig liggur mað- ur og dæsir og púar, eins og hann væri að slá harðvelli. Annaðhvort hefir hann borðað yfir sig eða hefir slæma samvizku. En það kemur mér ekkert við. Eg ligg grafkyr í prjónastokkn- (Frh. á 7. bls). I DYICRS CL.KAIVICKS CO., LTD. ; grjöra þurkhreinsun samdæguri Bæta og gjöra vit5 Slml 37061 VVIn nipc| Min. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja jDR. S. G. SIMrSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases j Phone: 87 208 j ■ Suite 642-44 Somerset Blk. jWINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur Ifkkistur or ann&st um útfar- ir. Aliur útbúnatSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarilft og: legrsteina. 843 SHERBROOKE ST. I’hone» K6 607 WINNIPEfl DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Saslt. DR. A BI.ÖNDAL 602 Medical Arts Bldf. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Ati hitta: kl. 10—12 f h. 06 3—6 e h. Helmill: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arta Bldff. Cor. Oraham and Kennedy 8t. Phone: 21 834 VitJtalstími: 11—12 ogr 1_6.30 Heimlli: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Talsfml: 28 K89 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block PortaKC Arenne WINNIPEG & TIL SÖLU A ÓDfRl! VERÐl “FDRNACE” —bætJi vitJar og kola “furnace” lititJ brúkatJ, er til sölu hjá undirritutJum. Gott tæklfæri fyrir fólk út á landi er bæta vilja hitunar- áhöld á helmllinu. GÖODMAN A CO. 786 Toronto St. Slml 28847 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. H jálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kver.félagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjuin sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. h. íBjörgvin Guðmundson i A. R. C. M. j Teacher of Music, Compositioa, ! Theory, Counterpoint, Orch«*- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71821 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— . Bmgffmge and Farnltarr Mcrlng 608 ALVEHSTONE ST. SfMI T1 898 Kr útvega kol, elálvií me« ' • anngjörnu vertJi, annast flutn- ing fram off aftur um bselnn Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld* Skrlfstof usími: 23674 Stundar «érstakl«g:a lungrnasjúk- dóma. Er atí flnna á skrlfstofu kl 10—lt f. h. oi 2—6 e h. Heimlll: 46 Ailovray Ave. Talalual t 33158 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Stmi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy 03 Graham Stundar elBgSngu augtaa- eyrna- nef- og kverka-ajflkdöma Er aD hitta frá kl. 11—12 f. h. > og kl. 3—6 e. h. Talafml 1 21834 Helmill: 688 McMillan Ave. 42801 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrceðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 24 587 Björg Frederickson píanókennari byrjar aftur kennslu 4. sept. Nemendur búnir undir .próf. Phone 72 025 Ste. 7, Acadia Apts. Telephone: 21613 J. Christopherson, lslenzkur Lógfrceðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. MARGARET DALMAN TKACHKR OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Mrs. B. H. Olsonj TEACHER OF SINGING í j Í5 St. James Place Tel. 35076 í | DR. C. J. HOUSTON ÍDR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —:— Sask. Ragnar H. Ragnar Pianokennari Phonc 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street !e. G. Baldwinson, L.L.B. LðgfræKlDgur Realdence Phone 24206 Offlce Phone 24063 T08 Mlnlng Exchange 356 Maln St. WINNIPEG. 100 herbergt metJ eöa án bali SEYMOUR HOTEL ver» sanncjarnt Slml 38 411 C. Q. H UTCHISON, ,l«a>ál Markat and Klnr St„ Wlnnlpe* —:— Maa.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.