Heimskringla - 11.12.1929, Page 4

Heimskringla - 11.12.1929, Page 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. DES., 1929 ‘pdmskrittgla (Stotnuð 1886') Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 11. DES., 1929 ekki um þaS, að guSshugmyndum frjálslyndra rnanna hefir einnig veriS i ýmsu áfátt eins og öllum öSrum. Þess vegna sleppir hann gjör- samlega aS skýrgreina nokkra guöshugmynd í trúarjátning sinni, heldtTr tekur þann kostinn, aS halda sér aSeins viS manninn og igera sér ^rein fyrir hverskonar hugarfar og hegSun hon- um er nauSsynlegt til framfara og hlessunar, eft- ir hvaSa reglu frjálslyndir menn telja bezt aS lifa. Og ekki verSur því neitaS aS í þessu birtist einnig trú. Ef trú mannanna kemur ekki í ljós i því hvernig þeir eru og hvernig þeir breyta, þá er erfitt aS ráSa hana af hugmyndtím þeirra. l>ví aS hugmyndin, jafnvel þó aS hún virSist vera rótgróin í manninum, getur haft nauSa lítil áhrif á brevtni hans. Þannig er um ýmsar erfSahug- myndir vorar. Jafnvel þótt vér samþykkjum þær og höldum fast viS þær af gömlum vana eSa hollustu viS þá, sem kenndu oss þær, þá trúum vér þeim ekki í raun og veru. Réttast er þlví aS nefna þær hugmyndir einar trú, sem ráSi breytni vorri. ÞaS er sú trú, en engin önnur, seni stjórnar örlögum vorum. Fyrir þá trú, en enga aSra, getum vér frelsast, ef hún er svo mikil og viturleg, aS hún geti orSiS oss til blessunar. Frjálslynd trúarjátning RaSa fltitt í kirkjn SambandssafnaSar í Winni- peg, sunnudaginn 1. dcs., 1929, af séra Benjamín Kristjánssyni (MeS því aS birta þessa ágætu ræSu, hefir Heims- kringla oröiS viS óskum margra, er á hana hlýddu, og báSu þess fastlega, aS hún yröi birt.—Ritstj.) ✓ ~ Nýlega hefir birzt í einu trúmálablaSi Banda- ríkjanna, frjálslynd trúarjátning eftir Rabbi Abba Hillel Silver, einn hinn frægasta lærifööur Gyöinga í Ameríku, sem vert er aS veita at- hygli. Til er* trúarjátning, segir hann, senv ótrauöir frjálstrúarmenn allra tima hafa lifaö efíir. Hún hljóöar á þessa leiö: Vér trúum á manninn — á hæga, en stööugt vaxandi siömenning hans, á sjálfsákvörSunarrétt anda hans og yfirburöi yfir allar jarSneskar stofnanir. Vér trúum á frelsi, i hinum fyllsta og æösta skilningi, jafnframt því, sem vér trúum á fyllstu ábyrgS einstaklingsins. Vér trúum á 7'ald, en aöeins þaö vald, seni skynsemin viöurkennir. Vér trúum því, aö uppfrœSsla, rannsóknir og samvinna sé hin nauösynlegasta undirstaSi tnenningarlegra framfara. Vér trúum því, aö meira sé undir því kom- iS aö stjórna vel sjálfum sér en aö vera vel stjórnaö, aS áunnir hlutir sé meira viröi, en þeir, sem mönnum eru fengnir. Þess vegna hirSum vér ekkert um neitt þúsund ára ríki, sem koma á meö kraftaverki og básúnublæstri. Vér trúum því, aS sannleikurinn komi bezt í ljós viö samanburS eöa árekstur margvíslegra skoöana og aö allar vitsmunalegar framfarir or- sakist einmitt af fjölbreytni skoöananna og frjálsum hugmyndaskiftum. Vér trúum á umburSarlyndi, en ekki afskifía- leysi; á eldmóS, en ekki á ofstæki; á sannfeering- ar, en ekki meinlokur; á sjálfstatSi, en ekki ein- angrun; á baráttu, en ekki á hatur.— Þessi trúarjátning er aö ýmsu leyti at- hyglisverö og ekki sízt fyrir þá sök, aS í henni en hvergi minnst á guö eöa eiginleika hans eins og gert er i svo mörgum játningarritum krist- inna þjóöa, heldur er aöeins talaö um manninn, um hegöun hans og framkomu. Ekki mun þetta þó stafa af þvi, aþ Rabbi Silver trúi ekki á guö. Hann myndi ekki vera lærifaöir viö musteriö í Cleveland, einhverja sfærstu samkundu Gyöinga i Bandaríkjunum, og vera hlaöinn ótal mörgum trúnaöarstörfum öSrum, ef hann væri guösneitari, því aS GyS- ingar eru, eins og kunnugt er, einhverjir ákveön- ustu guSstrúarmenn í viöri veröld. Heldur mun þetta koma til af þvi, aö lærimeistaranum hefir skilist þaö, eins og öörum víösýnum mönnum, aS guSshugmyndir manna hafa alltaf veriS aö breyt- ast, eftir því sem þeir hafa sjálfir breyzt og mun,j ávalt verSa breytilegar, meöan þjóöflokka eöa einstaklinga skilur um gáfur eöa menningu. Þess vegna er ekki hægt aS tilgreina neina ákveöna guöshugmynd, sem allir frjálslyndir menn á öllum tímum hafa samþykkt eöa trúaö á. Og gildir hér eitt og hiö sama um frjálslynda menn oig þröngsýna. GuSshugmyndir nianna hafa líklegast æfinlega veriS eins margar og mennirnir eru margir. Og öllum þeim guÖ9hug- myndum hefir veriS jafn ábótavant tiltölulega og mönnunum sjálfum. MeS herskáum þjóSum hefir guS veriö grimmur og herskár, meö rang- látum þjóSum ranglátur, meöal kreddumanna, kreddufastur og óbilgjarn. Hinsvegar hefir guö frjálslyndra manna jafnan veriS frjálslyndur, guS kærleiksrikra manna miskunnsamur, og svo fram- vegis. En Rabbi Hillel Silver efast vafalaust AS þessu athuguSu eru nú ýmsir frjálslyndir menn teknir aö hallast aö því, aö örnggara sé og sáluhjálplegra, þegar gera á sér göfuga og skynsamlega trúarskoSun, aS byggja á reynzlu- .grundvelli mannlegs lífs, og álykta þannig eftir vísindalegum aöferöum um gildi lífsskoöana, eftir afleiöingum þeirra, heldur en aS aöhyllast þær af eintómri tilviljun, eftir því í hvaöa landi eöa meö hvaöa þjóö menn eru fæddir.og eftir því hvaöa erföahugmyndir mönnum kunna aö hafa veriS innrættar. Því aö allar þær hugmyndir, sem þannig eru fengnar, lenda aöeins í óbeirfn sambandi viö breytni ínannsins. Og sú guSs- htigmynd, sem hvorki er byggö á reynslu né gagngerSri hugsun, er bæöi fjarlæg og óraun- veruleg, og allar þráttanir um hana eru líkastar því og þegar blindir nienn deila um ljósiö og eiginleika þess. Hinsvegar er mönnum einnig fariö aö skiljast þaö betur og betur, hvaö vér eigum óralangt í land nteö þaö, aS vita nokkra grein á hinstu rökum tilverunnar. Vísindamennirnir fullyröa aö oss sé ekki unt á þvi tilverustigi, sem viö stöndum nú á, aS gera oss nokkra grein fyrir hver eöa livilik sé orsök eöa uppspretta hlutanna, hvaö bak viö þá standi og stjórni rás þeirra á þenna veg en ekki annan, því aö þaS liggi algerlega utan viö skynsviS vor. Trúmennirnir nefni þetta guö eöa alfööur, og vér getum gjarna nefnt það þannig, en þaS sé þá lika allt þaö, sem vér getum um guð vitaS eöa sagt, aS hann er. Hitt, sem oss sé unt aS rannsaka og gera oss grein fyrir, sé aöeins sá efnislegi heimur, eins og vér getum skynjaS hann, sé þó einkum maöurinn sjálfur, huigsanir hans eSa viðhorf viS heiminum, störf hans og afleiöingar af þeim. AuSvitaS er þetta skoSunarmiö aöeins trú eöa trúleysi vísindamannanna. ÞaS er aldrei hægt aö segja um þaS meö neinni vissu, hvað menn geta vitaö og hvaS ekki. Vísindin sjálf hafa fært mönnum heim sanninn um þaS aö möguleikunum á því sviöi er ekki unt aS setja nein takmörk. Þekkingin hefir stundum tekiö stökk langt út yfir þaS, sem nokkurn hefir óraö fyrir. Auk þess er ástæöulaust, að einskorSa guöshug- myndina aöeins við hin ósýnilegu sköpunaröfl bak viS hlutina. Vér getum einnig látiö guös- hugmyndina ná yfir lífiS í heild -sinni og þess vegna ályktaS um guö af því, sem vér verSum vís um eSIi þess. Þetta er sú guösþugmynd, sem oröið getur oss til raunhæfrar blessunar, af því aS hún hlýtur aS vera nátengd öllu líferni voru. En af þessu getum vér dregiS þá ályktun, að happa drýgra sé í trú vorri sem ööru, aS byrja jafnan á þeim endanum, sem aS oss sjálf- um snýr. Byrja þar, sem vér getum stuöst viö vorar eigin skynjanir og reynslu, jafnframt því sem vér tökum auövitaö tillit til reynslu og skoðana annara nianna, og ályktum svo út frá þessu eins og oss viröist viturlegast. MeS þessu móti er helzt aS vænta, að hægt sé, aS öðlast þá lífsskoS- un, sem byggS sé á bjargi veruleikans og hafi raunverulegt gildi fyrir líf vort og þroska. Ef þannig er aö guSsiðkunum gengiS, má einnig væn'a þess, aö þekking vor aukist á öllum þess- um ókannaöa en eftirþráöa leyndardóm, sem vér nefnum guS, aS dýrS þess iguðs komi í ljós í lífi voru i meiri og meiri fylling, eftir því sem vér þráum hann meir í einlægni á þennan hátt, viljum skilja hann, sjá hann og þekkja. Kjarni þessa máls er þá sá, aö leitast viö aö færa út reynslusviS vort, svo sem oss er mögu- legt og vaxa meö því móti aö skilningi á lifinu sjálfu og þeim lögum, sem þaö lýtur, til þróun- ar eða hnignunar. Gg ef vér athugum nán- ar þá er einmitt öll trúarjátning Rabbi Hillel Silver byggS á þessu og stefnir aS þessu. Hann trúir á vaxandi siömenning mannkynsins og aS allar framfarir verðí fyrir uppfræSslu, rannsókn- ir og samvinnu, af þvi aS þetta hefir reynst þannig. Hann trúir á, aö frelsiS sé mönnum nauSsynlegt til þessara hluta, af þvi aö reynslan staöfestir þaS einnig. Hann trúir því, aS sjálf- stjórn sé mönnum nauösynleg, af því aS lífiö og reynslan sýnir, aS mennirnir hljóta aS mörgu leyti aS stjórna örlögum sínum. Hann trúir ekki, aö neitt Messíasarríki eSa þúsund ára ríki komi skyndilega á yfirnáttúrlegan hátt, eins og Gyð- ingar hafa lengi trúaö ogi ýmsir kristnir trú- flokkar, af því aS það mótmælir allri reynslu lífsins. Öll framför virðist koma hægt og síg- andi. Jafnvel þó aS slíkt ríki kæmi skyndilega. er lítil von til aS mennirnir breyttust fyrir þaö. Mennirnir veröa fyrst að breytast og þá mun rikiS koma á eftir. Messíasarríkið kemur á þann hátt, Í5 vér sköpum þaS sjálf meS starfi voru. Annarskonar ríki myndum vér ekki skilja. \ En.til þess aS öSIast sém flesta fætur undir þekking vora, dugir vitanlega ekki, eins og ég gat um áðan, vor eigin taktnarkaða reynsla. ÞaS er óhjákvæmilegt aS byggja einnig á öörum. Vér trúum á hefðarvald (authority), segir lærimeist- arinn í ísrael, en aðeins þaö hefSarvald, sem skynsemin samþy'kkir. ÞaS væri óSs manns æði aS ætla að vér hefSum sjálf tækifæri til þess i voru stutta jarSlífi, aö rannsaka alla hluti og ganga úr skugga um þá með vorri eigin reynslu. Jafnt í trúarefnum, sem i vísindum, hljótum vér í ýmsu aö stySjast við reynslu og skoöanir ann- ara manna. Þegar stór fjölfræSa bók er rituö og gefin út, eins og til dæmis Encyclopaedia Britannica, þá megnar enginn einn maöur aS koma því i framkvæmd. Ótölulegur fjöldi manna hefir lagt í þaö lífstarf sitt og vitsmuni, að gagnrannsaka hvert atvik og hverja staðreynd, sem þar er skrifuö. Þannig hlýtur einnig skoö- un og hugsunarháttur hvers einstaklings aö byggjast á starfi og rannsóknum fjölda margra manna annara. En eins og fárra manna nefnd velur eftir íhuguöu ráöi, meS samanburöi og at- hugun rithöfundana > aS fjölfræöabókinni, til þess aS ábyggilegt sé, að hún hafi sem allra beztar heimildir viö aö styðjast, eins er nauS- synlegt aS skynsemi vor greini á milli meS því aS velja og hafna, þeirra skoöana, sem aS oss eru réttar, þegar vér erum sjálf aS reyna aS átta oss á lífinu og tilverunni, og mynda oss um þaö þær skoðanir sem vér viljum að séu sem rétt- astar og hamingjudrýgstar. Þess vegna vil ég leggja mesta áherzlu á aS benda á þetta atriöi í hinni frjálslyndu trúar- játningu Rabbi Hillel Silver, aS vér trúum því, aö sannleikurinn komi bezt í Ijós við satnanburS og jafnvel árekstur margvíslegra skoöana og framför þekkingarinnar sé bezt tryggö meS þeirri samvinnu, aS menn niiSli hver öSrum hug- myndum sinum, beri þær síðan saman og öðlist á þann hátt nýjar hugmyndir, sem ef til vill komast nær því rétta, en hvorutveggja eldri hug- myndin. En hversu margir munu þeir vera, sem eru svo frjálslyndir aS þeim sé tamt aö líta þannig á málin? Vér þurfum ekki aö fara til neinna gamalguðfræöinga, heldur getum viö fariö næst- um því til hvaða sérkredduflokks sem er og til fjölda margra manna sem álíta sjálfir aS þeir séu frjálslyndir, og þeir munu sárreiöast og hneykslast, ekki aöeins ef vér 'höldum fram ein- hverri skoðun, sem þeir álíta gagnstæða allri siðsamlegri kenningu, sem þeir hafa numiö, held- ur einnig, ef vér höfum ööruvísi skoöun en þeir í nokkrum verulegum atriöum. Fáir menn eru svo þroskaöir, aö ekki sé unt að reita þá til reiöi, meö því aö halda fram skoðunum, sem mjög eru ólíkar hugsunarhætti þeirra, jafnvel þótt þaö sé gert i allri kurteisi. Mönnum hættir viö aö líta svo á, aS þeir séu svo fádæma óskeikulir sjálfir, aö móðgun sé, að bera brigður á þaS, meS því aS andmæla þeim í nokkrum hlut, jafnvel þótt það sé einmitt hiö sama og þeir gera öörum, jafn oft og þeir eru þeim ósamþykkir. m Þessi persónulegi kenningahroki og ekkert annaö en megin ástæöan fyrir því, þegar menn reiöast viS aSra út af skoSunum, sem þeim i fljótu bragöi virSast annaöhvort vera fjarstæö- ar eöa hneykslanlegar. En í og meS, eins og í allri reiöi, leynist hræðslan viö þaö, aö veriS sé að reita sundur eitthvert hreiöur, þar sem vanaföst ihugsun mannsins hefir búiö um sig og þorir ekki að láta ónáSa sig úr. Og hræöslan kemur af þvi, aS ósjálfrátt hafa menn þaS líki á tilfinningunni, aö hver sú skoðun, sem þannig er reist, aS ekki er grafist fyrir rök hennar, er á sandi byggS, svo aö unt er aö rífa hana niöur, ef einhver nær fangi á henni. Þess vegna þyk- ir þaS vera um aö gera, aS loka sig sem mest inni i sjálfum sér, og vísa öllum á burt meS illu eöa góöu, sem aö garði bera með annar- legar skoSanir, i staS þess aS athuga þær af skynsamlegu viti eins og þó ætti aS vera óhætt öllum þeim, sem sjálfir þykjast eiga yfir sann- leikanum aö ráSa. Ekki er lengra en hér um bil 70 ár síöan. aS Magnús heitinn Eiríksson, sem var einhver hinn lærSasti guðfræðingur meðal íslendinga á sinni tiö, skrifaSi vísindalegt rit um Jóhannesar guSspjall, þar sem hann hélt fram þeirri skoöun, sem nú er oröin algeng meðal allra, sem nokkuð hafa rannsakaö máliö aS gaumgæfni, aS guö- spjalliö gæti ekki veriö ritað af Jóhannesi Zeba- deussyni, lærisveini Jesú, heldur væri þaS miklu yngra, og á þaö bæri frem- ur aö líta sem uppbyggilegt trúar- rit, en aö byggja á því sem sannri sögu. Prestur nokkur af Vesturlandi, sem annars var talinn merkur maötir aS ýmsu leyti, ritaði slíkan óhróöur um bók þessa í eitt islenzka vikublaSiö, a S naumast er eftir h a f a n d i, en þó ágætt dæmi um trúarvörn ofstæk innar. Kallar hann rit Magnúsar guðlöstunarbók, ósvífna lygabók, eit- urplöntu, Satans skeyti og öðrum ófögrum nöfnum. En Magnús kallaöi hann Anti-Krist, djöfulóöan högg- ormshaus sem heil legió djöfla væri farin í og svo framvegis. Vill hann láta reka Magnús í útlegð og brenna hann síðan á báli ásamt bókum sín- um og segir hann aS þetta sé þaö mildasta sem vera má. En þegar klerkur er búinn aö skrifa alla þessa þungu áfellisdóma, kveðst hann játa þaS án blygSunar aö hann hafi ekki lesiS bókina og hvetur aöra til aS gera þaö ekki heklur. Þegar vér lesum slík ódæmi og þessi eftir 70 ár fer ekki hjá því aS oss blöskri hversu þröngsýnin og of- stækin skilur hér eftir sig ljótan vitn- isburS, en slíkt eru því miSur eng- in einsdæmi í sögunni. Þröngsýnin veröur sér æfinlega til ntinkunar i hverju máli. Aftur gengur Magnús heitinn Eiríksson af hólmi nteS dreng- skaparorði góðs og sannleikselskandi manns, þó aö hann fengi lítinn hróS- ur af samtíö sinni. Ef vér ættum nú aö dæma prest þenna út frá þessu skrifi hans, sem ég er ekki aö segja aS yröi fullkom- lega réttmætur dómur, því aö marg- ir tala eSa skrifa þaS í bráSræði æs- ingar, sem ekki fylgir fullur hugttr og þá iðrar seinna — en þá blöskrar manni fyrst ósvífnin og óráðvendnin meö sannleikann, aS dæma þannig hik- laust um bók, sem hann játar aS hann hafi ekki lesið og veit þess vegna ekkert um hvaö stendur í; þvi síður aö hann hafi rannsakaS heimildirn- ar fyrir því hvort þar sé talað satt eöa logiS, fariö með sennilegt mál eöa ósennilegt. I öðru lagi blöskrar manni hatriS, aö vilja láta brenna manninn fyrir þaS eitt aö hann hef- ir skrifaS bók, sem flytur nýstárleg- ar skoðanir, sem menn hafa ekki vanist. Jafnvel þó aS áreiSanlegt heföi veriS, aS bókin væri skrifuð af ntisskilningi,þá hefSi þaS verið geipi- legt hermdarverk, aö hegna manninum þanntg fyrir misskilning hans. En hér er ekki svo mikið sem nokkur til- raun sé gerS, til aS rannsaka hversu rnikill glæpurinn er, seni maðurinn er talinn aS hafa drýgt. ÞaS eitt að dirfast aS vera annarar skoðunar, en almenningur, er talin dauöasök. Hér er meiri skortur á réttlætistilfinning en talið væri sæmilegt að viðhafa í nokkrum öðrum málum en trúmálum. I hvaöa sakamál sem er öðru þætti þaö sanngjarnt að líta á málavexti. En i þessu máli reyndi enginn aS gera sér grein fyrir i hverju Magnús hafði brotiö af sér. Enginn reyndi aö skrifa á móti honum annaS en skammir Og óbænir og sumir töldu hann vera viti sínu fjær. Þessi saga hefir endurtekið sig sorglega oft meS mannkyninu. Þeir sem veriö hafa höföi hærri en allur lýSurinn og hefðu þvi að réttu lagi átt að vera leiötogar lians, hafa ver- ið hæddir og grýttir af honuni og taldir viti sínu fjær. Frá því er skýrt um sjálfan höfund kristninnar, að jafnvel móöir hans og bræður héldu aS hann væri ekki meö öllum mjalla, þegar hann andmælti hinum venjulegu trúarskoöunum samtiöar sinnar. ÞaS var ekkert reynt aö gera sér igrein fyrir þvi hvers vegna hann liti öSruvísi á máliS. Hann hlaut bara aS vera viti sínu fjær, af því aS hann leit öðruvísi á máliS — og þess vegna var hann krossfest- ur. Hversu ótal mörg er sú krossfest- ing sannleikans, sem unt hefSi verið aS komast hjá, ef hverri kynslóð heföi verið kennt aS líta á sannleikann og leita sannleikans eftir hinni frjáls- lyndu trúarjátningu Rabbi Silver. Hversu margt heiftarverk hefði þá veriS óunniö og hversu margri fram- för komiö áfram löngu fyr! Eg veit engan mann hafa gert betur grein fyrir nauösyn skoðanafrelsis og 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. hugsanarfrelsis til andlegrar velferSar mannkynsins, en John Stuart Mill i hinni ágætu bók sinni: Um frelsiS, sem stundum hefir veriS nefnd guS- spjall nitjándu aldar. Hann dregur megin röksemdir sínar saman í þrjá liöi, sem hljóöa í stuttu máli á þessa leiö: 1 fyrsta lagi: Ef einhver skoSun er niðurbæld, þá getum vér aldrei með fullri vissu vitaö, aS hún sé ekki rétt. Ef vér neitum þessu eignuirt vér okkur óskeikulleik. í annan stað: Þó aS skoðun sú. sem niður er bæld sé röng, þá getur hún þó haft og hefir venjulega i sér fólginn nokkurn hluta sannleikans, og meS því að skoSun’ sú um sérhvert efni, sem almenn er eöa drottnandi hefir sjaldan eSa aldrei allan sann- leikann að geyma, þá eru engin líkindi til, aö sannleikanum verði upp bættur sá hluti, sem á hann vantar meS neinu ööru móti en því, aö andstæSunr skoSunum lendi í vtSureign saman. í þriðja Iagi r Enda þótt hin viS- tekna skoðun sé ekki aöeins rétt, heldur hafi altan sannleikann aS geyma, þá munu þó flestir, sem hanæ hafa, hafa hana sem hleypidóm, en ekki sem skoöun, vegna þess aS þeir hafa ekki íhugaS grandgæfilega skynsemdarrökin fyrir henni. MeS því að koma með öflug og alvarleg mótmæli, eru menn knúðir til þess aö gera sér lifandi og skilmerkilega grein fyrir því hvers vegna þetta er þannig en ekki öðruvisi. Ef menti gera þa® ekki er kenningin tóm kredduþula áhrifalaus á breytni manna og hugsunarhátt. Þannig styrkir æfinlega andstaöarr oss, jafnvel þó að hún sé ekki á rök- um byggð. Ef rétt er litið á, er oss því æfinlega ávinningur að því aS heyra margvíslegar skoSanir, hvort sem þær eru með eSa móti. Þess vegna skulum viö öll, sem frjálslynd viljum vera aldrei láta oss henda það, að byrgja eyrun fyrir neinni skoðun, af því vér þykjumst vita það fyrirfram, aS hún sé röng. Vér skulum aldrei reiöast af því, þó aS aörir menn sé á ööru máli en vér. Vér skulum einmitt leita aS styrk vorum í andstöðunni. Ef vér þykjumst hafa réttari eða skynsam- legri skoðanir en aSrir er þaS ekkert til að reiðast af. ÞaS er til aö gleðj- ast yfir, ef vér höfum fundið mik- inn sannleika. En gleymum því þá ekki, aS jafnvel fáráölingurinn, sem gengur fram af oss meö fjarstæöum sínum hefír einnig stutt oss í skiln- ingsstarfinu. Látum mennina deila um ýmislegar skoðanir og kenningar. ÞaS er á- gætt meöan það er gert meö rökum og án haturs. Slikar umræöur hreinsa burt alla hégilju og hjátrúar- mollu eins og stormar og steypiregn. Öll hin margvíslegu rök, sem ýmis- legir skoöanaárekstrar knýja fram, geta orðiö að steinum í veglegri bygg- ingu sannteikans. Þess vegna eiga allir, sem skoðun hafa aö flytja, aS gera þaö kurteislega og drengilega, meS vakandi tilfinningu fyrir því að þeir séu aS færa guði sinum fórnir, þeir sé að gefa hinum æösta veruleika, sem vér þekkjum, lifinu og sannteikanum, hiS æösta og bezta í sjálfum sér, sem er vitiö og kær- leikurinn.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.