Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JAN., 1930 12}4 1 3 Alþingishátíðin á Þingvöllim Dagskrá Hát'iðarncfndar — Frásögn Magnúsar Kjaran 1. dagur (fimmtudaginn 26. júní 1930J Kl. 9 Guðsþjónusta: Athöfnin taki 30 mínútur og fari fram í gjánni fyrir norSan fossinn. 9% Lógbergsganga: Menn safnast saman undir fána síns héraðs á flötunum suður af GróörarstöSinni og ganga þaöan í fylkingu aö Lögbergi 10j4 Hátiðin sctt: 1. Þingvallakórið syngur: Ó guö vors lands. 2. Forsætisráöherra setur há- tíöina. 3. Hátíöaljóðin sungin (fyrri hlutinn). \\yi....Alþingi sett: (eöa þingfundur ef þingi hefir veriö frestað). Forseti sam einaös þings heldur ræöu. Hátíðaljóðin sungin (Síöari hlutinn). Matarhlé. Móttaka gesta á Lögbergi:* 1. Forseti sameinaös þings býöur gesti velkomna. 2. Fulltrúar erlendra þinga flytja kveðjur af Lögbergi. Hverjum fulltrúa ætlaöar fimm mínútur. 4 l/i Hljómleikar, sögulegir. 6 Miðdegisveisla. 9 lslandsgUma. 2. dagur 10 Minni Islands flutt á Lögbergi. Kappreiðar í Bolabás. 12 Matarhlé. 2. Þingfundur. 2% Vestur-lslendingmn fagnað á Lögbergi. Vestur-Isl. flytja kveöjur á Lögbergi. 3j/2 Söguleg sýning. A1/í Hljómleikar, nýtízku. 6 Matarhlé. 8 Fimleikasýning, úrval, 16 stúlkur og 16 piltar. 3. dagur 10 Þingjundur, þingi slitiö. 11 Einsöngur. 1 Matarhlé. 3 Fimleikasýning, 200 manna. 4 Landskórið syngur. 5 Sögulcg sýning. 6 Matarhlé. 8 Hátíðinni slitið á Lögbergi af forsætisráðherra. Frá kl. 9—11 á hverju kveldi: hér- aðsfundir, bændaglíma, viki-vakar, bjargsig, rímur kveðnar, söngur, hljóöfærasláttur, dans. Sunnudagur Kl. 12 lokaveizla fyrir fulltrúa allra stétta í landinu. Morgunblaöiö haföi tal af Magnúsi Kjaran í gær og spuröi hann um ým- islegt viðvíkjandi hátíðinni, og ein- stökum liðum dagskrárinnar. Hann sagöi meðal annars: í gjánni, þar sem guðsþjónustan á aö vera, er drangur einn tilvalinn fyrir prédikunarstól; útbúnaður verður þar enginn. Tröppur 'hafa veriö gerðar niður í gjána í sumar, til þess að mannfjöldinn eigi hægt með aö komast þangað. Rúm er í gjánni fyrir 30 þúsund manns. Lögbergsgöngunni verður þannig hagað, að hvert hérað hefir sinn fána, og skifta menn sér á völlunum þann- ig, aö hver skipar sér undir fána héraðs síns. Um skrúðgöngu í venjulegri merkingu getur ekki verið að ræða. Lögreglan stjórnar göng- unni. Er gert ráð fyrir að 100 lög- regluþjónar verði þarna. Forystu lögreglunnar á Bjarni Bjarnason skólastjóri að hafa á hendi. Verður hið væntanlega lögreglulið æft hér í vetur. Söngstjórn hátíðarinnar hafa þeir á hendi Páll ísólfsson og Jón Hall- dórsson. Stjórnar Páll söng hátiða ljóðanna. Sennilega þyikir of umstangsmikið að setja þing að Lögbergi, því við þingsetninjgiu er svo tafsamt um- stang. Þvi er líklegra að þegar þingfundir hins reglulega þings hætta í vor, þá verði þingi ekki slitið, held ur fundinum frestað þangað til í hátíðinni. Þegar rætt er um Lögberg í dag- skrá hátíðarinnar, þá er átt við Lög- berg það sem kent mun verða við Eggert Briem. Ræðumaður stendur á þeim kletti og snýr sér að gjánni, en þingmenn sitja á palli, er reistur verður neðan við klettinn i gjánni. Skamt frá palli þeim verður skáli eða tjald fyrir hljómsveit og söng- menn. Á fyrsta þingfundinum flyt- ur forseti sameinaðs íþings aðal há tiðaræðuna. Gestir landsins, um 100 að tölu, mat ast í veizluskála Valhallar. Þar rúmast 200—250 manns undir borð- um. Með íslenzku þingmönnunum og konum þeirra o. f 1., má búast við að þar verði daglega sá mannfjöldi. I miðdegisveizlunni 1. hátiðardaginn, er ætlast til að verði fulltrúar ýmsra félaga og atvinnufyrirtækja svo og blaðamenn, als um 500 manns. Verð- ur þá opnuð ein hlið Valhallarskál- ans, og borð uppsett í hliðstæðu tjaldi. M. Kjarval fullyrðir, að matar- birgðir verði nægilegar, og greið af- greiðsla á þeim handa öllum mann- fjöldanum. Verða veitingatjöldin flötunum vestan við hæðina sem Valhöll stóð á áður en hún var flutt rétt austan við Öxará. Brú verður sett þar á ána 30 metra breið. Fulltrúar munu verða þarna frá 20 erlendum ríkjum. Islandsglíman verður háð á palli er verður reist á sama stað og verið hefir, þegar íþróttasýningar hafa farið þarna fram, fyrir neðan gjábrekkuna vestur af gömlu konungs- stöðum. Verður pallur þessi 25x50 m. stór. Þar verða allar íþrótta sýningar, og auk þess dans á kveld Georg Brandes -Ö\ no^ð' *< M'" borl„ sa-"6" u. ***»**£!**""* 8REWED IN WESTERN CANADA FOR OVER 4-0 YEARS STOCK ALE SHEAS WINNIPEG BREU/ERY LIMITED in. Áhorfendur sjá vel á pallinn úr brekkunum fyrir ofan. Óvíst er enn hver flytur minm íslands að Lögbergi 2. hátiðardag- inn. Samtimis verða kappreiðar háðar Bolabás. Þangað er aðeins tíu min- útna gangur frá tjaldborginni Bolabás er skínandi fallegt, og til- valið kappreiða og áhorfendasvæði frá náttúrunnar hendi. Hvergi verð- ur um sérstakan inngangseyri að ræða, að því sem tilgreint er í dag- skrá hátíðarinnar, nema að kappreið- unum. Þar verður 1 kr. inngartgs- eyrir. Á þingfundinum 2. daginn á að sam þykkja einhver þau lög sem mikils- varðandi eru fyrir þjóðina og eftir tekt vekja utan lands og innan. Senni lega verða lögin undirskrifuð af kon ungi þarna á Þigvöllum. Ætlast er til þess, að Vestur-Islendingar sem þarna verða, gangi í fylkingu að Lög- bergi er þeim verður þar fagnað Hverjir tala þar er óvíst enn. Sögulega sýningin, sem síðan verð ur haldin, á að tákna það, að Þor- steinn Ingólfsson setur Lögréttu, og gengst fyrir því að Hrafn Hængsson er kosinn lögsögumaður, og hann vinnur eið að baugi. Búist er við, að um 50 manns taki þátt í sýningti þessari. Æfingar byrja eftir ára mót. Fimleikana sér íþróttasamband ís- lands um. Sennilega stjórnar Björn Jakobsson sýningu úrvalsliðsins 2. hátíðardaginn, en Jón Þorsteinsson fjölmennu sýningunni daginn eftir. Þingfundurinn siðasti á að verða örstuttur. Að honum loknum er ætlast til að 5—6 beztu söngmenn landsins syngi einsöngva í hljómskálanum og fái hver þeirra tíu mínútur. Sögulega sýningin þann dag á að sýna lögsögu á Lögbergi o. fl. Héraðsfundunum verður 'hagað eins og- ibúar héraðanna óska eftir. Verða þeir vitanlega margir haldnir samtímis á hverju kveldi. Bænda- glimurnar verða háðar á iþróttapall- inum áður en dansinn byrjar. En vikivakarnir verða siennilega stignir uppi í gjá norðan við fossinn. Hljóðfærasláttur verða víða sam- tímis á kveldin. Bjargsig er hægt að sýna á þrem stöðum í Almanna- gjá. Komið hefir til orða að sýna sund, a. m. k. dýfingar í Öxará. I lokaveizlunni á sunnudaginn verða fulltrúar allra stétta í landinu. Á veizla sú m. a. að tákna það að hér sé um aþýðlega eða réttara sagt al- þjóðlega hátíð að ræða. Læknafélagið hefir lofað að sjá um læknaverði á hátíðinni. Lyfjabúð verður þar og banki og pósthús. Símastöðvar verða settar upp hér og þar, með miðstöð þar sem Valhöl! var. Þar verður og bækistöð blaða- manna. Nýr simaþráður verður lagður héðan til Þingvalla og enn- fremur ný lina frá Ölfusárbrú til Þingvalla. Með veginum austur verða verðir margir til þess að sjá um að um- ferðin fari fram eftir settum reglum. Þessir menn eiga að geta gert við, annast smávægilegar bílabilanir. All- ir verða bilarnir undir sameiginlegri stjórn og mun Björn Ólafsson kaup- maður taka stjórn þeirra að sér. Búist er við að takast megi að hafa svo marga bila í takinu að flytja megi 1,000 manns milli Reykj avikur og Þingvalla á klukkusttmd. —Morgunblaðið. Georg Brandes andaðist i Kaup- mannahöfn 19. febrúar, 1927. Með honum gekk til moldar einhver um- svifamesti maður í andlegu lífi Norð- urlanda um langt skeið, vopnfimur og oft óvæginn bardaga- og barnings- maður og listfengur og margvís fræði maður. Hann hafði látið til sín taka ógrynni málefna og manna um viða veröld, og lagt til flestra mál- anna eitthvað, sem gagn eða gaman er að, þó misjafnlega gildismikil séu ritstörf hans, eins og að líkindum læt- ur og lauslega haldið á ýmsu eða yf- irborðslega. Brandes átti að baki sér óvenjulega fjölbreyttan starfsferil. Þegar hann lézt nú i hárri elli (hálfníræður, fæddur 4. febrúar 1842), hafði hann fengist við ritstörf í um 60 ár sam- fleytt og svo að segja aldrei fallið penni úr hönd allan þann tíma, síðan fyrsta bók háns kom út 1866. (Om dualismen i vor nyeste filosofi). Um eitt skeið þessara tima um og eftir 1880—90 mátti hann heita nær ein- valdur höfðingi og átrúnaðargoð fær- ustu mannanna í andlegu lifi Norður- landa og oft fór frægð hans víða um lönd. En annars lifði hann margar stefnur og mörg umskifti, lifði i erj- um og ófriði, varð fyrir margskonar árásum, sá áhrif sin fara þverrandi og skoðanir sinar að litlu metnar margar, en breyttist jafnframt sjálf- ur nokkuð með tímanum, en hélt ó- skertum áhuga sínum og vígahug til hins siðasta. Brandes var á fyrstu árum sinum einkum undir áhrifum Kierkegaard’s og svo Hegelsstefnunnar, var áhang- andi Bröchners móti guðfræði Mort- ensen’s og heimspeki R. Nielsen’s, sem samræma vildi trú og vísindi og var þá í listfræði sinni einnig fylgj- andi Heiberg, eins og algengast var. En um 1865 fer þetta að breytast fyrir áhrif frá Taine og Stuart Mill og festast hinar nýju skoðanir við ut- anferðir 'hans. 1871 byrjar hann svo háskólafyrirlestra sína í Kaup- manahöfn, sem talið er að tímamót marki og- síðar urðu efni eins aðal- rits hans, Hovedströmningerne. Ekki hélst hann samt við í Danmörku og fór enn utan. Enda hafði honum verið synjað háskólaembættis, sem hann þótti eiga rétt á. Hreppti það maður, sem dáinn var einnig nokkru á undan honum, Paludan, sem að vísu var ekki rithöfundur eða brautryðj- andi á borð við Brandes, en var þó stundum ómaklega atyrtur; og hefir skrifað fróðlegar bækur um erlend áhrif á danskar bókmenntir. Nókkr- um árum síðar kom Brandes aftur heim til Danmerkur og var gerður að launuðum heiðursprófessor 1901 þeg- ar vinnstrimenn komust til valda. Upp frá því fór að verða friðsamara um hann en fyr og naut hann á síðustu árum vinsælda og virðinga, þó fyrir árásum yrði hann fyrir ýmislegt í síðustu bókum sínum, einkum um Krist og Pétur postula, er hann áleit helzt að væru helgisagnaverur, sem aldrei hefðu lifað. Hefir Lögr. áð- ur sagt frá ýmsum bókum Brandesar og greinum þegar þær koma út. Helztu rit Brandesar auk þeirra sem fyr getur, eru um Taine, La- salle og Disraeli og einkum um Shake- speare frá fyrri árum. Hneigðist hann ávalt að því meira og meira eftir því sem árin liðu að rannsaka “det store menneske, kulturens kilde,” eins og hann kvað sjálfur að orði, einkum eftir að hann kyntist Renan og Nietzsche. Reit hann á síðari árum sínum stórar bækur um Goethe, Voltaire, Cæsar og Micelangelo. Jafn- framt tók hann mikinn þátt i málum samtíðar sinnar, skrifaði eftirtektar- verðar greinar um ýms alheimsmál á ófriðarárunum og hélt ósleitilega á- fram að dæma og oft að fordæma andlega lífið heima fyrir í Danmörku. í einni af síðustu greinum sínum komst hann til dæmis svo að orði um danskar listir, að þær væru annað- hvort “stum kunst eller dum kunst.” (þögul list eða bögulistj. íslenzk mál lét Brandes nokkuð til sín taka. Ekkert heillegt hefir hann þó um þau skrifað, enda brast hann þekkingu á íslenzka tungu. Hvatti hann Dani til þess að kynna sér ísl. bókmenntir, ekki einungis hinar fornu, heldur einnig hinar nýju, til dæmis E. H. Kvaran og Gest Pálsson. Sagði hann til dæmis einhverju sinni, að Njála ætti að vera til á hverju dönsku heimili og aldrei hefðu danskar bók- menntir skapað svo karlmannlegar persónur, sem þar væri lýst eða náð slíkri snilli í lýsingum. Hann minnti Dani einnig á það, að ýmsir menn, sem þeir hefðu hlotið af hvað mesta frægð, eins og Thorvaldsen og Niels Finsen 'hefðu verið Islendingar. Is- lenk menning hefði verið aðals>bréf Dana gagnvart umheiminum. Þetta hindraði það þó ekki, að sjálfur flokkaði Brandes Islendinga meðal Dana í ritum sínum. Og á stjórnarfarslegri sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga hafði hann lítinn skilning og litla samúð með henni, og dró þar dár að henni, þó öðrum þræði ávítaði hann Dani fyrir illa meðferð á Is- lendingum. Islendingar voru í hans augum merkileg en hálf kyrkingsleg þjóð í menningarlegum og stjórnar- farslegum tengslum við Danmörku, þjóð sem Danir mættu “for sin vær- digheds skyld slet ikke undvære” eins og hann komst einu sinni að orði. Ýms góð áhrif hefir Brandes haft á íslenzka menntamenn til hvatningar og aukins víðsýnis. Og hvað sem líður ýmsum einstökum skoðunum hans og verkum mun hans verða minnst sem eins hins fjöl'hæfasta og eldlegasta manns í menningarlifi sam- tíðar sinnar.—Lögr. Kristján í Stóradal \ ________ Hinn 28. maí, 1866 andaðist einn hinn merkasti bóndi Húnvetninga, Kristján Jónsson í Stóradal. Ekki mun láts hans hafa verið minnst í blöðum eða tímaritum, enda var færra um þau þá en nú, en víst er um það, að Kristján hefir verið svo merkur maður, að vel er þess vert, að nafn hans gleymist ekki með öllu. Þeir eru nú fáir orðnir fyrir mold ofan, sem heyrðu hann og sáu og því er hver siðastur um að geta hans, ef leggja á til grundvallar sagnir þeirra manna, sem voru komnir svo til vits og ára, er hann lézt, að þeir segi frá samtíðar-viðburðum. Árið 1858 var fyrirskipað af amt- manni, að skera skyldi allt geldfé í Húnavatnssýslu vestan Blöndu. Nið- urskurður þessi átti að fara fram á þorra þá um veturinn. Margir bænd- ur hlýddu vita skuld sárnauðugir þesu hvatvíslega valdboði, sem efa- samt þótti, hvort studdist við lög. Kristján í Stóradal snérist þannig við þessu valdboði, að nafn hans var þá margra munni í Norðlendingafjórð- ungi og víðar á landinu og er það aðalefni þessara lína, að segja frá hversu hann tók í þetta mál. Frá- sögnin hér á eftir er að mestu tekin úr sveitablaði Svínavatnshrepps, en rituð er hún af Guðmundi bónda Þorsteinssyni í Holti í Svínadal, sem nú er því nær 82 ára og man þvt eftir niðurskurðinum: “Margir voru tregir til að skera. Þá voru margir miklir sauðabændur í Svínavatnshreppi og mun Kristján í Stóradal hafa verið fjárríkastur, því að hann átti 270 sauði fullorðna, enda var hann allra manna tregast- ur til að skera, svo að ráðgert var að valdskera hjá honum. Að hon- um hafði verið farið með góðu og illu, en hvorugt bar árangur, enda var honum ekki lagið að láta undan. Um þorralok 1858 var svo komið, að hann gat átt von á á hverjum degi, að valdskorið yrði hjá honunt. Var nú úr vöndu að ráða, því að ekki ætlaði hann að láta undan. Hann tekur þá til að láta járna hesta, láta hey í poka og segir heimilisfólki sínu, að hann ætli til Skagastrandar ti! að sækja tunnur og salt og rnunt hann svo skera sauðina þegar heitrt komi. Á laun lætur hann flytja heyið og annað, er til langferðar þurfti í Stóradalssel, sem er undir Auðkúluheiði. Enginn vissi utn þetta nema hann, ráðskona hans og Sveinn sonur hans. Hafði Kristj- án þá hugsað sér að reka sauðina a góu um veturinn suður í Árnessýslu, þó hann þekkti þar engann mann og ætti þar ekkert víst fyrir sauðina, er suður kæmi. Á Mosfelli í Svínadal bjó þá Bene- dikt Jónsson, tengdasonur Kristjáns, alþekktur dugnaðarmaður í ferðum- Honum sendir Kristján orð og biður hann að finna sig og vera vel útbúinrr til fata. Ekki vissi Benedikt hverju þetta sætti, en fór þó. Hafði nú allt verið flutt í Svínadalssel, sem til ferðarinnar þurfti og sauðirnir hýstir þar nóttina áður en á stað var farið. Snemma morguns var svo lagt á stað suður Auðkúluheiðí og Kjalveg og segir ekki af ferðum þeirra fyr en þeir koma í Biskups- tungur. Hittu þeir þar fyrstan manna Sigurð Greipsson í Haukadal, hinn mesta rausnarbónda og þótti hon um undarlega við bregða, er menn komu með fjárrekstur norðan Kjöl um þetta leyti árs, en þá mun hata verið mikið liðið á góu. Gestunum var tekið hið bezta og spyr Kristján þér sem notið TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONED E WOOD President Treasurer Secretary (Plltnrntr »ein ftlluro rrjnn hQ tWVknant) KOLogKÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.