Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. JAN., 1930 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA 930-1930 ÞaS hefir áður veriS tekiS fram, að Canada-Kyrrahafsbrautar félagiö sjái um vegabréf þeirra Canada- manna, er á vegum þess fara heim til íslands aS sumri, og ekki ætla sér að ferðast utan brezka ríkisins, og aö þeir þurfi aöeins aö leggja til myndir af sjálfum sér 3x3 að stærð, vana- legar “passport” myndir, sem veröa að vera komnar í tæka tíö til undir- ritaðs, eða eimskipadeildar félagsins, 372 Main Street, Winnipeg. Þeir sem ®tla sér að feröast út fyrir brezka ríkið verða sjálfir aö sjá sér fyrir vanalegu vegabréfi, sem fæst hjá utanríkisdeild stjórnarinnar í Ottawa °g kostar $5.00. Menn ættu að muna eftir að draga ekki of lengi að vera sér úti um þau. Um Bandaríkja- menn er vonast eftir að sama reglan gikli, að því er þá snertir, sem aðeins ferðast innan brezka ríkisins, þó samn- mgar um þau efni séu ekki enn full- gerðir. Ef útaf skyldi bregða með það, verða þeir, sem fara ætla, látnir vita í tæka tíð, svo þeir geti verið sér úti um vanaleg vegabréf. En allir Bandaríkjamenn, eins og Canada- menn, sem ætla sér að ferðast utan Bretlands og Canada, verða að fá sér vanaleg vegabréf. Þau fást hjá “The State Départment” í Was'hington og ættu menn að snúa sér til næsta tim- boðsmanns þeirrar stjórnardeildar í tæka tíð. Slík vegabréf kosta $10.00 í Bandaríkjunum. í sambandi við Islendinga í Banda- ríkjunum skal tekið fram, að verið er að vinna að, að fá sérstakt heimfarar og afturkomuleyfi inn i Bandaríkin, þegar að heiman er komið. Sá samn- ingur er þó enn ófullgerður, en til skýringar þeim sem þurfa, ef það annars eru nokkrir, skal hér tekið fram, að allir þeir, er inn í Banda- rikin fluttu fyrir árið 1921, hvort sem þeir höfðu lögleg innflutninga skír- teini eða ekki, eru samkvæmt lögum löglega þangað komnir, ag geta nær þeir vilja sótt um borgarabréf og ferð- Innköllunarmenn Heimskringlu: I CANADA: Arnes............. Amaranth ......... Antler............ Arborg ........... Ashern ........... Baldur............ Belmont .......... Bredenbury ....... Bella Bella....... Beckville ......... Bifröst .......... Brown............. Calgary........... Churchbridge .. .. Cypress River .. . Ebor Station .. .. Elfros............ Eriksdale ........ Eramnes.......... Eoam Lake .. .. Gimli............. Glenboro ......... Geysir........... Hayland........... Hecla............. Hnausa .. ,. .. . Húsavík............ Hove .. .......... Innisfail ........ Kandahar ......... Kristnes........ Keewatin.......... Leslie........... Eangruth ......... Lundar .......... Markex*ville ..... Mozart............ Nes.............. Oak Point......... Oak View ........ Ocean Falls, B. C. Otto, Man.......... Poplar Park .. .. Piney ........... Red Deer ......... Reykjavík......... Hiverton .......... Silver Bay ..... Swan River .. .. Selkirk.......... Siglunes......... Steep Rock ....... Stony Hili, Man. .... Tantallon........ Thornhill........ Tantallon ........ Víðir............ Vogar ........... Vancouver, B. C. ... Winnipegosis .. . Winnipeg Beach . Wynyard........... .. F. Finnbogason ... J. B. Halldórsson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigurður Sigfússon . Sigtr. Sigvaldason ......G. J. Oleson ....H. O. Loptsson .. .. J. F. Leifsson .... Björn Þórðarson Eiríkur Jóhannsson Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús Hinriksson .. :. Páll Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson ... Ólafur Hallsson . Guðm. Magnússon ,. .. John Janusson .. .. B. B. Ólson .. .. G. J. Oleson .. Tím. Böðvarsson . . Sig. B. Helgason Jóhann K. Johnson . . F. Finnbogason . .. John Kernested .. Andrés Skagfeld Hannes .1. Húnfjörð .... S. S. Anderson . .. Rósm. Árnason .. Sam Magnússon .. Th. Guðmundsson ....Ágúst Eyólfsson ..... Björn Hördal Hannes J. Húnfjörð .... H. B. Grímsson .. .. Páll E. lsfeld . . Andrés Skagfeld Sigurður Sigfússon . .. J. F. Leifsson .... .... Björn Hördal . .. Sig. Sigurðsson . .. S. S. Anderson Hannes J. Húnfjörð ....... Árni Pálsson .. Björn Hjörleifsson .... Ólafur Hallsson . .. Halldór Egilsson .. B. Thorsteinsson . .. Guðm. Jónsson ........ Fred Snædal ......' Björn Hördal . .. Guðm. Ólafsson Thorst. J. Gíslason ........ G. Ólafsson . .. .Aug. Einarsson .. .. Guðm. Jónsson .... Mrs. Anna Harvey . .. August Johnson . .. John Kernested . .. F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Blaine, Wash................... Bantry......................... Chicago......................... Edinburg ....................... Garðar.......................... Grafton....................... Hallson .. ................... Hensel........................ Ivanhoe ...................... , Miltor......................... Mountain....................... Minneota ...................... Pembina......................... Point Roberts.................. J- J- MiddaJ 6723—21st Ave. N. W. Svold .. . ’................... Upham .. Jónas J. Sturlaugsson .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason .. Hannes Björnsson . .. S. M. Breiðfjörð .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson .. Joseph Einarsson .. .. G. A. Dalmahn .. .. F. G. Vatnsdal .. Hannes Björnsson .. .. G. A. Dalmann . Þorbjörn Bjamarson Sigurður Thordarson .. .. Seattle, Wash. . .. Björa Sveinsson .. Sigurður Jónssoi The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba ast svo sem löglegir borgarar Banda- ríkj anna. Þeir sem inni í Bandaríkin fluttu frá 1921 tll 1924, án löglegra inn- flutniga-skírteina, eru nokkurskonar millibilsmenn; það er: að á meðan þeir eru kyrrir, verður ekki við þeim hreyft, en fari þeir i burtu án lög- legra skilríkja, er hætta á að torvelt verði fyrir þá að komast inn aftur, nema sem nýir innflytjendur. Ef ein- hverjir landar, sem inn til Banda- rikjanna hafa farið á ólöglegan hátt siðan árið 1924, eru að hugsa til heim- ferðar, þá er bráðnauðsynlegt fyrir þá að fá rikisstöðu sina trygða áður en þeir taka sig upp, því þeir hafa verið þar réttlausir, og því engrar vægðar von frá hendi innflutningsumboðs- manna ríkisins. Þetta er hér tekið fram, sökum þess, að ég veit, að það sem bent er á er ekki úti í hött, þó ég voni að þeir séu ekki margir, sem þannig er ástatt fyrir. En betra að gera sér grein fyrir þessu í tíma, og gera við því, en að lenda í óþasgindum og erfið- leikum út af þvi síðar. Til er einn vegur annar en sá sem að framan er minnst á, til þess að fullnægja lögunum, að því er vist- skilyrði i Bandaríkjum snertir, og það er að leggja inn beiðni til verka- málaumsjónarmanns stjórnarinnar í Washington um burtfararskírteini, sem 'hann veitir til 3 mánaða og kost- ar $3.00. Þó er það ekki með öllu einhlítt, því að það fyrirbyggir ekki að innflutnings umboðsmenn stjórn- arinnar leggi spurningar fyrir skír- teinshafa, þegar hann fer aftur inn í landið og beiti þá lögum ef þörf þykir. Um skirteini þetta þarf að biðja að minnsta kosti þrem mánuðum áður en leggja á af stað. Eins og auglýst var í síðustu Heimskringlu þá hefir siglingadeg- inum frá Canada verið breytt. Áður var ákveðið að farið skyldi frá Mon- treal 11. júni, n. k., kl. 10 fyrir há- degi. Nú er afráðið að farið verði þann 14. júní á sama tíma dags og beint til Reykjavikur, sem til stóð. Breyting þessi var gerð til þess að gjöra menntafólki frá Bandaríkjun- um og Canada og öðrum, sem ekki gátu losnað fyrir þann tíma, mögulegt að fara. Ennfremur er það gert til þess að spara ferðafólki óþarfa kostnað heirna á íslandi. Því timinn rétt fyrir hátíðina má búast við að verði fólki að litlum notum þar, því allir verða i óða önn að búa sig undir Þingvallaferð, og geta illa sint að- komu- eða ferðafólki, fyr en að henni lokinni. * * * leggja dóm á það, hvort útsýni sé fegurra með C. P. R. eða C. N. R. á þeirri leið. Um fargjöldin er það að segja, að þau eru nákvæmlega hin sömu í báð- um tilfellunum, — ekki eins cents munur á þeim, með hvoru félaginu sem farið er; og að siðustu, þá hefir hvorki stjórn íslands né heldur spítalanefndin rofið samninga sina í einu eða neinu við Heimfararnefnd- ina í sambandi við spítalabygginguna í Reykjavík eða nokkuð annað. /. /. Bildfell, 34 C. P. R. Building, Winnipeg, Man. Phone 843410. Fridtjof Nansen um frelsiS, friðinn og framtíðina Fridtjof Nansen varð snemma frægur fyrir rannsóknir sínar á norð- urvegi og seinna fyrir ýms afskifti sín af stjórnmálum, þegar hann varð sendiherra Normanna í London eftir skilnaðinn við Svía, og loks fyrir starf sitt í Rússlandi um og eftir heimsstyrjöldina. Hann hefir fengið Nóbelsverðlaun. Hann lætur sífelt til sín taka ýms mál og hefir meðal annars skrifað um horfur friðarmál- anna í amerískt tímarit (North Am- erican Review). Hann er heldur vonlitill um árangur af ýmsu því starfi, sem nú er unnið að eða talað um í þessa átt, enda þykir 'honum, þrátt fyrir allt, vera talað af furðu mikilli léttúg um “næstu styrj- öldina,” og segir að slíkur möguleiki séu svik við mannkynið, svo ógurleg, að enginn stjórnmálamaður, hversu mikill æfintýramaður og lýðskrumari sem hann væri, myndi nú þora að taka á sig ábyrgð nýrrar styrjaldar. Nansen er ekki sérlega trúaður á Bandaríki Evrópu eða Alþjóðabanda- lagið, sem hann telur að rökrétt eiigi að lenda í fullkominni alþjóðasam- steypu, einu alheimsmáli,, einum siðum, einum lögum og eyðileggingu allra tollmúra. Af þessu trúir hann helzt á gildi alþjóðalegra viðskifta- samtaka, sem miði að því að gera verzlunina sem frjálsasta milli allra þjóða, með því að-afnema allar hömlur og tolla. En hann segir, að einlægt þurfi að vera einhver átök milli mismunandi afla í ‘heiminum, það sé lögmál, sem gildi jafnt í eðlisfræði sem þjóðfélagsfræði, að algerð kyrð sé sama og dauði, og því muni hin reglubundnu, einstrengingslegu fyrir- myndar- og sæluþjóðfélög, sem marga dreymir um, í raun og veru verða mjög leiðinleg- og liflaus, þó að þau væru möguleg. Hann segir að það, sem að eiigi að stefna, sé alþjóðasam- vinna og samúð á sviði atvinnu- og fjárhagsmála, til þess að fá sem mesta efnalega velferð sem flestra, en hinsvegar eigi að vaka vel yfir stjórnarfarslegu og andlegu sjálfstæði hverrar þjóðar um sig — yfir máli hennar og menningu, þvi í þjóðfél- aginu, eins og í náttúrunni, stefni sannar framfarir að fjölbreytni en ekki einhæfni. En það er einhæfnin, sem Nansen segist vera hræddastur við, bæði í auðvalds- og sameignarskipulaginu. Einkanlega er hann vantrúaður á kommúnismann, eins og hann segir, að hann komi fram í Rússlandi. Hann segir, að þesskonar jöfnuður, sem hann stefni að, sé brot á öllum lögum náttúrunnar, enda sýni það sig 'í framkvæmdinni, að í Rússlandi hafa valdhafarnir orðið að hverfa frá hinum upþhaflega kommúnisma. Aldr- ei hafi sést eins greinilega og þar mismunur stefnunnar í orði og á borði. Kommúnisminn neiti gildi einstaklingsins og framtaks hans í orði, en á borði hvetji hann og launi hinum duglegustu og framgjörnustu einstaklingum öðrum fremur alveg eins og auðvaldsskipulagið geri og tigni afburðamennina, sem taldir séu, Marx, Lenin, Trotsky, Stalin. Komm- únisminn krefst einnig í orði kveðnu samstæðrar alþjóðasamsteypu, ein- hæfs alheimssambands öreiganna. En í reyndinni hafa hin einstöku þjóð- erni miklu meira frelsi, i hugsun og framkvæmdum, innan Sovjet-sam- bandsins, en þau fá að jafnaði að njóta í alríkissamböndum auðvaldsins. j Öruggasta leiðin til friðarins og happadrjúgrar framtíðar, er frelsið, er starfið, skynsamlegar áætlanir, samúð, skilningur og sífeld sam- vinna, frjáls viðskifti milli frjálsra þjóða. Við ^etum látið afvtga- leiðast til þess að tigna falsguði í svip, en órjúfandi lögmál náttúrunn- ar hefnir sin með því, að stöðva framfarirnar, þangað til aftur er horf ið til eðlilegrar tignunar og á rétta leiö.—Lögr. “The Vikinig” er stórfengleg mynd, er sýnd verður á Wonderland í byrj- un næstu viku. Myndin er að efni til tekin eftir sögunni af Ameríkufundi Leifs Heppna. Er þetta litmynd og hin skrautlegasta. Eftirtektaverð er hún vegna efnisins fyrir íslendingal Þar sem hana er nú að sjá á leik- húsi því, er í hjarta íslenzku byggð- arinnar er í Winnipeg, gefst Islend- ingum sérstakt tækifæri að sjá hana sér til gagns og skemtunar. Það tækifæri ætti nú að vera notað. Vetrar Veðrátta Heitar súpur búnar til úr kjarnmikilli gerilsneyddri City Milk eru þær ákjósanlegustu (íæðutegundir yfir vetrar- tímann. Notið fyrir fjölskylduna CITY MJÓLK PHONE; 87 647 m>-mO Manufacturers of the famous 1 S “FIVE ROSES FLOUR” I * 1 | GUARANTFED THE PURE PRODUCT Dl WtSTERN 1 í í í 'i > H&ítKST "VE BOSfS i / í L FLOUR jA j Lake of the Woods Milling Co. i - Limited - í Q»(>-< >(>«»(>«»(>^»()'aB'(>«»(>'«H»(>'^»()'^»(>'a»()-a»(H I (O Við ýmsar missagnir hefi ég orðið var hér í bæ og utan af landi í sam- bandi við heimförina. Á meðal annars er það að Canada Kyrrahafs- brautarfélagið sé hætt við að senda skip beini til Islands, vegna þess að Heimfararnefndin hafi ekki getað upp fyllt loforð sitt um farþegafjölda við það; að þeir sem fari með Cunard- linufélaginu njóti miklu fegurra út- sýnis á leiðinni austur að hafi, en þeir, sem með C. P. R. fari; að 3. pláss fargjald með Cunard félaginu sé ódýrara en með C. P. R.; að stjórnin og spítalanefndin á Islandi hafi riftað samningum við Heimfar- arnefndina og að þeir, sem séu á hennar vegum verði 'húsviltir þegar ’heim kemur, o. s. frv., o. s frv Það vildi ég að menn vildu liætta svona löguðu hjali. Það gerir þeim ekkert gott því þó einhverjir glæp- ist á því i svip, þá kemst sannleikur- inn upp von bráðar, og verður þá síðari villan verri hinni fyrri, hjá þeim er þessar kviksögur bera. C. P. R. sendir áreiðanlega skip beint heim til íslands — stœrra og nýrra skip, en upphaflega var áform- að. Heimfararnefndin hefir igert meira en að uppfylla farþega tölu þá, sem félagið krafðist, og þó eru sex mánuðir til stefnu. Einnig sendir félagið skip heim aftur sem tekur fólkið beint vestur. Á útsýni hefir Cunardfélagið ekk- ert einkaleyfi fremur en aðrir. Fólkið fer í báðum tilfellum eins og leið liggur austur til Toronto. Þaðan til Niagara Falls, og svo til Montreal, og eru víst fáir, sem færir eru um að Sérstök Viðkynningarsala yfir Janúar Cairo-Palm Hand Sapa Cairo-Palm Handsápa er sérstaklega búin til fyrir Eaton Búðirnar. Þa rer sápa sem fjöldin kýs meira og meira. Nú bjóðum vér hana á sérstöku verði yfir allan Janúar, í stórslumpum til heimilisnota, — svo að allirgeti kynst ágæti hennar og dæmt um hana. Cairo-Palm er búin til af einu hinu bezta sápugjörðarhúsi í landinu. Vér erum sannfærð- ir um að ekki er til betri sápa til hversdagsnota en þessi. Hún er búin til úr hinni hreinustu Pálm-Kokoshnetu- og Olívolíu sem til er. Sápan er hrein, vel steypt og viðfeldin fyrir hörund- ið; að efni til ekki hreinni eða betri sápa á markaðinum. Ilm- ur hennar er þægilegur — og hreinn. Kaupið nokkur stykki til reynslu. Útsöluverð, 12 Stykki fyrir 45c —Drug Section, Main Floor, Donald. ^T. EATON C^x.0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.