Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JAN., 1930 Hdwskrinjjla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsíns er $3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. 8IGPÚS HALLDÓRS frá Höínum Ritstjórl. Utanáskrift til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. JAN., 1930 Vínbannið og Chicago Þegar William H. Taft, fyrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi háyf- irdómari, sá vínbannið í aðsigi, varaði hann landa sína við því, að ef vínsölunni væri svift úr löglegum farveg, þá myndi hún brátt komast í hendur hálfgerðra glæpamanna. Nú er svo fyrir löngu kom ið í Bandaríkjunum, eins og allir læsir menn vita, að í stað þessa “hálf” í orðinu hálfgerðra má setja “al,” líkt og nafn- kenndur amerískur hagfræðingur, Ida Tarbell, komst að orði. Sjálfsagt er engin borg í Bandaríkj- unum eins illræmd fyrir glæpi og ger- rotnun þjóðfélagslega, sem Ohicago. Þó standa ýmsar aðrar borgir í Bandaríkj- unum henni fyllilega á sporði, til dæmis Philadelphia, í pólitízkri spilling; og sum- ar jafnvel framar í manndrápum, til dæmis Birmingham, Alabama, o. fl. En um Chicago verður mönnum tíðræddast, því þar eru menn ef til vill ívið umsvifa- meiri að öllu leyti en nokkursstaðar ann- arsstaðar í Bandaríkjunum, enda er Chi- cago og hefir lengi verið, önnur mest borg í ríkjunum og líklega fjórða borg mest í heimi. Og þessi orðstír hennar hefir heldur ekki rýrnað síðari árin fyrir að- gerðir borgarstjórans góðkunna, Wil- liam Hale (“Big Bill”) Thompson. Hann er enn einstæðari meðal stórborgarstjóra en Chicago er meðal stórborga. Að vísu hafði Ohicago býsna hressi- legt orð á sér áður en bannlögin gengu í gildi. En það orð, eða óorð, sem af henni fer nú, hefir magnast svo, síðan bannlögin gengu í gildi, að hinn fyrri orð- stír hennar var aðeins svipur hjá sjón. Ekkert er eðlilegra. Chicago greiddi sex sjöundu hluta atkvæða sinna á móti bann inu, og það vafalaust af hjartans sann- færingu. Enda er ekkert fjær sanni en það að Chicago sé þur, eða hafi nokk- urntíma verið það. Áfengið hefir foss- að viðstöðulaust um alla borgina síðan bannlögin gengu í gildi, og þar, sem ann- arsstaðar hafa þús. og tugir þúsunda al- mennra skikkanlegra borgara, sem kall- að er, vanist á að brjóta bannlögin, iðu- lega og svo að segja samvizkusamlega. Lögbrot í svo stórum stíl eru auð- vitað mesta átumein, en þau eru í byrj- un aðeins fyrirboði miklu háskasamlegri og greipilegri athafna. Þær athafnir hófust, er hvert glæpamannafélagið þaut upp á fætur öðru til þess að fleyta rjóm- an af vínsmyglun og áfengisbruggun, er gaf meira í aðra hönd, en nokkur önnur verzlunarviðskifti, er þekkst höfðu að þeim tíma. Og með þessari stórkost- legu ágóðavon, er hvert glæpamannafél- agið fyrir sig reyndi að hrifsa algerlega í sínar hendur hófst hin stórkostlegasta stigamanna-manndrápa- og hermdar- verkaöld, er menn hafa sögur af á síðari tímum meðal siðaðra manna, svokall- aðra. * * * Nýlega er komin út, á kostnað “Vanguard Press,” er frægt er orðið fyrir útgáfu ágætra bóka, en ódýrra, um þjóð- félagsmál, bók eftir Edward D. Sullivan, nafnkenndan fregnritara og blaðamann frá Chicago, er þekkir þetta ástand flest- um mönnum betur og lýsir því, í þessari bók, er hann nefnir “Rattling the Cup on Chicago Crime.” Er þar lýst, út í æsar, að kalla má, hinum blóðugu innbyrðis- skærum þessara ræningja og glæpamanna flokka, er skift hafa borginni í “héruð” sín á milli, eins og fylkiskonungar lönd- um til foma, og vopna sig gegn “ágangi utanveltubesefa,’’ með öllu að kalla má, nema fallbyssum. Menn heyra mikið um þessa óöld í Chicago, og venjulegast er hún nú höfð í spaugi. En jafnvel þótt menn hafi hugsað alvarlega um hana, þá er þó áreið- anlega óhætt að segja, að sá maður, er ekki hefir lesið þessa bók Sullivans, hefir tæplega getað gert sér glögga hugmynd um raunveruileikann. Ef Mr. Sullivan vísaði ekki á hverri síðu til manna og staða og dagsettra atburða í sambandi við glæpina, er maður rankar ósjálfrátt við að hafa lesjð um, svona sumt að minnsta kosti, þá myndi manni veitast harla erf- itt að trúa. En hann telur upp 70 stiga- mannaforingja er drepnir og myrtir hafa verið síðan blómasalinn.miljónamæringur- inn og stigamannaforinginn Dion O’Ban- ion var myrtur 1924, og lesendur Hkr. muna máske eftir, svo miklar fréttir sem blöðin fluttu um morð hans og dýrðlega jarðarför, í $10,000 kistu og ýmsa burg- eisa bæjarins í líkfylgd og kirkju. En þessir 70 eru aðeins stórlaxarnir. Minni- háttar foringjar hafa verið drepnir svo hundruðum skiftir, þótt eigi sé rúm, að geta þeirra í bókinni, hvað þá heldur hinna óbreyttu liðsmanna. Ekki einn einasti maður hefir verið fundinn sekur um þessi morð, hvað þá heldur hengdur. Ef skuggi gálgans féll á einhvern yfirforingjann í þessum “und- irheimum,’’ þá var lífið hrætt úr dómur- um, kviðdómendum og vitnum, auk þess sem stórkostlegar upphæðir voru lagðar fram til varnar ákærða, öllum mútað, er mögulegt var, öllum lagakrókum beitt; öllum samvizkulausustu lögmönnum sig- að á réttvísina. En nái dómstólarnir og réttvísin ekki í þessa höfðingja til aftöku, þá tekst þeim blessunarlega að ná hver í annan, þótt að vísu sjái ekki högg á vatni. Fjöldi af þessum stigamanna miljónungum bregð- ur fyrir augu lesendans. En þeir end- ast fæstir nema einn eða tvo kapítula. Þá eru þeir myrtir að yfirlögðu ráði og með köldu blóði. Ekkert athæfi er svo djöfullega níð- ingslegt né viðbjóðslegt, að ekki séu jafn- an nógir reiðubúnir að fremja það, ef nægir peningar eru í aðra hönd. Undir- eins og fréttist um ágóðann er vínsmygl- unin í Chicago gæfi í aðra hönd þá þyrpt- ust þangað þjófar og bófar og morðingj- ar úr öllum áttum, eins og járnspænir að segulstáli. Og það var þó synd að segja, að ekki væri nóg fyrir. í hlutfalli við vínsmyglunina jókst svo skipulagning spilavíta og saurlifnaðar húsa, er gáfu jafn mikið í aðra hönd. Smölunin í þessi pútnahús fór fram með ótrúlega djöfullegri grimmd og tilfinn- ingarleysi. Megnið af þorpurum þessum voru ítalir eða Sikileyingar, margir þeirra morð ingjar og bófar nýsloppnir að heiman. En ekki voru allir höfðingjarnir úr Suður- Evrópu. Meðal þeirra, er dauðinn heim- sótti fyrirvaralaust voru menn er báru nöfnin Larsen, Stein, Dickman, Feeley, Glynn, McSwiggin, Smith, Hitchcock, Loftus, Weber, Darrow og Clay. * * * Einna merkilegust og fáránlegust er sagan af O’Banion, er rak blómaverzlun í yfirskini. Hann var fæddur í Chicago, og söng í einu dómkirkjukórinu, sem drengur. Fyrst fékkst hann við inn- brotsþjófnað og öryggisskápasprenging- ar, en snéri sér svo að “hijacking”, eða að ræna vínsmyggla, sem gaf meira í aðra hönd. “í Chicago er vöruhús, sem kennt er við Silbey,” segir Sullivan. “1 desem- ber 1923 komst O’Banion og félagar hans — allt vel klæddir og vel vopnaðir við- skiftamenn — að því, að Silbeyvöruhúsið hefði inni að halda miljón dala virði af fyrirtaks áfengi. Tilvalinn staður fyrir svolitla “hijacking.’’ En vöruhússins var vel gætt, eins og vera ber, þegar um miljón dala birgðir er að ræða. Svo O’Banion leitaði á náð- ir nokkra yfirlögreglumanna. Yfirlög- reglumennirnir komust að þeirri niður- stöðu, að þeir hefðu ekki nógan mann- afla, en þeir settust á ráðstefnu við O’- Banion. Og árangurinn varð sá, að smám | saman fækkaði víntunnum en fjölgaði vatnstunnum í vöruhúsinu. En O’Ban- ion og félagar hans eignuðust heilan flota af skrautbílum, og hlóðu ástmeyjar sínar gullskrauti og gimsteinum.” En O’Banion fór of geyst, að keppi- nautum hans þótti, og fáum mánuðum seinna var hann liðið lík, 32 ára gamall. Brennivínsgreifar kemba ekki hærumar j í Chicago nú á dögum. Jarðarförin varð j svo fræg, að um hana þarf ekki að fjöl- yrða, þó geta megi þess, að líkið lá á við- hafnarbörum í þrjá daga, og þúsundir manna flykktust að til þess að skoða jarðneskar leifar þessa dánumanns. Tutt- ugu og sex farmbílar, hlaðnir blómum, fylgdu á eftir kistunni, og höfðu sumir einstakir blómsveigar kostað allt að $5,- 000! Eina ljósglætan í öllu þessu blygð- i unarleysi kom frá rómversk-kaþólsku I kirkjunni. Erkibiskupinn í Chicago neit- aði þvert að láta grafa þenna skálkafor- ingja frá kirkju, eða veita honum klerk- lega þjónustu yfir gröfinni. Bílarnir geystust um 70 mílur á klukkustundu í þessum elt- ingaleik, unz þeir rákust saman, er farmbíll kom í veginn fyrir þá og stöðvaði á þeim mestu ferðina, á horninu á 59. stræti og Western Avenue. Lögreglu- mennirnir hlupu út úr bílunum, og ögruðu bófunum. Olson, er fyrstur tók til máls, féll jafn- harðan dauður fyrir ótal byssu- kúlum. Walsh féll dauður litlu síðar við hlið hans, og augna- bliki síðar féll Conway líka, og skotinn af honum, neðri kjálkinn Sweeney, sem lét bílinn hlífa sér, hélt uppi látlausri skothríð á bófana og tókst loks að særa “Mike” Genna. Þá lögðu bófarn ir á flótta. Sweeney tók skammbyssurnar af félögum sínum dauðum, og elti bófana. Mike gaf upp öndina í kjallara, er hann hafði leitað hælis í. Anselmi og Scalisi voru teknir höndum í búð, en þangað höfðu þeir farið og látið sem þeir ætl- uðu að kaupa eitthvað. Fjórði bófinn slapp alveg. Jarðarför O’Banions gekk alveg fram af Dever, er þá var borgarstjóri, og Sullivan segir að sé og hafi verið alger- lega heiðarlegur maður, er einlæglega hafi reynt til þess að bæta ástandið. Dever féll skömmu seinna fyrir “Big Bill” við bæjarstjómarkosningar, eins og lesendur j Heimskringlu kannske muna, þegar mest gekk á með Georg Englakonung og skóla- bækurnar í Chicago. En Dever komst svo að orði eftir jarðarförina: “Eg er gjörsamlega steini lostinn yfir þessu ástandi. Ræður hér siðferðis- lögmál myrkustu miðalda, eða er Chi- cago hluti hins ameríska lýðveldis? Einn góðan veðurdag er þessi O’Banion drepinn, að fullkomlega yfirlögðu ráði | morðingja hans, er framkvæmdu verkn- aðinn slysalaust frá þeirra sjónarmiði. Og svo kemur þessi dæmalausa storkun. I Og þar á ofan gorta fylgismenn hans af! þeim hermdarverkum, er þeir ætli að j vinna til hefnda. Þeir ætla að láta' vopnin skifta á strætunum. Ekkert til- lit er tekið til laganna, né til þeirra, er laganna skulu gæta.” * * * Nú voru Anselmi og Scalisi náttúrlega hengdir? Nei, ekki alveg. Sweeney, er auðvitað var aðal vitnið, fékk ótal hótunar- bréf.og sprengikúla tætti í sund- ur framhliðina á húsinu hans. Skotið var þegar saman í $100, 000 varnarsjóð og voru einkunn- arorð safnenda: “Fyrir heiður Sikileyjar.” Ef mönnum þætti nú nokkuð ótrúlegt, eftir að hafa kynst þessum aðförum, þá væri það máske helzt.að nokkr- ir velþekktir Sikileyingar í Ohi- cago, er eigi vildu gefa í þenna varnarsjóð voru stutt og lag- gott — myrtir. Því nær ómögulegt reyndist að fá saman kviðdóm. Haft var í hroðalegustu hótunum við fjöl- skyldur kviðdómenda. Einn er kvaddur var til kviðdómsins og vildi ekki taka skipaninni afsak- aði sig þannig: “Eg yrði að bera á mér byssu alla mína æfi, ef ég sæti í kviðdómnum og dæmdi þessa tvo menn seka.” í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —- Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. félagsmönnutn og ætla ekki aö taka hart á neinum, því ég veit vel hvaö þarfirnar eru margar hjá fiskimann- inum. En mig langar til aö benda öllum félagsmönnum á aö upp a'ö þessum tíma ’hafa fiskimenn í Mani- toba ekki auðgast á gömlu fiskifél- ögunum. LítiS sýnishorn af því var i haust á Wininpegvatni hvaS lítiö fiskimönnum varS úr birtinigsveiSinni. Flestir munu hafa orSiS aS selja fy,rir 3 cent pundiS. Ef aS undantekn- ingar eru á því, munu þær vera fáar- Heyrst hefir, aS sá fiskur hafi verið seldur út úr frystihúsunum í Selkirk fyrir 13 cent pundiS, í vagnförmum, (carloads). Höfum viS fengiS sanrt. gjarna borgun fyrir okkar verk? Eitt er víst: ViS getum breytt þessu ef viS stöndum saman meS okk- ar félagsskap yfir vetrarmánuSina. Má heita aS allur fiskur úr ósöltu vatni, sem neytt er í stórborgum Bandaríkjanna og Austur Canada. komi úr vötnunum í Manitoba, Sask. og Alberta, og þetta hlýtur aS verSa svo í framtíSinni. ÞaS lítur svo út, sem hagnaSurinn af fiskiveiSinni ætt» aS fara til fiskimannanna sem veiSa Loksins voru þeir Anselmi og Hversu óskammfeilnir og algerlega Scalisi fundnir sekir um mann- öruggir gagnvart lögunum þessir bófar dfáp og dæmdir í 14 ára fangelsi eru, má einna bezt sjá af sögunni um! Þá hegningu urðu þeir þó hina “villtu, trylltu Genna.” Genna-bræð- náttúrlega að afplána? Nei, umir voru Sikileyingar, sæmilega for- ekki alveg! Þeir vom settir í hertir löngu áður en þeir komu til Chi- Joliet fangelsið cago. Þeir slógu sér auðvitað undireins á áfengissöluna, og ráku hana í stórkost- legum stíl. Tæpu ári eftir að O’Banion var myrtur, var Angelo Genna, yngstur og forhertastur allra bræðranna, tættur í sundur af byssukúlum. Nú hljóp fjandinn loks fyrir alvöru f í maímánuði 1926. í desember-mánuði sama ár leyfði hæstiréttur Illinois ríkis þeim að fá málið tekið fyrir á ný og í Júní 1927, tveimur árum eftir morðin á Western Avenue, voru þeir sýknaðir! En keppinautum Genna bræðr- Genna bræðurna, enda hófst nú einhver anna> heppnaðist það sem hæsti- mesti stórviðburðakafli þessarar glæpa- róttur Illinois-ríkis fékk eigi aldar. Nokkrum dögum eftir að Angelo i komið í framkvæmd. Sjöunda hafði verið drepinn fannst bíll, er átti George Moran, foringi “North Side” vín- smygglanna og bófanna, skotinn saman og sundur eins og sáld. Genna bræð- urnir höfðu haldið, að Moran væri í bíln- um, er þeir réðust á hann, en svo var ekki. — En svo segir Sullivan frá einni aðal- hreðunni: maí 1919 skutu aðrir bófar þá Anselmi og Scalisi til bana. (Frh. í næsta blaði) Fiskisamlagið 4. janúar, 1930. Þar eö ekkert hefir heyrst í blöð- unum í vetur viSvíkjandi fiskisam- laginu og engir meölimir þess hafa neitt látiS til sín heyra, þá er þaS “Jafnvel meðan að lögreglan var að leita að Moran til þess að spyrja hann IUUV m oui iivjia, j»a VI yciu spjorunum ur æddu Genna bræðurnir eins ekki úr vegi að minnast þess nokkuð og grenjandi Ijón um alla Chicagoborg, í á þessu nýbyrjaSa ári. bíl er útbúinn var eins og heilt hergagna- 1 .........., ,, E/f eftir ■þogninni ma aæma, pa bur, að leita að Moran, sem hafði slopp- ‘K „ , . . ið ur greipum þeim fáum klukkutímum * , . x*. aS ekkert hafi komiS fyrir, sem hefir aður. Blautt var a strætunum. Billinn, , .* , , . . .. ,,, , , . , ■ . vakiS serstakt athv.gli meSlima fel- er í voru þeir bræður “Mike,” Anselmi, og • „ ö agsins. Scahsi Genna, og emhver bofi enn, er; ViSast mun vera umkvörtun um litla veiSi á Winnipegvatni, og jafn- 1 vel á Manitobavatni, en góS veiSi ; mun hafa veriS á vötnunum í NorS- Bófarnir voru á leiðinni upp í North ■ ur Manitoba. ÞaS má þvi gera Side. í lögreglubílnum voru leynilög- ráð fyrir að markaSur fyrir ferskan reglumennirnir Michael J. Conway, Charles B. Walsh, Harold F. Olson og aldrei sannaðist hver var, kom á fleygi- ferð upp “Western Avenue,’’ og fram- hjá lögregluflokksbíl, er þar var á ferð. ' og frosinn fisk verSi sæmilega góSur i vetur og má því búast viS aS meS- William Sweeney. Sweeney kom auga Hmir fiskisamlagsins fái vel borgaS á Genna bræðurna um leið og þeir þutu framhjá. “Þarna eru Gennarnir! Á eftir þeim,” hrópaði hann í Olson, er stýrði bílnum. Með bílhornið öskrandi án afláts hentust ! þeir á eftir bófunum. Þetta varð bana- ferð, og hefði orðið það hvort sem lög- reglan hefði komið í veg fyrir hið upp- runalega áform bræðranna eða ekki.’’ fyrir þann fisk sem félagiS höndlar. AuSvitaS hafa borist sögur um aS sumir af meSlimum samlagsins hafi ekki látiS netna.part af afla sínum þangaS, en selt til annara keppinauta i ef þeir hafa getaS fengiS litilsháttar meira en samlagiS borgaSi í fyrstu borgun. Eg, sem þetta skrifa, er einn af fiskinn. Hverng er þá hægt aS koma þvi fyrirkomulagi á betur en í gegnum fiskisamlagiS ? ÞaS er ekki til of mikils ætlast aS viS stöndum alhr meS okkar eigin félagsskap, eins og menn, sem vita hvaS þeir eru aS gera, því viS erum allir aS vinna aS satna takmarki. Árangurinn hlýtur aS vera auSséSur ef viS stöndum allir sam- an. Eg vil því áminna alla meSlimi sam- lagsins aS standa drengilega meS þessum félagsskap. SamlagiS hefir nú ágætan umboSs- mann í New York, sem flestir fiski- menn kannast viS, nefnilega John H- Johnson. ViS munum allir vera sammála um þennan mann, aS hanti sé í alla staSi fær um aS leysa þa'S verk vel af hendi, sem hann hefir tekiS aS sér. FiskisamlagiS okkar (Manitoba Co- operative FisheriesJ ætti því aS geta orSiS stærsta og voldugasta fiskifél- agiS í Vestur Canada, ef meSlim>r þess eru einlægir sínum félagsskap- AuSvitaS geta þeir ekki búist viS neinum stórkostlegum framförum á öSru ári. En mikiS er undir því komiS, aS meSlimir láti fisk sinn fara til samlagsins á þessum vetri, því ef samlagiS getur sýnt góSan ár- angur á þessum vetri, þá mun mesta mótspyrnan frá gömlu fiskifélögun- um ekki skaSa okkur í framtíSinni- Nú þegar Manitobafylki tekur viS stjórn á fiskiveiSunum á vötnunum í Manitoba, er ekki til of mikils ætl- ast, aS stjórnin byggSi eitt frystihús í Winnipegborg til afnota fyrir fisk og aSrar afurSir, sem þarf aS geyma í kælihúsum. Ennfremur ætti Fiski- samlagiS aS gangast fyrir því aS fiskimarkaSurinn væri settur á stofn i Winnipeg, svo viSskiftamenn úr öSrum stórborgum geti keypt þar, og veriS vissir um góSa vöru því á þeiffl grundvelli verSur félagsskapur okkar aS byggjast. Vér verSttm því, bræSur, aS vanda þá vöru, sem viS viljum selja og vinna allir sameiginlega til aS koma hugsjónum okkar í framkvæmd. —Gamall fiskimaður-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.