Heimskringla - 02.04.1930, Side 6

Heimskringla - 02.04.1930, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, APRÍL 2. 1930 I hverj im pakka er óvænt gjöf, snotar rósótt postulíns SKÁL EÐA BOLLI Robin Hood pid Oats .—--- Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK “Ó sonur minn!” sagði hin áhyggjufulla móðir, “hví skyldi einmitt þú allra sona minna kjörinn í leiðangur þenna ? Haraldur kann vel hættur að varast af vizku sinni; Tosti er fjand- mönnum harður í horn að taka; Gyrðir er svo ástsæll, að hann vekur aldrei öfund nokkurs manns, en Hlöðvir svo glaður og reifur, að á- hyggjur og sorgir hrökkva af honum alla vega, sem örvar af fægðum skildi. En þú, ástmögur minn! — bölvaður sé konungurinn er þig kjöri til þessarar farar, og grimmlundaður er sá faðir er þannig gleymir ljósi augna minna!’’ “Ver eigi óglöð móðir,” sagði Úlfröður, er leit upp frá silkikápu, saumaðri páfuglum, er hann handlék, og systir hans, drottningin, hafði sent honum að gjöf, og saumað sjálf, því þrátt fyrir lærdóm sinn var drottning hins guðrækna konungs fræg fyrir hannyrðir, sem margar aðr- ar vansælar konur. “Víla þetta eigi fyrir þér móðir, því fljúga verður unginn úr hreiðrinm er vængirnir eru fullvaxnir; örninn Haraldur; drekinn Tosti; hringdúfan Gyrðir og starrinn Hiöðver. Sjá! fegursta vængi hefi ég þeirra allra, móðir, og björt sú sól, er skína skal á ' skrautfjaðrir páfuglsins, er hann breiðir úr þeim." En er hann sá að gamanyrði hans lokk- uðu ekki bros fram á varir móður hans, sagði hann með alvöru: — i “Gá vel að móðir. Engan kost annan átti konungur, né faðir minn. Haraldur, Tosti og Hlöðver hafa ailir embættis að gæta. Verða þeir fastir, hver í sinni stöðu að standa, sem styttur ættar vorrar. Og Gyrðir er svo ungur og svo saXneskur í lund, og svo fylgispakur Haraldi, að orð er þegar gert á hatri hans til Normanna, því svo stingur í stúf hatur þeirra er blíðlyndir eru, sem þessi blái bekkur, er svartur sýnist á þessu hvíta klæði. En ég — vor ágæti konungur veit að ég verð aufúsu- gestur, því allir normannskir riddarar eiska Úlfröð, enda hefi ég löngum setið við kné Montgommerí og Grantmesnil, og hlýtt á æfin- týrin um Göngu-Hrólf, meðan ég lóí< mér að gullfestum þeirra. Og hinn göfugi hertogi mun sjálfur slá mig-til riddara, og mun ég þá koma aftur með gullspora þá, er forfeður þín- ir, hinir vígdjörfu konungar frá Noregi og Dan- mörku, báru, áður en kunn var orðin riddara- mennt. Kyss mig nú móðir, og látum oss skoða hauka þá hina ágætu er Haraldur hefir sent mér. Eru þeir velskir — allra hauka beztir.” — Gyða hallaði höfði á öxl sonar síns, blind- uð af tárum. Dymar opnuðust með hægð, og inn gekk Haraldur jarl, og fölleitur, dökk- hærður piltur, Haki, sonur Sveins jarls. En Gyða er allan hugann hafði á Úlfröði. ástmegi sínum, tók varla eftir sonarsyni sínum, er fjarri henni henni var uppalinn, heldur flýtti sér þegar til Haralds. Þar fann hún fró og öryggi; því Úlfröður leitaði trausts hjá henni, en hún trausts hjá Haraldi. “Ó, sonur minn, sonur minn!” hrópaði hún, “þín er höndin styrkust, þinn hugurinn örugg- astur, þitt höfuð vitrast af allri ætt Guðina Fullvissa þú mig um það, að bróður þínum, er þarna stendur, sé engin hætta búin í höllum Normannanna!” “Eigi meir en hér, móðir,” svaraði Har- a’dur blíðri röddu, og mynntist kærlega við liana. “Menn segja að Vilhjálmur hertogi sé grimmur og miskunnarlaus fjandmönnum sín- um í orustum, en mildur friðsömum mönnum, gestrisinn og ágætur sínum undirmönnum. Hafa og Normannar þessir, sín eigin óskrifuð lög, er meira mega sín en allar siðareglur, og jafnvel meira en trú þeirra, sem þó er full of- stækis. Þekkir þú vel þau lög, móðir, því þau eru að erfðum fengin frá frændum þínum, nor- rænum mönnum, en þau eru lög drengskapar- ins, og þeim samkvæmt, er höfuð Úlfröðs svo öruggt á hálsi hans, sem væri það dýrðlings- mynd, greipt gimsteinum. Bið þú, bróðir, einungis friðarkossins, er þú kemur fyrir Nor- mannahertogann, og er þú hefir hann þegið þér á brá, þá getur þú öruggari sofið, en þótt allir gunnfánar Englands blöktu yfir beði þín- um” (*-l) (*-l) “Friðarkossinn” var í sérstakri helgi hafður meðal Normanna, og með öllum riddara- legustu þjóðum í Norðurálfunni. Jafnvel hinn lævísasti bragðarefur skirrðist algjörlega við, hverjum svikum, eða tálbrögðum sem hann bjó yfir, að svíkja fjandmann sinn með friðar- kossi til þess að hafa fram sitt mál. Þegar Hinrik annar gekkst undir það, að ganga tíl fundar við Tómás frá Becket, (erkibiskup frá Kantaraborg (1118?-1170) er hann kom frá “En hversu lengi verða þeir í þessari út- legð?” spurði Gyða miklu rólegri en fýT. Haradi seig brún. “Eigi vil ég til vinna að hughreysta þig með ósannindum, móðir. Hve löng gíslingin verð- ur, fer eftir geðþótta konungs og hertoga. Á meðan annar þykist óttast oss frændur, og hinn þykist ekki öruggur um þá klerka og ridd- ara, normannska, er enn eru í ríki voru, eigi sem hirðmenn, heldur á víð og dreif um landið, x klaustrum og á jörðum sínum, þá verða þeir Úlfröður og Haki að dverlja í gistivináttu Nor- mannanna.” Gyða vatt hendur sínar. En ver hughraust móðir; Úlfröður er ung- ur, og bæði glöggskygn og snarráður. Hann mun gjörla kynnast hinum normönsku höfð- ingjum, styrk þeirra og veikleika, og hernaðar- aðferð þeirra, og hann mun aftur koma, eigi sem Játvarður konungur, er allt fjáði, er sax- neskt var, heldur megnugur þess að aðvara oss gegn tálbrögðum hirðgarpa þessara, er ár frá ári gerast háskalegri heimsfriðinum. Einnig mun hann þar ýmsar íþróttir nema, er oss mega í hag koma, eigi klæðskurðarmennt né hirð- siðasnið, heldur íþróttir þeirra manna er stofn- setja mikil ríki og þjóðum kunna að stýra. Vilhjálmur hertogi er manna glæsilegastur og vitrastur; kunna kaupmenn vorir margt frá því að segja, hversu hann eflir með járnhendi allar listir í ríki sínu, og hermenn kunna það frá honum að segja, að hann byggir vígi sín með mikilli kunnáttu og leggur niður fyrir sér kænleg orustubrögð, eins og múrsmiðir reikna út steinhvelfingar og hvolflása, þar sem hver steinninn er hlaðinn öðrum til styrktar og handaflið er tífaldað með hugviti heilans. Mun því ungmenni þetta aftur koma fullþroska maður, er kennt getur gráskeggjum; vitrastur sinna ættmanna; albúinn til jarldóms og mannaforráða, sverð og skjöldur Engands. Syrg eigi, Danakonungsdóttir, að .sá sonur þinn, er þú elskar mest, skuli meiri þroska þljóta og meiri vizku nema en aðrir synir þínir.” Þessar fortöiur hrærðu hið stolta hjarta systurdóttur Knúts hins ríka, svo að hún g’.eymdi því nær hryggð sinni fyrir voninni um völd og metorð sonar síns ástfólgins. Hún þerraði tár sín, og brosti við Úlfröði, og sá hann þegar fyrir sér jafn voldugan Guð- ina á ráðstefnum, jafn sigursælan Haraldi í orustum. Fór heldur ekki hjá því, að hinn ungi sveinn kæmist við af hinni karlmannlegu og háleitu föðurlandsást, er lýsti sér í orðum bróður hans, þótt hann á hinn bóginn fyndi þar glögglega aðvörun og áminningu gegn þeim áhrifum, er hann hafði orðið fyrir af normönskum siðum. Hann gekk að jarli, er hafði lagt armlegg sinn um móðir sína, og sagði ákveðnar og djarfipgnnlegar en hann átti að sér, þar sem skapgerð hans var enn nokkuð á reiki: “Haraldur, þú gætir með tungu þinni iost- ið lífi í steina, og yijað þá saxnesku blóði. Eigi skal Úlfröður frændi þinn ganga niðurlútur af sneypu, er hann kemur aftur meðai vorra manna með skorið hár og gullnum riddara- sporum búinn. Því fari svo að þú efist um þjóðerni hans af útliti hans, þá skalt þú eigi annars þurfa en að leggja hægri hönd þína á hjarta hans, og munt þú þá skjótlega finna, að þar streymir enskt blóð um æðar við hvert hjartaslag.” “Drengilega mælt,” hrópaði jarl, og lagði hönd sína á höfuð bróður sínum, sem til bless- unar. Haki hafði að þessu staðið hjá, og talað við smámeyjuna Þyri. Kom honurn geigur í hug og þó lotning í hvert sinn, er hann leit á hið dökka, þunglyndislega andlit hennar, því hún hjúfraði sig fast að honum og faldi sína litlu hendi í hans. En nú gekk hann fram og staðnæmdist stoltur við hlið Úlfröðs, því orð hans höfðu fengið mjög á hann, eigi síður en Haralds jarls fóstra hans, og sagði:— “Eg er einnig enskur, og á að gæta heið- urs vor Englendinga.” Áður Haraldur gæti svarað mælti Gyða: “Halt þú hendi þinni kyrri á höfði sonar míns og seg einungis, — ‘þar við legg ég drengskap minn, að láti eigi hertoginn lausan Úlfröð, son Gyðu, við réttlátri kröfu, eða sam- þykki konungs til hans afturkomu, þá skal ég Haraldur, ef konungsbréf og sendiboði einskis megna, fara sjálfur yfir um haf og færa aftur móðurinni son sinn.’ • Haraldur hikaði. Sárt álösunaróp, er honum gekk til hjarta, brauzt frá brjósti móður hans. “Kaldrifja ert þú o gsíngjarn, eða vilt þú senda hann í þá hættuna, er þú sjálfur gengur á bug við?” Róm, og lofaði þeim endurbótum, er biskup fór fram á, þá vakti það spámannlegan geig hjá biskupi, er konungur kom sér hjá því að kveðja hann friðarkossi.—Höf. “Þá legg ég þar við dreng- skap minn,” sagði jarl, “ef réttmætur tími er liðinn, og friður er á Englandi, að ef Vilhjálmur Normannahertogi heldur, þvert ofan í lögmætar ástæður og skipanir konungs gíslum þes.sum syni þínum og pilti þessum,er mér er þeim mun annara um sem harmar föður hans hafa meiri verið en annara, að ég skal fara yfir haf, til þess að færa aft- ur móðurinni son sinn og föð- urlandinu föðurleysingjann. Svo hjálpi mér alltsjáandi Guð; amen, og amen!” IV. KAPITULI Vér höfum þess áður getið í sögu þessari, að meðal hinna mörgu og ágætu aðsetra, er Haraldur, átti, var hús eítt mikið eigi langt frá hinu forna, rómverska stórhýsi, þar sem Hildur bjó nú. Og í því húsi hafði hann nú aðal að- setur sitt, nema þá er hann var með konunginum. Ástæð- una fyrir því, að hann dvaldi þarna öllum stundum, kvað hann vera þá, að þar festi hann helzt yndi, sökum end- urminninganna um ódauð- lega hollustu húskarla hans við hann, er við þann stað voru bundnar öllum fremur, þar sem þeir höfðu keypt húsið og erjað akrana í útlegð hans. Aðra höfuðorsök taldi hann og til: þá að það hús lá svo skamrnt frá W-estminster- höllinni, því sá var vilji Játvarðar, að meðan j bræður hans sátu að sýslum sínum og eignum, j þá skyldi Haraldur jafnan vera þar sem kon- ungurinn var. Enda segir hinn mikli íslenzki sagnaritari, Snorri Sturlason, svo frá: “....ok unni konungr honum geysimikit ok hafði hann sér fyrir son, þvíat konungr átti ekki barn.” Mest bar auðvitað á þessari ástsemd kon- ungsins til ha»s fyrst eftir það, að þeir frændur hófust aftur til fornra metorða. Því Haraldur er allra manna var mildastur og- ráðhollastur, var hinn mesti friðarstillir, eins og Alráður biskup, og Játvarður hafði aldrei ýfst við nokkru í athöfnum hans eða orðum, eins og við hina aðra þóttamiklu frændur hans. En það er sannast að segja, að helzta orsökin til þess að Haraldur undi sér þarna betur en nokk- ursstaðar annarstaðar, í þessari miklu bygg- ingu úr óhöggnu timbri, er allan daginn stóð opin liðsmönnum hans, og til þess að hann flýtti sér þangað jafnan þeirri stundu fegnastur er hann slapp úr hallarsölum konungsins í Wesminster, var hið fagra andit Edith nábúa hans. Það var sem Haraldur hefði orðið fyrir örlögmögnuðum áhrifum, frá þessari * ungu stúlku. Því Haraldur hafði elskað-hana áður en hann leit hina undursamlegu frumvaxta fegurð hennar, og með því að hann hafði frá brnæsku vanist því að gefa sig allan við al- varlegum störfum, þá hafði hann aldrei gefið lausan taum ástríðum sínum, í ógöfugum eða léttúðugum ástmálum, svo sem margir auðugir iðjuleysingjar gera. Og nú, er hamingjan lék sem friðsamegast við hann, stóð hann því berskjaldaðri fyrir yndisleik hennar en öllu seiðmagni Hildar. Haustsólin lék um gullslit rjóður í skógin- um, er Edith sat ein saman á hólnum, við skóg- lendið og veginn og horfði út í fjarskann. Fuglarnir sungu og k'.iðuðu, en eigi hlust.- aði Edith á klak þeirra, og íkornarnir skutust frá tré í tré og um rætur þeirra, en eigi sat Edith þar á hauginum til þess að horfa á leik þeirra. Allt í einu heyrðist hundglamm, er óðum færðist nær, og hinn stórvaxni greif- ingjahundur (*-2) Haralds kom í Ijós í einu skógan-jóðrinu. Þá kom hjartsláttur að Edith og augu hennar ljómuðu. Og allt í einu kom Haraldur í ljós milli trjánna, með hauk á armi og spjót í hendi (*-3) Og að því má vísu ganga að eigi ljómuðu síður augu hans, og eigi heiti hjarta hans minna á sér, er hann sá hver beið hans við hinn forna haug — ástin, er eigi skeytti um nærveru dauðans, svo sem verið hefir frá ei- lífu og æ mun verða! —Hann greikkaði sporið og hljóp upp brekkuna, e nhundar hans flöðr- uðu með gjammi og gleðilátum urn Edith. Har- aldur hristi af hendi sér haukinn, er flögraði yfir á altari Þórs. “Seinn ert þú, en velkominn, Haraldur frændi,” sagði Edith einlæglega um leið og (*-2) greifingi (badger). (*-3) Haukur og spjót voru kennimerki hins saxneska aðals, og var sjaldgæft að sjá sax- neskan þegn á ferðalagi án þess að hafa hauk- inn á annari hendi og spjótið í hinni. — Höf. hún beygði sig til þess að klappa veiðihundin- um. “Kallaðu mig ekki frænda,” sagði Har- aldur, og dökknaði yfir honum. “Hversvegna Haraldur?” “'Hversvegná Edith?” endurtók jarlinn lágt, og bætti við í huga sér, “hún skilur ekki, barnið, að einmitt 'þessa svoköllúðu frændseini, langt í ættir fram, mun kirkjan nota til ÞeS<5 að meina okkur eiginorðs.” Hann sneri sér við og hastaði þjóstugt á hundana er ólmuðust í kringum hina fögru vin- konu hans . Hundarnir lögðust sneyptir við fætur hennar, og hún horfði með nokkurri undran á jarlinn, er hún sá hversu svipþungu” hann var. “Augu þín ávíta mig, Edith, harðara e° | orð mín hundana!” sagði Haraldur blíðlega- En ég er skapbráður, en sá maður verður að stilla sig með valdi, er stjórna vill skaps- munurn sínum. Kvíðalaus var ég forðum, er þú sazt barn í knjám mér, og ég batt blóm- sveiga þér að hálsi, þótt ófimlega tækist sveign- gerðin, og sagði um leið, að blómin myndu að vísu fölna en sveigurinn halda, er oíinn væri af ást.” Edith laut aftur niður að veiðihundunum og svaraði engu. Haraldur starði á hana, með ást og angurblíðu. Fuglarnir sungu og íkorn- inn vatt sér aftur af grein á grein. Edith tók fyrst til máls: — “Guðmóðir mín, systir þín, hefir sent mer boð, Haraldur, og ég á að fara til hirðarinnar á rnorgun. Verður þú þar?” “Vissulega,” sagði Haraldur, í nokkurri geðshræringu,. “vissulega verð ég þar! Svo systir mín herir sent eftir þér; veiztu hvers- vegna?” “Já, vei þeim degi!” “Svo er þá, sem ég hefi óttast!” hrópaði Haraldur í mikilli geðshræringu; “og systir mín, sem munkalýð þessum hefir tekist brjála, leggst nú á eitt með konunginum, að brjóta æðsta lögmál allrar verundar og hi® mikla boðorð hvers mannlegs hjarta. “Ó! hélt jarlinn áfram með brennandi mælsku, meiri e nhonum var eiginleg, e nsem nú staf- aði bæði frá heilbrigðri skynsemi hans og eld* heitum tilfinningum, “þegar ég ber saman oss Saxa, sem nú erum vér, magnstola og ráða- lausir af hjátrú klerkanna, við forfeður vora, ‘ þá er þeir fyrst tóku kristni, sem einfaldan og háleitan sanneika, er þeir meðtóku í állri ein- feldni hans, en ekki sem þann fúasvepp mann- legrar ^amingju og karlmannlegs frelsis, sem hann nú er orðinn, við þessar köldu og fjörvana munkakreddur, er telja það til æðstu dyggða að rjúfa öll helgustu bönd mannlegra tilfinn- inga, — og sem hinn niikli Beda (*-4) beisk- lega en árangurslaust áfeldist, þótt hann sjálf- ur væri munkur —<já, sannarlega, er ég sé saxneska menn, sem þý lijá klerkum þessum- þá hryllir mig við að hugsa til þess hve lengi þeir muni sem frjálsir rnenn fá varist yfirgangí einhvers harðstjórans.” Hann Þagnaði, varp mæðilega öndinni, og sagði um leið og hann greip þvínær hörkuléga í handlegg stúlkunnar, og beit á jaxinn um leið: — Svo þau ætla að gera úr þér nunnu? — Þú vilt ekki — þú dirfist ekki — þú fremdir meinsæri í hjarta þínu með slíkum eiði!” (*-4) Enskur niunkur og nafnfrægur sagna- ritari (673-735 e. kr.) — Þýð. /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.