Heimskringla - 21.05.1930, Qupperneq 2
Z BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1930.
Indíánar og veggjalýs
Eftir Jón Einarsson.
Frá upphafi þeirra vega, er Islend-
ingar fyrst fyrir alvöru fóru að í'æra
byggðina vestur um haf til ame-
ríkskra landa, vakti og viðhélzt löng-
un vina og vandamanna þeirra, er
heima sátu í sveitum ættlandsins, að
frétta náið um háttu og afdrif binna
týndu sona og dætra. Meðal annars
þess er æ var spurt um til skamms
tima, í bréfum til hinnigbyggða, var
það, hvort ekki væri voðinn ógur-
legur i hinu nýnumda landi vegna
hinna blóðsólgnu Indíána og sí-nag-
andi veggjalúsa. Man eg enn vel eft-
ir ýmsum gömluih Ameríkubréfum,
er í sveit mína komu og þeim er
“Norðanfari”. gamli flutti út um
byggðir og bæt, og hve ömurlegar
voru sögumar þar, af náttstarfandi
bitvarginum í byggðum hins góða
Vínlands. Karlar og konur stigu úr
rekkjum á tíma morgunroðans blóð-
risa og biti þjáð, en rúmfötin blóði
drukkin og rennvot af blönduðum
æðastraum fólksins við blóðið úr
veggjalúsunum, sem orðið höfðu fyr-
ir þeim slysum að vera kramdar til
dauðs af íslenzkum líkamsþunga.
Við, sem eftir skulfum norður á “hala
veraldar”, hugðum, eftir þessum
ógnasögum að dæma, að veggjalýsn-
ar væru miklu stærri og svakalegri
en þær í rauninni eru, helzt líklega
á stærð við hina illræmdu urðarketti
eða stag-kálfa og hættulegar sem
snakkar i rolluhópi. En nú eru ætt-
menn okkar austan við pollinn stóra
komnir á það menntunarstig, að þeir
vita upp á sínar tíu fingur alla nátt-
úrufræði veggjalúsanna, og vita bet-
ur nú hvað rétt er í þessu efni. Það
eitt er þó víst, að nú er aldrei minnst
á skepnur þessar í seinni bréfum að
heiman, heldur en að þær hafi aldrei
verið til né séu til í þessu landi, sem
hamingjan bæði veit og sér um að
er alveg skökk skoðun.
Nokkuð öðru máli er að gegna með
Indíánana. Fyrst var nú það, að
“Norðanfari” gat aldrei flutt neinar
voðasögur að vestan, þar sem Land-
ar hefðu farið í "slag” við Indíána,
og með kylfum og korðum stökkt
þeim rauðu fjendum yfir í hitabeltið
annars vegnar við lækinn Styx. Þótti
þetta í mesta máta undarlegt, og
hlaut að stafa af því að Indíánar
hefðu hugmynd um hugrekki og
vígslyngni Islendinga að fornu og
nýju. Ef til vill höfðu þeir lesið Is-
lendingasögurnar allar, eða þá að
hinn" Mikli Andi” (Manitou) hafði
gert þeim aðfart og ráðið þeim frá
að glettast við landann.
En hér fór enn nokkuð öðruvisi en
í sögu veggjalúsanna. Veggjalúsin
er, eins og áður var sagt, horfin úr'
forvitnisheimi Islendinga eystra; en
Indíánar eru þar, og þó að orðspori
einu, enn sem fyr, lítt kunnir þjóð-
inni og hugsaðir sem næsta ólíkir
öðrum mannlegum verum, hárauðir
að lit, heimskir og illa vandir. Og
vegna þess að stutt er síðan að eg
hefi sjálfur verið spurður um Indí-
ána, háttu þeirra og lyndiseinkenni.
veit eg að heima á Islandi ríkir enn
löngunin, svipuð og áður en nokkuð
þekkingarlegri, til að fá frekari upp-
lýsingar og vissari viðvíkjandi þess-
ari frumþjóð og réttu óðalseigendum
Kanada og Bandaríkjanna.
Og þvi er það að þessar línur eru
til orðnar.
Eins og lesendum Lögbergs og
Heimskringlu er kunnugt, hefir
nokkuð verið um það rætt, hve stór
nauðsyn þess sé, að sem allra flestir
þeirra, sem áður voru Austur-, Vest-
ur-, Suður- eða Norður-lslendingar,
sem nú búa eða “lifa” vestan við
“hafölduna háu”, taki sér ferð á
hendur á Alþingishátíðina í sumar.
Um það hefir margt snillimálið fall-
ið. Er bending sú bæði þjóðræknis-
)eg og ýmiss annars eðlis. Beint ligg-
\lr það við og ofar Öllu "eðli”, að
hver fari “heim” sérstaklega til þess
að heiðra landið gamla og ættþjóð-
ina, sem þar dvelur. Tiltölulega sár-
fáir eru enn búnir að gefa til kynna
á nokkum hátt, að undir ferðina ýti
hagsmálaerindi fyrir Island sjálft,
falið t. a. m. i sjóðstofnunum til
þarfra fyrirtækja, innleiðslu nýrra
atvinnuvega o. s. frv. Hið eina í um-
bótaátt, sem nokkuð hefir rætt ver-
m
ið, er skógræktarmálið og blóma,
sem óefað er háð mörgum erfiðleik-
um, sem aðilar þess ekki hafa enn
kynnt sér. En sannarlega er tilgang-
urinn lofsverður og drengilegur. Ein-
hver góðkunningi spurði mig háðs-
lega: “Hvernig i fjandanum ætlar
þessi skógræktarmaður að koma
þessu i verk í klakabeltinu Is-
landi?” Svara vil eg þvi, mælti eg
eins og Finnbogi rammi forðum, þeg-
ar hann var spurður hversu hann
hefði dreþið björninn á Hálogalandi:
“Engu skiftir þat þik, en eigi munt
þú, né þinn son, svá vinna”.
T>á hefir og hreyft verið, að kvöð
eða skylda sú hvíli á Þjóðræknisfé-
laginu að kosta nú til hátíðarferðar
vissa menn þeim sjálfum og Islend-
ingum eystra til vegs og virðingar,
án þess að æ sé víst að nokkur eða
mikil löngun ríki eystra þar almennt
að sjá og “heilsa” þessum mönnum.
Trúlegt að hávaði fólks þar viti
naumast af tilveru þeirra, meira en
af orðspori, og varla það.
En hér að auki eigum við marga
ágætismenn, sem heim fara, og aðra,
sem kyrrir verða að sitja, hver fyr-
ir sínar ástæður, sem sómi er að
að heimsæki okkar góða ættland, eða
hvert annað land, sem leið þeirra
lægi um
Þá eru og enn nokkrir stórauðugir
“Landar” hérna megin hafsins, sem
heim ættu að fara; en ekki eingöngu
til þess að sýna sig og sjá aðra,
spinka og snússa og hringla skilding-
um í vösum sínum, sem einhverjar
æðri verur, heldur til þess að styðja
og styrkja þar einhver gagnleg fyr-
irtæki, og gera það ríflega, eins og
menn!
Kunnugt er það, að fjöldamargir
þjóðstjórar og stórmerkir menn í
listum, stjómfræði og mörgum fleiri
greinum menntaheimsins, eru á-
kveðnir 1 að takast þessa ferð á
hendur, settlandi okkar og þjóð til
virðingar. Og nálega allir af ís-
lenzkri ætt, þeir er heim fara, eiga
einhverja vini eða vandamenn, hver
fyrir sig, sem stórgleðjast við sam-
fundina; en naumast mun nokkur sá
vera, karl eða kona, sem þjóðin í
heild hefir ákveðna löngun til að
minnast við sérstaklega.
Kem eg því hér að kjarnanum, er
þessar línur eru ritaðar utan um.
Eg er að hugsa um að benda á
einn mann, sem enginn á Islandi lík-
lega veit enn um að hafa skapaður
verið og tiltölulega fáir Landar hér
vestra líka, aðrir en þeir, sem eitt-
hvað fylgjast með bókmenntum þessa
lands (Canada), en sem þó um leið
hver Islendingur austan hafsins, sem
kominn er til vits og ára, myndi
óska eftir að sjá fremur en nokkurn
annan sér óskyldan gest á hátíðinni,
ef hann vissi þessa manns von þar á
staðnum.
Maður þessi er Indíáni, eins ó-
blandaður og nú er auðið að finna.
Hann er Canadamaður og ýmsu leyti
fyllilega jafnoki fjöldans — og þótt
af betri flokknum væri viðjafnað.
Nafn mannsins er Buffalo Child
Long Lance. Er hann einn af fyrir-
liðum (chiefs) ættflokks síns, hinna
svonefndu Black Feet (Svartir fæt-
ur) ættbálka I Canada.
Buffalo Child Long Lance (Visunds
Barn Löng Sveðja) á það sameigin-
legt við aðra fyrirliða Indíána, að
hann hefir keypt nafn sitt dýru verði
og fyrirliðatitilinn með sérstökum
afreksverkum. Eru Indíánar, jafnvel
þann dag í dag, á undan hinum svo-
nefndu menntuðu mannflokkum í þvi,
að þeir “kjósa ekki i embætti” menn,
sem aðeins bulla nógu mikið í póli-
tík og ráðagerðum, heldur eingöngu
þá, er sýnt hafa í verki ,að þeir séu
öðrum miklu framar. En Chief Long
Lance er dálítið annað en venjuleg-
ur Indíánafyrirliði. Hann er all
hámenntaður og rithöfundur. Síðast- I
liðið ár, 1929, kom út eftir hann
nokkuð stór bók er hann nefnir “Long
Lance”, bók sem er full af efni en
ekki mælgi aðeins. (Cosmopolitan
Book Corporation, New York, 1929;
$2.00), og hefir Irwin Cobb, hinn
velkunni fregnritari úr veraldarstrið-
inu, ritað kynningarávarp (Intro-
duction) til lesenda framan við bók-
ina. Kannast allir fjöllæsir Canada-
búar við Mr. Cobb, og vita að með-
mæli slik sem hans fá ekki bækur af
lægri röðinni. Leggur hann mikla
áherzlu á, hve sérstaklega góðan stíl
Long Lance riti; en einkum dáist
hann þó að hæversku hans, þar sem
hann láti sjálfs sín að litlu getið í
bókinni, og engri frægð. Segir hann
að Long Lance hefði, í stað ýmsra
annara sögulegra atriða í bókinni,
eða til viðbótar við þau, auðveldlega.
getað drepið á að minnsta kosti bæði
lærdóms- og fimleikaverðlaun þau, er
hann ávann sér að Carlile og Man-
lius; að á meðan hann var að læra
enska tungu nam hann einnig sex
kynflokkamál Indíéna að auki við
móðurmál sitt; að þegar hann var
skipaður president að West Point,
hætti hann við sitt langþráða á-
form að verða fyrirliði í Canada-
hernum sem óblandaður Indíáni; að
hann hefði gengið í sjálfboð.alið Can-
adahersins og fluzt “over there” sem
óbreyttur liðsmaður árið 1916, og
komið heim aftur eftir að stríðinu
mikla var lokið, sem kapteinn, lík-
amlega þakinn fjölda sára, en brjóst-
ið glóandi af heiðursmerkjum fyrir
virðulega háttprýði, sérstakt hug-
rekki o. s. frv.; 'að hans eigin ætt-
menn hefðu skipað hann sem kap-
tein, einn af f jórum, í liði- Svartfæt-
inga kynflokksins; að hann hefði
hafið starfa sinn sem fregnritari fyr-
ir vestræna blaðaútgáfu, en væri nú
nafnkenndur fyrir ritgerðir í ýms-
um tímaritum. Hann hefði vel getað
ritað um þessi efni,” segir Cobb, “en
hann gerði það ekki, af því að hann
er Indíáni;” og mér fyrir mitt leyti
þykir vænt um að hann ritaði held-
ur þessa bók en bókina, sem hann
“gat ritað”, þvi í þessari bók, þar
sem persónuleiki hans sjálfs er dul-
inn, dregur hann skýra lýsingar-
mynd af lífi og lífskjörum, sem eru
algerlega horfin, og af mannflokkum,
sem eru að líða undir lok. Eg þekki
engan mann sem er hæfari en Chief
Long Lance til þess að skrifa sanna
sögu sann-amerískra Indíána. Eg
held þvi fram að bók þessi sé áreið-
anleg saga, og sýni umfram allt hið
sérstaka vald er höf. hefir á ensku
máli, til að lýsa hugsunarlífi, frum-
hvötum (instincts) og atvikum, sem
upprunalega voru hugtæk i frum-
máli þessa lands (máli Indíána). Og
eg held því fram, að hvitir menn séu
í skuld fyrir þessa bók hans, og að
hans eigin þjóðflokkur skuldi honum
einnig fyrir það verk”
I
Þetta og fleira ,segir Mr. Cobb
Indíánanum til vegs og virðingar.
Það væri því hneisulaust fyrir Þjóð-
ræknififélagið, að senda eða taka
með í förina austur þennan merka
mann, sem sýnishorn af nútíðar af-
komanda frumþjóðar þessarar heims-
álfu. Fargjaldið þyrfti auk heldur
ekki að vera gustukagjöf, heldur að-
eins ofurlítið viðurkenningarmerki
til mannsins fyrir hönd þjóðflokks
hans, fyrir allt það land, sem var
þeirra eign, en sem þeir á sínum
tíma voru rændir til þess að Islend-
ingar ásamt öðrum þjóðum gætu náð
í góðar bújarðir og bæjalóðir.
Því miður eru “Landar” hér vestra
yfiríeitt alveg ókunnir frumþjóð
landsins, og “standa enn í þeirri
meiningu,” auk heldur, að þeir hafi
verið og séu enn rauðir á lit, sem
þeir auðvitað hafa aldrei verið. Hið
spaugilega við þá litfræði er það, að
Indíánar til forna brúkuðu leirtegund
nokkra rauða að lit, sem þeir blönd-
uðu með feiti (lýsi) og máluðu með
andlit sín og hörund yfirleitt — þeg-
ar ekki lá mjög illa á þeim. A hinn
bóginn brúkuðu þeir og svarta fitu-
liti, til að mála sig með og gera sem
voðalegast útlit sitt, þegar hernaður
eða hryðjuverk voru i vændum.
Ungar stúlkur og aldraðar kerlingar
nútímans hafa tekið í arf frá Indí-
ánatizku og annara villiþjóða listina
þá, að sanna karlkyninu, að ekki sé
allt sem sýnist, þegar um fegurð og
líkamsprýði er að ræða.
Einn merkur Indíáni (mun vera
Löndum hér í álfu sumum hverjum
enn ógleymdur. Það var ágætis-
maðurinn Dr. Oronhyatekha, Supreme
Chief Ranger Independent Foresters
félagsins. Fyrst og fremst var hann
manna mestur vexti (bar höfuð og
herðar yfir fjöldann), nálega öllum
mönnum bjartari að hörundslit og
glæsimenni hið mesta. En það var
hans innilega viðmót, mannkostir og
mælska, sem hann var þó frægastur
fyrir. Sumir okkar eldri mannanna
munum, hver umskifti urðu á með-
ferð á okkur félagsmönnum Indepen-
dent Foresters, þegar dr. Oronhya-
tekha dó, og hvitur lögfræðingur tók
við stjórn félagsins. Dr. Oronhya-
tekha var óblandaður Mohawk Indí-
áni, og sem allir miklir menn, bar
heiður og virðingu sinna eigin ætt-
menna æ fyrir brjósti. Meðal ann-
ars, sem geta má, var það, að hann
lét hafa um hönd guðsþjónustur á
heimili sínu (í Toronto) á Mohawk-
máli, og sálmasöng í þeirri þýðingu.
Enn má geta þess, að í Alberta-
fylkinu býr meðal Svartfætinga fyrif
liði þeirra, sem einnig heitir Buffalo
Child (Visunds bam). Mun hano
vera elztur allra Indíána í Canada,
og var fyrir nokkru talinn að vera
110 ára.
Hvað sýnist þjóðræknissinnum uffl
þessa tillögu?
Hvað sem Þjrfél. lízt um tillöguna,
ættu allir, sem lesa, að ná sér í
“Long Lance.” Það er heillandi bók.
—Ritstj.
FRÁ ÍSLANDI
Dansk-íslenzka ráðgjufarnefndin
heldur fundi sína hér í Reykjavík í
sumar, dagana 7.—16. júlí. Koma
þeir Halfdan Hendriksen og Hans
Nielsen hingað í júní I sumar og
verða á Alþingishátíðinni, en dr.
Kragh fyrv. ráðherra og prófessor
Arup koma í byrjun júlí.
ISLANDSFERBIN í SUMAR
Borgarar af íslenzkum ættum í Canada og Banderíkjunum, sem ætla heim til ættlands síns með
S.S. Montcalm í júní, skifta nú hundruðum. Gætið þess að tryggja yður far tafarlaust. Sjóferðin
ein verður svo aðlaðandi að hún er margfaldlega meira virði en sem svarar andvirðinu í peningum.
Crvalsfólk annast skemtanir á leiðinni—söng, hljóðfæraslátt, ræður o. s. frv. Undirbúningurinn til
þess að taka á móti ferðamönnunum á Islandi eins fullkominn og kostur er á.
Talið við eða skrifið til
W. C. Casey, General Agent Can. Pac, Steamships; H, R, Mathewson,
General Passenger Agent C,P,R, eða J, J Bildfell, formann Heimfarar-
nefndar
________Canadian Pacific________________________________
*
í 24 ár fyrir mynd að gæðum
KONUR:
Aðeins NÝIR BANKA-
SEÐLAR gefnir í býttum
til baka hjá British Ame-
rican Service Stations —
sem er aðeins eitt tákn
þess hve fullkomið allt er
hjá British American fé-
laginu.
BETRA EFNI
BETRI AFGREIÐSLA
ÁN VERÐHÆKKUNAR
Á HVERJU ÁRI FJÖLGAR ÞEIM SVO ÞÚS-
UNDUM SKIFTIR, SEM VIÐURKENNA,
AÐ BRITISH AMERICAN MERKIÐ
VORT SJE TÁKN ÞESS AÐ FJE-
V.
LAGIÐ VAKI YYFIR VELFERÐ
HVERS MANNS ER f BÍL
EKUR.
3W
ANtPéc^
t*oPh
cjhc British American Oil Co.Limited
Super-Povver and British American f.HIYL Cinsok-tips - (uiUUní Oili