Heimskringla - 21.05.1930, Page 8
8. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1930.
Fjær og Nær
Séra Þorgeir Jónsson messar afl
Árborg næstkomandi sunnudag, 25.
þ.m., kl. 2 e. h. ,og að Riverton sama
dag kl. 8 e. h.
* * *
Guðsþjónustur á ensku flytur sr.
Philip M. Pétursson reglulega á hverj-
uxn sunnudagsmorgni í Sambands-
kirkjunni á Banning St. Fyrirspum-
ir hafa verið gerðar um þessar mess-
ur, og þess þá getið um leið, að ekki
hafi auglýsingar um þær birzt hér
i blaðinu nú um hríð undanfarið. —
Guðsþjónustur þessar verða haldnar
að venju, unz annað verður auglýst i
blaðinu.
• • •
Hljómleikar.
Karlakór Islendinga í Winnipeg efn-
ir til söngskemtunar þann 2. júní i
Fyrstu Lútersku kirkju á Victor St.,
með aðstoð Mrs. Baldur Olson, sop-
rano.
öefað munu Winnipeg-lslendingar
nota tækifærið að heyra þenna flokk,
er þegar hefir hlotið almenna hylli.
Það verða mörg ný lög á söngkránni,
er verður hin vandaðasta i alla staði.
Mrs. Baldur Olson syngur tvo flokka
af úrvalslögum.
Björgvin Guðmundsson stjómar
kariakórinu.
Söngskráin verður auglýst i næsta
blaði og aðgöngumiðar verða 50c og
fást hjá öllum meðlimum flokksins.
* * *
Fæði og húsnæði er til boða á
góðum kjömm fyrir tvo (pilta eða
stúlkur) að 570 Toronto stræti. Hús-
ráðandi heima á hverju kvöldi eftir
kl. 6.
Hr. Thorsteinn Johnstone fiðlukenn-
ari, efnir til hljómleika með nemend-
um sinum fimtudagskvölriið 29. þ. m.,
i Goodtemplarahúsinu. Vonast hann
til þess að Islendingar sæki vel sam-
kaxmxna.
• • •
ÁrstakaHátí*
Jóns Bjarnasonar skóla.
Eins og að undanfömu hefir Jóns
Bjamasonar skóli samkomu við árs-
k)k, til að minnast skólaársins, sem
er að enda, þess sem unnið hefir ver-
ið á árinu, og eins til að kveðja þá
nemendur sem útskrifast.
Starf skólans hefir gengið ágæta
vel, enda hefir samvinna milli nem-
enda og kennara verið hin bezta, og
er full ástæða til að vona, að árang-
urinn af þeirri samvinnu komi í ljós
við vorprófin, en þau verða ekki af-
staðin, þegar samkoman verður hald-
in, sem verður mánudagskvöldið 26.
mai.
Nemendur á þessum vetri eru tölu-
vert fleiri en í fyrra, og er það vott-
ur um að áhugi fyrir skólanum er að
aukast að mun, en ekki réna, og að
fleiri og fleiri sjá nytsemi hans í
þarfir islenzkunnar, kristilegs hugar-
fars og ekki sízt í þarfir canadiskra
menntamála.
Islenzkuna við skólann hefir kennt
I vetur, eins og að undanförnu, séra
Rúnóifur Marteinsson. Til dæmis
um árangur hennar má geta þess, að
nokkrir af nemendum skólans komu
fram á einum Frónsfundi í vetur
með framsögn og upplestur, og þótti
þeirn farast það vel úr hendi.
Tíl islenzkukennslu má einnig
telja "það, að á þessum vetri stofnuðu
nemendur íslenzkan söngflokk, und-
ir umsjón og forystu Miss Salome
Halktersson, og mun hann skemta á
samkomunni.
Þar verður og minnst sérstaklega
þeirra, er framúr hafa skarað á vetr-
inum i ástundun og kunnáttu í
hverjum bekk fyrir sig, og nöfn þeirra
grafin á Bardalsbikarinn; og því
svara verðlaunanemendur úr 11. og
12. bekk, annar á íslenzku, hinn á
ensfau.
Kristindómskennslan hefir verið
með sama hætti og áður, og sam-
koma þessi verður hafin með biblíu^
lestrí og bæn.
Arrnars skal ekki frekar fjölyrða um
skólaam eða samkomuna, heldur vísa
til auglýsingar um hana á öðrum
stað hér í blaðinu.
Vinur.
• * •
Minneapolis Symphony Orchestra.
JHið heimskunna Minneápolis Sym-
phonv Orchestra, undir stjórn Henri
Verbrugghen, kemur hingað til Win-
nipeg á fimtudagsmorguninn. Þrjá
hljómleika heldur hljómsveitin í
Amphitheatre hér: fimtudagskvöldið
22. maí; föstudaginn síðdegis, 23.
*»ai. og um kvöldið sama dag. Þetta
«r aðalviðburðurinn í hljómleikalífi
bæjarins I ár, enda sækir hingað
fjöldi utanbæjarmanna, frá ýmsum
stöðum í fylkinu, og þúsundir Winni-
pegbúa.
Hljómsveit þessi var stofnuð
veturinn 1903, og hefir fyrir löngu
hlotið orðstír sem ein allra bezta
hljómsveit Bandaríkjannfj. Heldur
hún árlega sextíu hljómleika í St.
Paul og Minneapolih, auk því nær
hundrað hljómleika á ferðum sínum.
Heflr hún leikið í meira en 400 bæj-
um hafanna á milli, frá Canada tll
Cuba.
Henri Verbrugghen, hljómsveitar-
stjóri er fæddur í Bryssel í Belgíu, og
var þar einn af uppáhalds lærisvein
um Eugene Ysaye. Hann nýtur al
þjóða orðstírs, sem hljómsveitar-
stjóri, og hefir stýrt hljómsveitum í
London, París, Berlín, Muenchen,
Petrograd og hinum stærri borgum
í Ástralíu, áður en hann tók við
Minneapolis hljómsveitinni, 1923.
Mörg úrvalsverk flytur hljóm-
sveitin að þessu sinni, t. d. Overture
— “Leonore” No. 3, Op. 72, eftir'
Beethoven; Symphony No. 2, í C-
moll, Op. 17, eftir Tschaikowsky;
Ungverska Rhapáody No. 2, eftir
Liszt; Symphony No. 1, í C-moll, Op.
68, eftir Brahms; Forleikinn að Lo-
hengrin, og forleikinn að III. þætti í
Lohengrin.
• • •
Leiðrétt. Að eg ekki flutti ávarp
mitt til Arna Pálssonar, sem birtist
í Heimskringlu 7. þ. m., var ekki sök-
um lasleika, sem sagt var í blaðinu,
því eg var á þeim fundi sem hafður
var í samkomuhúsi Framnesbyggð-
ar, og i vasanum hafði eg ávarpið
er eg ætlaði mér að flytja. En mér
láðist að geta þess við fundarstjóra,
iður en fundur byrjaði, að eg hefði
það meðferðis; fórst því fyrir að
eg flytti það.
En ástæðan fyrir því, að ávarpið
ártist í blaðinu var sú, aíj, eg sýndi
að góðum kunningja mínum; fannst
áonum að eg ætti að láta það koma
ýrir almenningssjónir, því það væri
;ess virði. Tók hann því við blað-
.nu og sendi það einum nefndarmanni
"'jóðræknisfélagsins, og gat þess í
óréfi til hans, að láðst hefði að bera
fram ávarpið á fundinum sem var
rétt; en þetta mun hafa verið skilið
á þann hátt, að eg hafi ekki komist
á fundinn.
Prentvilla? eða öllu fremur ritvilla
ijá mér í ávarpinu er þetta orð:
Norðurálfuþjóðanna (þar er átt við
íina norrænu tungu: íslenzkuna).
Norðurlandaþjóðanna vildi eg sagt
-.afa.
Magnús Sigurðsson á Storð.
• * *
(M:nskV.ningur hjá blaðjnu mun
hafa valdið því að þetta þurfti að
ieiðrétta. Er hlutaðeigandi beðinn
• elvirðingar á því.)
* * *
Barnastúkan Æskan ætlar að hætta
fundarhöldum við lok þessa mánaðar,
mai, og eru því aðeins tveir fundir
eftir.
Vér sem önnumst um fundahöldin
í þessum félagsskap, mælumst nú til
ið foreldrar sjái um, að börnin komi
á þá tvo fundi sem eftir eru. Síð-
isti fundurinn á að verða regluleg-
ur skemtifundur, og þurfum við því
ð æfa börnin næsta laugardag, í
öng að minnsta kosti. Það er skemti
egt að geta skilið þannig eftir nokk-
ið Aanga samveru, að menn hafi
gert sér einn glaðan dag, og geta svo
búist við að mætast aftur glaðir og
ánægðir.
Eg ætla að biðja þær systurnar í
þessum félagsskap, Ragnheiði John-
son, Gladys Gillis og Guðrúnu Ste-
fánsson að skemta með framsögn á
þessum síðasta fundi. Þær kunna
allar svo margt fallegt, sem er ís-
Ienzkt, að þær þurfa ekki að hafa
mikið fyrir að æfa sig.
J. E.
* • •
Fimtudaginn 8. þ. m. andaðist að
heimili sínu í Marshlandbyggð, GuíJ^
björg kona Jóns Magnússonar bónda
þar í /byggðinnj. Jarðarförin fór
fram á þriðjudaginn þann 13. þ. m.,
í grafreit byggðarinnar, að viðstödd-
um flestum byggðarmönnum og
nokkrum öðrum. Þessarar merku
konu verður minnst síðar í blöðun-
um.
• * * *
Þann 5. maí andaðist að heimiii
sínu í Portland, Oregon, Mrs. Auð-
björg Frey. Hún var fædd að Minni-
borg í Grímsnesi í Arnessýslu 24.
febrúar 1862. Foreldrar hennar
voru Ásmundur Þorgilsson og fyrri
kona hans Jórunn Hannesdóttir á
Minniborg. Hún fluttist frá Islandi
árið 1888, og var nokkur ár í Winni-
peg. Árið 1898 giftist hún eftirlif-
andi manni sínum Leopold Frey, af
þýzkum ættum. Þau bjuggu i Neche
í Norður Dakota þangað til 1910, að
þau fluttu til Portland, og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust þrjá syni
sem allir eru giftir og búa í Port-
land. Eftirlifandi ættingjar eru: eig-
inmaður, 3 synir, 2 sonabörn, ein
systir og einn bróðir. *
Heimfararsjóður frú M. J. Bene-
dictsson
Aður auglýst ................$756.55
United Farm Women of Gimli 20.00
Mrs. Capt. J. Stevens, Gimli 1.00
Mrs. P. Tergesen, Gimli ....... 1.00
Ónefnd ........................ 0.50
Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli 2.00
S. Knudson, Gimli ............. 0.50
Opið bréf til S. H. f. H.
There are battles to fight
and wrongs to right.
Progress will sometimes
seem slow,
The country is good now,
that understood.
But in order to reap you must sow.
I. J. Myres.
19. maí, 1930.
Heiðraði kunningi,
Eg get ekki stilt mig um að skrifa
þér fáar línur, eftir að hafa lesið
grein þína í síðustu Heimskringlu.
með fyrirsögninni “Söngkvöld.”
Sérstaklega er það seinni partur
greinarinnar er vakti athygli mitt,
þa'r lætur þú í ljósi gremju þína,
yfir því hvað fáir sóktu áminnsta
samkomu.
“Það er i sannleika dáuðans sorg-
legt,” segir þú, og sv. fr.—
Nú langar mig til að spyrja þig,
hvort þér finnist það ekki “I sann-
leika dauðans sorglegt” að vita til
þess hve sljór þú ert á fegurðar-
tilfinningu á jurta gróðri.
Er það ekki sorglegt að vita til
þess hvað blað þitt hefur sneitt sig
hjá því að örfa lesendur sína á því
sjónarsviði listarinnar. •
Ekki varst þú á þeim eina fundi,
er nokkurntíma hefur verið haldinn
á meðal Islendinga í Winnpeg, til
að glæða þá fegurðartilfinningu, að
! gróðursetja trje, og ekki heldur að
! leggja eitt liðsyrði i þá átt, sem
i “Vinlands Blóm” er að vinna að,
nefnilega að gróðursetja tré á
Islandi.
Sem mentaður maður, og sem þú
gefur í skyn, listamaður, verður þú
að viðurkenna að listir eru í fleiru
j enn Hljómleik og Sönglist; eru lika
| í þvi að gróðursetja jurtir og auka
fegurð landa, um leið og það eykur
framleiðsla möguleikann til mann-
legrar menningar.
En listamaðurinn við Heims
kringlu segir ekkert í þá átt, að
hlynna að skógrækt, að minnsta
kosti, ekki enn sem komið er af
þessu ári.
Atvinna þín er að skrifa, og það
stundum skæting á afurðir skógar-
sins, því pappírinn er þú brúkar i
Heimskringlu er frá trje kominn.
Og er það ekki sorglegt, að vita
til þess, að fögur trje skuli vera
höggvin niður til pappirsgerðar, til
að skrásetja á sumt af því, sem
hvergi ætti að sjást; má eg spyrja:
Hver er nauðsynlegri listin, Söngvar
og Hljómleikar, eða jurtarækt? Þótt
hátt sje hljóðað, og það af list, þá
býr það ei til efnið, er nóturnar eru
skráðar á.
Sannarlega er það sorglegt að
vita til þess hvað margir gleypa
froðuna en spilla kjarnanum.
Astæðan fyrir því að eg skrifa
þér þessar fáu línur, er að mér
gremst að lesa aðfinslu þína til al-
mennings, og Prófessora í músik.
Að ætlast til að fólk hafi einn dal
til að borga fyrir kvöldskemtun,
(Mér er sagt að inngaygsgjaldið
hafi verið það, rúmar 4 krónur eftir
íslenzku peningatali).
Á þeim örðugustu tímum sem
nokkurntíma hafa átt sér stað síðan
landnám hófst í Kanada. Þúsundir
manns ganga atvinnulausir, og vita
ekki hvaðan næstu máltíðar er von,
og ekkert heldur bendir á að fram
úr muni rætast.
Á fremstu blaðsíðu sama blaðs
Heimskringlu, er sagt frá að Svíar
hafi beðið fósturland sitt, um 15
til 20 þúsund dala lán, til að verjast
hungri og eymd, hér í Manitoba.
Þvílik ónærgætni, af ritstjóra, er
hefur nóg á sínum borðum.
Þetta segi eg að sé í sannleika
dauðans sorgleg blindni, og það af
manni, er vill láta' fólk halda að
hann sé jafnaðarmaður, sem skilji
kröfur og kringumstæður almenn-
ings.
Það er margt sem i sannleika er
dauðans sorglegt böl.
B. MAGNírSSON
Laugardaginn 10. maí voru þessi
ungmenni se^t í embætti í stúkunni
“Gimli”, I.O.G.T. No. 7:
Jóhanna Markússon, Æ.T.
Josie Einarsson, F.Æ.T.
Ólöf Arnason, V.T.
Asta Johnson, Kap.
Violet Eicarsson, A.D.
Lorna Einarsson, D.
Guðrún Thomson, F.R.
Anna Johnson, G.
Margrét Jónasson, R
Victoria Bjarnason, A.R.
Sigmar Johnson, V.
Stúkan Skuld, No. 34. — Umboðs-
maður, br. Gunnlaugur Jóhannsson
setti í embætti fyrir ársfjórðunginn
frá 1. maí til 1. ágúst, 1930, þá sem
hér segir:
F.Æ.T., G. M. Bjarnason.
Æ.T., Einar Haralds
V.T., Mrs. C. Thorlaksson
F. R., St. Baldvinsson
. Ste. 4 Toronto Apts.
G. , Magnús Johnson
R., C. Thorlaksson
K., Mrs. Aldís Jóhannesson
D., Mrs. Súsanna Guðmundsson
Spilara, Ida Holm
Skrásetjara, Sig Einarsson
V., Einar Einarsson
Cr.V.. Einarsson
A.R., Sigríður Brandson
A.D., Minnie Anderson
^^QOSCOðSSððSOOððSOðCððOr^
| Stiles & Humphries I
I &
I MIKLA
SKItA YFIR GEFENDIJR I MINN-
INGARSJÓD KVENNASKÓLANS
A HALLORMSSTAÐ.
Áður áuglýst .................$913.60
Safnað af Mrs. (Dr.) S. E.
Björnsson, Árborg:
Mrs. Vilborg Stefánsdóttir .... 10.00
Miss Hildur Árnason .......... 5.00
Mrs. Björg Pétursdóttir ..... 1.00
Mrs. Ingibjörg Ámason ..... 5.00
Mrs. Hildur Finnsson, Víðir. .. 1.00
Mrs. Soffía Gíslason .......... 2.Q0
Mrs. Jóhann Simundsson ..... 1.00
Mrs. Emma V. Rennesse ..... 2.00
Mrs. Aðalbjörg Jónsdóttir .... 1.00
Mrs. Björg T. Laxdal .......... 1.00
Mrs. S. E. Björnsson .......... 2.00
Jón Sigurðsson, Viðir .......... 1.00
Safnað af Mrs. Svöfu ög-
mundsson, Blaine, Wash.:
Mrs. Sigríður Pálsson ....... 1.00
Hóseas Thorláksson .......... 1.00
Vilhjálmur J. Hólm .......... ' 1.00
Mr. og Mre. Gunnar J. Hólm 2.00
Björn Asmundsson ............... 1.00
Mrs. Guðný Lee ................ 1.00
Mrs. Oddný Eiríksson .......... 0.50
Mrs. Hólmfríður Davíðsson 0.50
Vinveitt kona ................. 0.50
Bjarni Pétursson, .............. 0.50
Mrs. Elísabet Johnson ......... 0.50
Mrs. Jónína Reykjalín ......... 0.50
Mrs. Júlíana Sæmundsson...... 0.50
Mrs. Gunnvör Hallsson (skag-'
firzk) ................... 0.25
Mrs. Guðbjörg Oddsson .... ... 0.50
Mrs. Sveinsína Berg ........... 0.25
Mrs. Svafa ögmundsson ...... 1.00
Safnað af Mrs. Lena Thor-
leifsson, Langruth, Man.:
Mrs. Anna Jacobson ............ 1.00
Mrs. Guðný Eyjólfsson ......... 1.00
Mrs. Guðfinna Björnsson ...... 1.00
Mrs. Sigurborg Gottfred ..... 1.00
Mrs. Lena Thorleifsson ......... 1.00
Safnað af Mrs. Pétur N.
Johnson:
Mrs. H. G. Sigurðsson,
Foam Lake, Sask......... 2.00
Mrs. W. H. Paulson, Leslie ... 2.00
Mrs. E. J. Snydal,
Est Lake, Colo ............. 1.00
Mrs. F. Dínusson, Svold .... 1.00
Miss Sigríður B. Stefánsson,
Hallson, N. D............... 0.50
Miss LiIIian Dínusson, Svold 0.50
Björn Stefánsson, Svold ....... 1.00
Guðbrandur Erlendsson, Svold l-OO
Safnað af Mrs. P. S. Páls-
son:
Mrs. T. W. Jacklin, Toronto 5.00
Mrs. Halldór Johnson, Wpg- 5.00
Austfirzk kona ...............
Dr. M. B. Halldórsson ....... 10 00
Björn J. Hallsson ............. 3.00
Safnað af Mrs. J. Carspn:
Mrs. Freda Johnson Philipson,
Osland P. 0................. 5 00
Mr. og Mrs. Walter Matt-
hews, Wpg..................... 3’00
Samtals ............$1002.10
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repair Servic*
Banning and Sargent
Sími33573
Heima sími 87136
Expert Repair and Complete
Garage Service
Gas, Oils, Extras, Tires,
B^tteries, Etc.
GARRICK
Last Time To-day
Starting Friday:
“SWWELL HEAD”
ALL-TALKING
Rex I>case, Roscoe Karns,
Slim SummerviIIe, Dorothy
Oliver
Matinee
tiil 7 o’clock
25c
Evenings
40c
ÁRSL0KAHÁTÍÐ
JÓNS BJARNASONAR SKÓLA
í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU, VICTOR ST.
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 26. MAÍ, kl. 8
Stutt guðræknisathöfn til byrjunar.
Stúlknahópur skólans syngur; Miss Snjólaiug Sig-
urðsson leikur á Piano; Rev. H. Rembe, snjall ræðumað-
ur, flytur aðalræðuna; Kveðjuræður tveggja nemenda;
Arinbjarnarbikarinn. — Öðruvísi en aðrar samkomur.
Gjafir til skólans.
Allir velkomnir!
RYMKUNAR
SALA
Bezta tækifærið til að fá sér
Karlmannaföt af beztu tegund
á svo lágu verði, að þú mátt
til að sjá það.
FATNADUR
Föt, Yfirhafnir og Regnkápur,
Aðeins 63c hvert
á
$1 virði
SKYRTUR
Skyrtur, Nærföt, Kragar
Hálsbindi
og hundruðir annara hluta.
Aðeins 69c hvert
á
$1 virði
RIALTO
THKATRK
Ph. 2« 160
CAIUiTON an«l PORTACiK
Commencing Saturday (G)
“The Lost
Zeppelin”
Starring:
Conway Tearle
Virginia Valli
Riehard Cortez
100% -TALKING
AOULTS
Any Stmt ,
Any Time
25c
hlld Matlnee, Sat. 10 a.m. to 2 p.m., lOc
Thur., Fri., Sat., This Week
Mary Pickford
and /
Douglas Fairbanks
Alls ................$781.55
HATTAR
Þér getið valið úr flókahöttum
vorum
Aðeins 69c hvert
á
$1 virði
Stiles & Humphries
216 Portage Ave.
Næst Dingwall
in an adaptation of
Shakespeare’s
“Taming of
the Shrew”
Mon. Tue. Wed. Next Week
100'/r Talking, Laughing
100% Talking; Don’t Miss It
The
Lady Lies
—WITH—
WALTER HUSTON
and AII Star Cast
Added: ®
Talking Comedy; Fox News
Ný skjót ferð með vörur til Selkirk
Aitningavagnar vorir sækja vörurnar í vöruhúsið og fara
með þær sama daginn til viðtakenda í Selkirk.
Burðargjaldið er 20 cents á hundrað pundin, en 25 cents
er það minnsta, sem sett er fyrir hverja sendingu (upp að 125
pundum).
Sérstalct verð á vagnhlössum.
Símið 842 347 eða 842 348 og vagninn kemur um hæl.
Winnipeg, Selkirk & Lake Winnipeg Railway
2nd Floor, Electric Railway Chambers
PION E.ERS
o/ FREEDOM
By JUDGE SVEINBJORN JOHNSON
PIONEERS OF1 FREEDOM dsals with the origin of Iceland
and its pioneer settlers; the government and social institu-
tions; the pagan system, wlth a discussion of classical
and oriental mythologies; the rights of women and child- .
ren; the growth of sorcery and witchcraft; and poetry
and saga.
The chapter on Cristianity is a dramatic presentation of
the spread of the Gospel of Christianity throughout the
nation without the aid of a sword.
A WORD ABOUT THE AUTHOR
Sveinbjörn John-son was Attorney General of North Da-
kota, Justice of the Supreme Court in that state, and is
now Legal Counsel for the University of Illinois and Pro-
fessor of Law. President Hoover named him on the Mil-
lennial Commission to Iceland in 1930.
PIONEERS OF FREEDOM is an octavo volume, attrac-
tively bound in cloth and printed on heavy wove paper,
with illustrations.
Price $3.50 a Copy
O. S. THORGEIRSSON,
Winnipeg
THE STRATFORD COMPANY, Publishers
289 Congress Street, Boston, Mass.