Heimskringla - 11.06.1930, Page 4
4. BLAÐSÍÐA
WINNIPEG, 11. JCNl, 1930.
ffcimskringla
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
íyrlrfram. Allar borganir sendist
THE VTKING PRESS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
Utanáskrift til hlaðsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
The Viking Press Ltd.
and printed by
THE SERVICE PRINTING CO., LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG, 11. JCNI, 1930.
TIL LESENDANNA
Heimskringla ríður að þessu siimi
prúðbúnari úr garði og með meira vega-
nesti en nokkru siniii fyr. Þetta mun
vera stærsta eintak blaðs er nokkru sinni
hefir út verið gefið á íslenzka tunga, eins
og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu.
Þótti útgefendum Heimskringiu það
viðurkvæmilegt fyrir margra hiuta sakir,
og þá sérstakiega í tilefni af 1000 ára
afmæli Alþingis. —
Þegar Heimskringla var stofnuð, gerðu
útgefendurnir grein fyrir tilætlun sinni
með þessum orðum meðal annars:
“Blaðið verður einkum og sérstaklega
fyrir íslendinga í Vesturheimi. Öll þau
mál, er þá varðar miklu munum vér og
láita oss mfklu máli skifta, ,hvort sem
það eru stórnmál, atvinnumál eða mennt-
amál.”
Ennfremur segja þeir, og er til þess
vikið með tilliti til tilefnis þessarar út-
gáfu:
“En þar með er alls eigi sagt, að vér
viljum ganga framhjá þeim málum, sem
landa vora á íslandi varðar sérstaklega.
Einkum viljum vér taka svo mikinn
þátt sem oss er mögulegt í stjórmálum
þeirra og bókmentamálum. Yfir höfuð
vildum vér stuðla að því af fremsta
megni að meiri andleg samvinna gæti
komist á með löndum heima og löndum
hér.------”
Heimskringla hefir eigi brugðist
heiti stofnendanna gagnvart íslandi,
fremur en heitinu er Vestur-íslend-
ingom var gefið. Hún leggur sérstaka
stund á það, sem annað aðal hlutverk
sitt, að halda sambandinui við íslánd,
treysta það og styrkja. Höfum vér ádur
gert grein fyrir meginástæðunni er blað-
ið hefir til þess fundið og vísum vér til
þeirrar greinargerðar, sem birt er á öðr-
um stað í þessu blaði. Vér höfum alltaf
litið svo á, að það hljóti að vera eitt af
veglegustu hlutverkum þjóðrækinna ís-
lendinga í þessari álfu að sannfæra ná-
búa vora voldugustu þjóð heimsins og
hið verðandi stórveldi, Kanada, um það,
að ýmislegt meira og betra megi nema af
fámennustu þjóð heimsins, um heimilis-
stjórn, en það sem elztu stórveldi hafa að
þessu getað kennt með fordæmi sínu. Og
verði ekki hægt að benda á ísland fram-
vegis til fyrirmyndar í þessu efni, þá er
það af því, að forráðamenn þjóðarinnar,
þeir er í náinni framtíð eiga að skapa
æfikjör hennar, þekkja eigi sinn vitjun-
artíma. Því vér erum þess jafn fullvissir,
sem vér höfum áður sagt á ritstjómar-
síðu HeimSkringlu, að á íslandi er , fyrir
allra hluta sakir, betri jarðvegur en nokk-
ursstaðar annarsstaðar í víðri veröld
fyrir stórkostlegustu tilraunastöð til
mannfélagsbóta.
* * *
Af alhug viljum vér þakka þeim, er á
einn og annan hátt hafa veitt aðstoð
sína til þess að unnt væri að gjöra svo
úr garði þetta eintak af elzta íslenzka
blaðinu er nú er við líði. Þess viljum
vér geta um leið að fyrir vangá hefir fall-
ið burt nafn höfundarins að forystu-
greinninni -í 4. aukablaði, “íslenzkar
byggðir í Bandaríkjunum,’’ við fyrirsögn
þeirrar greinar. Höfundurinn er dr.
Magnús B. Halldórsson. Biðjum vér
hann að virða á betri veg vangá þessa.
Og lesendur þá um leið missmíð þau, er
annars kunna að hafa á orðið frá vorri
hendi.
Ritstjórinn
HEIMSKRINGLA
TIL HEIMFARENDA
Nú brosir aftur byggðin minna dala,—
þú byggðin, er eg fyrst með augum sá;
og sömu vindar heitum hvarmi svala
og sama gullið liggur snjónun!?á.
Mín gömlu barnamál í brjósti hjala;
eg bundinn stend og horfi á land og sjá.
Því minnið talar munarbljúgt og fegið
—og mér er sem eg geti ei andann dregið
Já lífið streymir, eins og á mig streymdi,
er undir snjó eg leit hið græna strá.
Mig dreymir nú, sem áður oft mig
dreymdi,
er aldin fjöll eg sá við loftin blá.
Eg gleymi dagsins stríði eins og eg
gleymdi,
er glampa af sól um kveld eg fékk að sjá.
Eg veit eg finn þar hús, er vill mig hýsa,
er heim til nætur sólin vill mér lýsa.
Vér vitum eigi hvort margir íslending-
ar, þeir er heim til íslands leggja héðan
frá Winnipeg, 12. þessa mánaðar, kann-
ast við þessi erindi eftir þjóðskáldið
nbrska, Ásmund Ólafsson Vinje. Og ekki
muna heldur allir þeir átthaga sína, sem
á íslandi eru fæddir, og í þeirri för verða.
En ekki væri ólíklegt, ef einhver kynni
þessi erindi, þeirra er átthaga sína muna,
að þau kæmu honum í hug, er hann sér
ísland rísa úr sjó. Því eftir þeirri stund
hefir margur beðið langa æfi.
Vegu bláa
vestur um haf
hleyp eg himinborinn,
þangað sem Garðars '
gamla ey ,
há úr hafi rís.
Svo hleypur og hugur heimfarenda,
eins og vindurinn, er Jónas lagði þessi
orð í munn. Munurinn er sá einn, að nú
verður skeiðið þreytt austur um haf, en
eigi vestur; frá gresjum, ströndum og
fjalldölum Vesturheims, en eigi frá “hæð-
um Hertu’’, eða beykiskógunum í Sæ-
lundi, er Kaupmannahöfn girða grænu
skrúði. Himinborinni heimþrá fer hug-
urinn austur um haf, á skjótari vængjum
en nokkur vindur fer. Og vís er Íslandi
fullyrðingin:
Ó, hve þeim er þín ásýnd fögur,
sem allan daginn biðu þín.
Þeir hafa margir allan daginn beðið,
er nú snúa heim. Þeirri bið, og þeirri þrá,
er henni hefir fylgt, hefir verið af öðrum
betur lýst á þessum síðum en svo, að þar
sé frekar höndum um farandi.
En einmitt af því að biðin hefir verið
mörgum svo löng, og hugsunin um endur-
fundina svo heit, varðar það mest af öllu,
að þeir, er loks ná heim, verði ekki fyrir
vonbrigðum einmitt af því, að þeim finnist
raunveruleikinn daprari en draumurinn.
Vér segjum þetta af því, að vitanlegt er,
að sú hefir mörgum orðið reyndin á. En
sízt af öllu vildurn vér að “þessari sögu
svo færi,’’ að þeim, er nú halda heim,
fyndist ekki blærinn eins blíður og bam-
æskunni fannst hann, að þeir söknuðu
svaians, en kenndu kulsins, að þeim leit-
andi fyndist fölskva slegið á gullið, er
þeir með augum æskunnar sáu á snjónum.
Þess vegna vildum vér að hver heimfar-
andi byggi sig svo undir heimkomuna, að
vonbrigðahættan yrði sem minnst.
Ekki svo að skilja, að vér vildum draga
úr fagnaðarlöngun nokkurs manns. Held-
ur aðeins áminna menn um að beina henni
á réttar brautir. ísland á enn í skauti sínu
alla fullnáegingu hennar, ef menn aðeins
glata ekki lásgrasinu, er lýkur upp fyrir
þeim Sesam þeirrar fegurðar, er þar hef-
ir setið og sitja mun að ríkjum frá eilífð
til eilífðar.
Þar eru heimar horfins tíma,
hundraða ára falin í grundu
minning þögul ótal anna, —
á óp og kall er þar hlustað valla;
farðu því hljótt um furðu gættir,
flangrirðu með lausung þangað,
yfirborðs glefsi, handa hrifsi,
hismi náir, en engum tisma.
* * *
Ekki er það, að nokkrir menn fari nú
heim með “yfirborðs glefsi”. Islendingar
hafa það aldrei gert, eða ef einhverjar
undantekningar kynnu að finnast, þá eru
þær svo fáar og smáar, að ekki er á lít-
andi.
Menn ha/a áður farið fagnandi heim.
. En of margir, þótt langt sé frá, að menn
eigi þar óskiftan hlut að máli, komið aft*
ur með þungan sjóð vonbrigða, léttari end-
urminningunum seiðmögnuðu, flestum
eða öllum.
Þeim hefir fundist loftslagið kalt, húsa-
kynnin köld. Viðmótið kalt; að minnsta
kosti ókunnuglegt. Vistin einmanaleg;
jafnvel maturinn allt öðruvísi en hann
átti að vera. En um hann skal ekki fjöl-
yrt að sinni.
Það er satt: ísland er kalt land á sumr-
in, eins kalt þá, samanborið við gresju-
fylkin í Canada, eins og það er hlýtt um
háveturinn. En það er sem menn gleymi
því, er menn leggja af stað héðan á vorin,
ef til vill í steikjandi hita og sólskini, að
öllum trjám í laufskrúði. En sá sumar-
kuldi er ekki verri en það, að hann má
sem auðveldlegast af sér klæða, svo að |
hann finnist aðeins sem þægilegur svali,
hvort sem er úti eða inni.
FHestir fara ekki heim fyr en eftir 15
—40 ára dvöl. En hversu langt sem lið-
ið er, þá stendur sveitin þeirra eða þorpið
fyrir hugskotssjónum eins og það var
daginn sem þeir yfirgáfu það fyrir fullt
og allt. Náttúran er söm við sig, eftir
20—40 ár. En fólkið er allt annað. Forn-
ir vinir og kunningjar eru komnir út í
buskann, eða undir græna torfu. Oft
aðeins fáir eftir. Ný kynsióð er vaxin i
upp, með nýjar lífsskoðanir og nýtt við-!
mót. Jafnvel fornkunningjarnir virðast!
oft stórum breyttir til hins ókennilega.
Þeir hafa þroskast með sinni tíð. Og hafi
þeir í raun og veru staðið sem næst í
stað, þá er það samt ef til viil lítil bót í
máli, því aðkomumaður hefir þroskast í
annari samtíð, eða að minnsta kosti van-
ist.
En geri menn sér eigi nægilega glögga
grein fyrir þessu, þá er eigi að kynja, þó
að mörgu sveita- eða smáþorpsbarninu
þyki vistin einmanaleg, er til lengdar læt-
ur, er heim kemur úr langi fjarveru. Þvi
flestir hverfa heim í tiltölulega fámenn-
héruð. En til þess að geta unað iðjuleysí,
þótt ekki sé nema tiltölulega stutta stund,
þarf annaðhvort fjölmennan eða glaðan
kunningjahóp, eða peninga, eða hvort-
tveggja hvort sem á íslandí er eða annars-
staðar.
En geri menn sér þess yfirleitt ljósa
grein, að náttúran er söm við sig, að átt-
hagarnir eru hinir sömu, þótt breytt eða
ný kynslóð komin í kunningja stað;
stpfni menn heim með eftirvæntingu um
það, sem varanlegt er, fremur en í leit að
tvístruðum eða torkennilegum æskuvin-
um, þá ætti engin manneskja með heil-
brigðri skynsemi að þurfa vonbrigðin að
óttast. Því söm er Esja og samur er Keilir.
* * *
Og
Þar er Heklufjall
og Hofsjökull,
Balljökull, Bláfell
og Baulutindur,
Hólmur, Hegranes
og Hlíðin góða,
þar sem enn byggja
ættmenn þínir.
Ef eigi kunningjar. Landið er eins og
það var í bamæsku þinni; eins og það var
fyrir þúsund ámm; fyrir örófi alda. Lóu-
kliðurinn og lækjarniðurinn er eins í dag
og fyrir fjörutíu árum síðan. Spóinn er
jafnvitlausíega vanafastur að vella' og
syngja allan daginn, eins og hann var á
dögum Páls Ólafssonar, og sólskríkjan
situr enn á sama steini, þótt Páll sé löngu
horfinn og lifi aðeins í ljóði og vísum.
Gullfoss og Dettifoss drynja sama fimb-
ulbassann, er þeir kallast, á yfir öræfi og
ódáðahraun. Fjólan ilmar enn í sól-
brunnu garðbrotinu og reyrgrasið er jafn
anganmilt eins og á smalaáranum. Brim-
ið svarrar við sömu sanda, á sömu flúð-
um, og æðarfuglinn er jafnspakur og þá;
jafngeigvænlegt útburðarvæl himbrim-
ans í ísaþokunni; undir nótt; undir mikið
döggfall eða regn.
Og vér vitum öll, að
undir norðurásnum
er ofurlítil tó.
Hún hefir beðið eftir þér, og hefði beðið
lengur. Þar geturðu lagst niður og orðið!
lítill aftur, og beðið þess að nóttin komi
og breiði rökkrið yfir þig. Þar geturðu
farið höndum um náttsvöl strá og þrýst
andlitinu í ilmgróðurinn, og aftur dregið
að vitum þér sætan, moldrammann eim,
unz þú grefur finguma í grasrótina og j
þvala moldina, gagntekinn af einhverri
óumræðilegri þrá, eins og öll líkamshöft
ætli að springa. Og þar geturðu legið og
enn einu sinni á æfinni fengið að hlusta
á þögnina miklu, unz hún ómar í eyrum
þér sem básúna dómsins, svo að ekkert
annað hljóð er í veröldinni.
* * *
Ef vér ættum eina ósk heimfarendum
til handa, þá væri hún sú, að þeir Ijúki
svo þessari ferð, að jþeim fyndist það
hafa verið vel þess vert að
gefa alla æfi sína
fyri' eina nótt í Paradís.
FRETTABREF FRÁ BLAINE
(Frh. frá 1. síðuj.
ast efndi það til hnefaleika og gerði
þá bezt frá fjárhagslegu sjónarmiði.
En á öllum mjög vel, dæmt frá öll-
um hliðum.
Ungmennafélag þetta var stofn-
að með aðstoð séra H. E Johnsons
snemma á árinu 1929, og hefir verið
vel vakandi og starfandi síðan.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar hef-
ir staðið fyrir nokkrum spilasam-
komum, og þess utan starfað eins
og kvenfélög vanalega gera, haft
bazaars, hlutaveltu o. s. frv., gefið
12 bekki í kirkjuna og borgað þá að
fullu. Og auk þess hjálpað á ýmsan
annan hátt.
Söngflokkur safnaðarins syngur
fyrir söfnuðinn, auðvitað, og flestar
éða allar samkomur, aðalfélagsskap-
arins og hinna ýmsu barna hans.
I»eir lúthersku halda og sínar sam-
komur árlega. Söfnuðurinn lék í
vetur, þ. e. 1930, leikinn “Hann drekk-
ur” á leikhúsi bæjarins og hafði hús-
fylli. Síðastliðið ár, eða 1929, mun
hann hafa haft eina eða fleiri arðber-
andi samkomur.
Kvenfélag þess safnaðar hefir æf-
inlega tvær samkomur á ári. Aðra,
nú í seinni tíð að minnsta kosti, á
sumardaginn fyrsta. Svo siðan í
byrjun 1929 hefir það haft yfir tvein)
slíkum dögum að ráða, fram að þess-
um tima, og notað báða vel. í>ess
utan h^fir það bersvæðissamkomu á
hverju sumri, oftast í júní. Eru þær
vanalega vel sóttar. Einnig bazaar
og hlutaveltu á hverju hausti. Fé-
lag það er með eldri félögum hér í
Blaine, og hefir gert mikið gott af
sér, auk þess að styðja kirkju sína.
Ungmennafélag þeirra lúthersku
hefir komið og farið — vaknað upp
og sofnað aftur. Oss er ókunnugt um
starf þess með öllu.
Söngflokkur sá sem mest og bezt
hefir starfað hér í byggð, varð til á
síðari prestsskaparárum séra H. E.
Johnsons og fyrir frammistöðu hans,
en undir stjórn J. M. Johnsons eins
og áður hefir verið tekið fram af
þeim er þetta ritar, í Heimskringlu.
Samanstóð sá flokkur af lúthersku
og frjálslyndu fólki, sem meira mat
sönginn en sundrunguna, og samein-
aði sig því til að syngja, sér til gleði
og öðrum til gagns og gleði. Þegar
tveir voru orðnir söfnuðirnir, og báð-
ir höfðu sama messutíma (það var
ekki fyrst), gat flokkurinn ekki sung-
ið fyrir báða söfnuðina. Þess vegna
klofnaði hann snemma á árinu 1929.
Mun Fríkirkjusöfnuður hafa haft
betri endann, þ. e. haldið meirihluta
flokksins. En hvernig sem því kann
að hafa verið varið, þá er það víst,
að brot það, sem Fríkirkjusöfnuður
hlaut, hefir fengið allmikið orð á
sig og ver ið fengið til að syngja,
bæði í Vancouver, B. C., og — ef
minnið ekki svíkur — á Point Ro-
berts. Samt voru góðir söngmenn
og konur eftir hjá hinum. Sannast
mun þó, að óskiftur mun flokkurinn
góður. Skiftur, vantar raddir í báða
parta, ef vel á að vera.
Sjálfstæð félög eru Lestrarfélag-
ið Harpa, eitt hið elzta, máske elzta
félag bæjarins, þ. e. meðal Islend-
inga. Harpa hefir vanalega sam-
komu á hverju hausti, æfinlega með
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið bin
viðurkenndu meðui við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company.
Ltd., Toronto, Ont.,. og senda
andvirðið þangað.
gamaldagssniði, svo sem ræður,
kappræður, hlutaveltu, söng °S
upplestur, eftir kringumstæðum, °3
gott á gamla vísu. Hún, þ. e. Harpa,
er að öðru leyti afskiftalaus um önn-
ur mál.
Jón Trausti, hitt lestrarfélagið,
hefir vanalega tvær samkomur á ári.
Síðastliðið ár, 1929, hafði hann t>ó
aðeins eina, nefnilega skógargildi-
Samkomur Jóns hafa oftast verið
góðar, meira til skemtiskrár vandað
en hér var títt. Nú má hann gera
vel að halda sínu. Þess vegna breytti
hann til í vetur, þ. e. 1930, og efndi
til miðsvetrarmóts, í líkingu við
Þorrablót Helga magra. Var mjög
til vandað. Skyldu þrír prestar flytja
ræður. Ein þeirra var flutt af séra
H. J. Leó. Tók hún svo langan tíma,
að séra HT E. Johnson, sem var annar
ræðumaður, vorkenndi fólkinu og
fiutti aðeins niðurlag ræðu sinnar, en
sendi hitt til Heimskringlu, sem göð-
fúslega flutti ræðuna alla En séra
Albert E. Kristjánsson skyldi vera
þriðji maður, en hann gat ekki komið.
Auk þessa var átta karla kór, upþ-
lestur eða ávarp frá Magnúsi Johnson
frá Fjalli, lesið upp af forseta dags-
ins, M. G. Johnson; einnig tvö kvæði,
ort fyrir það tækifæri af þeim skáld-
unum frú Kristínu D. Johnson ír:i
Blaine og Sigurði Jóhannssyni í New
Westminster, m. fl. Veitingar voru
alveg eins og við átti, miklar og ís"
lenzkar að svip og bragði. Mót þetta
var talið ein af beztu samkomum Is"
lendinga í Blaine.
Samkomur aðkomufólks hafa ver-
ið margar á þessu tímabili. Eru Þ£cr
sem fylgir:
Samkomur prestanna Fr. A. Frið-
rikssonar og Ragnars E. Kvaran, í
Fríkirkjunni 20. ágúst 1929.
27. des. 1920: Samkoma séra Ragn'
ars E. Kvaran í Fríkirkjunni. Kveðju-
samsæti á eftir og veitingar í sam-
komusal safnaðarins. Var söfnuður-
inn að kveðja þau Kvaran og írU
hans, sem lögðu af stað austur næsta
dag.
Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið
Buckingham vindlinga. Buckingham vind-
lingar eru kaldir og beztu vindlingamir, er
hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega
töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo
allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja
ánægjutilfinningu hjá hverjium sem reykir.
Buckingham eru rétt búnir til og geymdir
eins og þarf með frá framleiðslustaðnum tii
neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum.
Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að
efni. Tóbakið, sem þeir em búnir til úr, er
svo gott, að ofdýrt ev til þess að vér getum
látið nokkra miða eða premíur í pakkana.
Þess vegna segjum vér — engir miðar —
allt efni.