Heimskringla - 11.06.1930, Page 1

Heimskringla - 11.06.1930, Page 1
^etmðfertngla XLIV. ÁRGANGU'R WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 11. JÚNÍ, 1930. NÚMER 37 | ÍSLENZKAR BYGGÐIR I BANDARÍKJUNUIVI | Það er alkunnugt og almennt við- urkennt, að Leifur Eiríksson heppni fann meginland Ameríku árið 1000. Er það talinn fyrsti fundur þeirrar áifu, sem sögulega má sanna, þó vert sé að geta þess, að Bjarni Herjólfs- son sá þetta meginland nokkrum ár- um áður. En Bjarni lenti ekki á landi því er hann sá, svo hinn eini árangur af fundi hans var sá, að vísa Leifi á hvar landið væri að finna. Leifur, jafnskjótt og hann hafði land- 'ð fundið, reyndi að eigna sér það og byggja. Það hafði faðir hans gert á Grænlandi, og var því að bú- ast við að hann gerði það sama hér. Hann og félagar hans byrjuðu því strax að mynda nýlendu, byggðu sér hús og gáfu örnefni, svo sem Kjalar- nes og Krossanes. En byggðin sjálf var nefnd Leifsbúðir; landið Vínland. Hvar Leifsbúðir hafi staðið og hve lengi nýlendan hafi haldist við, verður hvorugt sagt með fullri vissu. Plestum kemur þó saman um, að landið kringum Massachusett Bay sé líklegast staðurinn. Þó telja aðrir Narragansett Bay líklegri, og þeirra mál styrkir Newport- turninn, sem talinn er af mörgum að vera norrænn að uppruna. Og einmitt hér finnst 1840 beinagrind í herklæðum, sem Longfellow kvað um, og litlum efa er bundið að hafi verið af Islendingi, Því ekki brúkuðu pílagrímarnir her- klæði úr járni. En aðra er ekki úm að tala, nema Spánverja, sem að vísu notuðu herklæði úr járni fyrst eftir að þeir komu til Ameríku, en settust að miklu sunnar, svo mjög óvíst er að þeir hafi svo norðarlega komið á þeim tíma, er herklæði voru enn notuð í bardögum. Að minnsta kosti eru engar sögur til um slíkt ferðalag. Það má því telja það fullsannað, að nýlenda Leifs heppna hafi verið fyrsta nýlenda Islendinga í Banda- Hkjunum, eða réttara sagt landi því, er nú myndar Bandaríkin. Þessi nýlenda varð ekki gömul, því þó landnemar væru miklir afreks- hienn, voru þeir mjög fáir og langt frá allri aðstoð; en áttu i höggi við afar hrausta, harðvituga og herskáa innbyggjendur, sem ekki létu þá lengi óáreitta. Urðu þeir því eftir fá ár að láta undan síga og héldu heim aftur til Grænlands. En lengi hefir minningin um þessa nýlendustofnun haldist við í hugum Grænlendinga, og víst hefir þá oft, í kulda og hörkum heimahaganna, langað til Vínlands hins góða. Fjór- ir íslenzkir annálar geta þess, að ár- ið 1121 hafi Eiríkur Uppsi Græn- landsbiskup farið að leita Vínlands. Hefir hann vist ekki komist aftur úr þeirri ferð, þvi skömmu síðar er getið um að nýr biskup hafi verið vígður til Garðastóls á Grænlandi. —• — Fyrsti hópur Islendinga, er flutti til Norður-Ameríku, settist að Bandarikjunum, í borginni Milwau- kee í Wisconsin ríki. Það voru allt ungir menn, aðeins einn giftur, og varð því fyrst fyrir að fá sér vinnu og halda sem bezt hópinn. Var tölu- verður flokkur af Islendingum kom- inn saman í Milwaukee sumarið 1874 og héldu þeir þjóðhátið í líkingu við þá, er haldin var á íslandi það ár, í minningu um þúsund ára byggingu landsins. Voru þar meðal annara þeir Jón Ólafsson og séra Jón Bjarna- son. Um þetta leyti undan eða eft- ir, fór Jón Ólafsson með tveim öðr- um Islendingum, ólafi ólafssyni frá Espihóli og Páli Björnssyni, Péturs- sonar frá Hallormsstað, sendiför til Alaska fyrir Bandarikjastjórnina, til þess að velja nýlendusvæði fyrir Is- lendinga. Bandaríkin höfðu þá ný- lega tekið við Alaska af Rússum í nokkurskonar kaupbæti. Vissu varla hvað gera skyldi við þetta norðlæga landflæmi, , og datt í hug að það ætti að vera byggilegt land fyrir telendinga, er svo langt norðan að væru komnir. Leizt þeim félögum vel á landið, enda hefir það marga og mikla kosti. Jón ólafsson ritaði bækling um Al- aska er gefinn var út í San Francisco, og hvetur hann landa sína til að flytja þangað. Þó varð ekkert úr þeim þjóðflutningi, því afar langt var að fara en engin járnbraut komin vestur yfir Klettafjöll, nema Union Pacific til San Francisco. Liklega hefir þetta að einhverju leyti orðið til þess, að Canadastjórn sendi sama ár, 1874, líka þrjá Islend- inga til Manitoba í sömu erindum. Völdu þeir, eins og kunnugt er, vest- urbakka Winnipegvatns fyrir ný- lendusvæði og tók það að byggjast næsta ár. En Islendingar í Milwaukee undu ekki mjög lengi bæjarlífinu. Mjög snemma fluttu nokkrir þeirra til Washingtoneyjarinnar, og hefir sú nýlenda haldist við síðan, þó hún yrði aldrei stór. Hafa aldrei nein stórtíðindi þaðan frézt, og á líklega við hana enski málshátturinn: “Far- sælt er það land er litla á sögu”. Aðrir fluttu til Shawano County, Wisconsin, og reis þar upp um tíma töluvert stór byggð. Var hún öll í afarstórum skógi og því mjög erfitt að vinna landið. En flestir gátu þeir þar framleitt það, er þeir þurftu til hnífs og skeiðar. Man eg eftir því, þegar eg var lítill drengur,- að einn þessara bænda skrifaði heim til •Islands, að það eina matarkyns, er hann þyrfti að kaupa i búð, væri kaffi . önnur saga, sem karl einn sagði mér, var sú, að ekkert brauð væri borðað í Ameríku nema jóla- brauð, og kom okkur saman um það, að þar mundi gott að vera. En langt komst þessi nýlenda ekki — varð ekki gömul — enda voru örðugleikar miklir á öllum fram- kvæmdum. Sagði Þorlákur Jónsson, faðir séra Páls og þeirra bræðra, mér svo frá æfi sinni í Wisconsin: “Eg var æfinlega gangandi og æfin- lega berandi. Ef eg fann að eg hafði ekki bagga á baki, fannst mér endi- lega eg hafa gleymt honum ein- hversstaðar, og fór að hugsa um, hvar eg hefði skilið hann eftir. Þeg- ar eg fór í kaupstað, hitti eg þar ætíð fyrir hóp af Indíánum, sem voru nágrannar mínir. Heilsuðu þeir mér með ópum og köllum, en eg settist upp á búðarborðið hjá þeim, reykti í pípu minni og var eins og einn af þeim.” Um það leyti, er Wisconsin nýlend- an var stofnuð, fluttu nokkrir Is- lendingar til Nebraska og settust þar að. Var Torfi sá, er lengst hefir verið kenndur við Ólafsdal, einn af þeim, en stóð þar aðeins við stutta stund áður en hann hvarf aftur til Islands. Annar hét Jón Halldórsson Var hann þar nokkuð lengur, en nú mun fjölskylda hans vera í Chicago,. Enn aðrir Islendingar lögðu af stað vestur á bóginn um þetta leyti, og brutust alla leið gegnum Wiscon- sin og meirihluta Minnesota ríkis, og settust loks að í Lyon og Lincoln héruðunum. Spratt þar brátt upp hin blómlegasta byggð, sem haldist hefir við síðan og er að sumu leyti fyrirmynd allra íslenzkra byggða. Ber margt til þess; ágætir land- kostir annars vegar, en mikill dugn- aður og allur mannskapur landnem- anna hins vegar. Voru margir þeirra Jökuldælingar og Fjallamenn, sem nöfnin Jökull og Hofteig benda á, og þarf þeim mönnum ekki frekar að lýsa. Stuttu eftir að þessar nýlendur voru stofnaðar, útskrifaðist Páll Þor- láksson af prestaskóla í St. Louis, tók köllun safnaðanna í Nýja Islandi og fór þangað. Blöskraði honum á- stand landa sinna þar, og færðist þvi það stórvirki i fang, að útvega safn- aðarlimum sínum nýtt og betra ný- lendusvæði. Valdi hann hið gull- fallega svæði austan við hásléttu þá, er Pembinafjöll nefnast, í norð- austur horni Norður Dakota ríkis. Er sú nýlenda um 20 mílur á lengd og 4—12 mílur á breidd. Mest af henni er í Pembina liéraðinu, en nokkrir fluttu dálítið lengra vestur á fjöllin, sem kallað er, og eru því í Cavalier héraði (County). Fyrstu innflytjendurnir komu frá Nýja Islandi, og settust nokkrir þeirra að á sléttunni suðvestur frá Pembina. En einu merki þeirrar byggðar, sem nú eru eftir, hygg eg að sé nafnið á dragi, sem þar er og heitir Iceland Coiþee. En langflestir héldu vestur til fjall- anna og myndaðist aðalby^gðin suð- ur og norður með þeim. Fylgdu Is- lendingar sem mest skógunum, sáu sér hag að skjólinu og eldiviðnum. Samfara innflutningunum frá Nýja Islandi, komu nú margir beint frá Islandi, og aðrir frá Minnesota, og loks öll Wisconsin nýlendan. Var það sú lengsta “overland”-ferð sem hóp- ur af Islendingum hefir farið. Var þar fylgt amerískri venju, uxum beitt fyrir vagna, sem tjaldað var yf- ir; konur og börn í vögnunum, en karlmenn ýmist gengu eða keyrðu: kýr og aðrir nautgripir reknir með lestinni. Slysalaust gekk ferðin, enda herskáa Indíána ekki lengur að hræðast. En seinlegt verk hefir það verið að komast yfir ár og læki, þar sem hvorki var brú eða ferja yfir. Fimm árum eftir að fyrsti land- neminn settist að, var byggðin full- skipuð. Hefir hún blessast og blómgast síðan, þrátt fyrir tilfinn- anlega hnekki í peningalegu tilliti, sem hún hefir oftar en einu sinni orðið fyrir. Nýtur hún enn gæfu séra Páls Þorlákssonar, sem, þó hann dæi ungur, var einum, af öllum íslenzkum prestum, ætlað það hldt- verk, að gerast Móses sinna safn- aða; gæfunnar, er ætíð fylgir elju og áhuga fyrir almennings heill; GÆFUNNAR MIKLU, sem auðsýnir miskunn í þúsund liðu, sem gerir sjálfa framþróunina mögulega. Snemma á árum, ekki löngu eft- ir 1880, fór ungur íslenzkur eljumað- ur, að nafni Guðmundur Freeman, í landaleit vestur eftir Dakotaslétt- unum, og settist að meðfram Mouse River, þar sem hún kemur sunnan að eftir að hafa myndað hina miklu tungu (Mouse River Loop). Eru þar flatneskjur miklar og flæðiengi, en landrými nóg í þá daga, og hagaði þar mjög vel til griparæktar. Var þess heldur ekki langt að bíða að Guðmundur kæmi sér upp vænni nautgripahjörð. Hefir hann búið þar blómabúi síðan. Fleiri Islending- ar komu skömmu síðar. og settust að í nágrennt við Gúðmund, og mynd- aðist þar því með tímanum bæði fríð og farsæl byggð, sem enn sjást eng- in ellimörk á. Enda er þar margt dugnaðarmanna og góðra drengja. Laust fyrir síðustu aldamót mynd- aðist íslenzk nýlenda í Roseau Coun- ty í Minnesota, rétt fyrir sunnan canadisku landamærin, beggja meg- in meðfram Roseau River. Reis þar upp blómleg byggð af mönnum frá Dalcotanýlendunni og nokkrum ftó Canada. En hún varaði aðeins nokk- ur ár svo nú eru aðeins tveir eftir, að því er eg bezt veit. Líka myndaðist dálitil íslenzk byggð stuttu eftir aldamótin í Mc- Kenzie County í vesturhluta Norður Dakota. Komu landnemar frá Da- kota og Minnesotabyggðunum. Er sú byggð við lýði enn, það er eg til veit; en hún var aldrei meira en nokkrar fjölskyldur. Aðrar íslenzkar nýlendur hafa kannske myndast í Bandaríkjunum, sem ekki eru hér taldar, en þeirra veit eg mun, og eru hér, eins og sést, aðeins taldar landnemabyggðir, og kann eg því ekki þessa sögu lengri. Fyrsti vetur í Dakota. Það var snemma í nóvember 1884, að eg fyrst.kom til Dakota. Hafði komið frá Islandi í ágúst það sum- ar með foreldrum mínum og yngri systkinum, og dvalið í Winnipeg síð- an. Hugði eg gott til ferðarinnar, því mér hafði leiðst mjög í Winnipeg. Kom af Seyðisfirði, þar sem há fjöll eru á báða bóga, en sjórinn við tærnar, en mölin hrein, hvernig sem viðrar, og svalt loft sumar sem vet- ur. Brá því í brún að koma á hæða- lausu Manitobasléttuna, sem varð að glerhálli aurleðju undireins og skúr kom úr lofti. Winnipeg var þá ekki heldur ásjáleg. Fyrsta “boomið” hafði kollvarpast árið áður, svo að hver hafði flúið, sem burt gat komist. Ekki minna en tveir þriðju allra í- búðarhúsa voru auð, með "To Let” starandi framan i mann út úr gar- dínulausum gluggum. Mest sakn- aði eg fjallanna. Þau hafði eg séð á hverjum degi míns fjórtán ára ald- urs; og varð mér þvi stundum það, að standa úti, þegar skýjabakkar sáust út við sjóndeildarhringinn, og gera úr þéim fjöll, sem þó gliðnuðu öll í sundur fyrir mér, þegar minnst varði. Ekki bætti hitinn heldur skapið. Hann var auðvitað ekki meiri en vanalega, en eg var hon- um óvanur þá, enda í þykkum ís- lenzkum vaðmálsfötum — þó engan trefil brúkaði eg — og varð því haustinu feginn. Og mjög glaður varð eg þegar faðir minn kom sunn- an frá Dakota seinni part október- mánaðar, og sagði okkur, sem heima höfðum verið, frá íslenzku byggð- inni meðfram Pembinafjöllum, þar sem svo margir vinir og frændur ættu heima og allt væri svo frjáls- legt og skemtilegt. Þykkt var veður en frostlítið, dag- inn, sem við fórum suður. Varla sást þá nokkurt hús alla leið frá Winni- peg suður að landamærum Banda- í'íkjanna. Þótti mér þetta skrítið og spurði hvað eftir annað, hvenær við yrðum komin til mannabyggða. Þakkar- og árnaðarávarp frá Winnipegborg til Islendinga í tilefni af 1000 ára afmælishátíð alþingis Islands. Það er mér kærkomin skylda, að flytja íslendingum lieillaóskir fyrir hönd Winnipegborgar, í tilefni af þúsund ára afmælishátíð íslands. Ekkert mikilvægara lof verður yður nokkurntíma goldið, en viður- kenninguna á hinum undraverðu hæfileikum yðar til þjóðveldisstjómar, sem liið þúsund ára gamla Alþingi yðar ber glöggast vitni um. Það er þeim mun eðlilegra að borgarar Winnipegbæjar beri vinar- og bróðurþel til íslendinga, þegar þess er gætt, að fólksfjöldi af íslenzkum uppruna er hér meiri en á nokkrum -öðrum stað einum, að undantekinni höfuðborg íslands, Reykjavík. í Winnipeg var heimilisfang margra fyrstu frumbýlismanna yðar, sem hugdirfð höfðu til að bjóða byrgin erfiðleikum, hættum og óvissu framandi lands, og þeir hafa lagt til sinn skerf í grundvöllun þessarar borgar. Allt frá þeim tíma hafið þér borið yðar óskarða hluta af skyld- um og ábyrgð canadiskra borgara, og hafið lagt af mörkum í þarfir þjóðlífs vors hið bezta úr menntun yöar og menningu. Winnipegborg óskar yður allra heilla í tilefni af afmælishátíð yðar. Ralph H. Webb , Borgarstjóri li s [Sl » 1») H S) Es) ■ IB 8 8 8 B i« * :» B B I I 81 B B B m B B ,».! B B is I » B | B m B! B B B I B B H B B [«J 1 8 H M IK B B ». B B B I )tiir/8\ir/a\ir/a\ir/8W>vh8<ir/a\ir/8Wá\ir/ávr/áVhftVh^iha\ir/,á\ih8\ir/'á\ir/áVfrá\ir/a\ir/frif/8Vtrá\ir/a\ir/á\iy^^^

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.