Heimskringla - 12.06.1930, Page 3
WINNIPEG, 11. JtrNl, 1930.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
nýtt húsaframvarp. Framlagi ríkis-
■ ins er þar breytt, 50% framlagið sem
nú gildir, er afnumið, en í staðinn
kemur lægra hlutfallsframlag, mið-
að við íbúafjölda og greiðist á 40
árum.
—Lögr.
Mannfræðin og
Indogermanar
Wirth,—Waddell,—Feist.
Lögrjetta hefur oft sagt frá ýms-
um nýjungum á sviði þeirra fræði-
greina, sem fást við rannsóknir á
uppruna mannsins, en á þær hefur
á síðustu árum verið lögð sívaxandi
áhersla í flestum menningarlöndum.
Rannsóknir þessar beinast að því, að
rekja eftir mætti uppruna mannsins
og síðan sögu hans, eða kynbálk-
anna, skyldleika þeirra og ýmislegt
eðli og að sumu leyti má segja að
margar sjálfstæðar fræðigreinar sjeu
starfandi að þessum efnum, s. s.
fomleifafræði, siðasaga og trúar-
saga og sameiginleg niðurstaða
þeirra myndar svo kenningar mann-
fræðarinnar. En þær eru að ýmsu
leyti enn á hverfandi hveli, því rann-
sóknirnar eru flestar ungar. Þó
hefur sá árangur fengist, að því er
talið er með öruggri vissu að menn-
ingarsagan jr nú rakin miklu lengra
aftur í tímann en áður þótti gerlegt,
og eru lesendum Lögrj. kunnir af
fyrri frásögnum, greftinum i trr og
Egyftalands o. v. og steingerfinga-
raimsóknirnar í Mongolíu o. v. og
ýmsar kenningar Osbomes og Keiths
o. fl. um uppruna mannsins og af-
stöðu hans í lífinu. Þannig er saga
mannsins rakin um milljón ár eða
meira aftur í tímann; þó að menning
hans verði ekki rakin alla þá leið
nema með líkum.
Annars er mikið um það rætt og
'deilt meðal fræðimanna hvar menn-
ingin eigi upptök sín og hvemig
hinir ýmsu kynþættir mannsins og
menning þeirra sje skyld. 1 þessum
efnum er mjög farið eftir trúarhug-
myndum, fornum rústum og letri,
máli og leirkerum ýmsum, serö í
jörðu finnast
Vísindamaður, sem Waddell heitir
telur sig t. d. geta sannað það eftir
merkjum á gömlum kerum o. fl., að
allir hinir helstu menningarþættir
heimsins, sem kendir eru við Mesa-
potamiu, Edomíta, Egypta, Hittiti,
Grikki og Rómverja og Indo-Persa
og jafnvel einnig kínversk menning
eigi upptök sín í Sumeríu.
Að því er snertir þá þætti þessara
fræða, sem sjerstaklega varða Isiend-
inga, s. s. rannsóknimar á hinum
indoevrópiska eða ariska kyn- og
menningarþætti, þá hafa rannsóknir
hans einmitt að ýmsu lekti verið
brautryðjandi í þessum efnum. Það
voru einkum málfræðarannsóknir;
sem fyrst komu mönnum verulega á
sporið, en hin indogermönsku mál
em og hafa lengi verið mjög út-
breidd og öflug menningarmál. Til
þessarar málaættar teljast: sanskrit
og fleiri indversk mál, írönsk mál
(perneska o. fl.), armenska, illyrisk
mál (albanska), gríska, ítölsk eða
rómönsk mál (latina, franska o. s.
frv.), baltisk mál (litáiska, lettiska),
slavnesk mál, keltnesk mál og loks
germönsk (þýzk, norræn o. fl.).
Af þessu má sjá um hversu viðtæk-
an skyldleika er að ræða, en skyld-
leika þjóðanna, sem notað hafa þau.
T. d. má rekja saman, eftir vissum
reglum, eldgömul orð úr sanskrit og
gömul grisk og latnesk orð og ís-
lenzk.
A síðastliðinni öld var aðaláhersl-
an lögð á sanskrit og uppruni kyn-
bálksins oftast rakinn til Asíu. Sið-
arn rannsóknir þykja hafa leitt i
ljós ýmsar skekkjur í þessu og hið
upprunalega heimkynni er nú venju-
lega sett kringum Eystrasalt. Sig-
mund Feist heitir sá, sem hvað mest
og best hefur skrifað um uppruna og
þróun Germana og Indogermana.
En síðustu missirin hafa dregið
að sjer hvað mesta athygli i þessum
efnum kenningar Hollendingsins
Hermans Wirth í riti hans um upp-
tök mannkynsins. Hann vUl sam-
ræma ýmsar rannsóknir (blóðrann-
sóknir, jarðfræða-, fomleifa- og mál-
fræðarannsóknir) til að sanna nýjan
uppruna Indogermana. En þeir eiga
að vera komnir af stórum sameigin-
legum frumstofni Cromagnon manna,
sem Eskimóar elga nú að vera leifar
af, og Indogermana og hafi það fólk
átt heima i landi, sem lá þar sem
nú er Atlantshaf og setur Wirth
þetta í samband við Atlantis saguir
Platos og fleiri höfunda. Frá þess-
ari frumþjóð á einnig að vera
sprottin hin foma menning Assyriu-
manna og Egypta.
Um þessar kenningar hefur verið
mikið rætt og þótt fræðimenn hafi
ráðist á margt i þeim, telja aðrir að
Wirth muni verða upphafsmaður
nýrrar mannfræði.
—Lögr.
Ætluðu Bandarikjamenn
að kaupa Island fyrir 60 árum?
Hinn góðkunni Islandsvinur Earl
Hanson hefir ritað grein í tímaritið
“World’s Work” um framfarir Is-
lands og AJþingishátiðina. Þar talar
hann ennfremur um rannsóknir Vil-
hjálms Stefánssonar og yfirleitt um
það, sem farið hafi á milli Islendinga
og Bandaríkjanna. I grein sinni seg-
ir Earl Hanson frá því, að Banda-
ríkjamenn muni eitt sinn hafa hug-
leitt að kaupa Grænland og Island.
Þar segir hann meðal annars:
“Arið 1868 kom út einkenniieg
skýrsla í Bandaríkjunum. Fjallaði
hún um landgæði Grænlands og Is-
lands. Skýrslu þessa hafði Benjamin
Pierce samið. Seward hafði þá ný-
lega keypt Alaska af Rússum. Hann
var með þá hugmynd í kollinum, að
kaupa Grænland og Island af Dönum
í sömu atrennu.
Senilega hefir málið aldrei komist
svo langt, að samningar um það hafi
verið teknir upp. Seward var skamm-
aður óbóta skömmum fyrir kaupin
á Alaska. Er líklegt að það hafi
dregið úr honum kjarkinn til þess
að bera fram þá hugmynd, að keypt
yrðu lönd í viðbót, sem almenningur
hélt að væru jökli hulin. En skýrsl-
an er við lýði og talar sínu máli.
Höfundur heimar hafði að visu
hvorki til Grænlands né Islands kom-
ið. En skýrslan var samin með kost-
gæfni og nákvæmni, eftir heimildum
þeim, sem hægt var að ná til.
En hvað ætlaði Seward sér með
Island? Hann ætlaði ekkert með
Island út af fyrir sig. En hann ætl-
aði að ná í Grænland og Island. Og
vel má vera að sú hugmynd hans
hafi verið í nánu sambandi við Al-
askakaupin.
Margar tilgátur hafa verið gerðar
um það, hvemig á þessum hugleið-
ingum hafi staðið um kaup á þess-
um löndum, og meðal annars er getið
til, að Seward hafi viljað láta um-
heiminn sjá að Bandaríkjamenn væm
ekki af baki dottnir eftir borgara-
styrjöldina, og væru aflögufærir eft-
ir að hafa greitt Rússum 7 miljónir
doUara fyrir Alaska. Ef svo er, þá
hlýtur fjármálaráðunautur Banda-
ríkjanna I Evrópu að hafa haft hönd
í bagga með ráðabmggi þessu.
I sambandi við skýrslu Pierce er
birt bréf frá R. J. Walker, en hann
var einmitt fjármálaráðunautur
Bandaríkja stjómarinnar. Og hann
átti, að því er hann sjálfur segir,
hugmyndina um það að kaupa þessi
tvö lönd af Dönum. Aðalástæðumar,
sem hann færir fram fyrir þessu, em
óneitanlega dálitið skringilegar. En
það kann að vera, að menn geti skil-
ið þær, þegar tillit er tekið til þess,
að Bretar vom Sunnanmönnum vin-
veittir í borgarastyrjöldinni. Segir
svo í bréfinu:
— Eg hefi fengið sönnun fyrir því,
að Bretastjórn stofnaði sjálfsstjórn-
arnýlenduna Canada í óvinarhug gegn
Bandaríkjunum. Nú höfum við, með
því að kaupa Alaska, orðið nágrann-
ar hinnar brezku nýlendu að vestan-
verðu. Ef við fengjum Grænland,
yrði hin brezka Ameríkunýlenda inni-
lukt af landareignum Bandarikjanna.
En þetta myndi óefað verða til þess,
að Canadamenn myndu frekar en áð-
ur, hallast að því, á friðsamlegau
hátt og með fúsu geði, að sameinast
Bandarikjum Norður-Ameríku.
Það er merkilegt verk fyrir sagn-
fræðinga að skera úr þvi, hvort Al-
askakaupin og bollaleggingamar um
Grænland hafi af ráðunautum Sew-
arts verið skoðuð sem spor í þá átt,
að ná tangarhaldi á Canada.
En hvað um Island ? Má vera að
þeir Seward og Walker hafi haft það
á bak við eyrað, einmitt vegna þess,
að þeim var i nöp við Breta. Er
menn líta á landabréf og sjá hnatt-
stöðu Islands ,getur engum bland-
ast hugur um, hve mikla þýðingu
Island getur haft í hemaði. Hver sá
er fór um norðanvert Atlantshaf i
heimsstyrjöldinni, er skipaleiðir
lágu oft þar skamt undan landi, getur
ímyndað sér hve mikla þýðingpi það
hefði haft fyrir Þjóðverja, ef þeir
hefðu þar getað haft kafbátahöfn.
Þeir, sem lesið hafa hina merki-
legu bók Haldórs Hermannssonar
um Joseph Banks og Island, vita hvé
hurð skall nærri hælum í byrjun 19.
aldar, með það að Bretar tækju Is-
land frá Dönum, er þeir vom Frakka
megin i Napoleonsstyrjöldinni. Gerð-
ar voru þá ráðstafanir, án þess að á
því bæri, að enskt herlið gengi á land
í Reykjavik, og legði landið undir
sig. En svipul rás hinna pólitísku
viðburða kom i veg fyrir að svo færi.
Eigi er liðin öld slðan Island var
leiksoppur i bollaleggingum stórveld-
anna, er þau sóttust eftir borgim.
En nú er talað i þingi Bandarikjanna
um “konimgsríkið Island”......
(Lesbók Mbl.)
Balfour lavarður
Einn af helztu stjórnmálamönnum
Breta, Balfour lávarður, er nýlega dá-
inn, á níræðis aldri, fæddur 1848. —
Hann var einn af þeim, sem mest var
riðinn við ensk stjórnmál um sína
daga, en skrifaði einnig eftirtektar-
verð rit um heimspeki. Hann var af
kunnum höfðingjaættum, því móðir
hans var dóttir Salisbury’s lávarðar,
og sonur hans hinn frægi íhaldsforingi
og forsætisráðherra, var þvi móður-
bróðir hans og í hans þjónustu tók
hann fyrst þátt í stjómmálum og var
einkaritari hans, meðal annars á Ber-
línarfundinum 1878. Síðar var hann
samflokksmaður Randolph Churchill,
í fjórða flokknum svonefnda, sem var
íhaldsflokksbrot. 1885 varð hann
fyrst ráðherra og átti sæti í öllum
þremur ráðuneytum Salisbury’s, síð-
ast sem fjármálaráðherra og leiðtogi
stjórnarflokksins í neðri málstofunni.
1902 varð hann forsætisráðherra á
eftir Salisbury, en fór frá 1905 og
féll við næstu kosningar. Eftir að
hann var kosinn aftur á þing, varð
hann leiðtogi stjórnarandstæðinga,
og átti meðal annars i snörpum deil-
um við Lloyd George 1909, en í deil-
unni um lávarðadeildina 1910—11
vildi hann ekki halda máli flokks síns
til streytu gegn hótuninni um út-
nefningu nýrra lávarða og neyddi
flokk sinn tii þess að láta undan, og
sagði síðan af sér flokksforustunni.
Eftir að heimsstyrjöldin hófst, tók
hann sæti i samsteypuráðuneyti As-
quith’s og var meðal annars utanrík-
isráðherra. Hann var fulltrúi Breta
á Versalafundinum við friðarsamn-
ingana, en gætti þar lítið, og síðan
fulltrúi þeirra á Þjóðbandalagsfund-
um. A Washingtonfundinum 1921—
1922 var hann aðalfulltrúi Breta og
gat sér ágætt orð. Hann var gerður
jarl 1922, og erfir bróðir hans nú þá
tign, því hann var ókvæntur og bam-
laus.
Á yngri árum var Balfour vel met-
inn sem rithöfundur og þótti einnig
góður ræðumaður, en menn gerðu þá
ekki ráð fyrir þvi, sem síðar varð,
að hann gæti einnig orðið hagsýnn
framkvæmdamaður.
Meðal rita hans eru “The Founda-
tion of Believe”, “Criticism and
Beauty” (gagnrýni og fegurð),
“Theism and Humanism”, og rit-
gerðasafn frá 1920. Með honum er
i valinn fallinn einn merkasti og
menntaðasti maður sinnar samtiðar,
maður með mörgum þeim beztu
höfðingjaeinkennum, sem gert hafa
Breta að drottnurum heimsins, með
því að sameina hagsýni og þrótt
stjórnmálamannsins og lifandi áhuga
á andlegum málum og menningar-
verðmætum.
ur flutti faðir Guðrúnar með skyldu-
lið sitt árið 1876, og tók þá upp
fjölskyldunafnið Myres. Afi hennar,
Jón Þórðarson, var bróðir Guðrúnar
Þórðardóttur skáldkonu, sem Vestur-
Islendingum er vel kunn.
Jón Myres settist fyrst að, er vest-
ur kom, í Nýja Islandi, skamt fyrir
norðan Gimli. Stóð þar stutt við og
hélt til Winnipeg. Skömmu siðar
(um 1880), tók hann sér bólfestuland
í Mountainbyggð, N. D. ólst Guðrún
þar upp með foreldrum sínum til full-
orðinsára. I nóvember 1892 giftist
hún eftirlifandi manni sínum, Elíasi
Emil Eggertssyni Vatnsdal, frá Suð-
urhamri á Barðaströnd. Byrjuðu þau
búskap í Mountainbyggð. Síðar
bjuggu þau í Roseau í Minnesota (í
9 ár); þá aftur að Mountain; þá að
Milton, N. D. I maímánuði 1911
fluttust þau til Canada og settust að
í Wynyardbyggð, og hafa búið þar
myndarbúi siðan. Þrjú síðustu árin
hefir fjölskyldan verið til heimilis í
Mozartbæ.
Eliasi og Guðrúnu varð tólf mann-
vænlegra barna auðið. Þeirra elzt
var Jónína Ragnhildur, gift Njáli
bónda Kristjánsson við Mozart, frá-
bær myndarkona, er andaðist á
blómaskeiði lífsins vorið 1924. Þá
Soffía, er síðar giftist mági sínum
Njáli, og gekk þremur börnum hans
og systur sinnar í móðurstað. Þá
Eggert, heimkominn hermaður, illa
leikinn, helzt við á Heilsuhæli í Mani-
toba. Þá Jónas; elding varð honum
að bana. Þá Jón. Þá Matthías Les-
lie, kvæntur og húsettur í Ocean Side
í Califomíu. Þá Theodor. Þá Jóel
Alexander . Þá Guðrún Emilía, gift
frænda sínum Jóni Jósepssyni Myres.
Þá Pearl. Þá Jónassína. Þá Anna
Svanborg, nú á 13. aldursári.
Tvö systkini Guðrúnar eru á lífi
vestan hafs, Jósep Myres, umboðs-
maður og bóndi á Mountain, og Elín,
ekkja Guðmundar Þórðarsonar, bú-
sett að Mild City, Montana.---------
Guðrún heitin var há og hetjuleg
kona að vexti og ásýndum. Hún var
þrekmikil og heilsuhraust mestalla
æfi sína. 10. sept. s.l. veiktist hún af
taugaveiki. Var hún, að því er virt-
ist, töluvert komin á bataveg, er hún
tók andlitsbólgu svo svæsna að skera
varð í. En þrekið var þrotið, og
kveðjustundin hinzta fyrir dyrum.
Hún andaðist laust eftir hádegi, mið-
vikudaginn 2. október, 58 ára að
aldri. 'Crtförin fór fram á laugardag
5. s.m., að viðstöddu miklu fjölmenni.
Viðstaddir ástvinir hinnar látnu voru
— maður hennar og böm þeirra flest,
tengdasynir og barnaböm, svo og
bróðir Guðrúnar, Jósep Myres, kona
hans og börn. Báðir íslenzku prest-
arnir, séra Karl J. Olson og undirrit-
aður, aðstoðuðu. 1 sambandi við
kveðjuathöfnina i samkomuhúsi Mo-
zartbæjar, flutti Friðrik Guðmunds-
son, í minningu hinnar látnu, kvæði
það, sem prentað er á öðrum stað
hér í blaðinu. Jarðsett var hún í
Wynyardgrafreit.
Guðrún heitin var hin mætasta
kona. Er með henni kvöldd ein af
okkar kæru, trúlyndu íslenzku mæðr-
um, með frónska svipnum og sinnis-
laginu. Hún var skynsöm vel, og
jafnvæg i skoðunum og viðræðum;
kunni vel, með þeirri stillingu, sem
henni var eiginleg, að halda á mál-
stað. Lagði hún yfirleitt *allt það
bezta til manna og málefna, sem unnt
var. Mjög var hún trúhneigð, og
ræktarsöm í garð kirkju og kenninga
feðra vorra; batt sig þó hvorki bók-
staf né kreddu. Þessu trúarviðhorfi
kynntist undirritaður bezt í sambandi
við umhyggju hennar fyrir lífsskoð-
un og lundemi barna sinna. Því að
fyrir heimili sitt og börnin lifði hún
og vann. Hafði hún enga trú á þvi,
að böm æli sig sjálf upp, né að til-
viljunin ein sé látin um það ráða,
hvort þau eignist nokkra lífsskoðun
eða enga. Þvert á móti hafði hún trú
á vakandi og árbyrgri handleiðslu
kærleikans, og skoðaði það skyldu
sína að láta hana ástvinum sinum
í té, eftir því sem kjör hennar og
kringumstæður frekast leyfðu.
I þökk og ástúð er minning henn-
ar blessuð, af manni hennar og ást-
vinahópnum öllum. Var Guðrún
Vatnsdal, af öllum þeim er henni
kynntust, vel virt.
Friðrik A. Friðriksson.
FUNDARSOKN
eða vanvirða við félagsskapinn.
Hverjir sækja fundi í hvaða fé-
lagsskap sem er?
Þeir emir, sem unna félagsskapn-
um, sem þeir eru í, og skilja það
fullkomlega, að með því að koma
ekki á fundi, eru þeir að gera sitt
til þess að drepa félagsskapinn.
Löngum segja þeir, sem ekki koma
á fundi: “Hvað mismun gerir það,
hvort eg kem á fund eða ekki? Eg
geri ekkert gagn á fundum. Því
skyldi eg þá vera að leggja það á
mig að koma á fundi?”
Ef allir hugsuðu svo, þá yrði auð-
vitað ekkert af fundahöldum og fé-
(Frh. 4 7. bls).
þ/r sem
notiff
TIMBUR
KAUPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
BlrgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
WHEN BUILDING-----------------
USE YOUR OWN
Hydro Light and Power
in your home and bnsiness
REMEMBER—Hydro has saved the citizens of Winnipeg
Millions of Dollars
tn lowered electric rates.
Consult Hydro Engineers on Electrical Problems
Phone 848161
Service
at
Cost
Wínnípe&Hijdro.
Jmmmmmmmmmmmm—rn—~'
Hydro
customers are
55-59 PRIHCESSSt Hydro builders
JÖN TRAUSTI
I skógargildi i júni 1929.
Það þarf traust að samansafnast,
— samtökunum" fylgir jafnast
einhver skynsöm umbreyting.
Traust er handtak vorra vina
— við skulum ekki tala’ um hina,
sem ei vilja sameining.
Það þarf traust í vök að verjast,
við það allt í lífi berjast,
glapstigum er gengur á.
Halda dýrum ættar arfi
— eflist við það hugur djarfi,
bægir öllu illu frá.
Það þarf traust úr vöndu að velja,
vera frjáls, en kaupa og selja
allt, sem býður okur-tíð.
Læra mál, en halda hinu
hreinu, móður ávarpinu,
ein sem gaf oss æskan blið.
Takið saman traustum höndum,
tápið vex með félagsböndum;
haldið fast í ættar-arf —
Málið, sem að myndar ljóðin,
mál á sérstakt Islands þjóðin,
ei sem tapast alveg þarf.
Vit og hreysti — ættararfur
öllum mun hér reynast þarfur,
sem að vUja sigra þraut.
Félags traustum bundinn böndum
bezt er stoð í öllum löndum,
lýsir grýtta Hfsins braut.
Jóni Trausta á eg eina
ósk, er skal í ljóði greina:
að hann standi alla tið,
traustur, djarfur, tápi fyUtur,
tUfinninganæmur, stUltur,
vinni á öllu Ulu strið.
Sig. Jóhannsson.
ÆFIMINNING
Húsfreyjan Guðrún Jónsdóttir
Vatnsdal.
Síðastliðinn 2. október andaðist að
heimili sínu i Mozart, Sask., hús-
freyjan Guðrún Jónsdóttir Vatnsdal.
Skal hér minnst nokkurra æfiatriða
hennar.
Hún fæddist 23. apríl 1871, að Ein-
fætisgili við Steingrímsfjörð, i
Strandasýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Jónsson, Þórðarson-
ar, og Ragnhildur Jósepsdóttir. Vest-
Tfc British american Oil Co. Limited
Suþer-ptmcr and Bntisli Anu‘iic.in ETHVL Grfsolenes öutuuru ()il\
Ár eftir ár bætast þúsundir við tölu þeirra,
er nota einungis British American Gasolene
og Lubricating oil.
Eigendur bíla, dráttvéla og trucks hafa
reynt, að vörur þessa canadiska félags eru
ávalt hinar beztu árið í kring.?
VISS TEGUND FYRIR
HVERN BIL, TRAG
TOR OG TRUCK