Heimskringla


Heimskringla - 12.06.1930, Qupperneq 5

Heimskringla - 12.06.1930, Qupperneq 5
WINNIPEG, 12. JírNI, 1930. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA kraftarins ljóma alla þeirra vegu, sem nú stefna inn í morgunroðann í austri. RÚMENÍA Fregnir frá Bucharest herma, að nýlega hafi Carol II. verið tekinn til konungs, eftir fimm ára útlegð, en syni hans Michael, sem farið hefir með völdin að nafninu til síð- an Ferdinand konungur dó 20. júlí 1927, verið viki'ð frá og tekinn til fósturs af foreldrum sínum. Sveinn- inn er 9 ára gamall og var aðeins leiksoppur i höndum Mainu forsæt- isráðherra. En vegna ýmissa stjórn- Til kaupenda Heimskringlu Vér viljum mælast til að kaupendur Heimskringlu athug- uðu vel innheimtumanna lista þann, sem hér fer á eftir, og að þeir sem skulda blaðinu vildu sem allra fyrst greiða skuld sína til þess innheimtumanns, sem er fyrir þeirra byggð. Ef um eng- an innheimtumann er að ræða, þá að senda borgunina beina ríeið til Manager Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave, Winnipeg, Man. Ef einhver af þeim innheimtumörinum, sem hér eru auglýst- ir, ekki hafa kringumstæður til þess að halda því verki áfram, væri gott að þeir gerðu Manager blaðsins aðvart um slíkt hið allra fyrsta. Einnig vildum vér minna kaupendur blaðsins, sem skulda fyrir fleiri ár, að gera nú þegar skil á áskriftargjaldi sínu. Innan skamms tíma neyðust vér til að gefa innheimtingu þeirra áskriftargjalda, í lögmanna hendur, með þeim fyrirmælum að inn heimta þau undir öllum kringumstæðum. Með góðri von um góðar undirtektir og sýndan hlýleika í orði og verki, óskar Heimskringla kaupendum sínum gleðUegs nýárs. THE VIKING PRESS, LIMITED. Innköllunarmenn Heimskringlu: I CANADA: Árnes.............. . • • Amaranth .............. Antler................. Árborg ................ Ashern ................ Baldur................. oBelmont ................ Bredenbury............... Bella Bella............ Beckville ............. Bifröst ............... Brown .. .. ........... Calgary................ Churchbridge........... Cypress River.......... Ebor Station........... Elfros................... Eriksdale ............. Framnes................ Foam Lake.............. Gimli.................. Glenboro .............. Geysir................. Hayland................ Hecla.................. Hnausa................. Húsavík................ Hove................... Innisfail ............. Kandahar .............. Kristnes............... Keewatin............... Leslie................. Langruth............... Lundar .................. Markerville ........... Mozart.................. Nes.................... Oak Point.............. Oak View .............. Ocean Falls, B. C. .. . Otto, Man.............. Poplar Park............ Piney.................. Red Deer .............. Reykjavík................ Riverton .............. Silver Bay ............ Swan River.............. Selkirk................ Siglunes............... Steep Rock ............ Stony Hill, Man.......... Tantallon.............. Thornhill.............. Tantallon ............... Víðir.................. Vogar ................. Vancouver, B. C........ Winnipegosis........... Winnipeg Beach......... Wynyard................ .. F. Finnbogason .... J. B. Halldórsson .. .. Magnús Tait .. G. O. Einarsson . Sigurður Sigfússon ,. Sigtr. Sigvaldason ......G. J. Oleson ....H. O. Loptsson .. .. J. F. Leifsson .... Björn Þórðarson Eiríkur Jóhannsson Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson . Magnús HQnriksson .. .. Páll Anderson .. .. Ásm. Johnson J. H. Goodmundsson .... ólafur Hallsson . Guöm. Magnússon .. .. John Janusson , .. .. B. B. Ólson .. .. G. J. Oleson .. Tím. Böðvarsson . . Sig. B. Helgason Jóhann K. Johnson .. F. Finnbogason . .. Johri Kernested .. Andrés Skagfeld Hannes J. Húnfjörð .... S. S. Anderson . .. Rósm. Árnason .. Sam Magnússon ,. Th. Guðmundsson ....Ágúst Eyólfsson .... BjöTn Hördal Hannes J. Húnfjörð ....H. B. Grímsson .... Páll E. ísfeld .. Andrés Skagfeld Sigurður Sigfússon . .. J. F. Leifsson ........Björn Hördal . .. Sig. Sigurðsson . .. S. S. Anderson Hannes J. Húnfjörð ........Árni Pálsson .. Björn Hjörleifsson ,... ólafur Hallsson .. Halldór Egilsson .. B. Thorsteinsson . .. Guðm. Jónsson ...... Fred Snædal ........Björn Hördal .. Guðm, ólafsson Thorst. J. Gíslason ........ G. Ólafsson , ... Aug. Einarsson u- .. Guðm. Jónsson .... Mrs. Anna Harvey .. August Johnson . .. John Kernested , .. F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Blaine, Wash......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry...............................Sigurður Jónsson Chicago................................Sveinb. Árnason Edinburg..............................Hannes Björnsson Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson .. ..........................Jón K. Einarsson Hensel................................Joseph Einarsson Ivanhoe.................................G. A. Dalmarin Milton..................................F. G. Vatnsdal Mountain..............................Hannes BJömsson Minneota .. .. .. .. .. .. .. ., ,, .. G. A. Dalmann Pembina............................Þorbjöm BJamarson Point Roberts.....................Sigurður Thordareon J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.......Seattle, Wash. Svold.................................BJöm Sveinsson Upham................................Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba arfarslegra örðugleika, sá ráðherr- ann sér að lokum ekki annað fært en að láta undan stuðningsflokki kon- ungsins og ákveðnum vilja meiri- hluta þjóðarinnar, að hylla Carol II. til konungs. Til vina og samherja í Vatnabygð Fyrir hönd okkar hjónanna og barna okkar vil jeg með línum þess- um tjá vinum okkar og samherjum í Vatnabygð, hugheilar þakkir, fyrst og fremst fyrir alla persónulega alúð og samvinnu á liðnum árum, svo og fyrir þrjú vegleg samsæti, verðmæt- ar gjafir og góðyrði, er söfnuðir mínir og þjóðræknisdeildin “Fjall- konan” heiðruðu okkur með, nú að skilnaði, er starfstíma mínum var lokið í bygðinni. — Nokkrir urðu erfiðleikarnir við að stríða á vett- vangi félagsmálanna, þessi ár. örðug, annasöm og tiltölulega fálið- uð verður löngum þjónustan í þágu trúar, siðgæðis og annara almennra menningarmála. Andlega og sið- ferðilega hirðuleysið er ekki bráða- fár. Mönnum verður það því, eðli- lega, að skjóta fullnæging innri og æðri þarfa lífsins á frest, og láta hlutlægari verkefni sitja í fyrir- rúmi. Það er altaf handhægast að taka “stefnu hinnar minnstu mót- stöðu.” Alt það, sem kostar marg- víslega fórn og fyrirhöfn, en er þó ekki bráð lífsnauðsyn né heldur heimtað af landslögum né bygðar- brág—alt það, er hægast að humma fram af sér. “Og margir eru þeir, sem fara heim.” Vanrækslan sú, sem sagt, — snöggdeyðir ekki. Fyrir því sést mönnum hæglega yfir þá staðreynd, að trúarlega og siðferði- lega ábyrgðar- og athafnaleysið er sú seigvirka merktæring mannlífs- ins, sem árlega banar margfalt fleiri mönnum, en öll bráðafár, farsóttir og hungursneyðir til samans. Því “þar sem hugsjónir deyja, þar deyr fólkið.” Því sannfærðari sem eg er um þessi viðhorf mannlegs lifs, því kær- ari verða mér minningarnar um fjölmargar stórar og helgar stundir frá rúmlega 8 ára samvinnu við vesturflutt þjóðsystkin, er ábyrgðar- tilfinningin ein knúði til fórna á altari þeirra verðmæta, er ekki verða metin til matar né bókfærð með bankainnstæðum. Efling, við- hald og nothæfing þeirra verðmæta — er það ekki menningin sjálf? Verða þau verðmæti varðveitt og nothæfð án ábyrgra samtaka, félagsskapar eða kirkju? Er ekki kirkjan þannig, samkvæmt eðli sínu og hlutverki, frjómeiður allrar raun- verulegrar velferðar í jarðnesku sam- lífi mannanna? Hafa þá ekki allir góðir menn, sem einhverja örlitla bjartsýni eiga, þ. e trú á lífið og til- veruna, helgar verklegar skyldur að rækja við þessi mál? Eg hefi heyrt þessu neitað, en aldrei með frambæri- legum rökum. Fyrir því virði eg þá menn öllum öðrum fremur, sem í þess- um efnum bindast samtökum, eða bræðralagi, þvert ofan í almenna skynleysið og hirðuleysið, og kannast í orði og verki við huglæg og heilög, en óáþreifanleg gildi mannlífsins. — Þökk, samherjar, fyrir fjölbreytta og lærdómsríka samvinnu á liðnum ár- um — með sérstöku tilliti til viðtæk- ari skilnings, sem mér hefir veizt á nauðsynjahlutverki endurnýjaðrar og ókreddubundinnar kirkju meðal sið- aðra manna í samtíð og framtíð. Blaine, Wash., 7. júni 1930, Friðrik A. Friðriksson. INDLAND Saga Indlands fyrr á tímum hefir ekki verið rannsökuð til nokkurrar hlítar. Miklar sögulegar menjar eru í landinu og hafa söguritararnir fræðst mikið af þeim, en Indverjar hafa ekki lagt mikla stund á sagna- ritun. Hinsvegar skrifuðu grískir sagnaritarar i fornöld mikið um Ind- land og síðar Móhammedanskir sagnaritarar. Talið er, að fyrstu i- búar Indlands hafi verið af dravi- diska kynstofninum, en þjóðflokkar af ariskum stofni réðust inn í land- ið og unnu sigur á Dravidum. Var það mörgum öldum fyrir Krists burð. Aríarnir lögðu undir sig mikla landshluta og menning þeirra breidd- ist út austur um landið og langt suður á bóginn, en ekki stofnuðu þeir eina, stóra samfelda ríkisheild, heldur mörg smáríki, sem stundum urðu að lúta i lægri haldi fyrir er- lendum sigurvegurum, t. d. Alex- ander mikla 327 — 26 f. Kr. b. Stór ríki voru þó stofnuð síðar en þau fóru aftur í mola. I byrjun 7. aldar stofnaði Harsha stórt ríki, en það fór í mola, er hann lést 648. Um þessar mundir hófust flutningar Móhamm- eðstrúarmanna til Indlands, fyrst í smáum stíl, en jukust jafnt og þétt, og voru orðnir miklir um árið 1000. Stofnuðu þeir stórt móhammedanskt ríki og var Delhi höfuðstaður þess, en einnig það molaðist í fjölda smá- ríkja. Árið 1398 óð Tyrkinn Timur eða Tamerlan inn í Indland. Einn af niðjum hans, Baber (1926—30), stofnaði mikið riki í Norður-Indlandi (Mogul-ríkið), sem á tímum Akbars (1556 — 1605) varð mesta ríki, sem nokkurn tima hefir verið i Indlandi, en eftir fráfall Aurangzib (1658 — 1707) fór það í mola. Smárikin áttu síðan i ófriði hvert við annað og erlendir þjóðhöfðingjar óðu inn f landið t. d. Nadir sha Persakonung- ur, sem 1739 tók Delhi herskildi. Og um þessar mundir voru Evrópumenn farnir að koma til sögunnar þar eystra. — Vasco da Gama fór sjó- leiðis til Kalikut 1498 og fóru Portúgalsmenn þá að flytjast þang- að, en þeir urðu að vikja fyrir Holl- éndingum, en Hollendingar fyrir Frökkum og Englendingum, sem lengi börðust um yfirráðin yfir Ind- landi (1740 —1760). Englendingar báru sigur úr býtum. Ensk verslun- arfélög útrýmdu öðrum keppinautum. Árið 1760 biðu Frakkar fullnaðaró- sigur og urðu að hverfa á braut víðast, þar sem þeir höfðu búið um sig. Annars eru bresk yfirráð yfir Indlandi oft talin hefjast með árinu 1757, er Róbert Clive vann sigur á indversku furstunum við Plassey. Raunar áttu bresku verslunarfélögin mestan þátt í að Bretland fékk yfir- ráðin yfir Indlandi. öflugast þeirra var “the East India Company,” stofn- að af Elisabetu drotningu 1600. Það náði fótfestu i Indlandi 1613, er það fékk sérleyfi til verksmiðjunarekst- urs í Surat. Færði það smám saman út kvíarnar og varð æ öflugra i landinu. Að afstöðnum ófriði 1765, náði félagið Bengal á sitt vald, Orissa og Behar. Eftirmaður Clive var Warren Hastings, (1773 ■—85), fyrsti governor-general (landstjóri) Indlands. Asóknarstefnunni var haldið áfram á meðan hann var landstjóri, en frá 1784 fór Bretlands- stjóm að draga úr völdum félagsins og taka þau I sínar hendur. Corn- wallis lávarður tók við af Hastings 1786 og háði stríð vig Mahrata- höfðingjann Tippo Sahib, sem 1792 varð að láta helming landa sinna af hendi við félagið og 1799, er hann hóf stríð við Breta að nýju, féll hann og fékk félagið þá öll hans lönd. Stríð var enn háð við Mahrata 1802 —1804. Síðan var friðsamt í land- inu (í tíð Minto lávarðs), en í stjóm- artíð Hastings markgreifa braust ófriður við Mahrata út af nýju og vann hann fullnaðarsigur á þeim 1817 — 1818. Amherst lávarður (1824 — 1826) hélt áfram ásóknar- stefnunni og náðu Bretar þá yfir- ráðum yfir Assam. Aftur á móti kom Bentinck lávarður (1828 — 1835) á ýmsum umbótum alþýðu- mentun var endurbætt, bannað að brenna ekkjur á báli o. fl. — Vísir. kemur aftur” “Þú kemur aftur,” sögðu nálega allir við mig, er eg kvaddi þá og sagði þeim, að eg væri að fara alfar- inn til Islands ásamt fjölskyldu minni. Eg svaraði því oftast: “Ekki kvíði eg þvi. Það væri mér ekkert ógeðfelt að koma til Canada aftur. ’ Það er-æfinlega gleðilegt að sjá og heyra, að men nhafa traust mikið á þvi landi, er þeir byggja, og ef til vill er það fyrir það traust, að eg fer heim til Islands. Eg hefi hvergi átt heima, þar sem eg hafi verið óánægð ur með land og lýð. Eg hefi fundið guðs blessun og gott fólk hvar sem eg hefi farið. Eg fer ekki frá Can ada til að flýja neitt slæmt, er eg hafi fundið þar, og ekki heldur heim til Islands til að höndla nein þau gæði, er mig nýlega hafi dreymt um að muni bíða mín þar. Eg er held- ur ekkert hræddur við að fara til Is- lands. Eg veit hvað mín bíður þar. Það þarf að segja mikið verra um Islendinga, en eg hefi enn heyrt, og eg þarf að reyua eitthvað lakara frá þeirra hendi til þess að eg hræðist þá. Það er mér einnig gleðiefni, að hafa fræðst þannig um Canada, að eg get talað um það sem mesta ágæt- island. Eftir 10 ára dvöl í landinu, stendur canadiska þjóðin mér fyr- ir hugskotssjónum sem blómlegur, hraustur og frjálslyndur unglingur, með svo miklum möguleikum um farsæld og framfarir á öllum sviðum. að framtiðin ein mun megna að rita þá sögu. Eg hefi komist að þyí, að flestum Islendingum i Canada þykir vænt um landið sitt, sem þeir byggja. Drottinn blessi þá og land þeirra. Þannig veit eg að þeir einnig biðja fyrir fósturlandinu voru kæra. Eg hefi þráð að verða ættbræðrum mín- um vestan hafs til góðs að einhverju leyti, þótt verknaðurinn hafi ekki orðið mikill, og þá hina sömu þrá hefi eg gagnvart Islendingum og þjóðlífi þeirra hvarvetna. Eg trúi á framtíðina og sigur hins góða. Sú hin sterka verndarhendi, sem leitt hefir íslenzku þjóðina hingað til og gefið henni ágætt nafn á meðal þjóð- anna, mun vissulega leiða hana fram til sigurs, að takmarki sannrar menn ingar og kristindóms — einingu og bróðurhug. Vér þurfum að vaxa, læra að elska meira, en dæma minna. Mig brestur orð til að þakka vin- um mínum og kunningjum fyrir mig og fjölskyldu mína. Þakka þeim fyr- ir alla alúð og heilhuga vináttu. Eg er viss um að við eigum fleiri vini á meðal Vestur-lslendinga, en við vit- um um. Við kveðjum þá alla með mjög hlýjum tilfinningum; óskum af heilum hug, að þeim vegni ávalt vel, og geymum margar góðar og við- kvæmar endurminningar um dvöl okkar á meðal þeirra. Við réttum fram bróðurhendi og segjum: "Verið öll blessuð og sæl”. Við höfum séð tár glitra I augum sumra, er við höf- um kvatt þá. Það hefir verið fögur fórn á altari íslenzkrar þjóðrækni og tryggðar. Okkur langar til þess, að eiga ánægjulega samleið með íslenzku þjóðinni og lifa fyrir það eitt, sem orðið getur henni til blessunar. Við þráum það innilega að sjá allar fagr- ar dyggðir blómgast á meðal Islend- inga, en að sjá allan kulda, alla óná- kvæmni, allt virðingarleysi og þá um leið allt sundurlyndi eyðast og verða að engu. Aðeins sú einstaklings sál og þjóðar sál, sem full er af lotningu fyrir lífinu, trú á sigur hins góða og elsku til lífsins og ljóssins og sann- leikans, getur þrifist réttilega og ver- ið fögur og sterk. Þetta er mögulegt. Því ekki að taka hið bezta? Aðeins hið bezta er nógu gott. Látum hvorki hið óheilnæma, sem vill loða við, eða hið góða sem vér eigum, standa í veg- inum fyrir hinu bezta, er vér getum fengið. Það sem vér þráum, það biðj- um vér um, og það sem vér biðjum um, það fáum vér. Pétur Sigurðsson. SMOELKI Frú Hansen: “Það er kynlegt, að þú umgengst nú orðið ekki aðra en hjúin þarna i Strandahjáleigunni. Þó segirðu að það séu þau, sem hafi fengið alla I þorpinu til að trúa því að þú hafir stolið gærunni.” Hr. Hansen: "Það er ósköp skiljan- •egt, góða mín. Simbi og Gunna eru nú þu einu, sem vita að eg stal henni ekki. — Af illu tvennu kýs eg heldur að umgangast óheiðarlegt fólk, sem veit að eg er heiðarlegur, en heiðar- legt fólk, sem heldur að eg sé óheið- arlegur,” • • • Kurtelsi. “Hvernig líður yður, herra fram- kvæmdarst jóri ? ” “Þakka yður fyrir, eg er ekki vel góður í maganum. “Einkennilegt! Eg hefi líka haft slæman maga, en auðvitað ekki nærri því eins slæman og framkvæmdar- stjórinn.” * * * “Þú þekkir ekki muninn á vinnu og verðmæti.” “Jú, ef eg lána þér 100 kall, þá er það verðmæti.” “En vinnan?” “Hún verður í því fólgin að ná í hann aftur.” • • * Kaupmaður: “Þér segið að hnífur- inn sé ekki góður, en eg get frætt yður á því, að miljónir manna hafa brúkað hann, án þess að kvarta.” Viðskiftamaður: “Látið þér mig heldur hafa hníf, sem er óbrúkaður.” LÁG FARGJÖLD Að fáum vikum liðnum geturðu not-_ ið ánægjunnar af að dvelja á hinum undurskemtilegu stöðum í Kletta- fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al- aska, á vesturströnd Vancouver Is- land, Austur-Canada eða jafnvel fyr- ir handan haf. Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ KYRRAHAFS STRÖNDIN AUSTUR CANADA Daglega frá 15 maí Til 30. sept. Um.. þrjár.. Ijómandi Iandslags- leiðir að fara yfir fjöllin. STAÐIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆG UM SUMARBtrSTÖÐUM Engar dýrar aukaferðir nauð- synlegar. Hótel meðfram braut- unum og mjög fagurt útsýni. ALASKA Heimsækið hið dular- fullá norðurland á hinu . þægilega Princess skipi (?QA Frá Vancouver og til %]/ /V baka. FARBRJEF GETA VERIÐ UM VöTNIN MIKLU Með $10.00 aukaborgun fyrir máltíðir og rúm. ÞRJAR LESTIR DAGLEGA The De Luxe Trans-Canada Limited The Imperial The Dominion VESTURSTRÖND VANCOUV- ER-EYJAR Ferð sögulega eftir- A ^ . tektarverð og mjög v JQ skemtileg. Frá Victoria og til baka LÁG FARGJÖLD til Komin aftur 31. okt., 1930 22. maí til 23. sept. BANDARfKJANNA Látið Pacific Agent gefa upplýsingar. Canadían Pacifré Stoamship Tickets to and from Earopean Conntries. ► —1 fOOOOOOOOOOOOOOBOOOOOOOOBOIBOOOOOCOOOOOOOOOOOOCOOOOOÍ NEALS STORES "WHERE ECONOMY RULES” CRISCO— 1 lb. tin .................................. OXYDOL— 3 small pkts................................ MAYONAISE SALAD DRESSING—Kraft’s per bottle ................................. BUTTER—Pride of the West, Extra Choice Creamery 2 lbs....................................... EGGS—Fresh Firsts, Guaranteed, per doz..................................... JAM—Wagstaffe’s Pure Apricot, 4-lb. tin ................................. TEA—Blue Ribbon, 1- lb. pkt.................................. SOUP—Aylmer Pea. Celery or Ox Tail 3 tins .................................... CHEESE—Chateau, %-lb. brick ............................... DATES—Excellence Brand, Fancy Hallowi, 2- lb. pkt................................. FLOUR—Snowdrop Std. Patent, 7-lb. sack ................................ 24-lb. sack ............................... DISCHO PINEAPPLE— No. 2 size tin ...... JOHNSON’S FLOOR WAX- 1-lb. tin, Paste .... 1 pint bottle, Liquid ... MAGIC BAKING POWDER— 6-oz. tin ................. SALMON—Gold Seal Fancy Sockeye, %-lb. tin ................. 1-lb. tin .................. BACON—Swift’s Delico Sliced, %-lb. pkt................ 25c 25c 19c 65c 31c 49c 47c 25c 19c 21c 29c 89 c 11 c 59 c 59c 19c 22c 40c 19c “AND MANY OTHERS” 733 Wellington (vlC Beverley) 717 Sargent Ave 759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.