Heimskringla - 09.07.1930, Síða 1

Heimskringla - 09.07.1930, Síða 1
DYERS & CLEANBRS, LTD. Sendit! fötin ytSar met! pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr bænum og á sama vertSi. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 9. JCrLI, 1930. NCrMER 4 H DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n:i» ati afgreitia verkiti sama daginn Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THTTRBER, Mgr. Sími 37061 ÍSIÆNZK SYNING I VINARBORG. Málarinn Theor Henning-s, er dvaldi á. Islandi 1927, aetlar að halda sýn- ingii á málverkum sínum frá Islandl, yfir 200 að tölu, nú í júlímánuði, á- samt ýmsum öðrum munum frá Is- landi, svo^em húsgögnum, tréskurði og ýmsum iðnaðarvarningi, náttúru- munum, bókum o. fl., er hann kemst höndum yfir, til að kynna Island meðal þýzkumælandi manna. Hefir verið leitað styrktar ýmsra máls- metandi manna til þess að sýning þessi mætti verða sem myndarlegust, enda standa að henni, ásamt málar- anum, auk sendiherra og ræðismanna Islands í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi, margir ágætir Islands- vinir, svo sem alræðismannsfrú von Medinger, Dr. Hans Freiherr von Jaden (kona hans er íslenzk, eina islenzka konan, sem búsett er í Austurríki, en oss er ókunnugt um nafn hennar), og ráðherrar Austur- xíkis, Dr. Walter Breisky forseti, Dr. Michael Hainrich, Dr. Heinrich Srbik og Karl Steitz borgarstjóri. Hr. Theo. Hennings ritar furðan- lega góða íslenzku, svo sem sjá má af meðfylgjandi linum er hann ritaði Heimskringlu: Kæri herra ritstjóri! Því miður hefur eg ekki noch lært þín fallegt mál á “farsælda fróni”. Vegna þess afsakið, ef eg tala ekki góða íslenzku. Eg hugsaði að mundi gaman fyrir yðar lesari, að heyra frá mín stóra Islands-sýningu í Vínar- borg. Eg kveð yður með hinum beztu kveðjum. Með vinsemd og virðingu, yðar, Theo. Hennings. Vér þökkum hr. Theo. Hennings fyrir tilskrifið, og vonum að sýning- in verði honum og íslenzkri náttúru- fegurð til sóma. <JJtíF NORÐMANNA TIL ISLANDS. Eins og áður hefir verið getið um, gáfu Norðmenn sjóð nokkurn til Is- lands, er fara skyldi til styrktar ís- lenzkum stúdentum við norska skóla. Var sjóður þessi, er nefnist “Snorra- sjóður”, að upphæð 100,000 krónur, og var afhentur af fulltrúa stjórnar- innar, Andersen Rysst ríkisráði. A- Varp til Alþingis frá hendi Stórþings- ins norska, á íslenzku, fluttu þerr Hornsrud forseti og Thune lögþings- maður, er voru fulltrúar Stórþings- ins á Alþingishátíðinni. SIR ARTHUR CONAN DOYLE LATINN. A mánudaginn var andaðist að heimili sínu á Englandi rithöfundur- inn og andahyggjumaðurinn frægi, Sir Arthur Conan Doyle, 71 árs að aldri, eftir fjölbreytta og starfsríka aefi. Hann var fæddur í Edinburgh á Skotlandi 22. maí 1859, og kominn af nafntogaðri írskri listamannaætt. Voru þeir faðir hans og afi og föð- urbróðir hinir slyngnustu teiknimeist arar og gátu sér mikinn orðstír á því sviði. — Sir Conan Doyle nam fyrst aimennan skólalærdóm við Stonyhurst College og Edinborgar- háskóla, en síðan hvarf hann til Þýzkalands, eins og þá var siður, til að fullkomna sig í lærdómi. Tók hann læknisfræðispróf árið 1885. Stundaði hann þá um hríð lækningar í Southsea, til 1890, og ritaði nokkr- ar sögur á þeim tíma. Varð hann brátt svo frægur af skáldsagnagerð þessari, að hann hætti læknisstörf- um og gaf sig við ritsmíðum ein- göngu. Einkum voru leynilögreglu- sögur hans fjöllesnar með afbrigð- um, t. d. “The Adventures of Sher- lock Holmes”, og þótti leynlögreglu- maðurinn Sherlock Holmes um tíma vera einhver hin merkilegasta “fig- úra” í enskum bókmenntum. Brátt snerist þó hugur Sir Conan Doyle að öðrum efnum. Þegar búastríðið skall á um aldamótin, hóf hann læknis- starf sitt að nýju og fór til Suður- Afríku, og starfaði þar sem yfir- laeknir við Langman herspitalann. Ritaði hann þá tvær bækur brezka hernum til varnar: "The Great Boer War” (1900) og ‘The War in South Africa; its Causes and Conduct” (1902). Þótti stjórninni þessi bækl- ingur svo góður, að hún lét prenta hann í 100,000 eintökum og útbreiða gefins á meginlandi Evrópu. En ekkert sannar það um ágæti bókar- innar. Var hann herraður um þetta leyti. Þegar heimsstyrjöldin mikla, sem hófst 1914, gekk yfir, ritaði hann enn mikið rit Bandamönnum til varnar, er prentað var á tólf tungumálum, og vitum vér ekki um ágæti þess. En í þessari styrjöld missti hann son sinn frumvaxta, er féll þar ásamt svo mörgu mannvali öðru. Tók hann þá mjög að hneigjast að andahyggju, og varð að lokum ákveðinn spiritisti 1919, og lýsti yfir opinberlega trú sinni á annað líf. Nokkru seinna, 1924, lýsti Sir Conan Doyle yfir því, að nú mundi hann eigi rita meira af skáldsögum og öðru “moði” því- líku, heldur snúa sér að alvarlegri efnum. Var hann um hríð einn at- kvæðamesti starfsmaður sálarrann- sóknafélagsins brezka og hinn á- hrifamesti postuli andahyggjunnar; ferðaðist víða um heim til að boða sína nýju trúarsannfæring og ritaði margt um þau efni í blöð og tímarit, og gaf út bækur, meðal annars ítar- lega “History of Spiritualism” (1926) Að lokum neyddist hann þó til að segja sig úr Sálarrannsóknarfélaginu sökum ósamkomulags við aðra for- ingja þess, í vetur sem leið, eftir 36 ára starf í því. Þótti þeim hann vera orðinn “of trúaður” og ekki bera nægilega mörg “vísinda” efyrði á vörum. Enginn mun bregða Sir Conan Doyle um annað en skarpskyggni, af þeim er les rit hans, en hitt er satt, að ákaflyndi hans var mikið og brennandi eldmóður að fylgja hverju því máli, er hann var sannfærður um í þann og þann svipinn. Slíkir menn hlaupa auðvitað stundum á sig. Var hann fyrst og fremst hinn sannarleg- asti postuli og skáld, enda reit hann naumast orð öðruvísi en því væri gaumur gefinn, að minnsta kosti um allan hinn enskumælandi heim. — Hneigðist hugur hans alla tíð að dul- rænum efnum, og síðast glímdi hann við að leysa þá gátuna, sem mörgum hefir verið torveldust, gátu dauðans — og skulum vér engan dóm leggja á það, hvort hann muni þar hafa skilið við mannkynið nokkru nær sannleikanum, en svo ótal margir aðrir, er glímt hafa við rök lífs og dauða. En fullhugur hans og ánd- leg dirfð sýna þó ávalt, að hann. var á margan hátt andlegt mikilmenni. KANADA Aðfaranótt 2. júlí geysaði eitt hið mesta haglél, sem komið hefir síðan 12. júlí 1923, yfir Hartney og Virden Man., og fylgdi því hellirigning. — Margir bændur hafa gefið upp 25% skaða á uppskeru, en sumstaðar eyði- lögðust akrarnir með öllu. * * * A fundi, sem Mackenzie King for- sætisráðherra hélt í Calgary á fimtu- daginn var, gerðist fremur hávært og róstusamt, jafnvel svo að lögregl- an varð að skerast í leikinn. I ræðu sinni um landsins gagn og nauðsynj- ar kom ráðherrann víða við, eins og vænta mátti. Meðal annars setti hann á sig mikinn spekingssvip, og bað menn að íhuga það vel og vand- lega, hvar lenda mundi ráð Canada eftir nokkur ár, ef jafnt og stöðugt hélfli áfram þessum dæmalausu fram- förum, sem Kingstjórnin væri pott- urinn og pannan í. Gamall og reyndur kjósandi aftur á bekkjum, var fljótari að hugsa málið en ráðherrann grunaði. “1 helvíti,” gall hann við. Nú eiga aðrir eftir að komast að niðurstöðu og svara fyrir sig. * * • Hinn nafnkunni canadiski land- könnuður, Major T. L. Burwash er nú lagður af stað í leiðangur norður. Hefir hann verið sendur af sambands stjórninni til þess að kanna svæðin umhverfis King Williams land og þar norður af. Ennfremur hefir hann í huga, ef verða mætti að gera nýja rannsókn á hinum hörmulegu örlög- um Franklins og manna hans, er fór- ust á þessum slóðum fyrir 83 árum síðan. Eins og kunnugt er, þá var Major Burwash einn af aðalleitar- mönnunum að McAlpines hópnum S haust sem leið. Notaði hann þá eink- um flugvélina, og er búist við að svo muni hann gera enn. Hundasleði og þrúgur þykja nú eigi lengur hentug- ustu farartæki í Norðurheimskauta- löndunum. * * * I lok fyrri viku geysaði hræðilegt óveður yfir Austur-Canada, er olli miklu tjóni og drap alls um 53 manns. Náði veður þetta einnig til austurhluta Bandaríkjanna og gerði þar mikinn usla. Frá Harbour Grace á Newfoundland er simað að þar hafi sokkið um 30 bátar, stórir og smáir. I St. John gerði svo mikið haglél, að sum höglin vógu um 10 pund og drápu hænsni og aðra ali- fugla, mölvuðu glugga á húsum og beygluðu þök á byggingum. • • • Hveitisamlagið hefir ákveðið að lækka niðurborgunina á hveiti, byggi og rúgi á síðasta árs uppskeru, sem enn er óseld. Nemur niðurfærslan 15 centum á hveiti, 10 centum á byggi og 5 centum fyrir rúg. Fyrsta niðurborgun samlagsins á þessum korntegundum verður því eins og hér segir: hveiti 85c, bygg 30c og rúgur 40c. • • • Þorparar nokkrir í Winnipeg stálu sér bíl á laugardagskvöldið var, óðu inn I búðina á Hargrave St. og St. Mary’s Avenue, skutu saklausa saumajómfrú á hol og rændu 75 doll- urum. Slík afrek gerast nú óþarf- lega tíð í þessari borg. *----------------------------- BANDARlKIN *-----------------------------4 Nýtt met í þolflugi hafa bræður tveir I Chicago, John og Kenneth Hunters gert nýlega. Flugu þeir hringflug yfir borginni I einni lotu í 23 daga, frá 11. júní til 4. júlí kl. 6.21(4 að kvöldi, eða alls 563 klukky- stundir og 45 mínútur. Er það 133 klukkustundum og 23(4 mínútu lengra þolflug en þeir Dale Jackson og Forest O’Brine, flugmenn frá St. Louis Robin, þreyttu í fyrra sumar og fór þá langt fram úr því er menn vissu dæmi um áður. Astæðan fyrir því að þeir Huntersbræður lentu loks flugvél sinni, “The City of Chicago” á flugvellinum í Chicago á föstudags- kvöldið, var sú að olíugeymirinn hafði bilað og neyddust þeir til þess að lenda þess vegna. Annars er eigi að vita hversu lengi þeir hefðu hald- ið áfram, því til nokkurs var líka að vinna. Þeir fengu 100 dollara laun fyrir hverja klukkustund, er þeir flugu fram yfir það met, sem áður var sett, frá olíufélagi þar í borginni, og auk þess fengu þeir 100,000 doll- ara tilboð frá Hollywood um að láta sjá sig á kvikmyndum. Þeir. bræður höfðu ætlað sér að fljúga að minnsta kosti til mánu- dags, ef ekkert óhapp hefði komið fyrir, en voru þó svo þrekaðir, þeg- ar þeir komu niður, að þeir máttu. sig naumast hræra. • * * George Stathakis, grískur maður frá Buffalo, N. Y., fékk óviðráðan- lega löngun til þess að þeysa niður Niagarafossinn í viðartunnu á laug- ardaginn var, til þess að prófa ein- hverjar kenningar sínar i heimspeki. Gat hann þess um leið og hann skreið í tunnuna, að nú byrjaði skemtunin og þætti sér það einkis um vert, að hætta lífinu eða týna því, hjá því að njóta þessarar óviðjafnanlegu lífs- reynslu, að kútveltast fram af foss- inum og þvælast þar i vatnsiðunni fyrir neðan um óákveðinn tíma. — Hugði hann að tilfinningar sínar mundu verða alveg framúrskarandi hugðnæmar á þessu ferðalagi. Nú segir ekkert af ferðum Mr. Sta- thakis fyr en tunnan náðist út úr straumelgnum fyrir neðan Skeifufoss (Horseshoe Falls) 16 klukkustund- um síðar en hún lagði af stað. Kunni þá íbúinn lítið af tíðindum að segja. því að hann var steindauður og flyt- ur nú aleinn sína “interesting* lífs- reynslu inn i eilifðina. Gizka menn á að hann hafi kafnað eitthvað sex klukkustundum eftir að hann lagði af stað út á þennan heljarbleik. Sannast að segja stendur þessi heimspekingur langt að baki fyrir- rennara sínum og samlanda Diogen- es — Diogenes sat á þurru landi í sinni tunnu, og fékk á þann hátt alla þá hugðnæmu lífsreynslu, sem hann kærði sig um. Aðeins einn maður er nú á lífi af þeim, sem á þennan hátt eða líkan hafa komist í kynni við fossinn. TTann heitir Jean Lussier, ættaður frá Montreal og fór hann í gúmmí- -------| - ------------o — komst klakklaust frá því. Var hann [ leiðslur frá Noregi til Þýzkalands viðstaddur þennan atburð á laugar- sem flytji fyrst um sinn 500,000 kw daginn. Mrs. Anna Edson Taylor varð fyrst til að fara niður fossinn í tunnu árið 1901. Dó hún fyrir fá- um árum síðan í volæði. Tiu árum síðar fór Bobby nokkur Leach niður fossinn í stáltunnu og varð eigi meint við. Nokkru seinna er hann var staddur í Nýja Sjálandi, skruppu honum fætur á bananahýði og varð það hans bani. ♦ ----------------------——4 HVAÐANÆFA ♦ ----------------------—► Fleiri þjóðir en íslendingar fagna í ár 1000 ára afmæli stjórnar sinnar. Þann 5. júlí s.l. héldu Manarbúar há- tíðlegt þúsund ára afmæli Tynwald (Þingvalla) hæðar í St. John, sem er einskonar Lögberg þeirra. Er hæðin mynduð úr mold, sem flutt hef ir verið úr öllum 17 fylkjum landsins. Þar hafa lög þeirra verið lesin upp öldum saman 5. júlí ár hvert, bæði á mállýzku eyjarinnar (Manx) og enskri tungu. Eyjarskeggjar eru um 60,000 að tölu, og hafa heimastjórn að nafninu til og landsstjóra (lieu- tenant-governor), sem útnefndur er af konungi. Þeir eru blandaðir nor- rænum ættum, enda réðu Norðmenu þar ríkjum um hríð, eins og kunnugt er, því eyjan heyrði undir Suður-eyj- ar ásamt Hebrides eyjunum og öðr- um smærri eyjum við Skotland. Sést enn eima eftir af þvi í timgu þeirra og örnefnum. T. d. heitir hæsti hnjúkurinn á Man Snæfell (2034 fet). * * * Stundum kom það fyrir í gamla daga að klárar, sem heimfúsir voru og strok var í, slitu sig upp frá hesta- feteininum, þar sem þeir höfðu verið bundnir af lítilli gestrisni meðan hús- b .ndinn var að gæða sér á ýmsum kræsingum inni í bænum þar sem hann var gestkomandi. Svipaður at- burður vildi til á Þýzkalandi fyrir skömmu. Stóra loftskipið Graf Zeppelin sleit sig úr tengslum í Hamborg og rásaði heim á leið til Berlínar i allra óþökk. Zeppelin var nýbúinn að fljúga til Kaupmanna- hafnar undir leiðsögn dr. Eckeners, og þaðan til Berlínar. Fór Eckener Aar af skipinu, en það hélt áfram til Hamborgar undir stjórn von Schil- ler og Lehmanns kapteins. Fóru þeir þar af skipinu ásamt 31 far- þega, til þess að kasta mæðinni og hressa sig svolítið áður en lengra væri haldið. En á meðan þeir Voru að líta í kringum sig í Hamborg, lét Zeppelin mjög ólmlega við tjóðurinn, og lauk með þvi að hann sleit sig upp og þaut af stað áleiðis til Ber- línar. Vita menn eigi hvort hann saknaði svo mjög dr. Eckeners, eðá gleðin hafi verið svo mikil yfir þvi | að vera laus við farþegana, að hann hafi brugðið sér á leik, eins og þegar j reiðing er sprett af hrossi. En hvemig sem nú þessu er háttað, þá hélt Zeppelin leiðar sinnar og skilaði vel áfram. Undirstýrimaður að nafni Flemming, hafði af tilviljun ekki ver- ið kominn af skipinu, er það sleit upp. Réði hann varla við skipið og treystist ekki til að lenda því I Ham- borg. Lofaði hann því Zeppelin að ráða og hélt leiðar sinnar til Berlín- ar og lenti þar heilu og höldnu á flug- vellinum. Þeir Lehmann kapteinn og von Schiller urðu að leigja sér flugvél og elta strokugemlinginn allt hvað aftók. * * » Ibúatala alls heimsins er nú áætl- uð að vera kringum 2 biljónir (2,000 miljónir) manna. Samkvæmt áætlun Þjóðbandalagsins 1927, var íbúatal- an þá 1,906 miljónir manna. Arið 1830 voru íbúar jarðarinnar taldir að vera um 850 miljónir, hefir þannig fjölgað um 135% á síðastliðnum 100 árum. AuðVitað geta þessar tölur ekkí verið nákvæmlega réttar. En eitthvað munu þær vera í áttina. — Mundi nú hafa verið farið að fara um Malthus sáluga, sem fyrir 'hér um bil öld síðan spáði því, að mannkynið myndi vaxa það örara en bjargræð- isvegirnir, að það myndi brátt eta sig út á húsganginn. Enn er að vísu nóg landrýmið og matvælaframleiðsla jarðarinnar, ef menn aðeins kynnu að skifta gæðunum á milli sin. En sumir spyrja á þá leið, hvað muni verða um mannkynið, ef því fjölgi enn um helming á næstu öld ? Fram- tíðin verður að skera úr því, og hún á að geta gert það. þegar fram í sækir. Rafmagnsleiðsl- umar eiga að liggja um Svíþjóð yfir Eyrarsund og dönsku eyjarnar. Er i ráði að hafa loftþræði alla leið, og til þess að bera þá uppi á að reisa allt að 200 metra háa stólpa eða trön ur á allri leiðinni frá Svíþjóð til Þýzkalands. Verða sumar þessar trönur úti i sjó, og grunnur þeirra gerður líkt og grunnur fyrir vita. Til þess að framleiða hina miklu raf- orku á að beizla ýmsa fossa í Noregi. Tvo fossana, sem bezt liggja við, á norska ríkið. Standa nú yfir samn- ingar um það, að ríkið leigi fyrirtæk- inu þessa fossa, og verði það að sam- komulagi, verður byrjað á að beizla þá. * * * 1 Atlanta vildi sá atburður til fyrir fimm árum síðan, að negri einn að nafni Glenn Karmer breytti nafni sínu og nefndi sig Glenn Broken- heart, eftir að læknirinn hafði dreg- ið byssukúlu úr hjartanu á honum og læknað hann af sárinu. Fyrir skömmu síðan var þessi sami Surtur skotinn gegnum hjartað á ný og tókst ekki að klúðra því saman aftur. Lagðist Glenn Brokenheart þannig “hjartabrotinn” til hinnstu hvíldar. Frá Islandi Siglufirði, 5. júní Uppgripaafli á Siglufirði öndvegistíð til lands og sjávar. Þorskafli alveg ómunlegur. Hafa verið nær sífeldar róðrar og afli síðan í byrjun maí. Fiskurinn er nú kom- inn alveg upp í landsteina og er svo mikill, að flestir bátar verða að skilja eftir meira eða minna af línunni ag taka oft tvær hleðslur yfir daginn. Sumir bátar hafa nú þegar aflað eins og alla vertið i fyrra, sem þó var góð. Fölkið er að gefast upp við vinnuna. Hjá mörgum er saltskortur fyrirsjáanlegur í næstu viku, ef afl- inn helst. Síldarafli er mikill í reknet. — Hafa sum skipanna fengið 50 — 60 tunnur yfir nóttina. Er nú eingöngu beitt nýrri hafsíld. • • • Rvík. 5. júni Fyrir Alþingishátíðina. Verið er að mála alt og fága innanhúss í Há- skólanum og einnig mála glugga og hurðir á Alþingishúsinu. Menta- skólahúsið hefir verið þvegið að utan, hefir það gefist allvel, a. m. k. er munur því, hjá því sem áður var. j Víðsvegar um bæinn er verið að ditta að húsum og húsa görðum, enda er vart siðara vænna því að nú fer að líða að hátíðinni. 1 sambandi við Alþingishátíðina verður haldin almenn listsýning hér í bænum. Verður hún haldin stórum skála, sem nú er verið að reisa milli Alþingishússins og Goodtemplara- hússins vestan við Alþingishúsgarð- inn. Vestur-Islendingar þeir, sem hing- að koma á Alþingishátíðina og dvelja á Elliheimilinu nýja, koma hingað að morgni 13. þ. m.; eru 200 V.-lsl. með skipinu. * * • Akureyri, 6. júní Heimilisiðnaðarsýning Eyjafjarð- arsýslu er nýlega afstaðin. Voru þar ásamt fleiru, sýndir munir þeir, sem fara á landssýninguna í Reykjavík. Sambandsfundur norðlenskra kvenna og aðalfundur Ræktunar- félags Norðurlands hafa staðið hér yfir síðustu dagana, ennfremur mál- verkasýning Sveins Þórarinssonar. Þótti mikið til hennar koma. Ágætur afli á útmiðum fjarðarins, en öðru hvoru hörgull á beitu. Hæsti bátur hefir fengið yfir 300 skpd. Grasspretta góð. Mesta veðurblíða. Jarðarför Páls J. Ardals og konu hans, er lést fjórum dögum síðar en hann, fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni og með mikilli viðhöfn Var Páll grafinn á bæjarins kostnað. • • ■ Rvík. 7. júní Pjetur A. Jónsson söngvari kemur með Islandi á morgun, ásamt dóttur sinni. Hann hefir dvalið í Berlin 1 vetur, og sungið sem gestur við ýms söngleikhús, nú síðast í Hannover og Bremen. Um söng hans í hlutverki Pedros í operunni Tiefland segir svo i blaðdómi: Leikhúsgestir i Bremen biðu með óþreýju eftir gestaleik Pjeturs . Jónssonar. Avalt er það mikil ánægja að heyra aftur til þessa fyrri söngvara við leikhús vort, og fróðlegt að líkja saman söng hans eins og hann er nú, við það sem hann var. Frá öndverðu lét honum bezt að syngja hin “dramatisku” “hetju- hlutverk”, enda hreif hann nú alla í hlutverki Pedros. Menn hlusta með óblandinni ánægju á hina hljómfögru, karlmannlegu rödd hans. Aherslu- laust hljómar röddin, og virðist styrk- ur hennar hafa aukist á hinum efri tónum. Einkum var leikur hans hrifandi í. TJlfssöngnum, og öllum 2. þætti. Fyrir söng hans varð kvöldið sannkallað hátíðaEvöld. — Pjetur var kallaður fram hvað eftir annað, og honum tekið með miklum fögnuði. Sást það greinilega hve íbúar Brem- en meta mikils list hans. * * * Rvik. 11. júní Bók um Island Hjálmar Lindroth, háskólakennari i Gautaborg hefir ritað fróðlega bók um ísland og er hún gefin út af “Hu- go Gebers Förlag” í Stockhólmi. TitiU bókarinnar er: “Island. Motsatsernas ö.” Höf. hefir ferðast hér um landið og veitt mörgu eftirtekt. Hann hefir haldið fyrirlestra um Island í heim- landi sinu og eru þeir að miklu leyti uppistaða bókarinnar. Hjalmar Lind- roth er furðu-kunnugur íslenskri menningu og þjóðháttum, kemur víða við í bók sinni og lýsir allgreinilega því, er hann tekur til meðferðar. Hann skrifar m. a. um klæðaburð fólks, sveitbæi, daglegt líf á íslensk- um sveitbæ, samgöngur, fiskveiðar, íþróttir, mentamál, hljómlist, leiklist, mynlist (málverk og höggmyndir), íslenska tungu, bókmentir o. m. fl.— Bókin er prýdd miklum fjölda mynd- a. Hún er gefin út með tUliti tU Alþingishátíðarinnar, og mun mega líta á hana sem kveðju höfundarins til Islands á þessu merkisári. • * • 12. júní Bandulug íslenskru listamanna hafa norrænu rithöfundafélögin viðurkent sem rithöfundafélag Islands jafnrétt- hátt og hin fqlögin. Bauð norska rit- höfundafélagið banadlaginu að senda 5 fulltrúa á norræna rithöfundaþing- ið, sem haldið var i öslo í byrjun júní. Fulltrúar bandalagsins þar voru þeir Gunnar Gunnarson, Halldór K. Lax- ness, Kristmann Guðmundsson, Sig- urður Nordal og Þorbergur Þórðarson • • • Rvík. 11. júni BRUNI I FLENSBORG í Hafnarfirði. Kl. 8.10 í gær morgun varð fólk- ið á óseyri þess vart, að rauk úr Aakinu á íbúðinni i Flensborg. Býr þar ögmundur Sigurðsson skólastjóri og fjölskylda hans. Búa þau í efri hæð hússins, á neðri hæðinni eru heimavistarherbergi, sem eru mann- laus á sumrin. Kona skólastjóra var ein á fótum, þegar hún fekk boð frá óseyri. Var 'sá gangurinn fyrir framan svefn- herbergi þeirra hjóna alelda, en inni í svefnherberginu var ögmundur. Komst hann gegnum eldhafið með mestu naumindum og brendi sig eitthvað á höfði og fótum. Börn þeirra hjóna björguðust öll út, án þess að þau sakaði. — Brátt var brunalúðurinn þeyttur og söfnuðust ungir sem gamlir að skólanum, til þess að rétta þar hjálparhönd. Var þegar tekið til óspiltra málanna að bjarga öllu lauslegu, sem inni var og annarsvegar að reyna að kæfa eldinn. Höfðu menn til þess fjórar dælur. Vatn var tekið úr sjónum og þar sem dælurnar reyndust ekki nógu langar, varð að bera vatn í bær í fötum. Tafði þetta dálítið, en Tlafnfirðingar gengu þeim mun rösklegar fram, svo að það kom lítið að sök. Eldhafið var talsvert, stóðu eldtungurnar út um glugga á efri hæðinni og læddust um alt þakið. Reykurinn var svo mikill að til hans sást alla leið úr Reykjavík. Slökkviliðnu tókst þó brátt að vinna bug á eldinum og um 10 leytið var öllu lokið. Var þá þak- ið brunnið og svefnherbergi, skrif- stofa, eldhús og gangur að íbúð skólastjóra. — Innanstokksmunum tókst að bjarga, nema rúmfötum og klæðnaði, en allt skemmdist að meira eða minna leyti af vatninu. Um upptök eldsins er ekki kunn- ugt ennþá, en likur eru fyrir því, að kviknað muni hafa út frá rafmagns- leiðslum í ganginum, þar sem eld- hafið var mest.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.