Heimskringla


Heimskringla - 09.07.1930, Qupperneq 3

Heimskringla - 09.07.1930, Qupperneq 3
WINNIPEG 9. JCLI, 1930. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA (Framh. frá 2. bls.J ingu, og kenna því að líta á þá guð- fræði — eða kenningakerfi, — er liggur að baki henni, sem hinn eina sáluhjálplega sannleika. — Nú vita bæði guð og menn, að fjöldi presta og foreldra, sem lesa og heyra þessi orð, leggja enga áherzlu á að halda trúarjátningunni með óbreyttu inni- haldi að börnum og fullorðnum. Margir finna þá óheilindin undir niðri, og fleirum en mér hefir fundizt þessi framkoma brenna samvizku sína bók, — hvort sem hún er ný eða gömul — sem harðfjötrar samvizku prestsins í kirkjunni, er viðurstygð eyðileggingarinnar á helgum stað.— Einhver kann nú að hugsa sem svo, að þetta geti verið gott og blessað en trúarjátninguna mætti ekki hreyfa og því yrðu þeir prestar, sem ekki játuðu hana upp á punkt og kommu, að segja af sér. Þessu hefi eg heyrt kaupmann i Reykjavík helda fram á fjölmennum fundi, og hann á e_f- laust skoðanabræður. — Við þessu _ , °S , er það að segja, að hvað sem öllum gera sig að hempuklæddum hræsnur- | um fyrir altari guðs. Og fyrri tíðar kirkju-ordinanzium líður, þá felzt ekki annað í vígsluheiti presta en það að kenna guðs orð, “svo sem það er að finna” i heil ritn- ingu, samkvæmt því sem samvizka þeirra og skynsemi segir þeim, að sé I samræmi við Krist og í anda hans. Þessi játningarlausa skuldbinding er ekki sízt að þakka þeim dr. Jóni [ Helgasyni, sem nú er biskup, og séra .... . ýmsar yfirklórs- Haraldi próf. Níelssyni. Það kvað ^i «ggm!^.hafa I6U.lætt Þetta °^|að þeim báðum, er þeir rituðu forð- um í “Skírni” um kenningarfrelsi presta. Guðfræðadeild Háskóla Is- lands hefir litið svo á, að í kenningu vorri séum vér óháðir guðfræði hinn- ar postulL trúarjátningar, og ef engu ^d’ að h^[ ðu_^r ekkert nema bundnir, nema orði og anda Krists séra , það er þung reynzla að reka sig á, að venjur, sem gilda í kirkju Krists, skuli knýja œenn þannig til að brjóta í bág við grundvallarorð sannleikans. Mig hryl- lir við því, ef eg hugsa mér Jésú frá Nazaret í slíkum sporum. — Vaninn og hlýðnin við mennina hefir þó af- trað oss frá því að segja skilið við yfirdrepsskapinn komið oss til þess að láta smábreyt- ingar nægja, t. d. að sleppa einu orði (“holdsins”) úr trúarjátningunni. þ]n áður en langt líður munu fleiri og fleiri fá augun opin fyrir þeirri stað- róttæk stefnubreyting. Það er að- eins ein leið fær fyrir oss, sem ekki viljum standa sem játningabundir augnaþjónar í víngarði kirkjunnar. og hún er sú, að leggja trúarjátn- inguna tafarlaust niður, og fara ekki einu sinni með hana við barnsskírnir. Ef kirkjustjórnin setur prestunum það ekki í sjálfsvald, hljóta þeir að gera það upp á sitt eindæmi. En til þess að enginn haldi að eg hvetji aðra til þess, sem eg geri ekki sjálfur, get eg tekið það fram, að eg hefi ekki farið með trúarjátninguna við nokkura barnsskírn síðan I september í haust. Og þótt sumum finnist það ef til vill ekki eiga við að segja það í grein í tímariti, get eg ekki stilt mig um að nefna það til skýringar, að það var þegar eg skírði mitt eigið barn, að eg sá alvöru málsins í fullu Ijósi, og að annaðhvort varð að hrökkva eða stökkva; og eg iðrast þess ekki enn, að eg lét hreinskilnina ráða i það sinn. Færi eg aftur með postullegu trúarjátninguna við barns- skírnir, kæmi svartur blettur á tungu mína. Eg get bætt því við, að enginn sem verið hefir viðstaddur barns- skírn hjá mér, hefir fundið að þessu, en •sumir aðstandendur barnanna vottað þakklæti sitt. — En er þetta ekki upprelsn gegn lögum kirkjunnar og ríkisins? Er leyfilegt að fella eitt einasta orð niður úr helgisiðaforminu ? Og jafnvel þótt svo væri, er þá hin postullega trúarjátning ekki undantekning, — óhagganlegur og óforgengilegur arfur frá kynslóð til kynslóða? Um fyrra atriðið er það að segja, að hafi einhverntíma verið til lög um þetta á Islandi, eru þau nú orðin úr- elt og réttarmeðvitund þjóðarinnar, að prestastéttinni meðtaldri, hefir þau að engu. Samkvæmt gildandi venju mundi þvi hæpið að byggja á þeim dómi. Máli mínu til stuðnings get eg drepið á, að fjöldi presta breytir út af fyrirmælum handbókar- innar í all-veigamiklum atriðum. Það eru dæmi til þess, að kollektur séu endursamdar felt úr eða alveg skift um pistla og guðspjöll, hjónavígslu- formálanum vikið við og breytt, kaflinn um erfðasyndina í skírnar- ávarpinu lagður niður og stutt bœn lesin í hans stað. Orðum prestsins til ungabarnsins, er hann lýsir því yfir, að guð hafi fyrirgefið því synd- ir fiess, breyta flestir. Enn mætti nefna það, að slept er úr eða bætt inn í greftrunarsiði í kirkjugarði. Loks munu ófáir meðal yngri presta hætt- ir að játa trú á upprisu holdsins. — Sannar þetta, sem eg nú hefi sagt, að fjöldi þresta lítur á sig sem frjálsa menn gagnvart helgisiðum kirkjunnar og telur guði bezt þjónað með frjáls- um orðum og athöfnum, en ekki smá- munalegri undirgefni undir gamlar venjur og siði. “Framar ber að hlýða guði en mönnum”, ætti að vera kjörorð íslenzkrar kirkju nú á dög- um, þegar búið er að vöðla kyn- strum af mannlegum fyrirskipunum utan um hinn einfalda boðskap frels- arans. “Þar sem guðs lög og manna greinir á, skulu guðs lög ráða,” er gömul regla. Hún ætti enn að vera í gildi, ekki eins og hún var fram- kvæmd af kaþólskum kirkjulaga- mönnum, heldur ætti það að vera hið En eru þeir þá tvær persónur, Guðmundur i stólnum og séra Guð- mundur fyrir altarinu ? En annar þeirra frjáls en hinn háður játning- unum ? Geta þeir jafnvel verið ó- sammála? Þarf séra Guðmundur í stólnum ekki að boða þær kemiingar, sem séra Guðmundur fyrir altarinu lýsir yfir, að sé inngör.guskilyrði í félag hinna trúuðu? Niðurstaða min verður því á þessa leið: Ef eg er óháður trúarjátning- unni í ræðum mínum, hlýt eg að vera það einnig, er eg skíri börn. Fyrir því er það haft á samvizkufrelsi mínu, að fyrirskipa játninguna frekar við það tækifæri — og ósamkvæmmi, ef eg nota hana. Sannist það, að kirk- jan sé játningabundin, fer eg úr henni en á meðan vígsluheitni prestanná er óbreytt, hefi eg einsett mér að taka ekki aftur upp lestur játningarinnar. Svipaðar ástæður hafa þegar knúð fleiri út á sömu braut, þótt ekki hafi því ennþá verið hreyft opinberlega. Og þeir verða margir áður en lýkur. Jakob Jónsson. Lögboðssamlag áformað í Saskalchewan Eftirfarandi sex atriði hlutu sam- þykkt á missirisfundi Sask. Samlags- ins, við umræður áhrærandi kornsölu- lög fyrir fylkið. Aukaatriði, sem voru mörg, verður seinna ákveðið um, en voru ekki að sinni frekar athuguð en hér segir. Af þessu verður ljóst, að næsta sporið er á valdi núverandi meðlima Samlagsins, sem sé að láta uppi álit sitt með eða móti frumkvæði því, er hér fer á eftir í útdrætti. Beðið er um: 1. Kornsölulög, sem ákveða, að korn, ræktað i Saskatchewan, skuli seljast gegnum samlag. 2. Frumkvæði þetta skal lagt fyrir samningsaðila í Saskatchewan Sam- laginu, og fái það meirihluta greiddra atkvæða, skulu þau úrslit vera heim- ild stjórnarnefndar Samlagsins, að krefjast slíkrar löggjafar af stjórn fylkisins. 3. Fái þessi kornsölulög samþykkt þings, skulu þau þó ekki öðlast gildi fyr en tveir þriðju hlutar allra korn- framleiðenda í fylkinu hafa greitt þeim jákvæði, við atkvæðagreiðslu. 4. Samlag það, er frumkvæðið gerir ráð fyrir undir þfessum lögum, eftir að þau hafa verið þannig sam- þykkt af þingi og ræktendum fylk- isins, skal stjórnað einvörðungu af ræktendum. 5. Stjórn þess samlags, sem stofn- að verður samkvæmt þessum korn- sölulögum, skal vera jafnt í höndum allra kornræktenda í fylkinu. 6. Kornsölulögin geri ráð fyrir lög- boðnu samlagi, er gildi i fimm ár. Að þeim tíma liðnum skal stjórnin — ef bænarskrá kemur fram frá á- kveðnum fjölda ræktenda (sem sið- ar verður ákveðinn) — láta fram fara frekari atkvæðagreiðslu. Ef með þeirri atkvæðagreiðslu verður ákveðið að hætta við lögboðssamlag, skal þó löggjöfin halda gildi um eitt i -i „„„„ ár, eftir að sú neikvæðis atkvæða- fyrsta, sem prestar og leikmenn eru . . hpvda sie- gí^iösla hefir fram fanð. hvattir til að gera, að beygja sig fyrir því einu, sem þeirra helgasta sannfæring segði þeim, að væri í samræmi við vilja guðs. Guðslög bjóða mönnum aldrei að segja vís- vitandi ósatt. — þeir, sem vilja neyða prestana til að tala tveim tungum við helgiathafnir kirkju sinnar, ættu að athuga það, að frá upphafi vega hafa helgisiðirnir verið að breytazt eftir hugsun þeirra, sem með þá fára> sem von er; að öðrum kosti væri lítil trygging fengin fyrir einlægni kenni- mannannna, ef t. d. nútímaguðsþjón- usta ætti að fara eftir óbreyttum helgisiðum frá miðöldum. — Hand- Þetta framanskráða eru aðalatrið- in í frumkvöð þeirri, er nýverið var samþykkt af erindrekum bænda í Saskatchewan, eftir þriggja ára próf og all harðvítugar umræður frá báð- um hliðum, bæði í ræðu og riti. A þeim tíma hefir nýmæli þessu stöðugt og hraðan vaxið fylgi, svo að nú eru góðar horfur á að þetta mál nái fram að ganga á tilsettum tíma. Yfirstand- andi eymdarástand, hvað kornmarkað snertir, og viðbúið gjaldþrot meiri- hluta ræktenda, haldist þetta ástand áfram, sem margar líkur benda til, blæs þessu frumkvæði byr undir báða vængi. ETHYL engM Helztu mótmælendur þessa máls innan canadiska samlagsins, eru þeir: A. J. McPhail, forseti Saskatchewan Samlagsins, gætinn maður og ábyggi- legur, en fremur seingáfaður, og tæp- lega vaxinn því að fylgjast með og skilja hina hraðfæru rás tímanna og viðburðanna; hann hefir þó að þessu átt óskorað traust bænda í samlags- málum. Hinn er öldungurinn Henry Wise Wood, forseti bændafélags Al- ] berta í samfleytt 15 ár, að líkindum { orðinn ryðfastur þar; einnig forseti i kornsamlags þeirra Albertinga. Hann hefir notið trausts og virðingar allra bænda þar til þetta mál kom upp. — Honum hafa staðið opin öll hæstu sæti er bændur hafa átt ráð á, þar á með- al forsætisráðherrastaðan í Alberta, og óefað hefir hann átt mikinn og góðan þátt í skipulagning Alberta- bænda um hluttöku í stjórnmálum, | bæði fylkis og sambands. Næstliðið haust var hér á ferð, að tilhlutun bændafélagsins samvinnu lögfræðing- urinn Aaron Sapiro frá Bandarikjun- um, og flutti hann marga fyrirlestra til stuðnings lögboðssamlagi, sem einn ig var víðvarpað (Broadcasted).' Hann fékk mikla aðsókn hvarvetna ,og hjá alþýðu góðar undirtektir. Við þetta vaknaði Wood og gerði snarpa árás á Sapiro og lögboðssam- lög. Kvað hann slíkt óhugsandi. Varð snerra nokkur á milli þeirra útaf þessu, og virtist þá koma í Ijós, að Wood gamli hefði ekki verið allskost- ar heill í samlagsmálum frá upphafi. Síðar á ársþingi Albertabænda úthelti hann sér með frekustu einfeldni og óhlutvendni yfir lögboðsfrumkvæðið. Síðan hafa menn ekki gengið þess duldir, að maðurinn var annaðtveggja { elliær, eða svo embættisgróinn — í nema hvorttveggja sé — að á orðum J hans væri ekkert mark takandi. I það ninnsta hafa Saskatchewanmenn ekki að orðum hans látið, sem á sér. Helztu forvígismenn lögboðs, auk Sapiro sem fyr var nefndur, eru þeir L. C. Brouillette, vara-forseti Sask. Samlagsins, og G. H. Williams, for- seti U. F. C. (Bændafélags Sask.), ungur maður og róttækur vel. Mikið fyrir hans atbeina mun þetta mál vera komið það áleiðis, sem fyr seg- ir. Það er engum efa bundið, að þetta mál er það þýðingarmesta, sem þetta fylki hefir haft til meðferðar, því að svo má segja, að með því sé korn- braskaralýð alls landsins sagt stríð á hendur. Engum getur dulist að hér muni snörp senna í vændum, því að braskaralýður þessi á að baki sér — eða öllu heldur á yfir að ráða öllu auðmagni heimsálfunnar, því þetta er aðeins eitt af útvígjuíh auðvalds- ins. Vinnist það til handa almenn- ingi, kunna fleiri eftir að fara. Saskatchewan bændur eiga því mjög annasamt í sumar. Fyrst að efla af öllum mætti stjórnmálaflokk sinn fyrir komandi kosningar. Siðan að verjast vargstönnum skuldheimtu- manna og bvaskaralýðs yfirleitt, og að lokum greiða hveitisamlagsmenn atkvæði um þýðingarmesta siðferðis- málið, sem á dagskrá hefir komið í þessu landi. Máske meira um það síðar; þetta verður að duga að sinni. J. A. R. Þú sérð það nú, elsku sonur minn, eg er sátt við lífið og hel. Kærleikans guð, sem gaf mér þig, hann geymir þig líka vel. Eg veit, að þú ert mér ennþá nær, er ást mín kallar á þig; og atgervi það, sem þér var veitt, fær þroska á eilífðar stig. Kristín Sigfúsdóttir. Móðurkveðja FRANK WILHELM JULIUS Fæddur 17. ágúst 1902. Dáinn 20. marz 1922. (Skáldkonan Kristín Sigfúsdóttir frá Kálfagerði, sendi foreldrum hans Mr. og Mrs. Júlíus Jónasson, 756 El- gin Ave., Winnipeg, þetta kvæði, er hún frétti lát hans.) Þú sást það víst, elsku sonur minn , hvað sorg mín var þung við legstað þinn. Sú harmakvöl var mér heljartak, að horfa’ á þig líða, að sjá þér á bak. Sjá lífsvonir týnast burt dag eftir dag; , þá var dapur hver morgunn og sól- arlag. Að vita þig berjast nótt eftir nótt i návigi dauðans; þá svaf eg ei rótt. Hvert hjartaslag mitt varð að brenn- andi bæn um bata og líf fyrir þig; en örvænting hvíslaði ísköld og grimm að enginn hlustaði á mig. Þá beygði eg höfuð í barnsins trú: “Fyrst bikarinn tæma eg á, þá gefðu mér, drottinn guð minn, þrótt, og gef mér þinn kærleik að sjá.” Og guði sé lof! Hann gaf mér þrótt, hann gaf mér þá reynslu í neyð; hvert saknaðarandvarp, hvert ástar- tár, verður orka á þroskaleið. Orka, sem bindur strönd við strönd, þótt starfssviðið virðist breytt; svo það sem við nefnum þar og hér, það verður hjá guði eitt. þér sem notifi TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. POKER Sem eru í TURRET SKEGGBURSTI þær getið þér fengið dýrmæta muni SAFNIÐ HANDS Fine Cut Tóbaki. Fyrir POKER HANDS AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands KORKTREKKJARI ERU EINNIG í EFTIRFARANDI ALÞEKTUM TÓBAKS TEGUNDUM MillbanR Sig^aretttir’ Rex Si^arettus8 Oldi tobaR O^des^s plötm reyRtoisaSl Bixie plötus. reyRtoIbaR. Big Een ssaMsmsntoBall Stonewall Jacfaosn Vindlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) Atta setti af Poker Hands Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÓS Fimm setti af Poker Hands BRCÐA Tvö setti af Poker Hands KETILL British American Oil Co. Limited Supcnpowí‘r .índ Bvitislv A'mencdn F.THYI. (irtsoleneb ú'utuúnf Oi/s Tíu setti af Poker Hands SPIL Eitt settl af Poker Hands Það eru launin fyrir að nota Brit- ish American Oil Orka til að taka þig þangað sem þig fýsir að fara, svo hratt sem þú æskir, en svo mjúkt að þú veizt ekki af. Orka til að komast áfram án nokk urrar fyrirhafnar, án ofmikils carbon, pitting, eða nokkurrar hindrunar af gasólíni, því það er hið bezta .... og þó ekki dýrara en annað gasólín................. VISS TEGUND FYRIR HVERN BIL, TRAC- TOR OG TRUCK 2W

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.