Heimskringla - 09.07.1930, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA
WINNIPEG 9. JCrLI, 1930.
fjrdmskriugla.
(Stofnuð 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
833 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Ailar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
SIGFÚa HALLDÓRS frá Höfnu'á
Ritstjóri.
Utanáskri/t til blaðsina:
Munager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til riístjórans:
EDITOR HEJMSKRINGLA
853 Sargent A je„ Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Svrgent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 9. JCrLI, 1930.
Atvinnuleysið og orsakir þess
Árið 1930 verður eflaust mörgum at-
vinnuleysmgjanum í Canada minnisstætt.
Síðan 1878, er Sir John Macdonald
kom fram með landsmálastefnu sína til
þess að ráða fram úr svipuðum vandræð-
um og þeim, er vér eigum nú við að búa,
hefir atvinnuleysi í Canada aldrei verið
neitt líkt því eins alvarlegt og það er nú.
Jafnvel árið 1920—21, að nýafstöðnum
hjaðningavígum heimsins, með öllum
þeim eftirköstum er þeim fylgdu, var á-
standið ekki nærri því eins ægilegt. En
þá lagði Conservatívastjórnin, sem völd-
um hélt hér árið 1921, á níu mánuðum
fram $900,000.00 til þess að afstýra at-
vinnuleysinu. Hún bauð einnig sveita-
stjórnum að greiða þeim einn þriðja af
aukakostnaðinum er því fylgdi, að halda
áfram nauðsynlegum sveitarstörfum yfir
vetrarmánuðina, til þess að afla mönnum
atvinnu. Og þar sem að þetta hrykki ekki
til að koma í veg fyrir algert atvinnu-
leysi, bauðst stjórnin til að leggja þeim
nokkuð af framfærslukostnaði þeirra, er
vinnunnar gátu ekki orðið aðnjótandi.
En svo tók Kingstjórnin við völdum.
Og til þess að gera langa og ijóta sögu
sem styzta, skal aðeins minna á, hvað
gerðist 1930. Fulltrúar verkamanna frá
Vestur-Canada fóru til Ottawa, til þess
að skýra Kingstjórninni frá hinu rauna-
lega ástandi í atvinnumálunum. En það
var þannig í öllu Vesturlandinu, alla leið
frá Vancouver til Fort William, að hinir
stærri bæir höfðu orðið að greiða $100,-
000 til $200,000 hver á ári til framfærslu
atvinnulausum mönnum, og smærri bæ-
irnir höfðu hlutfallslega gert eins mikið.
Þetta náði þó aðeins tll þeirra, er í sár-
ustu neyð voru staddir, og var talið víst,
að fyrir tugum þúsunda lægi ekkert áínn-
að en að svelta, ef þessu héldi áfram: Og
26. febrúar síðastliðinn voru svo þessi
vandkvæði borin upp við forsætisráðherra
og hann beðinn ásjár. Á svörum frá hon-
um stóð ekki, því hann sagði að sér kæmi
mál þetta ekki við, heldur sveitarstjórn-
funum og fylkisstjórnunum, og vísaði
nefndinni á dyr. Frá Quebec hefði sér
heldur ekki verið tilkynnt, að slík vand-
ræði ættu sér stað. Við þetta urðu full-
trúarnir að vestan að sætta sig, þó þeim
þætti súrt í brotið, ekki sízt vegna þess,
að þeir gengu þess ekki duldir, að ástand-
ið var Kingstjórninni sjálfri í drjúgum
mæli að kenna, þótt hún kannist ekki við
það.
Og þess ganga víst fáir duldir, hvað at-
vinnuleysinu hér veldur, nema King-
stjómin sjálf. Með viðskiftastefnu sinni
við önnur lönd, hefir hún komið hverri
iðnaðarstofnuninni í Canada af annari af
fótunúm, en Bandaríkjaiðnstofnanir hafa
hremmt bráðina glóðvolga, sem King
þannig rétti þeim, sem ekki er þeim
láandi. Þeim sem í þessum iðnaðarstofn-
unum hér unnu, varð nú ekki h'fvænt, og
streymdu því í hundrað þúsunda tali til
Bandaríkjanna. Þar komust þeir að iðn-
aðarvinnunni, sem þetta land tapaði og
smíða þar nú af krafti muni úr efni frá
Canada, sem sendir eru svo aftur hingað
til þess að selja þá. Skyldi nú, meðan
öðru eins og þessu fer fram> vera mikil
furða þó bóli á öfugstreymi í þjóðlífinu?
Enda gat Kingstjórnin ekki lokað augun-
um fyrir því, að þetta var hvorki meira
né minna en blóðtaka fyrir Canada. Og
þá tekur hún til að vinna að innflutningi
fólks hingað frá Evrópu, til þess að fylla
f skörðin. Er ærið fé lagt í það, að sveigja
fólksstrauminn þaðan hingað, en úr því
HEIMSKRINGLA
að menn, sem kunnugir voru hér, gátu
ekki haldist við, var auöráðin gáta hvern-
ig fara myndi fyrir þeim, sem ókunnugir
voru með öllu landi og háttum hér, og
stjórnin fékkst ekki til að skifta sér neitt
af þeim eftir að hingað kom. Það gat
ekki endað öðruvísi en nú er raun á orð-
j in, með ægilegri atvinnuleysisneyð. Hvað
! stjórnin ætlaði við þetta fólk að gera, sem
engin atvinna var til fyrir í landinu, og
henni sjálfri datt ekki í hug að greiða
neitt götu fyrir, yfirgengur allsendis
mannlegan skilning.
Við þetta bætist svo afsklftaleysi stjórn-
arinnar af fötluðum hermönnum, er ekki
minnkaði hóp þenna, er hungraður geklc
um göturnar vegna atvinnuleysis. Því
verður ekki neitað, að atvinnuleysi hefir
víðar verið en hér. En það hefir engin
stjórn í nokkru landi kveðið sér það óvið-
komandi nema Kingstjórnin í Canada.
Hvað gerði forseti Bandaríkjanna í því
máli? Kvað hann sér það óviðkomandi?
Hann tók upp hjá sálfum sér að kalla á
fund við sig helztu verkveitendur, og í
samvinnu við þá hleypti hann af stað
verkum í þarfir hins opinbera, er námu
• fleiri hundruð miljón dala, .með þeim á-
rangri, að um miðjan marzmánuð gat
hann frá því skýrt, að ástandið hefði svo
mjög batnað, að hann vonaði að innan
sextíu daga frá því talið, yrði full bót á
atvinnuleysinu ráðin, þrátt fyrir aðstreymi
atvinnuleysingja frá Canada.
í Frakklandi, á ítalíu, í Þýzkalandi, og
í raun og veru víðast út um heim, hefir
að meira eða minna leyti verið úr at-
vinnuleysinu bætt. í Canada hefir aftur
á móti ekki nokkur skapaður hlutur ver-
ið gerður af Kingstjórninni, og því er á-
standið hér geigvænlegra en nokkru sinni
fyr í sögu landsins.
Þann 31. marz þ. á., var í sambands-
þinginu lagt til af Mr. Heaps, þingmanni
frá Norður-Winr(ipeg, “að þingjið sam-
þykkti að sambandsstjórnin leitaðist nú
þegar við að ráða fram úr atvinnuleys-
inu”. Vitandi hvernig ástatt var, og að
menn biðu þúsundum saman eftir tæki-
færi til að fá vinnu, og margir af þeim
voru fjölskyldufeður, sem ekki höfðu
skilding handa á milli fyrir næstu máltíð
handa fjölskyldu sinni, barðist stjómin
eigi að síður á móti tillögunni. Atkvæða-
greiðslan fór fram 8. apríl, og allir liber-
alflokksmennirnir, að meðtöldum forsæt-
isráðherranum, Hon. Mr. Mackenzie King
og verkamálaráðherra hans, Hon. Mr.
Heenan, greiddu atkvæði á móti tillög-
unni. Hver einasti Conservative þing-
maður greiddi atkvæði með henni.
Forsætisráðherrann talaði einnig á
móti tillögunni. í þingtíðindunum, á bls.
1510, segir frá því, að þegar forsætisráð-
herrann var spurður að, hvers vegna
stjómin vildi ekkert gera í þá átt að ráða
fram úr atvinnuleysinu, hafi svar hans
verið: “Vér höfum annað við peningana
að geraí”
Auk þeirrar hjartnæmu umhyggju yfir-
boðarans, sem þetta lýsir til bágstaddra
þegna hans, skal og bent á hlýhug hans til
þeirra, er andstæðir eru honum í skoðun-
um. Orð þau, er vitni bera um þetta, eru
á blaðsíðu 1281 í þingtíðindunum. Segist
leiðtoganum þar á þessa leið: “Leyfið oss
að endingu að bæta því við, að hvað því
viðvíkur að veita fé úr fjárhirzlu landsins
til fylkjanna í sambandi við atvinnuleys-
ið, sem nú á að vera svo mikið um, væri
ekki frágangssök að vér styddum að ein-
hverju leyti eitt eða tvö vesturfylkin, er
prógressive forsætisráðherra hafa, en vér
skulum aldrei að eilífu veita eitt einasta
cent nokkurri conservatívri fylkisstjóm.”
Fimm fylki í landinu hafa nú conserva-
tíva stjórn. Vegna þess að kjósendur
þessara fylkja notuðu dómgreind sína og
köstuðu út nokkrum óverðugum fylkis-
stjórnum, er Kingstjórnin taldi sér hag í
að eiga sér undirgefnar, skulu nú þfessir
afvegaleiddu fábjánar kenna á því. Mil-
ton Campbell, einn af prógressívu þing-
mönnunum frá Saskatchewan, gat ekki
orða bundist út af þessu flokksofstæki
forsætisráðherrans í sambandi við þetta
mál og sagði' “Það er ekki á að lítast, en
nú skiljum við það loksins, að meín eiga
að greiða atkvæði í fylkismálum eins og
King býður!’’
Hvernig lízt nú mönnum á, að maður-
inn sem þannig kemur fram og talar í at-
vinnuleysismálinu, er sjálfur forsætisráð-
herra Canada! Sami maðurinn og eitt
sinn skrifaði bók um Iðnað og mannúð-
aranda! Sami maðurinn og á ný heitir
á kjósendur sér til fylgis í nafni tollfrels-
is og margskonar frelsis! Skyldu ekki
nokkuð margir daufheyrast við boðskap
hans í þetta sinn?
Enda lægi nú nær, að snúa við blaði og
taka upp hina þjóðlegu stjórnmálastefnu
Sir John Macdonalds: CANADA FYRIR
CANADAMENN!
Eina óbrigðula ráðið við atvinnuleysinu
er að framleiða sem mest að unnt er í
landinu sjálfu, af því sem þjóðin þarfnast
með. En það verður ekki öðruvísi en
með vernd iðnaðarins gert. Og af því
hagnast ekki verkalýðurinn aðeins, bónd-
inn gerir það líka. Efling heimamarkað-
ar er hans eina von. Og iðnaðurinn skap-
ar hann. Þetta er sú þjóðlegasta stefna,
sem kostur er á, vegna þess að hún kem-
ur meiru góðu til leiðar í þarfir fleiri íbúa
landsins, en aðrar stjórnmálastefnm•, sem
hér hafa verið reyndar.
Fjárlagafrumvarpið fræga
Síðasta fjármálafrumvarp Kingstjórn-
arinnar, sem liberalar láta svo mikið af,
er hvorki meira né minna en ein af síð-
ustu kosningabrellum flokksins. Það er
auðséð að það er saman barið út úr vand-
ræðum. Það sýnir að stjórninni er ljóst,
að henni hefir misheppnast, og að hún
er að tapá trausti kjósenda. Þess vegna
grípur hún til þess ráðs á síðasta augna-
blikinu, að kasta sinni gömlu stjórnmála-
trú fyrir borþ, trú, sem hún hefir ávalt
játað og boðað.
Aldrei hefir stjómmálaflokkur fallið
eins djúpt í allri sögu Canada. Svo árum
skiftir hefir liberal flokkurinn haldið
fylgi bænda í Vestur-Canada með því að
hampa framan í þá fríverzlunarstefnunni.
Árum saman hefir flokkurinn neitað því, |
að verndartollastefnan sé heilbrigð, eða
þjóðinni til eflingar. Og liberala stjórnin
gerði verzlunarsamninga við Frakkland,
Ástralíu og Nýja Sjáland. Hún lækkaði
tollana í Canada, þegar Bandaríkin og
önnur lönd hækkuðu tolla á vörum frá
Canada. Hún ábyrgðist, að með þessu
myndi framfærslukostnaður hér lækka,
til hagsmiuna hverjum manni, og á sama
tíma mundi kostnaður við búnaðarfram-
leiðslu alla lækka. Hún sagði bóndan-
um, og hann trúði því, að heimamarkað-
urinn væri einskis verður og að þeirra
eina von væri að efla og auka viðskiftin
við önnur lönd. Hún sagði þeim, að önn-
ur lönd keyptu ekki neitt frá Canada fram
yfir það, sem Canada keypti af þeim; að
viðskifti þjóða á milli væru aldrei jöfnuð
með peningaborgunum, heldur með vöru-
skiftum. Hún ábyrgðist að ef Canada
gerði öðrum þjóðum auðveldlara að selja
vöru sína hér, þá mundu þær þakksamleg-
ast kaupa af Qanada í staðinn. Þess
vegna, sagði hún, verðum við að lækka
tollana og um fram allt varast að móðga
Bandaríkin. Með þessari stefnu átti Can-
ada að verða auðugasta landið undir sól-
inni.
Conservatíva flokkurinn sagði liberal
stjórninni, að stefna þessi væri óviturleg
og mundi hafa verstu afleiðingar í för með
sér. En liberalar bara brostu kæriuleysis-
lega, eins og þeim stæði svo sem á sama
um allt, eins lengi og þeir héldu völdunum.
Conservatíva flokkurinn varaði þjóðina við
þessu, og sagði að dómsdagur væri í
nánd, nema því aðeins að þjóðlegri
stefna væri tekin upp, og að tekið væri
til að vinna að þroska þessarar þjóðar
með því að nytja náttúru-auðsuppsprett-
ur landsins, þjóðinni sjálfri í hag, og á
þann hátt efla viðskiftin og opna atvinn-
unni leið heima fyrir, og koma með því á
fót heimamarkaði, er hægt væri að reiða
sig á. Hann benti einnig á, að aðrar
þjóðir keyptu ekki vörur sínar í neinu
guðsþakkaskyni af neinni þjóð, heldur
þar sem þeim þætti bezt við horfa í það
og það skiftið, og að verzlunarsamningar
* þessir væru því aðeins réttlátir, að Can-
ada fengi eins miklar tollívilnanir og hún
værí að gefa öðrum þjóðum. Hann benti
ennfremur á, að sú eina stefna væri heil-
brigð fyrir Canada, er mæti það mest, að
sjá hag þess borgið, verndaði auðlindir
þess, iðnað, akuryrkju og verzlun. Og nú
fær Conservatíva flokkurinn viðurkenn-
inguna fyrir því, að hafa með rétt mál
farið. Liberala flokkurinn viðurkennir
nú með sínu eigin fjárlagafrumvarpi, að i
hann hafi farið villur vegar og að hann
hafi kastað ryki í augu þjóðarinnar. Það
er auðvitað þakkarverð viðurkenning, en
gallinn er þessi, að hún og iðrunin kemur
tíu árum of seint. Hugsið ykkur þann
skaða, sem þjóðin hefir orðið fyrir af
völdum þessarar óheillastefnu, en meiri
verður hann, haldi liberal flokkurinn
völdunum lengur. Allt sem hann hugsan-
lega getur gert landinu gott, er nú með því
að yfirgefa stefnu sína. En auðvitað ger-
ir hann það ekki með ljúfu geði. Og í
sjálfu sér þarf hann þess ekki, eftir að
hann er kominn að völdum, fyr en að
næstu kosningum kemur.
Og hverju hefir nú liberal
Btjórnin komið til leiðar af því
sem hún lofaði? Hefir hún
lækkað framfærslukostnaðinn?
Spyrjið konurnar að því. Hefir
einstaklingurinn veTið mikið
betur áf í lok ársins en í byrj-
un? Einstöku spekúlantar ef
til vill. Hefir kostnaðurinn við
að reka búnað minnkað stór-
kostlega? Eru bindarar eða
sláttuvélar ódýrari en fyr? Því
var lofað. Hafa löndin, sem við
höfum keypt vörur af, sýnt okk-
ur þakklátssemi sína með því að
kaupa af okkur? Það var gerð-
ur samningur við Frakkland og
því var gefin mikil tollívilnun,
án þess að skuldbinda það á
nokkurn hátt að gera slíkt hið
sama. Afleiðingin er sú, að
Frakkland hefir hækkað tollinn
á canadisku hveiti upp í 80 cent
á hverjum mæli. í Canada eru
nú óseldir um 200,000,000 mæl-
ar af hveiti frá árinu sem leið,
og það er verið að bjóða það á
einn dal mælirinn, en enginn
vill kaupa það. Tollurinn hefir
verið lækkaður við Bandaríkin
og síðastliðið ár seldu þau vör-
ur til þessa lands, er námu $900,
000,000.00. En þau hækka toll-
inn á hverjum einasta hlut, sem
við þurfum að selja. Og frá Nýja
Sjálandi er hrúgað inn smjöri
og Bandaríkjunum eggjum og
garðmat í svo stórum stíl, að
bóndinn hér hefir misst allt hald
á sínum heimamarkaði og verð-
ur að sæta neyðarkjörum, ef
hann á að geta selt sína vöru
Og hvar er svo velmegunin, er
liberal stjómin lofaði?. Atvinnu
leysi hefir aldrei verið hér neitt
líkt því, sem síðastliðið ár og
framundan bólar ekki á neinni
breytingu til hins betra. í landi
með vörubirgðum svo hundruð-
um miljóna dala nemur, svelta
nú þúsundir manna vegna þess
að þeir geta ekki keypt vöruna.
í landi með ótæmandi auðlind-
um og ótakmarkaða möguleika
ráfa menn nú iðjulausir og geta
ekkert fundið að gera. í landi,
sem frá náttúrunnar hendi er
gætt gulli og seimi í óviðjafnan-
lega ríkum mæli, er bóndinn,
verkamaðurinn, iðnaðarmaður-
inn og verzlunarmaðurinn rétt
að segja að gefa upp alla von.
Þetta hlaut yfir oss að koma.
En hví skyldi þjóðin ekki reyna
að afstýra því framvegis með
því að skifta um stefnu?
Það er niðurstaðan, sem lib-
eral flokkurinn hefir komist að.
Við skulum hnupla fötum ná-
ungans, sögðu þedr við sjáTfa
sig, og vita hvort ekki tekst að
narra kjósendurna einiu sinni
enn. í tíu ár hefir liberal flokk-
urinn látið stálvöru og vélar
streyma óhindrað inn í landið
frá Bandaríkjunum, en hefir
þverneitað að rétta iðnaði af
þessari tegund hér nokkra hjálp-
arhönd með sanngjarnri vernd.
Síðastliðjjð ár seldu Banda-
ríkin hingað $400,000,000.00
virði af stálvöru. Nú fer fjár-
lagafrumvarp Kingstjórnarinn-
ar fram á að hækka toll á þess-
ari vöru og lofar 49’/2 centi sem
bónus af kolatonni hverju, sem
hér er notað við rekstur þessa
iðnaðar, til þess að hjálpa til að
koma honum á fæturna. Þetta
er gott og blessað. En tollur-
inn átti aldrei að vera lækkað-
ur og “bónusinn” að vera veitt-
ur fyrir 10 árum síðan, eins og
conservatív flokkurinn sagði
þeim að gera. Og conservatív
flokkurinn fer einnig fram á,
að vinnulýðuilinn verði einnig
aðnjótandi hagnaðarins af þeim
iðnaði, sem þannig er á stað
settur.
Næstkomandi september ætla 1
liberalar að leggja 4 centa toll
á hvert smjörpund frá Nýja
Sjálandi. Þetta kemiur nú frá
þeim, eftir að 35,000,000 punda
af smjöri á ári hefir verið fleygt
hér á markaðinn, sem smjör-
verð canadska bóndans setti
niður um 10 cent. Conserva- |
tívar hafa verið að krefjast bóta 1
á þessu s.l. fimm ár, og fyrir 2
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
mánuðum síðan neitaði liberal
stjórnin að hlusta á það. En nú
eru kosningar í vændum og þá
kemur annað hljóð í strokk lib-
erala. Það eru atkvæði kjós-
enda, sem nú varða mestu.
Og þessi gamla fríverzlunar
liberal stjórn ætlar nú að leggja
toll, sem hún kallar “counter-
vailing” toll á bændavörur frá
Bandaríkjunum, svo sem egg,
kjöt og garðmat. Með því að
nota fáheyrð orð í sambandi við
þetta, á að koma hinum fávísu
til að trúa, að hér sé eitthvað
spánnýtt á ferðinni. Nákvæm-
lega þýðir þetta, að ef 15 centa
tollur sé á tylftinni af eggjum
í Bandaríkjunum, skuli 15 centa
tollur lagður hér á eggjatylft-
ina frá Bandaríkjunum. Þetta
er rétt viðskiftaaðferð, það er
vern dartoíl aste f n a, algerlega
gagnstætt fríverzlunarsjtefn-
unni. Árið 1925 sagði Mr.
Meighen bændunum, að hann
ætlaði að vernda þeirra fram-
leiðslu með því að hækka toll-
inn “brick for brick” á bænda-
vöru frá Bandaríkjunum, þvf
þau væru að eyðileggja markað
fyrir vöru þeirra. Liberalar
gerðu gys að þessari uppá-
stungu. Og egg, kjöt, kartöfl-
ur, og meira að segja bygg og
hveiti, hefir verið flutt öll þessí
ár, sem síðan eru liðin, frá
Bandaríkjunum til Canada, sem
auðvitað hafði meira fyrir af
þessu en hægt var að selja.
En augu liberala hafa nú loks
opnast. Ágæti stefnunnar, sem
þeir hafa svo lengi trúað á, er
vegið og léttvægt fundið, af
,þeim sjálfum! Um kosningarn-
ar verður það að minnsta kosti
svo að vera. En eftir þær?
Oerir minnst til. Þeim verður
tæplega trúað fyrir því sgm
mikils er um vert hér eftir.
Hvern skal velja?
Islenzkir menn og konur
í Canada
Nú eru ríkiskosningar þessa lands
í nánd og þann 28. þessa mánaðar
eigum við að sýna og sanna það með
atkvæðum okkar, að við fylgjumst
með og séum vakandi og sjálfhugs-
andi um það sem mestu varðar fyrir
framtíðar horfur Canada. Við eig-
um og verðum að sýna það að vi-5
séum ekki bara labbakútar i föru-
neyti valdhafa þessa lands.
Frelsis þráin, í viðtækri merking,
hefir verið og verður æfinlega sterk-
asti þráðurinn i Iifsskoðun Islendinga,
hvar sem þeir festa rætur um víða
veröld. Endur fyrir löngu sköpuðu
forfeður okkar gullaldar-tímabil á
eylandi lengst úti í norðursæ. I>eir
hurfu frá sinni fornu ættjörð og
| blómlegum búgörðum, heldur en að
gjörast skósveinar nokkurs annars
manns.
Með þessum arfræku eðliseinkenn-
um frá fornu fari, var það auðvitað
eðlilegt, að nafnið “liberal” eða frjáls-
lyndur hlyti að hylla og ginna Is-
lenzkan nmigranta er hann kom fyrst
til þessa lands. Hann trúði því, í
sinni bamslegu einfeldni, að einmitt
þessi pólitíski flokkur, með svona dá-
samlega fallegu nafni, hljrti að full-
nægja sinni frelsis þrá.