Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 09.07.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA heimskringla WINNIPEG 9. JttLt, 1930. Fjær og Nær Síðastliðið sunnudag-skvöld lézt að 702 Home St. hér í bænum, merk- iskonan Guðrún Friðriksdóttir, i hárri elli. Verður hún jarðsungin í dag (miðvikudag) kl. 4, frá kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg. Guðrún heitin var eljukona með afbrigðum og trygg mjög vinum sín- um og þeim málefnum er hún unni Verður hennar minnst nánar hér í blaðinu sínar. » * • Jón ölafsson, umboðsmaður Hkr. í Selkirk, leit inn á skrifstofu blað3- ins í gær. Hann var að finna frænd- fólk og kunningja í bænum. * • • Gunnar Th. Oddson lagði af stað í gær út til Lundar og býst við að dvelja þar nokkra daga'. * * • 1 bréfi til Mrs. Margrétar Bridges I Selkirk, frá systur hennar Halldóru Benson, er heim fór með seinni hópn- um, segir að sjóferðin hafi verið hin skemtilegasta, og íslenzkir söngvar og molakaffi hafi á hverjum degi ver- ið á takteinum á skipinu. Bréfið er skrifað seinasta daginn á hafinu, áð- ur en lent var í Reykjavík. • • • tslenzkan mann vantar vist úti í Alftavatnsbygð eða Shoal Lake bygð Mjólkar kýr og fer með hesta og er vonur allskonar bændavinnu. Kaup eftir verðleikum. Upplýsingar gefur Heimskringla. • * • Gestur Thorsteinsson, ungur mað- ur, aðeins 32 ára að aldri, andaðist 4 Gimli eftir langt sjúkdómsstrið. Bar dauða hans að höndum hinn síðasta dag júnímánaðar. Foreldrar hans voru Jón Thor- steinsson greiðasölumaður á Gimli og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir, nú látin. Um langt skeið stundaði Gestur heitinn rafmagnsiðju. Nam hann þá iðn bæði í Winnipeg og síðar í þjónustu stórfélaga þeirra, er hann starfaði fyrir í Bandaríkjunum. — Einnig hafði hann lokið prófi í Win- nipegborg sem “Moving Picture Operator”. Gestur kvæntist í Chicajgo Ellu Dempsey, sem nú syrgir hann ásamt öldruðum föður og þrem systrum og einum bróður. Eru systkini hins látna þessi: Guðm. Helgi, búsettur í Winnipeg, Mrs. Knight, búsett i Sault St. Marie, Mrs. Fair, í Winni- peg, og Mrs. Murray, á Gimli. Gestur var jarðsunginn i Winni- peg þann 3. júlí og fór jarðarförin fram frá útfararstofu Bardals. Séra Sig. ólafsson jarðsöng. * * » William W. Kennedy, frambjóð- andi Conservatíva í Mið-Winnipeg syðri, hefir þegar byrjað kraftmikla fylgisöflun, og hefir opnað eftir- fylgjandi upplýsingaskrifstofur: Aðalskrifstofa: — Fyrsta gólfi, Lindsay Bldg., homi Notre Dame og Garry. 'Simar: karla 29 861, kvenna 29 864. 1. Horni Portage og Lipton, 962 Portage Ave. Sími 34 559 2. Horai Sargent og Victor. Sími 71 225. 3. St. James, 1811 Portage Ave., Símar: Manna 62 332, kvenna 62 331. Mál komið að reka beljuna úr stabbanum Miss Jóhanna Einarsson ....... 1.00 M. Olason .................... 1.00 Mrs. J. M. Olason ............ 1.00 Mr. og Mrs. O. M. Olason ..... 1.Q0 B. J. Austfjörð .............. 1.00 Mrs. Þórunn Eyjólfsson ....... 1.00 Mrs. J. Samson ............... 0.50 Mrs. Anna Johnson ............ 1.00 Mr. og Mrs. H. Anderson ...... 1.00 Mr. og Mrs. T. H. Thorlakson 1.00 Helgi Thorlakson ............. 1.00 Mr. og Mrs. H. Johnson ....... 1.00 G. Einarsson ................. 1.00 Frá Akra: Mr. og Mrs. G. Einarsson, frá Víðilæk .............. 5.00 Mrs. H. E. Abrahamsson ....... 1.00 Guðrún öladóttir ............. 0.50 Mrs. Hallgerður ólafsdóttir Stefánsson (ekki austf.) .... 1.00 G. Thorlksson ................ 1.00 Mrs. G. Thorláksson .......... 1.00 Mr. og Mrs. E. G. Thorláksson 0.50 Mrs. P. Nelson .............. 1.00 Mrs. R. Johnson .............. 1.00 Mrs. Björg Hannesson ......... 2.00 Opið bréf til frú Rósu Casper ... í Blaine, Wash. Skrifað á skipinu Montcalm 20. júní 1930 — 100 mílur eða svo frá ts- landsströndum. Vina mín góð! Þetta bréf á að þakka þér og öllu samverkafólki þínu fyrir að senda mig til Islands, því nú geri eg ráð fyrir að verða þar innan skamms. Ferðin hefir gengið vel og verið hin ánægjulegasta, að undanskildum tveim dögum sem Ægir gamli hefir vaggað okkur óþarflega mikið. Og enn gerir hann það. Á fjórða degi frá Montreal gerði veður mikið und- ir kvöldið og fór versnandi alla nótt- ina og næsta dag, n.l. þ. 18. þ. m. Hélt því áfram fram um miðnætti, en tók þá heldur að réna. Að morgni þess 19 var það orðið betra og um miðjan dag gott. Var þá gott fram & nótt, og nóttin hálfbjört kl. 12, n ! miðnætti, enda margir á fótum frarc yfir þann tíma. I morgun, þann 20., er aftur all- mikil alda og þykkt loft. Margir eru meira og minna veikir og kviða vondri landtöku, sem þó getur breyzt til batnaðar áður en þar kemur. Við eigum að lenda kl. 9—10 í kvöld. Af því að höfuðið á mér ruggar með skipinu, verður ekki meira úr þessu bréfi i bráð. Meira seinna. Þin einlæg, M. J. Benedictsson. • • » Minningarsjóður Kvennaskólans á Hallormsstað. Aður auglýst ............. $1233.11 Rev. og Mrs. Rúnólfur Mar- teinsson, Wpg................ 2.00 Safnað af Jóseph Einars- syni, Hensel, N. D.: Mrs. Guörún B. ölafsson ....... 1.00 Olafur B. ölafsson ............. 0.50 Mrs. Margrét . Nelson....... Jóseph Einarsson................ 1.00 Samtals ...... $1265.11 Hlutabréf í Eimskipafélagi ts- lands, 100 kr. Gjöf frá Mrs. Pétur Gíslason, Bellingham, Wash. • • • Skemtiferðin til Gimli á sunnudag inn kemur (13. júlí). Er áformað að íslenzkir Goodtemplarar og hverjir aðrir, sem vilja verða með, safnist saman á Gimli þann dag. Kl. 2 e. h. fer fram prógram á íslenzku í skemti garðinum á Gimli. Aðalræðumaður er dr. Sig. Júl. Jóhannesson. — Fri Winnipeg fer C.P.R. lestin af stað kl. 10 að morgni, en frá Gimli kl. « að kvöldi. Fargjald $1.25 en fyrir börn 65c. BERTRAND RUSSELL UM BOLSHEVISMANN Belshevisminn rússneski er sífelt mikið ræddur og um hann deilt, ekki sízt nú, vegna deilanna um afstöðu kommúnismans til bændanna. Margt af því, sem um mál þessi er sagt á báða bóga, virðist vera litað og oft erfitt að gera sér grein fyrir ástand- inu. Það er því fróðlegt að kynnast. því, sem merkir menn, sem sjálfir hafa farið til Rússlands, segja um á standið. Einn af þeim, Bertrand Russell, hinn ágæti fræðimaður, sem Lögrétta hefir oft sagt frá áður. — Hann kom þangað fyrst á fyrstu á- um byltingarinnar og var henni hlynntur fyrirfram. Rússneska byltingin er ein af hin- um miklu hetjuviðburðum sögunnar, segir hann. Það er eðlilegt að bera hana saman við frönsku byltinguna, en áhrif hennar eru samt miklu þýð- ingarmeiri; hún breytir daglegu lífi og hugsunarhætti miklu meira. Mun- urinn sést bezt á því að bera saman Marx og Rousseau, sá síðari blíður og hugreikull tilfinningamaður, sá fyrri strangur og skarpur skynsemd- armaður. Þýðingarmest í rússnesku byltingunni er tilraunin til þess að framkvæma kommúnismann. Eg trúi því, segir Russell, að kommúnisminn sé heiminum nauðsynlegur og eg held að hetjuskapur Rússa hafi örfað mannkynið mjög til þess, að auðveld- ara verði í framtíðinni að gera kom- múnismann að veruleika. En sú aðferð, sem Rússar nota til þess, að koma kommúnismanum á, er aðferð • byrjandans, harkaleg og hættuleg og alltof áköf til þess að gera sér grein fyrir því, hvað sú and- staða, sem hún vekur, er þjóðfélag- inu dýr. Eg held, að á þennan hátt verði ekki komið á varanlegum og æskilegum kommúnisma. Núverandi ástand virðist mér geta haft þrenn- 1.00 ar afleiðingar: að bolshevisminn verði alveg barinn niður af auðvald- inu, að bolshevisminn sigri með því | að snúa baki við sínum eigin hug- j sjónum og verða svipaður og keis- | araveldi Napóleons, eða loks, að heimsstyrjöldin haldi áfram enn á 1 ný, en þá myndi menningin farast og með henni ^Jlt það, sem hún hefir Flestir framleitt, lika kommúnisminn. aráranna Eg er því með öðrum orðum, segir Russell, sammála bolshevikum um nauðsyn nýs þjóðskipulags, og álít einnig að það þjóðfélag muni á ein- hvern hátt hljóta að verða sameign- arþjóðfélag. En eg trúi ekki á að- ferðir þeirra, og einkum er það eitt, sem mér er á móti skapi i fari þeirra. Bolshevismi þeirra er sem sé ekki einungis stjórnmálastefna, hann er líka trú, trúarbrögð með kennisetn- ingum og helgiritum. Þegar Lenin ætlaði að sanna eitthvað gerði hann það altlaf, ef unnt var, með þvi að vitna í ummæli Marx og Engels. Kommúnisti er ekki einungis sá, sem álítur að land og fjármunir eigi að vera sameign, en hann verður einnig að hafa ýmsar fyrirfram ákveðnar skoðanir á öðrum efnum, t. d. verður hann í heimspekismálum að aðhyll- ast efnishyggju. Það er hugsanlegt að sú skoðun sé rétt, en vísindalega hugsandi fólk getur samt ekki á það fallist eins og vísindum er nú komið. En það er mannkyninu mjög áríðandi að halda fast í vísindalegt sjónarmið. Réttlátara efnahagskerfi væri of dýru verði keypt, ef það fengist ekki með öðru en því, að hefta hugsanlr mannanna í frjálsri rannsókn. Kreddu föst ofsatrú getur verið til styrktar í baráttu augnabliksins fyrir einstak- linginn, en annars verða menn að vona að allur ofsi hverfi. Valdhafar nútímans eru slæmir menn og lífsform nútimans er dæmt. En það er erfitt að framkvæma um- skiftin til hins nýja eins blóðsúthell- ingalaust og auðið er, og með því að varðveita eins mikið og hægt er af verðmætum núverandi menningar. Þegar möguleikar þessa starfs eru ræddir, er ómögulegt að ganga fram hjá hinum merku atburðum í Rúss- landi, þó að bolshevikum sjálfum hafi ennþá ekki tekist að framkvæma um- skiftin á milli hins gamla og nýja á æskilegan hátt. (Lögrétta.) NF SKILRIKI UM UPPTÖK HEIMSSTYRJALDARINNAR samkvæmt skjölum Sir Arthurs hef- ir þeim ekki einungis verið haldið á- fram, heldur var þeim í september 1911 komið svo langt, að Bretar sendu 4 eða 6 herdeildir til meginlandsins, þegar til ófriðar drægi, en árið 1812 var franska stjórnin sannfærð um það, að stríðið kæmi “næsta eða næstnæsta ár” og taldi það meira að segja heppilegra fyrir Frakkland, að drægist ekki mjög lengi. En nú kem- ur það eftirtektarverða, að sam- kvæmt upplýsingum Sir Arthurs gerðu bæði Bretar og Fra'kkar ráð fyrir því, að brjóta hlutleysi Belgíu, með því að senda þangað enskan her á undan Þjóðverjum. Frú Warwich bætir við þeim upplýsingum, að 4 ár- um áður en stríðlð hófst, hafi enski foringinn French farið að Iæra frönsku, af því að hann væri sann- færður um að stríð væri í vændum. ^Hann bað þá einnig frúna að koma sér í samband við Clemenceau; sem hún þekkti vel, og hittust þau öll heima hjá Clemenceau. French sagði að Bretar mundu, ef til ófrið- ar drægi, senda 400 þúsund hermenn til meginlandsins, en Clemenceau sagði að minna en miljón dygði ekk'.. Þegar French minntist á hlutleysis- samning Breta við Belgíumenn, sagði Clemenceau, að “samningar væru gildislausir þegar út í ófrið væri komið”. Eftir þessu hafa Bretar og Frakk- ar sjálfir verið reiðubúnir til sama afbrotsins, sem þeir síðar töldu dauða synd Þjóðverja. (Lögrétta.) borg, E. J. G. Rosén ritstjóri, Umea, Ivar Wennerström ritstjóri, Erik No- réen docent, Dag Strömbeck fil. lic.» Lundi, Gunnar Lejström fil. mag., og E. Fors Bergström ritstjóri. Sama blað getur þann 8. maí um hátíðagjöf Svía. Veitti sænska þingið eins og kunnugt er 25,000 kr. til þess að gefa Alþingi veglega gjöf í tilefni af þúsund ára afmæli þess. Ákveðið hefir verið að gjöfin verði ljósmyndaútgáfa af Flateyjarbók. Sir Arthur Nicholson og Lady Warwick íelztu menn heimsstyrjald- hafa nú skrifað eitthvað meira eða minna um það, sem þá fór fram. Ýms atriði um upptök styrj- aldarinnar og rekstur hennar eru samt óljós ennþá. En nú er samt farið að ræða þessi mál miklu hisp- urslausar en áður og hefir nýju ljósi verið varpað á mörg stjórnmál og hermál þessara ára. I Englandi er nýlega komin út bók um þessi efni, sem mikla athygli vekur. En það er æfisaga Sir Arthur Nicholson, eftir son hans. En Sir Arthur var mik- ilsmetinn brezkur sendiherra, og seinna, á árunum 1910—1916 helzti aðstoðarmaður utanríkisráðherrans, Edward Grey. Crt af þessari bók hef- ir Warwich greifafrú skrifað i enska stjórnarblaðið Daily Herald og hafa út af þessu spunnið miklar umræður um mikilsvert en óljóst mál — það sem sé, hvernig háttað hafi verið sambandi Breta og Frakka, þegar styrjöldin hófst. Eins og mönnum er i fersku minni, héldu Bretar því oftast fram á ófrið- arárunum, að þeir hefðu ekki við ó- friði búist, ekki viljað hann, en dreg- ist inn í hann fyrst og fremst til að vemda hlutleysi Belgíu, og var Þjóð- verjum ekki legið á hálsi fyrir ann- að meira en þetta hlutleysisbrot, að vaða með her sinn yfir Belgíu. Að vísu hefir það seinna komið fram, bæði i bókum Haldanes og Churchhills sem Lögrétta hefir sagt frá, að Bretar bjuggust við stríði og höfðu góðan viðbúnað, og Churchill hefir meira að segja sagt frá ráðagerðum þeirra um hlutleysisbrot á Norður- löndum. En nú koma skilríki Sir Arthur Nicholsons og frásagnir Warwich greifafrúar til sögunnar með nýjar og enn furðulegri upplýs ingar. Það var kunnugt áður, að enskir og franskir herfræðingar fóru að tala saman um ýms hermál árið 1906, en Grey segir í endurminning- um sínum, að hann hafi ekki grensl- ast eftir því, hvort þessum samtöl- um hafi síðar verið haldið áfram. En Frá Islandi Rvík 6. júní. Island og Sviþjóð. I Stockholms Tidningen frá 14. maí er þess getið, að mánudaginn þar á undan hafi menn úr ýmsum hlutum Svíþjóðar komið saman og ákveðið að stofna félagið “Sverige Island” til eflingar vináttu og viðskiftum Svía og Islendinga. Formaður stjórnarinn- ar var kosinn Elias Wessen prófessor, varaformaður Hjalmar Lindroth pró- fessor, en aðrir stjórnarmeðlimir eru: Kustaf W. Roos landshöfðingi, Fritz Henriksson legationsráð, Holger Fred- rik Holm ræðismaður, Gautaborg, Natanael Beckman prófessor, Gauta- J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. THOMAS JEWELRY CO. tjrsmíði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham trr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg Lesið Kaupið og borg- ið Heimskringlu ROSE Sargent and Arlington Phone 88 525 Thur., Fri., Sat., This Week JACK MULHALL and PATSY RUTH MILLER —in— “Twin Beds” 100 \% TALKING SINGING DANCING A hugse success as a stage play —Now the sensation of the taló- ing screen—Twin portions of everything,—Twice the fun — Twice the laugh —- Twice the thrills. (Passed general) Added “TARZAN THE TIGER” TALKING COMEDY and MICKE MOUSE Mon., Tues., Wed., Next Week Extra Special Holiday Prograni Strictly Modern Starring FOROTHY MACKAILL 100% TALKING * The peppiest, cleverest, smart-í est of screen comedies—it is rich in drama too—(Passed G.) Added ..Comedy — Cartoon — News.. Special Holiday Matinee Tuesday, July 15 Doors upen at 1 p.m. 4 A-, Children’s Matinee I Uw New Street Car Fares EFFECTIVE MONDAY, JULY 14, 1930 Cash Fare............7 cents 5 Tickets for.35 cents 15 tickets for...$1.00 WORKMEN’S TICKETS 4 tickets for..25 cents good 6 to 8 p.m. and 5 to 6.30 p.m. daily Winnipeg Electric Company vfuumvg/Ji Tími kominn til breytinga Hjálp gegn vinnuleysi WILLIAM W. KENNEDY Skuldbinding Conservativa bráSabrgða hjálp við vinnuleysi með því að 1. Að byrja strax á lagningu þjóðbrautar frá hafi til hafs. 2. Að halda óhikað áfram með opinber^ verk, sem eru al- þjóðar nauðsyn. 4. Að takmarka innflutning 3. Að takmarka innflutning á fólki, þar til atvinnulausum hefir verið séð fyrir góðri at- vinnu. Varanlegri hjálp með því að taka upp þjóðlega stefnu, þannig að framieiða eft- ir því sem hægt er, í candiskum verksmiðjum, af canadiskum verkamönnum þær vörur notað- ar eru í Canada. Skuldbinding Liberala Mr. King neitar því að atvinnu- leysi sé alþjóðarmál, en lofar ar aðeins RÁÐSTEFNUM. Sem sé aðeins MÆLGI MÆLGI MÆLGI frambjóðandi Conservatíva í Mið-Winnipeg syðri. Greiðið Kennedy atkvæði í Suður Mið-Winnipeg r/sYt/gyt/'éVr7lwéVfr«YyéYr/'éVf/'éVrréVrréVr/ivrréVí/'éVfaYi/'éWéVí/éVí?éVí/'éVíréVí/'«vt/'«iY/'«vr/'éVý««vr/*v:/'*vf^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.