Heimskringla - 20.08.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.08.1930, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry H Cleaned & Pressed^ I »UU (Cash and Carry Priee) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk P 4 AA Dresses Dry Cleaned^ I aUU & Finished (Cash and Carry Pricei Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN , 20. AGírST 1930. NCrMER 43 Lundúnamótið Á rökstólum sitja nú sérfróðir menn — Við sjerrí og allskonar krásir — Að ræða’ um þá nýung, hvort ráðlegt sé enn, Að rýmka um stórhöfin, allir í senn, — Bn býsna’ eru herrarnir hásir. Loftið á Englandi’ er eitthvað svo hrátt Og útsynningsgjarnt þar við hafið, Að byrji þar nokkuð af annari átt, Þá eiga nú raddfæri mannanna bágt; En vitið um tungurnar vafið. Með stórflota’ á höfninni er herrunum skýrð Sú hugsjón er þjóðirnar flíka. Því bryndrekar minna’ á þá deyjandi dýrð, Sem drottnarnir óttast að skuli nú rýrð, — Og gruna’ að þeir lækki þá líka. Þó skilst mér, þeir afleggi, helzt núna í haust, Við harmstunu skerandi sára, Það hrip, er með Dewey í bernskutíð brauzt; Með bæn síðan leggi það smurt upp í naust, — Þá tveim sinnum tuttugu ára. Þótt viti nú flestir að flotar á sjó Sé feigðarmark líðandi tíða, Þeir sleppa’ ekki glatt þeirri kúgunar kló, Sem kjarkinn og lífið úr fólkinu dró, Unz ósigur alveg þeir bíða. En loks, þegar biikandi loftskarinn frár Og lyfjaher þjóðanna stækka, Að leikspilum kónganna dregið mun dár, Því drekinn á hafinu virðist svo smár, Og liðsmenn að fleytunni fækka. En munurinn liggur þá mestur í því, Að morðtólin eflast og vaxa: Að þar sem að áður var eldur og blý, Er eitur, sem breiðist um jörð eins og ský, Þar heldæmdir fjörviðir flaksa. Eins lengi’ eins og sálin er metin á mynt, Og manndáð í titlum og “orðum’’, Fá höfðingjar jarðar sín helvíti kynt, Og heimskingjann svanga með loforðum ginnt Að lifa á lög-gylltum morðum. En eitt sinn mun heimurinn villast á vit, Sem vekur upp h.ugsun þ'ess ríka; Því auð-sveðjan á sér í bakkanum bit, Er bol-ristir alla, sem dáðu’ hennar glit, — Og aumingja eigandann líka í skólunum heyrist að mannætu-mennt Sé misskilin aðferð til frama. En hins vegar aftur er okkur þó kennt, Að ákveðin framför nú heimti það tvennt, Að eta’ upp hvern annan og lama. En úrlausnin kemur þó, sýnist mér, senn, Því sjálfselskan halda mun velli. Og til eru ennþá þeir munvitru menn, Sem máske fá séð við þá ráðgátu enn, Að seinast það sjálfa þá felli. P. B. Fyrsta útborgunin á hveiti í sam- lögunum í Canada, er fullyrt að verði 70 cents fyrir mælirinn á þessa árs hveiti (1930). Þetta verð á auðvitað við No. 1 Northern hveiti í Fort William. Er það sama verðið og fyrir hveiti árs- ins 1929 hefir verið borgað síðan í júlí í yumar. Þó þetta hafi ekki enn venð kunngert af forseta samlags- ins, A. J. McPhail, er fréttin talin á- reiðánleg, og bankarnir, sem áður kröfðust meiri tryggingar fyrir þess- ari utborgun, kváðu á fundi samlag- anna nú hafa gengið að þessu. Af hveiti frá árinu 1928 er talsvert enn óselt. Og af 1929 uppskerunni þeim mun meira. En salan á því hveiti er ábyrgst af fylkisstjórnun- um í þremur vesturfylkjunum, eins og kunnugt er. Sjá bankarnir eða lánsstofnanirnar sér þar því borgið. Þess vegna fóru þeir nú einnig lengi fram á, að nokkuð af þessa árs hveiti væri selt, áður en óseldu birgðirnar frá 1929 væru seldar. En slíkt var víst ekki í mál tekið af samlaginu. Fyrsta útborgun hefir, síðan að f og því mörg hundruð mílur frá nauð- synlegri læknishjálp, er um þessa veiki er að ræða. Var því skeyti sent til Winnipeg eftir flugbát. Kom hann hefir tiltölulega skamman tíma norður að Poplar River. Var Jóhann- esson borinn út i hann og flaug bát- urinn hraðar' en fugl flygi aftur af stað og komst með sjúklinginn til Winnipeg í tæka tíð til þess að uppskurð væri hægt að gera á hon- um. Heilsast Jóhannesson eftir öll- um vonum vel, þegar þetta er skrif- að, á öðrum degi eftir uppskurðinn. Kemur öllum saman um það, að loft- báturinn hafi bjargað lífi hans. • * * Bennettstjórnin hefir, eftir því sem blöðin herma, ákveðið að stöðva fólksinnflutning frá Evrópu til þessa lands um stundarsakir. Leggur blað- ið Free Press það svo út, sem með þessu sé verið að bægja Bretum frá innflutningi hingað, sem hér hafi þó reynst nýtir við vinnu hjá bændum út um byggðir. Skal hér ekkert um það sagt, hvort fólksinnflutningur frá Bretlandi sérstaklega hafi reynst heppilegur síðari árin eða ekki. Hitt dylst ekki, að fólksinnflutningur hingað eins og nú stendur á, er ekki ákjósanlegur, hvaðan sem hann kem ur, meðan vinnulýður þessa lands gengur tugum þúsunda saman at- vinnulaus um götur og getur enga björg sér veitt. Það er annað mál, þegar einhver breyting hefir orðið á ástandinu, hvort hagsælt sé að hefta fólksflutning hingað. Þegar landið er' móttækilegt fyrir hann, er engin hætta á að það verði gert. I bráðina mun því þjóðin vel una við það spor, sem innflutningsmálaráðherrann hef- ir stígið í þessu máli. * * * Eftir þvi sem Bracken forsætis- ráðherra i Manitoba kunngerir, hef- ir tekjuafgangur fylkisins yfir fjár- hagsárið, sem endaði 30. apríl s.l. orðið 180,570.85 dollarar, og er það mest að þakka því, að ágóði af vín- sölu, tollar, skemtiskattur, gasoline- skattur, bílaleyfi gáfu fylkinu $1,- 000,000 meiri tekjur en áætlað hafði verið. * * * Þjóðareign Canada er talin að vera 2 996 dollarar á mann til jafnaðar, en misjafnt skiftist þetta niður eftir fylkjum. 1 British Columbia eru menn auðugastir ,og telst eignin þar að vera 4,339 dollarar á hvern mann. Næst er Alberta með 3,717 dollara; Ontario með $3,063; Manitoba með $2,986; Quebec með $2,759; Nova Scotia með $1,589; Prince Edward Island $1,759; New Brunswick $1,887 i Talið er að 27.82% af þjóðeign Can- }ada liggi í jarðeignum. * * * j Sir Robert Borden, eitt sinn for- I sætisráðherra, hefir verið skipaður af núverandi stjórn sem fulltrúi Canada á þing Þjóðabandalagsins, er bráð- lega kemur saman í Genf. Kemur hann var einn af mönnunum, er rit- and öldungaráðsmann, er áður hefir gegnt starfi þessu. Er það vel til fallið, að Borden skyldi vera falið starf þetta, þar sem hann heitir. Allt sem menn vita um aði undir sáttmálann 1919, sem varð til þess að bandalagið var stofnað. » * « Hin nýja stjórn hefir þegar gert ráðstafanir til þess að fyrirbyggja at- Blakebum, B. C., eru þær, að af þeim 45 manns, er innilokaðir urðu í nám- unni, hafi nú 16 lík fundist. Er ekki búist við að þeir séu á lífi, sem enn eru ófundnir. Sum líkin hafa skadd- ast svo við sprenginguna að lítt þekkjanleg eru. Sigurvegarinn HVAÐANÆFA samlagið var stofnað fyrir sjö árum, verið einn dollar, nema árið 1928. Þá var hún 85 cent. Árið 1929 var j vinnuleysl. Hefir fundur verið hald- útborgunin fyrsta einn dollar, ogjinn með formönnum ýmsra verka- hefir ekkert meira verið borgað af | mannaféiaga, til þess að afla sem þess árs uppskeru. Igreinilegastra upplýsinga um ástand- Verði því, eins og nú lítur út fyrir, I ig. Verður aukaþing kallað saman greidd 70 cents sem fyrsta útborgun ! strax í næsta mánuði, til þess að á þessa árs uppskeru, má það eftir J reyna að ráða bót á atvinnuleysinu ástæðum heita ekki sem verst. En 0g íeita úrlausna á því. ef úr þeirri kreppu, sem hveitisalan | * * * nú virðist vera komin í, verður kom- j Þeir Hon. J. T. Anderson, forsætis- ist, þarf samlagið að vera greiðara ráðherra Saskatchewan, Bracken for- á sölu sinni en það hefir verið. Að sætisráðherra í Manitoba og Brown- halda hveitinu óseldu fyrir nokkura , íee forsætisráðherra i Alberta, dvöldu centa verðmun, þegar verðið er á j síðustu viku í Ottawa til þess að ræða annað borð sæmilega hátt, er að; við Bennett um atvinnuleysis- og stofna hveitisölunni hér í hættu. Það hveitimálin. Sem árangur af því sam- dylst ekki að samkeppni er að auk- ast á hveitimarkaðinum, og fleiri og fleiri Evrópulöndin eru að taka upp og auka kornrækt. Eftir þeim á- stæðum verða samlögin hér að haga sér. En það er oss næst að halda, að þau hafi ekki gert, og því sé nú komið sem komið er. * » * Herbert Jóhannesson, eftirlitsmað- ur fiskiveiða við Poplar River á Winnipegvatni, veiktist hastarlega af botnlangabólgu s.l. laugardag. Er þetta norðarlega á Winnipegvatni, tali var auglýst sú tilskipun, að um- boðsmönnum Canadian Trade hefði verið gert skylt að takmarka alla sölu sína við Canadahveiti. Hræðilegt slys varð í Princeton, B C., á fimtudaginn var, þar sem 47 námumenn urðu innibyrgðir í kola- námu þrjú hundruð fet niðri í jörð- inni, vegna spreningar, en nokkrir dóu. Lítil von er um að menn þess- ir náist lifandi. • * • Síðustu fréttir af námuslysinu í Forseti Þýzkalands, Paul von Hin- denburg, lét nýlega í ljós við ein- hverja kunningja sína þá ákvörðun að ferðast til Ameriku við fyrstu hentugleika og fara þar á bjarndýra- veiðar. Eigi getur þó orðið af þessu strax, því að næsta ár verður gengið til kosninga, og ætlar hann sér þá að verða í kjöri, ef guð lofar, og yrði þá kosinn til sjö ára. Að þeim tíma liðnum mundi hann standa a níræðu, og þykir mönnum ósýnt hvernig fara mun um bjarndýraveið- arnar. Er Hindenburg göngugarp- ur hinn mesti og léttur á fæti sem ungur maður, þótt nú sé hann orð- inn 83 ára. * * * Fyrir skömmu síðan dó ekkja olíu kóngsins Flaglen, áttræð að aldri. Hafði hún lifað við hinn mesta sparn- að síðan maður hennar dó, og með naumindum getað haft ofan af fyrir sér. Að vísu hafði hún átt eftir nokkur hlutabréf I Standard Oil fé- laginu, en einhverra hluta vegna á- litið að þau væri verðlaus, og hirti því ekki einu sinni um að selja þau. Nú, þegar dánarbúið var gert upp, kemur það upp úr dúrnum, að þau eru 60 miljón dollara virði. Munu systursynir gömlu konunnar erfa þenna skilding, og segja menn að þeir hafi aldrei svo mikið sem ómak- að sig til að sjá hana meðan hún var á lífi. • • • Alltaf fer tízkunni fram hjá kven- þjóðinni. I London eru nú konur o\*lnar svo fínar, að þær fást ekki til að láta ofan í sig annan mat en þann, sem er í “style” við kjólana, sem þær eru í. Virðuleg frú var þar að kvöldboði, iklædd grænum kjól og grænum skó og sokkúm, segir eitt Lundúnablaðið, og fékkst hún ó- mögulega til að borða annað en grænmeti, svo að allt hæfði hvað öðru. Sennilega hefir skaparinn verið þessari konu svo náðugur, að gefa henni “græna” sál, svo að allt hafi verið í samræmi. » ♦ * T New York vildi sá atburður til fyrir skömmu, að leigubíll ók út af brú, þegar hann var að reyna að komast hjá árekstri, snerist hring um sjálfan sig og kom niður á jafn- sléttu 40 fetum neðar, án þess að nokkur meiddist, sem í bílnum var, eða hjólhringur skemmdist. » • • 1 ensku blaði eru þessar tölur gefnar yfir fjölda atvinhulausra i ýmsum löndum: Stóra Bretland, ná- lægt 2,000,000; Þýzkaland, 2,800,000: Rússland, 1,300,000; Japan 1,000,000: Italía, 800,000; Bandaríkin 4,000,000. Víðar er ástandið slæmt en hér i Canada. * * » Fyrir skömmu síðan framdi öku- maður einn í Belgrað sjálfsmorð, út af fátækt og basli. Tveim tímum seinna fékk ekkjan símskeyti um að fjölskyldan hefði unnið 10,000 dínara í ríkislotteríinu. Hafði manngarm- urinn verið full hvatviss að ræna sig lifinu. » » * Dr. Frederick Bedell, prófessor i eðlisfræði við Cornell háskólann í Bandaríkjunum, hefir fundið upp ofurlítið heyrnaráhald, sem sett er í samband við tennurnar, án þess að menn hafi af því nokkur óþsegindi. Kvað þetta koma að betri notum en nokkurt annað heyrnartæki, er áður hefir verið reynt, og fullyrðir Bedell að jafnvel "heyrnarlausir” menn muni geta heyrt með tönnunum á þenna hátt. * * » I Newberry í Michigan er nýlega dáinn maður, sem John M. Young hét, og lagði hann svo fyrir á bana dægri, að menn skyldu gera sér glað an dag við útförina. I erfðaskránni stendur meðal annars: “A gröfinni skal bautasteinn reist ur, þó eigi dýrari en sem svarar 20 dollurum. Skal hljóðfæraflokkur vera fenginn við jarðarför mina, er leiki gleðiljóð ein og skemtilega dansa. 100 vindla er bezt að kaupa E. C. Aurin. Það er auðvelt að hlæja, ef hvolfið blátt Er heiðríkt og sólin skín; Ef vinunum tryggu þú treysta mátt Og taumfús er gæfa þín. En bresti þig vinir og vonin hlý, Og váleg þér ógni drunga-ský, Þá hefir þú fengið þinn hetju-skamt, Ef hlærðu í kampinn — og reynir samt. Það er auðvelt að hlæja, er háskinn þver Og höfninni skipið nær; Ef lánið á endanum lýtur þér, Þótt leiki sér úfinn sær. En meðan að yfir þig brotsjór berst, Og báturinn litli í nauðum verst, Þá reynir það mikið á manndóm þinn Að mæta því öllu með bros á kinn. Það er auðvelt að hlæja, þá hætt er stríð, Og hefirðu sigri náð, Og hlotið það dýra hnoss um síð, Er hafðirðu lengi þráð. En heill sé þeim kappa, sem hlær hvað mest, Þá hvessir í fasið; hann reynist bezt. Því enginn í heiminum heykti þann, Sem hló, þegar lukkan á móti vann. P. B. svo að enginn þurfi óreykjandi að fylgja mér til grafar, eða hlusta á þetta umstang, en sjókólaði og jórt- urtuggur skal kaupa handa konum og börnum. Vil eg að enginn mæli annað, af þeim, er fylgja mér til grafar, en að þeir hafi gert sér glað- an dag.” f * * » A spítala einn í Gamden i New Jersey var Þjóðverji nokkur lagður fyrir 12 árum. Hefir hann legið í dvalarástandi allan þenna tíma þang að til í vor. Hann féll í svefn þegar fallbyssuskotin og klukknahringing- arnar tilkynntu vopnahhléð í nóvem- ber 1918. Maður þessi er 35 ára gamall, en veit ekki sjálfur hvað han nheitir. Allt sem menn vita um hann er það, að han ner stúdent frá Heidelberg. » * * Gandhi, foringi þjóðernissinna á Indlandi, er sagt að boðið hafi Bret- um að leggja niður allan mótþróa gegn þeim, með þeim skilyrðum, að Indlandi verði veitt sömu réttindi innan brezka rikisins sem Canada (Dominion Status). Hvernig brezka stjórnin tekur þessu, er óráðið. Sennilega á það mál bæði fylgjend- ur og andstæðinga á Bretlandi utan stjórnar sem innan. Jóhannes Magnússon Melsted Árið 1886 kvæntist hann Jóhönnu Jóhannesdóttur, Magnússonar, og bjuggu þau á landnámsjörð hans fram að 1893. Þá keyptu þau land mílufjórðung norðvestur af Garðar, og settust þar að, og bjuggu þar rausnarbúi. Þeim varð ellefu barna auðið, og lifa af þeim: Valdimar, giftur enskri konu, efnafræðingur fyrir C. P. R. félagið; Mrs. Elín Seyrup, búsett skamt frá Wynyard; Laufey, hjúkr- unarkona í Los Angeles; Leo, Val- gerður, Elmar, öll upp komin og mannvænleg. Arið 1910 slitu hjónin hjúskap, og fluttist Jóhannes þá til Vatnabyggða í Saskatchewan og keypti þar tvö lönd hálfa mílu norðvestur af Wyn- yard. Hefir hann búið þar hinu mesta myndarbúi siðan. Jóhannes heitinn var hinn mesti atorku- og dugnaðarmaður, skap- þarður nokkuð, en i einlægni unnandi frjálslyndum málum. Hann var jarð- sunginn frá kirkju Quill Lake safn- aðar í Wynyard af séra Benjamín Kristjánssyni og Rev. Current, ensk- um presti á staðnum, mánudaginn 18. ágúst, að viðstöddu miklu fjölmenni. John Masefield lárviðarskáld Breta. Föstudaginn þann 15. ágúst s. I, andaðist að heimili sínu í Wynyard, merkisbóndinn Jóhannes Magnússon Melsted, af afleiðingum af upp- skurði. Hafði hann verið skorinn upp við magasári 1. júní í vor sem leið, en Tskurðurinn vildi eigi gróa, sökum sykurveiki, er sjúklingurinn var einnig haldinn af, og lézt hann eftir tveggja og hálfs mánaðar þunga legu. Jóhannes Melsted var fæddur 29. ágúst 1859 að Guðmundarstöðum í Köldukinn i Kuður-Þingeyjarsýslu á Islandi. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Grímsson á Krossi í Ljósa- vatnsskarði og Elín Magnúsdóttir frá Sandi. Fluttust foreldrar hans frá Guðmundarstöðum að Halldórs- stöðum í sömu sveit, og þar ólst Jó- hannes upp til 17 ára aldurs, er hann fór með móður sinni og systkinum og ólafi Jónassyni, er síðar varð stjúpfaðir hans, til Ameríku árið 1876. Var þá faðir hans dáinn fyrir nokkrum árum. Settist fjölskyldan að hálfa þriðju mílu fyrir sunnan Gimli og reisti sér þar hús, er þeir nefndu að Melstað, og kenndu þeir bræður sig síðan við staðinn. Sjálfur tók Jóhannes land 5y2 mílu frá Win- nipegvatni, vestur með Willow ánni, en sleppti því fljótlega. Eftir fimm ára dvöl í Nýja Islandi, fluttist fjöl- skyldan suður til Norður Dakota og settist að í Garðarbyggð. Tók Jó- hannes land 214 mílu suðvestur af Garðar og búnaðist vel. Englendingar hafa lengi haft þann sið að eitt af skáldum þeirra hefur opinberlega verið skipað “lárviðar- skáld” og hefur notið launa úr ríkis- sjóði. Þetta skáld hefur orkt kvæði við ýms meiriháttar opinber tæki- færi en annars verið frjáls verka sinna og hefur það þótt heiður að vera skipaður lárviðarskáld. En oft hafa staðið deilur um skipunina, eh þáð er forsætisráðherra, sem ræður henni. A síðari árum hafa sumir viljað láta afnema þetta embætti og bent á að oft hafi verið gengið fram hjá bestu mönnunum. Nú er nýlega útnefnt nýtt lárviðarskáld (eftir Bridges) og hefur John Masefield (frb. Meisfíld) orðið fyrir valinu. Hann er fæddur 1875 í Liverpool, var um skeið sjómaður i æsku og vann lengi fyrir sér með ýmsri erfiðis- vinnu í Ameriku og svalt þá stund- iuyi Hann hefur orkt kvæði, leikrit og sögur. Meðal kvæðasafna hans má nefna Saltwater Ballads (1902), Reynald the Fox (1919) ágæta ljóð- sögu og af sögum hans má helst nefna Multitude and Solitude. Masefield er lítið sem ekkert kunnur hér á landi, en er merkur höfundur, friskur, hispurslaus og oft áhrifamikill. Séra Jóhann Bjamason messar næsta sunnudag, þann 24. ágúst, að Steep Rock við Manitobavatn. Mess- an verður sennilega seinni part dags, en messustaður og tími hvorttveggja nákvæmlega ákveðið af fólki þar heimafyrir. Vonast er eftir, að allir, er til geta náð, komi til messu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.