Heimskringla - 20.08.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.08.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. AGtrST 1930. HEIMSKRINCLA 5. BLAÐSIÐA beizlun fossa, hafa án efa verið ærið óljósar, ef dæma má af því, að mál- ið komst fljótt inn á aðra braut. I staðinn fyrir að hugsa um viðráðan- lega hagnýtingu vatnsaflsins til lýs- ingar, vélareksturs og síðar suðu, en það var sú braut, sem virðast mætti nú, að legið hefði beinast við og sem bæði Norðmenn og Svíar fóru fram- an af (stóriðnaður Norðmanna byrj- ar ekki fyr en 1906—10 með saltpét- ursiðnaðinum), þá komst málið inn á loftkastalabraut, ef svo mætti nefna, og það svo rösklega, að á ein- um áratugi höfðu ýmsir menn inn- lendir og útlendir fest kaup á eða tekið á leigu mestallt vatnsafl stór- ánna hér og hugðust nota það til iðn- aðar. Fyrsti samningur um kaup vatns- aflsréttinda er frá 1887. Þá kaupir enskur maður Andakílsfossana fyrir 2550 kr. 1907 semur Alþingi lög, er mæla svo fyrir að aðeins Islending ar eða menn búsettir á Islandi megi hafa leyfi til að hagnýta vatnsafl, og að eignar- eða notkunarréttur- inn megi ekki vera lengri en 100* ár, en þá falli vatnsréttindin endur- gjaldslaust til ríkisins og mannvirki öll með matsverði. Þessi lög binda ekki þetta brask með fossana ,og 1917 er svo komið, að 4 aðalfossafélög eiga allt vatns- afl stóránna og nokkur minni félög áttu vatnsréttindi á Vestfjörðum og Austurlandi. Félögin höfðu íslenzka stjórn samkvæmt lögum, og voru að öðru leyti útlend, enda kom féð frá útlöndum, aðallega Danmörku, Nor- egi og Englandi. Arið 1917 kom i fyrsta skifti beiðni fram á Alþingi um sérleyfi frá Fossa félagi Islands til virkjunar á Soginu. Var sett milliþinganefnd til þess að athuga beiðnina, og jafnframt fossa- málin yfirleitt. 1918 kom önnur beiðni frá fossafélaginu Titan um sérleyfi til virkjunar á vatnsréttind- um i Þjórsá. Var henni einnig vís- að til fossanefndarinnar. 1919 skil- Þessi lög voru numin úr gildi í vatnalögunum, án þess þó að vatna- lögin tækju upp öll ákvæði þeirra. Sökum þess voru lögin um raf- orkuvirki sett 1926 til þess að fylla skarðið aftur. * * * Stöðvar með 50—60 watta afli á mann, má telja nægilegar til lýsing- ar og smávélareksturs, ef aflið er tryggt. Sé aflið fyrir neðan 30 wött, er ekki hægt að hafa fullkomna lýsingu^ enda hefir orðið, t. d. á Siglufirði, að setja upp oliuvél til að- stoðar. Til þess að fullnægja suðumark- miðinu einnig, þarf 150 watta afl á mann til jafnaðar. Eru það aðeins Bíldudals og Reyðarfjarðarstöðin, er hafa svo mikið afl. Bildudalsstöðin er eina stöðin, sem hefir stiðutaxta sem aðaltaxta á ! gjaldskrá sinni. (Gjaldskrá frá 1919, 11. árskw. kostar 235 kr., 2 árskw. 435 kr.). Reyðarfjarðarstöðin er lang aflmesta stöðin og á að geta selt einnig til allverulegrar hitunar. J — Gjaldskrá hennar er enn ekki sett. Allar hinar stöðvarnar hafa starf- að nokkuð mörg ár, og eru yfirleitt orðnar of litlar, bæði af því að kaup- túnin eru í vexti, og svo af hinu, að notkunin og kröfurnar vaxa til auk- ins rafmagns. Olíuaflstöðvarnar í þeim kauptún- um, sem hafa ekki vatnsafl, eru til- tölulega enn aflminni. Það er þvi greinilegt, að á næstu árum stendur fyrir dyrum aukning allflestra nú- verandí aflstöðva í kauptúnum lands- ins. 1 kauptúnum þeim og kaupstöð- um, sem hafa rafmagn, eru samtals 52,000 íbúar í árslok 1928 eða helm- ingur allra landsmanna. 1 sveitum hafa verið reistar nokkr ar smástöðvar, flestar fyrir einstaka bæi, fáeinar fyrir tvo eða þrjé bæi saman. Flestar þessar stöðvar eru vatnsaflsstöðvar, margar fremur ó- Mjólkurá o. fl. í Arnarfirði, 35,000. Samtals 2,267,000. írrkomusvæði þessara áa er um einn þriðji hluti alls landsins. Þessar ár eru vel fallnar til hagnýtingar við stóriðnað. Er hér sunnan lands, á tiltölulega litlu svæði, hægt að fá 1.5 miljón hestafla, í Þingeyjarsýslu tveir þriðju miljón hestafla, en rúm- ar tvær miljónir hestafla á öllu land- inu, sem ekki er sjáanlegt að unnt sé að hagnýta á annan hátt en til stóriðnaðar. Þó eru einstaka fossar í þessum ám, sem er vel hugsanlegt að virkja út af fyrir sig til almenningsnotkun- ar, svo sem Efra Fall í Sogi, Goða- foss o. fl. Annar flokkurinn eru miðlungsár, eitthvað um sextíu að tölu, er hafa 1—10 þúsund hestöfl i einstöku auð- virkjanlegum fossum eða flúðum, sumar marga staði hvern upp af öðr- um, er virkja má smám saman. -— Samtals er hestaflatala þessara áa áætluð liðug 1 miljón. Þetta er sá flokkur fallvatna, sem viðráðanleg- astur er til virkjunar til almennings- þarfa víðsvegar á landinu, þegar um samveitur er að ræða. 1 þessum flokki má nefna t. d. sunnanlands: Ragnárnar Eystri og Ytri, Elliðaárnar, Botnsá í Hvalfirði, Andakílsá, og norðanlands: Fnjóská, Glerá, Fljótaá, Svartá i Skagafirði o. m. fl. — 1 þriðja flokki eru allar smáár og lækir um land allt. Er áætlað að virkjanlegt sé af þessu tæp 1 milj. hestafla. 1 þessum flokki eru flest- ar þær ár, sem teknar hafa verið til virkjunar hingað til. Fyrir afskekkt kauptún og einstaka bæi, þar sem samvirkjun verður ekki við komið, eru þessar ár viða vel lagaðar til virkjunar, til þess að fullnægja raf- magnsnotkún almennings í um- hverfinu, og margar helzt til smáar. Þessi vatnsföll eru svo víða, að engin leið er að virkja þau öll fyrir kostnaðarsakir, enda alveg óþarfi, af ar fossanefndin áliti með frumvörp- um að vatnalögum og sérleyfislög- um ásamt lögum um raforkuvirki. Vatnalögin náðu samþykki Alþingis eftir ýmsarbreytingar árið 1923, sér- leyfislögin 1925. Bæði áðurnefnd fé- lög höfðu þá dregið umsóknir sinar aftur. Eftir að vatnalögin komu, hefir litil hreyfing verið á málinu. Fossa- kaupin voru um garð gengin. Það hafa að vísu tvö félög sótt um sér- leyfi síðan og fengið heimild þings- ins, en þau hafa ekki komið af stað neinum framkvæmdum, hafa skort til þess fjármagn. I allri þessari viðleitni til virkjun- ar á stóránum voru hugmyndirnar um hagnýtingu vatnsaflsins mjög á reiki. Því var haldið fram, að ef vatnsaflið fengist virkjað, kæmi iðn- aðurinn svo að segja af sjálfu sér á eftir, til þess að hagnýta aflið, og jafnframt myndi almenningur geta fengið nóg rafmagn til afnnota mjög fyrirhafnarlítið og mjög ódýrt. Hvor ugt þessara atriða eru nærri sanni. Iðnaðinum hefir aldrei orðið skota- skuld úr því að útvega sér rekstrar- afl, hvar sem hann hefir risið upp. ödýrt vatnsafl er að vísu ágætt skil- yrði fyrir iðnaðinn, en ekki nema eitt af mörgum, og oft á tíðum ekki það mikllvægasta. Um hitt atriðið má segja, að veitu kostnaður rafmagnsins getur orðið tvöfalt dýrari eða meira en virkjun- arkostnaðurinn í aflstöðinni, svo að langt er frá því, að almenningur geti fengið rafmagn úr stórum aflstöðv- um fyrirhafnarlitið. Hér á landi þyrfti ekki aðeins að sækja allt fjármagn til útlanda, held ur og alla kunnáttu og starfskrafta til iðnaðarins einnig. Var því ekki að furða, þótt þessum þætti fossa- málanna lyki að þessu sinni eins og raun er á orðin án annara fram- kvæmda en þeirra aðgerða Alþingis, að setja áðurnefnd lög, og bera þau eðlilega ýms merki þess, að óljósar hugmyndir um stóriðnað hafi kom- ið þeim af stað. * * • Jafnfram þessari hlið málsins, er hefir reynst með öllu óviðráðanleg, byrja ýms kauptún að hugsa um að virkja nálægar smáár til almennrar notkunar, hvert í sínu umdæmi. — Fyrstur er Hafnarfjörður. Þar gekkst Jóhannes Reykdal trésmiður fyrir því árið 1902 að setja upp vatns aflsstöð við Hafnarfjarðarlæk. Hafði hún 16 kw. afl út úr stöðinni og starf- aði á vetrum í 25 ár, en þá var hún orðin ónóg af því að bærinn hafði vaxið töluvert á þessum tíma, en aukning á aflinu erfið. Það var ekki fyr en 10 árum sið- ar að næsta stöð var reist á Eski- firði, en úr því rekur hver stöðin aðra með stuttu millibili. Arið 1915 setur Alþingi lög um raf- magnsveitur, er miðaðar voru við innlenda þörf og aðallega ætlaðar til þess að tryggja sveitastfórnum for- gangsrétt til hagnýtingar á vatns- afli til almenningsþarfa, og þar með að hindra það, að fossakaupin gerðu sveitafélögunum mein. fullkomnar, en flestar tiltölulega afl- miklar. Fyrsta stöðin mun vera sú er reist var á Bíldsfelli í Grafningi nokkru eftir aldamót. Var hún ein- göngu til ljósa. Fyrir eitthvað átta árum var hún aukin og endurbætt og hefir nú afl til eldunar einnig. Næstu stöðvar komu ekki fyr en mörgum árum seinna, og yfirleitt tók stöðvum þessi ekki að fjölga fyr en á síðustu árum. — Munu þær nú vera um 100 alls, og mun þá láta nærri að 1000 manns í sveitum njóti þeirra. Þótt stöðvar þessar séu yfirleitt aflmiklar, svo að ekki mun þurfa að bæta þær að því leyti, munu þær þó ekki vera til frambúðar, margar hverjar. Hefir verið lagt mjög kapp á að gera þær ódýrar, en þá minna hugsað um endingu þeirra. Þar sem einnig kröfurnar vaxa stöðugt til þess að rafmagnið sé tryggt og að spennan haldist ávalt rétt, er ekki að efa, að þessar stöðvar þurfi einnig umbóta á næstu árum. 2. Vatnsaflið á Islandi. Það hafa fáar athuganir verið gerðar á vatnsrennsli ánna hér á landi, miðað við það, sem sjálfsagt er talið í öðnjm löndum, þar sem tekið er að nota vatnsafl. Allar vatnsaflsstöðvar, sem hingað til hafa verið settar upp eða áætlaðar hér, hafa haft sáralitlar og sumar engar vatnsmælingar á að byggja; er þá ekki nema eðlilegt, að misjafnlega hafi tekist til um þær. Erlendis þykir sjálfsagt ,að ríkisstjórnin láti mæla og birta skýrslur um vatns- rennsli ánna líkt og veðurskýrslur eru birtar. Hér á landi mun að til- hlutun ríkisstjórnarinnar vera gerð- ar vatnshæðarathuganir í eitthvað 18 ám, einu sinni eða tvisvar í viku. en engar rennslismælingar. Það, sem menn vita um vatnsafl- ið á Islandi, er því byggt á strjálum mælingum vegna fyrirhugaðra virkj ana og áætlunum að öðru leyti. Þegar fossanefndin starfaði árin 1917—19, gerði hún (Jón Þorláks- son) tilraun til þess að reikna út vatnsaflið á öllu. Komst *hún að þeirri niðurstöðu, að það 'ífnundi vera samtals 4 miljónir hestafla, er talið yrði virkjanlegt nú á dögum. Þessi tala er miðuð við ársmeðalrennsli ánna. ' Síðan hafa verið gerðar áætlanir um virkjun nokkurra fallvatna og vatnsmælingar á nokkrum stöðvum sem starfað hafa síðan. En þær upp- lýsingar, sem við það hafa fengist, breyta í engu þessari áætlun, og verður því hér gengið út frá henni um hestaflatöluna. Vatnsafli landsins má skifta í 3 flokka. Fyrsti flokkur er stórárn- ar, þær er nokkurt fall hafa, en þær eru þessar: Þjórsá með Tungná, meðal hest- aflatala, 940,000. Hvítá, ölfusá með Sogi o. fl., 600,- 000. Jökulsá á Fjöllum, 380,000. Laxá úr Mývatni, 100,000. Skjálfandafljót, 200,000. Lagarfljót, 12,000. því að í stórum landshlutum er auð- séð, að ódýrara verður að taka eitt vatnsafl úr öðrum flokki og veita rafmagni í samveitur frá þvi milli bæja og kauptúna, heldur en að reisa einkastöðvar við hverja bæjará eða læk. Sumstaðar eru þó staðhættir þannig, að samveitu verður ekki við komið, og þá eru einkastöðvarnar nauðsynlegar. Vatnsaflið er svo víða og svo mikið handa okkur — við erum vatnsaflsauðugasta land jarðarinnar að tiltölu við fólksfjölda (40 hestöfl á mann) — að hagnýt- ing vatnsins ætti að vera auðveld. 3. RafmagnsnotUun. Horfur. Rafmagnsveita er nær til nokkuð margra rafmagnsnotenda, þarf að hafa 200—250 watta afl á mann, tii þess að geta fullnægt þeim markaði sem telja má að þegar sé fyrir hendi. Þessi markaður er lýsing, suða, nokkur hitun og ýmiskonar véla- rekstur iðnaðarmanna og annara at- vinnuvega landsmanna. Til þess að vera til frambúðar, þarf að vera hægc að auka aflið um jafn mikið, upp í 400—500 wött, og er þó ekki komið að því marki, sem fyrirsjáanlegt er að rafmagnsnötkun muni geta kom- ist upp i eftir fáa áratugi. Það er því ekki nema eðlilegt, að Alþingi hafi séð nauðsyn þessa máls, enda hefir það legið fyrir tveim síð- ustu þingum. Málið hefir þó ekki verið rætt þar rækilega, en segja má, að tvö aðalatriði þess hafi þó komið skýrt fram. Hið fyrra er, að til þess að rafveitur um sveitir geti orð- ið nægilega aflmiklar og fjárhags- lega tryggar, þurfi þær nokkurs styrks. Hitt atriðið er, að virkjan- irnar og veiturnar verði þannig gerð ar, að ódýrasta og haganlegasta til- högunin fáist í hverjum landshluta. Eins og áður var minnst á, er vatns- aflið til hvarvetna, en ekki víst, að næsti lækur sé ávalt beztur. Þingið hefir í þessu máli eingöngu haft rafveitur í sveitum í huga. En nú er *full þörf á að sjá kauptúnun- um einnig fyrir auknu rafmagni, og reynslan hefir sýnt, að kauptúnaraf- veiturnar geta borgað sig vel fjár- hagslega. Liggur því mjög nærri, að taka málið upp á víðtækara grund velli, og sameina kauptúnarafveit- urnar og sveita rafveiturnar, að minnsta kosti að því er aflstöðvarn- ar snertir, alstaðar þar sem hægt er. A þann hátt má- án efa ná betri fjár- hagsafkomu þessara fyrirtækja en ella. Sé þetta gert, má óhætt full- yrða, að styrkurinn til sveita raf- veitnanna verður ekki það mikill, að hann reynist ekki vel kleifur úr ríkis- sjóði fyrir veitur um mikinn hluta landsins, jafnvel þótt lagningu sveit- anna væri hraðað nokkuð. Það hefir í umræðum um þessi mál á tveim síðustu þingum oft verið nefnd ágizkuð upphæð 70 milj. kr.. er rafveita Isíands mundi kosta. — Þessi upphæð hefir þótt, sem von er til, svo há, að hún mun heldur hafa dregið úr mönnum kjarkinn. En þessi upphæð út af fyrir sig er vill- andi á þessu stígi málsins, þótt hún kunni að vera nærri lagi. Bæði er i þessari upphæð talið með verðmæti allra raftækja og innanhússlagna notenda rafmagnsins.en sá kostnaður kemur fjárhagsafkomu sjálfra raf- magnsveitanna ekki við. Hann hafa notendurnir ávalt greitt af tekjum sínum undir eins og þeir hafa átt kost á að fá rafmagnið. Og sömu- leiðis er ekki um það að ræða, að leggja út í rafveitu Islands í einu taki, heldur að byrja á að veita raf- magni um tiltækilegustu sveitirnar. Það lætur þvi miklu nær að á- ætla kostnaðinn þannig, að varið sé í nýjar aflstöðvar og veitur um 1 miljón króna árlega til jafnaðar (Reyjavík undanskilin) i svo sem tvo áratugi. A rúmum áratug má þá hæglega ná þéttbýlustu hlutum Suð- urlandsundirlendisins og Borgar- fjarðarundirlendisins, og auk þess Eyjafirði, Skagafirði, hlutum af Þingeyjarsýslum og Húnavatnssýslu og vætanlega fleirum. Þessir lands- hlutar hafa 70% allra íbúa landsins, og má það teljast góð útkoma, ef þetta tækist á rúmum 10 árum. Til samanburðar má geta þess að sem stendur er það einmitt 70% íbúa ! Noregs, er hafa aðgang að rafmagni, J og hefir óviða verið lagt eins mikið kapp á að koma veitunum um allar trissur eins og þar. Byrjaði sú hreyf- ing fyrir 14 — 15 árum síðan. Um þessar mundir er árlega aukning þar um 0.5% íbúanna, er bætast við í tölu rafmagnsnotendanna. Gengur því hreyfingin hægt nú orðið, enda J eru ekki nema erfiðistu landshlutar- inr eftir. Það er vonandi, að þinginu auðnist að koma góðu skipulagi á þetta mál, ekki aðeins um hentugur samveitur um stóra landshluta, þar sem sam- i veitum verður við komið, heldur um fjárhagshliðina einnig. Þá komast þessi mál af þeirri byrjunarbraut, sem þau hafa verið á nú, þar sem kauptúnin eru hjálparlitil og af veik- , um mætti að sjá sjálfum sér far- I t borða og leysa úr brýnustu þörfinni til rafmagns, inn á nýja braut, þar sem bæði kauptún og sveitir geta fengið ríflegt afl til afnota á miklu margvíslegri hátt, en hingað til hefir tekist. (Mbl.) Frá Islandi Rvík 29. júní. Undanfarið hefir staðið skákþing mikið í Hamborg á Þýzkalandi, þar sem Islendingar tóku þátt. Er það í fyrsta sinn, að íslendingar hafa tek- ið þátt i skákþingum erlendis, og niá •segja að frammistaða þeirra væri góð eftir atvikum. Skákþinginu lauk þannig að Pól- verjar reyndust skæðastir; höfðu þeir 48(4 vinning; næstir komu Ungverj- ar með 46 tó vinning; Þjóðverjar voru ! þriðju í röðinni með 44(4 vinning. Islendingar höfðu 22vinning og eru jafnháir Lithaugalandsmönnum er einnig höfðu 22(4 vinning. Spán- verjar fengu 21(4 vinning, Finnar 18, Norðmenn 16. • * * Rvík 5. júlí. Sjö fyrverandi Alþingismenn hafa upp úr Alþingishátíðinni verið sæmd ir riddarakrossi Fálkaorðunnar. — Meðal þeirar eru: Steingr. Jónsson bæjarfógeti, Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka og Guðjón Guðlaugsson á Ljúfustöðum. SKÓGAR ELDUM t>Ú GETUR VARNAB SKÓGAR ELDUNI Iðnaður Canada í sambandi við við- artekju eykur þjóð- eignina svo miljón- um dala nemur ár- lega. Þessari auðlind landsins, sem hvern borgara snertir er stór hœtta búin aí skógareldum, sem með nœgilegri var- kárni vœri hœgt að afstýra með öllu. Hver Candiskur þegn œtti því að fara varlega með eld í skógunum. VERNDID SKÖGINN MILJÓNIR MANNA LIFA Á H0NUM / • FOREST SERVICE DEPARTMENT OF INTERIOR

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.