Heimskringla - 20.08.1930, Blaðsíða 7
WXNNIPEG, 20. ÁGCrST 1930.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Hjónabandið.
Eftir þýzkan höfund.
vindinum, og droparnir streymdu
niður eftir andliti hans, því hann
hafði misst höfuðfatið. Samt sem
áður reyndi han ekki til að vera sér
úti um betri stað.
“Vilt þú — vilt þú ekki heldur koma
hing'að ?” spurði Éugenie hikandi, og
ýtti sér fastar upp að trénu til þess
að hann fengi rúm á þeim eina stað
er þur var.
“Nei, þakka þér fyrír. Eg gæti
hæglega orðið þér til óþæginda.”
“Farðu þá að minnsta kosti í káp-
una.” Nú talaði hún í bænarrómi!
“Þú verður öldungis gagndrepa með
þessu móti.”
“Eg þarf þess ekki! Eg er ekki |
eins hræddur við veðrið, og þú held-
ur.” Eugenie beit á vörina í bræði.
Það er aldrei þægilegt þegar vegið er
að manni með manns eigin vopnum.
En þó henni gremdist þetta svar
Arthurs, þó olli það henni enn meira
gremju að sjá þrjóskuna, sem hann
beitti til þess að beta gefið henni
ráðningu. Þarna stóð hann, þar sem
hvassast var, verjulaus; henni fannst
það að vísu ákaflega hlægilegt, því
það gjörði henni ekkert til, henni
stóð hérumbil á sama þó hann veikt-
ist af ofkælingu. En henni var veru-
lega stríð í því að sjá hann standa
þama og bjóða veðrinu byrginn eins-
og hann þættist vera hraustmenni.
Hann, sem lítilli stundu áður hafði
legið svo letilega aftur á bak á mjúku
vagnsætinu, og ekki þolað að hinn
minnsti súgur kæmi að honum. Þurf-
ti hann á stormi og óveðri að halda
til þess a ðsýna henni og sanna, að
hann væri ekki sá væskill og það ó1
menni, er hún hafði haldið hann vera?
Arthur gaf henni samt engan gaum,
han virtist hafa gleymt þvi að
hún væri nærstödd. Hann hafði
krosslagt handleggina á brjósti sér
og horfði út yfir skógi vaxna fjallið,
sem sást að mestu leyti þaðan af
hæðinni er þau stóðu. Hann renndi
augunum hægt af einum fjallstindi
á annan, og við það tækifæri komst
Eugenia að því að maðurinn henn-
ar hefði i raun og veru ljómandi
falleg augu. Hún varð sannarlega
hissa á þessari uppgötvun sinni. Því
hún hafði ekki vitað af neinu öðru
undir þessum augnalokum, sem oftast
voru lokuð til hálfs, öðru en ein-
hverju daufu og þreytulegu, er hún
aldrei hafði gefið upp að athuga ná-
nar. Þó hann stöku sinnum liti upp,
þá var augnaráðið svo dauft og leti-
legt, einsog það væri stórmikilli á-
reynslu bundið að líta upp! En samt
lá talsvert mikið í því augnaráði.
Eftir svip hans að dæma, þá hefðu
menn getað búist við að undir augna-
lokunum mundu felast bláleit og
sviplaus augu. En í þess stað gaf
þar á að líta skær og djúp, móleit j
augu, sem reyndar oftast voru fjör-
lítil en gáfu þó til kynna að þau
mundu geta sindrað neistum af völd-
um ástar og haturs, berandi vott um
sterkan vilja. Það var einsog á bak j
við þetta augnatillit lægi gleymdur j
heimur, sem lengi illu heilli hefði í j
álögum hvílt, en sem þá og þegar gæti
birst á yfirborðinu, ef hin réttu orð
væru viðhöfð til að ryfta álögunum. j
Unga konan fékk þann grun, að faðir j
þessa manns hefði þunga ábyrgð á j
því að hafa að miklu leyti gjörspilit
góðu mannsefni með óviturlegu upp- j
eldi, óg að hann mundi varla fá bætt |
fyrir það atferli sitt.
Þau stóðu þarna alein uppi á hæð-
inni, hvort í sínu lagi. Þoku slæða ;
lá yfir skóginum. Stundum sveipuð-
ust kolgráir þokumekkir þétt að j
grenitrjánum, stundum þyrlaðist j
þokan til og frá, leið eftir láglendinu
í þunnum hvikandi rákum. Þoku- j
skýin huldu einnig fjallið hinumegin
með köflum, hér og hvar rifandi
slæðan, og mökkurinn strokaði sig
upp um fjallstindana, til þess svo á
svipstundu að velta sér ofan dalinn
líkastur ólgandi hafi. Allt var á
kviki. Allt i kring æddi stormurinn, !
var líkast því sem hinir voldugu!
og hrissti hin ævagömlu grentré, j
sem væru þau kornstengur á akri, það j
stofnar styndu þungan, þegar brak- j
aði í þeim, og þeir hlutu að svigna
fyrir átökum stormsins, sem einnig f
feykti skýjunum með óskaplegum
hraða á undan sér. Það var óveður.
sem aðeins getur átt sér stað inni á j
milli hárra fjalla, og þó var þetta
vorstormur! A þessum ægilegu
vængjum kom vorið fljúgandi, ekki
með afli og ofsa náttúrunnar, er bít-
ur af sér vetrarhlekkina. En það var
samt andi vorsins sem lét til sin sól-
ardýrðina og blómailminn, er brátt
muni breiðast yfir löndin. Það fyrir-
heit, er gefur mönnum hugmynd um
hið volduga, skapandi afl, sem opnar
veginn fyrir hinum óteljandi frjó-
öngum til ljóssins pg lífsins. Og
skógarnir er stormurinn þýtur um,
lækirnir, er foesa niður hlíðarnar og
döggvotu dalirnir taka undir kveðju
vorsins. I öllum þessum hamförum
náttúrunnar heyrist óma hið eilífa
fagnaðaróp: Vorið kemur!
! Það var einhver dularkraftur fólg-
i inn í náttúrunni á þvílíku vorkvöldi,
°g þjóðsagnir fjallabúanna sveipa
í hann skáldlegri blæju. Þær segja
; frá bjargvættunum, sem þá ferðast
um ríki sitt, og hverra veldi einnig j
nær til mannanna barna, ýmist fær-
andi blessun eða bölvun þeirra, sem
á slikri stund eru innan þeirra veld-
istakmarka. Þá, sem hér ná sam-
an, megnar enginn að skilja, og þeir, i
sem segja sundur með sér á slíkum
stað, þeir skilja um alla eilifð. Þau
þurftu ekki að ná saman, maðurinn
og konan, , er voru þarna stödd á
hæðinni, er fjallsbúanum var eign- j
uð, þau voru tengd hinum sterkustu
böndum er geta sameinað tvær j
manneskjur, og þó voru þau svo ó- !
kunnug og fjarlæg hvort öðru, sem
mest mátti verða.
Þau höfðu bæði þagað um hríð.
Loks varð Eugenie til þess að rjúfa j
þögnina.
“Arthur!” sagði hún aðeins.
Hann hrökk við ,sem vaknaði hann (
af draumi og sneri sér að henni.
“Hvað viltu?”
“Hér er svo kalt, — viltu nú ekki
lána mér kápuna^þína ?”
Skær roði flaug* aftur um kinnar
unga mannsins, hann starði á hana
og kom engu orði upp fyrir undrun-
ar sakir. Hann vissi það vel, að hin
drambláta kona hefði kosið fremur
að deyja úr kulda, heldur en að láta ,
svo lítið að biðja hann, eins og hún !
gerði nú, niðurlút en þó með ákafa j
í röddinni, eins og hjá þeim, sem
kannast við að þeir hafi gert öðrum |
rangt til. A svipstundu var hann
kominn til hennar og rétti hennf' káp-
una.
Hún leyfði honum þegjandi að ,
leggja kápuna um herðar sér; en þeg- j
ar hann a?tlaði að færa sig aftur á |
sinn gamla stað, þá leit hún til hans, i
alvarleg og með ásakandi augnaráði, ,
en mælti þó eigi orð frá munni. Arth- j
ur hikaði við í nokkrar sekúndur og
var á báðum áttum; en hafði hún j
nú ekki kannast við yfirsjón sína?
Hann sleppti allri þrjózku og stóð
kyr við hlið hennar.
Þokan læddist nú upp úr dalnum
og lagðist þétt utan um þau ,eins og
hún vildi halda þeim kyrrum á þess-
um stað. Fjöllin og Skógarnir huld-
ust í þessari þoku, ekkert sást, nema
stóra grenitréð yfir höfði þeirra.
Það gnæfði hátt í loft upp og breiddi
greinar sínar með veldi út yfir þess- J
ar tvær manneskjur ,er höfðu leitað
skjóls hjá því.
í greinunum þaut vindurinn og líkt ,
ist hvísli leyndardómsfullra radda, og
þess á miiil heyrðist þyturinn í skóg
inum allt í kring, sem organhljómur
— þessi kyrrð og einvera skógarins
samfara hljóm stormsins og þyt
trjánna, hafði ægileg áhrif. Eugenie ,
hrökk við, henni fannst einhver hætta j
vera I nánd.
“Þokan verður æ svartari,” sagði
hún með angist, “og veðrið ískyggi-
legra. Heldur þú að nokkur hætta
geti beðið okkar á þessari leið?”
Arthur leit í kringum sig og strauk
regndropana úr hári sér.
Eg er ekki nógu kunnugur fjöll-
unum okkar til þess að geta dæmt
um, hve hættulegir slikir byljir eru. j
En setjum nú svo að hætta væri á
ferðum, mundir þú verða hrædd?” j
“Eg er ekki hræðslugjörn, en samt
sem áður fer einhver hrollur um mig,
þegar lífshætta er á ferðum."
“Ætíð ? Mér finnst, að sú æfi, er j
við höfum átt þessar síðustu fjórar
vikur ,hafi ekki verið á þann veg, að ,
ástæða sé til að titra, þó hætta væri j
á að henni yrði lokið, ekki einu sinni j
hvað þig snertir.”
Eugenie leit niður fyrir sig.
“Eg veit ekki til þess að eg hafi
kvartar yfir neinu við þig,” svaraði
hún í hálfum hljóðum.
“Nei, yfir þínar varir hefir að vísu
engin kvörtun komið. Ef þú aðeins
hefðir megnað- eins vel að ráða við
fölvan kinna þinna, eins og kvartan-
irnar, sem varir þínar huldu, þá
hefði eg ekki þurft að verða neins
vísari. Eg veit að þig hefir ekki
skort vilja til þess, en enginn vilja-
kraftur hefir vald á yfirliti manns,
og ekki heldur þinn vilji þó sterkur
sé. Heldur þú að það sé mér til
gleði, að sjá hvemig konunni minni,
hægt og hægt, blæðir til ólífis við
hiið mér, af því að forlögin hafa
þvingað hana í það sæti.”
Nú var það Eugenie er blóðroðn-
aði. En það var ekki að kenna á-
sökuninni, sem í orðum Arthurs lá,
sem kom eldroðanum út á vöngum-
hennar, heldur var það hið dular-
fulla augnaráð, er orðunum fylgdi,
og sem hún nú sá, um leið og hann
viðhafði í fyrsta sinn þessi orð “kon-
an mín””! Já, hún var reyndar gef-
in saman við hann i hjónaband, en
hún hafði aldrei fundið til þess, að
hann hefði neinn rétt til þess að
segja við hana: “konan mín .
• “Þvi ertu að minnast á þetta?”
spurði hún og sneri sér undan. "Eg
vonaði að við þyrftum ekki að minn-
ast á það framar, er eg hafði eitt
skifti fyrir öll gefið þér þær skýr-
ingar á því,1 er nauðsynlegar voru.”
“Eg geri það vegna þess, að þú
munt hafa þá röngu ímyndun, að eg
ætli alla æfi að halda þér í þessum
hlekkjum, sem mér eru sannarlega
jafn þungir að bera sem þér.”
Það var ískaldur hljómur í rödd-
inni, en samt leit Eugenie snögglega |
á hann; en hún kunni ekki að ráða j
þær rúnir, er ristar voru á svip j
þessa manns. Hvers vegna var sem j
ský drægi fyrir sólu, í hvert skifti, j
sem hún reyndi að horfa í augu hans ? |
Vildu þessi augu ekki gefa henni svar, j
eða þorðu þau það ekki?”
“Þú talar um — skilnað?”
“Getur þú ímyndað þér, að mér
hafi verið hægt að álíta hjónaband j
okkar á milli mögulegt til frambúðar,
eftir að eg hafði heyrt hin virðulegu
orð, er þú valdir mér, og eg hlaut að
hlusta á, fyrsta kvöldið, er við vorum
saman ?”
Eugenie þagði. Yfir höfði þeirra
bifuðust grænu grenihríslurnar aftur.
Skógurinn lét á ný hjónin — er ætl-
uðu að fara að kveða á um skilnað
sín á milli — heyra sinn aðvarandi,
hljómsterka þyt; en hvorugt þeirra
skildi hvað i þeim þyt lá hulið.
Arthur hélt áfram máli sínu:
“Hvorugt okkar er þannig sett í j
heiminum, að við getum hrundið frá
okkur öllu því, er siðvenjan býður,” '
sagði hann í sama kuldalega rómnum.
“Feður okkar eru hvor í sínu lagi svo
alþekktir menn, og gifting okkar
vakti of mikla eftirtekt, svo að við
getum ekki rift henni þegar í stað
án þess að gefa höfuðstaðarbúum ó-
tæmanlegt og hneykslanlegt umtals-
efni, efiji í ótal hlægilegar hneyksl-
issögur um okkur bæði, þannig að
við yrðum bæði jafnt að athlægi með-
al almennings, æðri sem lægri. Það
er ekki siður manna að slíta hjóna-
bandi einum sólarhring eftir gifting-
una, ef ekkert sérstakt hefir komið
fyrir, er gefi ástæðu til þess; ekki
heldur eftir vikutíma. En vegna
“náungans” og almenningsálitsins
reyna menn að hanga í hjónabandi
árið á enda, þvi að þeim tíma liðn-
um er hægt að segja með talsverð-
um líkindum, að hjónin eigi ekki
skap saman. Eg vonaði að við gæt-
um þolað þetta hjónaband svo lengi
fyrir siðasakir. En svo virðist sem
það ætli að verða okkur báðum of-
urefli. Ef engin breyting kemst á,
þá steypir þetta okkur báðum í glöt-
un. Við örmögnumst undir okinu.”
Eugenie studdi sig við tréð, en
armur hennar skalf, þó röddin titraði
eigi minnstu vitund, er hún svaraði:
“Mér er ekki svo hætt við að gef-
ast upp eða örmagnast gagnvart því
sem mér hefir verið á herðar lagt.
Og hvað þig snertir, þá hélt eg sann-
arlega ekki, að þér féili þetta þungt
að neinu leyti.”
Snöggu leiftri brá fyrir i augum
Arthurs. Það kom Og hvarf aftur
eins og elding. Augun voru jafn-
daufleg og áður, er hann svaraði,
eftir litla þögn:
“Svo það gazt þú ekki ímyndað
þér? Nú, undir mínum tilfinning-
um er nú ekki mikið komið; þær
skipta minnstu. Eg skyldi ekki hafa
minnst á þetta mál við þig, ef eg
ekki hefði séð og fundið, að það var
nauðsynlegt, þér til hugarléttis, að
þú fengir vitneskju um, að hjóna-
band okkar skal verða leyst svo fljótt
sem unnt er. Eg þarf þá ef ef til
vill ekki að sjá þig jafn föla á yfir-
bragði og þessa siðustu daga, og þú
sannfærist þá ef til vill um það, er
þú hingað til hefir álitið ósatt mál
hjá mér, það, að eg hafði engan
minnsta grun haft um þá klæki, er
notaðir voru til þess að neyða þig
til að játast mér.”
“Eg trúi þér, Arthur!” sagði hún
lágt. “Nú trúi er þér.”
Arthur brosti. En brosið var sár-
beitt og biturt, er hann i fyrsta sinn
heyrði konuna sína lýsa því yfir, að
hún bæri traust til hans —
] N a fl 1S pj iöl Id
Dr. M. B. Halldorson
401 B»yd Bldjc-
Skrifstofusími: 23674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heímili: 46 Alloway Ave.
TalHfml: 3315H
DR A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — At5 hitta:
kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h.
Heimilt: 806 Victor St. Sími 28 130
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal A rí.s Dldjc.
Cor. Graham and Kennedy St.
Phone: 21 834
VitStalstími: 11—12 og 1_6.30
Heimlli: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS RLDG.
Horni Kennedy og Graham
Stiindar elnaönmi aiijofrin- eyrna-
nef- og kverka-Mj AkdAma
Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h
og kl. 3—6 e. h.
Talrtfmi: 21834
Heimili: 638 McMillan Ave. 42691
titraði lítið eitt, er hann eftir litla
töf lagði arm sinn utan um hana.
Hvorugt þeirra mælti orð frá
munni á leiðinni. Þau voru hér um
bil tíu mínútur að komast ofan brekk
una. En Eugenie varð æ fölari við
hvert fótmál, er þau komust niður á
við. Hún virtist tæplega geta þolað
að armur hans umkringdi hana, að
hlyti að styðja sig við öxl þessa
manns og vera svo nálæg honum, að
hún fann andardrátt hans á enni sér
og vanga . Og þó færði hann sér
enga af þessum kringumstæðum í
nyt. Hann lét sér umhugað um að
þessu leyti, sem minnst óþægileg að
hægt væri. Hann leit aldrei á hana,
heldur virtist hafa allan hugann við
að gefa gætur að stignum, er þau
yrðu að þræða, til þess að komast
hjá að hrapa ofan í gilið út af renn-
blautri og sleipri götunni. En þrátt
fyrir þessa uppgerðar ró, er hann bar
utan á sér, mátti sjá hina sárbeisku
drætti og titring varanna, er áður
höfðu komið upp um hann, og þegar
þau voru komin niður á jafnsléttu
og hann sleppti hendinni af konu
sinni, stundi hann þungan, eins og
steini hefði verið létt af brjósti hans,
og engum gat dulist, að honum hefði
ekki verið rótt innan brjósts, með-
an stóð á þessu einkennilega ferða-
lagi.
Nú þegar gátu þau eygt búgarð-
inn á milli trjánna, og bæði flýttu sér
sem mest þau máttu að komast á
brautina, er lá þangað heim, eins og
þeim lægi lífið á að vera ekki leng-
ur tvö ein saman. Yfir höfði þeirra
ólmuðust vorstormamir, og uppi á
hæðinni lagðist *þokan aftur þétt að
háa grenitrénu í útjaðri skógarins,
sem fyrir lítilli stundu hafði veitt
karli og konu skjól — á þeirri stundu
og þeim stað, er þjóðsagnirnar eigna
fjallabúanum, er upp hafði kveðið
dóminn yfir þeim, er hittast á þeim
stað, er honum var helgaður.
“Þeir, sem finnast þar, þá megn-
ar enginn að skilja; en hinir, er þar
segja skilið hver við annan, þeir
skilja að eilífu.
XI.
Herra Berkow var þegar heim
kominn, er þau Arthur og frú hans
lcomu af gönguförinni gegnum skóg-
inn, og tók hann á móti þeim. En
ekki leit út fyrir að hann væri í jafn-
góðu skapi sem svo oft áður, er
hann kom heim úr höfuðstaðarferð-
um sínum, á meðan honum var nýtt
um fögnuð þann, er hinar hágöfugu
tengdir höfðu honum fyrirbúið heima
í hans eigin húsi. Að sönnu var hann
nú sem ætíð, ærið kurteis og þýður
gagnvart tengdadóttur sinni, og tók
hæfilegt tillit til sonar síns; en nú
var hann örgerður, órór og utan við
sig, og bar þegar á því þetta fyrsta
kvöld eftir heimkomu hans, en þó
einkum morguninn eftir, er Arthur
gek kinn til hans og mæltist til þess
að fá að tala við hann.
“Seinna, Arthur, seinna!” sagði
hann. “Kveldu mig ekki með að tala
við mig um smámuni núna ,þar sem
eg er gagntekinn af að hugsa um al-
varlega hluti. Peninga- og viðskifta
málefni min í höfuðstaðnum valda
mér hugraunar. Allt er hreyfingar-
laust; allsstaðar er tap í staðinn fyr
ir ágóða; en þetta skilur þú ekki,
leggur þig heldur ekki niður við að
hugsa um það! Eg mun koma því
öllu í lag sjálfur. En eg bið þig,
hlífðu mér við því að hlusta á einka-
mál þín að þessu sinni.”
“Það eru ekki einkamál mín, það
er málefni, sem snertir þig, faðir mælti Berkow snögglega. “Heldurðu
minn! Mér fellur illa að þurfa að að mig langi til þess að stofna lífi
tala við þig nú, er þú hefir við 'svo , mínu í hættu? Að göngin eru
mörgu að snúast og ert hlaðinn á- ; hættuleg, eins og þaif nú eru komin,
hyRRju™: en eg hlýt þó að gera | það er engum efa bundið.”
TaUfml: 2S 888
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIII
614 Soiurrnet Blook
Portaice ATenne WINNIPEG
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja.
DH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
A. S. BARDAL
selur lfkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúna75ur sá. bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvar?5a og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phonei H« 007 WINNIPEG
ingnum, þá getur þú um leið litið
eftir námugöngunum.”
“Það geri eg nú samt alls ekki,”
það.”
“Nú, láttu það samt bíða þangað
til búið er að borða,” mælti Berkow.
Nú hefi eg engan tíma afgangs. Um-
sjónarmennirnir eru þegar komnir
“Og þó sendir þú daglega verka-
menn hundruðum saman niður þang-
að?”
Þetta mælti Arthur í svo einkenni
legum róm, að faðir hans hleypti í
u um
leið og hann gaf hana lausa.
"Þokunni fer að létta,” sagði hann
til að slíta þessu tali. “Og storminn
tekur að lægja innan fárra minútna. j
við v'erðum að nota tækifærið og kom
ast niður i dalinn. Þar er hlé, og þá ;
komumst við fljótlega heim að tún-
garði ráðsmannsins, sem líklega get-
ur léð okkur vagn. Viltu koma með
mér?”
Gatan var bæði brött og sleip of-
an í móti; en Arthur virtist alger-
lega afneita sínum fyrra manni þenn
an dag . Fótviss og hraðstígur gekk
hann ofan brekkuna, en Eugenie átti
örðugt með það. Kjólslóðinn renn-
vætur flæktist um fætur hennar, og
kápan var þung og tálmaði frjálsum
hreyfingum. Arthur sá að hann varð
að hjálpa henni, en á þessari leið var
ekki nóg að lána henni handlegg til
stuðnings; hann hlaut að taka utan
1 um hana, ef hjálp hans átti að koma
! að nokkru gagni — og samt var það
| óhæfilegt. Eiginmaðurinn hræddist
' það að veita konu sinni þá aðstoð,
er sjálfsagt hefði verið að veita
hverjum vandalausum kvenmanni,
og eiginkonan kom sér ekki að því
að taka á móti slíkri aðstoð. Hún
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsimi 24 587
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
Isletizkir lögfrceðingar
709 MINING EXCHANGE Bldg
Sími: 24 963 356 Main St.
Hafa einnig skrifstofur aC Lundar,
Piney, Gimli, og Riverton, Man.
Telephone; 21613
J. Christopherson.
Islenskur Lögfræðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :; Mánitoba.
Mrs. B. H. Olson
TEACHER OF SINGING
5 St. James Place Tel. 35076
Bjömvin Guðmundson
A. R. C. M.
Teacher of Music, Composition,
Theory, Counterpoint, Orchei-
tration, Piano, etc.
555 Arlington St.
SIMI 71(121
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
N»4 H \ k N I \ G ST.
PHONE: 26 420
Ragnar H. Ragnar
Pianokennari
Phone 34 785
—Kennslustofa— .
693 Banning Street
TIL SÖLU
A ÓDfRU VERDI
“PURNACE” —bæT5i vi?5ar og
kola ‘'furnace*’ lítifc brúkatJ, er
til sölu hjá undirrltutium.
Gott tækifæri fyrir fóik út á
landi er bæta vilja hitunar-
fihöld & heimilinu.
GOODMAN A CO.
7S6 Toronto St. Sfml 2S847
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
DnKKHK. nnd Furnlture MotIds
762 VICTOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
og bíða mín í fundarsalnum, og eg j brýrnar. y
hefi látið tilkynna yfirmannvirkja- j “Ætlar þú nú svo sem að fara að
fræðingnum, að eg verði honum sam halda siðfræðisfyrirlestra yfir höfði
ferða til námanna.” mér, Arthur ? Þeir mundu hljóma
“Til námanna! Þú ætlar þá að ! heldur hjákátlega af þínum vörum.
rannsaka námugöngin?” J p>að sýnist svo, að þú í leiðindum þln
“Nei, eg ætla aðeins að líta eftir í um hér uppi í sveitinni hafir farið
aðgerðinni á lyftivélunum. Hvað 1 ag hugsa um manngæzkuna. Láttu
ætti eg að gera við námugöngin?” i það vera. Það er kostnaðarsöm á-
“Eg hugði að þú mundir sjálfur stríða, einkum eins og á stendur hjá
vilja rannsaka, hvort þau litu svo okkur. Sjálfur þarf eg og mun sjá
voðalega út, sem af er látið.” ! um, að baka mér engin útgjöld ein-
i Berkow, sem var á leið til dyra, j mitt nú, er eg sízt má við þeim. Það
sneri sér við og leit undrunaraugum 1 sem er þeinlínis nauðsynlegt, verð-
á son sinn. I ur að lagfærast. En til stórra end-
| “Hvað veizt þú um það, hvernig urbóta vantar mig peninga í bráð.
út lítur í námugöngunum ? Hver Efcki get eg heldur látið vinnuna
l hefir frætt þig um það ? Það lítur hætta, ekki einu sinni um stuttan
út fyrir að forstjórinn hafi snúið sér ; tíma. Til þess að eg gæti það, hefð-
i til míns heiðraða sonar, þar sem eg jr þu þurft að vera svolítið sparsam-
| vildi ekki veita honum þá peninga- j arj en þú varst upp á síðkastið áður
uppbót til endurbóta á námugöng- ; en þú giftist. Yfir höfuð skil eg ekki
unum, er, hann krafðist. Þar sneri hvers vegna þú allt í einu ferð að
hann sér í rétta átt!” | gefa þig við hlutum, sem þú áður
| Hann hló hátt, án þess að taka | hefir ekkert um hirt. Hugsaðu held-
eftir misþóknunarsvip Arthurs, sem j ur um hvernig þú mátt prýða við-
svaraði með þéttingi; ! hafnarsali þína og um vetrarheim-
! “En það verður að rannsaka hvort , >ioð þín í höfuðstaðnum, en láttu mig
hinar heimtuðu endurbætur eru ejnan um áhyggjurnar og ábyrgð-
nauðsynlegar; og fyrst þú nú hvort jna jj því, sem þú ekki berð nokkurt
sem er ferð með mannvirkjafræð- skyn á.”
100 herbergl meB eha á.n baOs
SEYMOUR HOTEL
verö sanngjarnt
Sfml 2S 411
C. G. HUTCHISON, elK«ndl
Market and King St.,
Winnipeg: —:— Man.
MESSUR OG FUNDIR
{ kirkju Sambandssafnaðar
Messur: — á hverjum sunnudegi
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuöi.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuBi.
Kvenfélagið: Fundir annan þriöju
dag hvers mánaSar, kl. 8 aC
kveldinu.
S'öngflokkuri-n: Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn:— A hverjum
sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. i*.