Heimskringla


Heimskringla - 27.08.1930, Qupperneq 1

Heimskringla - 27.08.1930, Qupperneq 1
XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 27. ÁGÍrST, 1930 NUMER 49 TMT WT> O Rov. II. Pétui'sson 45 Honie St. — OITY *- CLEANERS, LTD. * ‘ECIAL Dresses Dry Cleaned $1.00 & Finished tCash and Carry Pricel Delivered, $1.25 Minor Repairs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Q<J AA Cleaned & PressedI iUU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free •----------------------- KANADA *--------------------------------* * Ráðherrar Bennettstjórnarinnar hafa nú sótt um endurkosningu, og hafa allir verið kosnir gagnsóknar- laust. Aðeins einn þeirra, Hon. E. N. Rhodes ,er enn ókosinn. Hann sækir í Richmond West kjördæmi, á Prince Edward Island, er Dr. J. A. Macdonald náði kosningu i. ttt- nefningardagurinn þar er 2. sept., og er líklegt talið, að enginn sæki á móti Hon. E. N. Rhodes þar. I East Kootenay, B. C.,'sótti enginn á móti Hon. H. H. Stevens. Sá er sætið lét honum eftir, var M. D. McClean. En bæði hann og Dr. J. A. Macdonald hafa fengið önnur fasta embætti hjá stjórninni. Sir George Perley, hefir gegnt forsætisráðherra embættinu meðan á endurkosningu forsætisráð- herra stóð. * * » Fyrsta niðurborgun á hveiti nem- ur 60c, en ekki 70c, eins og 15. júli var ákveðið. Þorðu bankarnir ekki að borga meira. Og Samlagið varð þá auðvitað að ganga að því, svo fyr- ir hveiti, sem til markaðar verður flutt frá 26. ágúst, verða aðeins 60c greidd. Fyrir aðrar korntegundir rerður borgað það sem áður var á- kveðið af Samlaginu, nema fyrir rúg, sem borgað verður 5c meira en áð- ur var gert ráð fyrir. „ * * * Hroðaleg saga berst frá Fort Frances, Ont., nú um helgina. Ung- lingur að nafni Emerick Frenette, 21 árs gamall, slapp frá lögreglunni þar í bænum, er var í þann veginn að handtaka hann fyrir þjófnað á bíl- lyklum. Komst hann upp í járn- brautarlest C. N. R. nr. 19, með hand- járn á annari hendinni en marg- hleypu í hinni, og óð á milli yfir- mannanna þar og rændi þá af þeim peningum, sem þeir höfðu, skaut tvo innflutninga umsjónarmenn til dauðs, er menn hyggja að hann hafi tekið í misgripum fyrir lögreglumenn, og komst siðan af lestinni og faldi sig í skógarrunnum nálægt Barwick. — Skömmu síðar fór hann heim á sveita heimili þar nálægt, til að fá sér að borða, og þar fann lögreglan hann og settist um húsið. Stóð skothríð í 3 klukkutíma áður en Frenette leit- aðist við að komast undan til skóg- ar. Þar náði lögreglan honum, særð- um til ólifis. Dó hann á sjúkrahúsi í Emo á sunnudagskvöldið var, og lét í ljós iðrun sína yfir þessum atburð- um. Kvaðst hann hafa verið ör- vinglaður yfir því, að hafa misst bæði atvinnu sína og kærustu í einu. * • * Forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. R. B. Bennett, er staddur I Winnipeg í dag, Heldur Winnipegborg honum veizlu á Royal Alexandra hótelinu kl. 1.15 e. h., og hefir borgarstjóri, R. H. Webb, eflaust umsjón á veizlu- haldinu með höndum. m * m Atvinnumálaráð Canada (The Un- employment Service Council of Can- ada), sem um hríð hefir verið að í- huga atvinnumálaástand landsins, hefir nú lokið starfi og lagt fram á- lit sitt um það, hvað gera skuli til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Eru tillögur ráðsins í 12 greinum, og er svo ætiast til, að sambandsstjórnin ihugi þær og geri þau ákvæði að lög- um, er þingið, er saman kemur 10. sept. n.k., dæmir framkvæmanlegt og heppilegt í þeim, með þeim breyt- ingum auðvitað, er þingið kann að gera á sumum þeirra. Þessar tillög- ur eru of langar til þess að verða birtar hér, en tekið skal samt fram. það helzta. sem í þeim felst, og er það þetia: Að »’lar stjórnir landsins, þ. e. a. s. sambands-, fylkis- og sveitastjómir, hefjist nú þegar handa með að láta vinna þau verk er að jafnaði þarf að vinna, svo sem viðgerð eða lagn- ingu vega, bryggju- og brúarsmiði, að gera undirgöng á vegamótum, reisa byggingar hins opinbera, o. s. frv. Skoðar ráðið, að ef samtök væru með þetta milli stjórnanna. væri í svip talsvert úr atvinnuleys- inu bætt. Að hvetja kaupmenn til að leggja pantanir sínar sem fyrst inn hjá iðn- aðarstofnunum, svo að þær viti hvað þær megi gera og geti með því hald- ið fólki stöðugra á vinnu. Að áhrif innfluttrar vöm á fram- leiðslu landsins sé rannsökuð, og lög- gjöfinni breytt til þess að tryggja þá I innanlands framleiðslu, hvort sem það ' snertir námu- eða verksmiðjuiðnað eða búnaðerf-.en'.líiðslu. Að he'mafólk, og einkum fjöl skyldufeður, séu •atnir sitja fyrir at- vinnu, 33m g.ii’ á hinum og þessum staðnum. Að samhandsst .óínin semji log á þessu bráðabirgða þingi, sem sarr.a- kemur 10. scptem’oer, um sjóðsn.y c’- un, sem gripa sku.i til, ef i nauðir rekur hjá einstaklingum vegna at- vinnuleysis. Að allar stjórnir landsins beri hlut- fallslega kostnaðinn, sem þvi er sam- fara, að afla atvinulausu fólki lífs- viðurværi. Að íhuguð sé vátrygging gegn at- vinnuleysi. Að innflutningur fólks sé bannað- ur um stund, eins og sambandsstjórn in gerir ráð fyrir. Að ábyggilegum skýrslum sé safn- að yfir atvinnuleysið, svo hægra sé að snúa sér að því að bæta úr því sem fyrst, þar sem mest kveður að því. Að þar sem fækka þarf mönnum við vinnu ,sé enginn lagður af, en vinnutími allra styttur, ef kostur er á því. Að brýna það fyrir ölum stjórnum iandsins, að þær séu allar sameigin- lega ábyrgðarfullar fyrir atvinnu- leysinu og beri öllum jafnt skylda til að vaka yfir því, að bæta úr þvi á allan mögulegan hátt. Þetta er aðeins sýnishorn af til- lögum atvinnumálaráðsins. Þó ekki sé hér ítarlegar út I þær farið, er svo mikið ljóst, að þær munu koma þing- inu að góðu haldi, þegar það fer að ákveða hvað gera skuli til þess að bæta úr atvinnuleysinu. * * • í síðasta blaði var minnst á kola- kaup Canada frá Bandaríkjunum. En eftir því sem nú er á daginn kom- ið„ eru það ekki Bandaríkin ein, sem selja Canada kol. Rússland gerir það einnig, og hefir gert í talsvert stórum stfi 3íðan 1928. Frá 1. ágúst 1929 til 1. ágúst 1930, seldi Rússland Canada 305,270 tonn af kolum, er Canada greiddi fyrir talsvert á aðra miljón dollara. Kol þessi voru að vísu ódýr, eða um $5.50 tonnið, og gat rússneska stjórnin selt þau við svo Iágu verði vegna þess, að þau voru úr jörðu unnin af fangelsislýð landsins. Innflutning þessara kola ætlar Ben- nettstjórnin að banna, enda virðist sem tími væri kominn til þess. 1 stað þess er nú Ottawastjórnin að láta rannsaka, hvernig ástand þessa iðn- reksturs sé hér, og á hvern hátt sé hægt að hlúa svo að honum að hægt sé að komast hjá bæði þessum út- lendu kolakaupum og öðrum. Það getur engum dulist að atvinna væri hér aukin til stórra muna, ef þessa væri kostur og Canada notaði og framleiddi sín eigin kol. » * * Fyrir nokkru siðan boðaði forsæt- isráðherra Saskatchewán, J. T. M. Anderson stallbræður sina í Manitoba og Alberta, á fund til þess að ræða um, hvort ekki væri fýsilegt að koma á stjórnarkornsölu, eins og einu sinni hafði áður verið gert hér með ágæt- um árangri. En þetta fórst þó fyrir, vegna þess, að Manitoba og Alberta stjórnin sendu enga fulltrúa á fund- inn. Kenndu forsætisráðherrar þess- ara fylkja beggja því um, að þeir hefðu ekki getað verið viðstaddir vegna annríkis heimafyrir, en eigi að síður er þó svo á það litið, sem þeir séu hugmyndinni um stjórnar- sölu á hveiti ekki meðmæltir. Og hveitisamlagið, bæði í Manitoba og Alberta virðist heldur ekki vera það. Aftur virðist af fréttunum af þessu að dæma, að samlagsmenn í Sas- katchewan séu fremur með því, og að forsætisráðherra J. T. M. Ander- son hafi hreyft málinu í samráði við þá. 1 Saskatchewan hefir einnig tals- vert verið um það talað, að skylda alla hveitiframleiðendur til þess að skifta við samlagið, en fyrir þvi mun ekki vera neinn almennur áhugi vakn- aður, hvorki í Manitoba né Alberta. Hvað gert verður frekar í Sas- katchewan í þessu stjórnar-kornsölu- máli, úr því hin fylkin virðast ekki vilja sinna því, er ekki kunnugt um ennþá. Eigi að síður munu ýmsir þeirrar skoðunar, að sambandsstjórn- in standi að ýmsu leyti betur að vígi með að útvega sölu fyrir hveiti með millilandasamningum sinum, hafi hún ráð á sölunni. Aftur virðist, eftir þvi sem formanni hveitisamlagsins hér, C. H. Burnell farast orð, sem að með stofnun stjórnarkornsölunefnd- ar sé verið að taka fram fyrir hend- umar á samlaginu. En hvað sem því líður, er ekki líklegt talið að for- sætisráðherra Saskatchewan boði til annars fundar um þetta mál. Samlögin eiga enn í stappi við bankada um það ,hve fyrsta borgun- in á hveiti skuli vera há. Þó fyrir nokkru síðan væri talið vist, að bankarnir gengju að kröfum sam- laganna um að greiða 70 cent fyrir mælirinn, þykir nú eins líklegt að þeir gangi ekki að því, og haldi fram að 60 cent skuli greidd fyrir þessa árs uppskeru. En nú er byrjað að fiytja hveitið til markaðar í Saskatche wan, og herma blöðin að 70 cent séu borguð fyrir það. Virðist það, ef satt er, benda á, að Saskatchewan- fylki hafi einhverjar frekari aðgerð- ir í hveitisölumálinu I huga. Hvort að það er stofnun stjórnarkornsölu- nefndar, eða skyldusala til samlags- Lns, eða stofnun sölueftirlitsnefndar af hálfu fylkisins, er enn ekki kunn- ugt um. En allt mun þetta hafa kom- ið til mála. *---------------------* BANDARlKIN *---------------------* Komist hefir upp af pappírum, er bófi nokkur í Chicago, er drepinn var nýlega, hefir látið eftir sig, að hann muni hafa verið í félagi við lögregluna og ýmsa aðra háttstand- andi menn í þeirri borg. Hefir hann sumar vikurnar borgað kringum 100,000 dollara til þessara manna, til þess að þeir hilmdu yfir glæpi með sér og þegðu yfir þeim, og er það að vísu hátt kaup, en borgaði sig þó vel, því að í borg eins og Chicago má miklu ræna og stela, ef lögreglan hreyfir sig ekki. #_--------------------------* BRETLAND *.--------------------------* Eigi vakti það litla undrun og stórhneykslun margra kirkjunnar manna á Englandi, þegar biskupa- fundur, sem nýlega var haldinn í Lambeth, samþykkti með 193 at- kvæðum gegn 67 fundarályktun, er tjáði sig samþykka fríviljugri tak- mörkun barnsfæðinga (birth con- trol), þar sem fullkomin ástæða væii fyrir hendi til að grípa til þeirra ráða. Snerust einkum hákirkjumenn á móti þessu og töldu það syndsam- legan mótþróa við guð, að grípa þann ig fram í fyrir honum og bregðast þvi hlutverki, sem hann hefði stofnað til með hjónabandinu, að framleiða fólk til að fylla himnaríki. Þó eru öll þessi mótmæli hjátrú- arinnar og fáfræðinnar að þrotum komin, eins og sjá má af samþykkt þessari. Þegar málið kom fyrst til umræðu á Englandi, reis klerkastéttin svo að segja einróma á móti því, og fordæmdi það sem hina frekustu synd. Charles Bradlaugh og Annie Besant voru úthrópuð sem siðleysingjar, er þau reyndu af mannúðlegum hvötum að breiða út þekkingu á þvi meðal sjúkra og fátækra, hvernig hægt væri að verjast of mikilli barnaómegð. Margaret Sangster var varpað i fangelsi af sömu ástæðum. Mörg ár liðu þangað til hægt var að ræða málið af skynsemi fyrir hleypidómum klerkastéttarinnar og alþýðunnar. Nú er biskupunum loksins farið að skiljast einhver snefill af því, seni margir beztu heimspekingar vorra tima halda fram, að þetta mál sé svn nauðsynlegt og mikilvægt hamingju mannkynsins, að fullkomin þekking og stjórn á þessum efnum muni geta orðið, ásamt öðru, til að ráða alda- hvörfum í farsæld og framtíðarheil! þjóðanna. FRÁ KINA ógerlegt er að reyna að finna nokk- urt samhengi í öllum þeim sundur- leitu hernaðartiðindum, sem nú spyrj- ast frá Kína. Orustur, hallæri, rán, morð og manndráp í stórum stíl reka hvað annað, og hershöfðingjar koma fram og hverfa af sjónarsviðinu eins og halastjörnur, sem enginn veit hvaðan koma eða hvert hverfa. Um hvað er barist, eða til hvers, veit enginn. Aðeins vita menn þetta eitt, að i þessu óstjórnlega þjóðarhafi ólg- ar og sýður gallið og mun á löngu liða áður en um kyrrist. Þegar þjóðernissinnar tóku stjórn- artaumana fyrir tveim árum síðan, með aðsetur sitt í Nanking undir for- ustu Chiang Kai-shek hershöfðingja, bjuggust margir við að ný friðaröld mundi renna yfir Kína. Braut sú stjórn alla andspyrnu á bak aftur í bráð, og þótt Manchuría gengist eigi formlega undir Nankingstjórnina, sckum mótmæla Japana, þá hafði þó Chang Hsueh-liang, sonur Chang Tso-lin, sem gerður var landstjóri þar, sæti í ráðuneytinu í Nanking. Var höfuðborg ríkisins flutt frá Pek- ing, sem nú hefir verið endurskírð og nefnd Peiping (Norðurfriður), til Nanking, og virtist heildarskipulag vera að færast yfir þetta víðlenda riki. Tók þessi stjórn sér ýmsar umbæt- jur fyrir hendur og hóf af kappi miklu að lagfæra fjárhag ríkisins. Virtist ný öld vera að renna upp og gamlar venjur á öllum sviðum að steypast af stóli. Nú logar allt i ófriði aftur, og allt er komið í sama horfið og i árs- byrjun 1928. Þjóðernissinnar eiga í vök að verjast, og hefir enn ekki tek- ist að tryggja sér að fullu aðstoð Chang Hsueh-liang, en eiga í eilífum orustum við allskonar glæframenn, er herja á ríkið að norðan. Nýlega hefir frézt að her þjóðernissinna hafi tekið herskildi Tsinan höfuðbogina í Shang- hai, og hyggja sumir að með því sé yfirunninn mikill hluti uppreisnarhers ins og uppreistarseggir muni nú verða að l^a í minni pokann. A—----------------------------> HVAÐANÆFA | Lundúnablaðið Sunday Express birti nýlega grein um boðskap þann, sem ýms spiritistafélög á Englandi og í Bandaríkjunum þykjast hafa fengið frá Sir Conan Doyle dauðum Kennir þar margra grasa og ber ekki öllu vel saman, en margt er þar eftir tektarvert fyrir þá sem trúnað leggja á. Meðal annars segir hinn fram- liðni spiritisti, að í náinni framtíð verði slikar byltingar á yfirborði jarðar, að engin viti menn dæmi tii slíks frá því er sögur hófust. Muni fimm þjóðlönd algerlega hverfa af vfirborði jarðar við austanvert Mið- jarðarhaf, en nýju landi (Atlantis) skjóta upp í miðju Atlantshafi. Sú flóðalda, sem af þessu kemur, muni skolast yfir allt láglendið á strönd- um Ameríku, Irlands og Vestur- Evrópu. Þá eiga og að gerast ógur- leg tíðindi í Japan af svipuðum hætti. Ofan á allt þetta muni svo koma skeggöld og skálmöld, sem mikill hluti mannkynsins farist í. Eiga allar þessar skelfingar þó ekki að ganga jafnt yfir vonda og góða. Visst “úrval” á að lifa af þenna reiði- dag Jahve, eins og í Nóaflóðinu forð- nm daga, en allir lubbar og hrak- menni að drekkjast. * * * Eftir þvi sem menn komast næst, af þeim hagtölum, sem fáanlegar eru. mufiu nú vera um 16 miljónir manna í heiminum atvinnulausir, af því fólki er þarf og vill vinna. t>ar með er auðvitað ekki talinn allur sá fjöldi slæpingja og iðjuleysingja, sem ekki vill eða þarf að vinna, sökum þess að forfeður þeirra hafa hrúgað auði saman. Er ástand hvorugs hópsins glæsilegt, og því síður úrræðavit mannkynsins ,sem ekkert ráð kann annað en að telja á fingrum sér þá, sem deyja úr hungri. * • • Fregnir frá París herma, að hug- myndin um “Bandaríki Evrópu” eigi þar fremur örðugt uppdráttar. Fær Briand litlar þakkir franskra stjórn- málamanna fyrir uppástungu sína, eins og við mátti búast. Poincare leggst eindreginn gegn tillögum hans og flestir aðrir. Þykir þeim Briand hafa gerst firna djarfur og einráður að flytja mál þetta og segja að hann hafi gert það að öðrum fornspurð- um. Þessu neitar utanríkisráðherr- ann og segir að hann hafi lagt erindí sitt fyrir forsætisráðherra og aðra rétta aðilja áður en hann flutti það fyrir öðrum þjóðum. Er Briand nú að starfa að þvi að gefa út skýrslu um svör þau, alls 26 að tölu, frá ýmsum ríkjum álfunnar, er hann hef- ir hlotið við tillögum sinum. Hyggja margir, að þegar öll þau kurl koma til grafar og búið er að taka til greina öll þau atriði, sem þjóðirnar eru 6- sammála um, þá verði sáralítið eft- ir, sem þær muni geta átt sameigin- Kveðja til Vestur-ísiendinga Við höldum ennþá hópinn þótt hafið skifti löndum. Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður. Og systkin öll við erum, sem elskum sömu móður. Þið hurfuð út á hafið, en hryggðin draup á ströndum. á hálfrar aidar æfi bar ykkur margt að höndum. Þið áttuð oft í stríði, en unnuð lönd og heiður. I björtum Vesturvegi nú vex hinn frónski meiður. A meðal miljónanna þið merkið lslands reistuð. Með sæmd og heilum sigri þið sérhvem vanda leystuð. Þið reistuð byggð og rudduð til ræktar gamla skóga. — En áttuð land í austri með elfur, fjöll og snjóa. Og æskutryggð og ástir þið ortuð heim i ljóði, þó komu fleiri kveðjur, sem kveðnar voru í hljóði. Við sjáum oft á aftni sem eld í vestri kvikna. Við hiustum yfir hafið og hugir okkar vikna. Að heiman heim þið siglduð og hlutuð óskaieiði. Nú ljómar fyrir landi hinn logagyllti reiði. Og farmurinn er fegri en fyrr á Austurvegi: Svo innilegar óskir á lslands heiðursdegi. Og ef þið hafið efast um lslands móðurhendur, þá litið yfir iandið. Nú Ijóma fjöll og strendur. Þið sjáið eilíft sumar við sjónum ykkar biasa. Hver sveit er enn í æsku með nngan lyngs og grasa. Að heiman heim þið siglið. Og hjartans þakkir okkar. Það logar ennþá eldur, sem út á djúpið lokkar. Þið berið kæra kveðju frá koti, stekk og 'heiðum þeim fsiands bömum öllum, sem eru á Vesturleiðum. JÓN MAGNÚSSON. —Vísir. legt. Samt er Briand vongóður um að eitthvað gott muni spretta upp af tillögum sínum, ef ekki fullkomið bandaríki, þá að minnsta kosti vin- samleg afstaða rikjanna. • * * Franska stjórnin hefir sæmt sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf heiðurs- orðu, sökum "sinnar miklu virðing- ar fyrir skáldkonunni”. Fór' einn franski ráðherrann og heimsótti skáldkonuna, þar sem hún býr á ætt- aróðali sínu, Marbacka, til að færa henni heiðursmerkið. • • • Nýlega er dáin í Rómi á Italíu ung- frú Dominica Zanzi, 21 árs gömul. Hafði hún það sér til ágætis að vera talin feitasta kona heimsins, og ferð- aðist um með trúðum og loddurum fjögur síðustu ár æfi sinnar, til þess að sýna sig. Hún var 551 pund á þyngd. Varð grafarinn að gera henni þrisvar sinnum stærri kistu en flestar manneskjur þurfa á að halda. Mælt er að Daminica hafi aldrei stíg- ið fæti sínum upp í venjulegan bil eða járnbrautarvagn, sökum þess að hún komst hvergi inn um dyrnar. Ferðaðist hún i sérstaklega útbún- um flutningsbíl (truck), þar sem hún svaf einnig á nóttum, þvi að ekkert veitingahús hafði nægileg stórt rúm fyrir þessa tröllskessu. eða um nálægt miljón manna á ári. Nú er ibúatalan 50 piiljónir og er það geysi mikið í svo litlu landi, enda er landið þegar yfirfullt. trtflutning- ur fólks er því Japönum lífsnauðsyn, enda er stöðugur straumur til megin- lands Asíu, einkum Manchuríu og ann ara landa, sem enn eru ekki troðfuli af fólki. Ekki þarf mikla spádóms- gáfu til að sjá, hvert leiðin liggur fyrir þessum beljandi þjóðarstraum. I Síberíu eru miljónir fermílna af landi næstum því óbyggðu. Að nokkr- um árum liðnum verða Japanir bún- ir að leggja undir sig landið. Frá Islandi Siglufirði 5. ágúst. A stjórnarfundi einkasölunnar á laug- ardagskvöld var samþykkt að gefa út- gerðarmönnum og sjómönnum kost á söltun 30,000 tunna Rússasíldar umfram veitt veiðileyfi, sömuleiðis að einkasalan tæki á sig verkkaups- hækkun síldarkvenna fyrir krydd- söltun, sem nemur 90 aurum á tunn- una. Rosaveður í gær og lágu flest skip inni. Nokkur komu með síld veidda á Skagafirði i gærmorgun. Talið er að Norðmenn hafi verið búnir að salta og krydda fyrir 10 dögum um 50,000, og senda af þvi heim tvo Fundist hafa nú á White Island bein pólfarans og rannsóknarmanns- ins sænska, August Andre, sem lagði af stað í loftfari (balloon) frá Spitz- bergen i júlímánuði árið 1897, eða fyrir 33 árum, og aldrei spurðist til síðan. • * • I Fitchburg, Mass., lenti Donald Maegan í bílslysi, er lagaði til á hon- um nefið svo að það er algerlega beint síðan. Hafði hann nefbrotnað af svipuðum ástæðum fyrir 5 árum síðan og verið króknefjaður allt til þessa tíma, er örlögin voru honum svo náðug að kippa nefinu í samt lag aftur. * * • 1 Valpariso, Ind., hefir Mrs. Wil- liam Knoll gifst og skilið við mann- inn sinn sjö sinnum á níu árum. Lét hún þau orð falla við sjöunda skiln- aðinn, að nú væri hún búin að fá nóg af Vilhjálmi þessum, og mundi reyna einhvern annan í næsta sinn. • • • Ræningi nokkur í Joplin, Mo., hugðist að ræna fé af Mrs. Amy Haggard, er gætti gasolinestöðvar þar í bænum. Spýtti hún gasólini ð þrælinn, en hann lét skot ríða á móti. Missti kúlan marksins, en eld- urinn úr byssunni kveikti í klæðum ræningjans, og hljóp hann burtu sem fætur toguðu allur í björtu báli. • » • Fólksfjöldi I Japan vex óðfluga, farma. • » * Akureyri 4. ágúst. Vígsla Skjálfandafljótsbrúarinnar fór fram í gær. Á annað þúsund manns voru þar saman komnir. — Vigsluræðuna hélt Ingólfur Bjarna- son alþingismaður. Auk hans töl- uðu Jón Sigurðsson á Yztafelli, Bald- I vin Baldvinsson oddviti, öfeigsstöð- um og séra Knútur Arngrímsson. — Harlakór Kinnunga og söngflokkur Reykdæla sungu nokkur lög. Lúðra- sveitin Hekla frá Akureyri skemti. Fremur kalt var í veðri er vígslan fór fram. ) * * » Siglufirði 5. ágúst. Norsku gufuskipi, “Arizona” frá Haugasundi, sem hefir verið að síld- veiðum hér við land í sumar, hvolfdi í gærkvöldi út af Skaga og sökk þegar. Annað norskt gufuskip, "Fulton”, sem Andreas Gottfredsen hefir til þess að taka á móti síld og salta utan landhelgi, bjargaði skipshöfninni. * * * ísafirði 6. ágúst. Síldarafli góður hér að undan- förnu, bæði i reknet og snurpinót. Vart hefir orðið við smokkfisk um sama leyti og í fyrra. Þorskafli rýr á Vestfjörðum og lítt stundaðar þorskveiðar hér. Grasspretta góð hér nærlendis. Töður allsstaðar hirtar. Lítur þvi vel út með heyfeng. i

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.