Heimskringla - 24.09.1930, Page 2

Heimskringla - 24.09.1930, Page 2
2. BLAÐSIÐA HtlMSKRINGLA WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 Næsta styrjöld Ef styrjöld hefst að nýju verður engfu þyrmt og þá verða íbúar heilla borga strádrepnir með eiturgasi. Eftir Joseph Caillaux Eftir því sem eg.hugsa lengur um þá vitfirringu, sem heimsstríðið 1914 — 1918 var, þvi reiðari verð eg þeim mönnum, sem áttu sök á því. Vér skulum ekki skella skuldinni á einhver sérstök atvik og eigi held- ur á efnishyggjuna. Eg tek undir með þýska rithöfundinum, Emil Lud- wig, að það var hvorki samkeppni í verslun né innbyrðis fjandskapur þjóða á milli, sem hleypti stríðinu á stað. Eg er honum sammála um það, að ábyrgðin á því, að 10 miljónir manna voru drepnar, hvílir eingöngu á hinum ráðandi mönnum þjóðanna. En bara að þetta væri nú endirinn á vitfirringunni. Að vér gætum nú aðeins verið öruggir um það, að þetta endurtaki sig ekki aftur! Einhver hræðilegasta afleiðing striðsins eru þau áhrif, sem það hefir haft á hugsunarhátt mannkynsins. Hafði menningunni . ekki fleygt fram seinustu 50 árin á undan stríð inð? Höfðu viðskifti þjóðanna ekki aukist stórkostlega, samgöngurnar batnað að sama skapi, og þjóðimar þannig orðið tengdari með hverjum degi sem leið? Stefndi ekki alt að því að þjóðirnar skildu hver aðra betur og tæki upp aukna samvinnu? Hvernig var það hugsanlegt að þessi stórfelda hreyfing yrði alt í einu að engu? Menn gátu ekki hugsað sér það. Það væri sama sem að hverfa aftur til villimensku, sögðu menn, og það er óhugsandi, því að engin á renn- ur á móti uppsprettu sinni. En hvar er nú sú þjóð, sem hugsar þannig ? Það er altof skamt síðan manna- slátmnin og eyðileggingamar fóm fram, til þess að menn hafi getaþ gleymt því. Enginn vill að slíkar hörmungar endurtakish en það er þó hreint ekki talið óhugsandi að stríð hefjist að nýju. Vér emm farnir að venjast því að hugsa og tala um það, að emnn sé drepnir í stórum stíl. Og það ligur nærri að menn sé farnir að trúa því að stríð hljóti að koma með einhverju dálitlu millibili. En hvernig yrði svo næsta stríð? Það mun verða engu minni munur á því og heimsstyrjöldinni 1914 — 1918 heldur en var á smástríðinu 1870 — 71 og heimsstyrjöldinni; um það em allir sammála. 1 æsku heyrðum vér Frakkar, for- eldra vora, afa og ömmur tala með skelfingu um stríðið 1870. Þá féllu 250 þúsundir af sonum Frakklands. Prússar höfðu hertekið stórt svæði af Frakklandi og ríktu yfir oss með harðri hendi! En þær sögur sem þá gengu! Og altaf var viðkvæðið hjá eldra fólkinu: Guð gefi það böm, að þið lifið aldrei aðra eins tíma! En nú höfum vér verið vitni að hörmungum og viðurstygð áranna 1914 — 1918. Þess vegna getum vér ekki gert oss aðrar eins tálvonir og foreldrar vorir. 1 heimsstyrjöldinni var aðallega barist með stórum falbyssum, vél- byssum og kafbátum. En ef mann- kynið verður svo heimskt, að hleypa nýrri styrjöld á stað, þá verður aðal- lega barist með hinum nýju uppgötv- unum á sviði efnafræðinnar — það verður gasstyrjöld. Á árunum 1914 — 1918 fellu hermenn milj. saman. Árið X— sem eg vona að aldrei komi, munu varnlausir borgarar, konur og börn, myrt hrönnum saman og munu hvergi eiga óhultan griðastað. Eg veit, að ýmsir hernaðarfræð- ingar halda því fram af ákefð, að gasið sé ekki jafn hættulegt og sagt er. Þeir segja að eitur gasið sé eitt- hvert óvirkasta vopn í hemaði, og finna þeim orðum sínum stað með því að vísa í hagfræðiskýslur. Þeir halda því fram, að það hafi aðeins verið lítill hluti af þeim hermönnum, sem fellu í seinasta stríði, að eitur- gasið varð að bana. Ætla menn nú óendanlega að halda áfram þeirri heimsku, að miða spá- dóma sína .við það, sem gerst hefir7 Fyrir tæpum 20 árum (það var 1911) var ek forsætisráðherra í Frakklandi og þá leitaði eg upplýs- inga og álits hernaðarfræðinga við- vikjandi flugi. Allir voru á einu máli um það, að flug gæti aldrei haft neina minstu þýðingu í hemaði. Ef stríð hefði þá hafist, mundi reynslan hafa sýnt, að menn þessir höfðu algerlega rangt fyrir sér. Og hvemig fór svo þremur árum seinna um þennan spá- dóm þeirra hernaðarfræðinganna? Og hvað var hæft í 'peim fullyrð- ingum, er eg heyrði þegar eg var barn, klingja sýknt og lieilagt, að ekkert gagn væri i st.órskotaliði ^ hernaði? Stórskotaliðið veldur að eins hávaða, var þá vana viðkvæð- ið. Alt er undir fótgönguliðinu kom- ið. Hlð eina, sem alt veltur á í hern- aði er riffillinn, sögðu þeir sem vit þóttust hafa á þessu 1869. En nú bið eg menn að lesa með athygli það sem eg segi. Vegna þess að menn dæma eftir þeirri reynslu, sem fengin er, hugsa menn eingöngu um þrjár tegundir einturgass, sem sé Chlorine, Phosgene og Sinneps-gas. En hve marga grunar hve miklar “framfarir” hafa orðið í eiturgasframleiðslu síðan stríðinu lauk? Það er ekki nein leið að gera r£ð fyrir því hve margar eiturgastegundir mundu nú notaðar ef ófriður* skylli á. Blað nokkurt, sem fylgst hefir vel með í þessu, segir að notaðar verði að minsta kosti rúmlega þúsund eiturgastegundir. Og eitt er víst, að seinustu árin hafa menn uppgötvað eiturgastegundir, sem eru 50 sinnum, já jafnvel 100 sinnum banvænni en eiturgastegund- ir þær, sem notaðar voru í stríðinu árið 1918. Það hafa nú verið fundnar gastegundir, sem smjúga í gegnum heilt hold, án þess að valda sárum og án þess að menn verði þess varir. Á eftir veldur eitrun þess ægilegum krampa og ólæknandi heilatruflun. Menn geta getið því nærri hverja þýðingu þetta hefir. En djöfullegast við þetta er, að í hernaði á ekki aðeins að beita þessu gasi gegn hermönnum, heldur einn- ig gegn friðsömum borgurum, sem eru langt frá vígvellinum. Þýzki liðsforinginn Endres segir t bók sinni “Gasstríðið”; — Viðbjóður hins nýja hernaðar er eigi aðeins fólginn í því, að gasið verður notað sem vopn, heldur í því að hernaðaraðferðin og tilgangurinn breytist algerlega. — Nú verða frið- samir borgarar strádrepnir, og mest kapp verður lagt á það. Sannleikur- inn er sá, að það verða hvorki merk- usti* ríkisstjórnarar né beztu hers- höfðingjar, sem sigur vina í næstu styrjöld, heldur þeir, sem geta drep ið flesta. — Hermaðurinn verður vit- andi vits og með köldu blóði að myrða konur, böm og sjúklinga. Hann verður að ráðast á friðsama borgara í svefni og myrða þá hrönn- um saman áður en þeir hafa neina hugmynd um að þeim sé hætta bú- in.------------ Eg verð að viðurkenna það, að höf- undi bókarinnar hryllir sjáfum við Deim lýsingum, sem hann gefur, en hann kvaðst þó vera reiðubúinn að fara í slíkt stríð, ef nauðsyn krefji. En nú skal eg taka hér upp orð enska hernaðarfræðingsins Nye maj- órs. Hann segiý: — Ef heppnin væri með, mundu þúsund gassprengjur nægja til þess að drepa alla íbúa Lundúnaborgar. Og hann bætir við: — Hver gassprengja vegur ejtthvað um 5 pund og líkjast þær því ekki hinum stóru sprengjum, sem áður hafa verið notaðar. Hver venjuleg flutningaflugvél getur því flutt með sér 600 slíkar sprengjur. Á þessu sjáum vér, að í næstu styrjöld má nota til hernaðar allar farþegaflug- vélar, og að það þarf ekki nema tvær þeirra til þess að breiða bráðdrep- andi eiturgas yfir svo stórt svæði sem London og úthverfaborgir hennar ná yfir. Yfirumsjónarmaður þýzku loft- siglinganna, Siegert oberst-lautinant skrifar í "Berliner Illustrierte Zeit- ung: — Það er staðreynd, sem ekki verð ur hægt að ganga fram hjá í fram- tíðinni, að nokkrar flugvélar geta lagt höfuðborg hvaða stórveldis sem er í auðn. Og nú höfum vér fengið þessar full yrðingar staðfestar með grandvar - lega saminni skýrslu eftir prófessor Meyer, sem er hjá Þjóðabandalaginu. Þar segir: — Þýðingarmikið atriði iv sam- bandi við efnafræðisuppgötvanir, er notaðar verða í stríði, er það, að lík- legt er að nota megi eiturgas til á- rása á stórborgir og iðnaðarmiðstöðv ar í landi óvina. Að því slepptu, hvað þetta hefði hræðilegar afleið- ingar, þá er ekkert því til fyrirstöðu og vandalaust að gera sprengjur, fylltar eiturgasi, og að þeim verði varpað niður einmitt á þá staði, sem þýðingarmestir eru fyrir líf og til- verií óvinaþjóðar. — Hvað þurfum vér framar Vitnanna við? Hver dirfist að véfengja þá ógur- legu hættu, sem er á ferðum, ef menn- ingarþjóðir hefja stríð að nýju? En er þá engin leið til þess að koma í veg fyrir slíka styrjöld? Á að banna að framleiða eiturgas? Hermálanefnd Þjóðabandalagsins hef ir haft það mál til athugunar. Það var skipuð sérstök nefnd, sem átti að rannsaka “kemisku” vopnin. I þeirri nefnd voru fjórir menn frá Bandalaginu og fimm sérfræðingar. Allir urðu þeir að viðurkenna, að það “sýndust engar líkur til þess að hægt mundi að koma í veg fyrir að eiturgas yrði framleitt víðsvegar f öllum löndum”. Og ástæðuna telja þeir þessa: Gastegundirnar eru nauð- synlégar fyrir allskonar iðnað til þess að framleiða ýmsar nauðsynja- vörur. En er þá hægt að koma í veg fyr- ir að eiturgas verði notaí sem vopn? Hin sorglega reynsla sýnir oss, hve þýðingarlaust myndi að setja bann við því. Vér sjáum það í stríðinu 1914—1918, að allar samþykktir Haagfundarins voru þverbrotnár og hundsaðar. Sama yrði niðurstaðan i framtíðinni. En fyrst nú svo er, að ekki er hægt að sporna við þvi, að eiturgas yrði notað í stríði til þess að myrða lands- lýð hrönnum saman, þá vaknar spurn ingin, hvort ekki muni hægt að vemda saklausa borgara fyrir þeirri hættu. Vér skulum athuga málið vel. Það virðist ekkert ráð til þess að verja borgir gegn árásum flugvéla, sem eru með gassprengjur. Hver einasta borg yrði að hafa óhemju grúa af flugvélum, og þó mundu þær ekki nægja. Þess vegna munu allir ráðamenn fyr eða seinna komast að þeirri niðurstöðu, að engri vöm væri hægt við að koma, vegna þess að á- rásimar yrði snöggar, og vegna þess að árásarmenn standa miklu betur að vígi en hinir. Með öðrum orð- um: Það er þýðingarlaust að reyna að halda uppi vömum, en í þess stað verður að koma það, að óvinunum sé svarað í sömu mynt. Og þá verður úr þessu kapphlaup milli þjóðanna um það, hver þeirra getur myrt flesta. Sumir munu segja að hægt sé að finna móteitur gegn gaseitrinu. Það hefir verið reynt, en enn hefir ekkert slíkt móteitur verið uppgötvað. Alþjóðanefnd Rauðakrossins hefir tekið að sér að reyna að vernda sak- lausa borgara í gasstríði. Hinn 1. júlí 1929 var stofnað til verðlauna- samkeppni um það, hver gæti fundið bezt ráð til þess að sýna hvenær "Yperit”, hin hættulegasta gasteg- und, sem enn þekkist, “lægi í loft- inu”. Það er sennilegt að sama nefnd muni stofna til annarar sam- keppni, til þess að fundin verði upp beztu neðanjarðarskýli fyrir borgar- búa að flýja til undan gas-árásum. Leitað hefir verið ráða sérfræð- inga og hugvitsmanna i 15 Iöndum. Tveir fundir hafa verið haldnir, ann- ar í Brussel en hinn í Róm . En all- ir sérfræðingarnir og hugvitsmenn- imir komust að þeirri niðurstöðu, að það væri líklega engin leið til að vernda borgara fyrir gas-árásum. Niesse’ vershöfðingi segir í gretn 1 “Revue des Deux Mondes” 15. marz 1929: Það er alltaf hætta á því, að ný eiturtegund verði fundin upp, gas- tegund, sem getur gereitrað alla lif- andi menn, án þess að þeir verðí þess varir í fyrstu. — Þetta er stærsta hættan, bætir hann við. Nú þykist eg hafa gefið mönnum fyllilega í skyn, hvað fyrir getur komið, ef tvær þjóðir verða sundur- þykkar, svo að til ófriðar horfir — en áður en friði er slitið. Ef önnur- hvor þjóðin svíkst þá að hinni og ger- ir flugvélaárás með gassprengjum á höfuðborg hennar — og það er nú orðið auðvelt síðan hljóðlausir hreyrl- ar komu í flugvélar — er nokkurn- veginn sýnt, hvernig fer, ef 1000— 2000 gassprengjum verður varpar5 niður og gasið flæðir um borgina, og eitrar konur, menn og böm. Þeir, sem heppnastir em, deyja undirtrns, en allur þorri manna mun kveljast hræðilega — böm, gamalmenni, kon ur og sjúklingar. Er mannkyninu alvara með það, að steypa sér i slíka fordæmingu? (Lesb. Mbl.) Lesið Kaupið og borg. ið Heimskringlu Frá Tyrklandi Þrátt fyrir allar hinar stórvægi- legu breytingar, sem fram hafa far- i» í Tyrklandi, undir stjóm Mústafa Kemals, á síðustu árum, er það þó konan og málefni hennar, sem mesta athygli hafa vakið. Það stökk, sem konan hefir tekið menningarlega séð í Tyrklandi, má heita alveg einstakt i sögunni. 1 hinum stærri bæjum í Tyrklandi má nú sjá fjölda nýtískublaða og tímarita, og hárklippingarstofum, dansskólum og megrunarhælum hefir verið komið á fót fyrir konur. Fréttaritari einn frá Vestur-Ev- rópu hefir nýlega náð tali af tyrk- neskri konu, sem borið hefir einna mest á í kvennréttindahreyfingunni tyrknesku. — Hún heitir Selma Eh- rem. — Þrátt fyrir nafnið er hún hreinn Tyrki, en fylgist prýðilega vel með tímanum. Selmu Ehrem farast þannig orð: Þangað til fyrir sex árum var kvenn- abúr á hverju tyrknesku efnaheimili. Og konurnar áttu ekki annars úr- kosta en að sitja heima og safna fitu, einkum var það þó svo innan hinna æðri stétta, þar sem alla jafna var fjöldi þræla og þjóna. En tyrknesk kona af tignari stéttum mátti aldrei vinna handtak. Utan heimilis var hún réttlaus. Það var með öllu ó- sæmilegt, og ef konan gerðist svo djörf að sýna sig á götunni án þess að hafa ógagnsæa blæju fyrir andlit- inu, urðu foreldrar hennar eða eigin- maður fyrir hrammi laganna. Selma Ehrem var ein i litlum hópi ungra tyrkneskra kvenna, sem þegar ,í æsku tók ekkert tillit til erfikenn- inga og eldri siða. Hún klæddi sig t. d. altaf að nýrri tíma sið. Hún sætti þungum ádeilum af hálfu ætt- ingja sinna og vina, en hún lét aldrei undan síga. Og hún var sVo heppin með það að foreldrar hennar tóku hennar máli, þvi að þau voru endur- bótasinnuð. Faðir hennar var háskólagenginn, og móðir hennar hafði verið á skóía í Frakklandi. Og hjónaband þeirra var bygt á þeim venjum, sem tíðkuð- ust í Vestur-Evrópu. Þangað til fyrir sex árum mátti enginn löghlýðinn Tyrki sjá tilvon- andi konuna sína fyr en daginn eftir brúðkaupið. Á þeim degi átti hann að heimsækja foreldra hennar. Hann var leiddur inn í stofu þar sem fyrir var fjöldi kvenna í hvítum hjúpi og með blæju fyrir andliti. Einkun* var þó ein konan vandlega hjúpuð. Kon- urnar bentu allar í einu á hana og maSurinn tók þessa sömu konu heim með sér og fékk þá fyrst svalað löng- un sinni að sjá hana. Brúðkaupið sjálft fór fram á þann einkennilega hátt, að hvorki brúðut né brúðgumi voru viðstödd. Það var framkvæmt af staðgöngumönnum. Um þessa einkennilegu aðferð, sem hinar íhaldssömu ættir eiga erfitt með að leggja niður, farast Selmu Ehrem orð á þessa leið: öll hjónabönd í Tyrklandi voru stofnuð af foreldrum hlutaðeiganda. Móðir mannsins réði mestu. Hún fór heim til foreldra stúlkunnar, skoðaði hana í krók og kring og spurði spjörunum úr um alla kosti hennar og galla. Og ef stúlkan stóðst prófið í augum gömlu konunn- ar, hélt hún aftur heim, ræddi um málið við son sinn, fekk samþykki hans, og án þess að hafa hugsað mál- ið nokkurn skapaðan hlut, fekk hann einn góðan veðurdag skipun um að fara og sækja konuna sína. — Tyrknesk mærin giftist venju /ega mjög ung, 13 til 16 ára. — Hún var þá hugsunarlaust barn, og þó að hún yrði óhamingjusöm, gat hún aldrei skilið við mann sinn. Maður- inn hafði einkarétt á því að krefjast skilnaðar. Ef manninum sýndist svo, gat hann skilað konunni heim. En það var mjög sjaldgæft að hann gerði jað. Skilnaðarreglurnar voru mjög ein- faldar i Tyrklandi. Maðurinn þurfti ekki annað en kalla tvö vitni og segja í nærveru þeirra og konunnar þessi orð: “Eg skil við þessa konu,” Svo var öllu lokið. Konan hafði ekkert sér til varnar. Eini réttur hennar var fólginn í því að krefjast alls less aftur, sem hún hafði komið með inn á heimilið, einkum þó heiman- mundarins. 1 Tyrklandl hafði sérhver borgari rétt til þess ao eiga fjórar konur. En það var engin skylda. Og sá sem gerði það mátti eiga það á hættu að eiga við mjög erfitt heimilislíf að búa. Lögin mæltu svo fyrir, að hann yrði að breyta eins við allar konur sínar. Hann mátti t. d. ekki kaupa gimstein handa einni og rósavönd handa ann- ari. Gimsteina handa öllum — eða rósir handa öllum. Ef hann óskaði eftir að kynna konu sína á vissu heim ili varð hann að sjá svo til að hinar væru kyntar þar líka eða á svipuð- um heimilum. Ef ein var tekin fram yfir aðra gátu hinar hleypt þvi fyrir rétt. Og dómstólarnir tóku ekki mjúkum hönd- um á slíku. Svona gekk það til þá. En nú er alt breytt. Nú er fleirkvænið bann- að með lögum. Hjónvígslan er borgaraleg. Vilji hjón fá kirkjulega vigslu þá geta þau fengið hana. — Þessi nýju lagafyrirmæli vöktu mikla ólgu til þess að byrja með. — Og þegar konan, jafnt sú gifta sem ógifta, fekk þessi réttindi, kunni hún sér ekki hóf. — — Kvennabúrin voru opnuð og þús- undir óhamingjusamra kvenna, sem ekki báru neitt skyn á þetta frjálsa líf, sleptu sér með öllu. En það lagaðist brátt. Stéttahöftin voru slitin og full- komið jafnrétti kvenna og karla komið á. — En blæjan? spyr fréttaritar- inn. Bannar nýja löggjöfin konunni að bera blæju? Löggjöfin er mjög loðin hvað þetta snertir. Hún vill ekki beita ofbeldi. Það er miklu betra efni með því að fara gætilega að öllu. Og það hefir reynst óþarfi að fara að dæmi Péturs mikla, með því að beita ofbeldi til þess að afnema gamlar venjur. Slæð- uni kasta konurnar hér hver af ann- ari af því að þær skilja tákn hins nýja tíma. En vel get eg Arilið, að mörgum draumlyndum Vestur-Evrópubúa finn- ist öll rómantíkin, sem minti á þús- und og eina nótt, horfin við allar þær breytingar sem nú eru að gerast í Tyrklandi. Fyrir okkur, sem höf- um lifað í þessum svokallaða róman- tíska heimi lítur alt öðruvísi út. Nú finst okkur að hin eiginlega róman- tík sé fyrst að byrja. Tyrkneska þjóðin er loksins vöknuð upp af mið- aldasvefninum, og tyrkneska konan búin að fleygja af sér fornaldar- venjunum. Nú hefir hún aðgang að öllum skólum. Margar tyrkneskar konur lesa við háskóla og margar starfa nú þegar sem læknar og dóm- arar. — Unga fólkið í Tyrklandi skemt- ir sér frjálst og óbundið eins og annarsstaðar í Evrópu. En innan 21 árs aldurs má enginn gifta sig nema þá með samþykki foreldranna. Virðingin fyrir foreldrunum er enn á háu stigi þrátt fyrir alt umrótið. Þó að stúlkurnar reyki sígarettur þá gæta þær þess að gera það ekki í nærveru mæðra sinna, en þó er ekk- ert nýtt við það að konur reyki i Tyrklandi. Það var mjög algegnt fyrir mannsöldrum síðan. Eins og ætla má hefir margt mis- jafnt slæðst sinn með þessum endur- bótum. Selma Ehrem er ósvikið bam nú - tímans. — Margur sem sér hana gæti látið sér detta í hug, að hún væri ferðamaður frá Vestur-Evrópu, þegar hún stigur inn í bílinn sinn í snotmm ökumansbúningi. Þér megið ekki halda, segir Selma Ehrem að lokum, að þessar endur- bætur séu allar komnar í kring. T Litlu-Asíu lifir gamla Tyrkland góðu lífi, en þó er því erfitt að spyrna á móti kröfum hins nýja tíma. Það má ekki gleyma því að Tyrkir eru þjóð, sem altaf hefir lifað í sí- feldum ófriði. Eg sjálf man eftir fjómm stómm styrjöldum og hefi verið handtekin mörgum sinnum, — gmnuð um njós- nir og alt mögulegt. öll þessi stríð hafa haft það í för með sér að mað- urinn hefir altaf verið á vígvellinum svo að konan hefir orðið að sjá um alt heima fyrir. Þetta hefir þroskað konuna í einstökum atriðum, en dregið úr henni að sumu leyti. En sem sagt alt er á góðum vegi. Tyrkneska þjóðin hefir fengið inn- sýn í heimsmenninguna. Það hefir ekki eingöngu orðið til með ytri fyrirmælum, heldur fyrir innri þörf hinnar ungu kynslóðar. Jarðstjarnan Marz Við hjónin lásum frásögnina um Helene Smith i Genf, sem prentuð var í Heimskringlu nú nýlega. Stein- grímur Thorsteinsson, kennari og skáld, sem einn af umsjónarmönn- um og vörðum stöðvar okkar hér, var þá viðstaddur. Litlu síðar segir hann okkur um ferð sína til Marz. Mér finnst því í alla staði sanngjarnt, að mælast til þess, að Heimskringla taki sögu hans til greina, ekki síður en aðrar sögur um svipað efni utan úr heimi. Því læt eg frásögn hans fylgja orðum þessum og er hún á þessa leið: “Eg er Steingrimur ykkar. Þegar þý varst áðan að lesa um miðils- fundina i Sviss, er snertu jarðstjörn- una Marz, datt mér í hug að segja ykkur litið eitt um mína eigin ferð þangað. Eg lét það verða eitt af mínum fyrstu verkum að fara þang- að, 'eftir að eg varð svo styrkur, að geta gert mér ljósa grein fyrir því, sem bar fyrir sálarsjón mína. ' Or- sökin var sú, að lengi höfðu Jarðar- búar verið að ræða um útlitið 4 SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS SKEGG- BURSTI v Fjögur setti af Poker Hands $ eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: Ttsrret Sig|arett^uir Bisde plöt^o. reylltofeaK. Vifadllar (fimm í hverjum pakka) Og|dIems plöt^ reyM.toball B>ig Beia smuimi t o Ss a Winche§S@r Siig|aretthiir MilIlsaimSl Sigarett^iir Res vekjaraklukka\\\ Si^arettnnr Old Ohussik toball AXLA- BÖND Tvö setti af Poker Hands SPIL BLYSLJÖS Fimm setti af Poker Hands PtAYING CARD5 't' Eitt sotti af Poker Hands KORKTREKKJARI Fimm setti af Poker Hands BRCÐA Átta setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETILL Tíu setti af Poker Hands

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.