Heimskringla - 08.10.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG 8. OKTÓBER 193U
heimskringla g
3. BLAÐSIÐA
Ökeypisfyrir Asthmaog
Andateppu Sjúklinga - -
Tilboti tll MjfikliiiKn nR rcynn ðkeypls
lækninKimttferft er Nknpnr þetm hvorki
tfmntiif nf 61iæ|flndi
Vér höfum atffertS til at5 lækna
andarteppu sem vér óskum eftir ati
þér reynió á vorn kostnat5. Alveg
sama hvort sjúkdómurinn er gamall
et5a nýr, og hvort hann er króneskur
sem Asthma et5a er at5eins á byrjunar
stígi sem Andarteppa, þér ættut5 at5
reyna hana. Alveg sama í hvat5a
loftslagi þér búit5, ef þér þjáist af
Asthma et5a Andarteppu þá ætti lækn-
ing vor at5 bæta yt5ur fljótlega.
Vér viljum sérstaklega senda nokkra
skamta þeim sem vonlausir eru um
bata og hafa reynt allskonar, at5öndun,
innspýting, ópíumblöndur, gufu “pat-
ent reyk’ , o.s. frv. at5 árangurslausu.
Oss langar til at5 sanna þeim, er ervitt
eiga met5 at5öndun, fá krampaköst, at5
lækning vor bætir þetta.
Tilbot5 þetta er of dýrmætt til þess
at5 þat5 sé látit5 dragast um einn dag.
Skrifit5 strax og byrjit5 á þessari lækn-
ingu. Sendit5 enga peninga. Sendit5
at5eins eyt5umit5ann met5 utanáskrift
yt5ar. Gjörit5 þat5 í dag.
FUEE TRIAIi COUPON
FRONTEIR ASTHMA CO.
64K Frontier Bldg., 462 Niagara St.
Buffalo, N. Y.
Send free trial of your method to:
Frá Islandi
VEGAGERDIR RIKISSJÓDS
Frásögn Geir G. Zoega
vegamálastjóra
Geir G. Zoega vegamálastjóri er ný-
kominn heim úr mánaðarferðalagi um
Norðurland. Hefir Mgbl. haft tal af
honum og fengið eftirfarandi frásögn
um vegagerðir ríkissjóðs á þessu
ári.
Á ferð minni norður, segir vega-
málastjóri, fór eg alla leið austur á
Langanes. 1 öllum þeim sýslum sem
eg fór um á þeirri leið er mikið unn-
ið að vega- og brúargerðum í ár.
Norðurlandsvegurinn
Við Norðurlandsveginn er í sum-
ar unnið á þessum stöðum:
I Norðurárdal sunnan Holtavörðu-
heiðar. Þar var skilinn eftir í fyrra
alllangur kafli milli Sveinatungu og
Fornahvamms. A þeim kafla á veg-
urinn að liggja sunnan við Norðurá,
og verða setjtar tvær brýr á þá á,
önnur nokkru neðan við Kattarhrygg
eií hin hjá Fornahvammi skamt <jfan
við Hvassá. Er nú verið að gera
aðra af brúm þessum. En fullgerð-
ur verður þessi kafli ekki í sumar.
I Húnavatnssýslu hefir verið unn-
ið að því að endurbæta veginn á
Hrútafjarðarhálsi. Má nú heita að
þjóðvegurinn um Húnavatnssýsluna
sé orðinn eins góður eins og um
Borgarfjörðinn. Brú hefir verið gerð
á Dalsá í Víðidal, en sú á var hin
síðasta óbrúuð á leiðinni milli Borg-
arness og Skagafjarðar. Brú er og
verið að gera á Dalsá í Blönduhlíð.
Að henni lokinni má heita að hver
spræna sé brúuð á Norðurlandsveg-
inum alla leið austur yfir Skjálfanda-
fljót.
1 Skagafirði hefir verið unnið að
veginum inn Blönduhlíðina. Er veg-
urinn lagður fyrir neðan bæina alla
leið frá Héraðsvatnabrúnni og inn að
írlfsstöðum. Er búist við að vegur-
inn verði fullgerður næsta sumar inn
að trlfsstöðum.
Vegurinn inn Norðurárdal í Skaga-
firði og eins á öxnadalsheiði hefir
mikið verið lagfærður í sumar og
þykir vel fær bífreiðum. I Gilja-
reitnum og Klifinu á öxnadalsheiði.
hefir vegurinn verið breikkaður að
mun.
1 öxnadalnum hefir verið unnið að
vegarkafla nálægt SveinsstöðuYn. Þar
var öxnadalsáin að brjóta gamla
veginn á nokkrum stöðum. En næsta
sumar verður byrjað að vinna í veg-
inum út við Bægisá, og haldið áfram
samfeldri vegargerð inn dalinn.
Vegurinn yfir Vaðlaheiði verður
fullgerður að áliðnu næsta sumri. I
sumar hafa bílar orðið að fara gamla
veginn á fimm kílometra svæði. En
í haust verður þar fullgerður kafli
sem nú er unnið að og brúað eitt
gil, og verður þá ekki nema 2 km.
sem fara þarf eftir gamla veginum.
I Ljósavatpsskarði hefir verið slæm
bílferð í sumar, sökum óvenjulegra
rigninga. Er nú unnið þar að um-
bótum og má vænta að á næsta sumri
verði þar sæmilegur vegur. Djúpá
hefir verið brúuð i sumar, og eins
lokið við Skjálfandafljótsbrúna nýju.
Hún er á sama stað og hin gamla,
en mikið hærri og lengri.
1 Norður-Þingeyjarsýslu fór eg í
bíl, segir vegamálastjóri frá Blika-
lóni á Sléttu inn hjá Leirhöfn og
Kópaskeri inn á Jökulsárbrú, og síðan
vestur í Kelduhverfi. En milli Keldu-
hverfis og Húsavíkur fór eg ekki í
bíl. Reykjaheiði hefir þó verið farin
í bíl. og býst eg við að leita á næsta
ári fjárveitingar til þess að gera
veginn yfir heiðina sumarbílfæran,
enda verður það ekki kostnaðar-
samt.
Um Norður-Þingeyjarsýslu er nú
orðið svo bílfært, að þar eru bílar
allmikið notaðir, enda eru nú 11 bílar
þar í sýslunni. Er verið að ryðja
þar bílfæran veg' fram á Hólsfjöll,
en sú bygð hefir til þessa verið mjög
afskekt.
1 Þistilfirði er verði að gera brú á
Hafralónsá. Hefir byggingarefni i
hana verið flutt á bíl frá Þórshöfn.
Er það í fyrsta sinn sem bíll er not-
aður í því héraði. Bilfært ætti að
geta orðið frá Þórshöfn að Svalbarði
eftir svo sem 2 ár.—
I .Vopnafirði hefir verið gerð brú
á Hofsá, 100 metra löng. Þangað
var og líka flutt brúarefni úr kaup-
staðnum á fyrsta bílnum er til hér-
aðsins kom.
Hjá Fossvöllum í Jökulsárhlíð er
verið að vinna við þjóðveginn. Og
brú á að gera þar á Jökulsá í haust,
ef tími vinnst til og tíð leyfir.
1 Vesturlandsvegi er verið að vinna,
og er nýi vegurinn lagður um þrönga
dalskoru, Miðdal, sem liggur nokkru
vestar en Brattabrekka. Nýlega er
þar fullgerð brúin á Bjarnadalsá
Leiðin frá Dalsmynni í Norðurárdal
og vestur yfir fjallið eftir Miðdal er
örstutt, aðeins rúmir 11 km. En brú-
in yfir Bjarnadalsá er allmikið mann-
virki, steinsteyptur bogi járn bentur
yfir 16 me^ra djúpt gil.
1 Dölum hafa vegabætur verið
gerðar undanfarin ár, svo nú er hægt
að komast í bíl alla leið úr Suður-
Dölum vestur í Hvammsveit, eða
jafnvel vestur í Saurbæ þegar færð
er góð.
1 Barðastrandarsýslu hafa verið
gerðar brýr á Vatnsdalsá og Vatt-
ardalsá, en þær ár eru sín hvoru meg-
in við Þingmannaheiði. Ennfremur
hafa verið gerðar talsverðar vega-
bætur í austurhluta sýslunnar.
1 önundarfirði er verið að gera 7
brýr, flestar í stað gamalla timbur-
brúa sem voru úr sér gengnar, en
allar eru þær smáar.
Fullgerð er stór járnbrú á Hvitá
á Brúarhlöðum, stendur hún miklu
hærra en gamla brúin svo henni sé
óhætt í flóðum, en mikla flóðið í
vetur sópaði burt gömlu brúnni.
Vegur hefir verið gerður bílfær alla
leið að Gullfossi. Hefir sú leið verið
mjög fjölfarin síðan.
Farið hefir verið i bíl upp með
Hvítá, eftir Kjalvegsslóðum alla leið
upp með Bláfelli — upp undir Sultar-
krika.
Páll Jónsson
Wynyard, Sask.
Nú ertu farinn á feigðar stig.
Mér finnst eg þurfa að kveðja þig
með fáum og einföldum orðum.
Eg deili ekki um dóminn þinn,
dauðinn er manni ákveðinn;
þvi verður ei vikið úr skorðum.
Það mega allir eiga vist,
að örlagahjólið þangað snýst,
sem hvíldin og friðurinn finnast.
Þegar siðasta sólarlag
'sveiflar geislum á liðinn dag,
við sjáum að margs er að minnast.
Eg kynntist þér ungum með eldlegt
fjör
og æskunnar heillandi bros á vör
og viðmótið vingjarnlega.
Mig langaði til að likjast þér,
en lítið varð úr því fyrir mér;
það mistókst á marga vega.
Þú áttir svo mikið andans þrek,
sem aldrei brást eða frá þér vék,
það fylgdi þér úti og inni.
Þín hreina, göfuga, glaða lund
gerði dýrmæta hverja stund,
sem naut eg í návist þinni.
Þú gerðir svo skarpar skýringar
á skynvillum okkar samtíðar
með hnyttninnar högu orðum.
Hégómans prjál og hræsnis strit
hjá þér fékk stundum skrípalit,
en sannindin sátu I skorðum.
Þegar skuggalegt skýjafar
skyggði á ferðagöturnar
og hretviðrin hótuðu pínum,
þá var heilnæmt að hitta þig,
þvi húmið varð strax að fela sig
og víkja af vegi þínum.
Táldrægt er lífsins töfraspil;
tíminn flytur oss grafar til
og hurðin að Kælum skellur.
Utan við hafið á eilífðar strönd
öllum er boðið að nema lönd,
en tjaldið í fjörunni fellur.
Valdi Pálsson.
Segir vegamálastj. að lítill tilkostn-
aður muni verða við að gera færan
sumar bílveg alla leið upp að ferju-
stað Hvítár, við Hvítárvatn. Vill
hann að það verk dragist ekki lengi.
En úr því vegamálastjóri lítur svo
á, ætti næsta sporið að vera að setja
bílferju á Hvítá. — Þá er að gera
Kjöl bílfæran, brúa nokkrar ár, og
áður en langt um líður ætti að vera
hægt að komast á bil þá leið milli
bygða.
Kjalarnesarvegurinn er kominn inn
að Kiðafellsá, og ný ferja og hentug
á Hvalfjörð, eins og algerðar svo
hægt er að leggja ferjunni að hvern-
ig sem stendur sjávarflóði.
Var nýlega farið á ZV2 klst. frá
Rvík. um Hvalfjörð upp að Grimsá
í Borgarfirði.
I Árnessýslu er unnið að framhaldi
Biskupstungnabrautar áleiðis að
Geysi. Liggur brautin upp vestan
Tungufljóts frá nýju brúnni, og mun
væntanlega fullgerð að Múla næsta
sumar. — I Skaftafellssýslu hefir
verið gerð brú á Tungufljót nálægt
Flögu og unnið talsvert að vegi þvert
yfir Skaftártunguna. I fyrra var
sett bráðabirgðabrú á aðra aðalkvísl.
Hafursár i Mýrdal, en nú hefir einn-
ig hin kvíslin verið brúuð á sama
hátt.
t flestum sýslum hefir verið unnið
mikið að endurbótum sýsluveganna,
og hafa verið gerðar þar margar
smábrýr.
Með sama framhaldi á vegagerð
og verið hefir undanfarin ár, má gera
sér von um, segir vegastjóri, að inn-
FORSKRIFT fyrir GRIDDLE KÖKUM
1 pott vnjilli
3 tÚNkoiAnr Miikíu
IlakiiiK Powtler
1 tenkeÍIS sniti
2inntMkelfinr wyknr
2 nintMkeitlnr
MhorteninK
1 eKK |
2 nintMkei?5nr
niolaMMeM
1 miirk nijólk
Blandið og sigtið þur efnin. Sláið egg-
ið. Bætið mjólk og molasses við, hell-
ið hægt á í fyrstu, hrærið vel. ..Bætið
bræddri shortening í. ..Setjið yfir sterk-
an hita, og notið næga fitu. Berið á
borð með Muple, Caramel, eða púður
sykur.
Uftlfi eftir l>eMMu markl A
hverri könnu. l*ah er
tryKtrlnK fyrir l>vf afi Mn-
Klc llnkinK Powder inni
hnldl ekki alum eftn önnur
nkattlej? efni.
Hafið
GRIDDLE
KÖKUR
með morgun
matnum
Þær eru svo léttar og
auðmeltar og fljótgerðar
með Magic Baking Pow-
der.
Þú munt finna hvernig
búa skal þær til ásamt
mörgum fleiri kökum í
hinni nýju Magic mat-
reiðslubók. Ef þér óskið
þess, sendum við bókina
endurgjaldslaust.
Magic Baking
Powder
STANDARD BRANDS
LIMITED
GIIjLETT PRODUCTS
Toronto Montreal WInnlpeKT
nnd lirnnolieN In nll the prin-
elpnl cltien of Cannda
SÁFNIÐ
POKER HANDS
Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki.
SKEGGBURSTI
Fjögur
setti af
Poker
Hands
VEKJá KLUKKA
Fimm setti af Poker
Hands
BLYSLJÓS
Atta setti
af Poker
Hands
Fyrir þær getið þér fengið
dýrmæta muni
POKER HANDS
Eru einnig í eftirfarandi alþekktum
tóþakstegundum:
Ttuirfreft Si^airettwr’
Milllsarkll Sigar,ett^ULr
WincHester Sig^aretHir
Kes Si^arett^sr
Old Chwm tobaSí
OgdeDS plötti reyktobali
Dixie plötui reyktobak
Bi^ Ben mtsfiiotofoaR
Storaewall jadíson
Vindlar
(í vasa pökkum fimm í hverjum)
AXLABÖND
Tvö setti
af Poker
Hands
Tvö setti af Poker
Hands
KETILL
Tiu setti af Poker
Hands
SPIL
PtAYING
CARD5
■ r*r ,
Eitt setti
af Poker
Hands
an fárra ára verði bílfært að sumar-
lagi alla leið til Austfjarða. Og hver
veit nema nýju snjóbílarnir geri leið-
ir þessar einnig færar á vetrum. trr
því sker reynslan næstu árin.
• • •
Rvík. 11. sept.
KRISHNAMURTI
kemur til fslands
I júní næsta sumar
Frú Aðalbjörg Slgurðardóttir
seglr frá.
Með Lyru síðast kom frú Aðal-
björg Sigurðardóttir úr ferðalagi er-
lendis. Var hún m. a. á. hinum ár-
lega fundi er Krishnamurti heldur í
Ommen I Hollandi. Þar voru auk
hennar 8 aðrir Islendingar.
Mbl. hafði heyrt það á skotspónum
að vera kynni að Krishnamurti kæmi
hingað til Islands einhvemtíma á
næstunni. Hitti þvi tíðindamaður
blaðsins frúna að máli í gær og fekk
staðfestingu á orðasveimi þessum:
Kristnamurti verður f vetur á
ferðalagi um Evrópu. Flytur hann
erindi og veitir þeim áheyrn er þess
óska. I vor verður hann kominn til
Norðurlanda og ferðast i maí um
Danmörku, SvSþjóð og Noreg.
Frá Noregi kemur hann hingað til
Islands.
Eg mintist á það við Mr. Raja-
gopal, sem umsjón hefir með öllu
ytra fyrirkomulagi í starfsemi mann-
kynsfræðarans, að fyrir okkur Is-
lendinga gæti það orðið stór viðburð-
ur að fá að heyra Krishnamurti um
lengri eða skemmri tíma. En þar
sem slíkt ferðalag eins langt og til
Islands, er ýmsum vandkvæðum bund-
ið gat eg gert mér litlar vonir um
að hann kæmi hingað, þvi að hvort-
tveggja erum vér engin stórþjóð og
svo er tími Krishnamurti mjög tak-
markaður. Og ferðalag hingað frá
meginlandinu með vikudvöl hér tæki
aldrei skemmri tíma en hálfan mán-
uð.
Þó get eg fært Islendingum þær
gleðifregnir að Krishnámurti hefir
ákveðið að koma hingað í júní næsta
sumar og dvelja hér vikutíma.
Ræddi eg við Rajagopal um dvöl
hans hér og kom okkur saman um
að hann héldi hér tvö erindi, en auk
þess veitti hann áheyrn flokkum
manna, sem áður verða að hafa gefið
sig fram.
Verður að líkindum listi látinn
liggja frammi þar sem öllum þeim
er óska að ná tali af honum er gef-
inn kostur á að rita nöfn sín.
Rajagopal verður i för með Krish-
namurti.
• • •
Rvik. 30. ágúst
Bífreið fór nýlega yfir Reykja-
heiði milli Húsavíkur og Kelduhverfis.
Er það í fyrsta sinn, sem farið er á
þann hátt yfir fjallveginn milli Suð-
ur og Norður-Þingeyjarsýslu. Voru
það vegagjörðarmenn rikisins, sem
með bífreiðina fóru, en leiðsögumað-
ur var Björn Guðmundsson bóndi í
Lóni í Kelduhverfi. Verður væntan-
lega ruddur ódýr sumarvegur yfir
Reykjaheiði nú á næstunni, álíka og
vegurinn, sem nú er um Kaldadal.
Er Norður-Þingeyingum það full
nauðsyn að komast í samband við
akvegakerfi Norðurlands, og líklegt
að ferðamenn muni leita þangað
austur á sumrum, því að þar í hér-
aði eru ýmsir fegurstu staðir lands
vors, svo sem Ásbyrgi og Dettifoss.
Aðalvegurinn verður þó, að líkindum,
lagður eftir byggðum, umhverfis
Tjörnnes.
• • •
Rvík. 6. sept.
Sigurjón Pétursson á Álafossi bauð
síðastliðinn %miðvikudag, blaðamönn-
um og ýmsum öðrum að skoða verk-
smiðjuna og aðrar framkvæmdir á
Alafossi. En þann dag voru 10 ár lið-
in síðan verksmiðjan fékk hveravatn
til afnota. Réðst Sigurjón í að leiða
heim hveravatnið, þvert ofan i ráð
landsverkfræðings (J. Þ.), en hefir
gefist ágætlega. Sundlaug er á Ála-
fossi með 22 stiga heitu vatni, til af-
nota fyrir fólkið, sem i verksmiðj-
unni vinnur. Mun laugin eiga sinn
þátt í þvi, að heilsufar verkafólksins
á Alafossi er óvenju gott eftir því
sem gjörist í verksmiðjum. Sigurjón
hefir svo sem kunnugt er, brennanda
áhuga á íþróttum. Hefir hann haldið
uppi sundnámsskeiði undanfarin ár.
Voru 20 manns þar við nám síðastl.
vor. Kennari er Vignir Andrésson,
fóstursonur sr. Jóns heitins í Stafa-
felli, gagnfræðingur frá Akureyri, er
stundað hefir sundnám erlendis og
er óvenjulega vel menntur í íþróttinni.
— Álafossverksmiðjan vinnur úr 60
smálestum ullar árlega, og starfa
þar nú um 40 manns.
Takmark
í lífstríði alda
Eftir að æsku og leikárin
eru liðin og alvara lífsins
byrjar, ætti þitt fyrsta að
vera að opna sparisjóðs
reikning. Það er fyrsta
sporið í rétta átt.
$1.00 opnar reikning
Province of Manitoba
Savings Office
Donald St., at Ellice Avenue
or 984 Main St.
Winnipeg
Þykir þér Shortbread gott!
1 Boiii Purity Fiour Blandið efnið mjög gætilega. Dreifið þvi með pönnu
% Boiu Corn starch og stingið með gafli. Bakið í sæmilegum ofnhita
Vi Bolli Icing Sugar (375°) í 20 mínútur eða þar ti!
% Bolli Smjör brúnast. Skerið í ferhyrninga og
látið kolna á pönnunni. Púðursykur má nota í stað
icing sugar. Vertu viss um að nota Pprity Flour.
Sendi 75 30e fyrir
í*urlty Flour
Cook Book
FL'OUP
98 Lbs.
^INNIPCG
/ •‘íanoon eoMO^
HH5 hnr?5a efnÍMmlkln hvelti-
injiil fyrir nlla y?5ar bökim.
Western Canada Flour Mllls
Gáið að nafni voru á Purity Flour pokanum. . Það er trygg-
ing yðar fyrir að þér skiftið við áreiðanlegt fétag.
Pnrlty
I*lain l*antry
New lteelpe
Fyrir 2 pie-skorpur: 3 bolla Purity Flour,
1 Bolli Lard, ^ teskei?5 salt, 1 bolli kalt
vatn, (fyrir betri brau?5 noti?5 % bolli
smjörs og V* lards.)
AÐFERÐ: Blandi?5 hveiti?5 og salti?5 og
shorteningunni þar til þa?5 er or?5i?5 a?5
fínu mjöli. BætiÖ vatni í smátt og smátt
en ekki ofmiklu. Láti?5 á bor?5 me?5
þunnu lagi á af Purity Flour og velti?5
þar til or?5i?5 er 1 þumlung á þykkt. Láti?5
svo afganginn af shorteningunni yfir
deygi?5. Velti?5 yfir þrisvar sinnum og
svo áfram þar til þyktin er fengin. Bakið
I heitum ofni (475°).
Co., Limited, Toronto, Winnipeg, Calgary.