Heimskringla - 08.10.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.10.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG 8. OKTÓBER 1930 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA að leitt guðsríki yfir jörðina, þrátt fyrir allt sitt gum og gaspur. Þetta er veruleikinn, sem menn horfasl stöðugt i augu við, þrátt fyrir allt. Frá þessu sjónarmiði verður heldur eigi sú hugmynd nein fjarstæða, að einn stjórnmáiaflokkur ráði betur þetta árið, en annar hitt. T. d. er engin skynsemi í að ímynda sér, að hátolla eða lágtollastefna eigi alltaf jafnan rétt á sér. Þetta fer allt eftir straumum og stefnum á heimsmarkaðinum, verðsveiflum og iðnaðarmagni landa og þjóða. Vel má það t. d. vera, að lágtollastefna liberala hafi einhverntíma átt rétt á sér, þótt nú sé hún skaðsamleg og hættuleg Canada, þegar hátollastefn- an er að fara sigurför um heim all- an og löndin keppast við að girða um sig tollmúr. Vel mætti það og vera, að ef atvinnumál Canada hefðu verið í betra horfi, að þá hefði eigi þurft að grípa til hátollastefnunnar. En eins og málin horfa nú við, er það nauðsynlegt. Hver timi þarfnast sinna sérstöku stjórnaraðferðar, og það finnur jafn- vel alþýða manna ósjálfrátt betur en flokksratarnir, með pví að hylta úreltum og ónýtum stjórnum úr sessi. Það er neyð þjóðanna, sem rekur á eftir og hefir vit fyrir þeim í þessu. að velta hverri stjórn, þegar hún hef ir á einhvern hátt leitt þjóðina á villi- götur, eða fyllt mæli synda sinna. * * * Það er svo ótal margt, sem hinir ofstækisfullu flokksglópar ekki skilja eða ekki vilja skilja, vegna þess, að þá skortir manndóminn til að sjá villu síns vegar og kannast hrein- skilnislega við yfirsjón sína, þegar þeir eru komnir á villigötur. Alveg eins og t. d. dr. Sig. Júl. Jóhannes- son var ritstjóri að liberal blaði og hefir verið í liberal flokk, að þvi er hann segir sjálfur, þrátt fyrir það þótt hann dáist mér að kommúnist- um og öll samúð hans sé með þeim. alveg á sama hátt gæti t.d. ritstjóri Heimskringlu verið jafnaðarmaður, þótt hann litit eftir conservatív blaði ÞO getur STAÐIST ÞAÐ Litil niðurborgun og þér hafið þessa ágætis Westinghouse I húsi yðar, eldhúsinu til prýði og vinnu yðar til léttis. Og með dálítilli upphæð, svo lítilli þó að þú tekur ekki eftir því, er á neyzlu miðann er bætt á mán- uði, borgar vélina að öllu á stuttum tíma. Westinghouse “FLAVOR ZONE” Antomatic Range eldar máltíð yðar, snýr orkunni á eða af, sparar raforku, á meðan þér eruð í burtu. Heimsækið aðal á^tningar sal vorn og látið Mrs. Lenton sýna yður áhöld vor. Og sjáið hið ágæta rafvöflujárn, sem við sem stendur gefum í kaupbætir með Cabinet Model Westing- house Range. Cfty ofWfnnfpeg HydroItotncSijstem, 55-59 XyJ" PRINCESS ST. án þess að vera nokkuð verri maður en dr. Sigurður . Eigi kæmi oss það til hugar, að líkja dr. Sigurði við skækju ,eins og hann gerir með rit- stjóra Heimskringlu, fyrir þessa sök eina, að hann fylgdi liberal flokknum og var ritstjóri við liberal blað, án þess að vera að öllu flokknum sam- þykkur í hjarta sínu. Hefði verið hægt að ímynda sér, ef maður hefði ekki þekkt doktorinn, að hann liti þannig á, að kommúnistar hefðu ekkert tækifæri í landinu, og þá væri þó stefna liberala skárri af tvennu illu, og mætti heldur finna henni ein- hvfer rök, og hún mundi í bráðina hjálpa landinu betur áfram en ann- að, þegar um það “ideala” þjóðfélags- skipulag væri alls ekki að ræða* — Þetta má kalla að fylgja "röngu” máli með hreinum og hlutlausum hug. En nú hefir doktorinn marg- sinnis sýnt fram á það, að þannig hafi hann ekki hugsað. Málagang- a hans hjá liberala flokknum virð- ist hafa verið til þess eins gerð, að fiska eftir þingsæti. Hins vegar er flokksofstæki hans svo m1k- ið, og hugmyndir hans frumstæðar um pólitík, að honum finnst hann þurfa að sækja um það, að fá að hafa persónulega sannfæringu! — Þetta stappar einmitt nær hinum venjulega hugsunarhætti skækjunn- ar. Hún selur sig fyrir ágóða. Hún er hundslega undirgefin og dettur ekki í hug, að hún hafi rétt á að hafa nokkurn vilja. Hins vegar er henni ótryggðin runnin í blóðið, svo að j hún gripur hvert tækifæri, sem hún getur, til að svíkja þann, sem hún á j kaup við. Fyrir flestum fer þess vegna eins og hinum vitra Salómon. að þeir reka hana út úr húsi sínu með andstyggð. • • • Svo að vér þá snúum oss aftur að þessu, sem doktorinn ekki skilur, að menn með óháða dómgreind geti stjórnað blöðum, án þess að vera nokkur flokksþý sjálfir, þá liggur auðvitað lausn þess í því, að hver flokkur eða stefna hefir jafnan til sins máls nokkuð, og er það verk- svið hvers flokksblaðs, að leita hinna ítrustu röksemda frá sinni hlið, og þetta er sanngjörnum mönnum auð- velt að gera með hreinum hug og á drengilegan hátt. Flokksofstækið getur það ekki og skilur það ekki, og af því skapast öll stjómmálaspilling. En t. d. málaflutningsmepnirnir skilja það. Hin opinbera réttvísi skilur það, og gerir það að einum ríkum þætti í málafærslu sinni. — Þess vegna tókum vér hið auðvelda dæmi um lögmanninn Hjálmar Berg- mann, sem dr. Sigurður, röksemdum sínum samkvæmt, reynir meðal ann- ara að klína portkonunafninu á i sinni ósmekklegu ritgerð. Hefir þessi ágæti lögfræðingur átt öðrum kveðjum að fagna úr þeirri átt. Auð- vitað getum vér nú naumast verið að halda þvi fram, að hann hafi kannske mannbætt sig mikið á því, að vinna mál minna hlutans af Tjald- búðarsöfnuði forðum, aridstætt þvi er hann varði mál Þingvallasafnaðar nokkrum árum áður. I það mái virðast hafa blandast of persónuleg- ar ástæður, til þess að hægt sé að búast við því, að þar hafi verið unn- ið af hlutlausum hug. En hitt vit- um vér, að .hann hefir tekið að sér að forða glæpamörinum frá hengingu og þykir oss sennilegt, að þar hafi ráðið mannúðarhvatir, fremur en fé- græðgin ein. Yfirleitt á allri skipun réttvísinnar að vera þannig fyrir komið, að þar ráði sahnleiksástin frekar en nokkuð annað. Og blaða- mennskan, ef hún er nokkurs nýt, þá á hún að vera einskonar málafærsla flokkanna, flutt af skynsömum mönn um til itrustu málsbóta hverri stefnu. • • • Vér viljum því enn halda þvi fram, að menn með málaflutningshæfileika og hlutlausri dómgreind, séu miklu hæfari til ritstjórnar en ofstækisfull- ir flokksratar, sem aldrei sjá i hjarta sínu nema eina hlið á nokkrum hlut. “Tanglefirí’ Fish Nets “Catches the Fish” linnen and cotton netting for all manitoba LAKES IN STOCK HERE. LAKE WINNIPEG:—Sea Island Cotton and Natoo for Tulibee fishing in 30, 32, 36, 40 and 45 meshes in 60/6, 70/6 and 80/6. LAKES MANITOBA, WINNIPEGOSIS AND PAUPHIN:—- Lmnen and Cotton Netting in all standard sizes. Sideline:—Seaming Twine, Floats and Leads. We seam Nets to specifications. Call and see us or write for Price List and Samples. FISHERMENS SUPPLIES LTD. 132 PRINCESS ST., Cor. William and Prineess, Winnipeg. PHONE 28 071 Af eðlilegum ástæðum hefir dr. Sig. Júl. Jóhannesson játað það, sem vér getum svo mæta vel ráðið af lítilleg- um orðaviðskiftum, sem vér höfum átt við hann áður, að hann skildi þetta ekki. Vér gerum heldur ekki ráð fyr- ir því, að hann skiiji mikið af því, sem að ofan er ritað, og skrifum það þess vegna ekki hans vegna, heldur annara, sem gaman kynnu að hafa af að hugsa út í það, sem hér er rit- að. Til þess að gera misskilning sinn og skilningsleysi sitt ekki eins lýðum ljóst og í síðasta tölublaði Lögbergs, viljum vér ráðleggja dr. Sigurði að tala ekki meira um þetta mál. Oss þykir vænt um, að dokt- orinn er þó kominn það langt í sannri vizku, að játa og finna til skilnings- leysis síns. Ef hann heldur áfram því auðmjúka og barnslega hugar- fari, þá er ekki vonlaust um, að síðar kunni honum að opinberast hin æðri spektin. Þess vegna þökkum vér hon- um líka fyrir einlægnina. VÍSINDI og TRÚ (Frh. frá 1. síöuj. hafa áður eða ekki — sú afstaða er hið stærsta verðmæti nútímalífsins, sem við getum fundið, ef við lítum yfir heildarsvið mannlegrar þekking- ar. Afleiðingamar af þessari breyttu afstöðu eru ekki ávalt sem viðkunn- anlegastár. Sú hugsun, að vísindi og trú séu andstæð hvort öðru, ger- ir viða vart við sig nú á dögum. — Sumir menn vilja algerlega snúa baki j við trúnni sem uppsprettu ljóss og leiðsagnar og leita í vísindunum að svörum við öllum spurningum. Það er að verða okkur stöðugt ljósara, að visindin séu að umskapa þenna heim. Allmargt fólk leitar nú til vísindamannsins fremur en til trú- mannsins eftir leiðbeiningu á þessum tímum erfiðra viðfangsefna og mik- illa vandamála. Sjálfur er eg á þeirri skoðun, að það sé rangt álit að mestu leyti, að vísindi og trú séu þær andstæður, sem oft er haldið fram að þau séu. Sumir menn segja, að yísindin séu grundvölluð á þekkingu, en trúin sé ekki annað en trú. Vísindin, sem stöðugt skírskota til þess, sem er þekkt og unnt er að þekkja, hljóta því vissulega að veita betri leiðsögn en trúin, sem er grundvölluð á hinu óþekkta og óþekkjanlega. Vísindin geta stært sig af því, sem þau hafa afrekað; trúin hefir ekkert nema vonir að bjóða. Enn eru aðrir, sem mundu setja mótsetninguna fram í allt öðrum orð um, en eru jafn hlutdrægir trúnni í vil og andstæðir visindunum. Þeir mundu segja: “Við treystum trúar- brögðunum með þeirra óskeikulu op- inberun sannleikans, fremur en vís- indunum, sem breyta niðurstöðum sínum á hverjum áratug, og hljóta þess vegna að vera óáreiðanlegur leiðarvísir. Vísindin hafa oft ákveð- ið einn daginn, að það sé skynsamlegt að trúa þessu eða hinu, en hafa svo ákveðið næsta dag, að það sé skyn- samlegt að trúa því gagnstæða.” Því er stundum haldið fram, og það er mjög mikill sannleikur í því, að vís- indunum hafi farið fram á liðnum árum, og sé að fara fram, eftir þvi sem ein vitsmunavillan sé leiðrétt með annari. Sé það satt, þá eru vís- j indin blindur leiðtogi, sem leiðir blinda út í fen og foræði. En fullkomið yfirlit á báðum þess- um sviðum rannsóknar og íhugunar, leiðir í ljós að hvortveggja þessi sam- anburður sé rangur. Bæði í vísind- um og trúarbrögðum er margt, sem er vafasamt, og margar niðurstöð- ur eru ekkert annað en staðhæ^ing- ar um það, sem menn trúa. A hvoru- tveggja sviðinu er margt, sem við getum ekki fengið neina úrslita úr- lausn á spurningum okkar í; en á báðum er líka meira eða minna, sem fullnægjandi niðurstöður hafa feng- ist í. Það er sýnilega ósanngjarnt bæði gagnvart vísindunum og trúnni, að bera saman þróun annars og full- gerðan árangur hins. Hinn eini rétti grundvöllur samanburðarins er, að bera saman fullgerðan árangur beggja og þróun beggja. A þeim grundvelli finnum við, að vísindin hafa lagt skerf til framfara trúar- bragðanna á margan hátt; sumt af því er augsýnilegt, en sumt kemur þá fyrst í ljós, er við leitum dýpra. Vísindin eru sýnilega í þjónustu trúarbragðanna. Eitt aðal atriðið í öllum meiri háttar trúarbrögðum er að láta sjúka læknast, augu blindra opnast, óviðunandi hagsmunalegar aðstæður breytast til batnaðar, og að gefa þeim, sem enga möguleika hafa til að sýna hvaða manndómi þeir búa yfir, tækifæri til að njóta sín. Að lækna sjúka og að hjálpa bág- stöddum, — þetta eru mikils verð atriði í öllum meiri háttar trúar- brögðum. Er það ekki bersýnilegt, að í þessum atriðum hafa trúarbrögð in notið góðs af þeirri þekkingu, sem vísindin veita? Sannleikurinn er sá, að meiri verk eru framkvæmd nú á dögum 1 spítölum, líknarfélögum og hjálpar- stofnunum af ýmsu tæi, í þá átt að bæta úr böli mannkynsins, heldur en unnin voru á bökkum Genezaret vatnsins i Galíleu fyrir 2000 árum, vegna þess að trúarbrögðin hafa notað sér áhöld þau, sem vísindin leggja upp í hendur nútímamannsins. Trúin afrekar meira í þessum prak- tísku, hversdagslegu hlutum nú á dögum, heldur en hefir verið afrek- að nokkurntíma á liðnum öldum. Vitanlega er það öllum ljóst, að vísindin fást við þessa hluti án til- lits til afleiðinganna. Verkfæri þau, sem vksindamennirnir rétta_ að okk- ur, standa öllu skynsömu fólki til 1 boða, hvort heldur er til góðs eða | ills. Flugvélin, sem flytur bréf og velvildar-kveðjur yfir löndin og höf- j in, er líka nothæf til þess að láta | eiturgasi og sprengiefni rigna niður á ófriðartímum; áhöld, sem eru bú- in til í þvi skyni að gera hendur mannanna færari til afreka, má nota annaðhvort til þess að hjálpa mann- kyninu eða til þess að gera því skaða, eftir því sem menn vilja; verkfæri, sem eru til reiðu fýrir hinn göfugasta mann, er vill vel og hefir hinn bezta tilgang, eru líka til reiðu hinu versta og eigingjarnasta smá- menni í landinu. ' Vísindin, sem fá okkur í hendur öfl- ugri vélar og betri aðferðir til þess að fást við praktísk úrlausnarefni, eru í mjög mikilsverðum skilningi blind Trúin verður að velja takmörkin, er aðferðir vísindanna geta hjálpað okk- ur að ná. Trúin verður að segja fyrir um hina hærri notkun þessara stöðugt fjölgandi verkfæra. Hér í liggur meira en bending um mismuninn á vísind- um og trú og þörfina fyrir hvort- tveggja. Þegar vísindin eru notuð til þess að fá yfirlit yfir hið raunverulega, verður afar mikil bylting í huga hins trúhneigða manns. Fyr á tímum voru trúarbrögðin hæli, sem menn gátu leitað í, á flótta sínum frá heiminum. Þeir flúðu frá náttúrunni til ein- hvers, sem þeir héldu að veitti sér meiri fullnægingu en náttúran sjálf. En ef við eigum að nota aðferð vís- indanna til þess að eignast yfirlit yf- ir hinn raunverulega heim, þá verðum við hiklaust að sætta okkur við nátt- úruna. Hugur þess manns, sem verð- ur fyrir áhrifum frá visindum nútím- ans, getur ekki umflúið náttúruna. Sú I trú, sem er hæli eða örugg höfn, sem : menn geta flúið í, og snúið baki við j náttúrunni, er ekki lengur fullnægj- j andi trú. Trúin hefir komið niður af himninum í skýjlim landafræði eða | sálarfræði til jarðar, sem á mikið skylt við landafræði og sálarfræði. Meiri bylting en þetta er ekki mögu- leg í hugum þeirra manna, sem hugsa grandgæfilega um trúmálin. Menn hafa á margan hátt reynt að flýja frá náttúrunni; þeir hafa gengið eftir ýmsum vegum, þegar 1 þeir hafa verið að reyna að finna ráð til þess að komast undan lögum þeim, sem náttúran þrengir upp á hugi og hjörtu mannanna. Einn flóttavegurinn er sá, sem margir heimspekingar hafa gengið eftir. Kant*) t. d. flýði eftir vegi hinnar hreinu hugsunar inn í innstu tylgsni vitsmunanna. Aðrir hafa fiúið eftir vegi tilfinninganna inn í innstu fylgsni hjartans, til þess að finna þar frelsun frá örðugri reynslu j hins ytra lífs. Sumir hafa fundið þar frelsun, i bili að minnsta kosti, | er þeir hafa snúið sér inn á við i j leitinni eftir sannleikanum, og haft hinn ytri hlutlæga heim að baki sér. Nú á dögum eru þeir margir, sem finna flóttaveg með því að neita veruleika hins skynjanlega heims, er visindin lýsa fyrir okkur, en halda fram veruleika innri reynslu, annars hetms, sem þeir segja, að sé hinn eini verulegi heimur. Annar flóttavegurinn er sá, sem sumir nútíma húmanistar** og marg- ir nútima vísindamenn fara eftir. Bertrand Russell er meðal þeirra fremstu, sem neita veruleika hinnar innri reynslu og halda þvi fram, að enginn veruleiki sé til nema hinn ytri heimur, sem við fáum skynjað. Þeir finna ekkert nema^ ósjálfrátt starf í öllu því, sem við getum skynjað umhverfis ókkur. Við end- ann á þeim vegi liggur sú bölsýnis- þrungna og dapurlega niðurstaða, að almáttugt efni, eins og Russell segir, hrærist ósveigjanlega og óaflátan- lega áfram, og velti sér eins og gufu- vélar bákn, yfir allt, sem á vegi þess verður. Þriðji flóttavegurinn er gefinn í skyn af andlegum leiðtogum eins og Santayana*** og Freud****, er snúa þér sem notiff TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. UNIVERSITY OF MANITOBA EXTENSION COURSES in COMMERCIAL SUBJECTS Bookkeeping and Accounting Auditing Business English Office and Secretarial Practice Mathematics Politica! Econonmy Commercial Law Classes open on various dates #during the week of October 6th. Booklet out- lining them supplied on request by THE REGISTRAR, CNIVERSITY OF MANITOBA Telephones: 21 979 21 939 sér frá heimi hins skynjanlega veru-4 leika að heimi imyndunarinnar, heimi hugarflugsins og draumanna. Þeir játa, að þetta sé líklega aðeins hugar- flug, en þeir finna i því bót við gæfu- snauðum aðstæðum og erfiðum breyti leik lífsins. Að flýja frá náttúrunni nú á dög- um er ómögulegt. Vísindin neyða okkur til þess að sætta okkur við náttúri^na. Það er eins og taka rósarunn í fang sér; það eru bæðt þyrnar og blóm á runnunum. Að sætta sig við náttúruna og aðhyllast hana, er að fela í faðmi sínum það, sem særir, ekki síður en það, sem lyftir upp hug og hjarta, hugsanir, ,gem draga úr dáð okkar, jafnt seir* hugsanir, sem visa okkur veginn ttl nýrrar og hærri viðleitni. ÞETTA UNDRA TILBOÐ STENDUR ENN ! ! HEFIRÐU ENN- Þ Á F E N G I Ð PERLU YÐAR? Vit5 Wum fengit5 miklar birgftir af þess- um pRemiums og þú getur enn fengi?5 eina af þes'fcum f g:ru 60 þumlunga festum, sem fyllilega eru $1.00 virbi. TVEIR MIÐAR AF Royal Crown Flaked Lye OG 25c Kaupit5 2 könnur af Royal Crown Lye af kaup- manni yöar, sendib 2 Vnit5a og 26c, skrifit5 nafn ybar greinilega. Perlunnar vert5a sendar met5 nwsta pósti, fritt. Náit5 í yt5ar met5an birgt5ir endast. THE ROYAL CROWN SOAPS LTD. • WINNIPEG *) Immanuel Kant, frægur þýzkur heimspekingur, sem var uppi á 18. öld og ritaði margar bækur um heim spekileg efni, sem hafa mikið gildi enn í dag. — Þýð. **) Húmanistar eru næs1;a óákveð- inn flokkur, og nafnið hefir ýmsar merkingar, eftir því, hvort átt er við bókmenntir, heimspeki eða trúmál. — Þýð. , ***) Prófessar George Santayana. merkur heimspekingur og rithöfund- ur, hallast mjög að skáldlegu hugsæi. *•**) Próf. Sigmund Freud, nafn- kunnur sálkönuður, sem hefir ritað margt um eðli drauma og uppruna þeirra. — Þýð. Oktober 5 til 11 Eld- varnar vlka ES Eld- varnar vika £3 SKRIFSTOFA VERKAMÁLA OG ELDSVARNA ELDUR er orsök ótéljandi skaða ELDSTAP MANITOBA FYRIR 1929 Fjörutíu og þrjú [43] MANNS LÍF $2,652,497 í EIGNUM EYBILÖGBUM Það getur hver maður hjálpað til að koma í veg fyrir þetta með því að vera varkárari. Issued by authority of HON. W. R. CLUBB Minister of Public Works and Pire Prevention Branch E. McGRATH, Provincial Fire Commissioner Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.