Heimskringla - 08.10.1930, Blaðsíða 4
/
4. BLAÐSIÐA
|ifctinslu*in0la
(Sío/nuð 1SS6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
SJ3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. AHar borganir sendist
THE 'iHKING PRESS LTD.
Utanáskrift til blaðsim:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til riistjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent A je., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sotrgent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 8. OKTÓBER 1930
Ný heimsverzlunarmiðstöð.
í ágústhefti tímaritsins “Ourrent His-
tory’’, skrifar J. A. Stevenson, canadiskur
fréttaritari blaðsins “London Times’’,
grein með ofanskráðri fyrirsögn, um Hud-
sonsflóa sjóleiðina til Evrópu og þýðingu
hennar fyrir heimsverzlunina. Vegna þess
að greinin snertir eitt af helztu áhugamál •
um íbúa sléttufylkjanna, er hún hér birt
í íslenzkri þýðingu:
“Miklar líkur eru nú á því, að sjóleiðin
sem Henrý Hiudson fann endur fyrir
löngu ,verði innan skamms lífæð viðskift-
anna milli Norður-Ameríku og Evrópu.
Það yrðu að minnsta kosti mikil von-
brigði fyrir tvær miljónir manna í Sléttu-
fylkjunum, ef sá draumur rættist ekki.
í>að var jafnvel búist við, að farið yrði
á þessu hausti að flytja landbúnaðar-
afurðir Vestur-Canada þessa nýju leið til
Evrópu. í október síðastliðið haust var
skipsfarmur af kbrni héðan sendur á einu
af skipum Hudsonsflóa félagsins þessa
leið austur um haf og heppnaðist ágæt-
lega. En samkvæmt því, er járnbrautar-
ráðherra Dunning hefir skýrt frá, er lítil
von til þess að sjóleið þessi verði opnuð
til kornflutqinga aimennt fyr en á næsta
hausti, 1931.
Það hefir reynst mjög erfitt að gera
járnbrautina norður til Churchill svo úr
garði, að nægilega trygg væri yfirferðar
með mörg vagnfermi af hveiti, vegna þess
hve gljúpur jarðvegurinn er víða, því heita
má að sumstaðar hafi orðið yfir kvik-
syndi að fara. Þá hefir hafnargerðin þar
nyrðra ekki verið neinn leikur. Að grafa
álana til þess að gera innsiglinguna ör-
ugga, reyndist miklu eyfiðara og kostnað-
arsamara, en sérfræðingarnir ætluðu. —
Óralangur aðfiutningur alls efnis, bæði í
bryggjur og kornhlöður, hefir einnig taf-
ið fyrír störfum. En verst af öliu er þó
ef til vill þurðin á drykkjarvatni. Jörðin,
er gaddfreðin, eftir að fá fet kemur nið-
ur, allan ársins hring, og er það ein þraut-
in, sem enn er ekki búið að leysa, hvernig
birgja eigi upp með vatni, ef þarna risi
lupp stór borg innan skamms. Fjarlægð-
in frá hinum þéttbyggðari hlutum lands-
ins gerir einnig vinnulýð erfiðara fyrir
að leita þangað atvinnu.
En þrátt fyrir alla þessa annmarka, er
störfum flýtt þar nyrðra allt sem unnt
er. íbúar Vestur-Canada virðast á einu
máli um það, að það sé eitt stærsta spor-
ið í velmegunaráttina ,sem hér hafi verið
stígið á síðastliðnum tuttugu árum, að
koma á vöruflutningum þessa leið til Ev-
rópu.
Hudsonsflóinn er um 1000 mílur á
lengd og sex hundruð mílur á breidd. —
Hann skerst svo langt inn í norðurhluta
landsins að menn skoðuðu fyrrum að þeg-
ar í suðurbotn hans var komið, væri ör-
skammt inn að hjartapunkti vesturfylkj-
anna þriggja. En þá voru menn stórhuga
og færðust líka vegalengd í fang ótrauð-
ari en menn gerðu eftir að járnbrautirnar
komu til sögunnar. Út úr Hudsonsflóan-
um er 500 mílna iangt og 100 mílna breitt
sund, sem skipaleiðina vísar út á Atlants-
haf. Áður en Canada varð ríki og C. P.
R. járnbrautin var lögð vestur um land,
var álitinn leikur einn að ferðast þessa
Hudsonsfióa sjóleið til og frá Evrópu, af
íbúum Vestur-Canada. Þá ieið komu hin-
ir fyrstu innflytjendur hingað, er bólfestu
tóku sér í Selkirk-nýlendunni. Qg um
langt skeið fór ekki nokkur maður svo á
milli Vestur-Canada og Evrópu, að hann
færi ekki þessa sjóleið, sem í svo margra
augum er nú ægileg.
Þegar sléttufylkin tóku að byggjast,
var það eitt af því, sem þingmannsefni
Vesturiandsins urðu að gangast hátíðlega
undir að iofa kjósendum, að flýta fyrir
lagnfngu járnbrautar norður að Hudsons-
flóa. Þá voru bændur farnir að reka korn-
yrkju og stunda griparækt í svo stórum
stíl, að vara þeirra nam 60 prósent af allri
útfluttri vöru úr landinu. En á heims-
markaðinum urðu þeir að keppa við Nýja
Sjálands- og Argentínubóndann, er sjó-
leiðis gátu flutt vörur sínar til markaðar
og því miklu ódýrar en Canadabóndinn.
Og það má fyllilega undarlegt heita, hve
lengi drógst að koma á innanlands sam-
göngum í Canada. lðnaður landsins var
allur rekinn í Quebec og Ontario, meðfram
St. Lawrence fljótinu og nægðu þær sam-
göngur þar. En bændur Vesturlandsins
urðu ekki aðeins að selja afurðir sínar á
heimsmarkaðinum, eins fjarri og hann
var og erfitt var að koma vörunni þang-
að, heldur varð öl lsú vara, er þeir þurftu
að kaupa, á sama hátt dýrari þeim en
öðrum íbúum landsins, vegna samgöngu-
leysisins hér vestra.
Fram úr þe^Su raknaði nú að vísu tals-
vert með lagningu járnbrautanna austan
að og vestur um land. En með samkeppn
inni, sem nú er orðin á heimsmarkaðin-
um, hefir þörfin á brautinni norður að fióa
ekki dulist. En sannleikurinn virðist sá,
að í framkvæmdir stjórnanna í því efni
hafi jafnan verið haidið af íbúum Austur-
Canada. Loks hafa þær þó orðið að
gegna kröfum Vesturlandsins, og nú er
svo komið, að ekki er nema um iítinn tíma
að ræða, þar til um Hudsonsflóabrautina
hefst flutningur.
Samkvæmt skýrslum, er nefnd sú gerði,
er sambandsstjórnin sendi út af örkinni
árið 1927, til þess að rannsaka allt, er að
sjóleið þessari lýtur, er hægt að halda uppi
ferðum um Hudsonsflóasundið í 4 mán-
uði, án þess að ísbrjóta þurfi með. Og
fram eftir haustinu er þar lengur hægt að
halda uppi ferðum en á vötnunum eystra.
Þokur hélt nefndin að ekki myndi mikill
farartálmi nyrðra, með þeim útbúnaði, er
nýtízku skip hafa.
Nú er hveiti bóndans í Vestur-Canada
sent til Englands og Evrópu annað hvort
með því að flytja það til Fort William,
eða til hafna vestur við haf, og sem þá
fer um Panamaskurðinn. Hvor þessi ieið
sem valin er, verður bóndanum dýr, vegna
vegalengdarinnar. Með Hudsonsflóa leið-
inni er vegalengdin stytt nokkuð, og þar
af leiðandi burðargjaidskostnaður hveit-
isins lækkaður.
Sjóleiðin frá Montreal til Liverpool er
3,008. Frá Churchill er hún 30 mílum
styttri. Er þá auðséð, að alls verður leið-
in frá helztu hveitiræktarhéruðum Vest-
urfylkjanna 500—1000 míiium styttri til
Evrópumaijkaðaríns, ef Hudsonsflóaleið-
in er farin, heldur en ef farið er um Aust-
ur-Canada, því svo mikiu styttra er frá
akuryrkjuhéruðunum norður til Churchill
en til Montreal. Og leiðin um Panama-
skurðinn er svo miklu lengri en Hudsons-
flóaleiðin, að þar er ekki um neinn.sam-
anburð að ræða.
Hagur Vesturlandsins í heild sinni er því
auðsær af Hudsonsflóabrautinni. Aftur
geta vissir iandshlutar eða bæir tapað
nokkru af sínum viðskiftum, eftir að flutn-
ingur um hana byrjar. Winnipeg og Van-
couver hljóta að tapa nokkru af sínum við
skiftum, en Churchill auðvitað aftur að
verða þeirra aðnjótandi. Og það verður
ekki einungis hveitiflutningurinn, sem þar
er um að ræða, heldur einnig innflutta iðn-
aðarvaran frá Englandi, því hún verður ef-
laust send Hudsonsflóaleiðina hingað, að
minnsta kosti það af henni, er Vestur-
landið kaupir. Pflutningur hennar, eins og
hveitisins, verður ódýrari þá leiðina, og
lækkar verð þeirrar vöru til bóndans.
Hudsonsflóabrautin getur einnig haft á-
hrif á viðskifti Bandaríkjanna. Öll norð-
vesturríkin, Dakota, Minnesota, mikið af
Montana, nokkuð af ríkjunum Wisconsin,
Illinois, Iowa, Nebraska og Wyoming, geta
stytt sér leiðina til markaðarins í Evrópu
um 500 mílur, með því að nota Hudsons-
flóabrautina. Og það má hiklaust gera
ráð fyrir að þau geri það. Að lækka svo
flutningsgjaldið leiðina austur að sjó, að
það verði ekki hærra en gjaldið með Hiud-
sonsflóabrautinni, mun tæplega vera
hægt. Breytingin, sem þessi nýja braut
er líkleg að hafa í för með sér á viðskifti
Norður-Ameríku, er svo mikil, að erfitt
er enn að gera sér glögga grein fyrir
henni.
í sambandi við þessa Hudsonsflóa sjó-
leið, er knnfremur gert ráð fyrir, að jám-
braut verði með tíð og tíma lögð beinustu
leið frá ChurchiII til Prince Rupert á vest-
lurströnd Canada, og með því sé leiðin
stytt milli Evrópu og Asíu, svo að hún
verði ekki nema tveir þriðju af leiðinni
um Súezskurðinn, og 1500 til 2000 mflum
styttri en leiðin, sem nú er farin um
HEIMSKRINGLA
Bandaríkin og Canada.
Þeir sem utanlandsviðskifti reka í Vest-
ur-Canada, líta svo á, sem viðskiftum sín-
um sé heill að því, að flutningar hefjist
um Hudsonsflóann. í fyrstu hlýtur þó
þýðing brautarinnar að verða mest í sam-
bandi við flutning korns og nautpenings
-til Evrópu . En nú er það orðið víst, að
Norður-Manitoba er auðugt af námum,
eins og Flin Fion og Sherritt-Cordon
námurnar bera vitni um . Og eignleiga er
allt landið vestur af Hudsonsflóanium tal-
ið ríkt af málmum, sem einhverntíma
verða ef til vill unnir úr jörðu í stórum stíl
og sendir til Evrópu. Þrír stærstu bank-
ar í Canada hafa nú þegar útbú í Churchil!
sem sýnir trú þeirra á framtíð þessara
norðlægu héraða.
Þegar á allt það, sem á hefir verið
minnst, er litið, í sambandi við þessa fyrir-
huguðu nýju vöruflutningaleið milli Norð-
ur-Ameríku og Evrópu, er alls eigi úr vegi
að hugsa sér, að Churchill verði ein þeirra
borga, sem um er talað sem miðstöð
heimsviðskiftanna, er stundir líða. l 1
Bækur.
Gunnar Benediktsson: Æfi-
saga Jesú frá Nazaret. Ak-
ureyri 1930.
Kver þetta, sem ekki er nema röskar
100 blaðsíður í litlu átta blaða broti, hef-
ir vakið mikla hneykslun sumra kirkju-
manna á Islandi og flestra sérkreddu-
flokka. Hafa menn ausið gremju sinni
óspart í blöðum og tímaritum yfir höfund-
inn, séra Gunnar í Saurbæ, fyrir hinar ó-
guðlegu skoðanir hans, sviksemi hans við
kristna kirkju o. s. frv., og vilja láta
dæma hann frá kjól og kalli, en klerkur
sá tekur þessu öllu með hinní spámann-
legustu ró c*g lýsir síðan yfir því í Straum-
um, sem valdið hefir ennþá meiri hneyksl
unum, að tíu ára prestsskaparstarf sitt
hafi að miklu leyti gengið í það, að losa
af sálum manna “trúarbragðaviðjar”,
enda hafi þeir Jón Helgason biskup og
Haraldur Níelsson prófessor eyðilagt mest
allan kristindóm á íslandi, með því að
andmæla friðþægingarkenningunni gömlu
óskeikulleika biblíunnar og gildi trúar-
játninganna, og geti nú landið yfirleitt
tæplega skoðast kristið lengur.
Þessi sljrif hafa valdið heimatrúboðinu
og K. F. U. M. í Reykjavík óstjórnlegrar
hrellingar, enda er það auðvitað óhjá-
kvæmilegt, að hneykslanir verði í þeirra
hópi í hvert skifti og einhverri hugsun er
hreyft, sem ekki er nokkurra alda gömul.
Er og heldur ómögulegt að taka nokkurt
tillit til þess, enda skiftir það ekki miklu
máli. En þó hefði eg kosið, að ritgerð sr.
Gunnars í Straumum, hefði verið gæti-
legar skrifuð, svo að hún hefði síður átt á
hættu áð verða misskilin. Því að enda
þótt allir sangjarnir menn skilji það auð-
vitað undireins, að þau “trúarbrögð”, sem
séra Gunnar á við, eru skýrgreind sem
kreddufesta aðeins, þá er það þó mikið
vafamál, hvort rétt sé að gefa orðiniu þá
merkingu eina. Frá sögulegu sjónarmiði
má það til sanns vegar færa. En frá trú-
fræðilegu sjónarmiði verður sú merking
of þröng. Frá því sjónarmiði má ef til
vill færa flestar hugmyndir manna og
skoðanir undir trúarhugtakið, hvað svo
sem trúin er kölluð, og jafnvel vísindin
og jafnaðarstefnuna. Að rússneska bylt-
ingin sé gagnsýrð af trúarbrögðum, mun
örðugt að ‘neita, þegar til hinnstu rök-
semda kemur. Svo að einnig í jafnaðar-
stefnu séra Gunnars og túlkun hans á
Jesú Kristi sem jafnaðarmanna foringja,
eru fólgin trúarbrögð, þótt víða skerist
þau í odda við margt af hinum arfgenga
kristindómi. Þess vegna er sjálfsblekking
nokkur fólgin í þeírri hugmynd hans, að
hann hafi ásamt hinum ágætu prófessor-
um verið að höggva af mönnium “trúar-
bragða viðjar’’ fyrir fullt og fast. Hann
hefir verið að reyna að leitast við, eins
og góðum kennimanni sæmir, að útrýma
gömlum trúarhugmyndum, er hann hefir
annaðhvort talið rangar eða úreltar, en
boða aðrar nýrri í staðinn, sem hann
hyggur sannari og heilsusamlegri þessari
öld.
Og þetta tel eg kristilega kemrimensku,
að því leyti sem eg efast ekki um að hon-r
um hafi gengið þar til hvöt hreinlyndis
og sannleiksástar. Hefir hann borið fram
úr sjóði hjarta síns þær trúarskoðanir.
sem hann hefir álitið beztar og heilla-
drýgstar, og er sú kennimennska allrar
virðingar verð. Um hitt má deila til eilífð-
ar, hver skoðun eða hver trú sé réttust,
og að hve miklu leyti hverjum kenni-
manni heppnast að leiða hugsanalíf og
trúarþrá sinna samtfðarmanna til farsæls
árangurs.
Bók séra Gunnars, sem rituð er út
frá “trúarskoðun” jafnaðarmennsk-
unnar hefi eg haft miklu meira gam-
an af að lesa en fjölda margar Krists
æfisögur aðrar, enda þótt eg sé höf.
mjög víða ósammála og telji það
Iitlum efa orpið, að margar ályktan-
ir hans muni lítt standast hina svo-
nefndu vísindalegu gagnrýni. Margt
af þvi, sem hann færir þeirri höfuð-
kenningu sinni til stuðnings, að Jesús
hafi endað sem uppreisnarmaður á
sviði þjóðmálanna, grípur hann ein-
mitt úr þeim ummælum, sem biblíu-
gagnrýninni þykir líklegast að hafi
orðið til á ofsóknatímum frumkirki-
unnar. Þó eru margar athuganir
.smellnar og gáfulegar, þótt aðrar
séu fljótfæmislegar að sama skapi,
t. d. það, að Jesús setji ekki eina ein-
ustu kenningu sína fram sem trúar-
skoðun. Slíkt nær auðvitað engri
átt, því að öll hans kenning var trú-
arskoðun og líf hans fyrst og fremst
trúarlegs eðlis. En hinu get eg ver-
ið höfundi samþykkur í, að mörg rök
hnígi í þá átt, að einhver stórkostleg
breyting hafi verið komin á trúar-
líf hans undir hið síðasta. Guðshug-
mynd hans virðist mér yfirleitt hafa
stungið óendanlega miklu meira í
stúf við allt, sem almenningur skildi
á þeim dögum, en almennt hefir ver-
ið álitið. En að guðsríkishugmyndir
hans hafi þá fallið i ljúfa löð við
jarðneskustu og frumstæðustu skoð-
anir gamlatestamentis tímanna á
þvi efni, virðist mér vera furðu mik-
il fjarstæða. Jesús var einmitt alinn
upp í þeim hluta landsins, þar sem
andlegustu guðsríkis- og Messíasar-
hugmyndirnar höfðu þróast. Fer því
fjarri að bók þessi, þótt hún sé á
margan hátt sniðuglega saman tek-
in, haggi á neinn hátt þeirri skoðun,
sem flestir fræðimenn í þessum efn-
um munu hallast að, og guðspjöllin
líka skýra sjálf frá, að Jesú hafi
aldrei dulist það eitt augnablik eft-
ir að hann sneri til Jerúsalem, að
hann færi þangað til að deyja. Eru
meiri líkindi til að ímynda sér, að
hann hafi tekið að hugsa undir það
síðasta, að ef til vill mundi hann á
þann hátt einn geta öðlast Messías-
artignina, sem opinberunarrit Sið-
gyðingsdómsins dreymdi um, þ. e.
hina ofurmannlegu dýrð þess manns
sonar, sem kom í skýjum himinsins.
og þann hugsunarþráð hafi svo læri-
sveinar hans gripið, þegar Jesús birt-
ist þeim framliðinn ,og sömuleiðis
Páll, sem alltaf vænti endurkomunn-
ar á hverri stundu. Ekkert af þess-
um atriðum reifar sérá Gunnar eða
rökræðir í bók sinni til nokkurrar
hlítar, heldur einblinir á slitróttar
frásagnir, helgisögum blandaðar um
innreið hans í Jerúsalem. Að gyð-
inglegur rabbi ferðast um með flokk
manna var vitanlega engin nýlunda,
og allra sizt um páskahátíðina, þeg-
ar fólk sótti úr öllum áttum til must-
erisins, og er því algerlega ástæðu-
laust að setja þessá frásögn í sam-
band við nokkum liðssafnað, her-
mennsku eða umsát.
Til þess gat varla komið, að
svo fyrirferðarmikill atburður, sem
séra Gunnar vill gera úr "umsát'
Jesú um Jerúsalem og öllum her-
brögðum hans þar, hefði getað dott-
ið úr Gyðingasögu Flaviusar Jósef-
usar, þar sem það hefði þó átt að
vera heimildarmönnum hans í fersku
minni. Svo að sagnfræðilega mun
varla kenhing séra Gunnars hljóta
viðurkenningu fyrst um sinn. Ann-
ars eru sagnirnar um Jesú vafðar
svo miklu fornaldarmyrkri, að örð-
ugt er að átta sig á þeim sögulega
þræði ,sem til grundvallar liggur. —
Þess vegna þykist hver trúarflokkur
og þar á meðal jafnaðarmenn, geta
fundið sinni skoðun stuðning í orð -
um hans og ummælum og frásögn-
inni um hann. Það er mála sannast
að Jesús hefir fyrst og Jremst haft
þýðingu sem trúarleg persóna og fyr-
ir kenningar sínar, en hver saga hans
var, verður seint skorið úr til full-
nægjandi hlítar, nema einhverjar al-
veg nýjar heimildir komi fram í
dagsljósið. En einmitt af því að hann
er , og hefir verið trúarleg persóna
fyrst og fremst, þá þarf engum illt
við að verða, þó jafnaðarmenn sjái
jafnaðarmann í honum og boði hann
sem slíkan. Ástæðulaust virðist mér
vera að gera nokkurn gauragang út
úr því. Það sýnir aðeins enn greini-
legar hið undursamlega vald hans yf-
ir hugunum, og að svo ma^gir fletir
eru á kenningum hans, að allir geta
tekið hann fyrir leiðtoga sinn og
frelsara, jafnvel þeir, sem eigi vænta
neins annars meira en jafnaðarritys -
ins á jörðu.
Hygg eg að fleirum en mér þyki
gaman að lésa bækling þenna. Frá-
sögnin er öll lipur og alþýðleg og
ýmiskonar fróðleikstínlngur í bók--
inni, sem alþýðu manna er að jafn-
aði ekki kunnugt um.
B. K.
Ragnar H. Ragnar hefir opnað
hina nýju kennslustofu I Ste. 4. Nor-
man Apts., að 814 Sargent Ave., rétt
í skakkhom frá Rose Theatre. Býður
hann vinum og nemendum velkomið
að líta á sína nýju íbúð og hljóðfæri.
WINNIPEG 8. OKTÖBER 1930
í fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjá-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
S I N D U R.
Vér gátum þess nýlega, þegar vér
vorum að bera i bætifláka fyrir Lög-
bergi fyrir meðferðina á dr. Sig. Júl.
Jóhannessyni, að því væri eins farið
með ritstjóra að blaði, eins og skip-
stjóra á skipi, sem ráðinn er til þess
að sigla skipi sínu á vissar hafnir til
þess að leysa ákveðin viðfangsefni af
höndum, hann hefði enga heimild til
að breyta um stefnu eða starfsemi,
án vilja þeirra, er eign og útgerð
skipsins hafa með höndum. Hann
getur sagt upp stöðunni ef “hún er
honum ógeðfeld af einhverjum orsök-
um; en að fara þveröfugt við það,
sem er vilji og tilætlun þeirra, er
skipið hafa i förum, er ekki einungis
fíflska heldur brot á allri viðskifta-
velsæmi. Hver maður, sem þannig
fer að ráði sínu, hlýtur að verða rek-
inn, samkvæmt öllum venjulegum og
sanngjörnum viðskiftalögmálum. Til
þess að skilja þetta, sýnist ekki
þurfa neinar framúrskarandi gáfur,
ef dómgreindin er ekki blinduð a£
ofstæki. Dr. Sigurður Júl. viður-
kennir í síðasta Lögbergi, að hann
skilji þetta ekki. Hann hefir með
öðrum orðum ekkert lært síðan hann
var rekinn frá Lögbergi.
• • •
Annað mál er það, hvoH. það sé
sæmilegt af ritstjóra, að taka að sér
stjórn þess blaðs, sem fylgir þeim
stjórnmálaflokki, er ekki í hverju ein
asta atriði falla saman við hans per-
sónulegu skoðanir. Vér svörum því
hiklaust játandi, að það geti verið i
alla staði heiðarlegt. Yfirleitt telj-
um vér það glópaldahátt, en ekki
skynsamra eða siðaðra manna æði,
að einn maður geti nokkru sinni fylgt
öðrum f hjarta sínu algerlega skil-
yrðislaust. Blint fylgi er verra en
ekkert fylgi, því að sá maður, sem
þannig fylgir stjórnmálaflokki, legg-
ur ekkert til af skynsamlegum rök-
um, til viðbótar við það, sem áður
var til. Þess vegna teljum vér, að
sá maður, sem ekki getur gerst rit-
stjóri nema að finna það í hjarta
sínu að hann sé raunverulegt flokks-
þý, hann sé naumast á marga fiska.
Af honum geti einskis verið að vænta
neinu málefni til gagns eða stuðn-
ings, af því að hann er aðeins of-
stækisfullt bergmál af skoðunum
annara. Þótt undarlegt megi virð-
ast, kemur ofurlítil glæta af skiln-
ingi fram á þessu í hugsanafálmi
doktorsins sjálfs. En það er allt
saman vafið í fjötra flokksofstækis-
ins, svo að það notast að engu og
rennur saman við hina venjulegu
hugsanaþoku. Innst í djúpum sálar
hans kemur upp þrá til þess að vera
ekki algerlega blint flokksþý liberala
flokksins, þvi að hann hefir einhverja
óljósa hugmynd af, að honum sé það
ósæmilegt. En raunar virðist þó
þetta fálm hans vera meira sprottið
á trú hans á jafnaðarstefnuna en
hokkuð annað. Flokksofstækið kem-
ur i ljós í þvi, að honum finnst hann
þurfa að sækja um þeið eins og ein-
hverja náð, að hafa sannfæringu út
af fyrir sig. Slíkir hlutir detta aldrei
frjálSt hugsandi mönnum í hug, sem
hafa óháðar og ofstækislausar skoð-
anir í raun og veru. Enginn býður
þeim eðá boðar, hvað þeir mega
hugsa eða segja. Hugsanir þeirra
streyma óháðar og óhindraðar af öll-
um flokkum eða stefnum. Og ein-
mitt þetta gerir það að verkum, að
þeir hafa betri dómgreind en aðrir.
Sjónarmið þeirra á stjórnmálum og
stjórnmálamönnum verða allt önnur
yfirleitt. Þeir taka ekki stjórnmál
eins hátíðlega eins og flokksþýin
gera í skilningsleysi sínu. Þeim dett-
ur ekki í hug svo fávísleg og barna-
leg hugmynd, að einn stjórnmála
flokkur ráði yfir öllu bjargræði og
sannleika. öll stjórnvizka manna er
fálm, sem enn er komið skammt á
veg. Enginn flokkur hefir enn get-