Heimskringla - 08.10.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG 8. OKTÓBER 1930
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIOA
þegar andree lagði af
STAÐ, 11. JCLI 1897.
Salomon August Andreé verkfræð-
ingur var fæddur árið 1854. í mörg
ár hafði hann unnið að ýmsum eðlis-
fræðisrannsóknum. Arið 1892 fékk
hann styrk til þess að gera vísinda-
legar rannsóknir með loftbelgjum.
Náði hann góðum árangri með þess-
um rannsóknum sínum.
I nokkur ár hafði hann unnið að
því að undirbúa pólför með loftbelg.
Fékk hann franskan verksmiðjueig ■
anda til þess að gera belginn, eftir
sinni fyrirsögn. — Frakkinn hélt því
fram, að loftfar þetta væri ekki nægi
'ega vel útbúið til slíkrar ferðar. En
Andrée hafði fundið upp ýmsar end-
urbætur, er hann hafði í loftfari
þessu umfram loftför þau, er áður
höfðu verið gerð og taldi hann öllu
óhætt.
Árið 1896 fóru þeir Andrée og fé-
lagar hans til Svalbarða með loft-
farið og allan útbútað, sem þeir töldu
sig þurfa til pólferðarinnar. Fóru
þeir upp til Dönskueyjar og byggðu
þar skýli fyrir loftfarið. En veðr-
átta var óvenjulega slæm það sum-
ar, svo Andrée ákvað að hætta við
pólferð sína I það sinn. — Sneru þeir
féiagar heimleiðis um haustið.
En næsta ár héldu þeir aftur norð-
ur á bóginn. 1 millitíð var Friðþjóf-
uh Nansen kominn 'heim úr Fram-
leiðangri sínum, Hann hafði ekki
komist til pólsins, eins og áformað
var. ftti það nú mjög undir Andrée
að komast það á fáum dögum, sem
Nansen tókst ekki að komast á skipi
sínu.
1 júni 1897 fóru þeir félagar. til
Svalbarðá og undirbjuggu þaðan ferð
sina. Sænski fallbyssubáturinn
Svensksund var sendur þangað með
þá.
Loftbelgurinn rúmaði 180,000 ten-
ingsfet af “brint”-gasi. Karfan, er
hengd var i hanh, var svo rúmgóð,
að hún gat rúmað ýmiskonar far-
angur þeirra félaga, er þeir ætluðu
að nota, þegar þeir kæmu niður á
ísinn eða fengju fast land undir fæt-
ur.
Vegalengdin frá Dönskueyju ti!
Norðurpólsins er um 150 milur. En
frá pólnum og yfir á meginland
Ameríku eru um 300 mílur.
\
Andrée bjóst við að vindurinn gæti
borið loftfarið frá Svalbarða til póls-
ins á 50—60 tímum.
Er til Svalbarða kom, kom það i
ljós að þeir þurftu að bera nýtt fer-
nislag á belginn. Það tafði loftför
þeirra . Segir Andrée í bréfi frá 25
júní, að þeir myndu í fyrsta lagi
komast af stað kringum þann 15.
júlí.
Sunnudaginn 11. júlí voru þeir ferð
búnir. Þá var sunnanstormur á
Dönskueyju, og eftir því sem þeir
höfou hugsað sér, ákjósanlegt ferða-
veðyr fvrir þá. Voru settir upp tveir
litlir loftbelgir, til þess að sjá hvern-
ig vindur blési hið efra. Sást að
þeir tóku æskilega stefnu.
Haldin var guðsþjónusta um morg-
uninn úti á skipinu “Svensksund”.
Síðan var byrjað að losa loftfarið,
opna skýli það, sem það var í. Loft-
farið var nefnt “örninr”.
Veður var svo hvasst, að Andrée
varð að nota kallara til þess að gefa
skipanir til aðstoðarmanna sinna. —
Kl. 2.30 e. h. var allt tilbúið til brott-
ferðarinnar. Kallar Andrée þá á
félaga sina Strindberg og Frankel,
að stíga í loftfarið. Þeir kveðja þá,
sem viðstaddir eru, og stíga síðan
í loftfarið. Síðasta taugin, sem batt
loftfarið er skorin í sundur,, belgur-
inn stígur í loft upp, og tekur stefnu
út til hafs. Loftfararnir veifa höf-
uðfötum sínum og kalla til þeirra,
sem viðstaddir eru, að skila kveðju
0)1
heim til Svíþjóðar.
Allir þeir, sem verið höfðu við loft-
farsskýlið hlaupa nú niður á strönd-
ina. Loftfarið sveif út eftir firðinum,
um 200 metra yfir haffletinum. I
fjörunni lá kaðall, sem hafði slitnað
úr loftfarinu. Var hann partur af
stýrisútbúnaði þeim, sem Andrée ætl-
aði að nota í ferð sinni. Þó stýrisút-
búnaðurinn hefði að einhverju leyti
skemmst, var talið víst að hann hefði
verið að einhverju leyti nothæfur.
Vindurinn feykti nú loftfarinu í
stefnu á fjallgarð einn nálægt fjarð-
armynninu. Töldu sjónarvóttar lík-
legast nokkur augnablik, að þar
mundi ferð Andrée enda I það sinn.
En loftfararnir hafa getað hent út
ballest og létt á loftfarinu, svo vind-
gustur í fjarðarmynninu sveiflaði
loftfarinu aðeins meðfram fjallanýp-
unum.
Loftfarið leið norður yfir úthafið
með á að gizka 35 mílna hraða á
klukkustund. Eftir eina klukkustund
var það úr augsýn. I
(Mbl.)
Frá Islandi
Rvík. 6. Sept.
Reykholtsskóli
Þegar hafizt var handa um bygg-
ingu Reykholtsskóla var búizt við,
að unnt yrði að hefja skólastarfsemi
þar á hausti komanda. í allt sumar
hefir að kappi verið unnið að bygg-
ingunni og miðað vel áfram. Þó er
fyrirsjáanlegt, að ekki verður unnt
að ljúka henni svo snemma, að hún
komi að notum til skólahalds í vetur.
Skólinn verður þvi starfræktur á
Hvítárbakka næsta vetur eins og að
undanförnu.
Rvík. 6. sept.
Jóhannes Larsen málari, hinn á-
gæti danski listmálari, er nú á för-
um héðan í þetta sinn. Hann hefir
dvalið hér á landi síðan í júni og
ferðast um og teiknað landslagsmynd-
ir í hina miklu og vönduðu útgáfu
Dana af Islendingasögum. Fyrir út-
an það að vera einn þekktasti list-
málari Norðurlanda, hefir J. L. getið
sér mikið frægðarorð fyrir bókmynd-
ir sínaV og það var mikið happ fyrir
bókaforlag Gyldendals, að fá einmitt
þenna ágæta listamann, sem er kunn-
ur að smekkvísi, nákvæmni og sam-
vizkusemi, til þess að sjá um skreyt-
ingu þessarar útgáfu. Að vísu er út-
gáfa þessi ætluð Dönum, en eifimitt
bókmyndir Jóhs. Larsens, af stöðv-
um, þar sem sögurnar gerast, auka
gildi útgáfunnar að mun. Þó síst
megi gera ráð fyrir að Islendingar
fari að lesa Islendingasögurnar á
Dönsku, mun það gleðja alla Islend-
inga, að sjá hversu vel Danir vanda
til þessarar nýju þýðingar á allan
hátt. Ber þeim þökk fyrir það og
ennfremur landa vorum Gunnari
Gunnarssyni, sem mun hafa átt
frumkvæðið að þessari útgáfu. En
teikningar Jóhannesar Larsens munu
einkum valda því, að margan *Islend-
ing mun langa til að eignast útgáfu
þessa. Jóhs. Larsen hefir nú komið
hingað tvívegis ög farið um Suður-
og Norðurland. Fylgdarmaður hans
var ölafur Túbals frá Múlakoti. En
hann á Vestur- og Austurlandi eftir.
Vonandi skilur hann það ekki eftir,
en kemur í þriðja sinn, til að ljúka
verki sínu. Yfirlætislausari gestur
hefir sjaldan til landsins komið. Is-
lendingar óska honum heillar heim-
komu og veri hann velkominn aftur
að ári.
Heimspeki áttræðs manns
Enroll Now
for the
Fall Term
in
| M anitoba’s Finest
I Business College
I ________________________ !
INDIVIDUAL 1NSTRUCTI0N
—----------------
\
Day and Evening Classes j
i
i
.1
i
i
! BUSINíSS
IONi
cdilege !
WINNIPEG i
the mall —
Branches in ELMWOOD & St. JAMES I
í
O-WM-O-1
Eg á ryðgaðan streng, þá til grafar eg geng,
þar sem grátekkans blunda mín ljóð,
því í sársaukanö þröng, endist leið ekki löng
við að lagal sinn saknaðar ‘óð.
Svo er beðið um brag,
með hið ljúfasta lag
við það lágfleyga kvöldsólar skin.
Enn við társtrauma flóð
veröur harpan mín hljóð,
því í hörmum er fámennt um vin.
Þegar landið mitt sökk, urðu Ijóðin mín klökk
og þau leyndust í harmþnungnum barm;
þegar þjóðernið hvarf, leita lengur ei þarf,
þá varð líf mitt að botnlausum harm.
Er um vegleysu fjöll
liggur vegferðin öll,
reynist vandratað stórlyndri sál
þessum sigri að ná,
ungdóms eldheitri þrá,
sem mér öll reyndist vonleysis tál.
Þegar iðgjöldin smá komu auðvaldi frá,
þá var mppreisn í huga minn fest;
yfir stríði eg bjó, sem að stæltist við sjó,
þegar stormurinn hamaðist mest.
Því að dyggðir við starf
tók eg óskift í arf,
þessa einkunn, sem týnast hér hlaut,
þar sem þjóðernis bland
verður vonum manns strand
út um vel lagða fjárglæfra braut.
Mér finnst menntun sú ring, um það sorgljóð
eg syng,
hún er sóar burt arfinum þeim,
sem að einkenndi þjóð, og sem ljóðaði ljóð,
þegar ljósgeislinn dvaldi’ út í geim.
Þessi öreigans ljóð
skinu ljóselskri þjóð
gegnum langdræga skammdegis nótt,
þar til dagurinn rann,
ljósið líf þarna fann,
þetta líf, sem að safnaði þrótt.
Heim að brimgirtri strönd sveimar ennþá mín
önd, *
það er eitthvað, sem hulið er sjón,
sem æ dregur mig heim, heim að hættunum
þeim,
þar sem holskeflan veitt hefir tjón.
Við þann seiðandi kraft
losnar heimskunnar haft,
við þá hættu, sem styrkinn mér gaf,
því um æfinnar skeið
var mín ljúfasta leið
þetta lundkvika, blikandi haf.
Eg skal una þá stund við þann feðranna fund,
sem mér fylgdi um útlegðar tíð. t
Eg vil stytta mér dag; við að stefja það lag,
sem styrk veitti fátækum lýð.
Þetta eina, sem á,
komið alvaldi frá,
sem að ágirndin stolið á gat;
þetta hrynjandi mál
frá þér, harmþrungna sál,
sem að hugsjónir dýrastar mat.
Sigurður Jóhannsson.
di N afns pj íöi íd ~•1
Dr. M. B. Halldorson
401 Ttoyd BldK.
Skrifstofusími: 23674
Stundar sérstaklftga lungnasjúk-
dóma.
Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. o* 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
TnlNÍml: 33158
DR A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — AC hitta:
kl. 10—12 « h. og 3—5 e. h.
Helmlll: S06 Victor St. Simi 28 130
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arín BldK.
Cor. Graham and Kennedy St.
Phone: 21 834
Vit5talstími: 11—12 og 1_6.30
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG/ MAN.
Dr. J. Stefansson
21« MKDICAL ARTS RIiDG.
Horni Kennedy og Graham
Stiuidar elngöWBii aiijK*nn- eyma-
nef- o k k verka-Mj Akdúma
Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h.
og kl. 3—6 e. h.
Talaimi: 21834
Heimili: 688 McMillan Ave. 42691
Talalml: 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
614 Somerset ltlock
PortnKe Avenne WINNIPEG
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C.
V
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
A. S. BARDAL
selur likkistur og ann&st um útfar-
ir. Allur útbúnat5ur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvartSa og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phonei 86 607
WINNIPEG
HVAÐANÆFA.
Nýlega sálgaði betlari nokkur I
Liverpool á Englandi sér með eitri.
Hann hét Gilbert Hanson og var ekki
nema 36 ára að aldri, krypplingur og
hafði misst annan fótinn í stríðinu.
Var hann nýlega giftur og átti rík-
mannlegt heimili, enda hafði konan
hans enga hugmynd um hverskonar
lifi hann lifði. Aður en hann tók sig
af lífi, var hann svo hugulsamur að
rita lögreglunni svohljóðandi bréf:
“Eg hefi lifað af betli og rekið
þann atvinnuveg í tíu ár. Eftir þvi
sem eg hefi komist á snoðir um, borg
ar engin atvinnugrein sig betur, en
að betla. Við söfnumst hópum sam-
an á knæpumar. Eg þekki einhent-
an mann, sem kemur þar inn kl. 7
að kvöldi og er þar þangað til kl. 10
og tekur venjulegast inn 2% pund
sterling á kvöldi. Svo er annar dig-
ur náungi, sem alltaf betlar inn 16
shillings á hálftíma. Eg veit um
blindan mann, er fær alltaf kringum
1 pund sterling á dag á veðreiðavell-
inum. Karl, sem kallaður er fóta-
lausi maðurinn”, býr í fínasta hús-
inu í bænum og ferðast á hverju
sumri til Parísár.”
Síðan nefnir Hanson nokkur hverfi
í Edinburgh, sem séu hreinustu betl-
araparadísir, vegna þess hve fólkið
sé gjafmilt, og mælist til þess að
lögreglan hreinsi svolítið til þar, og
endar svo bréfið á þessa leið:
“Að minnsta kosti vona eg að fólk
láti ekki betlarana ginna sig fram-
vegis eins og þeir hafa gert. Því
vita skuluð þið, að flestir betlarar
taka inn miklu meiri peninga en al-
mennilegir erfiðismenn gera að jafn-
aði.”
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
lslenxkir lögfrœffingar
709 MINING EXCHANGE Bldg
Stmi: 24963 356 Main St.
Hafa einnig skrifstofur aC Lundar,
Piney, Gimli, og Riverton, Man.
Telepbone: 21613
J. Christopherson.
Islenskur Lögfrœffingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
Mrs. B. H. Olson
TEACHER OF SINGING
5 St. James Place Tel. 35076
Bjömvin Guðmundson
A. R. C. M.
Teacher of Music, Gomposition,
Theory, Counterpoint, Orchei-
tration, Piano, etc.
555 Arlington St.
SIMI 71B21
MARGARET DALMAN
TEAC^ER OP PIANO
804 BANNING ST.
PHONE: 26 420
Ragnar H. Ragnar
Pfanókennari
hefir opnað nýja kenslustofu að
558 MARYLAND ST.
(milli Sargent og Ellice)
TAI.SIMI 36 492
TIL SÖLU
A óDtRU VERfil
“FURNACR1’ —bæBi vlBar o(
kola “furnace” litiD brúkaS, %t
til sölu hjá undlrrltubum.
Gott tæklfæri fyrlr fólk út á
landi er bæta vllja httunar-
áhöld á heimilinu.
GOODMAN A CO.
7Sfl Toronto St. Sfml 28847
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
BaKKace and U't, rnlture MoTlng
762 VICTOK ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
100 herbergl meT5 eT5a án ba&a
SEYMOUR HOTEL
verö sanngjarnt
Slml 28 411
C. G. HUTCHISOM, rÍBandl
Market and Klngr St.,
Wlnnipeg —:— Han.
MESSUR OG FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaffar
Messur: — <f hverjutn sunnudegi
kl. 7. e.h.
Safnaffarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuöi.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld 4 hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkuri~«: Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum •
sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. m. i