Heimskringla - 17.12.1930, Qupperneq 6
14. BLAÐSIÐA
HEIMtKRtNQLA
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930.
Við fótskör
Jónsmyndarinnar.
A slðasta timabili hinnar elztu guðakynslóðar, er
kunn er hjá norrænum þjóðum, heitir sá Ullur, sem
tömdum eldi ræður. Leiftraguðinn Þór, sem þrumum
og eldingum veldur, er stjúpfaðir Ullar, en móöir
hans er Sif, norðurljósanna gyðja. 1 þeim mæðgin-
um geta menn þózt finna Promeþeif og Aróru Suður-
tanda, en ekki geta þær samlíkingar lengi haldist i
hendur.
Svo sem Bragi er fágunarinnar guð fynr eyraö,
undir yfirstjórn Alföður, svo er Ullur slíkt hið sama
fyrir aueað; enda á hann gott móðemi til þess að
bvo megi vera. Notkun eldsins er hans einkaríki;
bæði þeirra elda, sem í híbýlum eru gerðir til yls og
þerris og matreiðslu, með því samkvæmislífi, sem á
þessu byggist; og einnig varðelda þeirra manna, sem
þann hefir fengið til að láta sér lærast það, að hætta
að jeta hrátt, og rækta sér hjarðir í stað hinna viltu
dýra- Þannig verður hin fágandi glæsimennska Ull-
ar, undir handleiðslu sjálfs þróttarins guðs, að frum-
hugsjón alls sannarlegs riddaraskapar; enda birtir
hann mönnum hina fullkomnustu fyrirmynd bog-
mennskunnar, til vamar gegn ágangi sérhvers ófagn-
aðar. Hlutverk hans fyrir Mannheim likist þannig
hlutverki Þórs fyrir heildina, allt til Miðgarðs; og svo
bezt er fágun Ullar í Mannheimum óhult, að Þór hafi
hemil á Jötunheimum.
Fyrir ísland, allt að landhelgislínu, hefir Jón
Sigurðsson, allra manna fremst, fetað i fótspor slikra
fyrirmynda úr hugsjónarinnar heimi. Þá brautruðn-
ingu, blasandi við rísandi sólu, sýnir myndin eftir
Einar Jónsson bezt, þegar hún snýr við austri, eins og
á þinghúsvellinum í Winnipeg.
Einhverntíma benti Jón ólafsson á það, að Jón
Sigurðsson væri ekki réttilega borinn fyrir viðkvæði
þrákelkninnar: Aldrei að vikja. Hitt taldi hann ekki
ranet, að eigna honum hróp þess foringja, sem veita
þyrfti áhlaupi viðnám: Ekki að víkja!
Munurinn er augljós, þegar á hann er bent. Ann-
að, svo tómlætislegt sem vera vill, á íhugunarinnar
sviði; hitt á sviði atorkunnar, fljótt.
I.
Táknið.
Horfir við austri, brýtur bergið norður,
bjartgengislyndi sólskinstrúar krafta;
— hugsjónaréttur heims, þess einu rök.
Atgöngu traustri, eins og hvergi skorður
ókleifra tinda njóti jarðar hafta,
stuðlabergsklettur klofnar við þess tök.
f»að tákn skal fótskör þín að Sökkvabekki;
þjóðmálaróti tímans ferst hún ekki.
I»ú kenndir öllum eftir því að langa,
íslending gjarnast flýi myrkrið tóma,
— þótt jötunfarir fegri lagið sitt.
Brattgengi trölla, breyttu þétt í dranga,
brottkoma varnist, undan sálarljóma,
norðar en varir, — veldur dæmi þitt.
Bratt eða bjart, að skerpu eða skyggni,
skiftist um margt í ljóssins sannleiks-hyggni.
Bjartfælni ávalt ótal gapa hylir,
elliðinn skimar, hjálmunveli gjögrar
ráðríknin þögla, þursavegu háks.
Til lands og sjávar berast hlustum bylir,
brattgengi svimar, mannjöfnuði ögrar
snilld hins sannsögla, múta myrkrakáks.
“Mótmælum allir^ — ekki, ekki víkja!”
enn sem þú kallir, vilji nokkur svíkja.
Hlotnast, sem Ullar, allra goða hylli
enn þeim, er manna fyrstur neistann bálar;
— goðmæli standa Grímnis hverja tíð.
Gullkistur fullar gleymast alda milli;
göfgun þess sanna, merki stórrar sálar,
heimur, að vanda, hrósar ár og síð.
ÖIl í því fólgin afrek þín í safnið;
ættjörðin sólgin, hæst að geyma nafnið.
f II.
Beztur og mest.
Hönd,
og hönd,
og handabönd,
er umsjá gefur
og ástum vefur,
og tengja lifsins lönd.
Styrkleikans höndin, til stríðs eða varnar
og strits, séu klömbrur farnar.
Blíðleikans hönd, til að gæta og græða
og glæða hvern yl til hæða.
Ef bátinn þinn hrakti, þér blysþráð rakti,
æ blessunarfljót, þín harmabót.
Hve Ingibjörg vakti, er önd þín blakti,
fær íslenzkri snót sitt hæsta mót.
Elr dagur var seztur, ei dauðanum frestur,
sást dóminum hlesst hin fermda lest:
— Hver karlmaður beztur sem kraftamestur;
sú kona hver mest, sem elskar bezt.
III.
f leir og í leir.
Þó að spökum oft hafist
á endanum af,
að sé eitthvað til fyrir að gangast,
sízt sér á nokkurn staf
fyrir andríkis skraf,
það sem allra bezt gefur, að prangast,
— svona ómuna ötult að stangast,
að ef finnur það vaf
sér um sköfu skaf,
ótt það skimpast, hvað vel því má fangast.
Verður ósvinnum títt,
telja alt gott og hlýtt,
það sem askinn sinn góðmeti fylli.
Það er leirtrúnni blítt,
sem er ljósþránni strítt,
og allt lífið þar stimping á milli,
sem að eymdin og auðurinn trylli.
Að sé píslunum flýtt,
lætur pukrið sjálft vítt,
þykir pranginu hætt við það spilli.
Af þess flatneskju leið,
sem er bílfær og breið,
nokkurt bjarg telst nú óráð að klífa;
en er stjarna þín heið
yfir hamrinum beið,
þér æ hugar hún frýði, að svífa,
— og að kappkosta, hina að hrífa.
Við þau óðgljáu skeið,
þreytt upp aldanna meið,
gerðist ættjörðin háleitust vífa.
IV.
Þrennar sveitir.
Sem skaflariddarinn sköflum beitir
þó skelfi sig lautir fullar,
svo skriflariddarinn skröltið þreytir
og skrani úr drefjum sullar.
Sem sköflum sækist er skriflum varist;
um skófluriddarans sveit er barist.
Hinn beinlausi ívar, — enn á ferli, —
frá aldinni Jórvík stjákar,
og mæddur á samfelldum Síbilju erli,
nú særingaheiminum skákar.
Hann hendir, einn, — Snowden hinn snöfur-
legi, —
öll snefsnustu spjótin úr Austurvegi.
Er frændi hans, Arnór, bauð aumra kvöðum
í Óslandshlíð fylling nægsta,
af skóflunni, Svaði á Svaðastöðum
varð sveitarhags gæzlan frægsta.
Oss glottir á skrumblíðum glansmanna seðli
enn grottinn úr frumhýði, svaðans eðli.
Af mokstrinum er það, að makráðir lúra
og mjaka sér upp í sessum.
Ef lítil er þjóð til, í lautir að kúra,
er lint undir þungum pressum;
en fyrir sig þykir, að fjölda vanti,
ef fátæktin kann að halda tranti.
V.
Ofraun.
Sjálf leyndin er ofraun eðli þreks,
og að henni skammur vermir.
Ef hana það gerir bjargráð breks,
það banamanns vísan hermir.
Fésæld er fylgnust skúmi;
Freyr á ei leið með Glúmi.
Þó blæddan svo margan Bárð fól mold
við búsflutning sinna dragna,
að viðleitni bjargar feðrafold
lét fágaða glóðum sagna,
er merk átti manndómsþræta
um meiri vandræði’ að fæta.
Hvort tungunni miðast hafta hnit
að hispursins glæfralögum,
á Skarphéðni hrín sem Skuldar glit;
er skilming á Ölkofra dögum;
en Hrúgu rís jafnaðar hliðin,
er háðungum safna griðin.
Það óstýrilæti sitt yfirbragð fékk
svo öllu, sem “griðin'’ má feigja,
að ‘þegar að sætinu guðsmóðir gekk,
þá glottu' þær Iðunn og Freyja’.
Er sönglist og sjáleikni víkja,
er sorginni þrengt til ríkja.
Er hugsjónaveraldar lúin leynd
í ljósinu gómana brennir,
veit skaflanna sjálfra skriflagreind
hvað skarið að síðustu kennir,
— að skófli, með fjasi, til fjandans,
sér, fátæktir vasans og andans.
VI.
Tilkallið.
Manndómsins sonur í musteri réðst
og mælti sér dauðasakir.
Þess tanndómsins heimur hefna kveðst,
— nú heiður í sárum flakir,
og farið er klóm svo um flekuð snöpin,
að flest hefir suðrinu eyðst í glöpin,
og hvarvetna nærri hroði stappað;
— þar hafa þeir lengi steininn klappað.
En víxlara borðið var neglt upp, á ný,
og nurlinu áfram haldið;
og pukrið, í viðbót, nú þykist af því,
að þaðan sé frelsisgjaldið;
þess vill fá að njóta, hve ætternis arfur
sá, orðinn sé guði í himninum þarfur,
svo þegar hann birtist og brjótist til valdsins,
þá beri sér, fyrstu, kjörvöld gjaldsins.
I
Sem bardagajötnar, sem brytust í haug
og bæru oss guðsnáð til festar,
og hefðu þar afnumið einskonar draug,
svo á berast kempurnar mestar.
Hver guðssonar frændi og félagi drottins
í fjárglæfrum stendur á annars búk, dottins,
og lætur í útvarpi alheiminn vita,
að ekkert sé nú, nema frið, um að krita.
VII.
SkvaldriS.
Málbrigði, þjóðemi;
málmgildi, friður;
og mjöl og smjör
er þorstlátu bróðemi
þríhelgur kliður
um þægri kjör,
sem nú skuli ryðja þeim rétta, eina,
þá rauf, sem að þekki’ enga steina.
Er æbreytileiki,
úr uppþrá til sólar
og ilfimni jafnra voga,
sig, hændur af kreiki,
um hnyðjuna spólar,
hún hann skal í völinn soga.
Að sérhvað sé eitt, það er upphaf þess marga;
sá óþroski, byrjun varga.
Nú dreymir hið illa;
ef dáðin fæst grafin,
má dyggðin í sundur tætt,
og hugsjónavilla
í helgidóm vafin,
sé hirðisdæminu sætt.
Svo skákar það sjálft þessu skríni sem gleiðast
og skopast að þeim, sem veiðast.
VIII.
Skerið.
(“Klettur úr hafinu”)
Yngsta þjóð með elzta mál,
alls sem fróðir þekkja,
himinslóðum hrifin sál,
helzt til góð að blekkja.
Töfraglætum flæddast frón
frýjar niðjum bragsins,
er ei lætur svíkja’ af sjón
sólskin miðja dagsins.
Skjóttur hesturí), skjöldótt kýr3),
skellótt grund3) og flikrótt veður4)
flekkjum nesta dröfnótt dýr;
— dintótt lest að skrykkjum býr, —
og sem vesti vestrið snýr5)
volulund, er gúlinn treður,
gjöllum bresti, öðlings ýr,
afdrif stundar-hljómi kveður.ð)
✓
Rafútsprungin refjamögn
rysking sjóða hverjum kappa.
Hamóð, — stungin svelgdri sögn, —
sækjast þrungin stála rögn.
Hlauti slungin, slægri ögn
slíðra þjóðum gullið knappa.
Tvírödd sungin glæpagögn
goð sín rjóða minjum hrappa.
Stáli gullið, gulli stál
glimur lof og dýrð í hæðir.
Skelft um hnullung skriflamál,
skófla full lét tómri skál,
meðan krulli yfir ál,
ypptir skrofi, löfðu þræðir.
Skærra, Ullur, bjargar bál,
bjarmað ofar tindum, glæðir.
Hauga eldur, hæða bál,
horfi dyr við Mánagarmi,
miklum veldur mun í sál.
Myrkrakveld í ljóssins ál
endurgeldur trúða tál
tendrun fyr, af sólar hvarmi.
Kysi heldur hávamál
höfðings-kyra ró í barmi.
Fyrirmynd í aðals-úð,
Óður, glæsir himni daginn;
heiðir lyndi björg og búð,
blessar strindi, plóg og súð;
tendrar yndi eðli knúð,
engu hræsir metnað laginn.
Hæst á tindi hugsjón prúð
hjörtum svæsir manndómsbraginn.
Hafsins drottning hæfir bezt
hefðarsæti veizluborðsins.
Fyllir lotning göfgan gest
gráðsins drottning, sálarmest.
Svo þar brotni bruggi flest
brjáluð læti þjóðamorðsins,
aldrei þrotni, þróttarfest,
þar innræti sólarorðsins.
IIX.
Minþak.*)
Slingur þræll óþorstlátt kallar
það í skatt, er gómur smjatti.
Samir ættum sömu áttar
semji brjálun undirmálin.
Lempist slöngvun landssynninga
1) Hrossatrúin í norðri. — 2) Nautatrúin að sunn-
an. —- 3) Misjafnt landslag. — 4) Breytilegt loftslag.
5) Sumir Ameríkuprestar klæða sig svo- — 6) “Hvað
gall svo hátt?” (Gömul spurning).
*) Gömul afbökun af keltnesku orði, sem Vestur-
Islendinga rnú hafa snúið I “banek”.
lýðsins dáð til bjargar-ráða,
finna kröppu kaupin hreppa
Kaldbak fleiri en Minþakseyri.
Minþak^eyra manntaksórum |
mjöl og smjör er þýtt í svörum; \
drafast mögli drýgst í myglu
drönglaskemmdir æðri fremda. !
Strokast enn um strengi hranna
strókafaldar víkingsalda;
sunnanbrækja suðubóka
suplast skeiðum norðurleiða. ><;'í
: iaíí''"': :!ÍSrií<hi-4(A
X.
Úr Svartaskóla. *
Mál er sál, en málmur hálmur;
máldagssnilli báðum skín. (
Skálaprjál og skálma-sálmur
skáldum villi snjáða sýn.
Brælu-svæla drunga draumi ^
derrið hnerri skreiðar-ár. "
Þræla-dæla þungum straumi
þerri errið neyðar-tár.
Sollabjalla sálargrandsins
supla nýting gegni — skrjóðs,
kolli alla umsjá landsins
upp úr drít í regni — blóðs.
Gull þó hnilli kynta klaka,
kumra stifrin vart til gors;
Ull þá hyllir hjarðmannsvaka, .
hamraklifri bjartgengs þors.
XI.
Ávarp.
Málsins synir, málmsins börn,
mold og önd; i
fjárins vinir, frægðargjörn, j
fastna hönd.
Báðum hún þjónar, ef vit ljær valdið 4
og vasi gjaldið. j
Þú sást hvaðan þjóðarsál
þurfti liðs;
undirstaðan orðin tál i
upp til miðs.
Hugðirðu sízt þó, að ‘fræði’ fengi
bezt fótum strengi.
Legðir því örðugt hug og hönd,
að hjartans tengd ,
áskapi jörðu æxlunarbönd
aurum strengd,
— svörtu og gulu og gelgjulit skolsins
í gutli volsins. ;
Mundir ei svíkja hjartað heitt,
— hugann má.
Heilagleik sníkja, höfðing breytt
hefir þá,
eigirðu' ei skapsmun, er skömmu sé að drekkja
í skvampi hrekkja.
íslendingar jafnan, Jón,
játist þér;
gísli slingar sýnir sjón,
sjálfur hver.
Aðeins í ræktunum rótar fóðurs
vinnst regn til gróðurs.
Einki tími eldi, hrími
illt og gott,
mark af leirnum, mynd úr eirnum
máist brott.
Samt verður þú, Jón, er eir þinn er allur
enn jafn snjallur.
XII.
Eftirþankar. \
Láti góð, til góðs,
grund um þennan stein,
rakið blóð til blóðs, ’
blessast ættin hrein.
Hver sem íslandi ann,
Þó það allt sé með leynd,
hvort er hún eða hann, ;
veit það heilaga reynd.
Svo vill norræns nú
neyta stórt og smátt,
hæstri himna trú
hæfi aðeins blátt.
Svo er lagið til lits >
þetta Ijósræktar ár,
yfir-gnæfandi glits
krefst því 'grunnurinn blár. v
Flutti Fróni sæmd,
fylkis veizlukvöld,
Rauðárdal þá ræmd
rún frá fjórtándu öld.
Má sú sögumanns sögn
aðeins sönnunin hálf,
meðan þokunnar þögn
hjúpast þekkingin sjálf.
Þetta Úlfljóts ár
aflinn flest gat brætt;
margt eitt mæðutár
móður vorri bætt.
Meðan íslendings pafn
á þess annan eins mátt,
hann sé jarlbornum jafn,
stendur Jónsmyndin hátt.
J. P. S.