Heimskringla - 21.01.1931, Side 5
WINNIPEG, 21. JANTJAR, 1930-
HEIMSKRINGLA
ft. BLAÐSIÐA
Stillur
Frh. frá. 1. bls.
verið slátrað á morgni lifsins af
vitlausum yfirboðurum, er kalla sig
kristna, og virðast álíta, að ein leið
>n i fótspor þess, er boðaði frið og
kaerleika, sé að æfa saklaus börn í
því að slöngva sjötta boðorðinu tit
helvítis, svo fljótt sem stjómvitringar
okkar lenda í andstöðu við stjóm-
vitringa annara þjóða.
Blóð hins saklausa barns, Johnnie
Graff, flekkar hendur hvers einasta
embættismanns, frá forsætisráðherra
niður, sem styður að hinum brjáluðu
°S djöfullegu æfingum fyrir saklaus
börn”
Það sýnist svo, sem það ætti að
vera fyrsta og mesta áhugaefni
kirkjunnar, að efla hverja viðleitni,
sem til friðar horfir í mannheimi;
Þvi gangi þjóðirnar þá guðsríkis-
hraut, að útiloka hernaðaranda og
hóflaus hryðjuverk styrjaldanna, þá
mun allt annað gott veitast mann-
kyni. En þegar litið er til baka,
dylst það ei, hve hróplega kristin
kirkja vanrækti þá skyldu, er henni
bar að inna af hendi á síðustu styrj-
aldarárum, og hve áhrifalaus hún er
yfirleitt um öll þjóðmál, er nokkru
•náli skifta. Enda játa hreinskilnir
Prestafr þenna veikleika kirkjunnar.
öðruhvoru gægist það fram hjá þeim
að gera þurfi ráðstafanir, "ef kirkjan
* að reynast verkefni sínu vaxin”,
°g "kirkjan þurfi ^verulegra umbóta
eigi hún að fylgjast með hinum
víðtæku breytingum á sviði þjóð-
•hálanna” o. s. frv. — Einkenilegt er
aS vel menntir og gáfaðir prestar,
skuli haga orðum sínum á þá lund,
að umbótastarf innan kirkjunnar sé
nauðsynlegt, fyrir breyttar kröfur
tyðsins. Þvi þarf kirkjan að dragast
•neð? Því ekki að leyfa huganum
Sv° frjáls vængjasvif, að kirkjan eigi
að vera í fararbroddi? Myndi t. d.
ekki kirkjan hljóta virðingu og þökk
bvers einasta hugsandi manns, ef hún
beitti sér fyrir að hreinsa þann smán
arblett af skólum æskulýðsins, sem
iðkun vopnaburðar er af saklausum
börnum, sem ekki skilja þann við-
bJóð, er til grundvallar liggur? Eg
heimfæra orð séra B. K. hér og
undirstryka þau, — “ef kristin kirkja
er til nokkurs nýt, þá er það henn-
ar verk að lækna þetta mein”. En
“kristin kirkja” hefir sjálf staðið í
innbyrðis ófriði og smásálarlegum ná
búakrit, og á meðan svo er komið
málum hennar, verður afsakanlegra
þó ýmsum finnist skaðlaust að leggja
hana niður.
Það kann að þykja nokkur vorkun
þó fjöldi presta séu værukærir í em-
bætti sínu, og störf þeirra snúist um
fánýta hversdagsmámuni, þvi engum
dylst, að í þeirri sveit, eins og á öðr-
um sviðum mannfélágsifis, situr
margur á rangri hillu. — Og þess
vegna verður þá líka fögnuðurinn
meiri — jafnvel á meðal “heiðingja’,’
þegar svo ber af um kennimennsku,
sem ræðan í Heimskringlu 12. nóv-
ember s.l. ber vitni um.
Asgeir I. Blöndahl-
Saskatoon 16. jan. 1931.
'7
ivíSr' .... - v -f
Hallfríður Gíslason
Þann 5. nóv. síðastliðinn, andaðist
að heimili sinu hér i borginni, konan
Hallfríður Hallgrímsdóttir Gíslason
— eftirlangvarandi lasleik. Var hún
og heimili hennar flestum Islend-
ingum hér að góðu kunnugt, um
margra ára skeið.
Hallfríður sál- var fædd á Hóli
i Fjörðum við Eyjafjörð, 26. des. i
1860, — og ólst hún þar upp með
foreldrum sinum, til fullorðins ára.
Ætt hennar mun bæði í Eyjafjarð-
ar og Þingeyjarsýslum. — Arið 1882
giftist hún Magnúsi Guðmundsyni,
en missti hann í sjóinn fáum mánuð-
um síðar. Næsta ár flutti hún vestur
um haf, og settist að hjá Hallgrími
bróður sínum, er numið hafði land
á “Fjallabrúnunum,” um 5 mílur
norðvestur af Garðar, N. Dakota.
Árið 1885 giftist hún Kristjáni Hall-
grímssyni Gíslasonar, og bjuggu þau
fyrst á föðurleifð hans, nálægt Garð-
ar. — en fluttu inn til þorpsins 1894,
og höfðu þar gestgjafahús, þar til
árið 1901 að þau leituðu vestur á
strönd. Þau hafa búið hér í Seattle
síðan, og tekið ákveðinn og góðan
þátt í félagslífi Islendinga, og eign-
ast fjölda vina. Þeim hjónum varð
sjö barna auðið, en aðeins tveir syn-
ir: Garðar og Jónatan Emil, lifa
móður sína, ásamt föðurnum. Þrjú
börn þeirra dóu í æsku, (tvær dætur
og einn sonur), og tveir synir upp-
komnir — ágætis menn.
Einnig missti Hallfriður sál. 17
ára gamlan son sinn eftir fyrri
manninn — mjög efnilegan pilt. Af
systkinum hennar mun aðeins ein
hálfsystir á lífi, Margrét Þorsteins-
son, í Reykjavík.
Jarðarförin fór fram sunnud. 9.
des. — og var afar fjölmenn. A
íslenzku talaði séra A. E. Kristjáns-
son en á ensku séra K. K. ólafsson.
G. Matthíason söng sólo, en ísl
söngflokkurinn sálmanna- — Lit-
fögru blómskrúði var raðað allt um
kring — og laðaði það fremur endur-
minningarnar, á ómótstæðilegan hátt.
— Hin látna hafði unnað af hjarta
blómum — og öllu sem fagurt var.
— Þegar Gunnar söng “Sof í ró,”
minntist maður þess, hversu heitt
hún hafði unnað sönglistinni, — hve
ánægjan hafði Ijómað og lýst frá
augum hennar, er hún hlýddi á fagr-
! an söng, eða tók þátt í slíku sjálf,
á meðan kraftar leyfðu. Hún bók-
staflega lifði á því, lengi á eftir. —
Er líkfylgdin ók norður úr bænum,
og regndropar gltiruðu á haust-blöð-
um trjánna í “skini eftir skúr,” en
dásamlegur regnbogi hveldist ná-
kvæmlega yfir grafreitinn, þá virtist
svo sem náttúran veitti þessari list-
rænu og viðkvæmu konu, hið fegur-
sta boð til hvíldar, sem maður hefði
augum litið. — Hún hafði alla æfi
dásamað og dýrkað ljóð og listir f
• •
EATON VORUMERKTI
VARNINGUR
Eatonia Vasaklútar
Handa konum, eru ofnir úr hrein-
um og voðfeldum hör, með mjóum
faldbryddingum. (Sýndir á mynd-
inni við “J.”) 2 á 25c.
Mayfair Vasaklútar
úrr tómum hör litstimplaðir með
ýmsu móti. Til smekkbætis eru
sumir bróderaðir lítillega. (Sýndir
við “J.”) 3 á $1.00
í Vasaklútadeildinni á Aðalgóifi við Portage.
Canterburp Hanzkar Eatonia Kvenhanzkar
Handa mönnum er klæðast vel.
Þær uppfylla allar kröfur manna
um þægindi, snið, útlit og endingu.
Franskir að gerð úr fagurgráu Suede
kastsaumaðir. Stærðir 7 - 10-
(Sýndir í myndinni við "K.”) 2.50,
parið.
t)r kiðlinga skinni — fyrir konur.
Hanzkar þessir fara jafn vel með
ferðaklæðnaði sem hinum fínustu
kjólum. Þeir eru búnir til fyrir oss
í Frakklandi úr bezta efni. Með
nettum fingrum og krosssaum-
(Sýndir við “K.”) Kosta $2.00
I Hanzkadeildinni á Aðalgólfi við Portage
Canterburp Sokkar
Við hvortveggja, viðhafnar og
hversdagsbúning
Þessir ágætu sokkar eru prjónað-
ir á Englandi eftir fyrirsögn Eatons,
úr hreinni kasmir ull, og samkvæmt
tizkunni, með rúmgóðum leista og
teygjánlegri fit. Um margar gerðir
og liti að velja, í jafnt stórum sem
smáum. Allar stærðir. (Sýndir við
“L.”) Kosta 1.25, parið.
Mayfair Silkisokkar
trr sterku endingargóðu silki upp
í gegn.
Glanzandi silkisokkar sem tizku
konur kjósa helzt við öll almenn
tækifæri og úti á götunni. I fylsta
móð — af snirtilegri gerð, frá fit
og niður að ökla. Totur og hælar
eru prjónaðir úr fínasta “lisle.”
Undursamlegt úrval af öllum litum.
Stærð 8*4 - 10. (Sýndir við “m.”)
Kosta 1.85.
1 Sokkadeildinni á Aðaigólfi við Portage
Eatonia Kven-skór
HIÐ MESTA VRVAL, 1 NYMÓÐINS OG NOTALEGUM GERÐUM.
Þeir eru ágætt dæmi um kjörkaup á vörum-er-vér-höfum látið
gera. úr kynstrum að velja alt frá göngu skóm upp í hina hárfínu
háhæluðu samkvæmiskó.
Háhæluðu skórnir, fást líka úr
•njúku kiðlingaskinni, lagðir með
leður slaufu Qg mjóum bryddingum.
(Sýndir við “N”.). Kosta $5.00.
((Einnig sýndir). Göngu skórnir
eru úr mjúku kiðlinga skinni, lagðir
bryddingum, með Oxford sniði. Þeir
eru með mjúkum söla, aleður hæl-
um og ilboga til þæginda fyrir fót-
inn. (Sýndir við "O.”) Kosta $5.00.
1 Kvennasokkadeildinni á öðru Gólfi við Hargrave St.
*T. EATON C<?
LIMITED
hjarta sínu þrátt fyrir annir, ervið-
leika og sorgir.
Hún las á meðan kraftar entust,
og svo lengi sem hún naut sín að
nokkru, ræddi hún af skilningi og
innsæi um íslenzkar bóxmentir —
einkum ljóðin. Um þau fór hún
ástúðlegum höndum- — Hún gerði
meir en að annast um bókasafn
“Vestra”, á meðan það var í henn-
ar húsum — hún unni því. -— Eins
munu konurnar í "Eining”, lengi
minnast þess, hversu margt fagurt
hún fann til að lesa þeim á fund-
um, jafnframt og hún var ritari
félagsins í fleiri ár.
Fríð og nett var hún i sjón og
viðmótið hlýtt og góðlátlegt. Mun
hennar lengi minst að góðu af öll-
um er henni kyntust.
Saettle, 12. jan. 1931
Jakobina Johnson.
V * *
VIÐ LIKBÖRUR.
Mrs. C. H. Gislason.
Hún studdi mann sinn, börn og bú,
Unz byrði tók að þyngja.
Hún lifði og dó í ljóssins trú,
Og lét ei af að syngja.
Hve blíða konan, björt sem snjór,
Varð blundi þessum fegin!
Nú aðhefst hún í engla kór
Um eilífð, hinumegin.
Vinur.
(F. R. Johnson).
Nokkur kvœði
Eftir Jón Kemested.
Einstein.
Hann fann það, sem enginn gat
áður
í alheimi skilið né greint.
Hann opnaði ómælis geima.
Það allt er nú prófað og reynt.
Því reikninginn rétt vel hann kunni,
svo ráðgátan öllum varð ljós.
Og nú er þeim fullhuga fagnað
og flutt um hann allskonar hrós.
Og öld er hann eiskonar merki
frá einstæðri Jórsala byggð,
sem fögnuð og frægð hefir unnið
en frændliði ömun og hryggð.
Oss Abrahamsbörn á það benda,
að búsæld er hvarvetna góð.
Þau leita að lífrænum myndum,
vér lærum á vestrænni slóð.
Vér heiðrum þann Gyðing, sem gaf
oss
við guðspjöllin: öryggisheim.
Hann benti’ oss á eilífðar unnir.
Vér öndum í Jórsölum þeim.
* • »
A VORRI JÖRÐ
A vorri jörð er veðrið svalt —
það virða mæðir.
En svq fer líka sól um allt
og svellin bræðir.
• * •
RIMHREIMAR
Til B. B. Olson á Gimli.
I. Afmælisósk.
Þá 50 ára, 13. okt. 1916; stöddum á
Winipeg Beach.
Fimtugum þér fagni þjóð,
fríð þér verði kveðin ljóð,
eftir farna æfislóð:
öld þinn frægi hreystimóð-
Björn, þá gerði brandahríð,
brögnum ægja þarf ei stríð:
heill þú vildir landi og lýð,
ljóst mun verða seinni tíð.
II. Vísur 1930.
Að við fórum ekki heim,
örlög réðu málum þeim.
Okkar fagra ættlands geim
ölum þó í glöðum hreim.
Komi að þvi, við kjörlands gröf,
kveðjan verði um önnur höf,
okkur sendir sumargjöf
sólin, fögur geisladröf.
FALKAFLUG.
Þann 14. þ. m. mættust þeir Vík-
ingar og Geysir á skautasvellinu
við Wesley College- Allir töldu Vík-
ingum vissan sigurinn, því hingað til
höfðu þeir sýnt meiri leikni, betra
samspil og snarpari áhlaup. En
Geysir var nú nýlega búinn að fá
tvo nýja flokksmenn, þá Harald
Gíslason og Wally Sigmundsson, og
gerðu þeir svo mikið stryk í reikn-
^ inginn, að Víkingargátu nú ekki ráð-
ið við neitt, og hefði það ekki verið
fyrir hina ágætu hafnvörn E. Reid,
From í<Kviðlingar,,
by K. N. Júlíus.
2%
Bereft I must abandon
All brays of sentiment —
A lay you never land on
In the light of 2%
Prayer.
When there is no-one near
And nothing else to say,
And wine has turned to water,
On willing knees I pray.
Unsold.
The few things I find unsold
Are fondly mine,
Prom soul-depths this glorious gold
I give to swine.
Lack of Supply.
And in case I’m seen without a shovel,
You long to be enlighted. Why,
What’s lacking is dirt supply.
In the Wilderness.
On dream-trip to Iceland roaming
I may kiss her yet!
The night I sipped Life’s nectar foaming
I never this forget.
Co-travellers.
The moon is my companion,
With me this never fails.
In tragedy and terror
His telling helþ avails.
High in the clear night heavens
His holy face we see. —
I know he’s full and friendly;
His feast now waits for me.
Busy Elis.
Efficient Elis for a crowd
Functions well tho groaning —
“Go to hell!’’ — Don’t harp so loud;
He is telephoning.
Translated by
O. T. Johnson.
þá hefðu þeir orðið ver útleiknir. —
Hafði Geysir 4 vinninga en Víking-
ur 2-
Fálkana fennti í kaf — eða svo
má að orði kveða, því að lítið sást
eftir af þeim, eftir að Natives voru
búnir að taka til þeirra. Það urðu
vonbrigði flestum, er hafa séð Fálk-
ana á svelli í vetur, að sjá Natives
tæta þá i sig eins og harðan fisk úr
roði. Lítið sást eftir af þeim nema
rifrildin hingað og þangað um ísinn,
brotnir staurar og rifnar flíkur,
blóðugar nasir og marðir leggir. —
Wally Bjarnason var fimm manna
maki á ísnum það kvöld, enda voru
oftast nær fimm Fálkar utan um
hann einn, en höfðu þó eigi við hon-
um. Höfðu Natives 6 vinninga i
þessum leik en Fálkar 3. Eru þvi
Natives fremstir í Hockeysambandi
íþróttafélagsins.
Vér vildum minna íslenzka íþrótta
menn á að æfingar eru á hverju
mánudagskvöldi í neðri sal Good-
templarahússins og byrja stundvís-
lega kl. 7- Sérstakt eftirlit er með
unglingum á skólaaldri.
Islendingar! — Munið eftir I-
þróttasýningu Fálkanna í kvöld, 22.
janúar. Þar verða ræður, söngur og
dans, auk góðs iþróttaprógrams.
] ; I c f E s Fishermens SuppliesLtd VERÐIÐ LÆKKAR • löR -30-; 40-3 og 50-3. 5EA ISLAND COTTON—60- og 70-6 og 80-6. — AUKA-AF- 5LATTT.tr 10%. Þessi net reyndust mjög vel á Winnipegvatni íðastliðinn vetur. Sérstakt verð gegn peningum út í hönd: 2.95 pundið. Mikill afsláttur á Sideljne og Seeming tvinna. MIKLAR BIRGÐIR 1 WINNIPEG. NET FELLD EF ÓSKAÐ er. Skrifið eftir verðskrá vorri eða komið og finnið oss.
FISHERMENS SUPPLIES LTD. 132 PRINCESS ST., Cor. William and Princess, Winnipeg. PHONE 28 071
United Grain Growers LIMITED • IN BUSINESS 25 YEARS Paid-up Capital $3/180,803.37 Reserve and Surplus $2,490,981.11 Total Paid-up Capital, Reserve and Surplus Let this Company Handle Your Grain