Heimskringla - 18.03.1931, Síða 2

Heimskringla - 18.03.1931, Síða 2
2 BLAÐSDÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. MARS 1931 Ingibjörg Sigmunds- dóttir Friðriksson Æfiminnlng. Fimtudaginn 12. desember 1929 andaðist húsfreyjan Ingibjörg Sig- mimdsdóttir Friðriksson, að Krist- nes, Sask., eftir langa og þungbæra sjúkdómslegu. Jarðsetningin fór fram í frosthörðu veðri miðviku- daginn 17. s. m., með aðstoð undir- ritaðs. Eftirgreind æfiatriði hinnar látnu eru honum kunn. Hún fæddist að Mýrum i Dýra- firði 24. ágúst 1870. Foreldrar henn ar voru Sigmundur Jónsson og kona hans Sigríður Sakaríasdóttir. ólst Ingibjörg upp að Mýrum með for- eldrum sínum og frændflóki, Guð- mundi Brynjólfssyni dannebrogs- manni og Guðrúnu Jónsdóttur konu hans. A þeim árum var ekki um skólakenslu að ræða í sveitum. En á Mýrum voru bömin uppfrædd í heimahúsum, í lestri, skrift og frum atriðum reiknings, svo og handa- vinnu, fatasaum og hannyrðum. Naut Ingibjörg þess sem aðrir. 15 ára að aldri fór hún frá Mýmm og vann eftir það fyrir sér í Dýrafirði, þá í Flatey "á önundarfirði, þá í Hnífsdal. Arið 1891 fluttist hún til Vesturheims, og giftist þar ári siö- ar, 3. jan. 1892, nú eftirlifandi manni sínum, Guðleifi Friðrikssyni frá Stað í Aðalvík. Bjuggu þau i Winnipeg fram til ársins 1900; flutt ust þá til Whitesand, Sask., og það- an árið 1915 til Kristnes, Sask, og dvöldu þar síðan. Hefir Guðieifur i allmörg ár annast póstflutninga rynr Kristnesmenn. Þau hjónin eignuðust 10 böm: priðrik, kvæntur norskri konu, búsettur í Gracevilel, Man. Fjóla, ógift, heima, myndarstúlka, hefir frá bamæsku verið hægrihönd móður sinnar og algerlega fórnað sér fyrir heimili sitt, þar á meðal stundað móður sína með ástúð og nákvæmni í banalegunni. Dóróthea, dó ung. Veronica, gift Douglas Dick, skozkum manni, búsett í Westbank, B. C. I.ilijóna,, giít Edwin Peter^on, dönskum manni, búsett í Luther- land, Sask. Sigmundur, dó ungur. Lára, ógift, heima. Sigmundur Ivar, ógiftur heima. Hann varð fyrir slysi fyrir 4—5 ár- um siðan; veiktist skömmu síðar af svefnsýki; hefir verið óvinnufær og heilsulaus síðan. Grace, gift Bemard Jacobs, að Kristnes. Lúther, ungur, heima. Hann veikt ist þriggja mánaða gamall og hefir verið aumingi alla æfi — vaxtarlítill til líkama og sálar. — — Það mun ekki ofsögum sagt, að lífskjör Ingibjargar hafi yfirleitt verið tilfinnanlega erfið og dapur- leg — sárasta fátækt og heilsuleysi, — þótt út yfir tæki hið einstæða mótlæti með yngsta baraið. En hér var um konu að ræða, sem var eins og borin til þess að sóma sér við veglegt hlutskifti. Var hún bráð- myndarleg ásýndum og greind vel, enda bókhneigð og ljóðelsk. Fegurð- Prepare No<w! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the "Success” Busine3s College of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- ents have enrolled in this College. The decided preference for "Success” training is significant, because Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students shows an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843 arást hennar lýsti sér t. d. bæði í úrvals hannyrðum og lifandi yndi hennar af blómum. Eg læt hér ör- lítinn kafla úr bréfi frá Fjólu dótt- ur hennar — ekki aðeins vegna, þess, að hann fer með látlaus, sann- leg ummæli um móðurina, heldur og vegna þess að eg sé menningar- lega móðuráhrifin i hinu góða is- lenzka máli, er dóttirin skrifar, rit- villulaust. "Móðir min var ástrik móðir, trygg og staðföst í lund, vel trú- hneigð, þótt enginn væri trúarofsi hjá henni. Hún elskaði blómin meira efa nokkuð annað, og léttu þau henni marga stund, sem annars hefði orðið þungbær, og eg hygg, að hún hafi glatt marga með blóm- um sínum, því oft gaf hún plöntur og rætur. Hún spann og prjónaði til hinstu stundar sem mest hún mátti, og veit eg engan jafnfljótan henni að prjóna, Mest yndi hafði hún af að prjóna barnaföt, og mörgum hefir hún vikið þessháttar.” Mér, sem þessar línur rita, er minnisstætt hið fyrra sinn, er eg sá Ingibjörgu. Hið seinna sinn sá eg hana Iátna. I janúarmánuði 1928 ferðaðist eg um Kristnesbygð, sem þá var án fastrar prestþjónustu. Eg gerði mitt ítrasta til að koma á hvem bæ. Þá kom eg á heimili þeirra Friðriksson-hjóna. 'Crti ríkti canadiskur hávetur við frost og fannir. Býlið lá ekki í þjóðbraut; þar var ekki gestavon. Stóra fjöl- skyldan var samansöfnuð í litlum, alls ófullnægjandi húsakynnum. Fá- tæktin og mótlætið blasti við á mönnum og munum — nema hvað allstór bókaskápur stóð við einn vegginn. Koma mín olli i fyrstu nokkru hiki og feimni. Það fór fljótt af, er samtalið leiddi í ljós, að nákomnir ættingjar húsfreyjunnar vom, og eru, alúðarvinir míínir heima á Fróni — hið ágætasta fólk. Gleymdist þá staður og stund, er skifzt var á minningum um þessa frændur Ingibjargar, er henni höfðu horfið sýn fyrir áratugum síðan Það var eins og birti i hibýlunum, við bjarmann af minningunum um gömlu og glöðu æskudagana og menningarlífið heima á Mýrum. — Skömmu síðar var eg aftur kominn í sleðann, á leið til næsta bæjar. En hugur minn var í óvenjulegu uppnámi yfir þessari heimsókn. — Hafði eg ekki- átt tal við norræna hefðarkonu — virðulegan afspreng kyngöfugrar ættar — týndan og í álögum, dæmalausum álögum ör- birgðar, útlegðar og harma! Sjaldan munu menn hafa heyrt æðruorð af vömm Ingibjargar. — Snemma hvarf hún umhverfinu að mestu inn í hinn þögula heim elsk- unnar og skyldunnar, bókanna og blómanna. Með ástriðumagni móð- urviljans vakti hún fram í andlátið yfir lífi og liðan yngsta, ógæfusama bamsins. Ekki mátti til þess hugsa né við það koma, að létta af henni þeirri byrði, og koma drengnum á hæli. Ok kærleikans er létt, svo ó- skiljanlegt, sem það er þeim, sem ekki elska sjálfir. Þetta lunderni hefir dóttirin trú- fasta erft frá móður sinni. Því að við fráfal lhennar var hún staðráð- in í þvi, að verja lífi sínu og kröft- um til verndar nauðstöddum bræðr- um sínum og öldruðum föður. Friðrik A. Friðriksson. Opið bréf ti! Hkr. rileinkað þeim vlnum mínum K. N. skáldi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. Frh. Dvöl okkar í Skagafirði. Við Marta vorum fulla viku í Skagafirði, og héldum allann þann tíma til, á einum bæ, n. 1. Brimnesi, hjá hjóunum Gunnlaugi Bjömssyni og Sigurlaugu Sigurðardóttir. Sig- urlaug er í móðurætt af hinni marg- mennu Svaðastaðaætt. Þau hjón eru gestrisin og sérlega skemtileg. Bæði vel gefin og prýðilega hag- orð. Var mér sagt, að sú gáfa, n. 1. hagmælskan væri landlæg i Skaga- firði — flestir hagmæltir, og fram- arlega í þeim glaðværa hóp, töldu menn sr. Tryggva Kvaran. Heyrði eg nokkrar smellnar vísur, honum eignaðar. Svo og, eftir ýmsa aðra Sigurlaug lærir, man og segir vel frá. Þenna drottinsgdag, sem er 14 júlí, sofum við ferðarlangamir fram til kl. 10 f. h. I raun réttri ekki nema kl. 8 f. h. Skagfirðingar hafa kl. sinar 2 tímum á undan sóma tíma, sem er hinn rétti tími. Ekki get eg séð, að þeir græði á þessum skiftum — nelha ánægju þá, að haga sér að höfðingja og letingja sið — svona bara í úttalinu. Þeir fara á fætur kl. 8, eftir sínum tima. kl. 6, að réttum tíma, og hvar er þá mismunurinn ? En hvað sem þessu líður er starfað samkvæmt þessum tíma. Samt var okkur fært kaffi í rúmið, og kom það mér vel, þvi enginn dagur byrjar vel fyrir mig, nema hann birji með kaffi Samt hafa örlögin hagað þvi svo, að eg hef oftar fært öðrum kaffi í rúmið, en aðrir hafa fært mér það. En fyrsta verk mitt er þó að kveikja eld og búa til kaffi. Að því búnu er eg vanalega fær í flestan sjó. í þetta sinn gekk eg upp í holt skamt fyrir ofan bæinn. Þaðap er útsýn góð í björtu veðri, og þenna morgun var bjart og gott veður, þó köld hafgola á norðan, og þoku- slæðingur á hæstu fjallatindum, en sólskin undir og yfir. Sást vel fram í Hjaltadal. Hólabirða gnæfði yfir dalinn há og tignarleg, og snjdíaus að mestu. En á fjöllunum þar fyrir austan var snjór ofan í miðjar hlið- ar, og hann mikill, hvítur og bjartur, eins og skamt væri síðan hann hefði sveipað sig nýrri kápu. Norður 4 firðinum blasti við Drangey eins og klettur úr hafinu, Tindastóll í n. v. Þórðarhöfði nokkurnveginn beint í norður, Kolkós, Grafarós og Hofsós, og Málmey og Haganesvík norður með firðinum að austanverðu — sé eg ekki áttavilt, þá er og Hegranes beint í vestur og Krókur- inn. Auk þess sést og framfyrir Skagafj. þ. e. héraðið æði langt að vestanverðu. En holt og hæðir og fjallgarðurinn að austan tók fyrir sýn, yfir austurhluta héraðsins. Þenna dag á eg allann, og geng og GILLETT’S óblandað í skólprennur óblandað í setuskálina Blandað til algengranota GILLETT’S Lye “Eats Dirt” Flake Lye »Lút skyldi aldrei leysa upp í heitu vatni. Hafið bauk við hendina af Gilletts Lút og þér getið hreinsað eldhúsið á helmingi skemri tíma. Fitu potta, pönnur og diska, veggina og eldhúsgólfiði má þvo á engum tíma úr Gillett’s Lút blöndu — matskeið út í eina galónu af köldu* vatni. Halda má skólprennunni altaf hreinni með þvi að hella svo litlu af Gillett’s Lút 6- uppleystum á hverri viku ofan í hana, hann leysir upp alla fitu og óhreinindi er þar safnast fyrir. • • • Gillett’s Lút má nota við allskonar þvott á heimilinu. Skrifið eftir ókeypis bæklingi "Gillett’s Lye” er skýrir hvemig það skuli notað. B horfi, horfi og geng, og drekk í | löngum teygum Isl. nátturafegurð og tign, sem á að endast mér til daganna enda, þ. e. minna daga. Svo legg eg mig fyrir í lyngivxana brekku og læt mig dreyma um liðna tíma, mína og annara, — eg sé Gretti koma af sundinu mikla — sé hann á Hegranesþingi, þreyta leik við Skagfirsku kappana, — sé hversu þeim bregður, er þeir vita að þar er Grettir — sakamaður þeirra, — heyri sjóða hefnda þorsta þeirra önguls-frænda, og hversu ís- lenzk drenglund vinnnur þar veg- legann sigur. Sagan verður að lif- andi veruleik. Og nú? — Kalla þær fonrvinur mínar Lóurnar, því hér er fult af þeim, og þær eru spakar. Þarna í lingbrekkunni urðu þessar visur til: Hér er gæði hundraðföld heilagt næði í dölum, þó að æði alda köld inn frá græði svölum. Dýrðin fjalla heillar hug — hér má valla trega — grænir hjallar fannir flug fegurð alla vega. Með fl. af því tagi. En nóg af svo góðu. En undarlegt er það, hvaða hald náttúrufegurð eins lands, fremur en allra annara getur haft á hugi manna, án tillits til kosta og ókosta, — já, og fegurðar, því mörg eru löndin fögur. — öll, hvert upp á sinn máta, og mörg sviplík, eiga t. d. sömu aðal einkenni, s. s. fjöll og dali, firði og tanga, víkur og nes, fannhvíta jökla og broshýrar sveitir, héruð og dali. Þykir ekki hverjum sinn fugl fagur? ;— Satt er það vist, að “römm er sú taug, er rekka dregur, föður túna til.” Hólar í Hjataldal. 15. júlí, sem er þriðji dagur viku í þetta sinn, er glaða sólskin og bjart. j Samt andar kalt frá hafi. Um hádegi förum við ríðandi af stað til Hóla, heim að Hólum, segja allir. Fimm vom í hóp þessum, húsmóð- urinn á Brímnesi, tengdafaðir henn- ar, Björn Gunnlaugsson, Páll, mágur manns hennar, og við Marta. Riðum Við þvert yfir hlot og mela, sem liggja leiðir austur af Brímnesi, þar til við komum á aðalveginn. Var þá, farið að spretta úr spori af og til. Nú var eg þá komin á hestbak, og ein af mínum mörgu óskum upp- fylt. Eg kunni vel við mig í ísl. hnakk. A unglingsárum mínum var eg hestum vön. — Alin upp á hest- baki — og stundum kúa, og vön- ust við að ríða berbakt. Hnakk kom eg ekki í á hestbaki, í þá daga, nema þegar við krakkamir stál- umst til að ríða gesta-hestum — sem við áttum að passa, frá því, að gera túnskemdir eða fara í sínu eiginleyfi heim til sín, meðan eig- endur þeirra dröbbuðu og drukku—- á bænda býlunum þekku, en það er önnur saga. Aldrei hef eg verið kempuleg á æfi minni, nema þegar eg óð að vígi Kjartans — með beittu sviga sverði eins og Sig. Breiðfjörð sagði, og grét svo á eftir yfir því að verða að vinna nýðings verkið,, því það gerði eg ekki, að eigin vilja, heldur af því eg var þá minst og yngst, og varð að gera eins og mér var sagt En ljúft var mér það ekki. En hrædd er eg um að hér hafi eg verið það, hvað sízt. Hesturinn minn var viljugur, og ekki ómjúkur, en dálítið hnotgjam, fanst mér. Máske var það meðfram af þv,í að eg kunni ekki taum- taldið, eða var búin að gleyma því, þó það lagaðist brátt. Hann var ekki alveg laus við fælni, hafði til að sjá eitthvað útundan sér, og kippast til snögglega — til á hlið, ekki þó svo að sakaði góða reiðmenn. En eg var nú ekki orðin reiðmaður góður. Þá kom og annað til greina. tstöðin vom heldur löng, svo mér notaðist ekki að þeim svo vel sem skyldi. En við þvi var ekki hægt aij gera, því meira var ekki hægt að stytta þau en gert hafði verið. Af þessu leiddí, að þegar eg hoss- aðist upp og niður, sem eg auðvitað gerði einatt þegar klárinn brokkaði, kom eg fremur óþyrimilega niður. Fyrst tók eg ekki eftir þessu, af VISS MERKI eru vottur um sjúk nýru. Gin Pills bæta fljótt og gersamlega, þar sem þær verka beint en þó þægilega á nýrun—og þannig bæta, lækna o? styrkja þau. Kosti 50c í öllum lyfja búðum. 132 ánægju og hrifningu yfir þvi, að vera nú virkilega á ísl. hesti, með isl.-heima-ísl. fólki, og heima á Is- landi í sveit, sem eg hafði heyrt svo mikið aflátið og á leiðinni heim að Hólum! Hvílikur heimur minninga lá þarna fyrir framan mig, og um- hverfis mig. Og þegar eg nú minn- ist ferðalagsins aftur, legg eg penn- ann oft og einatt frá méi* — stend upp, og geng um gólf — meðan ölduraar í sálu minni 'sem risa og falla, við þessar endurminningar, kyrrast, og eg hugsa mig fram úr þessum eða hinum áfanganum. En gaman hafði eg af þessu ferðalagi, og hugsaði um það eitt, að bera mig vel. Eg var og farin að verða þess likamlega vör að þetta sífelda hoss — upp og niður — upp og niður, var ekkert leikspil. pór eg þá fyrst að gæta þess, hversu eg mætti bezt hagnýta istöðin, fann eg, að með því að teygja úr fót- leggjunum alt sem eg gat, að tærnar náðu viðspyrnu, sem hjálpaði nokk- uð. Meðan eg var að uppgötva þetta, tekur Rauður viðbragð mikið — út á hlið, eg tók líka viðbragð, táhaldið á istöðimum var ekki ein- hlýtt — og þó lenti eg einhvers- staðar utan í hliðinni á hnakknum þegar eg kom niður, og greip annari hendi í hnakkinn. Eftir þetta var önnur hendin sjaldan svo fjárri, hnakkboganum, að eg ekki gæti náð haldi, ef mér lá mikið á. Til allrar hamingju var alt þetta, by-play, sem eg var ekki að auglýsa þá. en þykir nú, fólki ekki of gott að hafa sér til gamans. Allir vom hestarnir í ferð þess- ari, fallegir, 3 í góðum holdum- Tveir reglulegir reiðhestar vom í förinni og báðir hvítir — þ. s. gráir, eins og hvítir hestar vom kallaðir heima, i mínu ungdæmi. Þá vora þeir, gráir ljós-gráir, stein- gráir, leir-gráir, og eg man ekki hvað. En aldrei hvítir, þ. e. a. s. í úttalinu. Hvort svo er enn, spurði eg ekki um. Þessir tveir hestar voru reiðhestar þeirra Björns Gunn- laugssonar og frú Sigurlaugar. Skiftu þau stundum hestum við okkur hin, Björn við Pál, en Sigurlaug við Mörtu þenn dag, og seinna við mig. Nú sjást ekki marglitir hest- ar á íslandi þ. e. skjóttir eða skræp- óttir. Þeir seldust ekki á útlendann markað, svo þeir eru líklega ekki aldir upp. Mér var svo sagt, að þeir væm ekki til, og eg sá enga. Skólastjóri á Hólum er Steingrím- ur Steinþórsson — svo likur Gunn- laugi okkar Jóhannsyni í Seattle a® eg gæti trúað að þeir væru nákomnir frændur. A Hólum var okkur vel tekið — og nutum ef til vill Sigurlaugar, því eins og fyr segir, er maður hennar einn af kennurum skólans, en við hin fólk og gestir þeirra hjóna. Sagt var mér þó, að þar væri eins og annarstaðar þar um sveitir gistrisni mikil. Þarf ekki lítið til, þvi heim að Hólum fara # allir ferðamenn að sjálfsögðu, ef þeir annars koma þar í námunda fara um Skagafjörðinn. Þar ýar okkur sýnt alt sem sjónar er vert — og það er alt, sem staðnum viðkemur. Af öllum smá kotum, sem eg hafði séð af Isl, — höfðu Hólar í Hjalta- dal heillað mig mest, þ. e. a. s. af bæjum þeim, er eg hefi séð mynd- ir af. Skólinn, sem einnig er íveru- hús staðarins stendur hátt, og hall- ar túni þaðan á alla vegu, nema þess, er að fjallinu veit, en þar efst og nokkuð til suðausturs stendur enn torfbær. Var mér sagt að þar væri búið. Þangað langaði mig að

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.