Heimskringla


Heimskringla - 18.03.1931, Qupperneq 5

Heimskringla - 18.03.1931, Qupperneq 5
WINNIPEG 18. MAKS 1931 HEIMSK.RING-A 5. BLAÐSIÐA Páll S. íacobsson Frh. frá bls. ið getur hættulegri kyrstöðu 4 þroskabraut mannsandans, var ekki hans eðli, til þess var hann of mik- ill alheimsborgari. I>ó gleymdi hann því aldrei að geyma Islendinginn, sem undirrót alls þess bezta og aeðsta, sem vex í hugarfari norræns manns í þessu landi. Og þá er eg kominn að þvi höf- uðatriði, sem mér fanst mest um i kynningu minni af Páli: Hann hafði fengið að vöggugjöf hæfileika viðsýnis. En honum fylgir sú nátt- úra, á þann, sem hann öðlast —að þó að stormar strangrar æfi næði, sem hafa sama verk með höndum á sálir manna og haustvindar á gróður jarðar — verður ávalt and- lega ungur, þó að árin verði mörg. Hann skilur lögmál þess sannleiks að líf manna og þjóða er eins og stórfljót, sem rennur eftir landi sem er endalausum breytingum háð. Sá maður, sem er viðbúinn að gleðjast eða hryggjast, eftir því sem sjálfstæð skynsemi hans leiðbeinir, þegar ný útsýn fæðist, getur altaf numið lönd. Hann er í samræmi við hið enn óskiljanlega lögmál alheims- ins, og leggur fram sinn skerf til þess að það verði ef til vill auðið anda mannsins, að opinbera þann mikla leyndardóm, — þegar kyn- slóðirnar lið eftir lið halda uppi líf- ra^ og einlægri baráttu, með þeirri ®ruggu von að þetta muni rætast á sinum tíma. Þess vegna ber mest að þakka þeirri sál, sem er ung undir silfur- hærum. Þó að hún gleymist komandi mönnum, lifir samt starf hennar, hvort heldur það hefir verið stórt «ða smátt, í framsóknarbaráttu mannkynsins til veraldar enda. Páll heitinn veitti forstöðu bóka- safni Mikleyinga í mörg ár. Hag- hýtti hann sér það vel, og las manna mest hverja þá stund, sem hann hafði afgangs öðrum verkum. Hafði hann jafnan áhuga fyrir fornum fræð um og nýjustu tímaritum, sem kynna manni helztu höfuðstrauma nútíð- armenningar. Fór maður jafnan glað- ari og fróðari af fundi hans, því að Sestrisnin var einnig framúrskarandi mikil. Pnítari var Páll, og fór ekki dult með. Mun hann hafa verið með þeim fyrstu, sem opinberlega tileinkuðu sér þ4 trúarskoðun hér á eyjunni. ^fygrg' eg að það muni hafa verið töluverðum vandkvæðum bundið, og Þurft kjark til að standa einn uppi með þá skoðun á fyrstu árunum hér °S vera búsettur mitt á meðal al- menns lútersks safnaðar. En þrátt fyrir það var Páll heitinn ágætur félagsmaður. Tók hann þátt í sam- homumálum eyjarirínar öll þau ár, sem hans naut við. Talaði hann op- inberlega á flestum samkomum Mikleyinga, og lagði ætið lið góðum málstað jafn trúlega, þó að skoðana andstæðingar hans væru forgangs- menn þess málstaðar. Til Mikleyjar komu þau Páll og Sigríður kona hans með tvær hend- ur tómar, eins og flestir íslenzkir landnámsmenn. Vita þeir einir, sem reynt hafa, hversu hörð sú aðstaða er og ískyggileg, ekki sízt þegar stór barnahópur er með í förinni. Hafa þau hjón sýnt á þeim árum, að þau lögðu fram sinn skerf til þess að sanna það, að Islendingar eru manna bezt fallnir % sóknar og varnar, án þess að hvika í spori, þegar í harðbakkann slæst. Sótti Páll fiskiveiðar á Winnipeg- vatni af miklu kappi bæði sumar og vetur. Var hann formaður á seglbkt norður á vatni í fleiri sumur. — Einnig var hann umsjónarmaður við að frysta fisk hjá fiskifélögum, er höfðu bækistöðvar norður þar. Það hafa gamlir menn sagt mér, að Páll heitinn hafi berhentur tekið fisk úr netum á ís í 60—70 stiga frosti, án þess að honum brigði, og munu fáir eftir leika. Jafnhliða fiskiveiðum ruddi hann stórskógi af landi sínu og stundaði griparækt. Af þessu er auðsætt, að hart var að verki gengið. Mun Sig- ríður kona hans hafa haldið uppi jafnmiklu harðfylgi frá sinni hlið, enda fyrir bamahóp að sjá, og há- aldraðri móður Páls, sem var með þeim hjónum og dó hjá þeim. Ein systir Páls heitins, Hildur, kom hingað vestur með börn sin nokkrum árum á eftir Páli; tók hann á móti henni, eins og algengt var á þeim árum með bróðurlegri ræktarsemi ,þó að af litlu væri að miðla á frumbýlingsárunum. Þau hjón ólu upp tvær stúlkur, Hólmfríði og Elíni Þorsteinsdætur. Einnig dótturson sinn Pál, og Jó- hönnu, konu Sigurgeirs Sigurgeirs- sonar á Gimli, að miklu leyti. Þegar þau hjón voru búin að ljúka af dagsverki sípu og kyrð var komin á, kom sá sorglegi atburður fyrir, að elzti sonur þeirra Páls og Sigríðar, Gestur, misti konu sína frá 4 komungum börnum. Tóku þá gömlu hjónin börain inn á heimili sitt og önnuðust þau eins og ást- ríkir foreldrar, ásamt dóttur þeirra Matthildi, því að faðir þeirra varð að stunda útivinnu, og var þvi erfið- asta í uppeldi þeirra lokið, þegar Páll dó, því að yngsta barnið er nú 10 ára gamalt. Það er auðsætt af því, sem lýst hefir verið hér að ofan, að erfiðleik- ar þeirra hjóna hafa verið margir og miklir; en það gleðielga við 'æfi- sögu þeirra er það, að þau báru bæði gæfu og manngæði til þess, að sigra þá alla. Sannast hér hendingar skálds ins góða: “Þar sem mest var þörf á þér, þar var bezt að vera.” Páll heitinn lagðist banaleguna i byrjun nóvembermánaðar 1929. La hann oft með miklum þjáningum og dó. 16. júní 1930. Hékk skuggi dauð ans yfir heimilinu í hálfan sjöunda mánuð, og var það langur og átak- anlegur timi fyrir ástvini hans, sem vöktu yfir óskum hans með óumræði- legri ástúð. Sjúkdóm sinn bar hann æðrulaust eins og karlmenni sæmir. Ástvinir Páls heitins hafa æsk’t þess að birt yrði i sambandi við æfi- minningu þessa, alúðar þökk til allra þeirra, sem réttu þeim hjálp- arhönd og tóku þátt í sorg þeirra í hinum langvarandi veikindum og dauðastríði Páls sál. Sérstaklega vilja þeir þakka Jó- hanni K. Johnson, systursyni hins látna manns, fyrir það að hann vakti yfir Páli heitnum í sex vikur sam- fleytt. 1 síðastá sinn, sem eg sá Pál heit- inn, var mjög af honum dregið. Hafði hann verið með óráði þann dag og tungan svo aflvana að hann mátti varla mæla. Eg kom að rúmi hans og stóð þar um stund. Gerði hann tvær eða þrjár tilraunir að tala, en mátturinn til þess var þrot- inn. Eg tók í hönd hans að skilnaði, og þá sagði hann skýrt í viðkvæm- um rómi: “Vertu blessaður, Jónas minn!” Sú kveðja deyjandi manns, sem í raun réttri var búinn að missa málið, hefir sína sérstöku þýðingu fyrir mig og mun mér aldrei úr minni liða. Páll heitinn var jarðsunginn 22. júní af prestunum séra B. Kristjáns- syni og séra J. P. Sólmundssyni. Einnig flutti sá er þetta ritar, kvæði við útförina, sem birtist í Heims- kringlu s.l. sumar. Meiri hluti allra Mikleyinga voru viðstaddir jarðar- för hans. Með honum er einn af hínum gömlu, þrautgóðu íslenzku landnáms- mönnum til grafar genginn. Mér finst daprara hér eftir en áður og bygðin fátækari. En um það er ekki að fást. Þetta er vegurinn, sem minnir á það, að senn verður út- fararsálmurinn sunginn yfir hinum síðasta Islendingi í þessu landi. Eg kveð þig að endingu, gamli góði vinur, með sömu orðum og þú kvaddir mig í síðasta sinn: Vertu blessaður, Páll! J. S. frá Kaldbak. FRÁ fSLANDI. Darið östlund, hinn kunni bindindisfrömuður, er nýlátinn í Stokkhólmi, sextugur að aldri, fæddur 17. mai 1870. Hann fékk slag í nóvember í haust. Var það í fyrstu ekki talið hættulegt, en varð þó banamein hans. Davíð östlund var sænskur að ætt og uppruna. Hann var frá- bærlega fljótur að læra íslenzkka tungu, svo að hann talaði hana og skrifaði eins og Islendingur. Hann dvaldi í allmðrg ár hér á landi sem forstöðumaður safnaðar Adventista og gaf út málgagn kenn- ingar þeirra. Hann lét sér þá og mjög amt um bindndismál. Eftir að hann fór héðan, gaf hann sig sérstaklega að útb**iðslu bindindis og vann því máli alt það gagn, sem honum var unt. Reyndist hann á- hrifaríkur bindindisboðari. * • * Snjóflóðið við Siglufjörð. Siglufirði, 24. jan. Dimmveðurs-stórhrið með mikilli fannkomu hefir verið þrjá undan farna daga. Hefir sett hér niður mikla fönn. Brim var talsvert í fyrra dag, svo að gekk yfir varn- argarðinn og flæddi langt suður eft- ir eyrinni. Flýði fólk úr nokkrum húsum. Síðar: Hríðinni létti upp í nótt. Gríðarmikið snjóflóð hafði farið á laugardagsnótt úr Illveðurshnjúk og niður Skarðdal austan Siglufjarð- arskarðsins. Tók það af símann á löngunr kafla og er gizkað á, áð einir 40 sturar séu brotnir og burtu sópaðir á svæðinu, sem snjóflóðið fór yfir. Vegurinn ligg- ur þarna meðfram símanum, og hefði hverjum verið bani búinn, sem þar var á ferð er flóðið fór. Aldrei hefir heyrst, að þama hafi farið snjó- flóð fyrr. Símastjórinn telurógerlegt að gera við símann í vetur, en bráð- abirgðasamband er þegar fengið með því að strengja símann ofan á snjón- um, og mun það bætt eftir föngnm og notast við það til vorsins. • • • Eimskipfélag íslands á 17 ára af- mæli í dag. Það var frá upphafi, hefir verið, er og verður óskabarn þjóðarinnar. Stofnun þess var á- reiðanlega eitt af þeim stærstu Grett- istökum, sem þjóðin hefir lyft. Þar kom vel fram þjóðarskilningur á hinu fornkveðna, “sameinmðir stöndum vér, sundraðir föllum vér”. — 1 þessi 17 ár hefir þjóðin hjúfrað vel að þessu óskabarni sínu — annað verður ekki sagt með sanni, það sýnir vöxtur og viðgangur félagslns, sem nú á 6 millilandaskip i förum, og hefir áreiðanlega hug á að fjölga þeim bráðlega. Og við þessi tíma- mót er rétt að minnast með þakk- læti þess mannsins, sem Eimskipa- félagið á mest og best upp að inna, Emil Nielsen framkvæmdastjóra, er lét af starfi sínu nýlega, og jafnframt að óska hinum nýja fram- kvæmdarstjóra, Guðmundi Vilhjálms- syni, til hamingju i hinu þýðingar- mikla starfi hans fyrir land og lýð. — I hátíðarblaði Morgunblað3- ins, 26. júní 1930, er ítarleg grein um Eimskipafélag Islands. —Mgbl. 17, jan. Rœða I. Ingjaldssonar Prentun- The.. Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr* ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. i THE VIKING PRESS LTD í 853 SARGENT Ave., WINNIPEG l | ^ * iSími Bú-537 # & Eftir því sem mér skilst hafa bændurnir í Canada tvö vandamál að leysa af hendi i sambandi við kvikfjárræktina. Fyrst að finna markað fyrir það, sem er fram yfir nauðsyn heimamarkaðarins. Eg átti þvi láni að fagna, að heimsækja England í júlí siðastliðið sumar; og á meðan eg dvaldi þar, eyddi eg nokkrum tíma í að fræð- ast um sölutækifæri þar, og skal hér í fáum orðum skýrt frá hvers eg warð vísari. A Smithfield sölustaðnum I Lon- don er í kringum 15 prósent af öllu nautakjöti, sem selt er, frá Argen- tínu. Um 70 prósent af reyktu svinakjöti, sem þar er selt, er frá Danmörku, og 60 prósent af sauða- kjöti frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Argentínu. Lifandi nautgripir eru fluttir frá Irlandi til Liverpool eða til Birkenhead og Manchester í stór- um stíl, en prósentutal fékk eg ekki. Tvenskonar lifandi gripir eru skoð- aðir þar, stutthyrningar og svartir kollóttir geldingar. Stutthyrningarn- ir eru af bezta kyni, en við þurfum ekki að óttast kollóttu geldingana. Samkvæmt vitnisburði þeirra, sem höndluðu okkar canadisku gripi, þá eru þeir vel fallnir til búðarsölu, og feitir geldingar þóttu ágætir, sem héðan voru fluttir siðasta haust. Einnig er reykt svinakjöt frá Can ada álitið af beztu tegund, og er al- staðar lögð áherzla á, að áfram- haldandi flutningur eigi sér stað. Hvaða tækifæri, herra forseti, er fyrir sölu á lifandi gripum eða kjöti til Englands ? Eins og áður er frá skýrt, hefir Argentínukjötið sterkt hald á Smithfield markaðnum í Lon- don (ekki eins á öðmm mörkuðum), og er það selt 2 til 3 pence lægra, eða 4 til 5 centum minna en það, sem slátrað er heima fyrir. Þann 15. janúar þ. á. seldust síður frá Argentínu á 8 til 9 cent, en enskar eða skozkar á 12 til 14 cent. Þegar þessi verðmunur er tekinn til greina vegur hann upp á móti nokkru af flutningsgjaldinu á lifandi gripum, sem héðan eru fluttir. Einnig er út- lit fyrir að hægt sé að selja það, sem vér hér köllum “Baby Beef”. Það sýnist ráðlegt, að gera til- raunir með að slátra nokkm af gripum vorum í Montreal og senda kjötið til Englands. Einnig, herra forseti, hvert er út- litið með svínasölu. Vikuna, sem endaði 23. janúar, var ekki minst á canadiskt svínakjöt reykt á mark- aðsskýrslunum, en danskt reykt svinakjöt var þá 12 til 14 cent, og er það lægsta verð, sem verið hefir i mörg ár; sömu viku 1929 var það 23 til 24 cent. Bæði þeir, sem með kjöt verzla og neyta þess, mundu frekar vilja kaupa canadiskar afurðir, svo fram- arlega sem við vildum aftur á móti nota vörur, sem þar eru tilbúnar. Ástæðan fyrir því er þessi, að 95 prósent allra Englendinga í borgum, bæjum og þorpum, á beinlínis eða óbeinlínis lifibrauð sitt undir iðnaði komið. Fyrir þá sök verða þeir að kaupa jarðargróða frá þeim þjóð- um, sem eru viljugar til að taka þeirra iðnaðarvörur í skiftum. Al- gengt var að Danir seldu svinakjöt og keyptu frá öðrum þjóðum, svo sem Þjóðverjum, Frökkum og Itöl- um. Með hátollastefnu í Canada, herra forseti, hvað er það bezta, sem við getum vænst eftir? Frjáls verzlun við allar þjóðir væri æskilegust; en um það er ekki að ræða. Vér ætt- um þó að mega að minsta kosti vænta hindrunarlausrar veitelunar milli Canada og Englands. I öðm lagi: Áframhaldandi hækkun og lækk- un á kvikfénaði er skaðleg, bæði fyrir framleiðanda og neytanda. Á því er líka hætta, að gildandi verð á kvikfénaði lækki, því að út- flutningsverðið hlýtur að verða lægra en það verð, sem fá má fyrir kjöt heimafyrir. Eg skil þá erfiðleika, sem eru i sambandi við að ákveða nokkurn mælikvarða eða meðalverð; en mér finst það sé minst á það sem eitt af málefnum þeim, sem fyrir stjórnunum liggja. £ hásætisræðunni er minst á það, að vissir sjóðir hafi verið afhentir kvikfjár lánfélaginu í Manitoba. Vér viðurkennum að það var spor í rétta átt, og eg nota þetta tækifæri til að þakka forsætisráðherra og ráðu- neyti hans og óska honum til ham- ingju með það spor. Manitoba Gripalánsfélagið seldi hluti sem hér segir: 1929 1930 I október ................ 586 953 I nóvember ............... 474 831 I desember ........... 55 283 1115 2067 Þegar vér tölum og hugsum um þessi markaðsmál, þá undrumst vér hvernig mismunandi verð á komi geti átt sér stað á korni. Er ástæðaa fyrirfram tilbúin, eða er það afleið- ing af framleiðslu og þörf, eins og svo oft er sagt. Vér undrumst einn- ig, herra forseti, hvers vegna kom- verzlunar viðskiftastaðir eru ekki háðir stjórnareftirliti á sama hátt og kvikfjárverzlunarstaðir ríkisins. Á kvikfjárverzlunarstöð (exchange) verður hver meðlimur hennar að hlíta þeim lögum, er takmarka eða ákveða laun fyrir störf þeirra og sölulaun; einnig er ákveðið það veð- fé, er þeir verða að hafa. Enginn má selja nautgripi eða svin á öðru verði en þvi, sem í raun og vem á sér stað; þeir verða að hafa það kvikfé, sem þeir selja, og afhenda það sem keypt er. Stöðugur markaður er hin mesta nauðsyn fyrir komframleiðandann. Með þetta í huga, hafa um 140,000 kornframleiðendur í Vestur-Canada myndað samlag með sér. Tilraunir þeirra í þessa átt hafa þó mætt mörgum og miklum mótstöðuöfl- um. Meðal þessara örðugleika hafa verið athafnir fjárglæframanna á kornviðskiftastöðvum. Auðvitað er ekki hægt að sanna þetta, vegna þess að gögnin er ekki hægt að fá, nema frá þeim, sem eru í nánu sambandi við kornviðskiftastöðv- amar (Grain Exchanges). Leiðréttingar. Það er sérstaklega tvent í grein- inni: Sameiningin og stöðin 'Töm”, sem eg verð að biðja Heimskringlu að leiðrétta í næsta blaði. Hin stutta bæn, sem þar er prentuði hefur mætt slæmri með- ferð. óska eg að hún sé öll endur- prentuð. Hún er svona: “Eififi miskunsami faðií, vér lyftum huga vorum til þín, og biðjum þig af öllum vorum andlega mætti um efling hins góða og göf- uga f hugarfari voru, og um út- rýming ails hins lélega og lága, er vér í gáleysi höfum Ieyft aðgang. Miskunsami faðir, gef oss mögu- leika til að vinna þau verk, sem þér eru þóknanleg, oss sjálfum og öðrum til blessunar. Gef oss ljós þíns heilaga kærleika, svo vér vill- umst ekki af vegi dygðarinnar. Gef oss vit og viljaþrek til að efla þitt dýrðar ríki á þessari jörð, með hugsunum, orðum og verkum. Misk- una þig, himneski faðir, yfir alla þá, sem nauðstaddir eru. Blessaðu ættingja vora og ástvini, og oss öll. — Amen”. Þá er í 4. dálki greinarinnar á 7. síðu, 43. og 44..1ínu talið að neðan. Byrja í 45 1., sem orsakar rangan framburð i þessum og öilum málum. Þó hefir fjöldi fólks, allra þjóða á öðrum sviðum, séð o. s. frv. Margt er annað, og þó greindu fólki skiljanlegt, svo sem: ölu, mél þekking, liggja, á 3. síðu. En þau orð eiga að vera: öllu, mál, blekk- ing, byggja. — í öllum heimum, á það að vera í 4. 1. að ofan, fyrsta dálki, bls. 7. "öðm sleppi eg. Jóhannes Frimann. .. “KINGFISHER” GILL NETTING Made by JOSEPH GUNDRY and CO. LTD. BRIDPORT, ENGLAND ESTABLISHED OVER 250 YEARS BEST QUALITY LINNEN GILL NETTING SUPER QUALITY SEA ISLAND COTTON FÁIÐ OKKAR PRfSA ÁÐUR EN ÞÉR KAUPID Office and Warehouse: 309 Scott Block, Winnipeg W. Flowers, SALES REPRESENTATIVE PHONE 86 594

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.