Heimskringla - 20.05.1931, Side 4

Heimskringla - 20.05.1931, Side 4
4 BLAÐSJÐ4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MAÍ, 1931 Hítntskringla StofnuB 18SS) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS. LTD. St3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: «6537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. AUar borganir sendist THE S7IKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskrift til blaðsim: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIVSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'rrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 99A WINNIPEG, 20. MAÍ, 1931___ VERÐA FYLKISKOSNINGAR í HAUST? Það hefir vakið talsverða eftirtekt með- al stjórnmálflokka þessa fylkis, að for- sætisráðherra, John Bracken, hefir nú á stuttum tíma flutt þrjár ræður um stjórn • mál Manitoba, í útvarpið, sem á sér hera öll merki þess að vera kosninga- undirbúningsræður. 1 í síðustu ræðunni var t. d. marg-endur- tekin sú viðvörun til kjósenda þessa fylk- is, að það mundi hvorki skapa hér nýja jörð né nýjan himinn, að setja conserva- tíva til valda. Núverandi stjórn bæri eins og gull af eiri af öllum stjórnum þessa fylkis að fornu og nýju, og sá kjósandi væri óvitur, sem léti tælast til þess að hafna henni, o. s. frv., o. s. frv. Þó ekki sé á annað minst í ræðu for- sætisráðherra en þetta, gefur það fulla ástæðu til að halda, að kosningar séu nær dyrum, en ætlað hefir verið. Valdabraskið og atkvæðaveiðarnar í ræðunum, bera þess ljósan vott. Á síðasta fylkisþingi var þó alment skilið, að til kosninga kæmi ekki á þessu ári. Og það var sjálf fylkis- stjórnin, sem ótvírætt gaf það í skyn. En nú virðist annað hljóð komið í strokkinn, og í tilefni af því hafa dag- blöðin hér spurt forsætisráðherrann að, hvort kosningar færu fram á þessu ári. Ef svo væri, geti naumast af því orðið fyr en í fyrsta lagi í ágúst eða september í haust. En svarið, sem forsætisráðherra gaf blöðunum, tekur hvorki fyrir þetta né staðfestir það. Andstæðingaflokkum stjórnarinnar þyk ir því skynsamlegast, að vera við öllu búnir. Dráttur fylkisstjórnarinnar á að birta fyrirætlanir sínar, getur líka ein- göngu átt rót sína að rekja til þess, að hún ætli sér að koma með kosninga- fréttirnar andstæðingunum að óvörum, svo að þeir hafi sem minstan tíma til undirbúnings. Það eru gamlar kosninga- brellur, sem ávalt eru nýjar. En hvað sem gert verður, er nú orðið altalað, að kosningar muni fara fram í september í haust. -------o------ MARKVERÐUR FUNDUR. Félag Manitoba-liberala hefir ákveðið að halda fund í Winnipeg 25. og 26. júní n. k. Segir John C. Davis, formaður fé- lagsins, að þessi fundur verði einn sá þýðingarmesti í sögu liberala í Manitoba, er nokkru sinni hafi verið haldinn. Þetta er eflaust hverju orði sannara. Giftingar og jarðarfarir eru þau mál, sem mannkyninu hafa ávalt verið meiri al- vörumál en nokkur önnur. Og það eru málin, sem fyrir þessum fundi liggja. Undanfarið hefir liberal flokkurinn daðrað eins og telpa, sem ekki kann neitt taumhald á tilfinningum sínum, við Brackenflokkinn. HCefir það ollað áhyggj um í hópi sumra vina liberala, og þá ekki sízt stjórnenda félagsins, sem eins og ástríkir foreldrar vaka yfir heill og framtíð barnsins síns. En Brackenflokk- urinn hefir verið upp með sér af fylgis- styrkleik sínum, og svo stór upp á sig, að hann hefir ekki til þessa látist sjá, hvernig ástsjúkt hjartað bærðist í barmi liberal unnustunnar sinnar. En síðan draga tók nær kosningum og þeim tíma, að horfast verður í augu við kjósendur í sambandi við allar mótgerðir stjórnar- innar gagnvart þeim ,svo sem Sjö Systra fossa söluna og Brandon orkuverskaupin, er nú rödd flokksins eða foringja hans, farin að mildast og blíðkast yfir útvarp- ið, og ef að unnustan getur ekki lesið það út úr orðum hans nú, að hann skoði hana kossblíðari, en hann hafi áður gef- ið í skyn, er hún í meira lagi þykkheyrð og heimsk — fyrir unnustu. Þannig stendur nú á í stjórnmálunum fyrir þessum tveimur flokkum. Sé liber- al-flokkurinn reiðubúinn að setjast sem brúðurin á brúðarbekkinn með Bracken- flokknum sem brúðguma, er vel til að vér eigum von á giftingarveizlu, eftir hinn markverða fund liberala í júní. — Meinbugurinn, sem þó er á þeirri gift- ingu, er sá, að liberalflokkurinn er með því úr sögunni. ÚtfÖr hans er þá vís. Það er annað alvöruefni fundarins. Ýms fleiri mál liggja auðvitað fyrir fundinum ,en aðalmálið er þetta, hvort flokkurinn eigi að halda áfram að berjast fyrir tilveru sinni, eins og hann hefir áður gert, eða hann eigi að hætta því og samrekkja Brackenflokknum. Ef fund- urinn kýs hið fyrra, verður hann að fá sér flokksleiðtoga. Kjósi hann hið síð- ara, kemur ekki til þess, því forsætis- ráðheiTa Bracken er þá sjálfkjörinn hús- bóndi og leiðtogi. UM ORÐIÐ CONSERVATIVE. Síðan núverandi ritstjóri Hkr. tók við ritstjórn, héfir enska orðið verið notað yfir nafn conservative flokksins, en ekki íslenzka þýðingin á því, eða orðið íhalds- flokkur. Það gerir nú ef til vill *minst til um orðin tóm, en ástæða vor fyrir þessu er sú, að oss hefir aldrei virzt þýð- íng orðsins viðkunnanleg. í sambandi við ensku sögnina to con- serve, dettur t. d. engum hér í hug í- haldssemi, þegar maður heyrir orðið not- að, heldur vernd eða aðhlynning. En orðið conservative er af því myndað. — Vemdunarflokkur eða þjóðmegunarflokk ur virðist því einmitt vera það á íslenzku sem flokksorðið þýðir. Og eftirtektarvert er það, að enginn flokkur á íslandi gengu nú undir íhalds- flokksnafninu. Er ekkert líkara en að þeim hafi ekki fundist orðið eiga við hugsjónir þær, er flokkarnir tileinka sér. Sá flokkur þar, sem svara mundi til conservatíva flokksins hér, nefnist Sjálf- stæðisflokkur. Þó conservative flokkur- inn hér gæti á íslenzku heitið sama nafni, að því leyti til, að hann stendur öllum öðrum flokkum hér á sjálfstæðara og sögulegri grundvelli, er það ekki eins góð þýðing á orðinu conservative, og ýmsar aðrar er nota mætti, þó lítið beri á milil að því er hugsjónir snertir. Það getur og einnig verið að nafn Sjálfstæðis flokksins heima, eigi meira skylt við sambandsmál íslands og Danmerkur, eri eingöngu innanlands mál, sem öðruvísi stendur á með en mál lands og ríkis hér. íslenzka orðið hér yfir flokksheitið, getur heldur aldrei orðið annað en þýð- ing á enska orðinu á nafni flokksins. En eins fyrir það ætti sú þýðing að vera sem nákvæmust. Og betri þýðingu en orðið íhald, er svo afar illa nær hugsjóninni, ætti að vera auðvelt að gera. Auðvitað eigum vér ekki með þessu við annað en það, að þýðingin sé rétt. Að leita að orði, sem aðeins sé sem skrautrammi utan um nafnið, en hug- sjón flokksins óviðkomandi, væri mjög andhælislegt, eins og t. d. nafnið frjáls- lyndi á Lögbergingum. Slíkt hneyksli yrði að varast, og heldur mundum vér halda áfram uppteknum hætti og nota orðið conservative, en að hlíta því, er eins væri fjarri veruleikanum. MANNTALIÐ. Eins og kunnugt er, hefst manntalið í Canada fyrsta júní. Það hefir ýmislegt verið sagt um sumar spurningarnar, sem lagðar eru fyrir íbúana, og þeir eru marg- ir, sem ætla að þær séu æði fáfengileg- ar. En svo er þó ekki. Að svara hverri spurningu sem réttast, hefir sína þýðingu, því seinna verður úr því öllu undinn þráð- ur ómissandi fróðleiks. Spurningar þess- ar eru prentaðar á öðrum stað í blaðinu. Eitt meðal annars, sem íslendingar ættu að gera sér far um í sambandi við manntalið, er að skýra rétt og satt frá þjóðernislegum uppruna sínum. Með því að gera þetta trúlega, verður spurning- unni svarað, sem svo lengi hefir verið ósvarað um það, hve margir íslendingar séu í Canada, eða menn af íslenzku bergi brotnir. Það hefir mjög legið í lofti, að íslendingar hér, einkum kven- fólk, sem til þeirra metorða hefir hafist, að giftast, eða þó ekki sé nema eiga von á að giftast enskum, láti þjóðernis síns ógjarna getið. Hvað góð ástæða, sem til þess getur verið endrar nær ,er hún svo lítil, borin saman við það, sem unnið er við það í sambandi við manntalið ,að þar ætti enginn að fela þjóðerni sitt, enda brestur íslenzkt þjóðerni ekki ættgöfgi, sem hver maður má og mun vera stolt- ur af, sé hann ekki áni og ættarskömm. RÖK. Frh. Forvitinn: Þú segir að elztu jarðlögin hafi myndast fyrir hér um bil hálfri ann- ari biljón ára, en líf hafi komið fram á þessarf^jörð fyrir einni biljón ára. Fer eg rétt með þessar tölur? Fjölkunnugur: Já. Það hafa, eftir því sem næst verður komist, liðið um hálf biljón ára frá myndun elztu jarðlaganna þar til að líf kom fram. Forvitinn: En hvaða ástæða er gef- in fyrir því, að líf varð ekki til um leið og elztu jarðlögin? Fjölkunnugur: Þessi spurning lýtur í raun og veru að uppruná lífsins. En um það eru ennþá skiftar skoðanir. Nokkrir vísindamenn hafa þá skoðun, að lífið hafi borist hingað af öðrum hnöttum. Forvitinn: Hvernig þá? Fjölkunnugur: Sem sallafínt duft, er frjóefni hafi haft í sér og borist hafi ut- an úr geimnum, eða að það hafi verið í vígahnöttum, er til jarðar hafi fallið. Forvitinn: Ekki felli eg mig við þessa hugmynd, og í raun og veru leysir hún ekkert úr málum, því þá vaknar spurn- ingin um það, hvernig lífið hafi orðið til á öðrum hnöttum. Fjölkunnugur: Það er hverju orði sannara, enda eru þeir færri á meðal vísindamanna, er álíta að þetta hafi átt sér stað. Forvitinn: Hvaða hugmynd er þá al- mennast viðurkend um uppruna lífsins? Fjölkunnugur: Yfirleitt halda vísinda menn að lífið hafi orðið til hér, og að orsakir þess séu breytingar efnisins, sem ávalt séu og hafi ávalt verið að gerast í þúsundir alda. Og þarna er þá svarið við spurningu þinni áðan. Þetta er ástæðan fyrir því að lífið varð ekki til jafn- snemma og elzta jarðlagið. Þessar efna- breytingar í jarðlögunum bjuggu loks jarðveginn undir það, að líf kviknaði í honum. En hálf biljón ára liðu, áður en því verki væri lokið. Efnabreytingarnar urðu auðvitað þeim mun fjölbreyttari, sem fleiri aldir liðu, því ávalt voru ný efni og því ný efnasambönd að myndast. Og að lokum kom fram líf í efni jarð- laganna, af þessum sífeldu breyting- um. Forvitinn: Og hvernig álíta menn, að hinn fyrsti lífsvísir hafi litið út? Fjölkunnugur: Fyrstu lifandi verurn- ar voru ekkert annað en örsmáar agn- ir, linar og gagnsæjar eins og hlaup svipaðar marglittum þeim, sem við þekk. um, að öðru leyti en því, að þær voru svo miklu, miklu smærri. Smáagnir þess ar flutu ofan á vatni, í pollum, keldum og tjörnum, qg var eitt sinn haldið, að þær hefðu skolast þangað utan af hafi, einhvern tíma er sjórinn var í nánd við þessa staði; en við erum nú hræddir um að sú hugmynd sé helzt til skáldleg um uppruna lífsveranna. Hitt er líklegra, að byrjun þeirra eigi rætur að rekja til efnabreytinga í hinum lausa eða gljúpa jarðvegi í yztu jarðlögunum á yfirborði jarðarinnar, eins og tjarnarbörmum, keld um og pollum. Forvitinn: Með svona auðvirðilegum hætti hélt eg aldrei að lífið hefði byrjað. Fjölkunnugur: Nei, það hafa að lík- indum fleiri en þú ekki haldið það. En hitt er víst, að þó að þú eða eg hefðum verið sjónarvottar að þessu, hefðum við ekki tekið vitund eftir þvf. Eigi að síður er það nú skoðun vísindamanna, að upp- runi allra lifandi vera, er vér nú þekkj- um, hafi gerst með þessum hætti, að meðtöldum manninum. Forvitinn: Hvernig búast menn við, að umhorfs hafi verið á jörðinni um þessar mundir? Fjölkunnugur? Það hefir ekki verið neitt skemtilegt hér um að litast á þess- um tímum. Yfirborð jarðar, eða það sem var þurlendi af því, hefir verið gróður- lausar auðnir og klettar. Hvergi gafst stingandi strá á að líta, og lifandi verur voru þá auðvitað engar til. Fjöllin, sem mörg eru mynduð af eldi, voru þá sí- gjósandi. Þrumuveður, stormar og steypi regn hafa þá verið daglegir viðburðir. Og jörðin ruggaði stöðugt af ægilegum jarðskjálftum. Forvitinn: Jörðin hefir ekki verið rieitt aðlaðandi bústaður á þeim árum. En hvernig stóð á þessum jarðskjálftum? Fjölkunnugur: Jörðin hafði ennþá, ef svo má að orði kom- ast mikla vaxtarverki. En samt hefir hún þá að minsta kosti ver ið orðin biljón ára gömul, því stjörnufræðingar og jarðfræð- ingar telja hana nú sem næst tveggja biljón ára að aldri. — Veiztu hvernig jörðin sjálf varð til? Forvitinn: Eg hefi óljósa hugmynd um það. En 'mér þætti gaman að heyra skoðun þína um það. Frh. SINDUR Hon. R. J. Manion sagði ný- lega í sambandsþinginu: “Eg í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hio viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. PanL má þær beint frá Dodds Medicme Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. held að vinur vor, Rt. Hon. Mackenzie King, hafi síðan hann tók við stjórnarformensku flokks síns, lofað meiru en efnt minna af þeim loforðum, en nokkur stjórnarformaður í Can ada hefir fyr eða síðar gert.’ • * * Því er haldið fram, að til jafnaðar eyði hver kvenmaður í Bandaríkjunum $150 fyrir lyf til fegurðaraukningar. Fyrir þetta fé væri hægt að mála í meðallagi stórt íveruhús. BLINDA RÓSA. Frh. frá 1. bls. óljós og hálfkvíðakend til- finning grúfði yfir huga Gríms þenna dag, en sem ekki hafði gert vart við sig áður. Hann var nú fermdur og hér eftir ætlað að sjá fyrir sér sjálfur — spila upp á eigin spýtur. Engri átt gat það náð að sveitin legði með hoi^um lengur. En hugsunin um það að verða nú að neyta kraftanna á eigin á- byrgð, var eins og ofurlítill ljós geisli, sem lýsir æskumannin- um, þegar sjálfstæðfisn^eðVit- undin er að vakna. Ritningar- greinar, áálmasöngur, bæna- lestur, drengurinn og brimið, fossinn og Blinda Rósa, vafðist um huga Gríms hvað innan um annað, og gerðu hann dof- inn, svo að hann áttaði sig ekki fyr en hann fann hendi lagða á öxl sér. Séra Þorvald- ur, sem var aldurhnígið ljúf- menni, stóð við hlið Gríms. “Eg óska þér til blessunar í framtíðinni, Grímur minn. Þú hefir verið prúður piltur og námfús, og margt bendir til að í þér búi gott mannsefni. Mér er sagt að þú hafir verið Blindu Rósu góður. Það er lánsmerki og þér mun launast fyrir það. Guð blessi þig æfinlega, Grím- ur minn.” Fyrir utan kirkjudyrnar mætti Grímur Blindu Rósu; hann tók í hönd hennar og leiddi hana heim að bænum. • • • Það var margt um manninn niður við Hvammstangahöfn. Tilefnið var óvanalegt. Eim- skip — fyrsta eimskipið, sem siglt hafði inn á Miðfjörð — lá á höfninni. Það var tignarleg sjón, að minsta kosti í þeirra augum, er nú sáu eimskip í fyrsta sinni. Bændurninr voru léttir í spori og snarir í snúningum. Þeir vissu það vel, að það var fyrir þeirra dugnað — kaup- félagsins — að þetta fríða skip lá þarna á höfninni, hlaðið vör- um. Það var talandi vottur um sameinað átak fjöldans. Skip- j ið var vorboði í verzlunarmál- um og velmegun Hvammssveit- ar. Og það var ys og þys frammi á skipinu. Grímur var ráðinn við af- fermingu, en meðan á undir- búningi stóð, notaði hann tím- ann til þess að skoða skipið, og virða fyrir sér hinn marg- háttaða útbúnað þess. Séra Þorvaldur hafði verið með þeim fyrstu fram á skip- ið. Hann var sá eini, er talað gat við skipverja, sem voru þýzkir. Nú var prestur fyrir löngu l^prfinn með skipstjóra eitthvað niður undir þiljur. — Síðla dags kom séra Þorvaldur í land með vörubáti. Voru þá komnar hran;nir af kjössum, pokum og tunnum um fjöruna. Affermingin stóð sem hæst. Prestur gekk hægt frá flæðar- máli, horfði í kringum sig, sem hann svipaðist eftir einhverju. Grím bar að í þessu og velti hann tunnu upp úr sjónum. “Ertu ekki orðinn þreyttur, Grímur minn?’’ spurði prestur. “Ekki mjög,’’ svaraði Grím- ur. “Mundir þú nenna að ganga heim til mín eftir vinnu?” Grímur játaði því. Hvað gat það verið, sem presturinn vildi honum? Gat það skeð, að hann vildi fá hann til heyskapar um sumarið? Það var þó ekki líklegt, því völ var vanari manna og þrek- meiri en Grímur var. En hvað gat það verið? Prestur tók Grími vingjarn- lega og lét hann setjast við enda skrifborðs síns. “Hvernig fellur þér vinnan, Grímur minn?’’ “Vel,” svaraði Grímur. “Mundi “Mundi þér ekki þykja gaman að vera sjómaður á eimskipi — því sem liggur hér á höfninni?” Umtalsefnið var óvænt. — Grími hafði aldrei dottið það í hug, að hann yrði sjómaður á eimskipi, og fyr en hann gat svarað, hélt prestur áfram: “Skipstjórinn færði það í tal við mig, hvort hér væri völ á unglingi til léttiverka á skip- inu. Sá er þann starfa hafði á hendi, veiktist á leiðinni og var skilinn eftir. Þú ert að vísu ungur, Grímur minn, en ef þú gætir þín og reynist reglusam- ur og ráðvandur, þá gæti þeíta tækifæri orðið þér til góðs. Eg veit að hafið er oft úfið og ægilegt. — En svo er líka stundum Iff mannanna, með öllum ófullkomleikanum og yf- irsjónunum. Lífinu hefir stund- um verið líkt við ólgusjó. Ým- ist er það umvafið hugljúfum unaði, eins og lognskygður haf flötur, sem speglar tign fjall- anna og festingu himinsins. En svo býr það líka stundum yfir sorgum, svo djúpum og myrk- um, að líkja má við ólgandi hylji útsæsins. Að standa við stjórnvöl og stýra skipi hjá brotsjóum hafsins, hefir löng- um þótt manndómsverk. Þeim sem auðnast að fara svo með líf sitt, að komist geti hjá boðaföllum freistinganna og breyskleikans, getur að síðustu fagnað friðsælu kvöldi á örm- um sólarlagsins. Þú hugsar nú um þetta, Grím t

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.