Heimskringla - 03.06.1931, Side 1

Heimskringla - 03.06.1931, Side 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed ............$1.00 Ladies’ Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ....$1.00 GoodM Called For and Dellvered | Minor Repafm, FREE. Phone 37 001 (4 lines) MAKE NO MISTAKES CALL CTKRS Sc CLEANERS, LTD. PHONE 37 061 (4 lines) XLV ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 3. JÚNÍ 1931. Þórarinn Oiafsson Það er tæpur tími til að kveðjast stundum. óvænt örlög binda enda á vinafundum. Það er sælla að sofna svona í fangi dagsins, en að bíða eftir andblæ sólarlagsins. Ef — í öðrum heimi æðstu þrárnar rætast, að vér allir fáum einhverntíma að mætast. Þegar útsýn opnar eilífð morgunrjóða, muntu gestum glaður góðan daginn bjóða. Vinur. NÚMER 36 fjárhagsáætluninni nýju. Ýmsar tekjur aðrar en toll- [ tekiur stjórnarinnar hafa mink í að á 8.1. ári. Tekjur af sölu- i skatti hafa lækkað. Einnig urðu tekjur af innanlandsf vöru lægri en áður. J Skattarnir, sem Bennett- ] stjórnin gerir ráð fyrir til þess i að mæta tekjuhallanum, eru að rnestu fólgnir í auknum j tollum á innfluttum vörum, er einkum koma frá Bandaríkjun- i um. Gerir f járhagsáætlunin ráð fyrir alt að því 75 miljóna dala Vorið að koma FRÁ OTTAWA. 75 miljón dala tekjuhalli. Fjármálaráðherra, Rt. Hon. R. B. Bennett lagði fyrir sam- bandsþingið í^Ottawa s.l. mánu dag áætlaðan jfjármálaiieikn- Ing fyrir komandi ár. En áður en sá reikningur var lesinn upp, gerði fjármálaráðherra ít- arlega grein fyrir hag lands- ins og starfsrekstrinum á s.l. starfsári, er lauk 31. marz 1931. Samkvæmt þeirri greinar- gerð, nam tekjuhallinn s.l. ár $75,244,973. Allar tekjur landsins á árinu námu $356,215,000. Aftur á móti útgjöldin $440,- 050,657. Verður því munur á tekjum og útgjöldum um 83 miljónir dala. En vegna þess að um 8 miljónir dala 'hafa verið strikaðar út af bókunum af gömlum hermannalánum (Soldier’s Land Settlement, Loans), og falla því úr tekju- dálkin'um, verður tekjuhallinn á árinu ekki nema 75 miljónir dala, eins og frá er skýrt. Helztu orsakirnar til tekiu- hallans eru minkandi tolltekj- ur stjórnarinnar. Eru þær sagð ar 48 miljónum dala minni á liðnu ári en árið 1929. Kenna margir tollhækkuninni sem gerð var á bráðabyrgðar þing- Inu í haust, um það. En þó er eftirtektarvert, að tolltekjurn- ar minkfuðu meira fyrstu 6 mánuði ársins (frá 1. apríl til 1. október 1930) en síðari 6 mánuðina, eftir að tollhækk- unin var gerð. I Öll skuld Canada (net debt) er nú talin við lok marzmánað- ar 1931, $2,261,788,917 (rúm- lega tvær og einn fjórði biljón dala.) Tilboð um endurnýjun stjórn arlánanna (conversion loans) námu 627 miljónum dala, í stað 250 miljóna, sem boðin voru upphaflega. Ellistyrksútgjöldin hækkuðu úr hálfri annari miljón upp í hálfa sjöttu miljón á liðnu ári. Útgjöldin til þeirra, er hern- aðarstyrk fá, nema 55 miljón- um dala á ári. En það eru fJ’öi- ( skyldur dáinna hermanna. —| Jukust þessi útgjöld um sex miljónir s.l. ár. Útgjöld jukust einnig í póst- ( húsdeildinni, vita- og flugliðs j deildinni. Og síðast en ekki sízt ern útgjöldin til atvinnulausra manna, sem eru nýr útgjalda- liður, sem talsvert strik gerir í landsreikningana á s.l. ári. Fjárhagsáætlunin fyrir kom- andi ár. Hvernig stjórnin ætlar sér nú að mæta áföllnum tekju- halla og synda hjá honum á komandi árl, er greint frá í j tekjum á þenna hátt. I Á steinkol er lagður 40 centa tolur á tonnið. Á útlend tímarit er lagður 15 centa tolur á hvert pd. Á alla innflutta vöru er lagð- ur sérstakur skattur, 1 prósent. Á hvern kassa af appelsín- um, er inn í landið er fluttur, 1 er lagður 75 centa tollur. Söluskatturinn er hækkaður’ úr einu upp í fjögur prósent. Burðargjald á bréfum hækk- ar um 1 cent. Burðargjald á blöðum, sem yfir 10,000 kaupendur hafa, hækkar um 1/z cent á pundið. Trúmála- og mentamálablöð eru undanþegin. Tveggja centa frímerki verð- ur nú að setja á ávísanir, þó undir $10 séu, eins og á ávís- anir, sem hærri eru. f þessu eru nú skattarnir fólgnir. Býst fjármálaráðherr- ann við að geta með þeim mætt tekjuhallanum á liðnu ári að mestu. ' Fimm cent af burðargjaldi á hverium mæli hveitis ætlar sambandsstjórnin að greiða.— Meinar það bara að bóndinn fær 5 centum meira fyrir hvern mæli hveitis, er hann sendir út úr landinu. Af ellistyrknum ætlar sam- bandsstjórnin að þorga 75 pró- sent í ár, í stað þess að hún áður borgaði 50 prósent af honum. Undanþegnir tekjuskatti eru nú bændur, er tekjur hafa á ári sem nema $3500. Áður borg uðu þeir skatt, er $3000 tekjur höfðu. Er sagt að þetta snerti 500 manns í Manitoba. Ennfremur er tekjuskattur- inn að mun lækkaður á öllum, sem ekki hafa yfir $6000 tekj- ur. Alls áhrærir það um 1200 manns í Manitoba. Ræðan, sem fjármálaráð- herrann flutti um leið og hann lagði reikningana fyrtr . þing- ið, er sögð að vera ein sú ítar- legasta fjármálaræða er um langan tíma hafi verið haldin í sambandsþinginu. Það var ekki aðeins að hagur landsins væri skýrður í réttu ljósi, og eins og hann nú er, heldur fanst mönn um mjög til um lýsingu hans á framtið þessa lands, ef vitur- lega væri á stjórn hér haldið og hollar og heillavænlegar stefnur fengju að'njóta sín. SÖNGSAMKOMA. Söngsamkoma hr. Sigurðar Skagfield á Baldur var mjög vel sótt af íslendingum, og vom allir einróma um hans stór- kostlegu sönghæfileika. Hann var endurkallaður hvað eftir annað, og ætíð var hann svo góður að syngja eitt eða fleiri aukanúmer." Sem dæmi þess, hve fólk sækist eftir að heyra hann, má geta þess, að Mr. og Mrs. T. J. Gíslason, Mr. Walte’’ Thorlakson og kunningi þeirra frá Brown, keyrðu um 75 míl- ur til þess að vera viðstödd. — Einnig voru þar frá Upham N. Heyrðu, sjáðu, syngdu, spáðu, sólin er upp að renna. Ylur frá tindi andar í vindi; alveg er hætt að fenna. Hrestu þorið. Hertu sporið. Hér er vorið. Himininn kann að kenna. Deigir fjalla fremstu hjalla frjófgandi lindin tæra. Græðir sig sprettan; grænkar þá sléttan; grundina vinst að mæra. Glitrar tómið. Glensar hjómið. Glansar blómið. Alt getur lært að læra. Berast hljómar. Hafið ómar. Hreiðrunaróskir þröngva. Strendurnar blika. Strengirnir kvika. Straumurinn fælir öngva. Soknir anda sifjabanda sælustranda, mennirnir syngja söngva. Spáðu, syngdu, ylinn yngdu æsku, sem má ei kæla. Vill hún ógleymdan drauminn sér dreymdan, drýgja hannvvill og stæla. Ljósin brenna. Lindir renna. Legir spenna. * Velkomin, sólarsæla! % J. P. S. 4= sem hann náði til, unz konan hneig örend niður. McGrath er 23 ára, en kona hans var 19. Þau giftust fyrir tveim árum. Heimili þeirra var hjá Mrs. Bloomfield, móður konunnar. Þau áttu eitt barn. Milli hjónanna hafði verið ósamlyndi undanfarið, og Mc- Grath hafði farið fyrir nokkru af heimili mæðgnanna. Morðinginn flýði eftir þess- ar athafnir, en var náð af lög- reglunni. D., Mr. og Mrs. Freeman og dóttir þeirra og Mr. og Mrs. Benson og börn þeirra. — Þau hvöttu hann mjög að koma bráðlega suður til Upham og Bottineau. Fólk telur ekki eftir sér að keyra langa leið til að njóta svo indællar söngskemt- unar. Mr. Gunnar Erlendsson, sem aðstoðaði hann við píanóið, leysti verk sitt prýðilega afi hendi. Þær íslenzkar bygðir, sem ekki hafa heyrt Mr. Skagfield, mega sannarlega hlakka komu hans. O. A. HVEITISAMLAGIÐ f MANTOBA. Sú breyting hefir nú verið gerð á lögum eða reglugerð Hveitisamlagsins f Manitoba, að þeir sem heyra félaginu til og undir sölusamning þess hafa skrifað, þurfa ekki fremur en þeim gott þykir að skifta við Hveitisamlagið eða að selja því hveiti sitt. Um þetta mál fór fram atkvæðagreiðsla s.l. viku og var yfirfljótanlegur meiri- hluti bænda í Samlaginu með því, að skuldbinda sig ekki til að selja Samlaginu. Það sem mikil áhrif hefir hlotið að hafa í þessu efni, er að fyrsta borgun Samlagsins hlýtur að verða 8—10 centum lægri en markaðsverðið, og á lágverðinu, sem nú er á hveiti, hefir margur eflaust horft í þann mun. Hvaða áhrif þetta hefir á framtíð Hveitisamlagsins, er ekki gott að segja. PÁFINN OG MUSSOLINI Það er grunt á því góða milli páfans og Mussolini um þessar mundir. Eru orsakirnar til þess þær, að s.l. sunnudag lét Mus- solini loka öllum kaþólskum klúbbum á ítalíu. Gerði Musso- lini þetta vegna bess, að hann segir að félög þessi eða klúbb- ar láti sig stjórnmál of mikið skifta. Páfinn mótmælir þess- ari aðferð og kveður hana brot á samningum (concordat) kirkju sinnar og ríkisins. Er sagt að ef ekki komist á sætt- ir, sé ekki hægt að segja um hvað taki við á ítalíu, því ka- þólska valdið sé þar svo öfl- ugt, að ríki Mussolini geti staf- að hætta af því, ef til hins versta kemur. ÍSLENDINGAR ÚTSKRIFAST frá háskólanum í Saskatoon. 1. Meistarastig í dýrafræði (M. Sc.) hlaut Árni Páll Árna- son frá Mozart, Sask. Mr. Áma- son hefir sérfræðingsstöðu hjá Canadastjóm. 2. Meistarastig í efnafræði (M. Sc.) hlaut Ingólfur Berg- steinsson frá Alameda, Sask. — Mr. Bergsteinsson hefir verið veitt Scholarship ($700.00) við Stanford háskólann í Californía og mun halda áfram námi í efnafræði fyrir doktorsstig þar næsta vetur. 3. Thomas Jóhann Árnason frá Mozart, Sask., hlaut Bache- lor of Science með hæstu ein- kunn í grasafræði. Hann ætlar sér að halda áfram námi í grasafræði við Saskatchewan háskólann næsta ár. 4. Arthur Thorfinnsson frá Wynyard, Sask., lauk við náms- skeið kennaraskólans (College of Education. 5. Alvin .Tohnson, frá Limerick Sask., stóð hæstur í þriðja ári verkfræðisskólans, og hlaut the Engineering Institute of Canada Scholarship. 6. Robert Johnson frá Lime- rick, Sask., hlaut hæstu verð- laun f öðm ári verkfræðisskól- ans. fyr. En ástæðurnar fyrir því, að þetta fallega nafn var Grænaland, sem skömmu síð- ar var stytt í Grænland, hafa aldrei verið taldar, og eru þó augljósar. Þessar ástæður vom þrjár: 1. Éiríkur var Norðmaður en ekki íslendingur. 2. Hann kom frá íslandi. Hann var kallaður Eiríkur rauði. Af því hann var Norðmaður, þekti hann kuldagustinn, sem leggur af nafninu ísland, en sem fæstir af íslendingum verða varir við, fyr en þeir hafa lengi verið í útlöndum. Það er mjög líklegt, að það hafi verið óhugur í honum, þeg ar hann á unga aldri varð áð fara með föður sínum, sem varð að flýja land sitt fyrir víga sakir. Og ekki hefir þessi ó- hugur batnað við að þtnrfa setjast að á Dröngum, þar sem Þorvaldi Thoroddsen þótti einna óvistlegast á öllu íslandi. Ekki var heldur láninu að fagna. Reyndar komst hann frá Dröngum og bjó um tíma á Eiríksstöðum, en varð að hrekjast þaðan fyrir ófrið og víg út í Breiðafjarðaréyjar. — Þar hefir honum líklega liðið betur, en óhöppin höfðu enn ekki skilið ríð hann, svo aftur lenti hann í manndrápum og varð fyrir það sekur. Hvort sem hann hefir þá átt afturkvæmt til Noregs eða ekki, kaus hann heldur að sigla vestur og leita lands þess er Gunnbjörn hafði séð, og þá sneri hamingjan loksins við honum fanginu. — Han nfann nýtt land og bjó jar til elli, mest metinn af öll- um íbúum. Þegar nú nýja landinu skyldi gefið nafn, er mjög líklegt að Eiríki hafi fyrst komið í hug að nefna það Eiríksland. Hann Við Andiátsfregn SR. KJARTANS HELGASONAR Bið eg guð að græða, græða djúpa sárið, ástvina hans allra hafði enga trú á því. Hann j angnrs þerra tánð, hafði kallað bæ sinn á tslandi IvefJa fógrum vonum Settist sorg að Hvammi á sjálfan páskadaginn; skygði ský á sólu, skuggsýnt varð um bæinn; þannig lífsins leiðir liggja um táradalinn, því við sorgar sorta sól er gleði falin. Dýr er drengur horfinn, drottins þjónn og manna; vann um alla æfi að því hreina og sanna; kristindómihn kendi, kendi í orði og verki. Kjartans öll var iðja undir kærleiksmerki. Sá sem allir unna, ekki dáið getur; mæt sú minning varir magni auðvalds betur; inn á æðri brautir okkur líf lians bendir, rökkur dauðans dvínar, drenglund birtu sendir. Kjartan kom hér vestur kraftinn máls að sanna; enginn annar betri okkur reyndi að manna; geyma móður-málið, málið, sem hann unni, og af öllum fjölda öðrum betur kunni. Sorg er mér í sinni, sorg í stefjakvaki; gest ei átti eg annan nndir mínu þaki, sem mér betur sýndi, sönn hvað mentun getur, upplýst hryggan huga, hlýað kaldan vetur. GRÆNALAND. \ HRYLLILEGT MORÐ. f bænum Souris í Mani- toba myrti bóndi einn, James McGrath að nafni, konuna sína í gærmorgun á hinn hryllileg- asta hátt. Hann óð að henni á heimili beirra með kiötsveðju mikla í liendi og skar konuna með henni á handleggjum og hvar Þegar Eiríkur rauði kom til íslands og sagði vinum sínum frá því að hann hefði fundið nýtt land, sem hann ætlaði að byggja, spurðu þeir haiin, hvað þetta land ætti nú að heita. Svarið var: Grænaland. — Og því þá Grænaland? — Því það væri fallegt nafn og mundi hæna að sér innflytjendur. Fyrir þetta liefir Eiríkur ver- ið kallaður hinn fyrsti fast- eignaprangari (real estate pro- moter), og er það satt. í það minsta er ekki annara getið Eiríksstaði, en engin gæfa fylgt jví nafni. En Rauðaland? (Hann var kallaður Eiríkur rauði). Nei, það dugði nú ekki. Þá Hvítaland? Það sannarlega lýsti vel landi, sem kafið er f jöklum, og hefði hann verið fslendingur, er mögulegt að hann hefði kosið það nafn, því íslendingum þykir heiður að jví að kenna sig við ís og jökla, sem nöfnin: Jökull, Snæ- land. fsfeld, Snowfield og fleirí benda á. En Eiríkur kom fré íslandi, var að öllum líkindum illa við landið og nafnið, og fann líka að Hvítaland var kaldhranalegt nafn. Nú var hann kominn í lit- ina. — Gulaland? Nei. — Bláa- land? Það var í Afríku.------- Grænaland? Þarna kom það! Fallegt nafn og aðlaðandi. — Grænaland skyldi landið hans heita. Og Grænland heitir það enn í dag. Þó nafnið eigi lítið eða ekkert betur við en ísland á við vesalings eyjuna, sem nú í þúsund ár hefir burðast með það ónefni. Enda var það nafn gefið í illum tilgangi, til að níða landið og er það skömm að láta það haldast við. M. B. H. vinarplássið auða, gefa ljós, sem lýsi lífi um gröf og dauða. Sigurður Jóhannsson. KOSNINGAR. Kosningarnar á fslandi fara fram 12,'júní n.k. Séra Guðm. Árnason frá Oak Point, Man., kom til bæjarins s. 1. föstudag. Hann hélt dag- inn eftir út til Piney, Man., og messaði þar á sunnoidaginn (þ. 31. maí. Föstudaginn var, 29. þ. m. andaðist í bænum Regina, Sask., Mrs. Marion Elding Price dóttir Mrs. Dýrfinnu Elding hér í bænum. Mrs. Price var kona á ungum aldri gift fyrir fáum árum síðan. Maður hennar heit ir James Price og er yfirmats- maður á skrifstofu Royal bank ans í Regina. Héðan fóru til þess að vera við jarðarförinEi, hr. Árni Eggertsson fasteigna- sali og Sigurður sonur hans, Mrs. Kristín Reykdal, Mrs. Dýr- finna Elding og dóttir hennar Alma Elding. Frá Wynyard, Árni G. Eggertsson lögfræðing- ur og Ragnar Eggertsson. Frá Mozart, Mrs. Helga Pálsson og frá Leslie Mr. og Mrs. W. H. Pálsson þingmaður. Þau Árni Eggertsson, Mrs. Reykdal og Mrs. Pálsson eru móðursyst- kini hinnar látnu. Andlát Mre. Price er hinn mesti raunaat- burður fyrir alla ættingja henn ar og vottar Heimskringla þeim öllum hina innilegustu hlut- tekningu sína. • • * Hin ágæta grein “Gull” sem birtist í síðasta blaði Hkr., var skrifuð af dr. M. B. Halldórs- syni . Sást yfir að setja nafnið við hana vegna þess, að höf. las sjálfur próförkina í fjar- veru (veikindum) ritstjórans, og ritar aldrei nafn sitt sjálfur við það, sem hann sendir blað- inu. I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.