Heimskringla - 03.06.1931, Side 4
4 BLAÐSJÐj*
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. JÚNÍ 1931.
'pctmskringk
StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
*JJ og 8b5 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537_________ |
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
íyrirfram. Ailar borganir sendist
THE tflKING PRESS LTD.
Háðsmaður. TH. PETURSSON
Utanáskrift til *bla0sins:
Uanager THE VIKING PRESS LTD..
853 Saroent Ave.. Winnipeo
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til rKstjórans:
EDITOR HEIV SKRINGLA
853 Sargent A je., Winnipeg.
‘Heimskringla ’ ls published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 S'trgevt Avenue. Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEXl, 3. JÚNÍ 1931.
FARANDSALINN.
Það hefir sjaldan verið eins mikið um
þenna ófögnuð, farandsalana, og á síð-
astliðnu vori. í>að hefir gengið svo langt,
að mörg Ijúsfreyjan hefir oft litlu getað
komið í verk á daginn á heimilinu fyrir
þeim. Um leið og einn hefir farið, hefir
annar óðara verið kominn og byrjað
sama endalausa vitleysis vaðalinn um
eitthvert skn'tugt skran, iem hann hefir
þurft að selja, og raun hefir verið að
hlusta á. Og svo framir, ruddalegir og
ókurteisir og ósjaidan viðbjóðslegir eru
þessir prangarar oft, að við þá er á-
rangursláust að tiala kurteislega, og
verða því oftast leikslokin þau, ef losna
á við þá, að skeila verður á þá hurðum.
í hverju siðuðu þjóðfélagi getur þessi
farandsala ekki skoðast annað en blátt
áfram faraldur eða pest. En farandsalinn
hefir leyfi frá yfirvöldum fylkisins eða
bæjarins að reka þetta starf. Hvað mik-
ið fé þeir greiða til hins opinbera fyrir
það, skal hér ekki fullyrt um. Líklegast
er það 10 til 20 dalir á ári. En hvaða
rétt hefir hið opinbera til að leyfa þess-
konar sölu? Hefir það rétt til að leigja
forgarða og forsali heimila, sem eru eign
einstakra manna, hvaða slordóna sem er
fyrir skransölustöð? Vér eigum bágt
með að sjá. að nokkuð sé til sem rétt-
lætir það. 1 bæjunum eru verzlanir til á
hverju götuhorni, sem allar þær vörur
hafa er heimilið þarfnast og mikið meira
en það. Og þar á fólk að mæta kurteisi
og lipru viðmóti, auk þess sem það á þar
viðskiftamann, sem það getur treyst,
og sem ávalt er sanngjarn og reiðubúinn
að greiða fyrir viðskiftavinum sín-
um á ýmsa iund, svo sem að taka vöruna
til baka, ef ófullkomin reynist, og lána
þeim, ef á þarf að halda o. s. frv. Þörfin
á þessu farandsölufargani er því engin,
og að eiga kaup við þá er bæði valt og
undantekningarlaust hverjum manni
hvimleitt. Og að þurfa að hlaupa til dyr-
anna frá diskþvotti eða öðrum hússtörf-
um, á hverjum tíu mínútna fresti, allan
daginn, til þess að taka á móti þessum
óbilgjörnu og ósiðuðu þvarg- og þvað-
ursskjóðum, er meira en nokkur hús-
freyja ætti bótalaust að gera sér að
góðu.
1 blaði frá Regina er á þetta efni minst
nýlega, og er þar frá því sagt, að hús-
freyja ein hafi tekið það til bragðs, til
þess að þurfa ekki að ergja sig með þvi
að eiga tal við farandsalana, að hafa til
reiðu í forsai hússins “eggjapískara’’,
sem hún tók til að þeyta og reyna að
selja farandsalanum, sem að dyrum henn
ar baf. í stað þess að gefa minsta gaum
að því sem farandsalinn sagði, tók hún
til óspiltra mála um leið og hún leit
hann, að reyna að selja honum eggja-
pískarann, og sýndi honum hve undur-
samleg afleiðingin af notkun hans væri.
Hún kvaðst að vísu ekki hafa selt þá
marga, en þetta hefði haft þau áhrif, að
hver farandsali hefði aldrei tafið mjög
lengi við dyrnar, auk þess sem koma
þeirra hefði eftir þetta aldrei vakið hjá
sér ilt skap, heldur þvert á móti komið
henni til að brosa að áhrifunum, sem
þetta ráð hennar hafði á þá.
Vér vildum ráðleggja öðrum húsfreyj-
um, sem engan frið hafa fyrir farand-
sölunum, að fara að dæmi þessarar
konu, að minsta kosti á meðan yfirvöld-
in eru að átta sig á, hvílíkt hneyksli og
fávizka farandsalan er, sem þau heimila
að höfð sé í framnai.
NÝTT TOLLMÁLARÁÐ.
Sambandsstjórnin kvað hafa skipað
nýja nefnd eða ráð, sem hafa á algert
eftirlit tollmálanna með höndum.
Verksmið þessarar nefndar skilst oss
eigi að vera í því fólgið, að hafa vakandi
gætur á áhrifum og afleiðingum toll-
anna á hag landsins. Ef nefndin kemst
að því að tollar séu of háir á einhverri
vissri vöru, eða of lágir á annari, hefir
hún vald til þess að breyta þeim og laga
í hendi sér eftir ástæðum, eða þörfum,
en þó með samþykki þings og stjórnar.
Hverjir í ráð þetta verði skipaðir, er
enn ókunnugt um. En þörfin á þessari
nefnd dylst ekki. Tolmál Canada, sem
annara landa, eru svo víðtæk í eðli sínu
að afar erfitt er nema fyrir sérfræðinga
í hagfræði, að dæma um hvenær tollar
eru til góðs og hvenær til ills.. Stjórn-
málamenn eða þingmenn landsins, að
örfáum undanteknum, geta naumast bygt
það, sem þeir segja um tollmál, á bjarg-
fastri þekkingu. Enda hefir afleiðingin af
meðferð stjórnanna á tollmálum oft ver-
ið hin versta á hag þessa lands. Um það
hefir reynslan borið vitni. Og sú reynsla
hefir stundum verið dýrkeypt. — Toll-
málin eru með öðrum orðum mál, sem
ekki verður viturlega farið með af öðr-
um en hagfræðingum og þjóðmegunar-
fræðingum. Það er verkefni sérfræðinga
og vísindamanna, að fara svo með þau
mál, að þau geti komið þjóðinni að
verulegu gagni.
Litið á myndun þessa ráðs frá þessu
sjónarmiði, dylst það ekki að Bennett-
stjórnin hefir hér stígið þýðingarmeira
spor en menn gera sér í fljótu bragði
grein fyrir. Það mun sannast, að þegar
ráð þetta er búið að kynna sér áhrif toll-
anna frá sem flestum hliðum, á hag
landsins, verður löggjöfin í sambandi við
þá hagkvæmari en áður.
í ágætri grein, sem birtist í Lögréttu,
einu bezta íslenzka vikublaðinu, sem út
er gefið heima, og endurprentuð var f
Hkr. nýlega, er að því atriði vikið, að
yngri hagfræðingar (economistar) hall-
ist mjög að þeirri skoðun nú, að stjórn-
málin beri að skoða frá hagfræðilegri
eða vísindalegri hlið, fremur en frá póli-
tískri hlið. Telja þeir meginatriði stjóm-
málanna vera svo mikið rannsóknar-
efni, að miklu lengri tíma og Íhákvæm-
ari athuganir þurfi, en stjórnmálamenn
eða þingmenn eigi yfirleitt kostá, til þess
að geta ráðið fram úr þeim á sem heppi-
legastan hátt.
Eitt af þeim stjórnmálum, sem þetta
má með fuflum rétti segja um, eru ef-
laust tollmálin.
Þetta getur komið þeim einkennilega
fyrir, sem hæst hvín í í stjórnmálum, og
sem heitt og innilega trúa á einhverja
flokksstjórnarskímuna, sem hina einu
réttu. Um óskeikulleik slíkrar trúar fá-
umst vér ei. En þess verður sennilega
ekki langt að bíða, að helztu atriði stjórn
málanna verði fengin nefndum sérfræð-
inga í hendur til rannsóknar og eftir-
líts, og að löggjöfin framvegis komi frá
þeim, en ekki frá háttvirtum þingmönn-
um. Væri það bragarbót mikil, þvf með
allri virðingu fyrir þingmönnum, ber því
ekki að neita, að á þessum seinni árum
hafa ekki margir spámenna komið fram
á meðal þeirra.
/HVER ER MUNURINN?
Það hefir talsvert verið um það talað
undanfarið, að Bennettstjórnin muni ekki
ætla að taka að sér greiðslu á ellistyrkn-
um, eins og búist var við að hún gerði,
og hafa liberalar og andstæðingar stjórn-
arinnar gert sér far um að benda á það,
sem eitt af kosningaloforðasvikum Ben-
netts.
Forsætisráðherra mun hafa gefið í
skyn, að erfitt myndi á þessu ári fyrir
sambandsstjórnina að færast í fang að
greiða þenna skatt að fullu. Tekjuhall-
inn er mikill á árinu og stjórnin á efna-
lega í vök að verjast. En enginn efi mun
þó á því, að hér er aðeins um eins árs
frest á því að ræða, að elilstyrkurinn
verði allur af sambandsstjórninni greidd-
ur.
Og hver er svo munurinn á því að
sambandsstjómin eða fylkisstjómirnar
greiði þenna styrk? Hvaða mun gerir
þér eða mér það, hvort að við greiðum
sambands- eða fylkisstjórninni skattinn,
sem á okkur verður lagður til þess að
Standa straum af útgjöldunum, sem hon-
um eru samfara? Hvaða stjórn, sem
skattinn greiðir, verður að afla fjárins
til að greiða hann með, á þann vana-
lega hátt að skatta borgarana.
Vér sjáum því ekki að það geri til né
frá, hvernig fyrst um sinn fer um þetta
mál, eða hVbrt sambandsstjórnin byrjar
nú þegar að greiða ellistyrkinn, eða ekki
fyr en á næsta ári.
RÖK.
Fjölkunnugur: Þú spurðir mig hvern-
ig á því stæði, að vísindamenn. héldu,
að allar lifandi verur hafi til orðið af
einni og sömu frumu, eða þessum slím-
ögnum í pollum fyrir biljón árum. Til
þess liggur þessi ástæða. í líkama manns
ins eru auk frumanna, sem í félagsbúun-
um hafast við, aðrar frumur, er lifa þar
út af fyrir sig og óháðar, alveg eins og
amöburnar gera. Þær heyra okkur til,
en eru samt ekkert bundnar okkur. Þær
eru eins og lausamaðurinn eða leigjand-
inn. Þær fara og koma eftir eigin geð-
þótta og taka sér bólfestu hér og þar í
líkamanum. Þær borga, okkur húsaleig-
una með því, að herja fyrir okkur á ó-
vini, ef að höndum bera. Þær eru hvítu
kornin í blóðinu. Það er verkefni þess-
ara hvítu blóðkorna, að ráðast á og eta
upp sýkingargerla, um leið og þeir láta
á sér bera.
Forvitinn: Þetta kalla eg nú í meira
lagi eftirtektarvert. En mér er ennþá dul-
in ástæðan fyrir því, að maðurinn sé
af amöbum kominn.
Fjölkunnugur: Eg býst við því. En
hún verður þér ekki lengi dulin. Þér
mun þykja það undarlegt, er þú heyrir
það, en svo er því þó varið, að þessi her-
skáu blóðkorn í líkama mannsins og am-
öban í skorningunum meðfram götunni,
eru náskyld. Þau eru ekki aðeins lík að
þessu leyti, að vilja lifa óháð eða útaf
fyrir sig. Það er einnig að útliti til mik-
ill frændsvipur með þeim. Þau anda, eta,
hreyfast og auka kyn sitt hieð sama
hætti. IJn það sem mestu varðar þó er
ef til vill það, að líkami þeirra beggja er
myndaður úr sama efni.
Forvitinn: nú fer mig að gruna, að
hverju þú ert að stefna.
Fjölkunnugur: Á því átti eg von. —
Efnið sem bæði amöban og hvítu blóð-
kornin eru gerð úr, er eins og hlaup, og
líkist talsvert hvítu úr hráu eggi, nema
hvað það er þykkra. Það er kallað lífs-
frymi (protaplasm). Og nú kem eg að
sönnunum þeim, sem þú hefir lengi beð-
ið eftir. Það eru ekki einungis hvítu
blóðkornin og amöban, sem lífsfrymið
er í, heldur er það í öllum frumum. Með
öðrum orðum, þú og eg, hesturinn og
hundurinn og öll dýr merkurinnar, fugl-
ar loftsins og fiskar sjávarins og grasið,
sem á jörðinin vex, alt sem líf bærist
með, er í aðalatriðunum saman sett úr
einu og sama lifandi efninu. Ertu nú
ánægður? * 1
Forvitinn Fyllilega. Þetta skýrir til
fullnustu á hverju vísindamennirnir
byggja hugmynd sína um það, að alt líf
sé frá einum og sama forföður komið.
Og eg sé jafnframt hvernig á því stend-
ur, að þeir vita nokkurn veginn hvern-
ig fyrstu h'fverurnar muni hafa litið
út.
Fjölkunnugur: Já. En láttu þér samt
ekki detta í hug, að fyrstu lífsfrumurnar
hafi verið í öllum atriðum alveg eins og
amöban og hvítu blóðkornin eru nú.
Fyrsta lífkveikjan (life germ) var miklu
einfaldari og óbrotnari. Á þessum þús-
und miljón árum, sem liðin eru síðan h'f-
ið kom fyrst fram, hefir lífsfrymið breyzt
mjög mikið. Það hefir smátt og smátt
lagað sig eftir verkefnunum, sem því
hafa verið úthlutuð og sem í sfnum marg
breytileik skifta miljónum. Eftir því sem
lífið þróaðist, eftir því urðu verkefnin
bæði fleiri og flóknari. Þess vegna ér
fruma úr hella þínum eins ólík fyrstu
lífsfrumunni og nýjustu bifreiðarnar eru
ólíkar elztu uxakerrunum. En eins og
bifreiðin er á sömu hugmyndinni bygð
og uxakerran, svo er það og einnig með
þróun lífsfrymisins.
Forvitinn: Þú sagðir að amöban í
pollinum og frumumar í blóðinu önduðu
með sama hætti. Hvernig á eg að skilja
það?
Fjölkunnugur: Mér þykir vænt um
að þú spurðir mig þessarar spurningar,
því að með því^að svara henni, komumst
við að hjartapunkti efnisins. Aðal leynd-
ardómurinn með fyrstu lífsverurnar var
fundinn, þegar menn komust að því, að
þær gætu andað. Það er aðal ástæðan
fyrir því að þær geta lifað og haldist
við. Veiztu hvað á sér stað, þegar þú
'andar?
Forvitinn: Eg tek loft inn
í lungun. Og súrefnið í loftinu
samlagast svo blóðinu.
Fjölkunnugur: Það er hár-
rétt. En það sem á sér stað er
þetta: Þegar þú andar, er súr-
efnið úr loftinu, sem ofan í
lungun komst, borið af rauðu
blóðkornunum með blóðinu til
hverrar einustu frumu í líkam-
| anum. Frumurnar nota súrefn-
| ið en senda aftur til baka með
blóðinu, sambland af súrefni
og kolefni. Þetta er kallað kol-
sýra. Það er loftkent efni eins
og súrefnið, sama loftefnið oa
bólunum veldur á sódavatni.
Rauðu blóðkornin anda súrefni
að sér gegnum’húðina eða yf-
irborðið. Og það er einmitt hið
sama og amöban gerir. Þess
vegna má segja, að frumurnar
í blóðinu andi með sama hætti
og amöban. Er þetta nægilega
Ijóst svar við spurningu þinni?
1 fullan aldarfjórðung hafk
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna morgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjúr
fyrir $2.50. Pant. má þær beint
frá Dodds Mediciue Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið bangað.
Forvitinn: Já, en við hvað
áttirðu, þegar þú sagðir að
frumurnar í öllum hlutum lík-
amans “notuðu” súrefnið?
Fjölkunnugur: Ein aðal
notkun þess er í þyí fólgin, að
saipeina það kolvetninu í blóð-
inu. Við þá sameiningu mynd-
ast orka (energy).
Forvitinn: Hvað áttu við
með kolvetni?
Fjölkunnugur: Það eru efria-
sambönd, sem í er kolefni
blandað vatni og súrefni. Það
er með þessum efnasambönd-
um, að sykur og sterkja, sem
eru einföldustu fæðuteg-
undir og frumhýði (cellulose)
er myndað. En gáðu að því, að
kolefni, vatn og súrefni geta
ekki orðið að kolvetni án orku,
sem er í sólarljósinu.
Forvitinn: En þú varst rétt
að tala um kolvetni í blóðinu.
Og nú segirðu að það geti ekki
myndast nema fyrir orku frá
sólarljósinu. Ekki getur sólar-
Ijósið komist alla leið inn í blóð
ið í líkamanum?
Fjölkunnugur: Nei, það get-
ur það ekki; en orkan, sem f
því er, kemst þangað óbeinlínis.
Og sannleikurinn er sá, að án
sólarinnar gætum við ekki lif-
að. Lífið á þessari jörð, að
mannfnum meðtökium, hefði
aldrei komið fram á þessari
jörð, ef það hefði ekki verið
fyrir sólarljósið. Það héldis*
ekki lifandi eitt augnablik án
þess. Með öðrum orðum, ef það
væri ekki fyrir sólina, hefði
hvorki þú eða eg verið til.
Frh.
SINDUR.
í auglýsingu í Lögbergi um
messur íslenzks trúboða í lút-
ersku kirkjunum á Otto og
Lundar nýlega, stóð að umtals-
efnið væri: “Úthelling heilags
anda á báðum stöðunum”!
• • •
Lögin xegja á stríðstímunum.
—Cicero.
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
Frh.
Kjörþingið endaði með því,
að séra Benedikt hlaut þing-
sætið með fárra atkvæða meiri
hluta. Séra Benedikt í Múla
var glæsimenni, svipmikill,
greindarlegur og góðlegur, æf-
inlega fínlegur til fara og prúð-
ur í viðmóti og framkomu. —
Hann var ríkur maður, ekki þó
fyrir yfirgang, því vel metinn
og vinsæll var hann í héraði.
Þegar nú þessa er gáð, og það
jafnframt haft í huga, að hann
þótti^ atkvæðamaður á þingi,
þá má það álítast eðlilegt að
hann bæri hærra hluta úr být-
umáþessu þingi. En þegar eg
seinna kyntist Guðmundi í |
Sköruvík mikið og ' vel, og j
lærði að skilja hans mikla stríð
og svekkingu á mörgum þá.
liðnum æfiárum, þá fór mig;
að langa til að hann hefði kom
ist á bekk með sér líkum hæfi-
leikamönnum.
Ekkert vakti meira eftirtekt
mína á þessu þingi en það, hve
ólíkt men nvoru klæddir, og
héldu sér ólíkt til að öðru
leyti. Núpsveitungar komu mér
jafnast og bezt fyrir á þenna
hátt; þeir voru allir svo hrein-
ir ðg hóflega klæddir af veT
unnum íslenzkum dúkum. Ax-
firðingar gengu þeim næst að
útliti, voru ójafnari; á meðaí
þeirra voru snildarlega snyrti-
legir menn, sem eg minnist æf-
inlega með geðþekni og raun-
ar aðdáun. Þar var sá maður-
inn, sem eg fyr og seinna dáð-
ist mest að af öllum í sýslunni,
Björn bóndi Gunnlögsson 'f
Skógum. Hann hafði alt til að
bera, fallegur maður á allan
hátt, skarplegur, gáfulegur og
góðmánnlegur; en þegar eg
seinna kyntist honum betur,
þá reiddist eg við hann kanske
tfu sinnum á dag, af því hann
var ofurlítið háðskur, einmitt
þegar á þurfti að halda, en mér
kom það svo illa, þegar eg í
hjartans einlægni ætlafði 'að
gera einhverja vitleiysu. Það
fór svo vel á svipnum á hon-
um, hvað eg væri takmarkaður
og brjóstumkennanlegur. En
svo þurftum við að missa hann-
á bezta aldri, og það var lítið
getið um þann mannskaða. Og
þá var ekki einurðin búin að
ferma mig, svo eg hélt eg ætti
að þegja, þegar þó var einn
helzti tíminn til að mögla. Þó
nú Axfirðingar á þeim tíma
ættu fleiri ágætismenn en sum
þeir líka menn, sem ekki áttu
þeir líka menn, sem ekku áttu
til skiftanna, þó á kjörþing
þyrftu að fara.
Þó eg hefði ekki atkvæðisrétt
á kjörþinginu, þá hafði eg samt
nóg að gera, að sjá nú fjölda
þeirra manna, sem eg hafði oft
heyrt getið um í sambandi við
eitt eða annað, en aldrei séð
fyr. Keldhverfingar voru hrein-
legir menn og komu mér vin-
gjarnlega og vel fyrir sjónir;
en sérkennilegur sveitarbragur
lék á svip þeirra. Mér er mikiT
ánægja í því ,að geta hér nefnt
nafnið hans Indriða Isaksson-
ar í Keldunesi. Líklega hefir
hann verið atkvæðamesti mað-
urinn í þeirri sveit, og þó mundl
flestum hafa orðið að benda
seinast á hann til gagnlegra
úrskurða og framkvæmda. —
Hann barst ekki mikið á, var
aldrei sóði yzt né inst, en
heldur aldrei augnagull. Hann
var hins vegar æfinlega eins
og hreinn og svalandi sunnan-
vindur í samvinnu, ekki sízt er
til óyndisurræða kom, og efna-
maður var hann mestur f
Kelduhverfi.
Hjálmar sagði:
Funar undir fótum mér,
frændur og vinir sofa..